Tíminn - 06.04.1945, Síða 4

Tíminn - 06.04.1945, Síða 4
4 TÍMIM, föstdagiim 6. apríl 1945 25. bla» TJr mínutn bæjavdyrum . Efiir Kavl i Koti » Vorið kemur. Bráðum kemur vorið. Allir hlakka til vorsins og sumarsins. Margir, sem í bæjunum búa á vetrum, skipta þá um bústaði og fara upp í sveitir. Og jafnvel þeir, sem heima eiga í kaupstöð- um, nota þá hverja stund, sem *þeir geta til þess að komast upp í sveit — upp til fjalla og fag- urra staða. Reynt er að senda sem flest af kaupstaðabörnunum í sveit, því að margir þar skilja, -að hollara er fyrir börnin að dvelja í- sveitum á sumrin heldur en í göturykinu, þrengslunum og sollinum. Jafnvel þá rennur upp skíma fyrir ýmsum bæjarbúum, sem lítinn skilning hafa á lífs- baráttu bændanna, að einhvers sé virði að þeir hafi þraukað í sveitinni og haldið þar við bændabýlunum. — Það er líka ánægjulegt í sveitunum á vor- in, þegar vel viðrar — þegar „grundirnar gróa, gilin og læk- irnir fossa af brún“. Fuglasöng- ur á láði og í lofti, börnin byggja sér hús og fara í leiki. Vorið er einkum tími æskunnar — gró- andans — framsóknarinnar. Hvtið tefur? Ekki birtir ríkisstjórnin enn- þá afstöðu stjórnarflokkaryia til stríðsþátttöku íslendinga. Það er þó mál, sem alla varðar.' Menn spyrja um land allt: Gekk þjónkun Thorsaranna og þeirra liðs við kommúnista svo langt, að munaði varla nema hárs- breidci, að íslendingar segðu Þjóðverjum og Japönum stríð á hendur? Og var loks yfirlýsing Alþingis, sem samþykkt var, svo aumingjaleg, að kvabbað hafi vérið við Bandamenn, að það yrði litið á íslendinga sem stríðs aðila, en þeir gætu bara ekki farið að berjast, af því að þá vantaði vopnin? Það er oft gott að kunna að skammast sín. ’Rn það er held- ur aumt, að allt stjórnarliðið á Alþingi komi þannig fram, að það þori ekki að birta gerðir sínar fyrir þeim, er það varðar mest — en hér er það þjóðin öll. Hátíð. í vor, 26. maí, eru 100 ár lið- in síðan Jónas Hallgrímsson dó. Blöðin sögðu nýlega frá, að þá yrði haldið listamannaþing og hátið hfelguð minningu Jónasar, vegna þess að hann dó fyrir 100 árum. Okkur ýmsum, sém ekki erum listamenn, en höfuni lesið og elskað Ijóð Jónasar frá því við vorum börn, finnst það furðu ó- smekklegt af Z/síamönnum, að fara að hafa fagnaðarhátíð í til- efni af dauða Jónasar. En eins og kunnugt er, dó listaskáldið góða á bezta aldri og hefði það trúlega kveðið mörg dýrmæt ljóð, hefði því enzt lengur aldur. Sýnist vera nær að minnast Jónasar á fæðingardegi hans. Það er fagnaðarefni íslenzku þjóðinni, þegar henni fæðast slíkir synir sem Jónas Hall- grímsson, en hryggðarefni, þeg- ar þeir falla frá í blóma lífsins. Höfuðprestur. Það virðist svo, að meiri hluti þeirra, sem kalla sig rithöfunda í þessu landi, líti á Laxness sem sinn höfuðprest. Ekki er held- ur að neita því, að þessi prestur þeirra er ritleikinn. En mörgum okkar, sem lesa rit hans, finnst hann nota ritleiknina illa. Margt það ljótasta, sóðalegasta, o'g ömurlegasta, er finnst hjá þjóð hans, er tvöfaldað og „matreitt" handa lesendunum. Einkum er þó veitzt að sveitun- um og lífsbaráttu fólksins þar. Hvers vegna er þetta gert? Máske til þess að fólk fái óbeit og viðbjóð á því, sem miður'fer? Laxness og Jónas Hallgríms- son eru líklega mestu andstæð- urnar af íslenzkum skáldum. „Sæll ertu, Jónas, því sólskin og Ölóm, þú söngst inn í dalina þína“, kvað Þorsteinn