Tíminn - 13.04.1945, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.04.1945, Blaðsíða 5
27. blað TlmiVrV. föstndaglim 13. aprll 1945 5 tJm þetta leyi fyrir 11 árum: Skeiðarárhlaupið mikla 1934 ísland er land mikilla nátt- úruviðburða. Hér eru veður hörð, jöklar miklir, en eldur undir niðri. Miklir jarðskjálftar hafa verið alltíðir, og eldgos hafa valdið hér meiri ógnum og hall- ærum en flest annað, er steðjað hefir að þjóðinni á liðnum öld- um. Enginn landshluti hefir þó komizt í eins náin og geigvæn- leg kynni við ógnir elds og íss og Skaftafellssýslurnar, enda eru þær í nábýli við hvort tveggja, eldstöðvarnar mestu og jöklana. Sem betur fer hefir sú kyn- slóð, sem nú lifir, ekki orðið á sama hátt fyrir ógnum eldsins og eimyrjunnar, er brýzt úr iðr- um jarðar, og sumar hinna fyrri kynslóða. En samt hefir hún nokkurn smekk fundið, til dæmis í Kötlugosinu 1918, er sannarlega skall hurð nærri hælum, að ekki gerðust hroða- legri tíðindi, og eldsumbrotun- um í Vatnajökli og Skeiðarár- hlaupinu mikla um bænadag- ana 1934. Hér verður stuttlega lýst atburðum, er gerðust í sam- bandi við þau stórfenglegu elds- umbrot. Skaftfellingar eru glöggir og fljótir að sjá, ef einhverjar breytingar eiga sér stað á jökul- ánum eða, jöklunum, og mánu- daginn 22. marz þóttust menn sjá með vissu, að eitthvað_ ó- venjulegt væri að gerast. Átti þá Oddur . Magnússon bóndi í Skaftafelli leið yfir Skeiðará og virtist hún honum nokkru meiri meiri en eðlilegt mátti teljast um þetta leyti árs. Daginn eftir fór Hannes Jónsson bóndi á Núpsstað póstferð austur yfir. Bar hún þá með sér smájaka og var mjög leirblandin. Þessi ein- kenni þekktu menn frá fyrri Skeiðarárhlaupum. Um kvöldið komst Hannes ekki heim, því að áin var bráðófær orðin. Hina næstu daga óx áin sí- fellt og 28. marz var álitið, að vatnsmagnið væri orðið tífalt meira en í mestu sumarvöxtum. Tók áin þá að brjótast undan jöklinum á nýjum stöðum, og framundan Skaptafelli var hún hálfur þriðji kílómetri á breidd. Jafnframt gróf hún sig mjög niður. En þó var sjálft hlaupið ekki komið. Aðfaranótt 30. marz, föstu- dagsins langa, kom skyndilega nýr fjörkippur í Skeiðará. Vatn- ið ólgaði undan jöklinum á mörgum nýjum stöðum og flæddi yfir sandana með ógur- legum jakaburði og gný, svo að enginn maður í Skaptafelli festi svefn þá nótt. Voru stærstu jak- arnir á hæð við .hæstu kirkju- turna eða eins og stórskip, en flaumurinn lyfti þeim eins og kubbum og fleytti þeim til sjáv- ar með geysihraða. Á stöku stað rak þessa ferlegu jaka saman í þröng, þar sem hvér nísti ann- an, unz hún brast undan þunga vatnsins og sundraðist með buldri miklu og sogi. Síðdegis 30. marz náði hlaupið hámarki sínu. Var þá Skeiðará níu kílómetrar á breidd. En síð- degis 31. marz byrjaði það skyndilega að fjara. Tók að örla á eyrum, og á páskadag, 1. apríl, var áin orðin áþekk því, sem hún átti að sér, og var talin reið um nónbilið þann dag. 3. apríl var hún ekki nema rösk- lega í kvið á vænum hesti. En síðasta daginn, sem hlaug- ið var í algleymingi, gekk Hann- es karlinn á Núpsstað með póst- pokann sinn á bakinu þvert yfir jökulinn. Hann var búinn að vera í