Tíminn - 27.03.1945, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.03.1945, Blaðsíða 4
4 TÖII W þriðjjMdaginn 27. marz 1945 24. blað Byggíngcirmál ísl. kvenna Eftír frú Laufeyju Vílhjálmsdóttur Það hefir verið hljótt um byggingu Hallveigarstaða síð- ustu árin. Stjórn fyrirtækisins hefir ekki þótt ráðlegt að hefj- ast handa með húsbyggingu, er vinna og byggingarefni var og er svo hátt í verði. En hins veg- ar verður þörfin fyrir þessa §tofnun alltaf meiri og meiri. Þess vegna er nú ráðizt í að taka þetta byggingarmál upp að nýju, í þeirri von, að það mæti meiri samúð og skilningi en ver- ið hefir til þessa. Það var Banda lag kvenna í Reykjavík, er fyrst hreyfði þessu máli. í bréfi, er Bandalagið sendi víða um land- ið, er komizt svo að orði meðal annars: „Þetta er eitt af áhuga- málum Bandalags kvenna, að geta komið upp húsi, er gæti orðið vistarvera fyrir stúlkur, er dvelja í Reykjavík til náms og eiga enga ættingja eða kunn- ingja, er þær geta dvalið hjá“. Þessi orð sýna, að byggingu þessari var ætlað að taka á móti stúlkum, er kæmu ókunnugar til höfuðstaðarins. Þar áttu þær að eiga vísa leiðbeiningu og að- stoð við að koma sér fyrir, hvort heldur var við nám eða atvinnu. Til þess var ætlazt og er ætl- azt, að þarna verði nokkrar í- búðir og gistiherbergi fyrir námsstúikur og aðkomukonur, er dvelja hér um lengri eða skemmri • tíma. — En brátt stækkaði markmið þessarar kvenbyggingar, er síðar hlaut nafnið ,,Ha!lveigarstaðir“ til minningar um fyrstu húsfreyju iands:ns, Hallveigu Fróðadótt- ur. í grein, er birtist í einu dag- blaði bæjarins, fyrir 10 árum, um þetta húsbyggingarmál, eru tiifærð nokkur verkefni þess, og þar sem flest þe'rra, ef ekki öll, bíða enn úrlausnar, leyfi ég mér að taka kafla úr fyrrnefndri grein. Verkefnin: Vinnuskóli fyrir ungar stúlkur, er~ lokið hafa barnaskó'anámi, húsmæðra- námskeið, leiðbeiningarskrif- stofa, matsala og gisting fyrir aðkomukonur, innlendar og út- lendar, er dvelja í höfuðstaðn- um um lengri eða skemmri tíma. Loks, ef naegilegt fé safnast, smáíbúðir fyrir einhleypar kon- ur. í sambandi við vinnuskól- ann er sagt: „Mönnum á að skiljast það, að hér er um menningarmál að ræða, starf, sem á að beinast að þvi að greiða fyrir ungum stúlkum, le'ðbeina þeim, vekja- áhuga þeirra á þarflegum hlutum og gera þær sjálfbjarga". — Við- víkiandi kennslu í þjóðlegum greinum er komizt þannig að orði: „Það er ætlazt til þess, að á Hallveigarstöðum fari fram kennsla í ýmsum þjóðlegum greinum og verði hún miðuð við kröfur nútímans og hollustu“. Þá er minnst á samkomusal hússins, þar sem kvenfélög Reykjavíkur og kvenfélagasam- bönd geti haft fundi sína og aðrar samkomur: „Fundarsal- urinn yrði og jafnframt fyrir- lestrasalur, þar sem fræðandi erindi yrðu flutt um ýmiss kon- ar efni. Lestrarfélag kvenna mun og flytja þangað bókasafn sitt og barnalesstofu, sem starf- að hefir síðustu 22 árin til góðs fyrir bæjarfélagið“. í lok grein- arinnar segir: „Sumir óttast að bygging eins og þessi muni aldrei bera sig. Það sé því að kasta fé á glæ að styrkja svona málefiii. Það er að vísu rétt, að stofnanir, er starfa að almenn- ingsheill, eiga oft erfitt upp- dráttar fjárhagslega, en væri úr vegi að vænta þess, ef við konur sýnum dugnað við að koma upp húsinu, að Alþingi og bæjarstjörn Reykjavíkur legði fram árlegan styrk til reksturs og viðhalds stofnuninni? Að vísu mun mestur hluti byggingar- innar renta sig strax, svo sem smáíbúðir, leiguíbúðir á neðstu hæð, gistiherbergin og matsalan. Eflaust mun mörg húsfreyjan kjósa fremur að leita til Hallveigarstaða, heldur en eitthvað annað, ef ónægt rúm er heima fyrir, en ferm- ing, gifting eða ánnan vina- fagnað ber að höndum“.