Tíminn - 06.04.1945, Page 3
25. lílað
TÍMiM, föstdaglim 6. april 1945
3
Krlstíán Jónsson frá Garðsslöðums
Nokkrír þættir sjávarútvegsmála
Síðari grein
Öi^gþveitið í vélaverzluninni.
Þótt áfátt sé um veiðarfæra-
verzlunina og olíukaupin hjá út-
vegsmönnum, þá er þó véla-
verzlunin og mótorvélakaupin
stórupi meiri annmörkum háð.
Þar gilda og nokkuð aðrar regl-
ur en um olíu- og veiðarfæra-
kaupin. Þar getur verið mestur
gróðinn stundum að kaupa dýrt.
Allt veltur á því, að um varan-
lega vél sé að ræða, og hæfilega
sparneytna. Ekki skortir heldur
vélaseljendur, sem segjast geta
uppfyllt bæði þessi megin skil-
yrði, en úr efndunum verður
oft minna.
Að vísu má segja, að síðari
árin hafi ekki verið margra
kosta völ í þessu efni, síðan við-
skiptasamböndin við Norður-
lönd brustu. En því er ekki að
neita, að vélakaupendur hafa oft
verið óþarflega ginkeyptir fyrir
nýjum tegundum og fullyrðing-
um vélaumboðsmanna. Sumir
halda því að vísu fram, að van-
kunnátta í meðferð sumra hinna
nýju amerísku „diesel“-véla
væri orsök hinna tíðu bilana
þeirra. En fullmikið mun oft úr
þessu gert, og fátítt mun það,
að vélar hafi ónýtzt með öllu
vegna vankunnáttu vélstjóra.
Annað mál er það, að margir
skipstjórar hafa freistazt til að
ofbjóða vélum sínum með of
mikilli keyrslu, bæði fyrr og síð-
ar, og þar með slitið þeim á
skömmum tíma. Ekki er og því
að neita, að meðan vélasala var
frjáls við útlönd, var svipað öng-
þveiti ríkjandi, þótt eigi færi
jafn ægilegar fjárhæðir í súg-
inn \ í þessu efni, enda þröngt
um fé oftast nær hjá útvegs-
mönnum. Kapphlaup um stærð
vélanna var og sums staðar
komið út í megnustu öfgar.
Fjöldi vélategundanna.
Nú munu vera í notkun í
landinu rúmar 40 vélategundir
í yfir 5 lesta bátum, eftir því
sem Sjómannaalmanakið grein-
ir. Svo bætast þar við vélateg-
undir smærri bátanna og ýmis
konar smáfleyta, er munu vera
milli 10 og 20.
Er auðsætt hver ringulreið
ríkir í þessu efni. Það ber raun-
ar að hafa í huga, að ekki er
fullvíst, að allar hinar fátíðari
vélar landsins séu forkastanleg-
ar eða verri en hinar, sem meira
hefir selzt af. En þessum vélum
fylgir einatt sá störi agnúi, að
umboðsmenn þeirra hafa enga
varahluti fyrirliggjandi, geta
alls ekki útvegað þá. Má segja,
að fásinna sé að kaupa mótor-
vél, sem ekki er til í liggjandi
innan lands þeir vélarhlutar, er
mestu sliti eru háðir. Þótt hinar
fullkomnustu vélsmiðjur lands-
ins geti smíðað ýmsa vélarhluta,
þá tekur slíkt að jafnaði lang-
an tima, og verðið einatt úr
hófi.
Viðgerðarkostnaður mótorvél-
anna er svo ægilega mikill, að
ýmsum, sem lítt hafa um þessi
mál hugsað, mundi bregða í
brún, ef þeir sæju þær tölur
birtar. árlega frá öllum vélskipa-
flotanum.
Sum hinna stærstu vélskipa
eyða um 30 þús. krónum árlega
í vélaviðgerðir, án þess þó að
um meiriháttar skemmdir eða
brot á"Stærri vélarhlutum sé
að ræða. Fiskibátar frá 14—24
lesta eyða frá 15—20 þúsund
krónum, ýmsir meir.
Þar við bætist, að ýmsar
hinna nýrri véla hafa eyðilagzt
með öllu eftir örstutta notkun,
og aðrar þurft gagngerðrar við-
gerðar. Nýlega sagði mér skil-
ríkur útgerðarmaður á Suður-
landi, að kostað hefði um 300
þúsund kr. að setja nýja vél í
70—80 lesta vélskip, aðeins fárra
ára. Ekki er að efa, að hér hefir
nauðsyn brotið lög, ekki verið
annara kosta völ. En svona
kostnaði fá ekki aðrir risið und-
ir en aflasælustu skipin og þau
félög, sem styðjast við útflutn-
ing og sölu ísfisks. í fram-
tíðinni verður ekki byggt á slík-
um höppum.