Erlings- son á aldarafmæli Jónasar. Og það var sönn lýsing á skáldskap Jónasar. Hann kvað fegurðina inn í þjóð sína., Löngu eftir að skáld níðsins og bölsýninnar verður hulið móðu gleymskunnar mun „verndarkraftur“ ljóða Jónasar ylja og fegra hugi dætra og sona „eyjunnar við Norðurpól". „Ltttl saya". Húnavatnssýsla hefir fengið orð fyrir, að þar byg'gju vaskir menn og dugandi, sem ekki vildu vamm sitt vita. — „Lítil saga um lítinn mann“, er kom í Tím^num um daginn, hefir bví vakið talsverða athygli. Svona svívirðilegt athæfi, eins og sagan greinir frá, fannst mönnum ólfkt Húnvetningum. Nú er búið að segja frá því Mbl., af hverjum sagan sé og er gefið þar í skyn, að talsvert sé satt í henni, en hún sé samt nokkuð ýkt. ! Já, hverju má ekki búast við af þeim, "sem svíkja sína eigin !stétt og gerast leiguþjónar ! verstu spillingaraflanna í land- i inu, fái þeir aðeins fé og metorð | fyrir? Það gera tæplega stór- brotnir glæpamenn — miklu fremur lítilsigldir skussar, sem vilja hreykja sér. Einn húnvetnskur kaupahéð- inn hefir reynt í Mbl. að berja í brestina út af þessari sögu, en tekizt það svo illa, að barsmíð- arnar lenda aðallega á gömlum látnum vini hans, Jóni í Stóra- dal, sem mun hafa verið aðal andstæðingur „sigurvegarans“ í sveitinni, þar sem sagan gerðist. Ennþá er kveðið. Þingeyingur sagði mér eftir- farandi: Kommúnisti einn á Húsavík varð kaupfélagsstjórninni sam- ferða í bíl — fimm mönnum. Um það kvað hann: Tók ég far með fimmmenningum förlast drottni sköpun manns. Fór ég þá í fimmeyringum fyrst að meta verkin hans. Gáfuðum, þingeyskum bónda varð þá að orði: Allir vasar eru að springa, einkisverðu fé er sinnt. Milli frónskra fimmeyringa flækist ógild rússnesk mynt. Þessi umræddi kommúnisti hafði einhver launuð störf á Húsavík fyrir tilhlutan Fram- sóknarmanna. í tilefni þess var kveðið: Fyrir eðli ótuktar engin gæði metur. Yfir fóðri Framsóknar a fýlir grön — en étur. ísafoltl oti smjjör. Ég sá nýlega bréf frá bónda, þar sem-stóð m. a.: „Hingað er ísafold senda næst- um hvern bæ. Þó að hún sé sálarláus og stefnulaus, þykir mörgum dálítið gaman að blaða í henni, t. d. fréttunum o. þ. h„ og fyrst að peningamennirnir í Reykjavík vilji vera að senda okkur hana ókeypis, þá erum við ekki að amast við henni, þó að við höfum hálfgerða óbeit á henni og þó einkum liðhlaup- anum úr okkar stétt, sem selt hefir sig bröskurunum í Reykja- vík fyrir ritstjóratitilinn og há laun til þess að reyna að fé- fletta okkur bændurnar. En í minni sveit mun uppskeran verða rýr.“ í sama bréfi farast bóndanum svo orð um smjörið: „Hér um slóðir hafa, ýmsir orðið að stór- fækka kúnum, vegna fólkseklu, og aðrir hafa ekki getað fjölgað þeim af sömu ástæðum. Enginn fæst einu sinni til þess að mjólka þær. Svo heyrist sífelldur jarmur um smjörleysi og að ó- dýrara smjör fáist frá útlöndum. Hér er smjörskömmtun, og ekki hægt að framleiða nema dýrt smjör. í öðrum löndum.kvað vera nóg af verkafólki láglaun- aðra en hér. Hvað ætli þeir í Reykjavík segðu um það, að við mættum fá erlent verkafólk, borga því lægra kaup en okkar og láta svo Reykvíkinga hafa ódýrara og meira smjör“. ,,Niísköpun“. Síðan kommúnistar og lakari hluti íhaldsins gengu í eina sæng hefir mjög magnazt vonzka þessara aðila í garð sveitanna. Nú er að heyra, að allar sveitir eigi að leggjast t auðn. Einstakir sveitabæir eigi að