------- Þannig var skrifað fyrir 10 árum, og á líkan veg má skrifa nú í dág. Húsnæði vantar enn tilfinnanlega, þar sem kvenfé- lög og kvenfélagasambönd geta unnið að hinum margvíslegu á- hugamálum sínum, er öll, að meira eða minna leyti stefna að því að efla hag hinnar íslenzku þjóðar. í vetur var í blöðum og útvarpi tilkynnt breyting á st.arfsháttum Hallveigarstaða til eflingar byggingarsjóðnum. Fyrstu árin var safnað með hlutabréfum, er námu 25, 50 og 100 krónum og nú fást útleyst, ef eigendur bréf- anna óska þess, fremur en að gefa þau byggingarfyrirtækinu, sem nú á að taka upp að nýju. Hin nýja fjáröflunarnefnd Hallveigarstaða, sem skipuð er fulltrúum frá hinum ýmsu fé- lögum í Bandalagi kvenna, hef- ir, e:ns og kunnugt er, birt á- varp í blöðum og skorað þar á alla landsmenn, konur og karla, að'styðja þetta þjóðþrifamál. íslenzkar • konur! Við eigum lóð undir Hallveigarstaði á bezta staðnum í Reykjavík, lóð, er liggur að þrem götum, svo-að segja í'hjarta bæjarins, — Túngötu, Garðastræti og Öldugötu. Þessi lóð má ekki standa lengur óbyggð. Það er ekki tilviljun ein, að bygging- arfyrirtæki þetta var nefnt „Kvennaheimilið". Það sýnir, að- við konur getum ekki óskað þessari byggingu betri heilla en þeirra, að hún með tímanum verði fyrir íslenzka þjóðfélagið engu minni lyftistöng, heldur en góða fyrirmyndarheimilið er fyrir hvern einstakling, er þar dvelur. Munið, að Hallveigar- staðir eiga að verða sá minnis- varðinn, er sýnir samtök og elju íslenzkra kvenna, sá minnis- varðinn, er við reisum nú, þeg- ar þ'jóðin er að stíga fyrstu spor- in á lýðveldisbrautinni. U.M.F. Skeíðamanna í Árnessýslu, milli Hvítár og Þjórsár, er sveit, er Skeið heitir. Þar eru fögur býli, reisu- leg og landið frjósamt. Mennirnir, sem landið byggja, eru nátengdir sveit sinni, og það er óhugsandi að þar falli jarðir í eyöi. Og af hverju stafar það? Grunur minn er sá, að hjá þeim bændum, sem nú byggja jarðirnar þar, hafi verið óvenju- iega góð félagssamtök, og til sönnunar má nefna, að fyrir ár- ið 1900 var búið að stofna fé- lag, er starfaði á svipuðum grundvelli og ungmennafélög- in nú á dögum. Unga fólkið kom saman í mjög óvistlegu samkomuhúsi. En þrátt fyrir það, var áhugi þess mikill á að skemmta sér j og auka andlega og líkamlegt atgervi, með fundarhöldum og gíimubrögðum. Svo líða árin. Mennirnir vaxa og það sem meira er um vert, fé’agslég bróun í sveitinni vex mjög ört. Úr litla skóla- og sam- komuherberginu var flutt inn í "tórt og myndarlegt skóla- og ramkomuhús. Skólinn og samkomuhúsið stendur í miðri sveitinni, stíl- fögur bygging, snyrtileg að inn- an sem utan. Þar fer fram barnafræðsla, unglingafræðsla, söngæfingar, íþróttaæfingar og öll félagsleg starfsemi innan sve'tarinnar. Örskammt frá skólanum 'er sundlaug. Þar fer árlega fram sundkennsla. Þeir, sem störfuðu mest. á fyrstu árum ungmennafélags- Framsóknarvtst Framsóknarmenn, sem dvöldu á Englandi, vöndust fyrst Framsóknarvistinni þar í landi. Komu þeir svo henni á hér í Framsóknarfélögunum. Á ensku heitir hún ProgressiveWhist.