Tíminn - 13.04.1945, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.04.1945, Blaðsíða 3
27. blaS TÍMKVIV, íöstiidaginn 13. apríl 1945 3 EYSTEINN JÓNSSON: Um atvínnumál F y r s I a Stórkostleg verkefni bíða óleyst framundan í atvinnumál- um þjóðarinnar. — Eftir stríðið hefst vafalaust stórfellt fram- faratímabil með flestum þjóð- um. íslendingar verða að neyta allrar sinnar orku og framsýni, ef þeir eiga ekki að dragast aft- ur úr. Meiri tækni verður beitt en nokkru sinni fyrr og íslend- ingar fá ekki einkarétt á tækn- inni. íslenzka þjóðin er fjársterkari nú en hún hefir nokkru sinni fyrr verið og stendur að því leyti betur að vígi en áður. Samt sem áður verður það miklum vanda bundið að koma atvinnu- lífi þjóðarinnar og fjármálum landsins í viðunandi horf. Verði þau mál ekki tekin allt öðrum tökum en ennþá bólar á, má eiga það víst, að af hlýzt stórtjón fyrir þjóðina. Fyrr en varir hverfur fé það, sem menn hafa eignazt á styrjaldarárunum, í eyðslu og töp í stað „nýsköpun- ar“, ef áfram er haldið sem nú horfir. Ég mun í nokkrum greinar- kornum hér í blaðinu gera í höf- uðdráttum yfirlit um ástandið, eins og það nú er, og víkja að úrræðum þeim, er Framsóknar- flokkurinn beitir sér fyrir. Ég hygg, að mér sé óhætt að segja, að Framsóknarflokkurinn hafi fyrstur stjórnmálaflokka lands- ins lagt fram tillögur sínar um úrlausn vandamálanna að stríðslokum og áætlanir um þær stórfelldu framfarir, sem hann telur nauðsynlegar til þess að efla atvinnulífið og búa þjóðinni góð lífskjör til frambúðar. „Ilalleluja^-stefiian. Mönnum er nú talin trú um, að það sé hinn versti 4östur að tala opinskátt um erfiðleika þá, sem framundan hillir undir, — og jafnframt, að hitt sé æðsta dyggð að loka augunum og taka undir ,,hallelúja“-söng þeirra manna, sem eru á pólitískum „túr“ um þessar mundir. Enginn getur yfirunnið þá erfiðleika, sem hann þorir ekki að horfast í augu við._ Jafnframt þykir mér líklegt, að íslendingar séu ennþá svo „gamaldags", að þeir taki með nokkurri varúð gambri þeirra manna, sem fyrir jólin í vetur þóttust hafa fundið grein púðrið, en voru orðnir svo beygðir í góulok, að þeir lýstu yfir því, að væri þeirra stefnu fylgt enn um skeið, hlyti þar af að leiða fjárhagshrun. Það breytir ekki þessu, þótt síðan hafi verið gefnar út nokkrar auglýsingar um „nýsköpun", sem á að gerast einhvern tíma síðar — væntanlega þegar breytt hefir verið um stefnuna. Vík ég þá að horfunum og tek á móti reiði „nýsköpunar- hðsins“ með þegar greindum formála, Ástand, sem breytist. Herset’ning landsins hefir'haft meiri röskun á atvinnuháttum í för með sér en menn almennt hafa gert sér grein fyrir. Hinn stórfelldi straumur fólks til Reykjavíkur á stríðsárunum hefir fyrst og fremst byggzt á viðskiptum við herinn. Hernað- aryfirvöldin hafa borgað stórfé inn í landið stríðsárin og bróð- urpartur þessa mikla fjármagns hefír runnið til Reykjavíkur og sogað fólkið til sin með beinu og óbeinu móti. Hundruð og þúsundir hafa starfað að verkefnum, sem byggjast á hersetningunni á einn eða annan hátt. Hér við bætast aftur hundruð og jafn- vel þúsund, sem starfa að ýmiss konar iðnaði, sem beinn vöru- skortur í sumum greinum hefir skapað, og hverfur eins og dögg fyrir sólu, þegar viðskipti örv- ast landa á milli. Útflutniiiguriim í hættu. Framleiðslkostnaður er nú orðinn svo hár á íslandi, að við munum ekki geta keppt um verðlag við nokkra þjóð á frjáls- um markaði. Iðnaðarvörur ís- lenzkar