Tíminn - 27.03.1945, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.03.1945, Blaðsíða 8
DAGSKRÁ er bezta íslenzka tímaritið um þjóðfélagsmál. Þeir, sem viljja kynna sér þjjóðfélagsmál, inn- lend og útlend, þurfa að lesa Dagskrá. 8 IŒY1UAVÍK 27. MARZ 1945 24. blað ?AMÁLL 19. marz, mánudagur: Bingen tekin. Vesturvígstöðvarnar: Þriðji herinn tók Bingen og átti eftir 10 km. til Mains. Koblens er nú alveg á valdi hans. Sjöundi her- inn vann á í Saar. Fyrsti her- inn hefir komið sér upp nýjum flotbrúm yfir Rín. Varnir Þjóð- verja vestan Rínar virtust i al- gerri upplausn. Austurvígstöðvarnar: Rússar tóku hafnarbæinn Kolberg í Pommern og þrengdu hringinn um Königsberg. Danmörk: Tilkynnt í Kaup- mannahöfn, að Þjóðverjar hefðu tekið sjö Dani af lífi fyrir skemmdarverk. 20. marz, þriðjudagur: Worms tekin. Vesturvígstöðvarnar: Sjöundi herinn tók Saarbrucken og Zveibrucken. Þriðji herinn hef- ir umkringt Mains og tekið Worms. Fyrsti herinn hef- ir náð 40 km. af eystri bakka Rínar á vald sitt. Miklar loft- árásir á þýzkar bt>£gir . Austurvígstöðvarnar: Rússar tóku Alltdamm, sem er 6V2 km. frá Stettin. Kyrrahafsstyrjöldin: 1400 amerískar flugvélar gerðu árás á japanska heimsflotann, er lá í Nagasaki. Kom til stórfelldra loftárása. Japanir misstu yfir 500 flugvélar, mörgum skipum var sökkt og ýms stór herskip stórlega löskuð. Japanskar sprengjuflugvélar gerðu og um líkt leyti árás á amerísku flota- deildina. Bandaríkjamenn víð- urkenna, að þeir hafi orðið fyrir verulegu tjóni. 21. marz, miðvikudagur: Barizt I Ludwigsh. Vesturvígstöðvarnar: Þriðji herinn tók Mains og braust inn í Ludwigshafen, sem er gegnt Mannheim. Sjöundi herinn tók Neunkirchen i Saar. Sagt var frá miklum sóknarundirbúningi frá herjum Montgomery við Neðri-Rín. Austurvígstöðvarnar: Engar tejandi breytingar. Danmörk: Brezkar flugvélar gerðu árás á Shellhúsið í Kaup- mannahöfn, þar sem Gestapo hafði bækistöð sína. Húsið eyði- lagðist að mestu. Árásin kom Þjóðverjum alveg á óvart. Rússland: Rússar sögðu upp hlutleysis- og vináttusáttmála við Tyrki. 22. marz, fimmtudagur: Sókn í Efri-Slesíu. Austurvígstöðvarnar: Rússar skýrðu frá sókn i’ Efri-Slesíu á Oppelnsvæðinu. í Ungverja- landl voru Rússar einnig í sókn. Vesturvígstöðvarnar: Þjóð- verjar tilkynntu, að Kesselring hefði tekið við herstjórninni af Rundstedt á vesturvígstöðv- A víðavangi (Framhald af 2. síðu) sexmannanefndarinnar, „að takmörk séu fyrir því, hvað ein- um stjórnmálaflokki eða jafn- vel einni stétt helzt uppi að hóta eða gera á okkar dögum.“ Það verður sannarlega að telja næsta kynlegt, að blað, sem kennir sig við alþýðufólk og jafnaðarmennsku, skuli kalla það hótun, þegar bændur fara fram á það eitt að hafa svipað- ar tekjur og hliðstæðar vinn- andi stéttir samkvæmt samn- ingi, er fulltrúar Alþýðusam- bandsins og.Bandalags opinberra starfsmanna hafa samþykkt, og jafn hlutlaus aðili og hagstofu- stjóri hefir talið eðlilegan. Slík ummæli myndi áreiðanlega hvergi sjást í jafnaðarmanna- blaði annars staðar í veröldinni og vafalaust er það slík þröng- sýni, er sver sig í ætt við tog- araeigendur og forstjóra, er átt hefir drjúgan þátt í giftuleysi Alþýðuflokksins hér á sama tíma og Alþýðuflokkarnir ann- ars staðar hafa verið að vaxa. TÍ1WANS\ unum. Þjóðverjar halda aðeins orðið litlu landsvæði vestan Rínar á valdi sínu kringum Spey og Karlsruhe. 