Það er því rétt þýðing að kalla hana Framsóknarvist á íslenzku. Bú-, ið er að spila hana í mörg ár hér í Framsóknarfélögunum og allt- 1 af við vaxandi gengi og vin- ■ sældir, án þess að aðrir tækju : hana eftir. Vistin er sérstaklega þægileg til þess að gera alla þátttakend- ur í skemmtuninni. Andstæðingablöðin reyndu stöku sinnum að hnjóða í þessa spilamennsku fýrstu árin, en án árangurs. En ýmsir hafa alltaf öfundað Framsóknarfélögin af þessari vist. Og nú eru sumir þeirra farnir að pukra við að spila hana í félögum og á ýms- um klíkufundum. Kalla þeir hana þá ýmsum öðrum nöfn- um (félagsvist o. fl.), líklega til þess að láta minna bera á þessu ódæði!! Annars bendir þessi nafnstuldur aðeins á heiguls- skap þeirra, sem langa til að herma eftir, en hafa ekki djörf- ung til þess að gera það fyrir opnum tjöldum. Auðvitað er ekkert við því að segja, þótt vistin sé tekin upp eftir Framsóknarmönnum, en það væri óneitanlega myndar- legra af ~þeim, er það gera, að hafa djörfung í sér til þess að kalla vistina sínu rétta nttfni. V. G. Fáein orð re^na skógræktar ins, eru hættir að taka þatt í hinni raunverulegu félagsstarf- semi æskunnar, en það skyldi enginn ætla, að þeir hafi lagt árar í bát. Öðru nær. Þeir hvetja s"ni sína og dætur, sem við hafa tekið af þeim, með dugn- aði, atorku og reglusemi í hví- vetna, svo að til fyrirmyndar er Þeir, sem fylgjast með star'fi ungmennafélaganna, hafa marg oft heyrt þess getið, að á öllum stærri íþróttamótum ung- mennafélaganna, hafa menn frá U.M.F. Skeiðamanna sýnt fimleika við góðan orðstír og nú seinast, í sambandi við lýð- veldishátíðina, sýndu þeir í hópsýningunni á Þingvöllum. Það þarf enginn að halda, að allt það starf, sem þessi fá- menna sveit hefur áorkað frá félagslegu og menningarlegu sjónarmiði, hafi ekki kostað mikla fórn. En sú fórn hefir ekki verið færð til einskis. Hún hefir skaþað borg í byggð, er traust mun standa. Sá minnisvarði, sem eitt sinn hefir verið reistur, verður ekki niður rifinn. Hann mun stapda sem talaridi tákn og hvetja aðra til dáða. Bjarni Bachmann Það olli talsverðu uppþoti, þegar sú hugmynd Rússa að nota þýzkt verkafólk í stórum stíl til þess að vinna að viðreisn Rús.slands eftir stríðið var fyrst . birt, haustið 1943. En þessi hugmynd hefir náð að festa rætur.' „Það er mjög eðlilegt og . skynsamlegt að nota þýzkan mannafla til þess að endurreisa járnbrautir, brýr, borgir og iðjuver“, sagði rússneski hag- fræðingurinn Eugene Varga síð- astliðið haust. Það var einkum tvenns konar mannafli, er þeir hugsa sér að nota til slíkrar þvingunarvinnu. Annar var her- menn. Fedor Guseff, sendiherra Rússa í Lundúnum, reifaði þetta mál við Bandamenn. Heila þýzka heri, sagði hann, ætti að senda til Rússlands, þegar þeir gefast upp. En Bandamenn eru bundnir af Genevu-samkomulaginu og geta ekki á þetta fallizt. Aðrir, er til greina koma við þvingunar- vinnu, eru venjulegir borgar- ar. Það ætti að kvpðja hundruð þúsunda þýzkra borgara til vinnu í Rússlandi, segja Rúss- arnir. í þessa*skylduvinnu hugsa þeir sér að kveðja heilar stéttir manna. Hafa þeir í því sam- bandi nefnt samstarfsmenn Hitlers, flokksleiðtoga, herfor- ingja, embættismenn á her- teknum svæðum, forustumenn á sviði iðnaðar, kaupsýslu og fjármála, hryðjuverkamenn og hjálparmenn þeirra, og alla, sem hafa haft' erlenda verka- j menn í þvingunarvinnu eða jþegið fjármuni eða gripi, stolna úr öðrum löndum. Þótt þetta væri gert, myndi tala þýzkra