Tíminn - 27.03.1945, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.03.1945, Blaðsíða 6
6 TÖIIW, þrigjndagiiin 27. marz 1945 24. falað Fimmtngnr: Nveinn Einar^on bóndl á Reynf Sveinn Einarsson bóndi á Reyni í Mýrdal varð fimmtugur 11. þ. m. Hann var fæddur og uppalinn að Reyni og hefir því haldið tryggð við heimahaga og æsku- stöðvar alla tíð, að hætti trygg- lyndra og traustgeðja manna, enda er maðurinn enginn flysj- ungur í lund. Þótt hann sé mað- ur ekki hávaxinn. hygg ég, að allir, sem hann þekkja geti heimfært þau orð um hann, að hann sé „þéttur á velli og þéttur í lund“, eins og hann líka á ættir til. Foreldrar hans voru hin merku hjón Einaf Brandsson og Sigríður Brynjólfsdóttir, sem bjuggu á Reyni um fjölda ára og nutu almennrar hylli og virðing- ar um allan Mýrdal og víðar miklu á sinni tíð. Sveinn stundaði nám í Flens- borgarskólanum í Hafnarirði og lauk þaðan gagnfræða- og burt- fararprófi' vorið 1916. Hafa margir nýtir og góðir starfs- menn þjóðarinnar á síðustu ára- tugum þaðan komið og skipað sér framarlega í sókn þjóðarinn- ar til bættra lífsskilyrða og auk- innar menningar, og má óhikað telja Svein einn í þeirra hópi. Að loknu námi hvarf hann heim og tók brátt við búi af öldruð- um foreldrum. Hefir hann rekið bú sitt af miklum dugnaði og myndarskap, þótt eínyrki væri og gengi ekki heill til skógar eft- ir áfall, sem hann fékk. Hann hafði fljótt opin augu fyrir gildi véla og tækni í þjónustu land- búnaðarins . og hagnýtti eftir beztu getu. Hygg ég að það hljómi dálítið- hjárænulega í eyrum hans, eins og margra anriarra bænda, sem bezt og ör- ugga.st hafa sótt frám við um- bætur í íslenzkum landbúnaði síðustu áratugina, að heyra áfellisdóma þeirra, er hina hörðu líf.sbaráttu sveitanna flúðu, um að íslenzkir bændur séu sof- andi og hafi lítt aðhafst í þess- um efnum, og er þeim það sann- arlega nokkur vorkun. Sveiiín_er maður traustur, vin- fastur og einarður bæði í sókn og vörn og lætur ógjarnan hlut sinn fyrir neinum, enda er hann greindur vel og ósérhlífinn við að vinna að hugðarmálum sín- um qg því, er hann telur rétt vera. Hann er áhugamaður hinn mesti um' öll félags- og sam- Sveinn Eínarsson vinnumál og hefir um margra ára skeið átt sæti í stjórn Bún- aðarsambands Suðurlands, sem fulltrúi Vestur-Skaftfellinga þar. Er hann fyrir margra hluta sakir sannur fulltrúi bænda. Gætinn, athugull, en þó djarfur og lætur sér ekki alla erfiðleika í augum vaxa. Af þeim eigin- leikum hafa framfarir íslenzks landbúnaðar sprottið hingað til og gera vonandi enn um skeið, þótt aðrir taki trú á hugaróra og höfuðhlaup með þjóð vorri. Kvæntur er Sveinn Þórnýju Jónsdóttur (Sveinbjörnssonar) frá Skála undir Eyjafjöllum, hinni mestu merkis- og myndar- konu. Hafa þau eignast 4- börn, 1 son og 3 dætur, sem nú eru, hin elztu, að verða vaxin, og öll hin mannvænlegustu. Á þessum merku tímamótum, í ævi Sveins á Reyni,»veit ég, að sveitungar hans og sýslubúfer senda honum hugheilar ham- ingju- og árnaðaróskir með von- um það, að hann megi sem lengst starfa jafn heill og reif- ur að hugðarmálum .sínum eins og hingað til og að hamingju- dísin verði honum og ástvinum hans holl, bæði í gleði og raun ókominna ára. Sú er eihnig ósk okkar vina hans, sem fjær erum. Heill þér fimmtugum, vinur! Svb. H. Hver er hagnaðurínn af því að verzla í samvinnufélagi? í ársskýrslu Kron árið 1940 birtist athyglisverð frásögn eins félagsmanna þess, Guðjóns Jónssonar verkamanns, Rauð- arárstíg 10 í Reykjavík. í þess- ari frásögn eða skýrslu gerði Guðjón upp fjögurra ára við- skipti sín við félagið og sýndi með ljósum rökum hvílíkan hagnað hann hefði haft af þeim. Guðjón sagði frá við- skiptunum á þessa leið: „Á fjórum árum hefi ég verzl- að hjá Kron fyrir kr. 4.471.17 og er þá búið að draga 5% afslátt frá búðarverðinu, því að ég kaupi mest í pöntun. f stofnsjóð minn hafa runnið að meðtöld- um vöxtum, kr. 246.18. Tekjuaf- gangurinn, sem mér hefir verið endurgreiddur, nemur kr. 108.70. Beinn hagnaður af viðskipt- um mínum í fjögur ár hefir því orðið: 1) 5% afsláttur í pöntun (af ca. kr. 4000,00) .......... 