Tíminn - 20.04.1945, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.04.1945, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFPANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Símar 2353 Og 4373. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. RITST JÓRASICRIFSTOFUR: \ EDDUHÚSI. Lindargötu 9A. Símar 2353 Og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Sími 2323. 29. árg. Reykjavík, föstudagiim 20. apríl 1945 29. blað Akurnesingar haía margvís- legar stóríramkvæmdir með höndum Viðtal við Þórhall Sæmnndssoii, hæjarfógeta á Akranesi. Skipaskagi, en svo heitir Akranes frá fornu fari, hefir um langan aldur verið ein helzta verstöð við Faxaflóa. Síðan bátar stækkuðu, hafa erfið hafnarskilyrði staðið útgerðinni þaðan fyrir þrifum, en stöðugt er unnið þar að auknum hafnarbótum. Úr skýrslum Mfólkursamsölunnar og Mjólkursamlagfs K. E. A. Mjólkuríramleíðsla á stærstu verðj.svae TREMAA FORSETI m eínní milj. l.meíri :ðunum 1944 en’43 Mjólkursamsalan seldi 900|púsund lítrum meira^af^mjólk 1944„en 1943 Jafnhliða útgerðinni hafa Skagabændur alltaf stundað landbún- að öðrum þræði og flestir átt kýr og kindur, og kartöflurnar þaðan eru frægar. Skipaskagi hefir þau tvö höfuðskilyrði, sem útvegsbæir þurfa að hafa, en þau eru góð fiskimið skammt undan og góð ræktunarskilyrði nærliggjandi. Á síðari árum hefir Akra- nes líka verið sívaxandi bær og framfarir þar miklar. Er nokkuð sagt frá því í viðtali, sem Tíminn hefir nýlega átt við Þórhall Sæmundsson, bæjarfógeta Akraneskaupstaðar, og fer það hér á eftir: Arni Jóhannsson gjaldkcri K. E. A. Arni Jóhannsson, aðalgjald- keri KEA og forseti bæjar- stjórnarinnar á Akureyri, er ný- j lega látinn eftir þunga legu.1 Árni var rúmlega sextugur að j aldri. Þessa merka manns verð- ur nánar getið hér í blaðinu j síðar. Sundmót í tilefni af 100 ára dánardegi j Jónasar Hallgrímssonar, munu íþróttamenn gangast fyrir sund- mótum um land allt í vor og sumar. Sundmót þessi fara fram í minningu um Jónas, sem fyrir þá Fjölnismenn þýddi og stað- færði kennslubók í sundiðkun- um. Bók þessi kom út árið 1836. Voru í henni ýmsar tilsagnir i mismunandi sundum. Var því Jónas Hallgrímsson í tölu þeirra manna, er endurvöktu sund- mennt íslendinga. — í bók sinni hvatti hann og menn til þess að gera sundhylji. Víðskiptín við útlönd Samkv. bráðabirgayfirliti Hag- stofunnar nam innflutningur til landsins frá áramótum til marz- loka 58 milj. kr., en útflutning- urinn 66.9 milj. kr. Verzlunar- jöfnuðurinn var því hagstæður um 8.9 milj. Á sama tíma í fyrra nam innflutningurinn 38.0 milj. en útflúfningurinn 47.6 milj. kr. Skutull stækkaður Blaðið Skutull á ísafirði hef- ir nýlega stækkað til muna. Verður það oftast 8 síður í stað fjögurra áður og allt sett með smáletri. Skutull verður því fyrsta íslenzka blaðið, sem er alveg sett með smáletri. Flest erlend blöð eru sett með því letri, og má búast við, að sá háttur verði einnig tekinn upp hér áður en langt um líður. Blöðin verða yfirleitt útlitsbetri með því móti. Jafnhliða stækkuninni hefir Skutull tekið ufip miklu fjöl- breyttara efnisval en áður. Hann flytur, auk ýtarlegri frétta og frásagna af Vestfjörðum, stjórn- málabréf