Tíminn - 13.04.1945, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.04.1945, Blaðsíða 6
© TÍMlM, föstiidagiim 13. apríl 1945 27. hlað Scxtngnr: Elías Árnason bóndl í Hólsliúsum. Elías Árnason bóndi á Hóls- húsum í Gaulverjabæjarhreppi varð sextugur 31. des. síðastlið- inn. Hann er fæddur að Vöðla- holti í Gaulverjabæjarhreppi 31. des. 1884. Foreldrar hans voru Ingibjörg Einarsdóttir og Árni Símonarson, ættuð úr Rangár- vallasýslu. Er þau fluttust hingað út í Árnessýslu til búskapar, komust allar eignir þeirra á einn hest. Þau bjuggu á ýmsum bæjum í Gauiverjabæjarnreppi, síðast á Arnarhóli, og þar ólst Elín upp við öll venjuleg sveitastörf. Árið 1913 giftist Elías Guðrúnu Þórð- ardóttur frá Hófshúsum, og voru þau hjónin fyrstu árin í vinnu- mennsku hjá foreldrum Guð- rúnar, en tóku seinna við jörð og búi. Dvelur nú Þórður faðir Guðrúnar hjá þeim hjónum í hárri elli í góðu yfirjæti. Guð- rún er hin mesta dugnaðar- og gæðakona og manni sinum mjög samhent í öllu, er að búskapn- um lýtur. Þau eiga 8 börn, öll uþpkomin og hin mannvænleg- ustu. Þau eru: v Margrét, gift Steindóri bónda Gíslasyni á Haugi; Guðrún, gift Gunnari Gíslasyni á Stokkseyri; Elín, gift Marel Jónssyni á Arnarhól; Svava, gift Indriða Gunnlaugs- syni, Laugabóli, Mosfellssveit; Árni, giftur Ásu Hafberg í Rvík; Þórður, Guðrún og Guðlaug heima. Auk þess eru þau hjón að ala upp dótturson sinn 8 ára. Elías er ágætur smiður, þótt ó- lærður sé, og hefir oft hjálpað sveitungum sínum við smíði í- búðarhúsa" o. fl. Sjómennsku hefir hann stundað á vetrarver- tíðum frá því hann var um fermingu og allt fram til þessa og þótti við þau störf verklag- inn og hlutgengur vel, sem við önnur störf. Elías á með af- brigðum fallegan* og arðsaman fénað, svo það má til fyrirmynd- h,r teljast. Hefir ha^n mörgum fremur komið auga a það, að eftir því sem betur er farið með fénaðinn, því meira gefur hann af sér. Elías er mjög glaðvær og gestrisinn heim að sækja og er mjög ánægjulegt að dveljast á heimili hans. Á öll fjölskyldan sinn þátt í því, að engum gesti leiðist, er þangað kemur. Elías er fyrst og fremst bóndi á sínu heimili og stjórnar því með prýði. Hefir hann minna kært sig um að starfa út á við. Menn eins og hann »ru sómi hverrar sveitar, traustir og ábyggilegir. Við sveitungar hans óskum hon- um allra heilla á þessum tíma- mótum og vonum að fá að njóta hans sem lengst. 24/3 1945 ívar Jasonarson Áttræðnr: Þorbergur Marteinsson vcrkamaðnr á Búðareyri í Reyðarfirði. Þorbergur Marteinsson, verka- maður á Búðareyri í Reyðar- Þorbergur Marteinsson firði varð 80 ára 20. des. síðastl. Þorbergur er alinn upp á Sómastöðum í Reyðarfirði hjá Hans J. peck og konu hans Steinunni Pálsdóttur frá Karls- skála, og er því uppeldisbróðir hinna mörgu Sómastaðasyst- kina. Þorbergur hefir haldið félags- skap við þau systkini frá því að hann kom á heimili þeirra fjögurra ára gamall og fras? á þenna'n dag. -Lengst af hefir hann dvalið með Erik Beck frá Sómastöðum og hafa þeir -^kki slitið félag sitt áratugum saman. Þorbergur er greindjrr maður og skemmtinn, óvenjulega trygg lyndur og áreiðanlegur, enda hefir honum orðið gott til vina. Vinir hans flytja honum þakk- ir kærar og kveðjur á þessum tímamótum í ævi hans. Loðdýrarækt á íslandi Vegna hnattstöðu og veður- fars íslands þrífast ýmsar verð- mætustu nytjajurtir landbún- aðarins hér ekki. Búskapur ís- lendinga byggist fyrst og fremst á búfjárrækt, sem öðrum þræði er háð beit á óræktuðu landi, og hins vegar ræktun ýmissa gras- tegunda. Þetta gildir þó fyrst og fremst um þær þrjár búfjár- tegundir, sem lengst af hafa verið þær einu, sem nokkuð hef- ir kveðið að í landinu, nautgripi, sauðfé og hross. Því verður ekki neitað, að afkoma þessarar bú- fjárræktar hefir verið og er mjög háð veðráttunni á hverjum tíma. Nægir í því sambandi að benda á, hvernig tala búfjárins hefir sveiflazt undanfarnar ald- ir, eftir harðinda- og góðæris- tímabilum. Þær búfjártegund- ir aðrar, sem nokkuð hafa verið ræktaðar, aðallega á síðustu ár- um, en það eru alifuglar, svín og loðdýr, eru ekki nema að mjög litlu leyti háðar veðráttu landsins. 