heyra fortíðinni til. Fáein stórbýli með vélyrkj ubúskap og leigðum þjónum er draumurinn. Sjá, fyrirmyndin er Korpúlfs- staðir! Þar voru 300 kýr, en eru nú komnar niður í 20 skjátur síðan kommar og Bjarni Ben. tóku við völdum þar. Þarna voru þó góð skilyrði. Búið var að rækta gríðarstór tún og, besti mjólkurmarkaður landsins rétt við höndina. Þarna má sjá nýsköpunina á hlutunum eins og niðurrifs- menn landbúnaðarins hafa hana, þegar þeir eru við völd. En þetta kalla þeir víst ný- sköpun í stað þess, að það sem drottinn gerir er aðeins kölluð sköpun. Framfarir. s » Margt hefir verið skrafað og skrifað misjafnt og miður góð- gjarnt um Mjólkursamsöluna í Reykjavík undanfarinn áratug. Þar má segja, að hafi verið tvö- földuð og allt upp í tífönlduð hver misfella, sem orðið hefir. En það er minna tekið eftir því, að í Reykjavík hefir undanfarin ár verið að rísa eitthvert allra stærsta og veglegasta hús bæj- arins af grunni: Mjólkurstöðin nýja. Hún er nú upp komin og mun kosta orðið nokkrar millj. króna. Hún er reist af saman- spöruðu fé bændanna. Ennþá hafa vélarnar í mjólkurstöðina ekki fengizt. En þegar þær eru komnar, er haft eftir kunnug- um mönnum ytra, að þetta muni verða myndarlegasta mjólkur- stöð á Norðurlöndum. Hingað til hefir Mjólkursamsalan orðið að bjargast við ófullkominn húsa- kost og vélagarma, og má telja víst, að af því hafi stafað margt Utgáfa fornritanna Eftir Siííurjón Kristjáiisson í Krumshólnm. Ég minnist pess ekki, að mér hafi þótt eins vænt um að sjá nokkra nýútkomna bók, eins og fyrstu íslendingasögurnar, sem Fornritaútgáfan gaf út, einkum vegna hinna rækilegu formála, Sem fylgdu þeim. Ég vonaði J)á, að frá Fornrita- útgáfunni mundi á fáum árum koma út vönduð útgáfa af öll- um íslendingasögum, ásamt Eddunum, Heimskringlu Snorra Sturlusonar og Fornaldarsögum Norðurlanda, í sama formi, með sama handbragði og í skipulegri röð. ’ Þessi von virðist ætla að bregðast. Útgáfu fornritanna hefir mið- að hægt áfram frá hendi Forn- ritaútgáfunnar.' Aftur á móti er bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvina- félagsins tekin að gefa út ís- lendingasögur í öðru formi en Fornritaútgáfan, og enn annað útgáfufyrirtæki gefur út Heims- kringlu Snorra Sturlusonar. Og ennfremur er búið að gefa út Fornaldarsögur NorðurFanda í þrem bindum, og verður tæplega sagt, að það sé ódýr útgáfa. Hvernig stendur á þessum glundroða? Hvers vegna var ekki unnt að skipuleggj a. þessa útgáfustarfsemi þannig, að haldið væri áfram á þeirri braut, sem starfsemin hófst á? Var fyrirtækið ekki nógu arð- vænlegt? Afleiðingin af þessum glund- roða er þegar orðin sú, að lítil von er um það, að bókavinir eigi þess kost að eignast fornritin öll í sama formi. • Ef bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins ætlar að taka að sér hlutverk Fornrita- útgáfunnar, verður hún, ef vel á að fara, að fylgja þeirri sömu það, er fólki hafi fundizt að Mjólkursamsölunni. En eftir að hún hefir flutt í hin nýju og stórmyndarlegu húsakynni sín, mun smá hverfa andúð Reyk- víkinga á þessu myndarlega fyrirtæki. Og það koma þeir tímar? að Reykvíkingar verða stoltir af Grettistaki, sem lyft hefir verið mitt á meðal þeirra, af samtakamætti þeirra, er rækta hina íslenzku mold. Og í sveitunum hlýtur einnig að verða minnzt þeirrar blessunar, sem Mjólkursamsalan hefir fært bændunum undir stjórn ,síns farsæla framkvæmdarstjóra, Halldórs Eiríkssonar. Skamm- sýnt illskunöldur hverfur fyrir vaxandi framförum, er sprottn- ar eru af víðsýni, stórhug og fé- lagsþroska. reglu um form og vinnubrögð, sem tekin var þegar útgáfa forn- ritanna hófst. Og enn er eitt: Það þarf að gefa almenningi kost á, að fá bækurnar óbundn- ar. Það eru ekki allír ánægðir með það, að borga háu verði bandið á sumum þeim bókum, sem nú koma á bókamarkaðinn. Gyllingin á þeim er svo léleg, að hún þurrkast af eins og ryk. Ef þetta er borið saman við handbragð bókbindara fyrir 40 til 50 árum, þá er það næsta ólíkt, bæði að styrkieika og feg- urð. Vægast sagt er það undar- legt að þeir, sem nú stunda þessa iðn, með öllum þeim tækj- um, sem nútíminn leggur þeim í hendur, skuli skila miklu verr unnu verki en fyrirrennarar þeirra, fyrir því nær hálfri þld. Neskirkja Hinir hugvitssömu uppdrættir Ágústs Pálssonar arkitekts að Neskirkju, er hlutu fyrstu verð- laun við samkeppni, er fór fram fyrir rúmu ári, hafa vakið að- dáun margra manna. Byggingarnefnd og bæjar- stjórn Reykjavíkur hafa, eins og kunnugt er, samþykkt einróma, að Neskirkja yrði reist eftir þessum uppdráttum. Vegna rógmælgi eins eða fleiri manna um þessa uppdrætti, sendi ég uppdrætti Ágústs Páls- sonar til mjög frægrar stofn- unar í Ameríku, er nefnist „Cranbrook Academy of art“, í New York, og bað um álit stofn- unarinnar á uppdráttunum. Einn' af forstöðumönnum þessarar stofnunar er heims- frægur arkitekt, dr. Eliel Saar- inon, og hefir hann með bréfi dags. 15. des. 1944 látið eftirfar- andi álit í Ijós: „Ég hefi kynnt mér verð- launauppdrætti að Neskirkju á íslandi eftir herra Ágúst Páls- son. Uppdrættirnir að kirkjuni eru hugvitssamir (ingonious), í góðu jafnvægi og skipulegir og er mér því mikil ánægja að því að geta af fullri einlægni mælt með því að byggt verði eftir þeim“. Alexander Jóhannesson, form. byggingarnefndar Neskirkju. Fylgízí med Allir, sem fylgjast vilja með almennum. málum, verða að lesa Tímann. fyrir leik, undir leiðbeiningum og aðstoð hinna eldri. Mætti byrja á því eitthvað á þessa leið: Stálpuð börn, sem dvelja um langan eða skamman tíma á leiksvæðinu að vorinu og sumr- inu, ættu að eiga þar að minnsta kosti einn jurtapött með úti- blómi eða trjáplöntu, til að rækta og hirða um. Heimili barnsins legði til pottinn. Skyldi tölumerkja hann og grópa ofan í jarðveginn. Ef um marga potta er að ræða, ætti að láta þá standa í beinum röðum. Ef plönturnar ná sæmilegum þroska og vexti eftir 1, 2 eða 3 ár, skyldi losa þær úr pottun- um og setja þær með moldar- kekkinum ofan í pottfarið. Byrja síðan á nýrri umferð. Ef rækt- unaraðferð þessi þætti seinleg, mætti láta hvert barn hafa fleiri en einn pott til umhirðu. Með þessu fyrirkomulagi yrðu jDarna- leikarnir fólgnir í því að rækta og hirða um jurtagróður á leik- sviðinu og græða það alveg út. Þegar lokið er við að rækta einn leikvöll, skyldi í,nnar valinn í sama augnamiði. Þannig mætti halda áfram ræktunarstarfinu og stofna nýja skrautgarða víðs vegar um bæinn og utan við hann. Börnunum ætti að inn- ræta virðingu fyrir ræktunar- starfinu og að líta á leikvellina sem nokkurs konar helgireiti og kenna þeim að umgangast plönturnar, sem þau rækta, hliðstætt því, er þau sjálf gætu bezt breytt hvert við annað. Er tímar líða gætu blettir þessir orðið hressingarstaðir fyrir eldra