Tíminn - 23.03.1945, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.03.1945, Blaðsíða 6
6 23. blað Vílhelm Moberg (Framhald af 3. síöu) þetta rólyndi var ekki til í hon- um, og hann gat ekki hugsað sér að gerast bóndi. í næsta bindi fylgjtfmst við með Knut Toring á þeirri leið heim í sveit- ina,- sem hann hefir ákveðið að halda þrátt fyrir allt. Hann er. skilinn við konu sína, sem er borgarbarn og á ekki annars staðar heima en í borginni, og fluttur til Lidalycke. Fyrst í stað gerist hann leiguliði á koti nokkru, en sú tilraun gefst mið- ur vel, og hann verður dag- launamaður hjá bróður sínum, sem hefir tekið við jörð föður þeirra. í þessu starfi gleðst hann af því að vera í nánum tengsl- um við jörðina, þótt hann eigi hana ekki. Samtímis þessu fær hann mikilvægt verkefni. Með bóndadótturinni Betty leggur hann á ráð um það, hvernig koma skuli í veg fyrir brott- flutning unga fólksins úr sveit- inni, þeirra unglinga, sem eru andlega vakandi og fróðleiks- fúsir. Þar skiptír m. a. miklu máli að hagnýta framfarir í tækni. Betty verður sjálf fyrst til þess í þorpinu að leiða renn- andi vatn heim til sín. Og það er nýjung á við byltingu. Öldum safRan hafa húsfreyjurnar í þorpinu og heimasæturnar bor- ið vatn úr brunnum, hvernig sem viðrað hefir,í sólarbruna eða hellirigningu. Þær hafa bognað í baki og hendurnar orðið krækl- óttar, en vatnsföturnar báru þær, þar til byrðin varð þeim ofviða. Gömlu bændurnir, tor- tryggnir og afturhaldssamir, líta auðvitað vatnsleiðsluna hornauga og telja hana tildur eitt og sýnilegan vott um vesal- dóm ungu kynslóðarinnar, næstum því syndsamlegt uppá- tæki. Þeir spyrna líka gegn öll- um ráðagerðum um æskulýðs- hús. En þannig fer að lokum, að unga fólkið í þorpinu kemur saman einn góðan veðurdag til þess að ryðja grunn að húsi sínu með eigin höndum. Síðasta sagan um Knut To- ring, Giv oss jorden!, gerist ár- ið 1938. Það er ár „Múnchen- uppgjafarinnar" og atburðirnir erlendis valda gagngerðri breyt- ingu hjá Knut Toring. Nú er mesta vandamálið ekki lengur fólgið í afstöðu sveitar og stó-x- borgar. í þess stað verður mikil- vægast það, sem varðar alla Svía: styrjöldin, sem steðjar að, og varnir landsins. Knut er bóndi, og bændur hata tilgangs- lausa eyðileggingu og blóðsút- hellingar. Hann vill ekki grípa til vopna og verða mönnum að bana til þess eins að hlýðnast skipun, hver sem fyrir skipar. Slíkt sæmir ekki frjálsum manni. Hann vill ekki varpa ábyrgðinni af gerðum sínum á annarra herðar. Og hann vlU ekki heldur'' láta leiða sig til slátrunar eins og mállausa skepnu. Sé maður ekki sann- færður um réttmæti þess að beita vopnum gegn andstæðingi, þá er djarfmannlegra og heiðarjr legra að gerast liðhlaupi og láta skjóta sig úti fyrir hermanna- skála. En nú veit hann, að til eru þau verðmæti, sem hann væri fús að láta líf sitt fyrir eða ráða öðrum bana. Það er hið ævaforna réttaröryggi sænsku þjóðarinnar. Það er dýrmætur arfur, sem oss hefir áskotnazt í baráttu margra alda. Og það er skylda vor, sem vér megum ekki bregðast, að vernda þessa arf- leifð. Vér