Sk&ptafelli frá því hlaupið hófst, og tekin að leið- ast biðin. Fylgdu honum á leið Oddur í Skaptafelli og annar maður til, en sneru við á miðj- um jökli. En Hannes komst heim eftir átján stunda göngu. Þessi för hefir þó verið allt annað en dæl. Undir jöklinum beljaði fram hið ægilegasta vatnsflóð og fyllti hverja sprungu og allt láglendi var einn flaumur. Og þennan sama dag hófust svo eldgosin í Gríms- vötnum. Háan' öskumökk bar við himinn með gneistaflugi og brennisteinsfýlu og hin fárleg- ustu öhljóð, ýlfur, dunur og vá- brestir ráku hver,t annað. Jökul- fararnir skaptfellsku voru kannske ekki svo ýkjamiklir fyrir mann að sjá, enda þeir Hannes og Oddur báðir menn á efra aldri, — en þeir héldu leið- ar sinnar æðrulausir. Merki þessa mikla jökulhlaups sáust lengi. Víðáttumikil svæði voru urin og sleikt eftir flóðið, og á víð og dreif sátu' svört björg — jakar, er strandað höfðu á leið til sjávar. Þegar fram í sótti og þessir jakar bráðnuðu, mynduðust geysimik- il ker í sandinn, þar sem var far jakanna, og voru þau lengi síðan hættuleg ferðam'önnum, sem ekki þekktu nógu vel svip- mót sandsins. Lengi síðan var farvegur fljótsins eins og víg- völlur með óteljandi sprengju- gígum. Undir jökulinn voru þrettán heljarmikil göng, þar sem vatn- ið hafði brotizt fram. Hver þessara miklu framrása voru um tíu 'metrar að þvermáli og má af því marka, hvílíkt reginflóð hefir beljað undan jöklinum, þegar flóðin stóðu sem hæst. Hefir fróðum mönnum reiknazt svo til, að Skeiðará hafi þessa mestu flóðdaga verið mun vatns- meiri en Amazónfljótið. Við rannsóknir á gosstöðvunum í Grímsvötnum kom það og 1 ljós, að þar hafði jökullinn bráðnað og sigið saman sem svaraði 10.000.000.000 smálestum vatns. Má af því nokkuð marka hversu stórfenglegt það hefir verið, þetta jökujhlaup i Skeið- ará um bænadagana 1934. Svo var um konur kvedið Þinn líkamí er fagur sem laufguð björk, en sálin er œgileg eyðimörk. Davíð Stefánsson Ég var hin þyrsta þyrnirós, en þú hið unga vín. Davíð Stefánsson Nú er ei hugurínn heima þvi hana ei öðlast kann. Stefán Ólafsson Gœða það líkust unun er andsffðenis sitja á móti þér. Bjarni Thorarensen Þegar ég tók í hrundar hönd með hœgu glingri fannst mér, þegar ég var yngri eldur loga á hverjum fingri. Sig. Breiðfjörð Sólin heim úr suðri snýr, sumri lofaf hlýju. Ó, að ég væri orðinn nýr og ynni þér að nýju. Jónas Hallgrímsson Kerling ein hinn versti vargur, voðaflagðið tunguskœtt. Grímur Thomsen Heima sitja meyjarnar og mœðast af sorgurh. Gestur Ó, þú brostir svo blítt og ég br&sti með þér. Eitthvað himneskt og hlýtt kom við hjartað í mér. • Stefán frá Hvítadál Ég var dularfulla blómið í draumi hins unga manns og ég dey, ef hann vaknar. Tómas Guðmundsson Hœ, þú, sem hoppar yfir strœti gullinhœrð í gulum sokkum! Ragnar Jóhannesson Vínfr Tímans Útvegið sem flestir ykkar einn áskrifanda að Tímanum og lát- ið afgreiðsluna vita um það sem fyrst. Gerist áskrifendur, séuð þið það ekki ennþá. Sími 2323. Áskriftargjald Tímans utan Rvíkur og Hafnarfjarðar er kr. 30.00 árgángurinn. Vilhelm JMoberg: Eiginkona FRAMHALD Ef til vill myndi hann hlusta á aðvaranir hennar, þegar hungr- ið