Tíminn - 13.04.1945, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.04.1945, Blaðsíða 7
TÍMINIV, föstndaginn 13. aprfl 1945 7 27. blað Opið bréi til sýslumannsms Húnavatnssýslu í Herra sýslumaður Guðbrandur ísberg. Ár 1944 þ. 2.—7. maí hélduð þér sýslufund Austur-Húna- vatnssýslu á Blönduósi. Meðal annarra mála er tekin voru til umræðu, var sundlaugin á Reykjum. Þér hafið oft lýst yfir andúð yðar á þessari sundlaug, og haldið því fram að Austur- Húnvetningar ættu að sækja sundkennslu út úr sýslunni. Mér og mínu heimili væri það. fyrir beztu að yður tækizt sú fyrir- ætlun yðar, að afnema sund- kennslu á Reykjum. En þér elgið að gera það á heiðvirðan hátt, en ekki með ósönnum sakargiftum á mig og mitt heimili. Á áðurnefndum sýslufundi hélduð þér því fram, að ull bóndans á Reykjum væri þvegin í lauginni, og sauðfitubrækja væri um alla laugina, og yfir- leitt væri umhirða og notkun Reykjabóndans á lauginni þann veg farið, að ekki væri viðhlýt- andi. Ég lýsi það hérmeð rakalaus ósannindi að ég hafi nokkurn tíma notað laugina til ullar- þvotta og læt fylgja þessu bréfi vottorð til sönnunar. Ekki virt- Uð þér málstaðinn þess, að leita yður upplýsinga, hvort ásakanir yðar á mig væru á rökum reistar. Það sýnir fljótfærni yðar og óvandaða málsmeðferð. Ekki virðist þó ósanngjarnt að gera hærri kröfur til yðar, um það að fara ekki með ill- kvittnisleg ummæli í garð hér- aðsbúa, en óbreyttra borgara, a. m. k. þegar þér eruð í emb- ættisskrúðanum. Sundlaugin á Reykjum hefir stundum verið óhrein sökum þess að eigi hefir verið hirt um að skipta um vatn, í laug- inni. Úr því sýslan hefir tekið að sér forustuna í sundlaugarmál- inu, þá ber henni, og þá ekki' sízt yður, sem oddvita sýslu- nefndar, að sjá lauginni fyrir hreinsun. Ásakanir yðar gagn- vart mér koma því úr hörðustu átt. Ég hefi stöku sinnum orðið var við það, að baðgestir halda, að mér beri að sjá um hreinsun laugarinnar, en það er fullkom- inn misskilningur. Þau 20 ár, sem ég hafði sundkennslu með höndum, hreinsaði ég að vísu laugina, en það verk vann ég sem sjálfboðaliði. Að endingu þetta: Það er vægasta krafa mín til yðar, hr. sýslumaður, að þér tak- ið orð yðar aftur, viðkomandi ullarþvottinum í sundlauginni á Reykjum, og ómerkið þannig sjálfur ummæli yðar. Vorið 1943 tókuð þér sérstak- lega sem dæmi gagnvart ullar- þvottinum í sundlauginni. Með- fylgjandi vottorð fólks, sem dvaldi hér það vor og vann að ullarþvotti, læt ég fylgja hér- með.. Það er betra að vita rétt en hyggja rangt, þótt háir séu. Reykjum á Reykjabraut, 4. marz 1945. Páll Kristjánsson. VOTTORÐ. Ég undirrituð votta hér með, að gefnu tilefni: Að vorið 1943 og öll þau ár, sem ég hefi dvalið hér á Reykjum á Reykjabraut, hefir aldrei verið þvegin eða skoluð ull i sundlauginni þar. Reykjum, 30.—5.—1944. Margrét Daníelsdóttir. Ég undirrituð, sem hefi verið til heimilis að Reykjum á Reykjabraut, vor og sumarlangt 1943 og 1944. Votta hér með, að gefnu tilefni, að. í bæði skiptin hefi ég verið við ullarþvott og hefir alls ekki verið þvegin eða skoluð ull í sundlauginni þar. Margrét Guðbrandsdóttir. Samkvæmt beiðni Páls Krist- jánssonar, Reykjum á Reykja- braut, vottast hér með, að engin ull hefir verið þvegin í sund- lauginni á Reykjum, er ég var þar við ullarþvott vorin 1942 og 1943. Wolfgang Edelstein. 