Tíminn - 27.03.1945, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.03.1945, Blaðsíða 5
24. blað TlMlIV'IV, þriðjMdagmn 27. marz 1945 5 RITSTJÓRI: SIGRÍÐUR INGIMARSDÓTTIR Snsan Anthony Tvær stórmerkar bækur irá Tónlistarfélaginu Passíusálmarnír með gömlu Grallaralögunum. Hin fögru lög, sem Hallgrímur valdi sjálfur við Passíu- sálmana, eru að vísu allmörg sungin enn, en fjöldi þeirra mun nú algerlega ókunn flestum, og þó segir Jónas Jóns- Þegar taldar eru forvígis- konur kvenréttindahreyfingar- innar, er hófst um miðja síðustu öld, veröur nafn Susan Ant- hony þar jafnan efst á baugi. Þó er því svo varið, að margar munu þær konur vera hér á landi, sem aldrei hafa heyrt hennar getið, og því síður er þeim kunn saga hennar. Susan Anthony er fædd í bænum Adams í Massáchusett's- fylki í Bandaríkjunum árið 1820. Faðir hennar átti þar litla bómullayverksmiðju. „Frá hon- um fékk ég uppreisnarandann", sagði hún einhverju sinni. Hann var Kvekari, en braut boðorð trúarflokksins með því að kvæn- ast stúlku, er var Baptisti, glað- lyndri yngismær, er hafði yndi af fallegum fötum og gull- hamra-slætti. Það var í frásög- ur fært, að hún hefði dansað fram á rauða nótt- fáum dög- um fyrir brúðkaup sitt. Þótti slíkt ganga glæpi næst á þeim dögum. Hún varð nú samt sem áður ágæt eiginkona og um- hyggjusöm móðir 8 barna. Su- san var næstelzt og erfði glað- lyndi móður sinnar í ríkum mæli. Oft var þröngt í búi hjá þeim hjónum og því lítið um heimilishjálp. Eldri börnin gættu yngri systkina sinna og hjálpuðu móður sinni við heim- ilisstörfin. Nóg var að gera, því að verksmiðjufólkið hafði fæði hjá frú Anthony. Lítill tími gafst til lærdóms og leikja. Á einum stað í dagbók sinni skrifar Susan: „Gerði 21 brauð- hleif í dag!“ Hún var látin ganga í kvenna- skóla þar í bænum, og þótti snemma uppreistargjörn og ó- ráðþægin. „Stúlkur á 19. öld verða að haga sér nákvæmlega eins og allar stúlkur hafa gert á liðnum öldum. Hefðbundnar venjur eru friðhelgar", sagði skólastýran. En Susan var ekki á sama máli. Hún trúði hvorki á hefðbundnar venjur né rót- grónar skoðanir. Urðu þvi marg- víslegir árekstrar milli hennar og skólastýrunnar. Kastaði þó fyrst tólfunum, er ungfrúin skammaði Susan í viðurvist allra nemenda fyrir smávægilega yf- irsjón. Því gleymdi hún aldrei síð_?m. Árið 1838 skall á kreppa og faðir Susan missti verksmiðju sína. Gerðist hún þá kennslu- kona og vann sér inn tvo doll- ara á viku. Frá þeim skóla varð hún að fara að skólaárinu liðnu, því að skólastjórninni þótti hún umgangast negrana í þorpinu of frjálsmannlega. Réði hún sig þá að illræmdasta drengjaskól- anum í bænum. Nemendur hans höfðu meiri áhuga á því að gera kennurunum ýmiskonar grikki en að lesa skólabækurnar. En þeir komust brátt að raun um, að slíkt framferði hentaði ekki ung;frú Anthony. Hún batt sér vænan «vönd úr birkihríslum og flengdi höfuðpaur óspektanna svo eftirminnilega, að frá þeim degi naut hún óskiptrar virðing- ar allra nemenda sinna: „Hún hefir svei mér krafta í kögglum, þessi kvenmaður11, sögðu þeir. Skömmu síðar fékk hún góða stöðu við annan skóla, hlaut þar lofsamleg ummæli skóla- stjórans fyrir ágæta kennslu og góða stjórn. Bónorð fékk hún mörg á þess- um árum en hafnaði þeim öll- um. „Mig langar