Tíminn - 27.03.1945, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.03.1945, Blaðsíða 3
24. blað TtMlM, þrið juda ginn 27. marz 1945 3 Kristján Jónsson frá Garðsstöðum: Nokkrír þættir sjávarútvegsmála - Fyrri grein - Mikið er nú talað um þá óhemju' fjármuni, sem sjávar- útvegurinn og fiskimannastétt- in Islenzka veita í þjóðarbúið. Og satt að segja eru þær fjárupp- hæðir, sem ^treyma út á meðal þjóðarinnar fyrir fiskafurðir landsins með ólíkindum og aldr- ei ofþakkaðar. Má þar um segja, „að gott er meðan góðu náir.“ En þar fyrir má ekki loka augunum fyrir því, að hér er um ófriðarfyrirbrigði að ræða, óvenjulegt fyrirbæri, sem stendur ekki lengur en tímabundin áhrif ófriðarins vara. — Og þegar þess er enn- fremur gætt, að fyrir gálaus af- skipti mdirihluta Alþingis og ráðvilltrar núverandi ríkis- stjórnar er verðlag á nauð- þurftum útvegsins og kaupgjald allt svo hátt, að fiskibátarnir — einkum þeir, sem eingöngu stunda þorskveiðar — eiga margir* lítinn afgang frá þess- um ólgutímum — hafa margir máske greitt skuldir sínar, en skortir líka oft sjálfsagt við- hald-og nauðsynlegar umbætur, — þá er sýnt, að neyta verður allra ráða um að skapa fiski- bátaeigendum möguleika til þess að standast þá óumflýjan- legu lækkun afurðaverðs, sem fyrir dyrum stendur, og jafn- frámt og ekki síður að 'tryggja sómasamleg laun fiskimanna. Kemur í því sambandi aðal- lega þrennt til greina: 1) End- urbætur veiðarfæra, er miði að meiri aflaöflun eða þá minni út- gerðarkostnaði. 2) Samtök um kaup á nauðsynjun^ útvegsins, og þá helzt olíu, veiðarfærum og vélum. Gæti og í þeim efnum orðið að beita skipulagsbundn- um fyrirmælum löggjafarvalds- ins, ef samtök nást ekki eða koma ekki að haldi. 3) Öflun nýrra markaða, breyttar að- ferðir við vinnslu aflans, ásamt betri og fullkomnari hagnýt- ingu hans, eftir þvi sem kaup- endum-kann að þóknast bezt. Ég hefi ekki tök á að þraut- ræða hér þessi atriði, sizt hið fyrsta og þriðja, en vík þó að þeim nokkuð nánar, Breyttar veiðiaðferðir. Nýbreytingar á sviði veiðar- færa munu fara í vöxt á næstu árum. Ætti Fiskimálasjóður að veita tilraunastyrki til slíks eftir kerfisbundnum fyrirmælum. í þessu sambandi má til dæm- is nefna línuveiðarnar eða þorsklóðirnar. Það kemur æ betur í ljós, að þorskveiðar með línu eða lóðaveiðar eru úrelt veiðiaðferð með þeim feikna til- kostnaði í veiðarfærum, og ekki síður rándýrri beitu, sem þess- ari veiðiaðferð fylgir. Þorsk- veiðitæki framtíðarinnar verða botnvarpa, smá og hentug, eftír stærð bátanna, svo og dragnót eða máske einhver tilbreytni, sem sameinar þetta ^ivort- tveggja. Þó verður án efa að banna þetta veiðitæki á ýmsum fjörðum eða vernda viss svæði fyrir of mikilli rányrkju, eftir því sem reynslan kann að benda til. — Innan skamms munu svo koma speglar í fiskiskipin, svip- aðir þeim, sem herskip nútímans nota. Mun það tæki auðvelda geisilega fiskileit, þar sem unnt verður að skyggna sjóinn og sjá, hvar fiskgengd er á sveimi. En þetta var nú útúrdúr, sem ein- hverjir telja máske heilaspuna, og er ekki um það að fást. Samkanp á vciðarfæram. En þegar um útgerðarkostn- að .tilætluðu gagni, verður að sigla hjá þessum skerjum. Ekki er því að leyna, að á- nægjulegast væri — og að ýmsu gagnlegast —, að innlendar iðnstofnanir önnuðust alla veið- arfæragerð, svo sem línugerð og strengja, netagerð margs kon- ar