færi að sverfa að. Og þess var skemmra að bíða heldur en hann bjóst við, að öll björg þryti. Eitt kvöldið, þegar hún ætlaði að hnoða deig í brauð, tók hún síðustu rúgskeffuna úr sáðtunnunni og lét í poka. Og þegar Hákon tók pokann og- ætlaði að leggja af stað í mylluna með hann, lét hún hann vita, að tunnan var tóm .... Það varð þá ekki búið til meira brauð úr mjöli á þessum bæ. Og það voru þrír tunglmánuðir þangað til von var nýrrar uppskeru til þess að mala af .... Heyrði hann það? Eða hlustaði hann ekki einu sinni núna á það, sem hún sagði? Þegjandi snaraði hann pok- anum á öxlina og lagði af stað niður að myllunni, þar sem byggðarmenn möluðu sjálfir kprn sitt. Hann þagði — nú var hann sjálfsagt aftur orðinn viti sínu fjær. Hann flýtti sér ekkert með mjölið, og Elín, sem vildi ljúka við að hnoða deigið, áðúr en hún legðist til svefns, varð leið á biðinni. Þessa kornlúku hefði hann átt að geta malað á einum klukkutípia, ef ekki hefði verið annað korn fyrir í myllunni, þegar hann kom .... Þegar ekkert bólaði é, honum, lagði Elín af stað niður að læknum til þess að forvitnast um, hvað tefði hann. Henni datt í hug, að hann hefði kannske slasað sig í myllunni. Niðri í myllu var enginn maður. Stéinarnir voru ekki á hreyf- ingu, það var aðeins vatnið, sem svarraði. Elín rölti heimleiðis í þungum þönkum. Hvers vegna hafði hann ekki farið í mylluna? Skömmu seinna kom Hákon heim — pokalaus. — Oddvitinn þurfti að nota mylluna í kvöid. Ég get malað í býtið í fyrramálið. Hákon laug. Elín hafði séð það sjálf, að það var ekkert korn í kvarnarstokknum. Og þar að auki hafði kona oddvitans .bakað brauð úr nýmöluðu mjöli í gær. Hákon laug — og sá, sem lýgur, vill dylja eitthvað. Hvað var hann að dylja? Það lá á að baka. En samt sem áður lá honum enn meira á einhverju öðru — lá svo mikið á því, að hann gat ékki einu sinni malað kornið sitt. Hvar hafði hann verið? Elín reyndi að geta sér til um sannleikann. Hann fór hér um bil alltaf eitthvað burt rétt fyrir sólarlagið. Hvaða laumuspil var þetta? Hún ætl- aði að komast eftir því. Og næsta kvöld læddist Elín á eftir honum. Hann tók á sig langan krók niður að læknum, hann gekk slóða, sem lá á akur- mörkunum. Og Elín elti hann — í hæfilegri fjarlægð, þar til hún sá, hvert hann lagði leið sína. Hákon hvarf inn í espilundinn hjá vatnsbóli Páls — fór þar inn í þéttan runna. Út úr honum kom hann ekki aftur, að því er hún gat séð. En úr annarri átt kom kona, sem bar mjólkurskjólur, og hún fór líka inn í þennan sama runna. Þau hurfu bæði inn í kjarrið. Elín hrakyrti sjálfa sig. Hvernig gat hún verið svona eftir- tektarlaus asni, að hafa ekki fyrir löngu grunað þetta. Nú var hulunni svipt að fuglaveiðum húsbóndans. Og þar með var hún leyst, þessi mikla gáta, sem hún hafði velt fyrir sér hér um bil heilt ár. Hákon hélt við konu Páls. • Sú skækja .... Elínu svall móður af heift. Hún var nýgift mynd- armanni, og samt lá Jiún hjá öðrum úti í skógi. Það átti að húðstrýkja þessa glæframanneskju og reyta hárið af hausnum á henni. Hákon var ræfill og þorpari, úr því að hann gat fengið sig til þess að halda við konu annars manns, en hann gat hún