ekki til þess að gei-ast ánauðug ambátt nokkurs manns“, sagði hún. Frelsinú unni hún öllu öðru fremur og fann að hún hafði þrek til þess að standa ein. Sumarið 1848 heyrði hún þess getið, að konur hefðu komið saman til fundarhalda í bæ einum í New York-fylki til þess að ræða þar þjóðfélagslega og borgaralega aðstöðu sina. Hún varð hrifin af hugmyndinni og fór nú af kappi að kynna sér lagalega aðstöðu konunnar í heimalandi sínu. Hún var sú sama og í flestum öðrum lönd- um hins „menntaða“ heims. Lögin settu konurnar skör lægra en karlmennina. Þær-voru réttlausar með öllu. Gift kona var lögmæt eign eiginmannsins, ógift kona varð samkv. lögum að fá sér fjárhaldsmann, er hafði fullan umráðárétt yfir henni. Gifta konan hafði ekki einu sinni umráðarétt yfir börnum sínum. Ef hjón skildu, mátti eiginmaðurinn ráðstafa börnunum eftir sínum geðþótta, þótt skilnaðarsökin væri öll hans megin. Hann gat barið konu sína og börn eins og hunda án nokkurs ámælis. Það þótti engin ástæða fyrir konuna til að skilja við hann, þótt hann væri drykkjumaður. Konur, sem unnu utan heimilisins og þær, sem ógiftar voru, fengu hvar-r vetna miklu lægra kaup en karl- menn og voru kjör þeirra hin verstu í hvívetna: langur vinnu- dagur og illur aðbúnaður. Kon- an var í einu orði sagt ambátt. Fyrstu tilraunum kvenna til þess að rjúfa þrælkunarhlekk- ina var tekið með skilnings- leysi og aðhlátri. Fáeinir menn viðurkenndu þó rétt þeirra til frelsis og jafnyéttis á við karl- menn, þar á meðal faðir Susan, er var vel kunnugt um kjör kvenna þeirra, er unnu í verk- smiðjum. Susan gerðist meðlimur bind- indishreyfingarinnar, sem þá var í miklum uppgangi í Banda- ríkjunum. Hún hafði á þeim árum -meiri áhuga á að endur- bæta karlmennina en að afla kvenfólkinu aukinna réttinda. Drykkjuskapinn áleit hún einn mesta blettinn á þeim. En svo var það eitt sinn, að hún kvaddi sér hljóðs á bindindisfundi. For- maðurinn þaggaði niður í henni. Susan gekk af fundi og sveið sárt ósvífni karlmannanna. Eftir það helgaði hún kvenrétt- indastefnunni alla krafta sína. Varð hún þar brátt fremst í flokki, sökum góðra gáfna og ágætra skipulagningarhæfileika. En hún þekkti þó takmörk sín. Hún var hvorki góður rithöf- undur né mælskumanneskja. Tók hún því höndum saman við tvær konur, er þá voru mikil- virkustu forvígismenn hreyfing- arinnar, þær EliSabetu Stanton og Ernestine Rose. Þessar konur mynduðu með sér fyrsta kvenna- bandalagið, er sögur fara af. Þær ferðuðust um landið, héldu fundi og töldu kjark í kvenfólk- ið. Oft varð baráttan þeim erfið og árangurinn lítill i fyrstu. Fyrstu greinarnar, sem blöðin birtu um kvenréttindahreyf- inguna, voru þrungnar háði. En þegar henni óx stöðugt fylgi, tóku þau að ásaka forvígiskon- ur hennar harðlega. Stjórn- málamennirnir tóku í sama strenginn og fordæmdu allar kröfur kvennanna þriggja um réttarbætur kveftfólksins. Framhald. Bátur til sðlu 5 tonna dekkbátur, með 25 , hesta hráolíu-vél, seglum og ; legufærum, i góðu standi. Verð 116 þúsund krónur. Upplýsingar gefur Ragnar Rag'mísson, Dal við Múlaveg, Reykjavík. NÝKOMIÐ Undlrföt, Náttkjólar, Naerföt, Stakir undirkjólar, úr prjónasilki og satíni. H. TOFT Skólavörðustíg 5. Sími 1035. son, sem á sínum tíma gaf þessi lög út, í formála útgáf- unnar: „Úr Hólabókinni og Grallaranum hefir síra Hall- grímur Pétursson valið lögin við passíusálma sína, og eru þau svo meistaralega valin við efni sálmanna, að óhætt er að fullyrða, að hvergi fara betur saman orð og tónar í söngbókum vorum en einmitt þar.