Umbótatillögur.
Þegar umbótatillögúr í þessu
er um að ræða, kemur fyrst til
greina fækkun vélategunda, og
þá að ryðja algerlega á brott
þeim . mótorvélum, sem reynzt
hafa augljósir gallagripir. Síðan
að freista að velja úr þær vélar,
sem bezt hafa reynzt.
Ekki er því að leyna, að sænsku
vélarnar gömlu hafa jafnan
reynzt vel. Bolinder-vélin
þar að flestra dómi í fremstu
röð, en hentar máske ekki fyrir
allar stærðir skipa. June Munk-
tell-vélin hefir og gefið sæmilega
raun; einkum er haft er í huga
verð hennar. Af háþrýstivélum
hefir og Ellwe reynzt vel, þótt
sumir hlutar hennar hafi reynzt
nokkuð viðhaldsfrekir. Ýmsar
vélar fleiri mætti og nefna í
þessu sambandi, svo sem Völ-
und, en hún er mjög eyðslu-
frek. Nokkrar hinna amerísku
dieselvéla hafa og reynzt sæmi-
KRISTJÁN JÓNSSON
Jrá Garðsstöðum
lega, það sem af er. En þær vél-
ar eru aðeins fárra ára gamlar,
og því ekki unnt að dæma um
nothæfi þeirra.
Mætti reyna að löggilda þess-
ar bezt reyndu vélategundir, í
bili. En vantrúaður er ég, að
slíkt kæmi að tilætluðum not-
um. Ýmsar verksmiðjur og um-
boðsmenn þeirra mundu koma
með yfirboð, bjóða „betri“ og ó-
dýrari vélar.
Ég hygg, að stefna verði að
því að samræma (standardisera)
ennþá betur vélarnar, svo ekki
yrðu nema 3—4 mótorvélateg-
undir í notkun af hverri gerð
(miðþrýsti- og háþrýstivélar).
Smábátarnir geta vel notazt við
2—3 tegundir benzínvéla.
Ýmsum hefir dottið í hug
innlend mótorvélaverksmiðj a,
sem smíðaði allar mótorvélar
landsins.
Ekki þykir mér sennilegt, að
slíkt fyrirtæki komist þér á
laggirnar fyrst um sinn, enda
vafasamt, hvort happasælt
reyndist, því hér þarf fleira að
líta á en einkennismiðann:
„Innlendur iðnaður“.
Það virðist mjög ósennilegt, að
unnt verði að smíða hér mótor-
vélar fyrir nándar nærri það
verð, sem erlendar verksmiðjur
bjóða, sem hafa margar efnis-
vörurnar við höndina. Að ekki sé
tekið með í reikninginn tækni-
fræðileg reynsla, hópur sér-
fræðinga, sem slík fyrirtæki
ráða yfir — auk vinnulaunanna.
Sú ástæða, sem oft er býsna
þung á metunum, að slíku fyr-
irtæki þurfi að hrófla upp til
atvinnuaukningar, kemur hér
vart til greina, því allar horfur
eru á, að rafmagnsiðnaðurinn
krefjist meira vinnuafls á næstu
árum, en við getum í té látið.
Einkasölu á vélum er ekki
hægt að taka upp nema vandlega
hafi verið búið um málið áður.
Að minni hyggju ætti fyrst að
leita lags við reyndar verk-
smiðjur, sem kunnar eru að
góðu smíði og vönduðu efni, um
smíði ákveðins vélaforða, þær
vélategundir, sem sérfróðum og
reyndum mönnum kæmi saman
um, að bezt hentuðu íslenzkum
fiskiskipum. Síðan ætti að færa
sig upp á skaftið, og semja um
mótorvélakaup landsins um 1— j
2 ár.
Til þess að aðrar verksmiðjur j
og umboðsmenn þeirra neyddu
ekki inn vélum, með því máske
að setj a verðið niður fyrir j
kostnaðarverð, yrði jafnframt-
að löggilda umræddar vélateg-
undir, — banna innflutning
annara vélategunda.
Mætti hugsa sér þriggja
manna nefnd, er hefði yfirstjórn
þessara mála. Einn frá Fiskifé-
laginu, annan frá Landssmiðj-
unni og hinn þriðja frá Vél-
stjórafélagi íslands. Pantanir á
vélum færu um hendur þessarar
nefndar.