höfum rétt til þess að beita valdi í því skyni, ef nauðsyn krefst. Á einum stað skrifar Knut Toring þessi orð: „Ég get ekki hugsað hér þetta fólk í hlekkjum. Það má afmá það af jörðinni, en það verður ekki bundið á' klafa. Það, sem þróazt hefir hjá frjálsum kyn- slóðum um þúsundir ára, verður ekki upprætt á svipstundu. Eitt- hvað er það í eðli frjálsborinna manna, sem ofbeldið nær ekki til. Kynslóðir, sem aldrei hafa látið kúgazt, skapa verðmæti, sem ekkert fær eytt.“ Það eru þessi óbugandi öfl í þjóðinni, sem Moberg vegsamar í skáldsögunni Rid i natt! (1942). Enn er hann þar á forn- um slóðum, í sveitinni heima i Smálandi, en atburðirnir ger- ast um miðja seytjándu öld. Á þeím tímum voru sænsku aðals- mennirnir komnir nálægt því að gera bændur ánauðuga þræla sína, eins og annars staðar tókst. í bókinni segir frá upp- reisn smálenzkra bænda í sveita- þorpi einu gegn hrokafullum kúgara, erlendum aðalsmanni, sem „vill þrýsta sínu þýzka þræl- dóms brennimerki á enni hvers manns“ i héraðinu, þar sem hann veifar svipuólinni. í þorp- inu eru bæði svikarar, veikgeðja menn, sem bugast undir farginu, og menn, sem bjóða ofureflinu byrginn. í Svíþjóð hafa menn talið Rid i natt! öllu heldur her- hvöt en sagnfræöilega skáld- sögu, þátt í þeirri hervæðingu hugar og handa, sem styrjaldar- árin hafa krafizt af sænsku þjóðinni. Og til þess ætlaðist Moberg. Herörin, sem bændurnir hafa skorið og sent af stað um sveitirnar, er stöðvuð á leið sinni. Svikari grefur hana í jörð. En þótt blóði roðln herörin sé ósýnileg, er hún til um allar ald- ir: „einhvers staðar er hún í tíma og rúmi.“ í lokaorðum bók- arinnar er einnig vikið að þess- um ósigrandi öflum. Þar er ekki lengur Jjallað um smálenzka bændur um miðja seytjándu öld, heldur verSjur herörin að tákni frelsisbaráttu allra alda: „Þannig flýgur herörin dag og nótt, um ár og aldir, hraðfara og mikilvægra erinda ber hún frá öld til aldar brýnasta boðið, það sem mestu varðar. Herör er skorin! Flyt hana í nótt, í nótt!“ Enginn kemst fram úr Vil- helm Moberg um sígildar lýs- ingar á sænskum bændum og sænskum sveitum. Sjálf gróð- urmoldin hefir ekki aðeins léð máli hans þrótt sinn og angan. „í svörtum djúpum akurmold- arinnar" hefir hann fundið „þá orku, sem gefur sextugfalda uppskeru", „guð grózku og vaxtar“. Þaðan er sprottin trú hans á eilíft líf, vissa hans um að frelsisbarátta mannsandans, herörin ósýnilega, verði ævar- andi. Þar sem gullnir draumar rætast (Framhald af 4. síðu) nes og Eskifell. Þar er Grund í Vlðidal, sem var byggð fram undir síðustu aldamót. Eyðibýl- in geyma bergmál liðins tíma, í rústunum mæðir vegfarandinn yl frá glóðum, sem þö'eru löngu kulnaðar i hlóðum. Þar birtist saga forfeðranna, sem í frum- stæðri sjálfsbjargarþrá börð- ust fyrir lifinu í vegleysum og einangrun arðrænds lands. Afréttarsmölun er erfið í þessum víðlendu fjöllum. Gangnamenn eru fimm daga að safna fénu þótt vel gangi. Dæmi eru til þess, að þeir hafi hlotið hálfsmánaðar útivist. Þarna er kjarnaland, óska- land sauðkindarinnar. Þaðan kemur hún falleg og