23. marz, föstudagur: Farfð yfir Rín. Vesturvígstöðvarnar: Árla dagsins fór þriðji herinn yfir Rin milli borganna Vorms og Mainz og náði þegar fótfestu austan árinnar. Var farið yfir fljótið í myrkri, án undangeng- innar stórskotahríðar. Seint um kvöldið fóru brezkar og amerískar hersveitir undir stjórn Montgomery yfir Rin á Weselsvæðinu, að undangengn- um hinum stórkostlegustu loft- árásum og stórskotahríð. Vestan Rínar tók 3. herinn borgina Speyer. Austurvígsöðvarnar: Rússar sóttu til sjávar milli Ddynia og Danzig. Þeir tóku Oberglogau í Efri-Slesíu. Attrædur Teitur Símonarson fyrr bóndi að Grímarsstöðum í Borgarfirði verður 80 ára 3. n: m. Verður hans nánar minnst í næsta blaði. Forsetakjörið. r (Framhald af 1. síöu) mun hins vegar hafa kennt hon- um, að erfitt yrði að steypa Sveini, og því mun hann hafa talið rétt að láta sér nægja þá raunabót, sem honum fínnst núv. Stjórn vera í þeim efnum. Þar með var grundvöllurinn hruninn undan ;,fjöldasamtök- unum“, er kommúnista dreymdi um, og þeim hefir því einnig fundizt hyggilegt að hætta við áform sín í þessum efnum. Þannig hafa þeir, sem stóðu að ósómanum á Lögbergi í fyrra, beðið verðskuldaðan og varan- legan ósigur og full eining mun verða um forsetakjörið, eins og þjóðin vildi 1 fyrra en fékk þá ekki ráðið, vegna þessara ó- happa- og ofstopamanna. Af hálfu þjóðarinnar mun þessum úrslitum fagnað og þó ekki sízt því, að Sveinn Björns- son gefur aftur kost á sér. Álit hans meðal þjóðarinnar hefir stöðugt farið vaxandi síðan hann tók við Þjóðhöfðingja- starfinu og eigi mun annar ís- lendingur njóta öllu meira trausts erlendis. Það er næsta vafasamt, að um kosningu nokkurs annars manns hefði getað skapazt sú eining, sem hér er nú orðin. Erlent yfirlit. (Framhald af 2. síöu) „ mörku og Noreg að einhverju verst leikna vígveldi styrjald- arinnar, nema ef afskipti Svía gætu orðið tir þess að torvelda Þjóðverjum slíkar hernaðarað- gerðir Margir telja, að Svíar myndu fara i styrjöldina undir þessum krigumstæðum, ef stjórn Noregs og forystumenn frjálsra Dana færu þess á leit við þá. Það er jafnvel haft á orði, að Rússar hafi viljað bjóða Svíum þátttöku í San Francisco-ráð- stefnunni, ef þeir segðu Þjóð- verjum stríð á hendur, en Bandamenn hafi afstýrt því, þar sem styrjaldarþátttaka Svía gæti komið að betri notum síðar. / Ensk blöð segja, að Svíar hafi fordæmt styrjaldaryfirlýsingu Tyrkja og þeir myndu alls ekki fara í styrjöldina undir slíkum kringumstæðum. Hins vegar myndu þeir líta öðru vísi á styrj- aldarþátttöku, ef hún væri sem aðstoð við Dani og Norðmenn og myndu kosta þá sjálfa veru- legar fórnir. Aðeins undir slík- um kringum myndu Svíar telja stríðsyfirlýsingu samræmast sæmd sinni og