Tíminn - 13.04.1945, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.04.1945, Blaðsíða 4
4 TÍMIM, föstudagiim 13. apríl 1945 27. blað Vér förum aldrei Oxarfjarðarbréf Úr strjálbýlinu er venjulega fátt að frétta, og er þaö svo í þessari fámennu sveit, að lítið gerist, er til tíðinda má telja. í sveit þessari búa innan við 200 manns, og fer fólkinu frek- ar fækkandi. Efnahagur má þó teljast sæmilegur, því við síð- asta skattaframtal var skuld- laus eign tæpar 9 þúsund krón- ur á hvert nef í hreppnum, og má þakka þetta ræktun þeirri, er hér var framkvæmd á árun- um 1927—’39, því nú er lang- mestur heyskapur tekinn á ræktuðu landi. Má segja, að það skipti alveg um, hvað efnahag manna snerti, þegar bændur gátu aflað mestallra heyja á ræktuðu landi. Bændur vinna sjálfir að búum sínum með skylduliði, en fala yfirleitt ekki kaupafólk og hefir svo verið til margra ára. Tíðarfar. Vorið 1944 var afar kalt og sprettulaust, en áfelli voru ekki stórkostleg. Hey gengu mjög til þurrðar, en heylaus varð þó engirih bóndi hér í sveit. Skepnuhöld voru fremur góð, enda er meðferð búpenings orðin þánnig, að vanhöld vegna vanfóðrunar hafa ekki átt sér stað hér í hreppi í langa tíð. Upp úr hvítasunnu (26. maí) fór að hlýna í veðri og tíð að smá batna. Grasspretta var þó lítil lengi fram eftir, svo að ekki gat heitið að kominn væri sæmileg- ur gróður fyrr en síðast í júní. En eftir það var grasspretta svo góð um tíma, að tún urðu víðast góð og sums staðar ágæt. Úthagi varð aldrei eiris góður. Heyskap- ur hófst ekki almennt fyrr en 15. til 20. júlí eða 2 vikum síðar en vanalega, og endáði víðast 5. til 10. sept. Síðastliðið sumar má teljast i samá flokki og sumurin 1901, 1913, 1925 og 1939. En þessi fimm-sumur eru þau beztu, sem komið haf-a á þessari öld. Hey- fengur varð því bæði mikill og góður, þótt heyskapurinn stæði yfir styttri tíma en venjulega. Haustið var sæmilegt til miðs októbermán.‘en þá gerði snjóa mikla. Batnaði þó aftur um stund, en 27. okt. gerði stórhríð með mikilli fannkomu og fennti þá margt fé. Sumt skreið aftur úr fönninni, en allmargt fórst með öllu. Síðan hefir mátt heita hið versta tíðarfar og oft mikil harðindi allt til góunnar. Þá skipti. um tíð og hefir verið gott síðan' -Ppstgöngur. Þrátt fyrir það, þó almennt sé talið, að póst- ‘samgöngur hér í landi fari alltaf batnandi með ári hverju, þá verður ekki sagt að svo sé hér á þessu landshorni. Að minnsta kosti eru vetrarpóstferðir í hinu mesta ófremdarástandi, sem hugsázt getur. Að sumrinu kem- ur póstur með bifreiðum á hálfs^ mánaðarfresti en gæti komið vikulega, ef góð stjórn væri í þessum efnum. En bót er þó í máli, að þessum hálfsmánaðar- ferðum má breyta, en svo er ekki með vetrarferðirnar, sem hófust með byrjun nóvember- mánaðar. Gekk þó póstur frá Vopnafirði og annar frá Húsavík og mættust að Skinnastað hér í hreppi. Þar mættú og 6 auka- póstar. Þessar ferðir voru fyrst hálfsmánaðarlega en síðan fór að smálengjast tíminn á milli ferðanna. Þannig voru 24 dagar á milli síðustu ferðarinnar fyrir jól og fyrstu ferðar á þessu ári. En svo liðu 25 dagar til