Tíminn - 23.03.1945, Síða 7

Tíminn - 23.03.1945, Síða 7
23. blað TtMlNX, föstadagiim 23. marz 1945 7 „Keflavíkurbréf“ (Framhald af 4. síðu) frá Keflavík: „Framsóknar- flokkurinn er vafalaust skuld- ugasta glæfrafyrirtæki þessa lands, og þyrfti að gera hann „kritiskt“ upp við fyrsta tæki- færi“. Úr fyrri bréfum hans mætti nefna hliðstæðar glefsur, sem koma innan um fréttirnar eins og móðursjúkt andvarp, án eðlilegs samhengis. í augum Sjálfstæðismanna gæti þetta auðvitað sómt sér vel í pólitískri árásargrein á Framsóknarflokk- inn, en ég hygg, að jafnvel Sjálfstæðismenn sjálfir geti ekki metið mikils þessa aðferð „Leyn- is“ við fréttaritun, enda þótt hún sé vel meint í þeirra garð frá höfundarins hendi. í síðasta bréfi sínu getur „Leynir“ um borgarafund, sem hér var haldinn um daginn, og fjallaði um útgerðarmál og stofnun útgerðarfélags. Lýsir hann yfir Jiylgi sínu við það mál með" nokkuð mörgum orðum, og er ekki nema gott um það að segja, Keflvíkingar eru á einu máli um nauðsyn þess. Til þess að krydda þessa frétt dálítið, getur hann þess, að við umræð- ur og afgreiðslu málsins hafi Framsóknarmenn í Keflavík að mestu „setið á strák sínum“ — aldrei þessu vant, vildi hann sagt hafa, þeir séu þó vanir að bregðast heldur óþyrmilega við, ef einhverjum framfaramálum á að hrinda áleiðis í Keflavík, — þetta á að lesa á milli lín- anna. Á þessari klausu hans er hinn ósvikni, sjálfselskufulli kjaftakerlingabragur, sem hon- um virðist einkar eiginlegt að hafa á „bréfum“ sínum. Enda þótt tína mætti úr bréf- um „Leynis" fleiri „spakmæli" hliðstæð þeim, sem hér hafa verið talin, skal hér látið stað- ar numið. En til þess að ekki sé hætta á, að blettur falli á hans „hreinu húgsanir", frekar en orðið er, ætti Morgunblaðið að velja sér fréttaritara hér syðra, sem væri líklegri til að koma fréttum héðan smekklegar frá sér en „Leyni“ hefir tekizt hing- að til. Keflavík, 18. marz 1945. Valtýr Guðjónsson. Bókmenntir og listir (Framhald a) 3. síðu) staðamyndir, rúmlega 40 mynd- ir af áhöldum og vinnubrögð- um, gömul og ný sjókort, upp- drættir af fiskimiðum o. s. frv. Þá er í bókinni markaskrá, mjög fróðleg, sem fæstir munu hafa séð. Sýnir hún fiskimörk, sem sjómenn notuðu. Þetta er í fyrsta sinn, sem skrifuð hefir verið allsherjar- saga útgerðar og sjósóknar á ís- landi og er því mikill fengur að fá slíka bók. Af hálfu útgef anda virðist ekki heldur neitt hafa verið til þess sparað að gera hana sem bezt úr garði. FyrsÉa borgaralegÉ hjónaband á íslandi \ (Framhald af 5. síðu) skurður var út gefinn, að þegar hjónaefni, annaðhvort eða bæði, væru ekki Lútherstrúar, skyldu þau taka vígslu af sýslumönn- um. Þar með var þetta vandamál útkljáð. 6. desember skrifaði landshöfðinginn sýslumannin- um í Vestmannaeyjum bréf, þar sem hann ^ilkynnti honum úr skurð konungs og lagði fyrir hann að framkvæma -athöfnina. En samgöngur voru tregar 1 þá daga, og Aagaard sýslumaður fékk ekki bréf landshöfðingjans fyrr en í miðjum febrúarmán uði. Og svo ber það aftur til, að hreppstjórar Eyjamanna heim sækja Magnús og Þuríði og lesa yfir þeim nýtt embættisskjal Sjálfur kóngurinn hafði þá látið þetta til sín taka, blessaður öðlingurinn, og þau gátu hlotið löglegar samvistir eftir allt saman. Var undinn að því bráður bugur að reka enda- hnútinn á allt þetta málavafst- ur og ákveðið, að athöfnin skyldi fram fara fimmtudaginn 30 marz 1876 klukkan tólf á há- degi. En það er af þeim hjónum að segja, að þau fóru aldrei til Sjómannasaga eftir VillijáliiB Þ. Gíslasou er komin ut Sjómannasagan cr hagsaga og menningarsaga íslenzkrar nÉgerðar, sÉarfsaga og heÉjusaga íslenzkra sjómanna. Sagan er allshcrjarsaga úÉvegsins frá upphafi, en rakin með sérsÉöku ÉilliÉi Éil Reykja- vlkur og Faxaflóa, efÉir að Reykjavík varð höfuðsÉaður landsins. Fískamörk Hafið þér séð gömlu fiskamörkin, sem hjá sjómönnum voru hliðstæð fjármörkum bændanna? í Sjómannasögunni er í fyrsta sinn prentuð markaskrá um fiskamörkin, með teikningum og skýringum. Hvernig var: blaðstýft, fjöður, kría, fuglafit, skora aftan, hvatt, gagnhakað, manndrápsmark, hamar? Rakin eru áhrif siglinga og fiskveiða á þjóðarhag og afkomu manna og á sjálfstæði landsins. í