og fleira í því sambandi. Nú er og til myndarleg línugerð í Reykjavík og hampiðja, neta- gerð í Vestmanfiaeyjum, snyrpi- nótastöð á ísafirði, belgjagerð í Reykjavík og sitt af hverju fleira. En til þess að þetta megi verða útgerðinni að verulegum notum, þurfa útgerðarmenn sjálfir að vera þátttakendur og húsbændur, svo að trygging sé fyrir, að þessi fyrirtæki séu rekin með hagsmuni þeirra fyrir augum, en ekki ríki óheft gróða- löngun eigenda þeirra. Þetta gildir ekki aðeins um að skammta sér verðlagið, heldur og um gerð og gæði framleiðsl- unnar, — að það sé allt í sam- ræmi við þarfir og óskir út- gerðarinnar. Olíusamlög. Olmn er einhver veigamesti kostnaðarliður vélbátaútvegsins. Þegar á fyrstu árum vélbát- anna var líka hafizt handa um baráttu gegn olíuhring þeim, sem þá réði lögum og lofum hér á landi. Þessi barátta bar þá BÓKDIENNTIR O G LISTIR Xýr listamaður aðinn er að ræða, þá er það góðan árangur. Samtök þrýstu tvennt, sem þyngst er á metun- olíuverðinu niður til muna. um: línur til þorskveiðanna, svo og snyrpinótin, reknetaveiðar- færin og þó sérstaklega mót- Síðar var svo tekin einkasala á olíunni. Hún var rifin niður af samkeppnismönnum og orvélarnar, — viðhald þeirra þeirra fylgifiskum. Síðan einka- fremur en verð, — svo og olía, sala þessi leið undir lok, hafa aflgjafi veiðiflotans. i eínungis tvö félög haft nær Til úrbóta verðlagi veiðarfær- alla olíuverzlun landsins í sín- anna er varla nema um eina um höndum, skammtað verðið leið að ræða: sameiginleg inn- , í bróðerni öldungis eins, en kaup allra meiriháttar veiðar- ' stangazt um viðskiptin, ’ olíu- færa beint frá verksmiðjunum. Atvinnuvegur, sem eingöngu styðst við verðlag hins erlenda markaðs, verður að afla sér hinna beztu og ódýrustu fram- leiðslutækja. Búast má við, að veiðarfæri verði jafnan ódýrust frá erlend- um verksmiðjum. En það er ekki til neinna bóta að kaupa veiðar- færi frá erlendum verksmiðjum um hendur margra milliliða, sem í skjóii rúmgóðs verðlags- eftirlits mega hver i sinu lagi leggja á há,tt hundraðsgj aldi. söluna. Hvort olíuverðið -hafi verið ofurhátt undanfarin ár hér á landi, skal ekki dæmt um. Þar hefir sennilega ekki verið farið lengra í álagningu en hjá öðr- um seljendum ýmis konar nauð- synjavöru. Þó er rétt að geta þess, að er síldarverksmiðjur ríkisins tóku upp sölu á brennsluolíu sumarið 1943, fyrir atbeina þáverandi atvinnumála- ráðherra, Vilhjálms Þór, gátu þær selt olíuna 13 aurum ódýr- ara kg. en ollufélögin seldu hana Þá hleypir flutningskostnaður á Siglufirði. frá Reykjavík út um land vöru- j Þótt eigi megi gera ráð fyrir verðinu mikið fram. Til þess að . þessari verðlækkun á olíu við ódýr samkaup veiðarfæra komi’stofnun nýs allsherjar olíusam- lags, — þótt verðmismunurinn yrði ekki nema nokkrir aurar á kíló, — þá er það ekki smá upp- hæð, þegar saman kemur. — Tí- undi hluti verðs t. d. er há úpp- hæð af allri olíuverzlun vél- bátaútvegsins. En þó skiptir ef til vill eins miklu máli og fjárhagslegur á- vininngur sá félagslegi ávinn- ingur, sem skapaðist við það, að fiskibátaeigendur önnuðust sjálfir olíuverzlunina, rækju hana á eigin ábyrgð í samlí>gum. Eins og kunnugt er, voru í lok haustþingsins 1943 sam- þykkt lög um olíugeyma, er þá- verandi atvinnumálaráðherra átti frumkvæði að. í lögum þess- um er oliusamlögum heitið ó- venju ríflegum styrk og stuðn- ingi