Verksmiðjur þær, er skipt
væri við, hefðu nægar vara-
hlutabirgðir fyrirliggjandi á
nokkrum stöðum í landinu.
Margir óttast máske, að verð
vélanna yrði óhæfilega hátt,
verksmiðj unum sett nokkurs
konar sjálfdæmi í þeim efnum,
með þessu fyrirkomulagi. Sá
ótti mundi þó reynast ástæðu-
laus, ef rétt væri á haldið. Ég
hygg að koma mætti fyrir verð-
eftirliti á þann hátt, að kaup-
andi mætti tilnefna mann og
seljandi annan, en hæstiréttur
útnefndi oddamann, er úrskurð-
aði um kærur, er berast kynnu,
ell'egar slík nefnd ákvæði ávallt
vélaverðið, líkt og verðlagsráð
gerir nú, — verði núverandi
verðlagseftirlit ríkisins lagt nið-
ur.
Vélaverðið er í rauninni ekki
aðalatriði þessa máls. Styrk-
leiki eða ending vélanna og olíu-
(Framhald á 7. síðu)
„Kaupmaðurinn íFeneyjum"
Leikfélag Reykjavíkur hóf
sýningar á „Kaupmanninum
í Feneyjum", einum af gaman-
leikjum Shakespeares, rétt fyrir
dymbilvikuna.
manninn, Haraldar Björnssonar,
er leikur Gyðinginn, Gests Páls-
sonar, er leikur Bassanio, biðil-
inn, og Öldu Möller, er leikur
Portíu. Með önnur hlutverk
Bassino (Gestur Pálsson) velur um skrínin, eftir að hafa vakið bónorð
við Portíu (Öldu Möller), er stendur yzt til vinstri. — Á miðju sviði her-
bergisþerna Portíu (Inga Laxness).
Shakespeare er, sem flestir
vita, talinn eitt stórbrotnasta
leikritaskáldið, er uppi hefir
I verið í heiminum og dáður í
öllum menningarlöndum heims
enn þann dag í dag, þótt fjórar
aldir séu liðnar síðan hann
fæddist. Auk sjö ljóðflokka eru
honum eignuð þrjátíu og sjö
leikrit.
Þetta leikrit, „Kaupmaðurinn
í Feneyjum," var fyrst prentað
árið 1600, meðan Shakespeare
var enn -á lífi, og náði þegar
miklum vinsældum og hafa þær
haldizt, þótt aldir hafi liðið.
Flestir beztu leikarar Reykja-
víkur leika í „Kaupmanninum
í Feneyjum," en“auk þeirra all-
margt meira og minna viðvan-
inga, enda er leikritið mann-
frekt. En leikstjórnina hefir
Lárus Pálsson með höndum, auk
þess sem hann leikur Gobbo,
þjón Gyðingsins Shylocks. Að-
alhlutverkin eru í höndum Vals
Glslasonar, sem leikur kaup-
fara Þorsteinn Ö. Stephensen
(hertoginn af Feneyjum), Bryn-
jólfur Jóhannesson (furstinn af
(Framhald á 7. síðu)
Haraldur Björnsson í gervi Shylocks
og Valdemar Helgason í gervl Tubals.
GBðmimdnr Pavíðssom:
Trjárækt barna og tmglinga
Guðmundur Davíðsson hefir alla ævi verið hinn mesti
áhugamaður um skógrækt, trjárækt, náttúrufriðun og
fegrun landsins yfirleitt. f þessari grein fjallar hann um
það, hvernig vanrækt hefir verið að fegra höfuðstaðinn
með trjágróðri og blómskrúði og hvernig fara ætti að því að
innræta börnum og unglingum ást á gróðri og fegurð, og
láta þau stuðla að aukinni trjárækt í sveit og kaupstað,
Skógræktardagar.
Um það bil^sem gróðursetn-
ingu trjáplantna við Rauða-
vatn og á Þingvöllum var lokið,
fyrir liðlega 30 árum síðan, fór
ég fram á við bæjarstjórn
Reykjavíkur, að hún léti mig fá
* umráð yfir dálítilli landspildu
utan við bæinn í því skyni að
æfa þar skólabörn við gróður-
setningu trjáplantna og hirð-
ingu þeirra. Benti ég einkum á
grjótholtið fyrir ofan Þvotta-
laugarnar og fyrir norðan
Kringlumýrina. Ég vildi sneiða
hjá að nefna virðulegri land-
spildur, er ég áleit bænum hag-
felldari til ánnara nota, og í
von um að málaleitun þessi fengi
hagstæðari byr. Gerði ég ráð
fyrir, að bærinn kostaði girð-
ingu umhverfis hið tilvonandi
plöntusvæði, nauðsynlegustu
verkfæri og greiddi andvirði
trjáplantnanna, sem þá var
hægt að fá fyrir 3,00 kr. eða
minna hundraðið, frá Noregi.