borgara, er til þvingunarvinnu yrðu sendir, auðvitað aldrei verða ýkja há. En þegar þessu skipulagi væri komið á, mætti auðveldlega láta það ná til fleiri, eftir því sem vinnuþörf Rússanna krefði. Líkur benda til þess, að það mætti takast að margfalda tölu þeirra „seku“ og láta það hug- tak einnig ná yfir miðstéttirnar, bændurna, starfsmenn ríkis og borga og svo auðvitað alla leið- toga í andlegum málum og þjóð- félagsmálum, sem "ékki fylgdu kommúnistískri flokkslínu. Afnám alls, sem getur verið „þjóðfélagslega hættulegt", hefir verið sjálfsagt úrræði í Ráðstjörnarríkjunum 1 tuttugu og fimm ár. Á árunum 1939— 1941 voru átta til tólf af hverju hundraði ibúa í Austur-Póllandi og Eystrasaltslöndunum skráð- ir „þjóðfélagslega hættulegir“ og sumir teknir af lífi, en flestir reknir í útlegð og látnir ganga í vinnusveitir ráðstjórnarinnar. Flest voru þessi fórnarlömb kommúnista úr hinum betur ! settu stéttum landanna, *en í : þeirra hópi voru einnig mennta- menn og.vfélagsfrömuðir úr öll- um flokkum — þar á meðal bæði sósíalistar og frjálslyndir menn. Þessi sama saga mun endurtaka sig í Þýzkalandi, þar sem Rúss- ar fá við komið, og það í miklu stærri stíl og af miklu skefja- lausari harðýðgi. Með því mun vinnast þrennt í einu: í fyrsta lagi er það stór- kostleg hefnd, sem Rússar geta látið ganga yfir þýzku þjóðina fyrirv þær misgerðir, sem þeir hafa orðið að þola af þýzka hernum. í öðru lagi verður út- rýmt heilum stéttum, sem stjórnin í Moskvu álítur orsök og frumkvöðla að ófriðnum á hendur Ráðstjórnarríkjunum. í þriðja lagi bættist Rússum með þessu að nokkru það manntjón, er þeir hafa beðið. En höfuðástæðan til þess að þeir vilja ryðja þessum stéttum úr vegi, er þó sú, að þeir vænta, að röskunin, er þessu fylgdi, myndi færa mikil völd í hendur kommúnista — ef ekki nógu mikil til þess að koma þar á ráðstjórparríki, þá nægileg til þess að mynda „þjóðfylkingu“ í hinu nýja Þýzkalandi. Þeir i Moskvu vilja ekki trúa því, að slíkar fjöldarefsingar og brottkvaðningar fjölmennra vinnuflokka til Rússlands muni gera „þýzka alþýðu“ þeim frá- hverfari en ella. Þeir eru sann- færðir um, að stéttarígurinn muni verða þjóðerniskenndinni yfirsterkari. En þar munu þeir fara villir vegar. Á hinn bóginn þykir einmitt sýnt, að allri þjóðinni myndi ofbjóða slíkar aðfarir, ef úr framkvæmdum verður, alveg eins og gervallri pólsku þjóðinni ofbauð fram-' ferði Rússa og athafnir í | Austur Póllandi. Annað atriðið, sem Rússum |er mikilvægt, eru skaðabæturn- ar. í október 1943 var látið svo ummælt: „Skaðabætur þær, sem Banda- menn krefjast af Þjóðverjum og aftaníossum þeirra, munu ^ nálgast 800—1000 biljónir gull- jrúblna (400—500 biljónir gull- dollara). Bróðurparturinn af 'því á að falla Ráðstjórnarríkj- unum í skaut“. En höfundur hefir sjálfur séð, hve fjarri öllu lagi það var að láta sér detta í hug, að hægt væri að ná saman slíkri ógnar- fjárhæð. Hann fer því að benda á ýmsar peningalindir. í fyrsta lagi þýzkar inneignir vestan hafs, áætlaðar 1200 miljónir gulldollara. í öðru lagi þjóðar- auð Þjóðverja og bandaþjóða þeirra, þótt þann auð sé aðeins í að takmörkuðu leyti hægt að ! flytja milli landa. Og í þriðja lagi framleiðsluvörur Þjóðverja. I En það, sem allir ráðamenn í Moskvu eru einhuga um, er að j soga til sín eins mikið af skaðabótunum og unnt er. |>eir vilja láta Ráðstjórnarríkin eiga forgangskröfu til þessa fjár. Og vilji