Tíminn - 06.04.1945, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.04.1945, Blaðsíða 7
25. hlað TlMEVIV, föstdaginn G. apríl 1945 7 Hjartans þakklæti færum við öllum ættingjum og vinum nær og fjær, fyrir hina miklu samúð, okkur sýnda, með heimsóknum, blómum, skeytum og allar minningargjafir, er ástkær dóttir okkar, Guðrún, fórst með e.s. Dettifoss. Fyrir okkar hönd og annarra ættingja og vina. GUÐRÚN ANGANTÝSDÓTTIR. JÓN JÓNSSON. BERNSKUBREK OG ÆSKUÞREK Þessi vinsæla bók hefir nú verið senct til flestra bókaverzlana á landinu, en aðeins örfá eintök í hverja verzlun, þar sem upplagið er mjög takmarkað. Gríplð Jiví tækifærið «g kaupið bókina strax. Hún verður uppseld áður en varir. Snælandsúlgáfaa h.f., Rvík Sími 2353. Reykjavík. Sími 1249.. Símnefni: Sláturfélag. Reykltús. — Frysihús. Mðursuðuverksmiðja. — Rjúg'nagerð. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niöur- soöið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls konar áskurð á brauö, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið köt alls konar, fryst og geymt í vélfrystihúsi eftir fyllstu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. ORÐSENDING TIL KALPENDA TÍMANS. Ef kaupendur verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru þeir vin- samlega beðnir að gera afgreiðslunni þegar aðvart. Síldveíðiskíp keypt- í tílraunaskyni Stjórn síldarverksmiðja rík- isins og Fiskimálanefndar hafa ákveðið að kaupa síld- veiðaskip af þe'irri tegund, sem notuð er til síldveiða við vesturströnd Kaliforníu. Skip- ið vérður keypt þar vestra. Þessi amerísku skip eru með öðru lagi en íslenzku skipin. Vél- in er fremst í skipinu og vistar- verur skipverja að mestu eða öllu leyti í þilfarshúsi fram á. Allur aftari hluti þilfarsins er ætlaður fyrir nótina og annan veiðiútbúnað. Lestarúm þessara skipa er tiltölulega nokkru meira en í íslenzkum fiskiskipum og talið er, að hægt ,sé að komast af með mun færri skipverja á þeim. Skip það, sem ætlað er að kaupa, verður 83 feta langt, breidd 22 fet og dýpt 11 fet. Það verður með 320 ha. dieselvél og hj^lparvél fyrir vindur. Það mun taka um 1050 mál síldar í lest og um 300 mál á þilfar. Ingvar Einarsson skipstjóri fór vestur til að kynna sér veið- ar á þessum skipum og hefir að ráði hans verið ákveðið að kaupa eitt þeirra. Er ætlunln, að hann sigli því til íslands, en það tekur eina tvo mánuði, því að sigla þarf með allri vestur- strönd Bandaríkjanna og Mexico og gegnum Panamaskurðinn. Þess er vænzt, að skipið geti verið komið hingað fyrir vertíð- ina í sumar. Aðalfundur Samv,- félagsíns Hreyfíll Aðalfundur Samvinnufélagsins „Hreyfill“ var haldinn 14. marz þ. 4. Formaður félagsins, Berg- steinn Guðjónsson, skýrði frá starfsemi félagsins og gat þess m. a., að á s. 1. ári hefði bifreið- um á bifreiðastoð félagsins fjölgað um nálega helming og eru bifreiðarnar nú 120, en voru i fyrstu aðeins 65. Félagið rekur einnig verzlun með benzín og smurningsolíur og hefir sú starfræksla orðið félaginu ó- metanleg fjárhagsleg stoð. Fé- lagsmenn fengu 5% arð af við- skiptum sínum við félagið á árinu. Á fundinum var ákveðið að stofnsetja á þessu ári bif- reiðaviðgerðaverkstæði og verzl- un í sambandi við það. Úr stjórn félagsins áttu að ganga tveir menn að þessu siuni, þeir Bergstein Guðjónsson og Ingjaldur ísaksson, og voru þeir báðir endurkosnir. Stjórn félagsins skipa nú: In- gjaldur ísaksson, formaður, Tryggvi Kristjánsson, varafor- maður, Ingvar Sigurðsson, gjaldkeri, Þorgrímur Kristins- son, ritari og Bergsteinn Guð- jónsson. Bergsteinn Guðjónsson var áður formaður félagsins og framkvæmdastjóri, en verður nú framkvæmdastjóri þess. í varastjórn voru kosnir: Bjarni Eggertsson og Halldór Björnsson. Endurskoðendur voru kosnir: Þorsteinn Jóhannesson og Jón Einarsson, eh til vara Ólafur S. Kristj ánsson. Samþykktír Sýslu nefndarV.