feit. Fé Sig- urðar á Stafafelli er arðsamt, einkum í seinni tíð, enda álít- ur hann bezta hróður hvers bónda, að hann láti skepnur sínar njóta góðrar aðbúðar. Hann nýtur styrks frá Búnaðar- félagi íslands til fjárræktartil- rauna. Munu fá heimili í eystri sveitum sýslunnar, sem enga kind eiga af Stafafellsfjárkyni. Þegar ákveðið var að sameina Stafafellssókn Bjarnanespresta- kalli, keypti Jón prófastur Stafafell og afhenti einkasyni sínum jörðina til eignar og sjálfsábúðar árið 1917. Sama ár giftist Sigurður frændkonu sinni, Ragnhildi Guðmundsdótt- ur frá Lundum í Stafheltstung- um, fríðleiks- og gáfukonu. Eiga þau þrjú börn uppkomin, tvo syni og eina dóttur. Þau eru öll heima í föðiirgarði. í vor hefir Sigurður jstjórnað búi á Stafafelli í 40 ár. Hann hefir gert þar miklar jarðabæt- ur, sléttað þýfi í gamla tún- inu og stækkað það mjög, gert uppblástursland. að töðuvelli. Garðrækt er allmikil og girð- ingar. Mikið af þessum umbót- um hefir verið miðað við það að fegra umhverfið, t. d. er heim- reiðin að bænum — í gegn um fallegt tún — með svip sannrar umgengnismenningar og snyrti- menifsku. TÍMIM) föstudagiim 23L maras 1945 Sigurður hefir alla búskapar- tíð sína lagt mikið til opinberra jarfa, sveitarútsvar hans oft verið eins og sex meðalbænda í hreppnum. Og þessi bóndi hefir ekki lagzt á gull sitt eins og ormur. Hann hefir varið miklu af afrakstri búsins til þess að aúka verðmæti óðalsins. Þar á hann vaxtafé. Og sá arður verð- ur seint metinn til fjár í þeim straumhvörfum, sém orðið hafa síðustu áratugi í íslenzku þjóð- lífi. Þegar Sigurður tók við bú- stjórn á Stafafelli, var þar á þriðja tug heimilisfastra manna, nú er fjölskylda bóndans ein eftir. Þá kemur sér vel aukin ræktun, svo að kleift sé að nota nýja tækni til þess að auðvelda nýtingu jarðarinnar. Á fyrsta tug aldarinnar var margt ungra og röskra- manna í Lóni. Þar gætti áhrifa frá Flensborg og Hvanneyri, ásamt þeirri vakningu,. sem flaug yfir landið um aldamótin. Þarna eru þeir á ferð vinirnir, Jón hrepp- stjóri í'Volaseli, Stefán oddviti í Hlíð og Sigurður á Stafafelli og margt annað góðra liðs manna. Þelr komu saman í málfundafélagi, ræddu fram- fara- og menningarmál og létu ekki setja við orðin tóm. Árið 1902 reistu þeir steinsteypt sam- komuhús. Það vár sameigin legt átak manna, sem lögðu fram fé og vinnu, flestir af litl- um efnum en sönnum þegnskap. Þegar verkinu var lokið, afhentu þeir sveitarfélaginu húsið. Og þeir vinna þarna það brautryðj endastarf, að fram á síðustu ár var 'Lón eina sveit sýslunnar, sem átti gott samkomuhús. Sigurður á Stafafelli tók á þessum árum mikinn þátt í fé- lagsstarfi sveitunga sinna. Það var hollur skóli, Hann kynntist þar gildi samvinnunnar. Og í daglegum störfum heima á Stafafelli leystu góð hjú stór verkefni í sameiginlegum átök um undir stjórn hans. Félagsmál og samvinnumál verða honum því mjög hugþekk. Og þegar bændur í Austur- Skaftafellssýslu stofnuðu kaup félag sitt árið 1919, var hann einn af frumherjunum. Hefir hann nú átt sæti í stjórn KASK í fullan fjórðung aldar. Honum