Tíminn - 23.03.1945, Page 8

Tíminn - 23.03.1945, Page 8
DAGSKRÁ er bezta íslenzha tímaritið um þjóðfélagsmál. Deir, sem vilja kt/nna sér þ jóðfélatjsmál, Inn- Iend ofj útlend, þurfa að lesa Datjskrá. H ú s a V í k (Framhald af L síðu) næstu sumrum — eða jafnvel um mitt sumar 1947. Er þetta mikið mannvirki, sem varla kostar innan við þrjár miljónir króna. En þegar það er komið upp, þá er álitið að höfn- in verði góð. Hafnargarður þessi — suð- vestur úr Húsavíkurhöfða —' á að verja höfnina fyrir hafátt- inni, en jafnframt verður hann hafnarmegin bryggja, sem skip verðá afgreidd við. Áformað er að byrja á hafn- argarðsbyggingunni í vor strax og. veðrátta leyfir. Gert er ráð fyrir að nægur vinnukraftur fáist til verksins heima fyrir. Get ég þessa, af því ýmsir utanþorpsmenn hafa spurt mig eftir vinnu við hafn- argerðina. — Á að byggja nýja sfldar- verksmiðju í Húsavík innan skamms? — Árið 1942 bað stjórn Síld- arverksmiðja ríkisins um lóð fyrir tíu þúsund mála verk- smiðju á Húsavíkurhöfða, þar sem hinn nýi hafnargarður á að liggja frá landi. Fékk stjórn- in loforð um stóra lóð, er skyldi vera ókeypis. Hins vegar skuld- batt stjórnin Síldarverkismiðjur ríkisins, til þess að koma upp verksmiðjunni svo fljótt, að hún gæti tekið til starfa strax og að- staða við hinn væntanlega hafn- argarð leyfði. Samkvæmt því, sem-áður er sagt um hafnargarðinn, á bygg- ingu hans að verða lokið á sumr- inu 1947. Eftir þeirri áætlun á síldarverksmiðjan að verða upp komin og taka til starfa ekki síðar en með síldarvertíðinhi 1948. — Verður leitt rafmagn frá Laxárvirkjuninni til Húsavíkur? —Sumarið 1942 samdi Húsavík um það við Akureyri að fá keypt rafmagn við stöðvarvegg Lax- árvirkjunarinnar, þegar stækk- un virkjunarinnar, sem þá var hafinn undirbúningur að, væri í kring komin. Jafnframt sendi þáverandi ríkisstjórn til Amer- íku pöntun fyrir Húsavík í efni í raftaug frá Laxárvirkj uninni til Húsavíkur. Vegarlengd frá virkjuninni er um 27 km. — Útflutningsleyfi fyrir efninu hefir enn ekki fengizt fyrir vestan, en röðin að því mun nú loks vera að koma. Á siðasta þingi voru sam- þykkt: „Lög um byggingu nokk- urra rafveitna". í þeim lögum er ríkisstjórninni heimilað m. a. „að koma upp línu frá Laxár- virkjuninni til Húsavíkur" og annast rekstur fyrirtækisins fyrst um sinn. Hefir hreppsnefnd Húsavíkur farið þess á leit, að ríkisstjórn- in noti þessa heimild fyrri Húsa- vík, og fengið góðar undirtektir hjá Emil Jónssyni ráðherra, sem málið hegrir undir. Strax -og nauðsynlegt efni fæst, verður því línan væntan- lega byggð og rafmagn leitt frá Laxárvirkjuninni til Húsavíkur. Það rafmagn, sem Húsavík hefir nú, er aðeins frá 75 hest- afla stöð, sem byggð var árið 1918 við litla á, sem rennur um kauptúnið. Þörfin fyrir linuna frá Laxárvirkjuninni er því brýn. — Hefir komið til mála að gera hitaveitu? — Víst hefir það komið til mála, — og verður sjálfsagt framkvæmd áður en langir tím- ar líða. Norðan við kauptúnið kemur heitt vatn undan sjávarhömr- um og vqjgt loft stígur upp úr j^rðsprungu, ér liggur upp eftir Húsavíkurhöfða áleiðis til fjalls. Einnig kemur volgt vatn úr jörðu í hæðunum austan við kauptúnið. Margir álíta, að í norðanverðu kauptúninu, eða rétt fyrir norð- an það, muni vera hægt að ná upp heitu vatni með því að bora eftir því. Sumarið 1943-fékk Húsavíkurhreppur jarðbor hjá ríkinu og var unnið með honum í 4 mánuði. Ekki bar það neinn árangur, enda var bor þessi fremur