karlmennsku. Tilkyiming frá Nýbyggingarráði. Umsóknir um fiskibáta byggða innanlands Ríkísstjórnin hefir ákveðið að láta byggja innanlands á næstu 1—2 árum 50 fiskibáta af þesum stærðum: 25 báta 35 smálestir að stærð og 25 báta 55 smálestir að stærð. Tilskilið er að ríkisstjórnin geti selt þessa báta einstaklingum, félögum eða stofnunum til reksturs. Teikningar af 35 smálesta bátunum hafa verið gerðar og eru til sýnis hjá Nýbyggingarráði, en verið er að fullgera teikningar af 55 smálesta bátunum og verða þær og til sýnis strax og þeim er lokið. Umsóknir um þessa báta sendist til Nýbyggingarráðs, sem allra fyrst og eigi síðar en 15. maí 1945. Þeir, sem þegar hafa ósk- að aðstoðar Nýbyggingarráðs við útvegun báta af þessum stærð- um, sendi nýjar umsóknir. Við. úthlutun bátanna verður að öðru jöfnu tekið tillit til þess í hvaða röð umsóknirnar berast. NÝBYGGINGARRÁÐ. Minningarathöln Vegna ininiiins’aratliafiiar um þá, sem fórust ineð e.s. Dettifossi, loka liank- arnir og neðangreindur sparisjóður á hádegi í dag. * Landsbanki íslands. Búnaðarbanki tslands. Útvegsbanki tslands h.f. Sparisjóður Regkjavíkur og nágrennis. Ú R B Æ N U M Berklarannsóknin. Berklayfirlæknir gaf blaðamönnum nýlega yfirlit um gang berklarann- sóknanna í Reykjavík. Rannsóknun- um miðar mjög vel áfram og hafa nú alls verið skoðaðir 25486 manns frá því í okt. síðastl. Nú er að mestu lokið við austurbæinn, að úthverfunum undanskildum og verður þá byrjað á miðbænum og síðan vesturbænum, en úthverfin tekin seinast. Endurskoðun þeirra, sem ekki hafa mætt í þeim hverfum, sem búið er að skoða, hefst eftir páska, og verður þá gengið ríkt eftir að allir mæti. Frá árangri rann- sóknanna er enn of snemmt að greina, þó hafa nokkrir menn, konur og börn, fundizt sýkt? en yfirleitt mun færri en búizt var við. Slökkviliðsstjórastaðan. Bæjarráð hefir samþykkt að leggja til við bæjarstjórn, að Jón Sigurðsson verkfræðingur verði skipaður slökkvi- liðsstjóri. Umsækjendur um stöðuna voru þrír. Auk Jóns sóttu þeir Karl Bjarnason varaslökkviliðsstjóri og Gunnar Bjarnason verkfræðingur. Har monikuhl j ómleika héldu bræðurnir Jóhann og Pétur í Nýja Bíó síðastl. sunnudag fyrir fullu húsi og við ágætar undirtektir áheyr- enda. Viðfangsefnin voru alls ellefu lög eftir þekkta höfunda, svo sem Strauss, Wagner, Schubert, Verdi o. fl. Auk þess irrðu listamennirnir að leika nokkur aukalög. Ritstjóraskipti við Útvarpstfðindi. í Útvarpstiðindum, sem nýlega eru komin út, er skýrt frá ritstjóraskipt- um við blaðið. Hafa tekið við ritstjórn þess blaðamennirnir Vilhjálmur S. Vil- hjálmsson og Þorsteinn Jósepsson. Kemur fyrsta blað þeirra út í byrjun apríl og munu Útvarpstiðindi þeirra stækka frá þvi sem áður var og taka auk þess allmiklum breytingum. Sundmót K. R. • Síðastliðið miðvikudagskvöld fór sund- mót K. R. fram i Sundhöliinni. Keppt var um 3 nýja bikara og vann Sig. Jónsson K. R. bringusundsbikarinn, Ari Guðmundsson, Ægir vann skrið- sundsbikarinn og Anna Ólafsdóttir úr Ármanni vann bikarinn í bringusundi