næstu póstferðar, svo að alltaf virtist ætla að lengjast tíminn á milli ferðanna. Þá bregður svo undar- lega við, að næsta og síðasta póstferð var farin 11 dögum síð- ar og kom flestum að óvörum, svo að menn voru ekki undir það búnir að nota þá ferð, til að senda bréf og annað. Síðan eru liðnir 25 dagar, og fréttist ekki að nein póstferð sé væntanleg á næstunni. Slíkt ófremdará- stand sem þetta er gersamlega óþolandi og er því líkast, sem þessum póstferðum sé stjórnað af snarvitlausum mönnum.Ýms- um getum er leitt að því, hver eigi sök á þessu og hver beri á- byrgðina og eru sumir á þeirri skoðun, að það sé auðvitað |íóst- og símamálastjórnin. Er sú til- gáta næsta ótrúleg, að svo hátt- settir menn fremji slík regin afglöp. Aðrir tilnefna póstmeist- arann á Akureyri. En þar eð sá maður mun frekar vera þekktur að góðu einu, er þessi tilgáta fremur ósennileg. í þriðja lagi hefir komið fram sú tilgáta, að póstafgreiðslumáðurinn á Húsa- vík eigi sökina. Heyrzt hefir, að sú tillaga hafi komið fram „á hærri stöðum“, að leggja niður þesSar póstferðir á milli Húsavíkur og Vopnafjarð- ar. Má segja, að þá væri fyrst kastað tólfunum, ef til kæmi, að sú tillaga næði fram að ganga, því að þar með værum við Norð- ur-Þingeyingar svo að segja al- veg sviptir öllu póétsambandi yfir veturinn, því hinar stopulu strandferðir koma að litlu gagni í þessu sambandi, einkum fyrir þær sveitir, sem liggja inn til landsins. En þessar landpóst- ferðir að vetrinum eru hins veg- ar afar þýðingarmiklar og bráð- nauðsynlegar, með því að þær í raun og veru tengja saman hinar dreifðu byggðir á þessu nörðausturhorni landsins. En til þess að þær nái sínum fyllsta tilgangi, verður að'breyta þeim og skipuleggja betur en nú er. Það þarf að semja strax að haustinu áætlun fyrir allan vet- urinn, svo að allir geti vitað ná- kvæmlega fyrirfram, hvenær pósturinn gengur. Og svo væri sjálfsagt að ' hafa alltaf ná- kvæmlega jafnlangt á milli ferða. Ef póststjórninni þættu hálismánaðarferðir of tíðar, þá væri vel við unandi, ef þær væru á 18 daga fresti. Og þó að þær væri aðeins á þriggja vikna fresti, þá væri það betra en það ástand, sem við verðum nú að búáf við í póststmgöngum. Heilsufar hefir verið gott hér í vetur, og umferðasjúkdómar engir stungið sér niður: Af styrjaldarástæðum hafa allar nýbyggingar og aðrar framkvæmdir stöðvazt í bili. En að stríðinu loknu má gera ráð fyrir að hér hefjist allmiklar framkvæmdir, ef vinnuafl verð- ur fáanlegt. Af sérstökum fram- kvæmdum má nefria það, að margir hér í sveit hafa áhuga fyrir því, að útibú frá Kaupfél. N.-Þing. á Kópaskeri verði sett á stofn hér í miðri sveitinni, t. d. við skólahúsið að Lundi. Væri sú framkvæmd til afar mikils hagræðis fyrir sveitina, einkum að vetrinum, og kæmi einnig að miklu gagni fyrir Kelduness- hreþp. Þá má og gera ráð fyrir að nokkur nýbýli verði byggð að af- lokinni styrjöldinni, og að ný- rækt verði hafin í stærri stíl en áður. B. S. Nýír kaupendur Nýir kaupendur að Tímanum geta fengið sjðasta jólablað Tímans ókeypis, meðan upp- lagið endist, láti þeir afgreiðsl- una vita að