lélegt áhald. Ég tel mjög vafasamt, að það borgi sig fyrir Húsavík að leita heita vatnsins þarna heima. En hverirnir í Reykjahverfi eru ekki lengra frá en 18 km., og nægilegur halli alla leið frá þeim til Húsavíkur. Þaðan hygg ég, að hitaveitan komi handa Húsavík. Á allri leið veitunnar milli Hveravalla og Húsavikur er ágætt ræktunarland. Þar á að reisa býli við býli — heilt byggðarhverfi, sem nýtur heita vatnsins, og einnig rafmagns- ins frá línunnl, sem tengja á Húsavík við Laxárvirkjunina og liggja um þessar slóðir. Á síðasta Alþingi var sam- þykkt áskorun, sem þingmaður Suður-Þingeyjarsýslu bar fram, til ríkisstjórnarinnar, um að láta gera fræðilega rannsókn á skilyrðunum til þessarar hita- veitu. — Er ekki mikill áhugi fyrir aukningu útgerðarinnar? — Jú. — Vöntun hafnargarðs hefir staðið útgerðinni fyrir þrifum. Þeir eru orðnir margir bátarnir, sem eyðilagzt hafa í briminu þar á höfninni. Þegar hafnargarðurinn er kominn, þá mun útgerðin marg- faldast. Menn eru farnir að gera ráðstafanir í þá átt, að fá sér fleiri og stgerri báta á næstu árum. Afstaða Húsavíkur til fiski- miða — einkum síldveiðimiða — er mjög góð eins og kunnugt er. — Er áhugi fyrir skógrækt í Húsavík? — Þar er nýlega stofnað skóg- ræktarfélag, sem er deild í Skóg- ræktarfélagi Þingeyinga. Þetta félag hefir fengið til umráða allstórt land umhverfis svonefnt Botnsvatn, sem er í dalbotni sunr,an Húsavíkurfjalls. Ætlar félagið og sambandið að girða þetta land, friða skógarleifar, sem þar eru og plantá nýjan skóg. Staður þessi er mjög fallegur. Verður hann sennilega skemmtistaður kauptúnsbúa á sumrum í framtíðinni. Er nú þegar á vetrum skemmtistaður fyrir þá, sem iðka skíða- og skauta-íþróttir. — Erii skólar í Húsavík, aðrir en barnaskóli? — Unglingaskóli er búinn að vera þar starfandi vetur hvern, hátt á fjórða tug ára. Síðari árin oftast í tveim deildum. Mun skóla þessum verða form- lega breytt í gagnfræðaskóla innan skamms. Iðnskóli var stofnaður s. 1. haust. — Húsavík virðist eíga mikla framtíð? -~i Enginn vafi er á því. — Þegar höfnin er fullgerð, nægi- legt rafmagn fengið og hita- veita, þá verður gott að eú/a þar heima, — og þá mun Húsavík vaxa ört. Erlent yfirllt. > (Framhald af 2. slðu) við nauðsyn þjóðlegrar ein- ingar! Þeir, sem eru kunnugir Frakk- landsmálunum, telja líka ólík- legt, að ágreiningur í innan- landsmálum muni verða höfuð- orsök til skilnaðar de Gaulle og kommúnista, ef til hans kemur. Þessir menn telja, að kommún- istar muni slaka til í þeim efn- um, eins og í sambandi við af- vopnun skæruliðanna, ef sam- komulag geti orðið um utanrík- ismálastefnuna. Afstaða Frakka á San Francisco'-ráðstefnunni geti því ráðið úrslitum í þessum efnum. Haldi Frakkar þar uppi ágreiningi um ýms skipulags- ákvæði nýja þjóðabandalagsins, er Rússar teldu sér koma illa, megi telja víst, að friðslit verði milli de Gaulle og kommúnista. Franskir kommúnistar hafa sýnt og munu vafalaust enn sýna, að þeir vilja heldur víkja frá stefnu sinni í innanlands- málum en að víkja frá hags- munastefnu Rússa í alþjóða- málunum. Komi hins vegar til friðslita, munu þeir vafalaust afsaka þau með ágreiningi um innanlandsmál og þess vegna gæta, þeir þess að leggja fram sérstefnu í innanlandsmálunum, þegar ágreiningur er að mynd- ast í utanríkismálunum. Kommúnistar (Framhald af 1. síðu) lands? Veturinn 1941 gerðu þýzkir kafbátar árásir á nokk- ur íslenzk skip. í tilefni af þessu skrifar Þjóðviljinn 16. marz: „Hér ber því að breyta um stefnu. Það kemur ekki til nokk- urra mála að leggja líf sjó- mannanna í þá hættu, sem sam- iara er því að flytja fisk til Eng lands á sama hátt og verið hefir, og það er fjarstæða að hætta þýðingarmestu framleiðslutækj- um þjóðarinnar, togurunum, og línuveiðurunum, sem gert er með þessu móti.