samt afsakað, því að hann var þó hvorki heitbundinn né kvænt- ur. Já, heift Elínar beindist hér-um bil öll gegn Margréti. Hafði hún svo sem ekki séð það, hvern mann hún hafði að geyma? Hún var með græn augu eins og galdranorn, þessi kona hans Páls, og þetta ók hún og dillaði á sér dyntinum, eins og hún væri að bjóða til sín öllum karlmönnum, sem á vegi hennar urðu. Já, var kannske ekki eins og hún segði: Komdu, eigum við að leggj- ast þarna í lautina? Sem kristinni manneskju bar henni að láta sér nægja eiginmann sinn, en af óskiljanlegri illsku vildi hún bæði sitja að sínu og annarra — slíkt kvendi gat áreiðanlega aldrei öðlazt fyrirgefningu synda sinna. Bæði sínu og annarra .... Frá Elínu varð reyndar ekki neinu stolið, því að hún hafði aldrei eignazt neitt, en henni fannst eins óg Margrét hefði tekið Hákon frá sér. Nú sá hún það svo greinilega: Hann hafði verið allt öðru vísi áður.en Páll og kona hans komu í þorpið. Hann hafði gefið henni meiri gaum og virt hana meira. Nú var þessi kvenmaður frá Dynjanda búinn að tæla hann — hún, sem hvarf inn í kjarrið á eftir honum .... Elin laumaðist aftur heim, en hugsanifnar létu hana ekki í friði: Hvað skyldi vera að gerast niðri í kjarrinu á þessari stundu? Hún reyndi að vísa á bug þeim hræðilegu sýnum, sem hún sá, hún blygðaðist'sín fyrir þær, eins og hún hefði aðhafzt eitthvað ósiðsamlegt, en fann þó jafnframt, að það var eitthvað, sem hún vildi ekki missa af. Nei, nei, — ekki að henni væri dillað, hún kvaldist aðeins og brann af heift. Hún vildi ekki heldur viður- kenna öfundina, sem náð hafði tökum á henni.. Nei, hún var bara hneyksluð á þessu syiidsamlega athæfi, sem hún hafði upp- götvað, hún var skelfingu lostin yfir hinni hræðilegu spillingu kristins fólks. Og nú hafði hún þá fengið að vita það, sem hún vildi. En hvernig átti hún að beita þeirri vitneskju? Klukkustund líður. Svo kemur Hákon heim til þess að borða kvöldmatinn. Og þegar Elín sér hann í dyrunum, verður hún al- veg máttlaus í fótunum af ótta. Hvað er það, sem nú gengur að húsbónda hennar? Það brenn- ur eldur úr augunum, hendur hans titra. Hvað hefir gerzt þarna niður frá í kvöld? Kom Páll og stóð þau að ódæðinu? Því að eitthvað hlaut að hafa gerzt. Hún þekkir öll þessi geðbrigði hans út i æsar. Og nú dregur hann andann þungt, eins og hann er vanur, þegar hann er reiður — henni dylst ekki, að nú er hann hamslaus af reiði. Hann skýtur neðri vörinni upp, eins og hann sé smeykur við að missa út úr sér allar þær formælingar og illyrði, sem safnazt hafa saman í munni hans. Maður, sem er með svona svip eins og hann, getur ekki lengur talað: hann öskrar, hann gólar, hann bölsótast. Hákon er æfareiður. Elín verður að beita allri orku sinni til þess að halda sér upp- réttri. Það er hún, sem hann er reiður! Hann hefir tekið eftir því, að hún elti hann og njósnaði um hann. Og hann er viti sínu fjær af reiði yfir því, að hún skuli vera að skipta sér af hans JÚLLl OG DÚFA Eitir JÓW SVEmSSOH. Þegar við fórum fram hjá grænum blettum á heim- leiðinni, vildum við lofa Dúfu bíta og seðja versta hungrið. En það bannaði vinnumaðurinn okkur skýrt og skor- inort. < • „Það væri versti hrekkurinn, sem við gætum gert lienni,“ 'Sagði hann. „Það vrður að beita við hana alveg sérstakri aðferð, ef hún á að lifa.