hafa verið falin mörg störf í almenningsþágu. Hann hefir setið í. hreppsnefnd síðan 1916; í fasteignamatsnefnd sýsl- unnar frá sama tíma; í skóla- nefnd frá 1920; formaður Bún- aðarfélags Lónsmanna frá 1926; einn aðalhvatamaður að stofn un Menningarfélags Austur Skaftfellinga 1926 og jafnan endurkjörinn formaður þess. Kosinn fulltrúi á Búnaðarþing 1938; skipaður oddviti yfirkjör stjórnar í Austur-Skaftafells- sýslu 1944. Þjóðfélagsmál hefir hann mjög látið til sín taka. Hann er einlægur samvinnumaður; hefir lengi átt'sæti í miðstjórn Fram sóknarflokksins. Hann getur verið kappsamur og þéttur fyrir. En að eðlisfari er hann friðsam ur, seinþreyttur til vandræða, því að það er fjær skapi hans að „vega menn“, enda nýtur hann almennra vinsælda. Sigurður er ættfróðp og stál- minnugur, eins og hann á kyn til. Þekking hans á fólki og stað- háttum. um nær allt land er mikil. Árið 1916 fór hann kynnisför um landið, ásamt tveim ungum Hornfirðingum, þeim Þorbergi Þorleifssyni alþm. og Hjalta Jónssyni, nú hreppstjóra í Hól- um. Þeir ferðuðust á hestum og voru sex vikur í hringf'ferðinni Sigurður á Stafafelli hefir oft tekið að sér fylgdir ferðamanna yfir vötn og vegleysur, hann er öruggur til leiðsagnar. Námsferill hans á bókleg fræði í skólastofum var ekki langur. En á honum hefir sann- azt, að lífið sjálft er oft bezti skólinn — aðeins ef horristeinn inn er rétt lagður. Þar sem víð sýnir drengskaparmenn fara eru alltaf gullnir draumar að rætast. Það er bjart yfir svip Sigurð- ar á Stafafelli, í viðmóti hans er eitthvað hressandi, sem minnir á ferskan fjallablæinn og er í samræmi við lífsspeki Hávamála: „Glaðr og reifr skyli gumna hverr unz sinn bíðr bana.“ Þegar sá, sem þetta ritar, var að alast upp austur í Suður- Múlasýslu, hlustaði hann oft á sagnir og ævintýr af munni ömmu sinnar. Margar minning- ar gömlu konunnar voru bundn- ar við Lón. Og í allri frásögn hennar fólst það seiðmagn, að aessi sveit varð töfraheimur í vitund drengsnáðans. Ein munn- mælasagan, sem hún sagði, var á þessa leið: „Fyrir langa löngu aftur i grárri forneskju og heiðni var völva á Stafafelli. Þessi seið- kona hafði dvalið þar lengi og var orðin fjörgömul, Svo var kristni lögtekin á ís- landi. Þá átti völvan á Stafa- felli að leggja niður allt kukl og gjörninga, En hún hélt fast við fornar siðvenjur; skarst bráð- lega i odda með henni og dýrk- endum Hvíta-Krists. Var hún þá flæmd burt af staðnum. Heift og hefnigirni sauð í huga henn- ar, þegar hún gekk frá bænum. í núpnum, sem bærinn stendur við, óx skógur. Nornin reif trjá- grein af stofni með þeim um- mælum, að þar yxi ekki- skógur framar. í bæjarlæknum var sil- ungur. Völvan kastaði steini í lækinn og mælti, að þar skyldi ekki branda og urriði lengur þrifast. Þessar bölbænir heiðnu kon- unnar urðu að áhrinsorðum. Skógurinn í núpnum eyddist, silungsgengdin í bæjarlæknum þvarr.