frá Reykjavík, erlent yfirlit, sérstaka þætti um at- vinumál og ýmsar verklegar nýjungar o. fl. Er efnisröðun- inni haganlega komið fyrir, og er auðsýnt, að ritstjóri Skutuls (Framhald á 8. slðu) — Er Akranes vaxandi bær? — Já, um áramótin seinustu var ibúatalan 2046. Fjölgunin hefir undanfarin ár verið um 50 manns á ári, þó dálítið mis- jafnt frá ári til árs. Fólksfjölg- unin hefir samt aldrei verið eins ör og nú, enda liggja nú fyrir fjölmargar beiðnir um byggingaleyfi. — Hvernig eru hafnarskil- yrðin? — Þau eru ekki góð, og er erf- itt að gera góða höfn á Akra- nesi. Raunverulega er ekkert örugt skipalægi til þar. Árið 1930 var hafin bygging á hafn- argarði og var síðan unnið að lengingu hans árin 1933 og 1934, og því verki lokið 1935. Má ó- hætt segja, að hafnargerðin hafi skapað staðnum vaxtarskilyrði framar flestu öðru. Alls kostaði þessi framkvæmd um 620 þús. kr., og voru % hlutar greiddir úr ríkissjóði. Þegar tekið er tillit til þess, að Akurnesingar hafa á styrj- aldarárunum alltaf getað látið fiskinn í stór fisktökuskip við hafnargarðinn, má- segja, að framkvæmd þessi sé búin að margborga sig í auknu afurða- verði. — Eru aukin hafnarmann- virki á döfinni? — Já, í fyrrasumar var byggð allstór bátabryggja fyrir innan hafnargarðinn. í sumar er á- formað að lengja aðalhafnar- garðinn um 60—70 metra, sem- ent er þegar komið til fram- kvæmdarinnar og' líklegt að hún hefjist mjög bráðlega. Verið er að rannsaka mögul'eika fyrir því að gera bátalægi inn af innri bryggjunni, en til þess þarf fyrst að lengja hafnargarðinn. - — Er áhugi. fyrir vaxandi út- gerð? — Akranes verður fyrst og fremst útvegsbær, þrátt fyrir erfið hafnarskilyrði. Byrjað er nú að byggja nýjan allstóran bát í skipasmíðastöðinni á Akra- nesi og er það þriðji báturinn yfir 60 smál., sem byggður er á Akranesi. Eigandi þessa nýja báts, sem á að verða um 60 smál., er sameignarfélag þeirra Sig urðar Þorvaldssonar og Berg þórs Guðjónssonar skipstjóra á Sigurfaranum, en þann bát á sama félag. — Hvað eru gerðir út margir bátar frá Akranesi á þessari ver- tíð? — Héðan eru gerðir út 22 vél bátar á línuveiðar’ og botnvörp- ungarnir Sindri og Ólafur Bjarnason. Héðan er einnig gerður út flóabáturinn Víðir, sem er í förum milli Akraness, Borgarness og Reykjavíkur. Sá bátur var byggður á Akranesi og er eign sama félags og botnvörp- ungurinn Sindri. Opnir vélbátar eru 8 og stunda þeir aðallega veiðar á vorin og sumrin. (Framhald á 8. slðu) Mjólkurframleiðslan á stærstu verðjöfnunarsvæðunum jókst verulega á síðastl. ári. Mjólkurmagnið, sem kom til mjólkurbú- anna á svæði Mjólkursamsölunnar í Reykjavík, var um 616 þús. lítrum meira en JL943, og mjólkurmagnið, er Mjólkursamlag K. E. A. á Akureyri tók á móti, var 370 þús. lítrum meira en 1943. Bændur hafa þannig aukið sölu mjólkurframleiðslunnar um 1 milj. lítra á þessum tveimur verðlagssvæðum. Verður það að teljast vel að verið, þegar miðað er við hina miklu vinnufólks- eklu og miklu minni innflutning á vélum en bændur hafa óskað eftir. Hefðu bændur vissulega ekki getað áorkað þessu, nema með því að leggja á sig meira erfiði og taka aukna tækni í þjónustu sína. Er hér enn