“ Tveimur dögum síðar birtist í Þjóðviljanum svohljóðandi fyr- irsögn, er náði yfir alla fram- síðu blaðsins: „ÞJÓÐIN HEIMTAR AÐ ENG- LANDSFERÐUM TOGARANNA SÉ HÆTT“. Þessum skrifum var svo hald- ið lengi áfram. Tveir aðalfor- kólfar kommúnista, ísleifur Högnason og Jón Rafnsson, fóru m. a. á stúfana og skrifuðu greinar um málið. ísleifur lagði' til að íslenzku skipin yrðu látin fiska við Newfoundland, en Jón lagði til að fiskurinn yrði fluttur til Rússlands og hvað Þjóðverja óðara myndu leyfa það, en þá var vináttusáttmáli þessara ríkja enn í gildi. Slíkt var það framlag í sigl- ingamálum, er kommúnistar vildu láta íslendinga leggja fram til aðstoðar sameinuðu þjóðunum, þegar þeirq kom sú aðstoð bezt. Loftárásarhættan. Fjandskapurinn til Breta kom þó ekki sízt fram í sambandi við loftárásahættuna. T. d. segir svo í Þjóðviljanum 8. febr. 1941: „Loftárásarhættan kom yfir borg okkar og bæ 10. máfí síðastl. ár. Þann dag gerðust þeir at- burðir, sem frá sjónarmiði Þjóð- verja réttlæta að fara með hernað gegn íslenzkum borgum og bæjum," v í Þjóðviljanum 12. marz 1941 segir á þessa leið: „Brezka setuliðið hefir séð svo um, að þessi hætta (þ. e. loftr árásarhættan) beinist svo að segja eingöngu að þéttbýlustu stöðunum á Iandinu og þá fyrst og fremst Reykjavík“. Þá segir svo í Þjóðviljanum 13. marz sama ár: w „Það leikur ekki á tveim tungum, að þar sem Bretar her- tóku Island í fullri óþökk íslend- inga, — og hafa innlimað það í hernaðarkerfi sitt, þá verða loftárásir, sem gerðar verða hér, á þeirra ábyrgð". Þannig var stöðugt alið á því í Þjóðviljanum, að kæmi til loft- árása hér, þá væri sökin miklu frekar Breta en Þjóðverja. Bret- ar bæru ábyrgðina. Herverndar- sáttmáliim. Þá er loks að víkja að af- stöðu kommúnista til hervernd- arsáttmálans við Bandaríkin. Strax veturinn 1941 var farið að ræða nokkuð um það mál. Þann 15. marz birtir Þjóðviljinn grein um málið. Þar segir: „Bandaríkjaauðvaldið hefir ákveðlð að, gera ísland að fremsta vígi sínu í styrjöldinni gegn meginlandi Evrópu og þessa dagana er um það rætt, hvernig eigi að koma þessu fyr- ir. Það er óskað eftir, að ís- lenzkir landráðamenn gefi sig fram og biðji Bandaríkjaauð- valdið um að vernda hina fá- mennu þjóð gegn hverjum er kunnugt. Hópur landráðamanna er reiðubúinn að gera Bandaríkja- auðvaldinu þennan greiða, fyrir litla þóknun .... En hvað þýðir það, ef ísland er gert að fremsta vígi Banda- ríkjaauðvaldsins gegn Evrópu? Það þýðir fyrst og fremst, að sjálfstæði vort og sjálfsforræði er glatað, og endurheimtist ekki meðan Bandaríkjaauðvaldið er ofar moldu .... Það þýðir ennfremur, að á friðartímum munu allar skelf- og stríðsmálin ingar nútímahernaðar koma yfir oss.... Það þýðir loks, að á friðar- tíma verður hér erlendur her sennilega fjölmennari en þjóðin sjálf, en það þýðir aftur, að ís- lenzkt þjóðerni, íslenzk tunga og íslenzlí menning verður að ganga f gegnum þvílíka eldraun, að slíks eru áður engin dæmi og þessi eldraun verður svo hörð, að ósennilegt er, að þjóðerni vort, tunga og menning geti veitt henni viðnám. Svo eru til verur á tveimur fótum, sem kalla sig menn og það