fólk, meðan það á kost á að njóta sólar og sumars. Ræktunarstarf barna, eins og hér er bent á að framan, ætti að geta orðið til þess að vekja hjá þeim meiri virðingu fyrir jurtagróðrinum en almennt gerist, og yfirleitt á því, sem er fagurt og gagnlegt í ríki nátt- úrunnar. Eldra fólkið ýtir oft undir börn og unglinga að fremja blómjurtamorð með þeim hætti að telja þeim trú um, að það sé saklaus og jafnVel fallegur siður að slíta upp blómjurtir jafnóðum og þær springa út á worin, úti á víðavangi, þar sem náttúran hefir sjálf gengið frá ræktun þeirra. Þannig eru börnin oft látin heilsa boðberum vors og sumars. Venjulega eru þetta fyrstu afskiptin, sem æsk- an er látin hafa af náttúrunni kringum sig, og verður oft fyrsti vísirinn að rániðju og dráp- hneigð, sem síðar á ævinni loðir við menn og kemur þá fram á dýraríkinu líka. Eftir því sem samgöngur verða greiðari um landið, þvl auðveldar á fólkið með að ferð- ast um það.Sækir það þá upp um heiðar og fjöll, einmitt um það leyti árs, þegar blómjurtir og grös klæðast sínum fegursta skrúða. Ef nú fólkið iðkar barns- vanann og slítur upp blóm- jurtir, sem á vegi þess verður, og kastar þeim svo jafnharðan frá sér visnuðum og dauðum, gæti farið að sneiðast um fágætar jurtir á landinu, þegar frá liði. í ræðu og rití, og ekki sízt í Ijóð- um skáldanna, er oft dázt að gróðri landsins, fegurð hans og fjölbreytni. Er því undarlegt, að sumt fólk skuli geta fengið af sér að rífa niður með hönd- unum þá fegurð náttúrúnnar, sem það lofar og vegsamar með tungunni. Vilji menn hafa augnagaman af sjaldgæfum blómjurtum, ætti að taka þær upp með rót, láta mold fylgja og flytja lifandi ofan í byggð og Teyna að halda í þeim lífinu á- samt öðrum vinajurtum. Væri þetta nokkru nær heldur en að slíta þær upp og kreista úr þeim lífið í lófa sínum. Flóra íslands telur, að um 411 jurtategundir vaxi á ís- landi, og eru þá ekki mosar, skófir eða þarar talið með. Af þeim eru um 140 tegundir, sem hafa aðeins fundizt á einum til fjórum vaxtarstöðum á land- inu. Eru þetta einkum blóm- jurtir. Vilji nú svo til, að menn rekist á einhverjar hinar sjald- gáefari jurtir og slíta þær upp, getur farið svo, að þeim verði útrýmt með öllu. — Það ætti að banna fólki með lögum að slíta upp villiblómjurtir úti á víða- vangi. Gróðurmoldin í Reykjavík. Gróðurmoldin er undirstaða og uppspretta alls jurtagróðurs og dýralífs. Menn og skepnur eiga henni að þakka tilveru sína. Að spilla henni af ásettu ráði, í ráðleysu og óafvitandi er hliðstætt því og að taka brauð frá hungruðum munnum og kasta því í sjóinn. Samt virðist gróðurmold einhver sá versti ó- vinur Reykjavíkurbæjar, eftir því að dæma, hvernig við hana er búið. Ég hefi verið sjónar- vottur að því, að frjósamri gróðurmold úr stórum matjurta- görðum hefir verið ekið ofan í fjöru og afhend sjónum til um- ráða, vegna þess, að garðstæð- unum var breytt í húsgrunna. Gróðurmold hefir víðast hvar verið komið fyrir undir götum bæjarins, í staðinn fyrir sand og möl, sem þar ætti ^frekar heima. Fyrir nokkrum árum var allur moldarj arðvegur f leginn ofan af klöppunum í Skóla- vörðuholtinu og gerður úr hon- um hafnarbakkarnir, en Jioltið stóð eftir nakið og bert. Nýskeð var einhverri hinni beztu gróð- urmold komið fyrir í sjávar- bakka fyrir austan Rauðarár- lækinn. Þegar fiskþurrkunar- stæðin voru gerð hér um árið, í bænum