“ Þannig var skáldskapur þjóð- trúarinnar um orsakir þess, að landið varð skóglaust og örfoka og fiskur hvarf úr vötnum. í góðum ævintýrum eru álög- in alltaf leyst. Og síðasti þáttur þessarar gömlu munnmælasögu hefir nú verið skráður á Stafafelli, svo að hún er orðin eins og þjóðlegt ævintýri — í hana er saga þjóð arinnar ofin. Trjágarðarnir á Stafafelli eru glæsilegt vitni um íslenzka end- urreisn og gróðurmátt íslenzkr- ar moldar. Þar eru stórt hundr- að reynitrjáa, sem flest eru frá 5—8 mtr. á hæð, þau elztu rúm- lega þrítug að aldri. Þarna eru líka aðrir góðir landnemar: ösp og lævlrkjatré, ásamt greni, birki og víði. Og inn í þessum ræktaða skógi eru smárabrúsk- ar, ribsrunnar og blóm. Kirkjan á Stafafelli er gömul, veggir eru lágir og þar gnæfa ekki turnspírur við himin. En hún er snotur í öllum einfald- leik sínum og smæð. — í kirkju garðinum er mikill trjágróður fram með veggjum og á mörg- um leiðum. Þarna er að verða skrúðgarður, sem ber menn ingu safnaðarins góða sögu. Slíkur staður er fögur andstæða við vanhirtar kirkjur, þótt há reistari séu, og kirkjugarða, sem helzt minna á sorphauga og skarn. — Árið 1929 voru Sigurði á Stafafelli veitt verðlaun úr sjóði Friðriks konungs VIII. fyr- ir trjárækt. í bæjarlækinn kemur ekki sil ungur, til þess skortir nauðsyn- leg skilyrði. En Sigurður hefir nú fést kaup á mestu því efni, sem þarf til þess að virkja hann Sigurður á Stafafelli er óska- sonur gróandans. Á sextugsafmælinu berast honum góðar óskir. Frændur og vinir og samherj-ar senda hon- um kveðjur yfir firði og fjöll. Handtök sveitunganna verða hlý. Og þegar sólskin og sunnan- blær sumarins sviptir álaga- ham vetrarins af reynitrjání, víði, ösp og björk, þegar „þröst- urinn kveður“, þegar túngrösin skjóta upp kolli, og ribsrunn arnir og blómin vakna, þá fær landið mál. Þá eiga bóndinn og moldin eina sál. í annríki vors- ins sér bóndinn á Stafafelli, að hollvættir h^pnar fögru Úlf' ljótssveitar hylla hann og fjöl skyldu hans. í störfum hans er fólginn fjögra laufa smári, heillajurt, sem hefir gert bernskudraum hans að raunveruleika: Hann hefir nálgazt hinn fólgna fjár- sjóð Gulllaugar — hann hefir fundið hann 1 frjómoldinni á óðali sínu! Sigurður Jónsson bóndi á Stafafelli nýtur þess sigurs. En tíbráin titrar í fjarska úti við holt og svarta sanda, og heillandi berggnýpur Brunn- horns bláma í faðmlögum lofts og láðs. Samband ísl. samvinnufélafla* KAUPFÉLÖG: Kynnið yður reglugerð Lífeyrissjóðs S. í. S. Nokkur félög hafa þegar tryggt starfsmenn sína. SAVON de PARÍS mýhir húðina og styrhir. Gefur henni yndisfagran litblœ oy ver hana hvillum. IVOTIÐ SAVON Hangikiöt til liátíðarlimar, er nauðsynlegt fyrir verzl- anir að kaupa í þessari viku. Símar 1080, 4241, 2678. Samband ísl. samvínnuíélaga Símar 1080 og 2678. Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag. Reykhús. — Frysihús. IViðursuðuverksmiðja. — Bjúgnagerð. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður- soðið kjötog fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið köt alls konar, fryst og geymt í vélfrystihúsi eftir fyllstu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. T I M IIV IV er víðlesnasta auglýsingablaðið!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.