fengin ný sönnun fyrir því, hve ástæðulausar eru ásakanir Mbl. og Þjóðviljans í garð bænda um sofandahátt* þeirra og áhugaleysi fyrir réttri þróun og fram- förum landbúnaðarins. Reikningar Mjólkursamsölunnar og Mjólkursamlags K. E. A. hafa nýlega verið lagðir fram og verður hér getið nokkurra helztu atriðanna í þeim. (Sjá grcin um Truman forseta á annari síðu). Þegar línuv. Fjölnir fórst Frásögn Jóns Sigurðssonar, skipstjóra. Eins og frá hefir verið skýrt hér í blaðinu, sökk línuveiðarinn Fjölnir frá Þingeyri eftir árekstur við erlent flutningaskip und- an Englandsströndum 9. þ. m. Fimm menn af áhöfn línuveiðar- ans fórust, en þrír komust af og var bjargað af hinu erlenda skipi, ér fór með þá til írskrar hafnar. Skipbrotsmennirnir eru nú komnir heim, og hefir tíðindamaður blaðsins átt viðtal við Jón Sigurðsson skipstjóra af Fjölni um það, hvernig slysið bar að höndum. Sagðist honum svo frá: — Fjölnir var á leið með full- fermi af fiski frá Vestmanna- eyjum til útlanda, og var þetta fyrsta ferð skipsins frá því fyrir áramót, því að það var nýkomið úr langri viðgerð. Ferðin hafði gengið að óskum, skipið var komið í námunda við land, þegar slysið vildi til, um kl. 11 að kveldi, eftir íslenzkum tíma. Fjölnir var með öllum löglegum ljósum, þegar áreksturinn varð, en enginn af áhöfn Fjölnis sá Ijós á hinu brezka skipi og vissi ekki fyrr en áreksturinn hafði orðið. Flutningaskipið, er reyndist I DAG birtist á 3. síðu önnur grein Evsteins Jónssonar um atvinnu- mál. Neðanmáls á 3. og 4. síðu er grein um Landeyjarnar eftir Gunnlaug Kristmundsson sand- græðslustjóra. Ofanmáls á 4. síðu er sumarmálagrein eftir Pál Zóphóníasson. , Á. 5. síðu hefst ný barnasaga — að þessu sinni gamansaga eftir færeyska rithöfundinn M. A Winther sýslumann (d. 1923), þýdd af Aðalsteini hcitnum Sig- mundssyni. vera Lorids Growe frá Glasgow, og er 2000 smál., lenti framar- lega á Fjölni og lagði hann strax á hliðina. Sökk Fjölnir á ör- skömmum tíma eftir að árekst- urinn hafði orðið. Allir munu skipverjar hafa hent sér í sjóinn strax og séð varð hvernig fara myndi, nema einn eða tveir, sem ekki hafa komizt frá skipinu. Þegar Fjölnir var sokkinn, skaut brátt upp björgunarfleka skipsins og komust á hann fjórir skipverjar, sem syndir voru, en I fimmta manninum, stýrimann- inum, sem var ósyndur, varð ibjargað upp á flekann. Þegar ; slysið vildi til, var svo dimmt af nóttu, að ekki sást neitt frá sér, en vegna þess, að ljós var á flek- ánum, tókst skipbrotsmönnum að synda að honum. Erþmda flutningaskipið var strax stöðvaði eftir áreksturinn og var settur út frá því bátur til að bjarga skipbrotsmönnun- um. Leitað var á slysstaðnum eftir fleirum, en sú leit bar eng- an árangur. Flestir þeirra, sem af komust, voru fáklæddir mjög og sótti því að þeim kuldi. Ullar- peysurnar, sem voru á flekan- (Framhald á 8. síðu) Mjj ólkursainsalan. Mjólkursamsalan skilaði reikn- ingum sínum 13. þ. m. fyrir síð- astl. ár, sem var 10. reiknings- ár hennar. Samanlagt innvegið mjólkur- magn hjá mjólkurbúum verð- jöfnunarsvæðisins nam 17.803,- 606 kg. og er það 615.785y2 kg. meira en árið áður. Samsalan seldi á árinu 9.538.551% Itr. af mjólk og er það 