Tíminn - 23.03.1945, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.03.1945, Blaðsíða 5
23. blað TtMlM, föstndaglim 23. marz 1945 5 Um þetta leyti fyrir 69 árum: Fyrsta borgaralegt hjónaband á Islandi Við skulum gera okkur í hug- arlund, að við séum stödd úti í Vestmannaeyjum dag einn að áliðnum vetri, á miðjum síðari helmingi nítjándu aldar. Þetta er um hádegisbilið. Það er sýni- lega eitthvað meira en lítið um að vera í kaupstaðnum, því að við þinghúsið er fjöldi manns, enda þótt þetta sé í miðri viku. Inni í húsinu er sem sé einhver stórviðburður að gerast. Og nú skulum við reyna að olboga okkur, inn í húsið — svona í huganum. Á innsta bekk sitja karl og kona hlið við hlið. Hann er þreytulegur maður, en þó aðeins á fertugsaldri, hún allmiklu rosknari, líklega ná- lægt fimmtugu, bæði prúðbúin. Og þarna eru helztu menn kaup- staðarins — sýslumaðurinn, læknirinn og alþingismaðurinn, allir mjög hátíðlegir á svip. En frammi í dyrum stendur presturinn með hattinn í hend- inni, þungbrýnn og óræður og vill ekki hætta sér lengra. Og prestinum er vorkunn. Það er verið að gifta þarna í þing- húsinu, ekki helgari stað. Þetta er fyrsta borgaraleg hjóna- vígsla, sem fram fer á íslandi, þetta eru fyrstu íslenzku hjónin, sem hugsa sér að leggja út í lífið án þess að njóta prestslegrar þjónustu og kirkju- legrar blessunar. Og þessi brúð- hjón eru Mormónar. En sá, sem athöfnina framkvæmir, er eng- inn annar en Aagaard sýslumað- ur, og svaramennirnir eru nafn- arnir Þorsteinn Jónsson læknir og Þorsteinn Jónsson alþingis- maður. Og til þess að kóróna þetta allt: Þessi athöfn er fram- kvæmd samkvæmt konungsúr- skurði og að fyrirmælum lands- höfðingjans. — Presturinn dæsir — eða það heyrist okkur. O- jæja, séra Brynjólfur. En nú væri gaman að vita meira um aðdraganda þessa at- burðar og fólkið, sem þarna á hlut að máli. Brúðguminn heitir Magnús Kristjánsson, ættaður frá Seli í Stokkseyrarhreppi. Amma hans hét Salgerður, syst- ir Þuríðar formanns. Hann hafði flutzt til Eyja ofan úr Rangár- vallasýslu fyrir fjórum árum og stundaði þar einkum ýmsar smíðar. Brúðurin heitir Þuríður Sigurðardóttir. Um það bil, sem Magnús flutt- ist til Eyja, árið 1872, voru þar ýmsar blikur á loftl. Mormóni einn, Loftur að nafni, rak þar trúboð af kappi og varð allmikið ágengt. Voru þeir ófáir, sem létu skirast. Meðal þeirra var Magn- ús. En í hinum, sem héldu fast við trú feðra sinna, var urgur mikill, og var ekki örgrannt um, að guðsástin og umhyggjan fyrir velferð sálarinnar yllu ýmsum árekstrum, sem miður voru í anda mannkærleikans og um- burðarlyndisins. Sem sagt: Hin- ir nýskírðu Mormónar sættu talsverðu aðkasti og óþarfri á- reytni af margra hálfu. En hér var fleira á seyði. Um þessar mundir var útfararhugur vaknaður hjá íslendingum, von- in um það að frelsast frá fá- tækt og basli var einkum bund- in við það að komast til annarra og betri landa og þá sérstaklega Vesturheims. Það hafði verið ráðgert, að Brazilíuskip kæmi til Vestmannaeyja til þess að sækja útflytjendur og var leit- að hófanna um það, hversu margir vildu taka sér fari með skipinu. Um sextíu létu skrá sig til fararinnar, flestir Mormónar, er meðfram höfðu það í huga að komast til lands, þar sem mætti að ósekju og í náðum játa hverja þá trú, er þeim lík- aði. Magnús var einn þessara manna. En svo fór, að skipið kom aldrei, og