kvenna. Sigurvegarar í einstökum greinum voru sem hér segir: 100 metra skriðsund karla Ari Guðmundsson, Ægir. 1:50,0 mín. 100 m. bringusund karla, Sigurður Jónsson, K. R. 1:20,7 mín. 50 m. skriðsund drengja, Guðm. Ingólfsson, í. R. 31,4 sek. 200 m. bringu sund drengja, Atli Steinarson í. R., 1:27,0 mín. 400 m. baksund karla, Guðm. Ingólfsson í. R. 6:35,5 mín. 50 m. skriðsund kvenna, Villa Einarsdótt- ir, Ægir, 38,7 sek. Að lokum var keppt í 4x50 m. boðsundi karla og var sveit K. R. þar'hlutskörpust á 2:29’5 mín. Handknattleiksmótinu er nú lokið. Úrslit urðu þau, að í meistaraflokki karla hlaut Glímufé- lagið Ármann 12 stig. Valur hlaut 10 st., í. R. 6, Haukar og Víkingur 5 hvor og F. H. og Fram 2 hvort. í kvenna- flokki fékk flest stig Haukar í Hafnar- firði. Handknattleiksmót S. B. S. hófst síðastl. sunnudag. Sjö skólar taka þátt í keppninni, Menntaskólinn, Samvinnuskólinn, Háskólinn, Gagn- fræðaskóli Reykvíkinga, Iðnskólinn, Flensborgarskólinn og Verzlunarskól- inn. Keppninni verður ekki loklð fyrr en eftir páska. Hnefaleikakeppni fór fram í íþróttahúsi hersins við Hálogaland síðastl. fimmtudagskvöld. í léttvigt sigraði Ámundi Sveinsson Torfa Þ. Ólafsson, í létt-millivigt sigr- aði Aðalsteinn Sigurðsson Sigurþór ísleifsson og Karl Guðmundsson Har- ald Halldórsson, í millivigt sigraði Ing- ólfur Ólafsson Gretar Árnáson. Hall- dór Björnsson sigraði Ls. Wllliam Collins úr ameriska hernum. Leiðrétting. í greinni „Prófsteinninn" á 2. síðu, er vitnað í grein eftir Brynjólf Bjarna- son, og sagt að hún hafi birzt í Þjóð- viljanum 22. nóvember 1939, en á að vera 22. oktöber 1939. ♦'♦GAMLA BÍÓ ENGIM ER ANN- ARS BIlÓÐIIt I LEIK (Somewhere I’ll Find You) CLABK GABLE LANA TURNER Robert Sterling. Sýnd kl. 6, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. N í Ó V BERNSKUBREK OG ÆSKUÞREK, hin vinsæla ævisaga Winston Churchills forsætisráðherra Breta, fæst nú aftur í góðu bandi. OFJARL SKEMMD ARVARGMM (They Came to Blow up America). Óvenju snennandi og ævin- týrarík mynd. Aðalhlutverk: George Sanders. Anna Sten. Ludwig Strössel. Aukamynd: FRJÁLS SVÍÞJÓÐ — HERNUMINN NOREGUR. (March of Time). Myndir frá Svíþjóð og Noregi. Sýndar kl. 7 og 9. TJARNARBÍÓ EINS OG GENGUR (True to Life) Sprenghlægilegur gamanleik- ur um ástir og útvarp.. Mary Martin Franchot Tone Dick Powell. Sýnd kl. 7 og 9. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Kaupmaðurinn í F eneyjum Gamanleikur í 5 þáttum, eftir William ShaJkespeare. Sviiinjí aiman I páskum kl. 8 síðdegis. Aðgöngumiðar verða seldir frá kl. 2—5 á laugardag. Aðgangur bannaður fyrir börn. ssc 4* Minningarathöfn Vegna minningarathafnar um þá, er fórust ineð e.s. Dettifossi, verður skrif- stofum og’ verkstæðum vorum lokað frá hádegi, þriðjudaginn 27. þ. m. Landssmið j an. Heilflaska af lituðu syk- urvatni fyrir kr. 1,60 REKORD BÝÐUR YÐUR 1 pakki nægir til framleiðslu á heilflösku af lituð sykur- vatni á páskaborðið. Ljúffengt. — Odýrt. — Fljótlagað. — Fæst í næstu búð. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.