898.925% ltr. meira en á árinu 1943. Af mjólk þessari fóru 205.122 lítrar til mjólkurbús Hafnarfjarðar. Af rjóma seldi Samsalan 412.994 ltr. (1943: 315.9053/4 ltr.), af skyri 389.615,1 kg. (1943: 337.319,15 kg.) og af ísl. smjöri 27.798 kg. (1943: 71.394,6 kg.). Alls seldi Samsalan vörur á árinu fyrir kr. 24.855.662,50, þar af mjólk og innl. mjólkurafurðir fyrir kr. 20.252.564,54. í þessum upphæðum er ekki talinn með sá hluti af andvirði varanna, sem ríkissjóður, samkv. lögum um dýrtíðarráðstafanir, hefir greitt, vegna niðurfærslu á verði mjólkurinnar og annara innl. mjólkurafurða. Öll rekstrarútgjöld Samsöl- unnar á árinu, þar með talinn kostnaður vegna vörumats, af- skriftir o. fl., námu sem næst 7,127% af vörusölunni, eins og hún er tilfærð í reikningunum. Eftir að hin lögboðna útjöfn- un milli búanna hefir farið fram, greiðir Samsalan, í árs- uppbót, 6% eyris á lítra, á alla innvegna mjólk á verðjöfnun- arsvæðinu. Uppbætur fyrir það af haust- og vetrarmjólkinni, sem selt var óunnið hér á sölu- svæðinu, eru greiddar sérstak- lega með kr. 156.084,04. í bygg- ingarsjóð voru lagðar krónur 840.500,07. Mjólkurstöðin í Reykjavík, sem er undir beini stjórn Mjólkur- samsölunar, tók á árinu á móti 9.810.194 ltr. af mjólk, auk lít- ilsháttar af rjóma. Reksturs- kostnaður stöðvarinnar reynd- ist að hafa numið sem næst 7y2 eyri á hvern inv. mjólkurlítra. Meðalverð til bænda á félags- svæði stöðvarinnar, Rvík, utan bæjarl., varð kr. 1,25,8 fyrir hvern lítra, að athuguðum af- föllum, og er þá, svo sem venja er til, miðað við mjólkina komna til stöðvarinnar. Á sama hátt varð meðalverð til bændanna á bæjarlandinu, þeirra, sem hafa næg lönd, miðað við kúafjölda, kr. 1,40,35 fyrir lítrann. Enn er ekki fullvitað um mjólkurverð til bænda á félagssvæði Mjólk- urbúa Flóamanna og Mjólkur- samlags Borgfirðinga. Mjólkursaml.Tg K. E. A. Ársfundur Mjólkursamlags K. E. A. var haldinn á Akureyri sl. fimmtudag. Fundinn sóttu 81 fulltrúi úr deildum samlags- ins, auk framkvæmdastj. K. E. A., samlagsstjóra, stjórnar fé- lagsins og fjölda gesta. Jónas Kristj ánsson, samlags- stjóri, gerði grein fyrir rekstri og afkomu Mjólkursamlagslns á árinu 1944. Samlaginu bárust alls 4.181.000 ltr. áf mjólk og er það 370 þúsundum lítra meira en árið 1943. Mjólkurframleiðsl- an í héraðinu hefir því enn auk- izt að mun. Meðalfita mjólkur- innar varð 3.536%, og er það örlítið lægri tala en árið áður. Af mjólkurmagninu voru 1.584.- 590 ltr. seldir sem nýmjólk, eða 38% af heildarmagninu, en 62% fóru til vinnslu. Smjör- framleiðslan varð 42,124 kg. og af mjólkurosti var framleitt 165.000 kg. og af mysuosti 21.000 kg. Reksturskosthaður samlagsins varð rúmir 20 aurar á ltr. og hafði hækkað um 1.36 aura á ltr. á árinu. Útborgað meðalverð til bænda nam 98 aurum á ltr. og eftirstöðvar á rekstursrgikn- ingi námu um 24 aurum á ltr. Samsvarar þetta því, að bænd- ur fái kr. 1,22 fyrir lítrann á árinu. Fundurinn samþykkti til- lögu um að greiða 24 aura upp- bót á lítrann, og verða 23 y2 au. útborgaðir, en y2 eyrir leggst í samlagsstofnsj óð. TlMIiVA óshar öllum lesendum sínum GLEÐILEGS SLMARS!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.