Tíminn - 20.04.1945, Blaðsíða 5
29. blað
TlMlNN, föstadagiim 20. apríl 1945
5
17m þetta leyti fyrir 101 árir
Vithelm M.oberg:
Jón Sígurðsson kosinn á
þing í fyrsta skípti
Jón Sigurðsson er hin glæsta
þjóðhetja okkar íslendinga —
maðurinn, er sérhver landi lítur
upp til og dáir. Og hans ljómi
mun verða því meiri sem fleiri
aldir líða, svo fremi sem íslenzkt
þjóðerni og íslenzk hugsun lifa.
Það var því í senn merkis- og
happadagur, er hann var fyrst
kjörinn á þing og þannig gert
kleift að skipa sér þar í fylk-
ingartarjóst, sem þýðingarmesta
taaráttan fyrir stærstu málum
þjóðarinnar var háð. Og þessi
merkisdagur var hinn 13. apríl
1844.
Danska stjórnin hafði með
tilskipun, er út var gefin 8. marz
1843, ákveðið, að Alþingi íslend-
inga skyldi endurreist. Var þá
undangengin alllangt þóf um
þessi mál. Bjarni Thorarensen
amtmaður og Páll Melsted hófu
1837 baráttu fyrir því, að end-
urreist yrði ráðgefandi sam-
kunda í landinu. Síðan hafði
nefnd, sem í sátu tíu hinir æðstu
embættismenn landsins, tvíveg-
is fjallað um málið á fundum í
Reykjavík. Úti í heiminum sló
bjarma nýrra frelsishugsjóna
hátt á loft og heillaði hugi
margra og blés þeim í brjóst von,
trú og kjarki, en þeir afturhalds-
sömu streittust á móti eftir
mætti. Loks var úr þessum mál-
um skorið með tilskipuninni,
sem áður var að vikið.
Jón Sigurðsson hafði fyrst
komið til Kaupmannahafnar
árið 1833 og gerzt fljótlega að-
sópsmikill í hópi íslendinga þar.
Fór svo, að hann varð þar senn
fyrir öðrum íslenzkum frelsis-
unnandi menntamonnum, þótt
deilur væru þeirra á milli fyrst
í stað. Árið 1841 hóf hann
útgáfu „Nýrra félagsrita," ásamt
nokkrum öðrum íslendingum.
Eftir það var hann forustumað-
ur íslendinga í allri þeirra rétt-
indabaráttu til æviloka.
Eins og gefur að skilja, var
alþingismálið eitt þeirra mála,
sem hann lét mjög til sín taka
þegar frá upphafi. Framboð
hans í ísafjarðarsýslu var að-
eins sjálfsagður liður í því mikla
starfi, sem hann hafði tekizt á
hendur — endurlausn þjóðar-
innar undan erlendu oki og
viðreisn hennar og mönnun.
Hið endurreista Alþingi skyldi
skipað tuttugu og sex mönn-
um tuttugu kjörnum af
landsmönnum sjálfum og sex
konungkjörnum. Vald þess var
harla lítið, því að það var að-
eins ráðgefandi. En það var
samt vísir þess, sem seinna várð,
og frá upphafi hinn mikilsverð-
asti vettvangur sjálfstæðisbar-
áttunnar.
Kosningaréttur og kjörgengi
var bundið við embættispróf eða
þá vissa fasteign, er mun ekki
hafa mátt vera minni en tíu
hundruð í jörð eða hús, sem
metið væri þúsund ríkisdala
virði. Jón Sigurðsson var maður
próflaus, en hann hafði eignar-
hald á jarðarskika vestan lands,
og þvi gat hann boðið sig fram.
Þessi söguríka alþingiskosn-
ing, er ísfirðingar kusu Jón
Sigurðsson, fulltrúa sinn á hið
endúrreista alþingi íslendinga,
fór fram í kirkjunni á ísafirði,
því að þá og lengi síðan, var
aðeins kosið á einum stað í
hverju kjördæmi. Lýstu kjós-
jendur yfir því í heyranda hljóði,
hvern þeir kysu jafnóðum og
nöfn þeirra voru upp lesin.