-Isafj.sýslu Á nýloknum fundi sýslu- nefndar Vestur-ísafjarðarsýslu, var einróma samþykkt svohljóð- andi áiyktun: „Sýslunefnd Vestur-ísafjarð- arsýslu lýsir ánægju sinni yfir störfum og áliti milliþinga- nefndar í rafmagnsmálum og frumvarpi því, sem lá fyrir síð- asta Alþingi og byggt var á at- hugunum hennar. Mælir nefnd- in fastlega með því, að sú skip- un rafmagnsmálanna, sem þar er ráðgerð, verði lögfest. Sýslunefndinni er ljóst, að stórvirkjun fyi-ir Vestfirði er héraðinu höfuðnauðsyn, sem opna mun margar auðsupp- sprettur, sem nú eru lokaðar, og treystir því þess vegna, að íbú- ar sýslunnar fylgist vel með málinu og veiti því fullan stuðn- ing“. Styrkur til leíkara Fjárupphæð Menntamálaráðs til leikara hefir nú verið út- hlutað. Nefnd sú, sem Félag íslenzkra leikara kaus til þess að skipta fé því er Menntamálaráð veitti til íslenzkra leikara, hefir nú lokið störfum. — Úthlutað var 24500 kr. til 25 leikara. Þessir leikarar hlutu eftirfar- andi fjárhæðir: 1200 kr. Frið- finnur Guðjónsson, Gunnþór- unn Halldórsdóttir, Haraldur Björnsson, Lárus Pálsson, Indriði Waage og Soffía Guðlaugsdóttir. 1000 kr. Arndís Björnsdóttir, Valur Gíslason, Gestur Pálsson, Brynjólfur Jóhannesson, Þor- steinn Ö. Stephensen, Jón Aðils, Ævar R. Kvaran og Tómas Hall- grímsson. 900 kr. Svava Jóns- dóttir, Þóra Borg Einarsson, Alda Möller, Alfreð Andrésson, Lárus Ingólfsson, Anna Guð- mundsdóttir og Valdimar Helga- son. 700 kr. Jón Norðfjörð. 650 kr. Sigrún Magnúsdóttir. 600 kr. Emilía Borg. 550 kr. Dóra Haraldsdóttir. 500 kr. Ey- þór Stefánsson, Sauðárkrók. í úthlutunarnefnd áttu sæti: Haraldur Björnsson, sem var formaður nefndarinnar, Gestur Pálsson og Anna Guðmunds- dóttir. Lístamannaþing Listamannaþing, sem verður hið annað í röðinni, mun koma saman 27. maí næstkomandi, en þá eru 100 ár liðin frá dánar- dægri Jónasar Hallgrímssonar. Þingið muh standa í viku. Jafnframt því, sem þinginu mun ætlað að ræða ýms hags- munamál listamanna, verður haldin listasýning í sambandi við það. Einnig munu verða lesin upp skáldverk og haldnir hljómleikar í sambandi við þingið. Bryggja á Norðfírði Nýlega hefir verið tekin í notkun ný hafskipabryggja á Norðfirði og mun það vera mesta hafnarmannvirki austanlands. Er bryggja þessi 54 metrar á lengd, en landgangurinn 8 metr- ar á breidd. Hafnarhausinn er aftur á móti 35X10 metrar. Teikningar að bryggjunni hefir Þorlákur Helgason verkfræðing- ur hjá vitamálastjóra gert, en verkstjóri var Ágúst Hreggviðs- son frá Sauðárkróki. Unnið hefir verið að smíðinin í rúmt ár. Safn fll sögn Menntaskólans Á þessu ári eru liðin hundrað ár síðan Menntaskólinn í Rvík flutti í þau húsakynni, sem hann nú er í. í tilefni af þessu afmæli hafa nemendur skólans ákveðið að koma upp safni alls konar muna og ritlinga, er koma við sögu skólans. Þess er fastlega vænzt, að eldri nemendur, sem kynnu að eiga í fórum sínum eitthvað það, er safninu mætti að gagni koma, að þeir láti það í té. Af því, sem til greina kem- ur í þessu sambandi má t. d. nefna: gömul leikrit, sem leikin hafa verið í skólanum. leik- skrár og umsagnir um leiki skólanemenda, gömul skólablöð, minningar um merka atburði skólalífsins, myndir frá þeim og af nemendum. Þegar skáldið las úr ritum sínum Halldórs sögnum fyrir finnst fátt um gögn að vonum; veitti fögnuð yzt og innst alger þögn frá honum. Annað vísdóms epli sætt alþjóð kýs að finna, hann þö lýsi aðalsætt óðardísa sinna. 