þeir óski þess. í jólablaðinu er mjög margt læsilegt: skáldsögur, ferðasög- ur, kvæði og ýmsar frásagnir, greinar og myndir. — 64 bls. alls. Fylgfízt með Allir, sem fylgjast vilja með almennum málum, verða að lesa Tímann. Útbrelðið Tlmanu! BLAÐIÐ „PAXI“ í Keflavík liggur á borðinu fyrir íraman mig. Blað þetta kemur út einu sinni í mánuði og flyt- ur m. a. fréttir af útgerð og sjó- mennsku á Suðurnesjum. í verstöðv- unum sunnanlands er eins og kunnugt er fjöldi aðkomumanna á vetrarver- tíðinni. Ráða sumir sig á heimabáta í verstöðvunum, en aðrir hafa báta sína með sér að norðan eða austan. Fólk viðs vegar um land á því vanda- menn sína og vini á þessum slóðum frá því um áramót og þangað til í maí- mánuði. NÚ VÆRI EKKI ÚR VEGI að skyggnast sem snöggvast inn í vertíð- arlíf sjómannanna á Suðurnesjum. Til þess að svo megi verða dettur mér í hug að taka upp kafla úr viðtali, sem Paxi birtir í mánuðinum, sem leið, við Guðjón Jóhannsson formann á vél- bátnum Braga í Keflavík. Guðjón er tuttugu og eins árs gamall og yngsti formaður í Keflavík. Bragi er 35 smá- lesta bátur með 170 hestafla dieselvél, smíðaður í fyrrá í innri Njarðvík og kostaði 355 þús. kr. með „síldardekki". En nú kemur frásögn formannsins orðrétt eftir Faxa: „VIÐ BÁTINN eru tólf menn, þar af sjö í landi. Nú róum við með þrjátíu og fimm bjóð, hvert fjögur hundruð króka, beitt með frosinni síld, en'loðna og ný síld er notuð, þegar hún gefst. Landmennirnir beita og ganga frá lín- unni og skila henni niður að bát, en þar taka sjómennirnir hana. SVO ER LAGT AF STAÐ út að „línu“ til að vera þar í tæka tíð. Þegar ljósmerkið í landi er gefið, eru bát- arnir búnir að stilla sér á „línuna", ókyrrir eins og veðhlaupahestar, enda er kappstím framundan. Allir setja á fulla ferð næstum á sama augna- bliki — og fleiri hundruð hestöfl ham- ast, svo að gneistar af glóðarhausum og dillar í dieselvélum. Allir vilja verða fyrstir, því að þá geta þeir valið um mið, en eins og þú veizt, þá er aflinn oft ujidir því kominn. Nú er róðrar- tíminn klukkan 11,45, en hann færist alltaf fram eftir því sem nótt styttist. Róðrartíminn hefir verið skipulagður í mörg ár og er fyrst og fremst til að fyrirbyggja „línuþvarg", sem auðveld- lega getur orðið við það, að bátar leggi á mjög misjöfnum tímum---------. ÞEGAR Keflavíkurbátar koma að Skaga dreifa þeir sér venjulega á svæðið frá vestur til norður að vestri frá Skaga og frá 4—30 mílur út|(stund- um farið lengra). Formaður og véla- maður standa venjulega tveir á út- stíminu, hinir sofa. Þegar komið er út á fyrirhugaða miðið, er aðeins hægt á, vinnuljós kveikt og allir kallaðir á dekk. Endábaujan látin fara og síðan lagt í sömu stefnu á fullri ferð. Á útenda er ljósbauja, sem legið er við, þar til birtir, en þá er byrjað að draga, og línan þá búin að fá þriggja til fjögra tíma legu, þ. e. a. s. djúpendinn — en næstum alltaf er dregið upp í stefnu á land. Ef allt er lagi og ekki slitnar oft, er bjóðið dregið á ca. 15 mínútum, og fáist %—% skippund á bjóð, er það sæmilegur afli, en þar yfir telst ágætur afli. Að drættinum vinna allir ög