Alls voru áttatíu menn á kjör-
skrá í ísafjarðarsýslu við þessar
fyrstu alþingiskosningar. Af
þeim komu fimmtíu • og tveir á
kjörfund. Mun það hafa verið
gðð kjörsókn eftir því, sem þá
gerðist. Var allt í senn, að á
þeim tímum var óhægra um
kjörsóknina, stjórnmálaáhugi
daufari en nú og ekki þeim á-
róðri og þeirri smalamennsku
beitt við háttvirta kjósendur,
sem nú er landssiður orðinn.
Kosningunni stýrði Þorkell
Gunnlaugsson, er þá var sýslu-
maður ísfirðinga.
Á undan kosningu fóru fram
lítils háttar ræðuhöld. Var
það siður allengi frameftir, að
frambjóðendur töluðu til kjós-
enda sinna á sjálfum kjörfund-
inum áður en kosning hófst,
eftir því, sem þeim þótti við
eiga. En * ekki var því til að
dreifa um Jón Sigurðsson. Hann
var alls ekki á kjörfundinum og
jafnan enlurkosinn meðan hann
aldrei síðar, og var hann þó
bauð sig fram.ætíð mótatkvæða-
1874. Þá hlaut hann ekki fjögur
atkvæði af sextíu og einu, sem
greitt var.
Einn maður varð til þess að
að vara menn við því að kjósa
Jón. Það var séra Arnór Jóns-
son, prestur í Vatnsfirði. En
ræða þessa fróma guðsmanns
stoðaði lítið, því að allir þessir
fimmtíu og tveir ísfirðingar, er
saman voru komnir í ísafjarðar-
kirkju þennan dag, kusu Jón
einróma, nema Þorkell sýslu-
maður og séra Arnór sjálfur.
Þegar alþingi kom saman í
Reykjavík 1. júlí 1845 reyndist
Jón Sigurðsson yngstur allra
þingmanna, aðeins þrjátíu og
f jögurra ára. En hann var þeirra
bezt að sér gerr , traustastur, og
sókndjarfastur, og gerðist því
þegar forustumaður þeirra, er
heimta vildu íslandi rétt sinn.
Ræktun Landeyja
(Framhalð, af 4. síðu)
dýrin og finnur nautn í því að
vinna að ræktun og framþróun
lífsins, með véltækni og eigin
orku. Þetta er framtiðar land
sveitanna og Landeyja, — en
það er bara enn þá svo langt í
burtu, að það sést ekki nema í
hillingum, en þangað á að
stefna. Þetta er hillingaland
Landeyja, sem sólskinið á Rang-
árvöllum bregður upp töfra-
myndum af. Því kemur mér í
hug, að E. B. hafi séð einhverja
slíka sýn.Vera má,að bændurnir,
sem búa með tryppin sín í göml-
um sið, álíti þetta af litlu bú-
viti skrifað, við því get ég bú-
izt. En hvað um það. Ég trúi
samt á gróður landsins og fram-
tíð Landeyja. Byggðin þar getur
margfaldazt, ef landið er rækt-
að.
The World’s News Seen Throufc;h
The Christian Science Monitqr I
An International Daily Neivspaþrr *■
is Truthful—Constructive—Unbiased—Fre« from Sensationai-
ism — Editorials Are Timely and Instructive and Its Daily
Features, Together with the Weckly Magazine Section, Make
the Monitor an Ideal Newspaper for the Hotne.
The Christian Science Publishi.ng Socicty
One, Norway Street, Boston, Massachusetta
Price 512.00 Yearly, or 51-00 a Month.
Saururday Issue, mcluding Magazine Secbon, $2.60 a Ycar.
Introductory Offer. 6 issues 25 Qjtnvt
SAMPLB COPY ON REQUEST
Raftæk j avínnustof an Selíossí
framkvæmir allskonar rafvirk jastfirf.