“ Þessi útgáfa er ljósprentuð eftir útgáfunni frá 1906, sem mun nú að- eins í örfárra höndum. Hvert einasta íslenzkt heimili verður að eignast þessa bók, kostar aðeins kr. 25,00 og 45,00 I svörtu silkibandi. hlandsvísur Jóns Trausta voru gefnar út rétt eftir síðustu aldamót í aðeins 150 ein- tökum, .með fallegum teikningum eftir Þórarin B. Þor- láksson.i Hefir eigandi verka Jóns Trausta, Guðjón Ó. Guðjónsson og kona hans, gefið Tónlistarfélaginu eftir útgáfuréttinn, og ekkja Þórarins B. Þorlákssonar leyft endurprentun myndanna í 200 tölusettum eintökum. Passíusálmarnir hafa þegar verið sendir öllum bóksöl- um, en Íslandsvísurnar verða aðeins afgreiddar gegn sér- stakri pöntun. Gefið öllum unglingum bókina „Æska Mozarts.“ — Það er hugnæm og göfgandi bók. Bókaverzl. Lárusar Blöndal Skólavörðustíg 2, — aðalumboðsmaður fyrir útgáfu Tónlistarfélagsins. Augjýsing Kaupfélas'sstjórastaðau vlð Kaupfélag Ilriitfirðing'a, Borðeyri, er laus til um- sóknar frá 1. jiilí n. k. Umsóknir sendist Sainhandi ísl. sam- vinnufélaga, er gefur nánari upplýsingar. Uinsóknarfrestiir er til 15/ apríl. tjórniii. KAUPMEIVN og KAUPFÉLÖG! Nýjar sendingar af V ef naðar vöru in frá Bretlandi, Ameríku og Sviss, væntanlegar á næstunni. > Heíldverzl. Sig. Arnalds Hafnarstræti 8. — Reykjavík. Forstóðnmanns- starfid við hælið að Elliðavatni, er laust frá 14. maí n. k. Umsóknum um starfið sé skilað fyrir 1. maí n. k. til Magnúsar V. Jóhannessonar yfirframfærslufulltrúa, sem gefur allar nánari upplýsingar. Borgarstjórinn í Reykjavík. FILMUR (allar stærdír) sendar gegn póstkröfu um land allt. Framköllun og kopiering fljótt og vel af hendi leyst. Sigluf jarðar apótek. Mínningarathöfn um þá skipverja og farþega, sem fórust á E.s. Dettifossi hinn 21. febrúar síðast- liðinn, fer fram í Dómkirkjunni þriðju- dagiiut 27. marz kl. 2 e. h. Jafnframt fer fram útför Davlðs Gísla- sonar stýrimanns, Jóns Bogasonar bryta og Jóhannesar Sigurðssonar búrmanns. Minningaratliöfninni verður útvarpað. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. í miklu úrvali. Allar stærðir. Einhneppt, tvíhneppt, Brún, blá, grá og röndótt. Drengjaföt Ú 11 í m a Bergstaðastræti 28. — Sími 3321. Hangikjöt til hátíðarinnar, er nauðsynlegt fyrir verzl- anir að kaupa í þessari viku. Samband ísl. samvinnufélaga Símar 1080 og 2678. Siafnar tannkrem gerir tennnrnar mjallhvítar Eyðir tannsteini og himnu- myndun Hindrar skaðlega sýrumyndun í munninum og varðveitir með því tennurn- ar. Inniheldur 'klls engin skaðleg efni fyrir tennurnar eða fægiefni, sem rispa tann- glerunginn. Hefir þægilegt og hressandi bragð.. IVOTIR SJAFHAR TAWVKREM KVÖLDl OG MORGJVA. Sápuverksmiðjan Sjöfn Akureyri UTfiOÐ Þeir, sem vilja gera tilboð í að reisa fæðingardeild á Land- spítalalóðinni, vitji uppdrátta og útboðslýsingar í teiknistofu húsameistara ríkisins. Tilboðum skal skilað fyrir kl. 4 e. h. þann 9. næsta mánaðar Reykjavík, 23. marz 1945. Guðjón Samúelsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.