4 víðavangi (Framhald aj 2. síðu) uryrði. Jafnframt læst blaðið hafa mikil sönnunargögn í höndunum, þar sem eru ein- hverjar svipaðar aðdróttanir í Ófeigi. Slíkar árásir, sem ekki bein- ast gegn neinum ákve^num ein- staklingi, heldur póstmanna- stéttinni í heild, virðist vægast sagt angurgapalegar. Yfirleitt mun mega segja, að póstmenn- irnir*ræki störf sín vel og þó ekki sízt póstarnir, sem fara erfiðar og áhættusamar ferðir fyrir lélega borgun pniðað við almennt kaupgjald nú. Bréf- hirðingamenn út um land munu og undantekningalítið rækja starf sitt samvizkusamlega, þótt ónæðissamt sé og illa laun- að. Yfirleitt mun og þetta fólk gera sitt bezta til að greiða fyrir blöðunum. Aðdróttanir og brigsl Mbl. og Ófeigs í garð þessa fólks eru því ómaklegar. Hafi þessi blöð yfir einhverju sérstöku að kvarta, eiga þau að segja það hreint og greinilega og kæra þá Kristinn menn, er að slíku kunna að vera valdir. Hitt er lítilmann- legt að fara með brigsl um fjölmenna stétt, er áreiðanlega vinnur verk sitt sómasamlega, þótt ef til vill kunni að vera þar einhverjar slæmar undan- tekningar, eins 'Og í flestum eðji öllum stéttum. Týri. Týri proventukarl heldur á- fram því japli í Reykjavíkur- bréfúm snum, að Framsóknar- menn hafi óskað eftir hruni og verðfalli af fjandskap við ríkis- stjórnina og færir það fram sem sönnun, að Tíminn hafi sagt frá því í vetur, eins og líka Morg- unblaðið og flest önnur blöð gerðú, að Bretar væru farnir að tala um að lækka fiskverðið! Höfðu blöðin þetta m. a. eftir íslenzka sendiherranum i Lon- don. Týri löðrungar því engu síður sjálfan sig en Framsókn- armenn með þessum heimskú- vaðli sínum, en verst fer hann þó með herra sinn og húsbónda, Ólaf- Thors. Ólafur spáði því, þegar stjórn Björns Þórðarson- ar sat að völdum, að fiskverðið myndi lækka niður 1 y5 og jafn- vel Vio af þáv verði. Samkv. röksemdaleiðslum Týra, hefði Bindíndismálaiund- ur í Hafnariirði Miðvikudaginn 4. apríl var að tilhlutan stjórnar Verkamanna- félagsins Hlíf, haldinn fundur í Góðtemplarhúsinu í Hafnarfirði. Á.fund þennan hafði verið boð- ið bréflega formönnum allra félaga í bænum og þar að auki formönnum skólanefnda, skóla- stjórum og prestum beggja safn- aðanna. Tilefni fundarins var að ræða áfengisnotkun lands- manna, og þá sér í lagi íbúa Hafna,rfjarðar, og á hvern veg félagssamtökin #geti unnið gegn því böli, er áfengisneyzlunni fylgir. Fundarstjóri fundarins - var kosinn Kristinn Magnússon og fundarritari Jóhann Tómasson. Hermann Guðmundsson inn- leiddi umræður með ræðu, urðu miklar umræður um málið og töluðu þessir með frummæl anda: Sigurgeir Gíslason, Þor- leifur Jónsson, Gísli Sigurgeirs- son, Kristján Eyfjörð og Eggert ísaksson og Guðjón Guðjónsson. Að umræðum loknum voru eft- irfarandi tillögur samþykktar: Tillaga frá stjórn v.m.f. Hlíf: „Fundur haldinn í Góðtempl- arhúsinu, miðvikud. 4. apríl ’45, þar sem viðstaddir eru formenn eða fulltrúar flestra starfandi félaga í Hafnarfirði og skóla- stjórar skólanna í bænurp, á- lykta, að nauðsyn beri til þess að samstarf hefjist milli félag- anna í bænum um að vinna gegn áfengisneyzlu, og samþykk- ir því að kjósa 7 manna nefnd, sem vinni að undirbúningi að slíku væntanlegu samstarfi." Tillaga frá Guðjóni Guðjóns- syni: „Fundurinn tejur brýna nauð- syn að þeirri reglu verði komiö á í öllum þeim félögum, sem viija bindast samtöikum gegn ofdrykju áfengis, að enginn sá maður geti átt sæti í stjórnum þeirra, sem ekki er bindindis- ríiaður. Þá telur fundurinn það einsætt, að öll þessi félög gæti þess vandlega, að ekki sé haft um hönd áfengi á skemmtunum, sem þau beita sér fyrir, né á skemmtistöðum, sem þau ráða yfir.