eru svo dýrar í saman- burði við erlendar, að enginn efast um afleiðingar þess, þeg- ar útflutningur Breta og ann- arra iðnaðarþjóða örvast á næst unni. Byggingarkostnaður í landinu hefir margfaldazt og smíði úr tré, járni og öðrum efnum er fullkomlega ósamkeppnisfær við smíði annarra þjóða. Bygg- ingarkostnaður er þó ekki enn farinn að hafa þau gífurlegu á- EYSTEINN JÓNSSON hrif á framleiðslukostnaðinn, sem hann hlýtur að hafa á næstu misserum ofan, á allt ann- að, ef verðbólga stendur áfram. Ennþá snýst hjól atvinnulífs og viðskipta vegna þess, að enn stendur stríðsverðið að mestu á fiskinum í Bretlandi, enn er borgað mikið fé inn í landið til styrjaldarþarfa Bandamanna og enn eru menn örir á fljótfengið fé. Þó er þannig málum komið, að þrátt fyrir þetta er útflutn- ingum haldið á floti með því að borga niður framleiðslukostn- aðinn úr fjárþrota fjárhirzlu ríkisins. Fjármálaráðherrann lýsir yfir því, að hann viti ekki hvaða ráð eigi að taka, en svona geti ekki lengi gengið. Enginn gerir ráð fyrir öðru en að fiskverðið í Bretlandi, sem byggist á fiskskorti, muni lækka þegar fiskveiðar aukast. Sjáandi þjoðir. Kaupgjald í Bretlandi nær ekki helmingi þess, sem hér er og er talið, að það hafi hækkað að meðaltali um 68% frá því fyrir stríð, en hafi margfaldazt hér. Bretar bjóða nú þegar iðn- aðarvörur með lágu verði. Eng- um dettur þó það í hug, að kjör starfandi majma í Bretlandi séu þeim mun lakari en hér, sem sem nemur mismun kaupgjalds í krónutölu. Kaupgjald kann að hækka eitthvað enn í Bretlandi — og sumir virðast setja vonir sínar á það, að Bretar og síðan aðr- ar þjóðir missi verðlag og kaup- gjald úr böndum og að við fljót- um þannig uppi á alheims verð- bólgu eins og strandað skip af skeri. Heldur er þetta þó fávís- leg trú, þegar þess er gætt, að slík verðbólga mundi gefa okkar „vísitölubólgu“ byr í seglin á nýjan leik að öllu fyrirkomulagi óbreyttu og mundum við því eftir sem áður halda forustunni og vera jafnnær.. / Stefna Breta og annarra menningarþjóða mun hins veg- ar enn óbreytt sú, að forðast verðbólgu um fram allt, og mér skilst, að áherzla sé á það lögð, að kauphækkanir fylgi í kjölfar aukinnar tækni og afkasta, svo að nauðsynjar þurfi ekk^ að hækka þeirra vegna.Þær „kjara- bætur“ muni aftur á móti lítils metnar, sem étnar eru upp jafn- harðan í hækkuðu verðlagi og mynda verðbólgu — eins og „kjarabætur“ kommúnista og annarra tunglspekinga hér á lándi. Mér sýnist því valt að vænta björgunar í því, að öðrum muni takast jafn illa um stjórn at- vinnu- og fjármála og íslend- ingum hefir tekizt undir forustu Ólafs Thors og kommúnista, er mótað hafa rás viðburðanna í opinberu lífi síðustu árin. Mér virðist því sem fyrr aug- ljóst, að hverju fer, ef flotið verður enn áfram sofandi að feigðarósi. Hvernig endar þetta, ef ekki er breytt uni stefnu? Þegar setuliðsviðskiptin hverfa og erlendar iðnaðarvörur fást til landsins frá þeim þjóðum, sem haganlegasta og ódýrasta hafa fi-amleiðsluna, þá verða þús- undir manna að breyta um at- vinnu. Ef þá verður enn þannig á málum haldið, að sjávarútveg- urinn berst í bökkum eða verr en það, vegna verðlækkunar á fiski og síaukins framleiðslu- kostnaðar, landbúnaðurinn dregst saman og ríkissjóður er þrotinn, þrátt fyrir síhækkandi skatta og tolla, þá er augljóst að her verður ekki glæsilegt framfaratímabil, heldur tímabil kyrrstöðu og atvinnuleysis og síðast gengishrun. Það verður tímabil hárra talna og „nýsköp- unar“, sem hvergi verður til nema á pappír og í munn'i of- látunga. Því fer hins vegar fjarri, að svona þurfi að fara, þótt vand- inn sé ærinn eins og málum er nú komið. íslendingar eru ekki svo umkomulausir, að nauður Heimillsblaðið breytir um búning Heimilisblaðið 1.