allir þeir, sem ætlað höfðu að kveðja féðrafold sína í hinzta sinni, urðu að sætta sig við dvölina þar á- fram. Er hér var komið sögu, kynnt- ist Magnús Þuríði Sigurðar- dóttur. Hún var Mormóni eins og hann, ekkja á fimmtugsaldri. Þau felldu þegar saman hugi og hugðust að stofna sjálfstætt heimili. Settust þau að í litlu herbergi, þar sem ekki var nema ein rekkja, og í henni sváfu þau auðvitað bæði, hjónaleysin. En Loftur Mormónatrúboði var strangur sálnahirðir, og hann gat ekki þolað það, að þau Magnús og Þuríður byggðu eina sæng, án þess að hafa hlotið vígslu prests síns. Gifti hann þau því að Mormónasið skömmu síðar. Þetta gerðist 1873. Vorið eftir fluttu þau í nýtt og betra húsnæði, þar sem Magnús gat einnig haft smiðju sína. Virtist nú allt leika í lyndi. En skyndilega dró upp dökkan skýflóka á himin framtíðar- innar. Sóknarpresturinn, séra Brynj ólfur Jónsson, sem ekki var alveg ósmeykur við vöxt og viðgang Mormónahreyfingar- innar í prestakalll sínu, kærði giftingu þeirra og sambúð til sýslumannsins í Eyjum. Hann skaut málinu til amtmanns, Bergs Thorbergs. Og einn góð- an veðurdag fyrri hluta desem- bermánaðar 1874 birtust hrepp- stjórar Eyjamanna á heimili Magnúsar smiðs og Þuríðar konu hans. Lásu þeir þar upp þann úrskurð amtmanns, að gifting þeirra væri ólögmæt og bæri þeim að snúa sér þegar til sóknarprestsins og láta hann gifta sig að lútherskum sið eða slíta samvistum ella. Nú var úr vöndu að ráða. Sáu Mormónahj ónin þann kost vænstan að beygja sig, því að við sterkan var að stríða. Fékk Magnús tvo valinkunna menn til þess að vera svaramenn og gekk síðan á fund Brynjólfs prests og bað hann að bæta úr ágalla fyrri yígslu með nýrri giftingu. En prestur brást hinn versti við, kvaðst ekki geta gefið sam- an fólk af öðrum trúarflokki og skipaði þeim að skilja hið bráð- asta að viðlagðri refsingu. Magnúsi var þungt í skapi, er hann hélt heim. En ekki lét hann hugíallast. Greip hann til þess ráðs, að hann hellti ólyfjan ofan í kerlingu sína og fer siðan á fund Þorsteins læknis og segir, að hún sé orðin brjáluð. Vitj- aði hann sjúklingsins og sá, að ekki var allt með felldu um heilsufar hennar. Hinn næsta morgun kom Magnús enn á fund læknis, sem jafnframt var sveitarstjórnaroddviti þar í Eyj- um, og tilkynnir honum nú, að nú verði hreppurinn að taka hina brjáluðu konu sína á sína arma og sömuleiðis tökubarn, er hjá þeim var. Þetta þóttu odd- vita ill tíðindi, því að hag hreppsins bar hann fyrir brjósti eins og sinn eigin hag, svo sem góðum oddvita sæmdi. Auk þess mun honum hafa runnið til rifja það mannúðar- leysi að skilja þau Þuríði og Magnús að, þótt þau aðhylltust ekki einhverja vissa kirkjudeild. Var nú skotið á hreppsnefndar- fundi og presti skrifað aðvör- unarbréf og skorað á hann að gifta þau eða taka afleiðingún- um ella. Varð það niðurstaðan, að prestur sneri sér til sýslu- manns og bað hann um sam- búðarleyfi þeim til handa. Þótt- ist hann nú hafa gert hreint fyrir sínum dyrum. En málið var sent æðri stjórnarvöldum til úrskurðar. Við þetta sat um hríð. En Magnús þóttist einskis góðs eiga von. Fékk hann Þorstein lækni í lið með sér og skrifaði lands- höfðingja bréf til þess að túlka málið fyrir honum. Skírskotuðu þeir meðal annars til þeirrar greinar stjórnarskrárinnar, er svo kvað á, að ekki mætti skerða rétt þegnanna vegna trúarskoð- ana. Landshöfðingi