meira að segja íslendingar, sem gera allt, sem í þeirra valdi stendur'til þess að Bandaríkja- auðvaldið fái vilja sínum fram- gengt, á því þægilegan hátt .. Mikill er máttur andskotans, — mundi Jón Vídalín segja, ef hann mæti rísa upp úr gröf sinni í dag“. í samræmi við þessa afstöðu sína greiddu svo kommúnistar atkvæði gegn herverndarsátt- málanum, þegar hann var lagður fyrir Alþingi. „Ábyrgð64 Rússa. Hér hefir verið rakið í nokkrum aðaldráttum, hvern- ig kommúnistar vildu hátta sambúð íslendinga við Banda- menn á þeim tímum, þeg- ar þeir áttu örðugast í styrj- öldinni. Hver og einn ætti að geta gert sér ljóst af þessu, að hefðu kommúnistar fengið að ráða, myndu Bandamenn nú líta á okkur sem fjandmenn og þjóðin myndi mæta margvísleg- um erfiðleikum af völdum þess. Menn ættu líka að geta gert sér Ijóst, að þessi afstaða kom- múnista var ekki byggð á ís- lenzkum hagsmunum. Hún var byggð á því einu, að. Rússar höfðu þá vináttusáttmála við Þjóðverja og héldu þá taum þeirra í styrjöldinni. En stefna kommúnista í utan- ríkismálum er - hér ekki öll* sögð. Þeir hafa átt eitt stórt á- hugamál á því sviði. Þegar her- verndarsáttmálinn var lagður fyrir AlþingT fluttu þeir tillögu um, að ekki aðeins Bretar og Bandaríkjamenn, heldur einnig Rússar, yrðu beðnir um að á- byrgjast sjálfstæði íslands. Á þessu máli hafa þeir fyrr og síðar klifað í tima og ótíma. Til þess að ábyrgð Rússa á sjálfstæði íslands yrði nokkurs virði, þyrftu þeir að hafa hér hernaðarlega aðstöðu til jafns við hin vestrænu stórveldi. Hætt er því við, að eftir að hafa beðið um sllka ábyrgð og hún hefði verið veitt, myndi ís- lendingum verða erfitt að neita Rússum um hernaðarlegar bækistöðvar. Það væri sama og að neita þeim um aðstöðu til að geta fullnægt ábyrgðinni. Tilgangur kommúnista með þessu mætti því vera öllum auð- sær. Hefði ísland gerzt stríðsaðili, hefði það jafnframt undirgeng- izt, að hvaða þjóð sameinuðu þjóðanna, sem væri, mætti hafa hér hernaðarlega bækistöð. Ekki er því ósennilegt, að Rússar, sem halda uppi miklum og vax- andi siglingum til Ameríku, hefðu þá bætzt hér í hópinn með bækistöðvar og setulið. Finst mönnum ósennilegt, að kommúnista hér . geti ekki hafa dreymt um þetta, er þeir vildu að ísland yrði stríðsaðili, og það því frekar, sem þeim mun vafalaust hafa verið kunn- ugt, að skilyrðið um striðsþátt- tökuna var frá Rússum komið? En hvað um það. Þjóðin hefir séð, hvernig þessi flokkur hefir á alla lund reynt að spilla sam- búðinni við Bandamenn, stimplað styrjöld þeirra gegn nazismanum auðvaldsstríð, bar- izt gegn setuliðsvinnunni og siglingum til Bretlands, kennt Bandamönnum um loftárásar- hættuna og stimplað hervernd- arsamninginn sem landráð. Allt þetta, sem kommúnistar hafa barizt á móti, kemur þjóðinni nú beztj er hún heldur fram rétti sínum til þátttöku í al- þjóðasamvinnu. Til viðbótar öllu G A M L A B í Ó E.\CL\X ER AM- ARS RRÓÐIR f LEIK (Somewhere I’ll Flnd Vou) CLARK GABLE LANA TCRNER Robert Sterllng. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. * * N Ý J A B í Ó GÆI)1\GIRI\\ GÓÐI („My Frlend Flicka") Mynd í eðlllegum lltum,, gerð eftlr sögu O’Hara, er birtist í styttri þýðingu i tímaritlnu Úr- var. — Aðalhlutverk: Roddy McDowalI Rita Johnson Prcston Forster. Sýnd ki. 5, 7 og 9. RER\SKERREK OG Æ$KEÞREK, hin vinsæla ævisaga Winston Churchills forsætisráðherra Breta, fæst nú afturtl góðu bandi. 