2. Þótt grávara hafi um margar aldir verið verzlunarvara manna og landa á milli, þá er tiltölu- lega mjög stutt síðan, aðeins fá- ir árqgqgir, að farið var að hafa loðdýr í haldi, rækta þau og kynbæta. Kanadamenn munu hafa verið einna fyrstir til þess. Norðmenn byrja á silfurrefa- rækt í byrjun fyrri heimsstyrj- aldar og hafast fremur lítið að fyrstu árin. Eftir 1920 taka þeir loðdýraræktina, einkum þó silf urrefaræktina, mjög föstum tökum. Um og eftir 1930 fram leiddu Norðmenn jafnbeztu silf- urrefaskinn í heimi, og á áruh- úm 1934—37 fluttu þeir út silf- urrefaskinn fyrir 3—4 tugi milj- ir króna árlega. Silfurrefir eru fyrst flu^tir til íslands árið 1929. Næstu ár er flutt til landsins allmikið af silfurrefum, aðallega frá Nor- egi, og nókkuð af minkum. Ein síðasta sendingin af silfurref- unum kom til landsins haustið 1937. Voru það um 100 úrvals- dýr, aðallega frá tveimur beztu silfurrefabúunum í Noregi. Af þessum refum verða miklar kynbætur á silfurrefastofni landsins. 3. Á árunum 1930—-1940 voru sett upp allmörg refabú, bæði hjá einstaklingúm og stærri sameignarbú. Allmörg minkabú risu einnig upp á þessum ár- um. Allmikill áhugi var fyrir loðdýraræktinni, og - þótt mis- tök yrðu á ýmsan hátt með rekstur margra refabúanna, máttu það heita ^bðlilegir byrj- unarerfiðleikar. Á árunum 1935 og 1936 voru hafnar skipulegar kynbætur á silfuj^efunum. Farið- var eftir norskri fyrirmynd og fengnir norskir sérfræðingar til leið- beiningar. Kynbætur þessar voru yfirleitt róttækari og betur Borgfírðingar! BÓkabÚð vor hefir að jafnaði fyrirliggjandi allar innlendar bækur, sem eru á markaðnum, og útvegar hverja bók, sem fáanleg er. Ef þér viljið eignast einhverja bók, sem auglýst er fyrir áskrifendur, þá þurfið þér aðeins að senda oss áskrift. Athugið, að kaupa eða panta í tíma, bæk- ur, sem þér ætlið til fermingargjafa. Kaupfélag Borgfirðínga — Bókabúð — Hjartans þaJckir til barna minna, tengda- og barna- barna minna, sem glöddw mig með heimsóknum, dýrmœt- \ um gjöfum og fjölmörgum skeitum, Ijóðum og línum á sjötugsafmœli mínu, 30. þessa mánaðar, og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll og farsœli framtíð ykkar. Ósum, 31. marz 1945 EGGERT LEVY skipulagðar en nokkurntíma hafði þekkzt í búfjárrækt okk- ar. Höfuðaðferðin var sú, að sér- fróðir menn fóru á nær öll refa- búin í landinu og um leið og þeir merktu öll dýrin, eftir þar til gerðu merkjakerfi, þá voru þau metin, meðal annars á þann hátt, að þau dýr, sem höfðu svo lélegan feld, að sýnt þótti að þau mundu t. d. ekki borga fóður sitt með honum, voru „dauða- dæmd“. Auk þess voru svo haldnar sýnir/jar á refum víðs vegar um landið. Ennfremur voru fluttir inn til kynbóta þeir 100 silfur- refir haustið 1937, sem áður var minnzt. Það má fullyrða, að á þessum árum hafi silfurrefastofninn í landinu batnað stórum, og ég hygg, að um 1940 höfum við staðið jafnt því bezta í Nor- egi, hvað vörugæði silfurrefa- skinna snertir. I 4. Á síðustu þremur fjórum ár- um hefir refaræktin minnkað mjög í landinu^Flest félagsbúin hafa hætt og margir einstakl-> ingar einnig. Til þess liggja ýmsar orsakir. í fyrsta lagi veld- ur