4 víðavangi (Framhald af 2. síðu) því, að Reykjavíkurbær ætti að beita sér fyrir stofnun almenns útgerðarhlutafélags, eins og mörg önnur sveita- og bæjar- félög hafa gert. Mbl. birti for- ustugrein um þetta mál næsta dag og lézt taka því vel, en lagði jafnframt til, að einstaklingar, en ekki bæjarfélagið, beittu sér fyrir félagsstofnuninni. Forusta einstakra fjáraflamanna um slíka félagsstofnun virðist þó enganveginn líkleg til að skapa henni eins mikið fylgi og forusta sjálfs bæjarfélagsins, enda eng- in trygging fyrir því, að ein- staklingar fáist til að beitast fyrir þessu máli, svo að gagni sé. Þessi tillaga Mbl. virðist því vart til annars fram borin en að réttlæta áframhaldandi að- gerðarleysi bæjarstjórnarinnar. Bæjarstjórnin á að bíða þangað til einstaklingarnir hefjast handa, þý)t það verði kannske aldrei. Það er vissulega talsverð- ur sannleiksneisti í því hjá Þjóð- viljanum, að slík forusta bæjar- málanna eigi ekki alveg óskylt við „lind dauðans". Mbl. og skipasmíðarnar. í forustugrein Mbl. á miðviku- daginn er sagt, að Tíminn hafi lýst óánægju yfir því, að ríkis- stjórnin ætli að vinna að auk- inni bátasmiði innanlands. Þetta er fullkominn útúrsnúningur. Það, sem Tíminn átaldi, var skrumblærinn, sem einkenndi auglýsingu stjórnarinnar um smíði 50 báta, jafnframt og upp- lýst var af forsætisráðherran- um, að ekkert hefði verið gert til að undirbúa málið, efni væri ófengið, vélar væru ófengnar, ekkert væri vitað um kostnað og loks, að engir bátar yrðu srníðaðir, nema kaupendur fengjust fyrirfrám. Jafnframt lýsti svo Tíminn óánægju yfir því, hve dýrtíðarstefna stjórn- arflokkanna hefði leikið grálega þessa vaxandi og álitlegu at- vinnugrein, skipasmíðarnar, þar sem svo væri komið, að menn treystu sér tæpast til að kaupa bátana, þrátt fyrir verulegan ríkisstyrk og hagkvægn lán. Eii^r örugga leiðin til að gera skipa- smíðarnar að vaxandi og varan- legri atvinnugrein er að færa niður dýrtíðina og koma kaup- gjaldi og verðlagi hér í svipað horf og í nágrannalöndunum, þá þarf ekki að óttast, að ís- lenzkar skipasmíðastöðvar þoli ekki samkeppnina. En ríkis- stjórnin er ekki alveg á þeim buxunum að koma atvinnuveg- unum á þennan samkeppnis- hæfa grundvöll. Nokkrir pælftír sj á var útvcg smála (Framhald af 3. síðu) þörf þeirra skiptir mestu. Þess vegna þarf að fást nokkur reynsla um þessi meginskilyrði vélanna. Þegar þessi reynsla er fengin, og. viðskiptaverksmiðjurnar hafa að fullu lagað sig eftir kröfum og þörfum vélbátaeigendanna, þá ætti að vera tryggt, að landsmenn seildust ekki í aðra staði til mótorvélakaupa. Senni- lega þyrfti þó að lögbjóða þessi viðskipti á einhvern hátt, ann- aðhvort með löggildingu á sölu þessara vélategunda eða með einhvers konar einkasölufyrir- komulagi. Það er með öllu ótækt, að sams konar „frjálst val“, sem verður einatt llkt litavali blinds manns, og hingað til hefir við- gengizt, verði látið ráða í mót- orvélakaupum landsmanna framvegis. ísafirði í marz 1945. Dregið í happdrætti U.M.S.Borgarfjarðar Hinn 1. marz síðastliðinn var dregið í happdætti Ungmenna- sambands Borgarfjarðar, hjá sýslumanninum i Borgarnesi. Vinninginn hlaut nr. 2778, og skal hans vitjað sem fyrst til Björns Jónssonar, Deildartungu, Reykholtsdal. Oddur Snorrason (Framhald af 6. síðu) ið í þeim efnum umfram hinar fyrri. í tómstundum sínum tókst honum þó að afla sér mikils fróðleiks. Minni hans var svo gott, að til var tekið. Hugstæð- ust var honum ættfræðin og alls konar sögulegur fróðleikur. Sérstaka ást lagði hann við forn sögurnar, enda gat hann haft utanað orðrétta kafla úr þeim. Þar sá hann í ýmsum myndum heilbrigða lífsskoðun og dýr- mætar dyggðir, sem voru sam- grónar eðli hans. En ættfræðin var honum næstum ásfríða. Við hin