Eiginkona
FRAMHALD
nakinn, strípaður. Honum hryllti við sjálfum sér.
Sofa? Sofa? Hvernig gat hann sofið — hann, sem kvaldist í
sjálfu helvíti? Nei, í helvíti fær maður áreiðanlega ekki að sofa
eina einustu nótt fyrir kvölum. Og Hákon snarar sér fram úr
og sækir brennivínsflöskuna og drekkur. Brennivín eyðir hugar-
víli og heimskugrillum. Það græðir særð hjörtu — hann finnur,
hvernig hann styrkist allur innvortis af brennivíninu.
Hann tæmir flöskuna og fer að leita að meira. En þá man
hann það, að hann hefir drukkið síðustu löggina, sem til var á
heimilinu. Og hann á ekki eitt einasta korn til þess að brugga
úr. Hann gat með öðrum orðum ekki drukkið sig fullan og öðl-
azt frið. Þá var ekkert hjálparráð til. Eða til hvers gat hann
gripið til þess að stökkva á brott þessari bölvuðu sýn, sem kvaldi
hann? Ó, þessi mynd: Margrét þýðist Pál og liggur auðmjúk í
örmum hans.
Hingað til hefir hún veitt honum svimandi sælu — nú bíður
hans sjálfsagt ekkert nema vansældin.
*
Margrét var kyrr niðri við vatnsbólið og beið Hákonar eins lengi
og hún þorði. Hann myndi þó líklega iðrast gerða sinna og koma
aftur. Hann gat varla komizt hjá að sjá, hversu hann hafði gert
henni rangt til.
Hann kom ekki aftur. Hún beið árangurslaust. Og hún rölti
heim með alla byrði örvæntingarinnar á herðum sér.
Ef hann hefði bara hlustað á hana, þá myndi hún áreiðanlega
hafa getað blíðkað hann. En hann hlustaði alls ekki á hana, þeg-
ar hún sagði honum sannleikann: að hún hafði fórnað sjálfri
sér til þess að ekki kæmist upp um þau. Auðvitað hefði hún get-
að vísað Páli á bug og sagt, að hún væri ástmey annars manns.
En þá hefði hann kúgað hana til þess að segja, hver það var,
og svo hefði hann kannske tekið byssuna sína af þilinu og farið
beinustu leið heim til Hákonar og skotið hann. Og þá væri hann
nú ef til vill kominn inn í eilífðina. Hefði hann viljað það held-
ur? Hún hefði líka getað þagað yfir þessu. Það hefði verið hyggi-
legast. Ef hún hefði haldið þessu öllu leyndu og logið, þá hefði
hann setið með hana í fanginu á þessari stundu í stað þess að
hann þeytti henni frá sér eins og dauðum hlut. En nú var hún
svo falslaus, að hún sagði allt eins og var — því að hún hafði
heitið því að vera heiðarleg. Henni hafði illa launazt ráðvendnin.
Hún ætlaði að segja sannleikann með varúð framvegis; hún hafði
komizt að raun um, hvað af því leiddi. Lygin var hjálpartíella og
verndari. Sannleikurinn olli bara sársauka.
Gat hann ekki skilið það: að hún var saklaus. Hún gat ekki
við því spornað, þótt hún yrði kona tveggja manna. Og hann gat
ekki þjáðst meira heldur en hún sjálf þjáðist. Gátu þau ekki
sætt sig við þessi óviðráðanlegu örlög og verið hvort öðru eins
og áður?
En hann hlustaði ekki á hana. Hún grátbað hann, hún kraup í
duftið, en hann kom ekki aftur til þess að taka hana í sátt.
Dagar líða, og hún hefir engar spurnir af honum. Sá, sem hún
getur sízt án verið, hefir yfirgefið hana. Þegar hún gat ekki leng-
ur án Hákonar verið, þá fór hann frá henni.