stríðið þar nokkru um. Menn urðu hræddir um að silfurrefa- skinn yrði óseljanleg vara á stríðstímum. Ennfremur jókst reksturskostnaður refabúanna vegna verðhækkunar á fóðri og dýrari vinnu. Refaskinnin hafa að vísu ekki orðið óseljanleg, þótt stríðið væri, en verð þeirra hefir hvergi nærri hækkað í hlutfalli við aukinn reksturs- kostnað refabúanna. í öðru lagi hefir refaræktinni ekki verið gera jafnt undir höfði og ann- arri búfjárrækt með hjálp af hálfu ríkisvaldsins, með dýr- tíðaruppbótum eða verðákvörð- unum framleiðsluvörunnar. Einnig hefir verið dregið úr leiðbeiningastarfseminni, Loð- dýralánadeildin við Búnaðar- bankann lögð niður, o. fl. Því miður verður ekki annað sagt en að íslendingar hafi reynzt fremur illa sem refa- hirðar. í fyrsta lagi hefir verið erfitt að fá menn til þess að gefa sig að refahirðingu, en í öðru lagi hafa _ margir þeirra, sem reynt hafa, reynzt kæru- lausir, óvandMirkir og hirðu- lausir í störfum sínum. En ref- irnir krefjast mikillar ná- kvæmni og vandvirkni á hirð- ingu, fóðrun og allri umgengni. Af þeim landbúnaðarafurðum, sem við höfum möguleika á að flytja út, munum við að flestu leyti standa bezt að vígi með útflutning á refa- og minka- skinnum. í fyrsta lagi standa loðdýrin, a. m. k. silfurrefirnir, jafnfætis silfurrefum Norð- manna hvað gæði snertir, og þeirra þjóða, sem loðdýrarækt stunda. í öðru lagi eru skilyrði á íslandi, bæði hvað veðráttu snertir og fóður, fullt eins góð eins og í þeim löndum, sem stundað hafa refáeldi. Ég tel það því illa farið, að dofnað skuli hafa yfir loðdýra ræktinni síðustu árin. Eflaust höfum við eftir þetta stríð mikla þörf fyrir erlendan gjald- eyri, ekki síður en áður. Mögu- leikarnir eru miklir til loðdýra ræktar á íslandi og við höfum ekki efni á því að láta þá ónot- aða. Það þarf aftur að veita fjármagni til loðdýraræktar innar í landinu, og Búnaðarfé- lag íslands þarf að láta hana meira til sín taka en það liefir gert hingað til. Slíka hjálp ætti að vera hægt að fá margendurgoldna síðar í erlendum gjaldeyri. Runólfur Sveinsson. ORÐSENDEVG til kaupenda Tímans. Ef kaupendur Tímans verða fyrir vanskilum á biaðinu, eru þeir vinsamlega beðnir að snúa sér STRAX til ÞÓRÐAR ÞORSTEINSSONAR, afgreiðslumanns, Samband tsl. samvinnufélaga. SAMVINNUMENN: Munið,, að þér fáið sannvirði fyrir hverja krónu, sem þér kaupið fyrir í kaupfélagi. Sjafnar tannkrem gerír tennurnar mjallhvítar Eyðir tannsteini og hirr.hu- myndun. Hindrar shaðlega sýrumyndun í munninum og varðveitir með því tennurn- ar. Inniheldur alls engin skaðleg efni fyrir tennumar eða fægiefni, sem rispa tann- 3 glerunginn. Hefir þægilegt og hressandi bragð. IKOTIfí SJAFIKAR TAHNKREM KVÖLDÍ OG MORGNA. Sápuverksmiðjan Sjðfn % Akureyrí Haínarfjörður Hundahreinsun fer fram í Hafnarfirði á morgun (mánudag) og ber hundaeigendúm að koma með hunda sína til hreinsunar til Gunnlaugs Sigurðs- sonar, Norðurbraut 33B„ kl. 9 árdegis. Vanræksla í þessu efni varðar sektum. BÆJ ARSTJÚRNIN. Matsveln eða matreiðslnkoDn vantar nú þegar við bændaskólann á Hvanneyri. — Upplýsingar á Hvanneyri eða í síma 5550 í Reykjavík. Abnrðnr fyrir tún og garða m Höfum fyrirliggjandi ágætis fiskimjölsáburð fyrir tún og garða í 50 og 100 kg. pokum. Gerir pantanir sem fyrst. , Fískimjöl h.f. Sími 3304. Hafnarstræti 10—12. Sími 3304. Askrifíargj ald Tímans Raftækjavinnustofan Selfossi framkvæmir allskonar rafvirkjastörf. ORÐSEJVDEVG TIL KAUPEIVDA TÍMAIVS. Ef kaupendur verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru þeir vin- samlega beðnir að gera afgreiðslunni þegar aðvart.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.