skipta með sér verkum. Einn dregur, annar goggar, þriðji blóðgar, fjórði dregur færin, og sá fimmti andæfir. AÐ DRÆTTI LOKNUM er haldið til lands, en þar bíður oft erfiðasta verkið, en það er að landa miklum fiski um lágsævi. En að þvi verki gengur öll skipshöfnin. Landmennirnir gera svo að fiskinum, en sjómenn- irnir fara heim að borða og endurnýja í bitakassanum fyrir næstu ferð“. — Svona segist formanninum frá, en vekja má athygli á því til viðbótar, að mikinn hluta vertíðarinnar er far- ið út á miðin í myrkri og línan lögð í myrkri. Sjómenn sofa oft í bátunum tímunum saman. En þetta fer í vana segja þeir, og láta lítið yfir. ELZTI vélbátsformaður (fyrrver- andi) í Keflavik heitir Þorsteinn Þor- varðarson, og er sjötíu og þriggja ára gamall. Hann byrjaði formennsku sína á sexæringi árið 1897, en var síðar formaður á fyrsta vélbátnum, sem gerður var út til fiskveiða frá Kefla- vík, árið 1910. Sá bátur hét „Júíjus", 7—8 smálestir að stærð. Þá var aflað jöfnum höndum í net og á línu. Þor- steinn formaður segir frá fyrstu ver- tíð þessa vélbáts 1 viðtali við Faxa og farast honum svo orð: „VIÐ ÁTTUM FJÖRUTÍU NET í vertíðarbyrjun. Venjulega voru tvær trossur I sjó eða um tuttugu net. Netin voru lögð í Garðssjó. Þá var róið í birtingu. En væri verið með línu, þá var aðallega haldið í Nesdjúp, það er á þær slóðir, sem nú er róið á, en þó varla jafnlangt út,- Þá var far- ið með sjö til átta bjóð, 600 króka hvert, beitt með nýrri eða frosinni síld eftir ástæðum. Stundum var líka róið í Reykjanesröst, en þar var lúðu- von, enda annar fiskur oft nógur þar. Hver krókur var tíndur út með hönd- unum og svo legið yfir þar til í birtingu og þá allt dregið af höndum. Ef farið var með línu, var lagt af stað kl. 1—2 á nóttunni-----Þetta var í Keflavík fyrir 35 árum. FRAMAN AF NÚVERANDI VER- TÍÐ, _ í janúarmánuði, voru góðar gæftir við Faxaflóa, en lakari nú í seinni tíð. Þegar þetta er ritað, hafa ékki orðið mannskaðar né bátstapar í verstöðvum, svo að frétzt hafi. Og nú líður að sumarmálum. Ljúkum við svo þessu tali í dag. Heimamaður. Dyrnar eru ekki sérlega breið- ar né hliðið hátt. En þegar kom- ið er inn í húsagarðinn grípur mann öryggistilfinning, eins og komið sé inn í virki. Og þegar komið var inn fyrir virkisvegg- ina, mætti ég jafnan gestrisni, sem ég get borið saman við það, er ég þekki bezt að heiman. Mynd sú, er ég nú hefi dregið upp af danskri sveit, væri meir en lítið villandi, ef ég ekki um leið minntist á sumartöfra danskra sveita. Við vitum, að sumar og vetur breyta mikið svip allra sveita. En hvergi hefi ég séð jafn alger umskipti og þarna, er ég fór um sömu slóð- ir árla sumars næsta ár. Það var sem ný jörð og nýr himinn. Nú voru hin mórauðu moldar- flög frá haustinu orðin að bleiku, bylgjandi kornstanga- hafi, með grænum kartöflu- og rófna-akureyjum á víð og dreif og blómguðum beykiskógum eins og klettum úr hafinu hér og þar. Ég hefi sagt það áður og segi það enn, að. þá minnti Danmörk mig á veizluborð, sem svignaði undir krásunum. En það var meir en matarlyktin ein, s^m dró athygli að því borði. Það var