inn- gangsköflum er sagt frá fornri útgerð, síðan frá út- vegsmálum á 14. og 15. öld. Meginsagan er rakin frá upphafi verzlunar og siglingafrelsis á 18. öld og fram á togaratímann. Sagt er frá áraskipum, þil- Skipum, vélbátum, togurum og kaupskipum. Lýst er daglegu lífi og vinnubrögðum, slysförum og hætt- um, fiskimiðum, verzlunarháttum og lífskjörum. MatSískar í Sjómannasögunni er sérstakur kafli um fiskinn, gildi hans í þjóðarbúskap og þjóðtrú, verkun hans og hagnýtingu á ýmsum tímum, skýrð ýmis fiskaheiti og sagt frá margs konar matargerð úr fiski áður fyr. Til eru um 150 nöfn á hlutum þorskhaussins og urmull af fiska- og f iskmetisheitum. • í Sjómannasögunni eru á 6. hundrað myndir, teikningar og . • Bókin er snyrtilega prentuð á fallegan myndapappír, og kort, þ. á m. margar hópmyndir af skipshöfnum. bundin í vandað, smekklegt skinnband. E fi m 1 ð Sögunni er skipt í þessa kafla: Hagsaga og menningarsaga. Hafið og sagan. Skipin. Fiskurinn. Baráttan um bæina og upphaf sjómannastéttar. Fyrstu þilskipin. Gamlir bátar og ný skip. Upphaf innlendra þil- skipa. Auðmenn og aflamenn. Úr verstöðv- um í útgerðarbæi. Erlendar útgerðartil- raunir og áhrif þeirra. Ný þilskipaútgerð. Menntun sjómanna. Áraskip og útræði. Hagur þilskipanna. Hákarlalegur. Útvegs- bændur og framfaramenn. Stórútgerð. Útlendingar á íslandsmiðum. Frönsk ís- landsútgerð. Ný löggjöf og félagsmál. Kjör og öryggi. Sjómannalífið á þilskipunum. Vinna, matur, dægradvalir. Svaðilfarir og slysfarir. Nýir atvinnuhættir. Umbrotaár. Aldamót. Vélbátar. Síld. Upphaf togara:— Vöxtur fiskiflotana. Útgerð og stóriðja. Kaupskip. Sjómannalíf og sjómannalund. Hafið og framtíðin. Jámm. M y n d i r í bókinni eru alls 518 myndir, 289 myndir af einstökum mönnum, og um 500 nafn- greindir menn sjást á ýmiskonar skips- hafnamyndum og öðrum hópmyndum. Skipamyndir eru um 70, myndir af á- höldum og vinnubrögðum um 40. Yfir 50 staðamyndir, allmargar fiskamyndir, nokkuð af gömlum og nýjum kortum, sýnishorn úr bréfum, verzlunarbókum, aflaskýrslum o. fl. Margar myndir hafa verið teknar sérstaklega fyrir þessa bók, aðrar eru teknar úr gömlum söfnum og bókum t. d. úr hinu merka Reykjavikur- myndasafni Georgs Ólafssonar banka- stjóra. Fyrir sjómenn Sjómannasagan er skrifuð i tilefni 50 ára afmælis skip- stjóra- og stýrimannafélagsins Öldunnar og hafa þaulvanir sjósóknarmenn verið til ráðuneytis um allt það, sem varðar sjósókn og siglingatækni. í bókinni eru margar fróðlegar og fjörugar frásagnir um sjómannalífið á liðnum tímum. 1000 —1200 menn koma þar við sögu, jöfnum höndum útgerðar- menn, skipstjórnarmenn, hásetar og aðrir skipverjar. Fyrir sögumenn Sjómannasagan er sögurit, byggð á fjölda af prentuðum og óprentuðum heimildum. Hún er fróðlegt og girnilegt lestr- arefni fyrir þé, sem unna íslandssögu og 'þjóðlegum fróð- leik. Frásögnin berst eðlilega um allt land. En í bókinni er einnig mikil Reykjavíkursaga, sérstaklega saga sjómanna- ættanna og atvinnulífsins og lífskjaranna 1 bænum. ísaloldarprentsmiðja h.S. „Saga *Íslendinga er sagan um hafið44. Sjóma.nnasaga Villijálms 1». íiíslasonar segir frá auðsæld liafsins og áhrifum þess á landsmeuu og aÉviunuvegi þela*ra. I»eíÉii er falleg bók, sem menii lesa og’ skoða sér Éil skemmÉunar, og leiÉa síðan ofÉ L sér Éil fréðkiks. Brazilíu, heldur fluttust þau til Stokkseyrar árið 1879 og bjuggu þar í Útgörðum í 26 ár. Héldu þau fast við trú sína alla ævi, þótt engir Mormónar væru þar um slóðir. Árið 1905 fékk Magn- ús heilablóðfall, og síðustu ár ævi sinnar lá hann í kör á fram- færi sveitar sinnar fjarri konu sinni. Þuríður dó veturinn 1910, og nokkrum mánuðum síðar, 22. ágúst 1910, andaðist Magnús, saddur lífdaga. Raístöðvarstjórastaðan á Reyðarfirði ei* laus Éil umsóknai f frá 1. mai n. k. I \ i J. Umsóknum um stöðuna ber að skila fyrir ri. apríl n. k. til rafmagnseftirlits ríkisins, Reykjavdk eða hreppsnefndar Reyðarfjariðarhrepps, sem ge‘(a nán- ari upplýsingar. Leignréttindi á Laufskála Café, Geithálsi, svo og öll veitingaáhöld o. s. frv. eru til sölu ef samið er strax. — Nánari upplýsingar gefur - Sölumiðstöðin FækjargöÉu 10 R. Sími 5630.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.