til þess að koma upp olíu- geymum. Mega lán úr Fisk- veiðasjóði nema allt að helmingi kostnaðarverðs, og auk þess er samlögunum heitinn styrkur með vissum skilyrðum. Er hér um svo einstakt tækifæri að ræða, að öll útgerðarpláss, sem sjá þess nokkra leið, ættu að notfæra sér lagaheimild þessa og koma sér upp olíugeymum. Nauðsyn oliugeymá í sjávar- þorpunum verður æ augljósari. Flutningur oliu í stáltunnum er bæði erfiður, óhönduglegur og dýr. — Enginn vafi er og á því, að hefði skipulagsbundin olíuverzlun á vegum ríkisvalds starfað hér lengur, hefði ekki verið unnt að þverskallast við þeirri kröfu. Hin smærri pláss hefðu með réttu talið sig eiga réttlætiskröfu til þess að fá ol- íugeyma eins og stærri stað- irnir. Ýmsir virðast ætla, að ekki sé vert né gerlegt að stofna olíusamlög né ráðast í kaup á olíugeymum, fyrr en ríkisvaldið hefir uppfyllt 1. grein fyrr- nefndra olíugeymalaga, þar sem ríkisstjórninni er heimilað að byggja eina allsherjar olíu- geymastöð, og jafnframt kaupa eða leigja tankskip til olíu- flutninga handa samlögum, sem stofnuð kunna að vera víðs vegar um landið. | Þetta gæti orðið varhugaverð bið. Ekki hefir heyrzt, að stjórn- arvöldin hafi gert minnstu ráð- stafanir I þessu efni. „Nýbygg- ingarráð" svonefnt hefir ekki kvakað neitt i þessa átt. — Máske er verið að leita í „rottu- holunum“ að fjármunum til þe.ss að framkvæmt vilja þingsins í þessu efni? Biðin eftir fundi (Framhald á 4. síðu). Örlygur Sigurðsscm Síðustu árin hefir ungur og efnilegur íslendingur stundað listnám við listaháskóla vestur í Kaliforníu. Það er Örlygur Sig- urðsson, sonur Sigurðar jskóla- meistara Guðmundssonar á Akureyri. Hefir hann getið sér hinn bezta orðstír við námið vestra, og er- af dómbærum mönnum talið, að hann sé mjög álitlegt listamannsefni. Örlygur hefir sent, hingað heim allmörg málverk og teikn- ingar, sem hann hefir gert vest- an hafs, og var sýning haldin á þessum myndum híns unga málara í Hótel Heklu-slðastliðna viku. Hafa verk hans aldrei fyrr verið sýnd á opinberu færi, nema eitt málverk eða tvö, er voru í listasafni Markúsar heitins ívarssonar. Myndir þær, sem þar sýndar voru, rösklega fjörutíu olíumál- verk og röskur tugur blýants- teikninga, eru langflestar af fólki af ýmsum stigum og stell- ingum, en auk þess nokkrar stillimyndir og hugmyndir, lista- mannsins. Langtamast er hon- um að nota dökka liti, með ýms- um blæbrigðum, einkum brúna. Allar eru myndir*hans gæddar sérkennilegum persónuleik og bæði miklu hugmyndaflugi og óvenjulegum hæfileika til þess að Isjá hiö spaugilega í fari mannanna og umhverfinu. Það er því léttur og skemmtilegur blær yfir myndum hans. En þær bera einnig vitni um hagleik og vandvirkni. Hér virðist sem sagt vera að koma fram á sjónar- sviðið lfstamaður, sem gæddur er ríkum hæfileikum og mikils (má af vænta með vaxandi ! þroska og aukinni kunnáttu. Ber vel að fagna þessum unga mál- ara, sem nú tekur sér sæti meðal hinna viðurkenndu lista- manna þjóðarinnar.. Dóma almennings um sýning- 1 una og listaverkin má bezt marka á því, að hér um bil allar | myndirnar seldust á fyrsta eða ! öðrum degi. „Blóm“ — eitt af málverkum Örlygs. Davld J. Dallin: Hvaða hlutskípti ætla Rússar Þjóðverjum ? David J. Dallin er kunnur rithöfundur og hefir fjallað um margvísleg Evrópumál í tuttugu ár. Sérstaklega hefir hann lagt stund á að kynna