einnig fagurlega skreytt. Danskt land er með afbrigð- um sumarhýrt og sumarfrítt. Frjómagn þess, ásamt'atorku og starfsmenningu þjóðarinnar, ekki sízt bændanna, hefi gert landið að samfelldum aldingarði, sumarlangan daginn, fögrum og frjósömum aldingarði. Þannig kom mér landið þá fyrir sjónir, og sú mynd hefir skýrzt, eftir því sem ég hefi séð það oftar. En þjóðin? Ég held, að allar þjóðir líkist smám saman land- inu, sem þær byggja, Qg danska þjóðin finnst mér bera svip af sínu landi. Ég kynntist nokkuð ýmsum dönskum bændum, og gat ekki varizt þeirri tilfinningu, „að hugur og hjarta, bæri þeirra heimalands mót“. Danmörk hef- ir óvíða yfir miklu útsýni að ráða. Þessar fáu hæðir landsins eru jafnvel tfetur fallnar til að byrgja útsýnið en 'að auka það. Þannig verður allt til að béina auganu niður fyrir fætur sér og á umhverfið. Og þegar svo að þetta umhverfi brosir á móti, fullt unaðar og ríkdóms, þá er ekki að undra, þó að þessi hugs- un vakni: hér er oss gott að vera. Þeim hafa líka tekizt við- skipti við land sitt, svo að snilld er. — En nokkuð svipað þessu komu mér bændurnir fyrir sjónir. Mér fannst áhugasvið þeirra nokkuð innilokað, og áhugi þeirra á almennum málum ekki eins mikill og lifandi eins og t. d. hjá Lslenzkum bændum. Og bókakost áttu þeir flestir lítinn fram yfir búfræðibækur. Talið hneigðist líka einatt að bú- skapnum, og þar eru þeir heima, enda svo miklir búsýslufnenn, að þar gætu íslenzkir bændur flest af þeim lært. Hitt rann mér oft til rifja, hve ótrúlega fáfróðir þeir voru um frændþjóð sína og sam- bandsþjóð um margar aldir. .— okkur íslendinga — og þessi fá- fræði virtist mér býsna útbreidd meðal þjóðarinnar. Get ég ekki stillt mig um að segja frá smá- árekstri, sem einu sinni varð á milli mín og liðsforingja nokk- urs, út af þeim málum — en við hittumst í járnbrautarlest og urðum samferða nokkun spöl. Þegar liðsforinginn varð þess vísari, að ég var fslendingur, byrjaði hann með allmiklu stór- danayfirlæti að skopast að sjálfstæðisbrölti íslendinga, og fannst þeir, sem vonlegt var, harla litlir karlar til að standa í slíkum stórræðum. Ég hafði þá fyrir nokkru gengið í félag íslenzka „landvarnarmanna" heima á Fróni og var bólginn af sjálfstæðismetriaði og upp- reisnaranda, eins og margir ungir íslendingar á þeim árum, og gat ekki stillt mig um að taka upp vörn í þessu máli. Ég benti honum á, að' fsland væri sér- stakt land með sérstakri ,þjóð, og ætti rétt til að fara sjálft með sín eigin mál. Jú, hann sagði, að svipað mætti segja um Fjón, .Langaland, Falstur og Borgundarhólm, og hefði þó þessum dönsku eyjum aldrei komið til hugar að segja sig úr lögum hverja við aðra. Ég kvað hér nokkru ólíku samari að jafna. íslendingar væru sérstök þjóð með sérstakt mál með sér- staka sögu og menningu. En hann tók fram í fyrir mér og sagði, að svipað mætti segja um hinar eyjarnar, þær vantaði svo sem ekki mállýzkurnar. Ég ætti bara að koma til Jótlands og heyra þeirra tungumál. Það í styrjöld „Vér höfum ríka sjálfstæðis- kennd og vér stofnum ekki lýð- veldi vort í þeim tilgangi að verða ófrjálsari en áður. Vér œtlum oss að eiga land vort allt og án erlendrar íhlutuna.r Þannig fórus't utanríkisráð- herra íslands orð á blaðamanna- fundi í höfuðborg Bandaríkja Norður-Ameríku í ágústmánuði fyrra árs. Þetta var vel mælt og viturlega. Eitt af stærstu og merkustu blöðum Bandaríkj- anna, „The New York Times“ sagði: „Þannig eiga lýðveldis- menn að tala.