200.00 2) Lagt í stofnsjóð minn 246.18 3) Endurgr. tekjuafg. . . 108.70 Samtals kr. 554.88 Þessi upphæð, kr. 554.88, svar- ar til þess, að ég hafi eftir fjögra ára viðskipti sparað sem svarar hálfs árs úttekt. Tekjuafgangurinn og stofn- sjóðstillagið var fyrsta árið 9% af viðskiptum, en hefir siðustu þrjú árin verið 7%. Við það bætist svo 5% afsláttur í pönt- un eða samtals 12%. Það jafn- gildir því, að hér um bil átt- unda hver króna sé spöruð. Eftir 7 daga viðskipti við Kron hefi ég sparað fyrir því, sem ég þarf áttunda daginn. Beinn sparnaður minn árlega er fjörutíu og fjögra daga ó- keypis úttekt“. Þetta sagði reykvíski verka- maðurinn Guðjón Jónsson. Með ■ fáum og látlausum orðum bregður hann einföldum og þýðingarmiklum sannindum á loft. Hver og einn ætti að hug- leiða þessa skýrslu. | Á þeim árum, sem síðan eru liðin, hefir sama saga gerzt. Kron hefir haldið áfram að greiða svipaðan tekjuafgang. .Vafalaust er því Guðjón nú með 9 ára starfsemi sinni í félaginu, búinn að spara saman fyrir meira en 100 daga úttekt. Þessi saga hefir gerzt víðar en í Kron. Hún hefir gerzt i svo að segja hverju einasia kaupfélagi hér á landi. Þau hafa flest úthlutað arði, sum nokkru minni arði en Kron, en önr.ur nokkr'u hærri. Það væri ástæða til þess fyrir félagsmenn í þess- um félögum að líta yfir viðskipti sín við félagið og athuga, hvaða hagnað þeir væru búnir að hafa af þeim. f ljós mundi koma, að margur hefði þar sparað drjúg- an skilding. Ef lagðar væru svo saman þær upphæðir, sem einstaklingarnir hefðu sparað, kæmi fram sá beini hagnaður, sem landsmenn í heild hefðu haft af starfsemi samvinnufélaganna. Þó væri sagan ekki nema hálf- sögð með þessu. Kaupfélögin Höfum fyurlíggjandi ensk salerni (Complete) A. Jóhaimsson & Smitli h.f. Njálsgötu 112. Skáldsaga um ástir og fmmskógalíf, víllídvr og njósnír: Töfrar Afríku, eílir Stuarl Cloele Nýkomið: NAGLALAKK litlaust. H. TOFT Skólav.st. 5. Sími 1035. 1 Þessi liíríka og blóð- heita skáldsaga verð- tir hverjam, sem les haiia, umhugsuiiarefiii í langan tíma. Persón- ur heiinar eru sterkar og mikilúðlegar, leik- soppar sterkra kennda og óstýrilátra ást- hneigða og þó fær maður samúð með þeim öllum. — Lesið þessa Srók um töfraua í myrkviðum Afríku- landa, þar sem hvítt samfélag hefir mynd- azt meðan heimurinn logar af ófriði og eldi. Kaaapið Töfra Afríkti í dag. Satnhantl isl. samvinnufélaga. S AMVINNUMENN! Samvinnan er málgagn samvinnuhreyfingar- innar. Hún flytur alltaf fróðleik um samvinnu- mál. Kaupið hana og lesið. Ragnar Blöndal h.f. “V Austurstræti 10. Símar 3041 og 1258. Metravara. Smávara. • Kvenundirfatnaður. Sokkar. Manchettskyrtur og margt, margt fleira. SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU UM LAND ALLT. Laust lögregluþjónsstarf Á Akranesi er ein lögregluþjónsstaða laus nú þegar. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 15. apríl n. k. Bæjarfógetinn í Akraneskaupstað, 22. marz 1945. Þórhallur Sæimmdsson. eru víða orðin svo mikils ráð- andi, að þau hafa getað með verðlagi sínu ráðið gangverðinu á hverjum stað. Kaupmenn hafa orðið að lækka sínar vörur til samræmis við verðlag í kaupfé- laginu. Af þessu hefir leitt stór- felldur hagnaður fyrir lands- menn í heild, bæði fyrir félags- menn í samvinnufél. og þá, sem staðið hafa fyrir utan þau. Staðreyndir þær, sem hér hef- ir verið minnzt á, ættu að eggja hvern félagsmann til dáða og gera hann enn virkari og ó- trauðari þátttakanda í félags- starfinu en áður. Og þær ættu að færa utanfélagsmönnum heim sanninn um, að það borg- ar sig að vera með, að það er beinlínis fjárhagslegt tjón fyrir þá að gerast ekki félagsmenn. Sérhver félagsmaður ætti að vekja athygli utanfélagsmanna á þessum staðreyndum og fá þá til að ganga í samvinnufélag. Því fleiri, sem félagsmenn- irnir verða, því færari verða samvinnufélögin um að rækja hlutverk sitt. SAYON de PARÍS mýkir húðina o<j styrkir. Gefur henni yndisfagran litblœ og ver hana hvillum. JV OT I Ð SAVON Renniloknr / ■ \ .-rf \ fyrirliggjandí í eftirtöldum stærðum y2”; 1”; iy4”; i%"; 2”. A. JÓHAMSSON & SMITH KK.F. Njálsgötu 112. v

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.