7ÝTJARNARBÍÓ EINS OG GEJVGUR (True to Life) Sprenghlægilegur gamanleik- ur um ástir og útvarp. Mary Martin ' Franchot Tone Dick Powell. |/ j Sýnd kl. 5, 7 og 9. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR - Kaupmaðurmn í F eneyjum Gamanleikur í 5 þáttum, eftir William Shakespeare. Fruinsýning í kvöld kl. 8. Þeir frumsýningargestir, sem enn ekki hafa vitjað að- göngumiða sinna, sæki þá kl. 2—3 í dag. Aðgangur bannaður fyrir börn. Skógræktarfélagf íslands heldur skemmlifund fyrir félaga og gesti þriðjud. 27. þ. m. kl. Syz e. h. í Tjarnarcafé. TIL SKEMMTUNAR VERÐUR: 1. Kjartan Ó. Bjarnason sýnir sérstakt úrval íslenzkra litkvikmynda. 2.. Guðmundur Jónsson syngur nokkyr lög. 3. Veitingar og dans til kl. 1. Aðgöngumiðar verða seldir mánudaginn 26. og þriðjudaginn 27. þ. m. í Bókabúð Lárusar Blöndal, sími 5350. Skógræktarfélag fslands. ú R B æ n u M Kaupmaðurinn í Feneyjum. * Leikfélag Reykjavíkur hefir í kvöld frumsýningu á einum þekktasta skop- leik Shakespeáre, en það er Kaup- maðurinn í Feneyjum. Það er nú orðið nokkuð langt síðan leikrit eftir Shakespeare hafa verið leikin hér á leiksviði, en áður hafa verið leikin hér leikritin Vetrardraumur og Þrettánda- kvöld. Að einu leyti verður hér um al- gera nýjung að ræða, þar sem leik- sviðið er byggt upp með sama fyrir- komulagi og í hinum frægu Shake- speare-leikhúsum. Vegna þessa verða engin þ^taskipti í leiknum, aðeins kaffihlé. Leikstj. er Lárus Pálsson. Alls koma fram á sviðið um 40 leikendur, en helztu hlutverkin eru leikin af Þor- steini Ö Stephensen, Jóni Aðils, Lár- usi Pálssyni, Haraldi Björnssyni, Öldu Möller, Ingu Laxness og Ævari Kvar- an. Sundgarpurinn nefnist sprenghlægilegur gamanleik- ur, sem Leikfélag Templa'ra hefir sýnt nokkur kvöld í Góðtemplarahúsinu við mikla aðsókn. Leikstjóri er Lárus Sig- urbjörnsson. Leikararnir fara yfir- léitt vel með hlutverk sín, en mesta þessu hafa kommúnistar svo reynt að draga þjóðina inn í styrjöldina á seinustu stundu henni til tjóns og ævarandi skammar. Þjóðinni mætti því vera vel ljóst„hvers konar menn eru hér að verki og hversu heppilegt henni muni reynast að láta'þá ráða um málefni sín. athygli munu þó vekja leikur þeirra Finns Sigurjónssonar og Kristjönu Benediktsdóttur. Leikurinn mun verða sýndur aftur eftir páska. Kappar og vopn heitir leikrit það. sem Menntaskóla- nemendur hafa tekið tll meðferðar i ár. Höfundar þess er hinn kunni enski rithöfundur, George B. Shaw, sem frægur er fyrir fyndni sína. Leikend- urnir eru allir nemendur úr Mennta- skólanum í Reykjavík, en leikstjóri er Lárus Sigurbjörnsson. ^linir ungu leik- endur fara yfirleitt vel með hlutverk sín. Aðalhlutverkin eru leikin af Einari Pálssyni, Huldu Valtýsdóttur, Elínu Guðmundsdóttur, Brandi Þorsteins- syni, Stefáni Hilmarssyni, Braga Guð- mundssyni og Snjólaugu Sveinsdótt- ur. Leikurinn hefir verið leikinn í Reykjavík nokkrum sinnum fyrir fullú húsi og við ágætar und'rtektir áheyr- enda. í gærkveldi var hann leikjnn í Hafnarfirði. Lárus Salómonsson lögreglumaður í Reykjavík sýndi ný- lega mikla skotfimi, þar sem hann skaut sel með skammbyssu á 40 metrá færi. Lárus var á ferð vestur við Gróttu, er hann kom auga á selinn liggja í flæðarmálinu, hlóð skamm- byssuna og hæfái selinn í fyrsta skoti. Söngskemmtanir Guðrúnar Símonar. Ungfrú Guðrún Á. Símonar hélt fyrstu opinberu söngskemmtun sína í Gamla Bió sl. þriðjudagskvöld. Húsið var fullskipað og söngkonunni tekið með mikilli hrifningu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.