“ Og hér heima voru allir ánægðir og upp með sér af að eiga fulltrúa, sem bæri þá einurð og djörfung í brjósti, að segja stóra bróður í einlægni, en með fullri einbeitni, að vér vildum eiga land vort sjálfir án annarra íhlutunar. Það þarf stundum nokkurt þrek til að segja það einfalda, sem allir hugsa og vilja. En það er gæfa að geta talað svo, að heilli þjóð, þótt lítil sé, þyki betur og allir vildu sagt hafa, — eins og forð- um um Lilju, sem állir vildu kveðið hafa. — En vikur liðu og mánuðir. Og enn stóðu íslendingar gagnvart umheiminum og hinni sömu þjóð. Og nú var ekki minni al- vara á ferðum. Leitað var eftir, hvort ísland vildi fara í styrj- öldina ,og þetta í blákaldri al- vöru! En hér heima er orðin breyt- ing. Vér hikum við að segja það, sem nálega allir íslendingar hugsa: Vér förum aldrei í styrj- öld. Vér getum þolað órétt af öðrum, en í styrjöld förum vér ekki. Nú var enginn maður í á- byrgðarstöðu, sem sagði hin ein- földu orð, sem flestallir hugs- uðu. Nú er sú afstaða tekin, sem enginn er ánœgður með. Ekkert stórt við þetta. Enginn íslend- ingur hrifinn, og engar líkur til virðingarauka hjá nokkurri er- lendri þjóð. En það hvílir skuggi yfir þessu. Svo mikill skuggi,- að stjórn landsins virðist þykja vænleg- ast að birta ekki málsástæður fyrr en tímaps tönn hefir nag- að viðkvæmasta broddinn af umkomuleysinu. Að vísu er það nokkur hugg- un, ef henni er nú orðið ljóst auðnuleysi þeirrar þjóðar, sem ekki hefir manndóm í sér til að hugsa sjálfstætt og segja af- dráttarlaust sannfæringu sína. En skjótt hefir sól brugðið sumri og mikil breyting er á orðin frá því, er oddviti' vorra mála taldi hug þjóðarinnar eins og getið var í upphafi þessarar greinar, til þess sem nú er, að myrkur og gleymska geyma bezt orð forustumanna vorra. x. gæti hann sagt mér, að hann1 skildi mig miklu betur en Jót- ; ana. Ég sagði að það væri gott,en | gat þess til, aðþað kynni að stafa af því, að ég væri að burðast við að tala dönsku. Já, þetta er ágætt, sagði hann, við skiljum hver annan prýðisvel — en farið þér til Englands eða Þýzkalands, þá heyrið þér muninn, þar mynduð þér ekki skilja auka- tekið orð. Nú fór að síga í mig. Ég þakk- aði honum kærlega, ég skildi engu síður tala við hann þýzku og ensku heídur en dönsku. Með sjálfum mér óskaði ég þó um leið, að dóninn færi ekki að skella á mig ensku eða þýzku, Að vísu hafði ég gutlað við að læra bæði máliri, en heldur vildi ég karpa við hann á hans eigin máli. En hann tók mig ekki á oLðinu, heldur fór viðurkenn- andi orðum um menntun mína, sem ég ætti þetta að þakka. Ég sagði honum, að það væri nákvæmlega eins með dönskuna, það hefði kostað mig langan tíma og mikið erfiði að læra þetta mál, svo að ég gæti gert mig skiljanlegan á því. Hann