og í útjöðrum hans, var grjótinu víðast hvar raðað ofan á frjósaman moldarjarðveg. Nú hefir þegar"'komið til orða að breyta einhverjum hinum frjó- samasta gróðurbletti í bænum í íþróttavöll. Verður síðar minnst frekar á það. Þannig mætti nefna mörg dæmi önnur svipuðum þessum, sem sýna andúð manna á þessari tegund náttúruverðmæta, sem felur í sér lífsviðurværi fólksins. Vafalaust hefði öll sú gróður- mold, sem farið hefir forgörð- um hér í bæ, af mannavöldum, verið næg til þess að fæða og klæða hundruð og þúsundir manna, ef ræktuð hefði verið — framleiddar í henni matjurtir og annar nytjagróður. En — hvað eigum við íslend- ingar að gera með gróðurmold? Kaupum við ekki margar fóð- urtegundir frá útlöndum, sem ræktanlegar eru í íslenzkum jarðvegi, flytjum við ekki inn í landið frá útlöndum kartöflur og margar tegundir af rótará- vöxtum, sem vel mætti rækta hér, bæði til skepnufóðurs og manneldis?Kaupum við ekki er- lendan áburð til að fóðra töðu- gresið og annan nytjagróður, og verjum til þess 12—13 milj. kr. árlega? En jökulárnar á landinu, sem renna sumar hverjar spölkorn fyrir utan bæj- ardyrnar á bændabýlunum, flytja með sér þúsundir tonna á ári hverju til sjávar af nálega hinum bezta áburði, sem nátt- úran framleiðir á hnettinum. Efnivið og eldivið kaupum við fyrir tugi miljóna kr. árlega, sem framleiddur er í útlendum jarðvegi, en þó mætti rækta hér að mestu leyti í holtum og móum, sem enn standa ber og nakin. Hvað eigum við svo að gera við gróöurmoldina okkar? Þahnig má aftur spyrja, þeg- ar við getum látið erlendar hendur framleiða handa okkur matvæli, fóður, byggingarefni, eidivið og margt fleira í þeirra eigin moldarjarðvegi. Getum við ekki haldið áfram að fela hana undir vegum, hafnarbökkum, leikvöllum og aka henni í sjó- inn eins og hefir verið gert í mesta þéttbýli á íslandi? Hifcabyggingum í Reykjavík er víða hagað svo, að þykkur moldarjarðvegur (eins og t. d. gömlu mómýrarnar) er valinn fyrir byggingarlóðir, en sneitt hjá bej-um grjótholtum, þar sem húsin ættu í raun og veru að standa. En breiðu mýrardrögun- um milli holtanna ætti að breyta í trjáræktar- og blómjurtabelti. Þáð mundi auka hollustu í bæn- um og glæða fegurðartilfinningu hjá fólkinu. Komið hefir til orða að velja lægðina, sem Laugalækurinn rennur um, undir íþróttavöll. Gróðurmoldin þarna er frá nltt- úrunnar hendi einhver sú frjó- samasta, sem völ er á í landar- eign Reykjavíkur. Er því undar- legt, að mönnum skyldi einmitt detta í hug að velja þetta-svæði undir íþróttir, en ganga fram- hjá gróðursnauðum xig ber- blásnum melflákum og grjót- hQltum, sem nóg er til af í landi bæjarins, og eru hentug til leikvallagerðar. í þessu sam- bandi dettur manni í hug gæfu- snauða stúlkan í ævintýrinu, sem forsmáði brauðið með því að leggja það undir fætur sér og stikla á því yfir foraðið. Gróðursælan moldarjarðveg á að leggja þarna undir fætur æsk- unnar í Reykjavík til íþróttaæf- inga, í staðinn fyrir að fram- leiða brauð úr horium, eða jafn- gildi þess. Ráðsmenn Reykjavíkurbæjar ættu að meta meira tilveru gróðurmoldarinnar en gert hefir verið hingað til, og hætta við það áform að fela hana líka undir íþróttavelli. Ef til vill fer hér eins og þegar kom fram til- laga um að fá blett í bæjarland- inu til að æfa börn og unglinga (Framhald ú 5. síðu)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.