—2. tbl. þessa árgangs, er fyrir nokkru komið út. Hefir með þessum árgangi sú breyting á orðið, að Valdimar Jóhannsson blaðamaður hefir gerzt meðeigandi og útgefandi ritsins, ásamt Jóni Helgasyni prentsmiðj ustj óra. Blaðið hefst á alllangri og skemmtilegri grein, sem nefnist íslandsferð fyrir 100 árum. Er grein þessi kafli úr ferðabók þýzkrar konu, Idu Pfeiffer, sem kom hingað vorið 1845 og ferð- aðist nokkuð um landið. Fjallar þessi kafli bókarinnar, sem í Heimilisblaðinu birtist, um ferð- ina til landsins, komu frúarinn- ar til Hafnarfjarðar og dvöl hennar í Reykjavík. Er hann hinn fróðlegasti og fylgja hon- um nokkrar gamlar myndir úr Reykjavik og Hafnarfirði. Þá er fjölbreyttur og fróðlegur þáttur, sem nefnist Skuggsjá. Er hann helgaður nýjungum í vísindum og tækni, fréttum og frásögnum ýmis konar úr er- lenjlum blöðum og ritum. — Segist blaðinu svo frá, að þess- um þætti muni verða ætlað aukið rúm framvegis, og er les- endum blaðsins það tvímæla- laust fagnaðarefni. v Ný framhaldssaga hefst í þessu blaði Heimilisblaðsins. Nefnist hún Maðurinn frá Al- aska og er eftir kunnan amer- ískan höfund, James Oliver Cur- wood. Mun þetta vera skemmti- leg saga. Eftlr þennan höfund birtist á sínum tíma vinsæl framhaldssaga í Nýja dagblað- inu, — Meleesa. í þessu blaði Heimilísblaðsins reki til, að málin verði rekin þannig í hnút til stórtjóns þjóð- inni. Það er óþarfi að láta fá- eina pólitíska ofstopamenn, sem fyrirlíta umbótastarf, en leyna fyrirlitningunni bak við „ný- sköpunartal", fá tækifæri til þess að búa sér til rök fyrir því, að íslenzka lýðveldið geti ekki starfað og búið þegnum sinum góð kjör, af því að það sé ekki reist á grunni kommúnismans. birtist níunda grein þess um þróun málaralistarinnar. Fjall- ar hún um ítalska málarann Titian og fylgja henni myndir af málverkum eftir listamann- inn. — Greinaflokkur þessi hef- ir birzt í blaðinu tvö undanfar- in ár og hefir blaðið flutt mynd- ir af ýmsum hinum kunnustu listaverkum. Greinarnar eru vel skrifaðar, skemmtilegar og fræðandi. Greinaflokkurinn heldur áfram í blaðinu. Loks eru í þessu blaði ýmsar frásagnir úr gömlum blöðum undir nafninu Fyrir 75 árum, framhald skáldsögu eftir Rann- veigu Kr. Guðmundsdóttur og fleira. Þrír efnisþættir setja mestan svip á Heimilisblaðlð: gamall, innlendur fróðleikur, þátturinn Skuggsjá og framhaldssögurnar. Auk þess flytur blaðið ýmsislegt annað veigamikið efni eins og til dæmis greinaflokkinn um málaralistina, ennfremur smá- sögur og ýmíslegt fleira efni. — Frá því er skýrt í þessu blaði, að Heimilisblaðið muni framvegis flytja valda-kafla úr ferðabók- um útlendinga, er ferðazt hafa um íslánd. Það eru nú liðin meira en þrjátíu og þrjú ár síðan Heim- ilisblaðið hóf göngu sína. Er það 34. árgangurinn, sem hér er að hefjast, og má raunar segja að nokkurs konar endur- fæðing hafi átt sér stað. Er það fyllilega tímabært, því að fjöl- margir blaðalesendur í landinu þrá meira af læsilegu efni, sem ekki á um of skylt við dæg- urpólitíkina, sem mikils til of hefir fyllt dálka helztu blaðanna í landinu fram til þessa. Heimilisblaðið hefir illa fylgzt með tímanum hvað verðlag snertir, og er það raunar