horfði vantrúaður á mig, og þegar ég fór með „Det er et yndigt Land“ í íslenzkri þýð- ingu fyrir hann, til þess að láta hann heyra muninn á málinu, þá hristi hann höfuðið og vissi ekki, hvaðan á sig stóð veðrið. Við skildum í góðu, en þó var ég í þungu skapi. Ég leit út um lestargluggann og sá hvernig þokan beltaðist um skógarás- ana og flatneskjuna, og ég stöð 1 mig að því að raula þessi al- ^kunnu ' orð úr þáverandi þjóð- | söng okkar: Leiðist oss f j alllaust Frón. Mér fannst ég þá skilja, undir hvaða áhrifum skáldið mundi hafa ort þessar eftir- minnilegu ljóðlínur í lofsöng sínum til fósturjarðarinnar. Ég erfði ekki þetta orðaskak við þennan unga liðsforingja, en ég undraðist nokkuð þá fá-, fræði, er kom fram hjá honum, um efni, sem honum bar ærin skylda að kynna sér, samkvæmt sinni yfirþjóðartilfinningu. Ég efaðist ekki um, að hann mundi verða vaskur hermaður og verja föðurland sitt af hreysti og hugprýði, hvenær sem kall- að væri, en ég efaðist um, að hann væri til landvinninga fall- inn eða forsjónin hefði ætlað honum að hafa með höndum forráð annara þjóða. Ég held, að þessi vasklegi og að mörgu leyti geðþekki maður hafi ver- ið .barn þjóðar sinnar. Og þó erfði ég ekki þennan á- rekstur við dönsku þjóðina, þessi hugsunarháttur stakk svo í stúf við hið venjulega. Jafnvel fólkið í járnbrautarvagnlnum virtist með látbragði sínu og undirtektum engu síður fylgja mér að málum en landa sínum. Og víða þar, sem ég kom, var rætt um þessi mál af fullri sam- úð, og kvörtuðu margir um, að þeir gætu hvergi fengið íslenzka fánann. Á prestssetri .úti á -Fjóni, þar sem ég dvaldi um jólin, hafði prestsfrúin saumað íslenzkan fána áður en ég kom og lét, hann standa 'við , hlið danska fánans á meðan að ég bjó þar. Og 1 lýðháskólanum í Askov var íslenzki fáninn jafnan látinn standa við hlið hinna Norður- landaþjóðfánanna. Og þetta var þó á þeim árunum, sem ólgan var hvað ftiest og átökin í sjálf- stæðismáli íslendinga milli danskra og íslenzkra stjórn- málamanna hörðust. í fáum orðujn sagt: mér reyndust Dan- ir mjög viðfelldnir í umgengni og kurteisir, og í samanburði við mörlandann eru þeir svo glaðværir og léttlyndir, að þeim verður allt að hlátursefni; kímni þeirra og gamansemi er og viðbrugðið. Heildarmyndin: broshýr þjóð í broshýru landi. Þegar ég minnist þeirrar ham- ingju, þess öryggis og þeirrar glaðværðar, sem danska þjóðin átti við að búa á þessum árum, þó að ölduri styrjaldar og ógna skyllu hvarvetna að ströndum landsins, þá harma ég innilega örlög hennar í yfirstandandi heimsstyrjöld. Hún hefir nú legið um fimm ár varnarlaus undir kugarans hæli. Varnarlaus máske, en ekki viðnámslaus, sem betur fer. Land hennar hef- ir verið hernumið, en hin danska þjóðarsál hefir ekki verið her- numin. Hún hefir verið varin. Við dáumst öll-að þeirri baráttu og vonum, að þeir tímar nálgist, er hin atorkusama, friðsama, menntaða danska þjóð rís upp undan farginu, og blómgvast með sama endurnýjunarmætti og hénnar fagra og frjósama land að loknum hverjum vetri. þótt langur sé.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.