Sorgin var eins og nafar, sem gróf sig ofurhægt inn í sál Mar-
grétar. Svona hafði hún aldrei þjáðst fyrr á ævinni. En svona
var það, þegar öll gleði manns stafar frá öðrum. Þá gat maður
glatað henni hvenær sem var og hreppt hina stærstu óhamingju
í staðinn. Já, hvers vegna gat hún ekki án hans verið? Það var
óhamingja að geta ekki verið án einhvers annars. Sá maður er
varnarlaus á valdi annars manns. Hamingjusamastur var sá, sem
átti uppsprettu gleðinnar í sjálfum sér — hann hafði hamingj-
una á sínu valdi, og það gat enginn komið, tekið hana og sagt:
Ég á hana — nú fer ég með hana! Þetta hafði Hákon gert —
hann kom, og nú var hann farinn.
Hún gat ekki frelsað sig undan valdi hans. Hún var yfirgefin
með hina nístandi sorg sína og gat ekki dulið hana til fulls í leyn-
um hugans. Hún varð skeytingarlaus um það, sem áður hafði verið
hennar dægrastytting. Hún vanrækti heimilisverkin og mat-
sýsluna, varð uppstökk við vinnukonu sína og stutt í spuna við
Pál.
Og nú fór Páll að taka eftir því, að það var breyting orðin á
henni. Hann virti konu sína fyrir sér, því að hann gerði sér
sínar hugmyndir um ásigkomulag hennar: Skyldu þau eiga barn
í vonum, lítinn dreng eða stúlku? Konur urðu svo undarlegar
fyrstu mánuði meðgöngutímans, Sérstaklega breyttist skapferlið.
Og hann fór að kasta fram glettnum athugasemdum, tvíræðum
orðum um ástand konunnar. Hún þagði fyrst í stað, en loks svar-
aði hún honum og neitaði því afdráttarlaust, að þau ættu nokkuð
í vonum. Og hún virtist vera orðin svo uppstökk — það var eins
og hún væri grunuð um einhvern glæp.
En á næsta augnabliki iðraðiát hún þess, hve hún hafði verið
önug við Pál. Hann hafði ekki gert neitt á hluta hennar. Hann
hafði aðeins verið leiksoppur atvikanna.
Nei, Páll hafði ekki gert henni neitt til miska — ef samvizku-
samlega var litið á það, sem gerzt hafði. En Hákon .... Hákon
.... Áður en hann kom hafði allt verið svo rótt og friðsælt. Hún
hafði ekki verið glöð, en hún hafði ekki heldur verið vansæl.
Svo kom hann og hreif hana með sér með þeim ástríðuhita, er
tendrað hafði fryggð hennar. Og svo fór hann. Hann átti alla
sökina.
Hún trúði því hálfvegis, að hún hataöi hann svo mikið, að hún
belzt vildi vita hann dauðan. Þetta hvarflaði að henni, þegar
hún fór að spyrja sjálfa sig, hvort honum hefði nokkurr\ tíma
þótt vænt um hana. Eða hvernig gat hann fengið sig til þess
að kvelja hana svona? Ef til vill var hann þegar orðinn fullsadd-
ur á henni og greip fyrsta tækifærið til þess að losna við hana?
Var honum orðið alveg sama um hana? Tilfinningar annars
kólnuðu, hinu var jafn heitt 1 geði og áður — það var meinið
mesta.
En þá hlaut reiði hans að vera uppgerð. Nei, svo fláráður gat
hann ekki verið.
Hataði hún hann? Nei, allan sólarhringinn rúmaðist aðeins
ein stór, kvíðvænleg, óræð spurning í huga hennar: Vildi hann
hana ekki framar? Kemur hann ekki aftur? Kemur hann ekki
aftur og segir: — Margrét, Margrét — það yrði eins og hurð
væri skyndilega lokið upp. Heyrði hann ekki, að hún var að
drepa á dyrnar? Hvers vegna opnaði hann ekki?
Hkólasaga
Færeysk gamansaga eftir M. Wlnther.