sá, að gifting og sambúð þeirra Magnúsar og Þuríðar myndi ólögleg, en treystist hins vegar ekki að skipa presti að gefa þau saman, þótt andi stjórnarskrárinnar værl mjög brotinn, ef aðskilnaður þeirra færi fram af þessum sökum. Skaut hann því málinu til ráðherra í Kaupmannahöfn. Sagði nú fátt af giftingarmál- um þessum um hríð, þar til 25. október 1875, að sá konungsúr- (Framhald á 7. síðuj Vilhelm Moberg: Eiginkona FRAMHALD leysis, og þess vegna fannst henni þetta tvöfalt óttalegra. For- eldrar hennar voru efnaðir, á hennar heimili hafði aldrei komið neinn hreppstjóri til þess að taka veð. Og enginn var verr settur heldur en bóndi, sem búinn var að missa dráttaruxa sína. Hún var bæði óttaslegin og kvíðandi vegna Hákonar. — Er engin leið að borga þessa vexti? Leið, leið — Hákon hlær hátt. Allt lífið var ein greiðfær braut, hversu mörg þúsund embættismenn sem komu og misnotuðu nafn guðs og djöfulsins. Og það, sem honum bjó í brjósti, gat enginn hreppstjóri tekið að veði. Margrét ávítaði hann fyrir þessa léttúð. — Vertu nú skynsamur, Hákon. Hvaða úrræði geturðu fundið? Hann gat ekkert úrræði fundið í þessu vandamáli. Hann gat ekki nurlað saman fimm hundruð dali í ársvexti með vinnu sinni. Á náðir annarra vildi hann ekki leita, því að það fannst honum stór skömm. En ef til vill gat hann stolið þeim? Vildi hún taka poká og koma með honum i ránsferð í nótt? Þau voru nú orðln vön því að læðast og fela sig. Svona rak hann allar röksemdir af sér með hálfkæringi, en Margrét vissi, að hann átti ekki annars úrkostar en spjara sig — hún vissi, að hver heiðarlegur maður borgaði skuldir sínar. — Heiðarlegur? sagði hann. Hver er heiðarlegur? Þekkir þú nokkurn? Eða gat hún sagt honum hver seldi fyrsta bóndanum jörðina? Nei, það gat hún ekki, því að fyrsti bóndinn rændi jörðinni. Þann- ig eru allir bændur, sem nú lifa í heiminum, niðjar ræningja. Hvort sem þeir hafa erft jörðina eða keypt hana, þá hefir henni verið rænt í upphafi. Það er ekki vandreiknað dæmi, en það er jafn satt eigi að síður. Margrét svaraði snúðugt og staðhæfði, að þetta væri á misskiln- ingi byggt. Sá, sem hefir rutt land, — hann hefir vel og skilvíslega borgað það með erfiði sínu. Hann er ekki neinn ræningi, niðjar hans ekki heldur. — Ég hefi þrælað sj.ö ár á þessu býli, en ekki hefi ég eignazt það með því erfiði. Ég eignast það aldrei. Við þessu átti hún ekkert svar. Nei, hann myndi aldrei eign- ast jörðina sína, hversu mikið sem hann lagði að sér. Og nú höfðu þeir öðlazt rétt til þess að krefjast allrar skuldarinnar og taka jörðina af honum, ef hann borgaði ekki vextina á til- settum degi. Þannig var málum komið. Og Hákon var alveg að verða örvita yfir þessu: að þræla árið um kring og tína dal eftir d.al niður í skjóðuna. Og láta svo allt af hendi, þegar öll upp- hæðin var komin þangað! Og svo að byrja á nýjan leik, þegar skjóðan var aftur orðin tóm — á vöxtum næsta árs. Var hann ekki þræll? — Þú tekur þér þetta of nærri, sagði Margrét — og var döpur í bragði. Þar skjátlaðist henni þó, því að enginn, sem á tréskóm gekk á þessari jörð, gat glaðzt meira yfir litlu heldur en hann. En nú var hann búinn að eyða sjö árum ævi sinnar til þess, að Schörling kaupmaður gæti fengið árlega vexti sína. Hann hafði verið þolinmóður í sjö ár, en nú var nóg komið. Þeir ímynduðu sér auðvitað, að hann myndi halda áfram á