sér sögu og fjárhags- og at- vinnumál Rússa. Nýjustu bækur hans heita „Rússland og Evrópa eftir stríðið“ og „Utanríkisstefna Rússlands". — Hér birtist fyrri hluti greinar eftir Dallin um fyrirætlanir Rússa í Þýzkalandi, þegar þýzki herinn hefir verið brotinn á bak aftur. Er meðal annars sagt frá ráðagerðum þeirra um skaðabótakröfur, upprætingu vissra stétta og brott- flutning fólks til nauðungarvinnu í löndum Rússa. i. í einræðisríkjum eru utan- ríkismál ekki rædd á opinberu færi. Þess vegna eru þau alger- lega óbundin af ýmsum yfirlýs- ingum. Þau geta endurskoðað eða jafnvel gerbreytt fyrri fyr- irætlunum, án þess að nokkur viti og hnekkt orðrómi með stuttorðum tilkynningum, eftir því sem hentar í það og það skiptið. Þetta verður að hafa í huga þegar rætt er um, hvað rúss- neska ráðstjórnin hefir í hyggju að gera við Þjóðverja að unnum sigri. Stefna Stalins í þessu máli hefir ekki verið sjálfri sér sam- kvæm. Hann hefir krafizt þess, að öllum stríðsglæpamönnum verði hegnt vægðarlaust, en samt sem áður leyfir hann þýzkri nefnd, sem í eiga sæti ýmsir stálslegnir herforingjar Þjóðverja og fyrrverandi naz- istaforsprakkar, að starfa í Moskvu. Stöku sinnum hefir verið látið brydda á því í á- róðri.Rússa, að rétt sé að um- bera vissan hernaðarmátt Þjóð- verja, en jafnframt hefir þó ver- ið þrástagazt á því af Rússa hálfu, að uppræta bæri alla hernaðargetu Þýzkalands. En allar slíkar mótsagnir verða þurrkaðar út, þegar til kast- anna kemur. Stefna ráðstjórn- arríkjanna er mjög breytileg og „raunhæf“, svo að það verður mjög komið undir viðhorfinu í * heiminum, þegar lokaákvörðun verður tekin um örlög Þýzka- lands, hvernig afstaða þeirra verður. En með hliðsjón af því, er fram hefir komið, getum við gert okkur dálitla hugmynd um fyrirætlanir Rússa. 'Margir, þar á meðal ýmsir stjórnmálamenn, er hafa þoku- kenndar eða viðkvæmar skoðan- ir á eðli rússneskra stjórnar- hátta, hafa ekki áttað sig á því, að refsingin muni verða eitt af meginþáttunum í fyrirætlunum ráðstjórnarríkjanna. Flestir Bandaríkjamanna og Bretar líta þetta allt öðrum augum: Þeirra markmið er einfaldlega það að skapa réttlæti og kveða niður hernaðarandann þýzka. Þeir gera sér ekki grein fyrir þvl, að kommúnistar líta á refsingarnar eins og pólitískt vopn. Leiðtogar ráðstjórnarríkjanna líta á sig sem eins konar verk- fræðinga i þjóðfélagsmálum, og þeir mega ekki láta tilfinn- ingasemina trufla athafnir sin- ar. Þetta er í þeirra vitund tæki- færi til þess að tortíma hættu- legu fólki og fá öðrum i hend- ur völd — tækifæri til þess að gerbreyta öllyi sniði hins þýzka þjóðfélags. Þeir eru ekki fyrst og fremst að slægjast eftir því að uppræta einhverjar klíkur, sem beri ábyrgð á hryðjuverk- um og glæpum (þótt það sé hentugt vígorð að krefjast þess að sekum sé hegnt), heldur að uppræta „óæskilegar“ skoðanir. Aðalatriðið er því hvorki hegn- ing né réttlæti, heldur umsköp- un þjóðfélagslegra skoðana og stéttaskipunar i landinu. Hverjum verður þá refsað? Verða það handbendi Hitlers, nokkur hundruð leynilögreglu- foringja og embættismanna, fá- ein þúsund liðsforingja, er látið hafa framkvæma hryðjuverk og glæpi? Þetta er hugmynd hinna engilsaxnesku þjóða. En það er Rússum algert aukaatriði. Álit Breta er það, að eng- ar múghefndir verði látnar eiga sér stað. En þar voru Rússar á öndverðum meiði. Sumt fólk, var