“ Dúfa var þó það styrk, að mestalla leiðina gat hún gengið. Samt urðum við að bera hana stöku sinnum. Þegar heim kom, var búið um hana á sérstökum stað. En það þótti okkur börnunum leiðinlegast, að hún fékk ekkert að éta fyrst um sinn. En okkur var sagt, að fyrst yrði að reyna að ná úr henni ullinni, sem hún hafði étið. Til þess var henni gefin inn olía, og gekk það vel. Þar á eftir var farið að gefa henni gamalt hey. Til að byrja með fékk hún ekki nema agnarlitla tuggu í einu, og leið langt á milli. Og það var henni fyrir beztu. Okkur til mikillar gleði hressist Dúfa og braggaðist, og seinna meir fengum við að heimsækja hana í spánska kofann eins oft og við vildum. Þó að undarlegt megi virðast, varð enginn var við Júlla. Okkur langaði til að leita að honum, en þorðum það þó ekki, því að við vissum, að hann var dáinn fyrir löngu. Ennþá liðu tvær eða þrjár vikur. Um sumarmálin gerði þíðviðri og leysingar, og nú var jörð orðin auð að mestu. Einn morgun höfðu tveir eða þrír menn af bænum íarið upp í fjall. Eftir stundarkorn kom einn þeirra hlaupandi heim af t- ur og sagði þær fréttir, að þéir hefðu fundið líkið af Júlla í djúpri og þröngri klettaskoru. En ekki vildu þeir hreyfa við því, fyrr en húsbóndinn fengi að vita um það. Húsbóndinn skipaði undir eins að útbúa skyldi líkbör- ar og taka til ábreiður til að vefja um líkið. Síðan var lagt af stað með það upp í fjallið. En nú fengum við börnin ekki að fara með. Eftir góða stund sást til líkfylgdariimar. Hægt og þunglamalega færðist hún niður fjallið í áttina til bæjar. Ábreiðunum höfðu þeir vafið um líkið. Heima hafði kvenfólkið búið allt undir. Úti í skemmu var sett upp langt borð til þess að leggja líkið á Þar var svo búið um vin okkar með allri þeirri um- The World’s News Seen Through the Christian Sgience Monitor Án Intcrnational Daily Nnvsþaþer is Truthful—Constructive—Unbiased—Free from Sensational- ism — Editorials Are Timely and Instructive and Its Daily Features, Together with the Weelcly Magazine Section, Make (he Monitor an Ideal Newspapcr for the Home. _______________________________«------------------- The Christian Science Publishing Society One, Norway Street, Boston, Massachusetts Price $12.00 Yearly, or $1.00 a Monch. Souurday Issue, including Magazine Section, $2.60 a Ymt. Introductory Offer, 6 Issues 25 Cents. Nasecm------------------------------------------- SAMPLE COPY ON REQUBST ÐáÖir vovu drýgðar Saga Nólseyjar-Páls og fleirl afreksmanna, segir frá margvíslegum mannraunum, ævintýrum, svaðilförum og hetjudáðum. Sögurnar gerast á hinum ólíkustu stöðum og umhverfi, allt frá hjarnbreiðunum á nyrztu slóðum jarðarinnar ti-1 fjallavatnanna 1 Sviss, háfjallanna í Tl- bet og sólheitra stranda Arabíu. Allir, sem unna stórfenglegum hetjusögum og ævin- týrum, lesa „Dáðir voru drýgðar“. Kaupið bókina hjá næsta bóksala, eða pantið hana beint frá útgefanda. t# Bókaúígáfan Fram Lindargötu 9 A — Reykjavík — Sími 2353

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.