ekkert hryggðarefni fyrir kaupendur blaðsins. Áskriftarverð þess er aðeins kr. 10,00 árgangurinn, en blaðið er i tvöfaldri bókarstærð og minnst 200 bls. á árl. Er verð þess þannig margfalt lægra en bókaverð. — Afgreiðsla Heim- ilisblaðsins er á Bergstaðastræti 27, Reykjavík, sími 4200. Bjarni Asgeirsson: , Endurmínníngar Irá Danmörku Við íslendingar erum norræn þjóð og viljum vera það, og á liðnum árum höfum við fundið sárt til þess, hve bræðraþjóðir okkar á Norðurlöndum, Norðmenn, Danir Finnar, hafa verið hart leiknar, þótt geta okkar til þess að mýkja raunir þeirra hafi verið lítil. Nú vona allir ís- lendingar, að þess sé skammt að bíða, að frændþjóðir okkar losni úr ánauðinni og samskipti okkar við þær geti hafizt óhindruð að nýju. Hér birtist frásögn Bjarna Ásgeirssonar alþingismanns af fyrstu kynnum hans af Danmörku, þessu milda og bros- liýra landi. Þessi frásögn var flutt á útvarpskvöldvöku Norræna félagsins nú fyrir nokkrum dögum. Ég ætla hér með örfáum orð- um að skýra ykkur frá fyrstu kynnum mínum af Danmörku og Dönum, og hvernig land og þjóð kom mér þá fyrir sjónir. Það eru ekki lítil wiðbrigði fyrir íslenzkan sveitapilt, þegar hann er i fyrsta skipti staddur 1 erlendri stórborg. Svo mun það vera enn i dag, og þannig var það ekki síður fyrir röskum ald- arfjórðungi. En það var árla dags einhverntíma í nóvember 1916, að mér skaut upp í kóngs- ins Kaupmannahöfn, og heyrði ég þá og sá í fyrsta skipti ys og eril heimsborgarinnar, en það hefir Kaupmannahöfn lengi verið, þótt hún sé ekki stór á þann mælikvarða. Og á þeim árum var hún, meir en oftast annars, umferðamiðstöð heims- ins á norðurvegum, enda ægði þar saman fulltrúum og ferða- löngum flestra þjóða heims. Þá var heimsstyrjöldin fyrri í algleymingi, en Danmörk hlut- laust ríki, og áttu því allra landa kvikindi þar griðastað. Og Kaup- mannahöfn á krossgötum og siglingaleiðum, sem allar voru opnar meir en til hálfs, — á milli Norðurlanda og Þýzkalands — Rússlands, Englands og Ameríku — dró að sér hinn furðulegasta sæg ferðamanna og dvalargesta frá öllum þessum þjóðum og mörgum fleirum, — viðskipta- hölda og verzlunarmanna — þjóðáfulltrúa, margs konarser- Bjarni Ásgeirsson indreka og. fregnrita, auk allra flóttamannanna og margvls- legra bakt j aldabraskara, er höfðu þar aðsetur sitt á þeim árum. Viðskipti öll og starfsemi þjóðarinnar var æðisgengin og uppgangur mikill og velmegun. Og miðpunktur þessarar starf- sem var í Kaupmannahöfn. Við- brigðin fyrir mig og aðra ís- lenzka sveitapilta, sem lögðu leið sína þarna um á þessum árum, voru eins og fyrir lygnan læk, sem skyndilega- álpast út í stór- fljót og er áðurven varir-'kominn fram á hengiflug og niður í hringiðu undir háum fossi, — og það eins, þó að maður væri búinn að fá nokkra nasasjón af dásemdum Austurstrætis, sem þá eins og nú var aðalgata Reykjavíkur, höfuðbæjar hinn- ar íslenzku eyju, sem þá var tal- in einn hluti af „det samlede danske Rige“. Ég varð þess fljótlega áskynja, að það var rétt sem frændi minn einn hafði sagt mér, að þótt Kaupmannahöfn væri ekki stór borg miðað við ýmsar aðrar, þá væri óvíða betra að koma og dvelja fyrir þá, sem vildu skemmta sér og láta sér líða vel, — en vel að merkja, ef maður ekki þyrfti að horfa í skilding- inn. — Þarna Staldraði ég svo um ‘stund á meðan sjóriðan var að rjúka af mér og reyndi með að- stoð góðra manna að sjá og skoða það, sem ég komst yfir af því fegursta og markverðasta, sém borgin