þeirra í þessum efnum hefir ' verið orðaður á þá leið, að lífs- i kjörin í hinu sigraða Þýzkalandi megi ekki verða betri heldur en í innrásarhéruðum Rússlands. Það, sem verður umfram það, skal renna til skaðabótanna. Það hafa komið ýmsar tillög- ur fram um skógrækt, sem vert er að gefa gaum og styðja. Þórir Baldvinsson hefir t. d. flutt eina ágæta: að láta lifandi tré vaxa við grafir látinna ástvina í stað alls grjótsins, sem þangað hefir verið siður að dyngja. Tillaga hefir komið fram um einn allsherjar skógræktardag að vorinu, þar sem öll þjóðin helgaði sig skógræktinni. Er efamál hvort 17. júní væri bet- ur varið á annan hátt. Sumir munu segja, að þá eigum við að tala, syngja og sýnast. En er það meiri hátíð en að halda hana í verki? Hátíð, sem sé helguð fegrun fósturjarðarinnar. Líka mætti skipta deginum. Vinna fyrrrt hluta hans að skógrækt, en eyða síðari hlutanum við annan fögnuð. í sambandi við lýðveldiskosn- ingarnar í fyrra var stofnað til Landgræðslusjóðs. Talsvert fé safnaðist. Og var aðalverkefni nýafstaðins aðalfundar Skóg- ræktarfélags íslands, að semja fyrir þennan sjóð’skipulagsskrá. Talið er að í Skógræktarfélaginu séu nú um 4000 manns. En mik- ið af þessu fólki mun hafa verið smalað inn í félagið af áhuga- sömum mönnum. Þykir mörgum varla fært að neita um 10 krón- ur (og fá líka allstórt rit fyrir þær), þegar vinsælir og góðir menn koma til þeirra, enda sjá máske líka bjarma upp af góðu málefni, þar sem skóg- ræktin er, þótt áhuginn sé tak- markaður. Vitnar það um áhug- ann, að á aðalfundi félagsins mættu aðeins örfáir menn af þessum 4000 skráðu félögum. í skipulagsskrá Landgræðslu- sjóðs var sett, að í stjórn hans skyldi vera stjórn Skógræktar- félagsins, skógræktarstjóri og sandgræðslustjóri — sjö menn alls. Ugglaust eru þetta allt á- hugasamir menn um skógrækt og er það vel farið, þar sem í skipulagsskrá Landgræðslusjóðs stendur líka, að aðalhlutverk hans skuli vera að klæða landið skógi. En breytingatillaga kom fram, um að skipa stjórnina að- eins fimm mönnum: skógrækt- arstjóra, sandgræðslustjóra, ein- um frá Skógræktarfél. íslands, einum frá Búnaðarfélagi ís- lands og einum frá U. M. F. í. En engan byr fékk þessi tillaga hjá hinum örfáu fundarmönnum, sem töldu sig, eða stjórn félags síns þá útvöldu. Bak við Búnaðarfélagið stend- ur bændastéttin sem heild. En eins og allir vita eru það bænd- ur, sem aðallega rækta og prýða landið, þótt fyrir skógræktinni þyrfti áhugi þeirra allmargra að glæðast ennþá. í Ungmennafélági íslands eru um tíu þúsund félagsbundnir æskumenn um land allt. U. M. F. í. er sá félagsskapur (þegar frá eru skilin hin ungu skóg- ræktarfélög), sem jafnan hefir mest og bezt vakið og glætt áhugann fyrir skógrækt. í Borgarfirðinum og víðar, t. d. í Borgarnesi, þar sem mest safnaðist hlutfallslega í Land- græðslúsjóðinn voru það ung- mennafélögin og forgörigumenn ungmennafélaganna, sem bezt gengu fram í söfnuninni. Bændastéttin og ungmenna- félögin, ásamt Skógræktarfé- laginu og tveim starfsmönnum ríkisins, sýndust tilvaldir aðilar, er stæðu að baki Landgræðslu- sjóði. Þar með stóð hann miklu nær en nú, að vera orðinn sjóð- ur þjóðarinnar og þó einkum þeirra, sem í orði og verki vilja gre»ða og klæða landið. En vonandi stækkar og eflist Landgræðslusjóður, þó að tekizt hafi svona til, að hann sé gerður sem næst að sjóði eins félags, sem er heldur smátt ennþá i hlutfalli