“ í samstarfsnefndina, sem fyrri tillagan getur um, voru kosnir: J. Magnússon, Gísli Umsókuir lím bátakaup Reykjavíkurbær hefir fyrir milligöngu rikisstjórnarinnar, fest kaup á fimm ca. 80 smálesta vélbátum í Svíþjóð með það fyrlr augum að tryggja að þessir bátar verði gerðir út frá Reykjavík. Bærinn hefir ákveðið að selja bátana með kostnaðarverði til einstaklinga eða félaga. Væntanlegir kaupendur sendi bindandi umsókn fyrir 5. maí n. k. til Sjávarútvegs- nefndar Reykjavíkurbæjar, Austurstræti 10, 4. hæð. Það er skilyrði fyrir sölunni, að bátarnir verði skráðir hér í bænum og gerðir út héðan. Ennfremur þurfa væntanlegir kaupendur að geta greitt nú þegar kr. 75.000,00 á bát til tryggingar kaupunum. Loforð er fyrir eftirtöldum lánum út á hvern bát: Á 1. veðrétt kr. 195,000,00 til 200.000,00 úr Fiskiveiðasjóði íslands. Á 3. veðrétt kr. 100.000,00 úr Styrktar- og lánasjóði. Lán þetta er vaxtalaust og greiðist með jöfnum afborgunum á 15 árum. Ennfremur mun Reykjavíkurbær láta væntanlegum kaupendum i té bakábyrgð á 2. veðréttarláni, allt að kr. 100.000,00, gegn nánar tilteknum skilyrðum. í bátunum verður 260 hestafla Atlas-dieselvél. Nánari upplýsingar um bátana gefur Dr. Björn Björnsson, hagfræðingur, Austurstræti 10, 4. hæð, sími 4221. x Þeir, sem áður hafa óskað eftir kaupum á umræddum bátum þurfa að endurnýja umsókn sína, éf þeir vilja koma til greina sem kaupendur. Sjómenn og útgerðarmenn verða að öðru jöfnu látnir sitja fyrir kaupunum. Að öðru leyti áskilur nefndin sér frjálsar hendur um sölu bátanna. Sjávarúlvegfsneínd Reykjavíkur Sigurgeirsson, Hermann Guð- mundsson, Una Vagnsdóttir, Kristján Eyfjörð, Guðjón Guð- jónsson og Benidikt Tómasson. Ólafur átt að segja þetta vegna þess, að hann óskaði eftir slíku verðfalli til að gera stjórn Björns erfitt fyrir. Þótt Ólafi hafi verið sitthvað misjafnt ætlað, hefir enginn ætlað hon- Erlent yfirllt. (Framhald af 2. síðu) m. a. á að Rússar sjálfir hefðu gert hlutleysissamning við Þjóð- verja og horft á það aðgerða- laust, að þeir legðu undir sig hvert smáríkið á fætur öðru. Þetta hefði þeim vafalaust ekki þótt gott, en þó sætt sig við það, því að þeir hefðu álitið sér það nauðsynlegt. Danir hefðu þó miklu frekar verið nauðbeygðir til að fara svipað að, því að þeir hefðu engum vörnum getað við komið. Rússneskir stjórn- málamenn ættu því ekki að á- fella Dani fyrir það, sem þeir sjálfir hafa gert. Mun vissulega mörgum sýnast að Christmas Möller hafi hér vakið athygli á því, að eigi að dæma einhverja seka fyrir skaðlegt samneyti við Þjóðverja, berast fljótt böídin að Stalin og Molotov, því að án hlutleys- issáttmála þeirra við Þjóðverja, hefði styrjöldin sennilega aldrei hafizt. Það var fyrst eftir að sá samningur var gerður, að Þjóðverjar áræddu að ráðast á Pólverja. ur í meira lagi. En Týri hefir sér um aðra eins vonzku og Týri það til afsökunar umfram suma hefir hér gert. Það hefir því far ið fyrir Týra, eins og sumum öðrum proventukörlum, að hann hefir hér reynzt óhúsbóndaholl- aðra proventukarla, er þannig hafa reynzt, að harin hefir gert þetta af kjánaskap, en ekki á- setningi. Flóra Höfum allar fáanlegar tegund- ir af matjurta- • og blómafræi, blandað grasfræ og sérstaklega gott gulrófufræ. Gerið pantanir yðar í tíma. F 1 ó r a Rey k j avík eiNS OG PÉR . SÁIO MUNUÐ PÉR UPPSKERA •'/// j j/ny •' bpr. 13(4 br Unlltd Frature Syndlcatr, Inc. J , 1 Frú Vamnan(inni): Þegiðu, skúmur! Bless- aðir drengirnir eru önnum. kafnir. Vilm.: Hvað? Leifi: Þambara, vambara .... Vilmundur viðutan: Nú skil ég þig ekki, Frú Vamban: Þeir eru upptekn ir, segi ég. Leifi: Huh! Vilm.: Augnablik, Langleggur! Beygðu þig niður!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.