hafði að geyma og almenningur hafði aðgang að. En það var nú ekki mikið, eins og gefur að skilja, sem ég komst yfir á þeim tveim þrem vikum, er ég staldraði þarna að þessu sinni, því að þetta er margra mánaða eða ára starf, ef vel á að vera. Ég skoðaði nokkuð af hinum helztu söfnum, byggingum og lystigörðum, fór í leikhús og í gildaskála og reyndí og reka nefið sem víðast í hin miklu „herleghejt" borgarinnar — þennan stutta tíma. En bráðlega tók ég saman föggur mínar, enda var ferð- inni heitið út á hina frægu dönsku frjómold milli beyki- skóganna, sem þó ekki stóðu í blóma um þetta léyti árs. Kvaddi ég svo í bili þessa brosandi turn- anna borg, sem þegar hafði hrifið minn gljúpa unglingshug með sínu hýra viðmóti, léttu hlátrum og lystisemdum, eins og glæsileg heimskona, sem gef- ur ungum sveini undir fótinn. En ég lét það ekki á mig fá, vel minnugur varnaðarorða nafna míns sæla Thorarensen: „glepur oss glaumurinn, ginnir oss sollurinn'11, svo ekki sé meira sagt. — Svo var lagt land undir fót — eða réttara sagt undir hjól —, og hraðlestin þaut með mig yfir sjálenzku slétturnár, þangað sem kunningi minn einn hafði vistað mig til jóla. — Ég minntist þess áðan, að mikil voru viðbrigði fyrir ísl. heimaalning að koma til Kaup- mannahafnar. En viðbrigðin eru líka mikil fyrir „sifja árfoss og hvers“ — eða „son landvers ojj skers" — fyrir íslending — að koma úr íslenzku umhverfi og út á sjálenzku sveitabyggðina — þó að þau viðbrlgði séu nokkuð á annan veg. Það er ekki hægt að segja, að landið sé þarna tilkomumikið yfir að líta á drungalegum haustdegi. Það er lágt og flatt, en liggur þó víða í smáfelling- um með beyki-, greni- og birki- vöxnum hálsum og dældum á milli, með seftjörnum, lygnum lækjum og skurðum. Það er flak- andi eftir plógsár haustsins, mó- rauð flatneskja hvert sem litið er. Það, sem einkum gefur þVí svip, eru verk mannanna. Það eru bændabýlin þekku, sem hér liggja með garð við garð og ak- ur við akur, stór og smá, vin- gjarnleg, vel hýst og vel hirt eins og bújörðin umhverfis þau. Öðru hvoru þýtur maður í gegn- um smá sveitaþorp með verzl- unum, verksmiðjum, smíðaverk- stæðum, samkomuhúsum, skól- um og veitingahúsum. Á víð og dreif baðar vindmyll- an vængjunum þunglamalega á einhverjum ásnum eins og stór fugl, og sveitakirkjan lyftir sín- um sérkennilega ferkantaða kolli hér og þar upp úr láglend- inu. Einkennileg ró og friður ríkir yfir umhverfinu, þrátt fyr- ir hin fasmiklu farartæki, sem þjóta um alla vegi í allar áttir. Danski bóndabærinn er eins og annað þarna, ólíkur því, sem við áttum að venjast heima. Bærinn brosir ekki jafn gest- risnislega við ferðamanninum og bæjarþilin íslenzku gera. Mundi og mörgum þykja þröngt fyrir dyrum, ef bjóða ætti hverj- um vegfaranda heim. Flestir eru bæirnir þannig byggðir, að öll húsin, íbúðar- og gripahúsin, standa hvert vlð annað í kring- um tígulmyndaðan blett, er nefnist húsagarður. Garðurinn er steinlagður og svarar til hlaðsins á íslenzkum sveitabæ. Þar er venjulega brunnurinn, og að honum liggja dyr á öllum húsum. Húsin eru. löng, lág og rishá með kölkuðum st^inveggj- um og mörg með stráþökum. Stíllinn er gamall og einkenni- legur, en viðfelldinn. Þau láta ekki mikið yfir sér, en það hvílir yfir þeim umhyggjublær, eins og bau viti af því, að þau hafa dregið allar eignir búsins á einn stað og geymi þau þar eins og hæna unga undir vængjum sér.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.