við þjóðina i heild og enn smærra, þegar litið er til þess, hve áhugamennirnir þar vi’rðast fáir. Hugmyndin mun vera að nota Landgræðslusjóðinn fyrst um sinn til þess að auka plöntuúpp- eldið. Er mikil þörf á að það verði stórum aukið. Ætti ríkið að leggja miklu meiri krafta í þá starfsemi heldur en nú er. Væri nær að skrifa einhvers staðar heldur minna á vegum ríkisins, heldur en nú tíðkast, en losa þar menn — og launa við að ala upp trjáplöntur. Plöntur hafa nýlega verið aug- lýstar til sölu á vegum skóg- græðslu ríkisins. En verð þeirra er óhæfilega hátt, svo að það hlýtur að tefja mjög fyrir ^kóg- ræktinni meðal þeirra, er minni hafa fjárráð. Þótt vinnuafl sé nú dýrt, sýnist það geta verið álitlegur gróðavegur að rækta trjáplöntur og selja í skjóli verð- lágs skóggræðslu ríkisins. En til þess að skógræktinni geti farið verulega fram er eitt stærsta skilyrðið, að rækta nóg af gcðum trjáplöntum og láta almenning svo fá þær með mjög vægu verði. Annað er þó ennþá meira áríð- andi og það er að vekja áhuga æskunnar fyrir að „koma græn- um skógi að skrýða, skriður ber- ar, sendna strönd.“ En að slá á útrétta hönd æsk- unnar, sem stýrt er af vorhug henrvr til drengilegra dáða — það er ekki framsókn lífsins. V. G. Nokkrir þættir sj;í va riitvrgsinála (Framhald af 3. síðu) þeirra fjármuna getur orðið ó- skemmtilega löng, þegar aug- ljóst er orðið, að ekki má beita skattalögunum við auðugasta félag landsins — með vissum í- vilnunum þó! Þá hafa og ýmsir haft við orð, að nú sé tækifærið til þess að knýja á starfandi olíufélög um að koma upp olíugeymum — nota lögin til þess að þröngva Olíuverzlun íslands eða Shell til að setja oljugeyma í verzlunar- staði þá og sjóþorp, sem ekki hafa þá áður, — gegn því að skipta yið það félag, sem fram- kvæmir slíkt. Þetta virðist mér undarleg méinloka. Ekkert félag, sem aðstöðu hefir til að sjá hag sínum borgið á líkan hátt og olíufélögin, ræðst i kostnaðar- samt mannvirki, án þess að tryggja sér endurgreiðslu þess. Kostnaðarverð geymanna hljóta félögin því að leggja á olíuverðið og láta kaupendur borga það — máske á nokkuð löngum tíma. Olíusamlögin verða að við- hafa sömu aðferð, með þvi að ætla hæfilega álagningu á olí- una fyrir afborgun og viðhaldi geymanna. En sá er munurinn, að samlögin eignast á þann hátt sjálf geymana — og ættu að eignast nokkurn sjóð að auki. Samlögin hafa líka betri að- stöðu en olíufélögin, því að þau eiga að geta tryggt sér viðskipti allra olíunotenda á samlags- svæðinu. Útgerðarmenn eiga fyrst . og fremst að leggja~~kapp á að stofna olíusamlög og byrja á því að koma upp geymunum, þar sem nokkur tök eru á því. Olíugeymarnir eru ávallt verð- mæt eign. I Það er alls ekki ófrávíkjanlegt ^skilyrði, að væntanleg olíu- ; samlög kaupi olíu beint erlendis frá, — þótt slíkt væri máske æskilegast. Fari svo, að starfandi olíufé- lög verði um of ásælin á olíu- verðið, verður fíkisvaldið að koma til skjalanna og fram- kvæma vilja þingsins 1943 um byggingu allsherjar oliugeyma og kaup tankskipa. Franih. Nvír katmendur Nýir kaupendur að Tímanum geta fengið síðasta jólablað Tímans ókeypis, meðan upp- lagið endist, láti þeir afgreiðsl- una vita að þeir óski þess. í jólablaðinu er mjög margt læsilegt: skáldsögur, ferðasög- ur, kvæði og ýmsar frásagnir, greinar og myndir. — 64 bls. alls, Vlnniff ötullepa fyrir Timann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.