sama hátt um alla framtíð — já, héldu sjálfsagt, að allt yrði látið sitja við sama, unz gröfin tæki við honum. Þá gæti auðvitað einhver presturinn hreykt sér yfir moldum hans og sagt: — í þessari kistu hvílir Hákon, einn af Ingjaldsættinni. Af jörð er hann kominn, hann helgaði líf sitt því að borga vexti og skatta eftir jörðina, að jörð skal hann nú aftur verða. Já, það gætu menn sagt með sanni yfir líkbörum hans. En ef til vill kærði hann sig ekkert um þess konar jarðar- för. Ef til vill bryti hann af sér okið, áður en hann sálaðist. Já, hann óskaði sér ekki annars betra hlutskiptis en geta gefið henni langt nef, þessari veröld, sem full var af ranglæti. í þessari veröld urðu menn svo auðveldlega vesalingar, ef menn gættu ekki að sér. Hann sá svo sem, að hverju dró með hann .... Sjafnar tannkrem gerir tennurnar mjallhvítar Eyðir tannsteini og hlmnu- myndun. Hindrar skaölega sýrumyndun 1 munninum og varðveitir með þvi tennurn- ar. Inniheldur alls engln skaðleg efni fyrir tennumar eða fægiefni, sem rlspa tann- glerunginn. Hefir þægilegt og hressandi bragð. \OTI» 8JAFJVAR TANNKREM KVÖLDt OG MORGNA. Sápuverksmiðjan Sjöín Akureyri ' n— <i»n — —umiimii —o — iim — n — a — — >■■■1'^' Tilkynning frá Byggingrarsamvimmfélagi Reykjavíkur Þelr félagsmenn, sem óska eftir að fá byggða íbúð á vegum félagsins á þessu ári og ekki hafa þegar sótt um, eru beðnir að senda stjóm félagsins skrlflega umsókn fyrir 26. þessa mánaðar. Stjórnin. Adalfnndnr Rauða kross íslands verður haldinn í skrifstofu félagsins föstudaginn 20. apríl næstkomandi, kl. 4 síðdegis. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Reykjavík, 17. marz 1945. STJÓMIN. Tilkynning Srá Fískimálanefnd. Fiskimáianefnd viil hér með vekja athygli allra þeirra, er keypt hafa fisk til útflutnlngs eða hrað- frystingar í febrúarmánuðl s. 1., á þvi, að hafi þelr ennþá ekki sent nefndinni skýrsiu um fiskkaup sín, að gera það nú tafarlaust, ella mega þeir búast við að koma ekki tll greina við útborgun verðjöfnunar- gjalds fyrir febrúarmánuð. FISKMÁLMEFND. Tilkynníné Viðskiptaráðið hefir ákveðlð nýtt hámarksverð á föstu fæði, og er það sem hér segir fyrir hvern mánuð: I. Fullt fæði (morgunverður, hádegisverður, síðdegiskaffi og kvöldverður) Karlar ............ kr. 320,00 Konur ............... — 300,00 II. Hádegisverður, síðdegisverður og kvöldverður Karlar ....:....... kr. 290,00 Konur ............... — 270,00 III. Hádegisverður og kvöldverður Karlar ............ kr. 260,00 Konur ............... — 245,00 IV. Hádegisverður Karlar ............ kr. 150,00 Konur ............... — 140,00 Sé innifalinn í fæðinu a. m. k. V4 liter mjólkur til drykkjar daglega, má verðið vera kr. 12,00 hærra en að ofan segir. Sé um að ræða fullt fæði og einni máltið fleira á dag en segir undir lið 1 hér að framan, má verðið vera kr. 30,00 hærra á ménuði. Verð það, er að ofan grelnir, nær til fæðis, sem selt hefir verið frá og með 1. marz 1945. Reykjavík, 16. marz 1945. VERÐLAGSSTJÓRtNN. Bankarnir verða lokaðír laugardagínn Íyrir páska Athygli skai vakin á því, að víxlar, sem falla i gjalddaga þriðjudainn 27. marz, verða afsagðir miðvikudaginn 28. marz, séu þeir eigi greiddir eða framlengdir fyrir lokunartíma bank- anna þann dag. Landsbttnkl íslands. Dúnaðarbanki tslands. tJtveysbanki tslands h.f. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.