Þýðing Aðalsteins Sigmundssonar.
I.
SKÓLADAGUR í K.
Klukkan var rúmlega 9, og ekkert sást enn til
kennarans. Það átti að hleypa inn klukkan 8, en börnin
þráðu ekki ákaflega mikið að setjast inn.
— Ætli hann sé ekki að gegna beljunum? sagði Jón
og beit í munntóbak. Hann var nærri því 12 ára.
— Kannske hann sé líka að gæta að kornþurrkinum..
Uppskeran stendur yfir, mælti Pétur Kristján.
— Við skulum fara inn, úr því við erum komnir svona
langt, sagði Jón við Pétur Kristján.
Skólastofan bafði verið tekin á leigu hjá manni ein-
um 1 byggðinni, því að ekkert skólahús var til.
Það var nú svona eins og það var um skólavistina.
Þegar lakari gállinn var á kennaranum, eða kannske
engu síður á konunni hans, gat það komið fyrir, að hann
kæmi alls ekki í skólann, en léti börnin bjarga sér eins
og verkast vildi. Uppeldi þeirra var líka eftir því, sem í
pottinn var búið. Þau voru miklu betur að sér í blóti og
ragni en í lestri, reikningi og öðrum fræðigreinum, sem
iærast eiga 1 skóla. Takmarkið var að ná fermingu, en
það vildi stundum ganga treglega, og var því mikill siður
í K., að unglingarnir gengju í skóla eitt eða tvö ár „til
ábætis“, áður en þeir næðu fermingu. Versnaði þetta
iremur en batnaði.
Jón og Pétur Kristján voru foringjar barnanna og
,.gáfu tóninn“, eins og sagt er. Þeir voru jafnaldrar,
reyktu, tóku upp í sig og „spýttu langt“. Þeim var ljóst,
að þetta var ekki leiðin til að ná fermingu, en þeir kærðu
sig kollótta um það. Þeim líkaði lífið ágætlega.
Nokkur börn voru komin, er þeir komu inn í skóla-
stofuna þenna morgun. Þau léku sér eins og fyrir féll,
og svo sem geta má nærri, var ekki þögn á þingi.
Jón svipaðist um stofuna, setti á sig svip og kallaði:
„Kyrr, börn! Nú á ég að vera kennari í dag, því að Hans
er forfallaður. Hann hefir vakað yfir belju í nótt. Og af
því að ég er siðprúðastur hér, hefir hann beðið mig að
kenna í dag. Prestur hefir gert mér sömu boð.“
Börnin gláptu á hann um stund, en svo skildu þau,
að þetta var leikur, og hávaðinn hófst að nýju.
— Þegið þið, ótætin ykkar, kalláði Jón, tók reglustiku
og danglaði í nokkur þeirra, svo að þau kénndi til og
fóru að skæla.
Jón settist á stólinn, sem kennarinn var vanur að
sitja á.
— Nú skuluð þið segja mér dálítið um Nóa. Hvað var
Nói?
— Karlmaður, svaraði einn. Pabbi Katrínar, svaraði
annar.
— Haldið ykkur saman; ég vil vita, hvað hann gerði.
Nei, þau vissu ekkert um það. '
— Jú, hann var sjómaður, skipstjóri, sagði Jón.
— Á hvaða skútu?
Nú var getið upp á ýmsum nöfnum.
— Jú, einhver þeirra hefir það víst verið, hélt Jón;
hann var sjálfur í vafa.
— En hann strandaði einu sinni. Hvar var það?
— Inni í Skálafirði, hélt einn. Á Klakksvík, hélt annar.
Nú hafði Jón fengið nóg af þessu. Hann leit á gömlu
Tilkynning
frá Selfossbíó
Höíum opnað gístihús í sambandi
við gildaskálann. - Tekið á móti
dvalargestum til lengrí eða
skemmri dvalar.
*
Allar frekari upplýsingar í sínium 20 og 31 á Sel-
fossi.