sagt i einu málgagni þeirra af talsverðri þykkju, „hneigist meira eða minna að því að taka málin veltingatökum! “ Tals- menn ráðstjórnarinnar mót- mæltu, þegar forustumenn Rauða krossins fóru þess á leit, að stríðsfangar yrðu ekki dæmd- ir. Hegningar af þessu tagi áttu auðsjáanlega, eins og látið var í veðri vaka af Rússa hálfu, ekki aðeins að ná til einstak- linga, heldur fjölmennra þýzkra mannhópa. Hugmyndir komm- únista krefjast þess. „Hitler og handbendi hans eiga sinn bakgrunn. Forráða- menn fjármála og atvinnutækja styðja þá. Eiga þeir ekki hlut- deild í glæpum Hitlers?“ spyr málgagn Rússa. Og svarið er af- dráttarlaust: „Þessir menn standa vörð um klíku Hitlers. Þeir eru samsekir um glæpina." Allir, sem hafa fólk í þving- unarvinnu, eru stríðsglæpa- menn að áliti kommúnista. Mólótoff lýsti yfir því 11. maí 1943, að allir þýzkir iðnrekend- ur, landeigendur og aðrir, sem haft ,hafa rússneska þegna í þvingunarvinnu við atvinnu- rekstur sinn eða á heimilum sínum, yrðu „látnir sæta fullri ábyrgð.“ — Undir þessu yfir- skini er hægt að kveða í kút- inn eða útrýma heilum þjóðfé- lagsstéttum eftir vild. Prússnesku landeigendurnir, námaeigendurnir, iðnrekend- urnir, bankastjórarnír og kaup- sýslumennirnir eru, að áliti stjórnarvaldanna í Moskvu, þeir, sem bera uppi veldi Hitlers og nazistastefnuna. Það eru þeir, sem raunverulega bera ábyrgð á stríðinu. Og hvað stoðar þá að ‘ganga á milli bols og höfuðs á klíku Hitlers, ef þessum mönn- um er leyft af hafa fjármál þjóðarinnar í höndum sér? II. Það er hið. raunverulega kappsmál ráðstjórnarinnar að svipta hinar þýzku yfirstéttir áhrifum og völdum á sviði fjár- mála og stjórnmála. Þegar ófriður hófst milli Rússa og Þjóðverja, virtist hún sannfærð um, að „hin þýzka al- þýða myndi sjálf“ framkvæma þetta. Það voru leifar af þeirri gömlu sjálfsblekkingi^ að her, sem sendur yrði til árásar á ráðstjórnarríkin, hlyti að molna sundur og gera byltingu. Sam- særin í brezku og frönsku herj- unum í Rússlandi 1918—1919 höfðu greipt þessa skoðun í hug Rússa. Þegar Hitler lé.t her sinn ráð- ast á Rússa í júnímánuðí 1941, var Stalin sannfærður um, að þýzka þjóðin, er Hitler hefði kúgað, myndi snúast gegn böðli sínum. í nóvember sama ár sagði hann, að Þýzkaland væri eins og „fjall, sem væri að því komið að gjósa“. # Þessar frómu óskir urðu auð- vitað aldrei að veruleika. Stríðið gekk sinn gang. Hinir miklu sigrar Þjóðverja snerust í ósigra. En engin bylting átti sér stað. Hún getur að vísu dunið yfir nú, þegar lokaósigurinn vofir yfir, en nú er líka kominn nýr andi í áróðurinn rússneska: Úr því að þýzka alþýðan er of kúg- uð og veik til þess að stuðla að frelsun sinni, er það okkar rétt- ur og skylda að frelsa hana undan fargi auðvaldsins. Úr því að eldfjallið gýs ekki, verðum við að grípa til þeirra aðgerða, er bera sama árangur. Aðfarir Rússa í Póllandi og Eystrasaltslöndum, er þeir her- sátu 2 ár á tímum vináttusátt- málans við Þjóðv., sýndu hversu víðtækar þjóðfélagsráðstafanir þeirra geta orðið. Stalin hikaði ekki við að lífláta eða reka í útlegð ef til vill tvær miljónir' manna í þessum nágrannaríkj- um Rússa, er þeir á yfirborðinu þóttust þó aðeins eiga friðsam- leg skipti við. Ætti að vera auð- velt að gera sér í hugarlund, að lítt muni verða stillt í hóf aðgerðum í Þýzkalandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.