lélegustu skilyrði uppi í sveit samdi hann ættartölur, svo að villa varð ekki fundin. Hins vegar mun það ekki óalgengt að margur fái það uppbætt á einu sviði, sem skortir á öörum. Er ekki að vita, hvað úr þessum manni hefði getað orðið, ef hæfileikar hans hefðu verið ræktaðir og hann fengið að starfa að hugðarefnum sínum vi’ð sæmileg skilyrði. Meðferð hans á móðurmálinu var óvenju góð. Hann ritaði kjárnmikið 0£ gagnort mál, laust við allar málalengingar og hátíðlegar til- breytni. Beitti hanrvoft miklum sjálfsaga í meðferð hins ritaða máls. Minnti stíll hans mjög á fornsögurnar, enda var hann þeim kunnugur, sem fyrr segir. Þurfti oft að leita vandlega til þess að finna mál- eða ritvillu í því, sem hann ritaði. Bókasafn átti hann allgott, en fræðibækur einungis. Átti hann aldrei svo fáa aura,- að hann léti þá ekki glaður fyrir þá bók, sem hann taldi þess verða að eiga og lesa. En þar gætti hann þó hófs sem í öðru. Bækurnar voru vinir hans og félagar, sem ekki breyttust. Þær veittu honum yndi á einveru- stvjndum, þegar e(rfið llfgjfj ör meinuðu honum að taka þátt í svo mörgu, sem hugurinn þráði. Hann var þannig gerður, að hann eignaðist tiltölulega fáa vini, 'en allmarga kunningja, sem ekki reyndust ávallt vinir í raun, en beittu stundum gegn honum hvössum skeytum, þegar sízt mátti, og fóru hrjúfum höndum um barnslega sakleys- ið, sem löng lífsreynzla gat ekki spillt. Hann gat ekki trúað, að flár hugur byggi undir fagur- mælum, hann, sem alltaf var einlægur eins og lítið barn og gat ekki lagt illt til nokkurs manns. En hinir voru líka marg- ir, sem réttu honum. hjálpar- hönd og sýndu honum samúð. Þeim var hann þakklátur, og til þeirra bar hann hlýjan hug í blíðu og stríðu, því að tryggð hans var föst eins dg bjargið. Nú er þessi maður horfinn sjónum vorum. Saga hans er ekki viðburðarík, þó að hún sé að ýmsu leyti merkileg. Það er saga um, ógæfusaman mann, sem ekki auðnaðist að dvelja sólarmegin í lífinu og aldrei fékk að gi/ia gleðisali þessarar jarðnesku tilveru. Spor hans hverfa, en minningin lifir meðal þeirra, sem þekktu hann bezt. Sú minning er þeim kær. Það er minning um góðan mann, sem ekki vildi vamm sitt vita í orði eða verki. Blessuð sé minning hans. , Z. Rókmeimtir og listir (Framhald af 3. síðu) Marokkó), Jón Aðils (furstinn af Aragóníu), Ævar Kvaran (Lorenzo), Valdimar Helgason (Gyðingurinn Tubal), Lárus Ingólfsson (Gabbo eldri), Inga Laxness (herbergisþerna Port- íu) og Ólafía T. Hallgrímsson (dóttir Shylocks Gyðings). Auk þess fara nokkrir lítt kunnir leikarar með ýms smáhlutverk. Yfirleitt er hlutverkunum gerð góð skil, gangur leiksins léttur og hraður og heildarsvipur góð- ur. Mörgum tekst stórvel. Maður kemur ekki orðið svo í leikhúsið hér, að ekki vakni undrun yfir því, hve mörgum góðum leikur- um við eigum á að skipa, þrátt fyrir fámenni og lélega aðbúð að þeim. Nokkuð er áfátt um það, hvernig sumum hinna nýju leikara tekst að láta heyra til sín, að minnsta kosti, þegar aft- ar dregur í salinn. Vinniff ötulleqa fqrir Timann. Erlent yfirlit. (Framhald af 2. slðu) Þjóðverja. Þeir segja, að eyði- leggingin í London sé ekki nema svipur hjá sjón í samanburði við það, sem sjá megi í Þýzkalandi. Þessum mikla lofthernaði held- ur enn áfram og mun hann ekki sízt verða til þess að brjóta nið- ur seinasta varnarvilja Þjóð- verja. I fjarveru minni (utanför um nokkurra mánaða skeið) frá næstu mánaðamótum, gegnir Karl Sig. Jónasson lækn- isstörfum fyrir mig, í lækninga- stofu sinni, Kirkjustræti 8B. Viðtalstími hans er kl. 4 y2—6, nema laugardaga kl. 1—2. Sími í stofu- 5970, heima 3925. Ófeigur J. Ófels'sson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.