Allt starf við undirbúning,
gróðursetningu plantnanna og
aðhlynningu ætlaði ég sjálfur að
annast með aðstoð barnanna,
bæði vor og haust, bænum að
kostnaðarlausu. Bæjarstjórninni
þótti nú samt ekki þess vert að
gegna slíkum hégóma sem þess-
um, og svaraði því aldrei erindi
mínu. En einn bæjarfulltrúinn
sagði mér nokkru síðar, í trún-
aði, að nýmæli þetta hefði ekki
náð fram að ganga, og taldi sjálf
sagt „að halda því vakandi“,
eins og hann komst að orði. Mér
þótti samt réttast að lofa mál-
inu að sofna fyrst um sinn.
Skyldist mér ótímabært að fitja
upp á þvi á nýjan leik. Áhugi
almennings á trjárækt, úti á
víðavangi, var enn ekki vaknað-
ur, að undanskildum fáeinum
mönnum, sem ekki höfðu að-
stöðu til að flytja mál sem
þetta í bæjarstjórn.
Nú liðu 20 ár, eða vel það. Ég
fluttist til Þingvalla. Þar tók ég
málið upp að nýju, og þurfti nú
ekki undir högg að sækjá hjá
neinum, viðvíkjandi fram-
kvæmdum. Ég treysti vernd
þeirri, sem gróðrinum var heitið
þar eystra samkvæmt friðunar-
lögunum. Gekk þó oft full erfitt
að vernda þar trjáplöntur, sem
og annan gróður, fyrir skemmd-
um af mönnum og skepnum.
Ég pantaði 1—2 þúsund furu-
plöntur, 2—3 ára gamlar, frá
Noregi, í þeirri von að geta
fengið nógu mörg börn frá
Reykjavík mér til aðstoðar að
koma þeim ofan í jörðina. Hún
bráát heldur ekki. Skólafólk, sem
tók þátt í gróðursetningu trjá-
plantnanna, einn dag á vori í 4
ár, var úr báðum barnaskólun-
um í bænum, Seltjarnarnes-
skóla og síðasta vorið úr 2. toekk
Menntaskólans. Samtals 95
nemendur og plönturnar um
5000, sem gróðursettar voru.
Námsfólkið lagði sér til verk-
færi, en fékk ókeypis flutning
báðar leiðir. Fyrstu tvö árin
greiddi ég þann kostnað sjálf-
ur en hin síðari Reykjavíkur-
bær.*)
Skógræktardýrð þessi stóð nú
ekki lengur en 4 ár, eins og áður
er tekið fram, frá 1932—35 að
báðum meðtöldum. Ástæðan
fyrir því, að ég varð að leggja
niður þetta fyrirtæki, var eink-
um sú, að einstökum mönnum
*) Þátttaka í skógræktarstarfi á
Þingvöllum var þessi:
Árið 1933, 25 nem. úr Austurbæjar-
barnaskóla gróðursettu 800 trjápl.
Árið 1933, 38 nem. úr Miðbæjar-
skólanum gróðursettu 1200 trjápl.
Árið 1934, 17 nem. úr Seltjarnar-
nessk. gróðursettu 1250 trjápl.
Árið 1935, 19 nem. úr Menntaskól-
anum, 2. bekk, gróðurs. 1700 trjápl.
var bannað með lögum að panta
sjálfir trjáplöntur frá útlönd-
um til að rækta í íslenzkri mold.
Ríkinu var falið að taka alla
slíka verzlun í sínar hendur.
Vorið 1936 fékk'ég engar plönt-
ur frá ríkinu og mátti heldur
ekki panta þær sjálfur frá Nor-
egi, þaðan, sem ég hafði fengið
þær áður. Var þvl sjálfgert að
leggja árar í bát. Ári siðar
(1937) tók Skógræktarfélag ís-
lands að sér forustu skógrækt-
ardaganna þarna eystra og
starfrækti þá i 3 vor, með sama
sniði og ég hafði gert. Félagið
hafði, að sögn, fengið nokkrar
þúsundir af barrplöntum gef-
ins frá Noregi. Voru nokkrar
þeirra gróðursettar á Þingvöll-
um. En félagið gafst nú samt
alveg upp við að rækja þarna
skógræktardagana áfram. Lík-
lega helzt vegna plöntuskorts.
Enda kom þá styrjöldin til sög-
uiinar og ruglaði flestar áætlan-
ir um skipulag þessara mála.
Þátttaka barna í ræktun trjá-
garða.
Trjágörðum hefir fjölgað að
stórum mun, hér í Reykjavík,
síðan um aldamót. Eru þeir nú
orðnir mjög áberandi og til mik-
illar prýði fyrir bæinn. En þó
er hér enn aðeins um sýnishorn
að ræða samanborið við það, sem
ætti að vera og gæti orðið, ef
áhugi og skilningur manna á
trjárækt væri almennari. Trjá-
gróðurinn hér í Reykjavík sann-
ar, að vel má takast að hylja
nálega flest hús í bænum með
ræktuðum trjám. Fegurstu trén
í görðunum, og þau, sem sóma
sér bezt, eru nálega öll aðflutt,
ungar plöntur frá útlöndum,
löngu áður en hugmyndin um
ríkiseinkasölu á slíkum gróðri
varð til. Ef einokunarlögin, sem
nú gilda um aðflutning á jurta-
gróðri erlendis frá, hefðu komizt
á um aldamótin síðustu, væri
nú eyðilegra kringum mörg hús
hér i bæ, en raun ber vitni.
Þeir, sem hafa komið upp
trjágörðum við hús sín hér í
bæ, banna óviðkomandi börnum
aðgang að þeim. Flest börn, sem
alast upp í Reykjavík, eru því
útilokuð frá öllum trjágróðri,
hvað þá hgldur að þeim gefist
kostur á að taka þátt í gróður-
setningu og umhirðingu trjá-
plantna og skapa þá fegurð og
hollustu, sem vel hirtir trjágarð-
ar hafa í för með sér.
Bæjarfélagið gerir lítið að því
að láta glæða hjá börnum og
unglingum réttlætistilfinningu,
eða virðingu fyrir starfi nátt-
úrunnar, eða til að þroska
skilning þeirra á tilverurétti
jurta og dýra, nær eða fjær.
Vanhyggja hinna eldri, í þessu
efni, kemur oft sorglega í ljós,
þegar börn eldast og sjálf kom-
ast ekki hjá því að eiga viðskipti
við náttúrulífið umhverfis sig.
Af mörgum dæmum, sem eru
fyrir hendi og benda á kæru-
leysi barna gagnvart trjagróðr-
inum, skal nefna hér eitt. í ein-
um barnaleikvelli hér í bæn-
um var gróðursett dálítið af
birki, á tvo vegu meðfram
steingirðingu kringum völlinn.
Sumarið 1942 var að minnsta
kosti fjórða hver planta meira
og minna skemmd, af völdum
barnanna, sem dvöldu á leik-
vellinum. Plönturnar voru bæðl
brotnar og troðnar ofan að rót,
svo að kippa varð þeim alveg í
burtu. Börnin virðast skoða trjá-
gróður sér óviðkomandi og
skynja ekki, að hann sé meira
virði en mölin, sem þau ganga
á. Eða réttara sagt, þau gera
engan greinarmun á dauðum
hlut og lifandi veru, þegar furt-
ir eiga í hlut.
Vegna skemmdarfýsnar barna,
sem meðal annars kemur niður á
jurtagróðrinum, hafa menn
fyllstu ástæðu til að bægja þeim
frá að ganga um trjágarða sína
í bænum. Eitt helzta ráðið til
að breyta hugarfari barna gagn-
vart j urtagróðrinum er það að
æfa þau sjálf í því að rækta
tré og blómjurtír, og kenna
þeim jafnframt að virða og
meta þá fegurð og yndi, sem
vel ræktaður jurtagarður getur
látið f té. Áminningar og pré-
dikanir með orðunj einum gera
lítið gagn, samanborið við upp-
eldisáhrif, sem þau verða fyrir
með því að leggja sjálf hönd á
verkið og starfa að ræktun
gróðursins og verndun hans.
Leikvellir barnanna eru víð-
ast hvar nokkurs konar útskot
frá götunum og eru því ekki
heilsusamlegir dvalarstaðir fyrir
æskuna. Hver goluþytur í bæn-
um þyrlar upp göturykinu og
sáldrar því yfir .barnahópinn,
sem grúskar niðri í sandstíun-
um. Við þessu verður ekki gert,
en hins vegar mætti reyna að
breyta leikvöllunum í jurta-
garða og láta börnin sjálf ann-
ast það að öllu 1‘eyti og hafa það