Tíminn - 20.04.1945, Blaðsíða 7
29. Mað
TÍMINN, ftistndagiim 20. apríl 1945
7
Og enn segír Leynir ...
„Leynir", öðru nafni Helgi S.
Jónsson, heldur áfram bréfa-
skriftum sínum fyrir Morgunbl.,
og segir „fréttirnar“ úr Kefla-
vík. Birtist síðasta bréf hans
skömmu eftir upprisuhátíðina.
Kennir þar margra grasa eins
og að undanförnu, og mun hann
hafa ætlazt til að þau reyndust
allbeisk sum, þótt sú hafi ekki
orðið raunin. Bréf þetta ber
sömu,. einkenni og fyrri bréf
hans, og er ekki hægt að segja
aö hann skari fram úr sjálfum
sér, enn sem komið er, eins og
sagt var þó að Neró keisara
hefði tekist forðum.
í þessu bréfi er að finna post-
ullega trúarj átningu gagnvart
afstöðu hans til Framsóknar-
flokksins, en í henni stendur,
að sá flokkur verði að víkja úr
vegi hið allra bráðasta vegna
framkvæmda komandi ára, og
þó væntanlega fyrst og fremst
þeirra, sem hann tekur sjálfur
að sér að sjá um. Bréf þetta er
rúmir tveir dálkar að lengd og
að hálfu helgað hinu „pasturs-
litla“ liði Framsóknarmanna,
sem hann kallar svo. Er þetta
eigi lítil rausn, enda mun hann
álíta að með þessu hafi hann
lagt fram alldýrmætan skerf til
að eyða því með öllu. Hyggur
hann sig nú kominn í skothelt
vígi, og má ráða það af orðum
hans að nú skuli ég bara koma
og upplýsa hans pólitísku skoð-
anir.
Ég verð að játa, að mér kom
þessi dirfska haps nokkuð á
óvart. Með sínu táknræna dul-
nefni, „Leynir,“ virtist hann
hafa meint allt ^nnað en að
óska beinlínis eftir .umræðum
um pólitíska afstöðu sína, en úr
því áð; hann segist hafa kjark
til að hennar sé getið, þá verður
að láta að orðum hans og minn-
ast hennar að einhverju, án
þess að hann megi þess vegna
gera sér vonir um píslarvættis-
gloríu síðar meir.
Það er á allra vitorði, sem
þekkja þennan mann, að hann
er einræðissinnaður mjög. Alla
núverandi stjórnmálafl. hefir
hann á hornum sér, og þegar
vel liggur á honum, ekki sízt
Sjálfstæðisflokkinn. Að vísu
skiptir þetta ekki miklu máli,
að öðru leyti en til að sýna
fram á, að hann hefir ekki fast
land undir fótum í íslenzkri
,p>ólitík, og er afstaða hans í
stjórnmálum allt of veik eins
og nú horfir, til þess að hann
geti leyft sér að skrifa stjórn-
málapistla, jafnvel þótt undir
yfirskini fréttamennsku sé,
nema þá upp á grín. Ef hann
ætlast til að vera tekinn alvar-
lega, verður hann að hafa bar-
áttu sína jákvæða að því leyti,
að sýna fram á ágæti síns
„flökks“ og sinnar stefnu og
draga þar ekkert undan. Sem
fréttaritara ber honum að halda
sig við efnið og venja sig af
klaufalegum útúrdúrum, reyna
að hafa stjórn á skapi sínu um
hvern, sem hann talar, og segja
ekki meira en það, að^ hann sé
áreiðanlegur maður til; að taka
á móti ef ,honum er svarað án
linkindar. Vil ég hér endurtaka
það, sem ég hef áður bent á,
að ef Morgunblaðið óskar eftir
aðstoð við ritun stjórnmála-
greina, ætti það að losa sig við
þennan fréttamann og fá sér
heldur einhvern flokksmann til
að annast það.
Hin pólitíska þvæla Helga S.
Jónssonar skal annars ekki frek-
ar gerð að umræðuefni hér, eigi
heldur álit hans á undirbúningi
að stofnun Útgerðarfélags Kefla
víkur. Um fyrra atriðið getur
hann varla vænst nokkurs á-
rangurs, nema hann sætti sig
við aöferð fuglsins, sem réðist
á demantsfjallið, í ævintýrum
Grimms. Um útgerðarfél.stofn-
unina mun verða rætt í blaði,
sem gefið er út í Keflavík, og
rakin þar ,",heillaspor“ Helga í
því máli, ef nokkur eru.
Ýmsir kunningjar- mínir hafa
verið að benda mér á, að ástæðu-
lítið sé að elta ólar við hin ó-
þreyjufullu andvörp þessa frétta
ritara. Má það að vísu satt vera,
og séu ,,spyrnur“ þær, sem hann
þykist gefa ekki annað en nokk-
urn veginn meinlausar hrær-
ingar, sem sennilega orsakast
af óreglulegum svefni eða of
sterku kaffi. En aðrir líta þó á
málið frá annarri hlið. Þeir
minnast þess, að hann hafi hér
áður á framboðsfundum haft í
frammi allóvægið orðbragð við
frambjóðanda Sjálfstæðisflokks
ins hér í sýslu, og muni nú vera
að vinna sig í álit innan Sjálf-
stæðisflokksins með það fyrir
augum að bjóða sig fram fyrir
flokkinn, laumast upp fyrir nú-
verandi forsætisráðherra og slá
hann út. Skal ekki dæmt um,
hversu heppilegt það myndi
reynast ef svo færi, en hins veg-
ar verður að draga í efa að hon-
um takist það.
Keflavík, 16. apríl 1945.
Valtýr Gudjónsson.
Erlent yfirllt.
(FramhalcL af 2. síðu)
auglýstu eftir samstarfi við
borgaranna, báðu um gagnrýni
þeirra og athugasemdir og fengu
margvíslegar leiðbeiningar með
þessum hætti. Þeir létu gera
margar sjálfstæðar athuganir,
ferðuðust mikið sjálfir og fengu
aðra til að gera það. Þeir létu
yfirleitt ekkert atriði í hernað-
arrekstrinum,,smátt sem stórt,
sér óviðkomandi, og komu öll-
um endurbótatillögum sínum
strax á framfæri við stjórnar-
völdin. Yfirleitt var þein* vel
tekið, einkum af herstjórninni.
Það er nú almennt viðurkennt,
að þetta starf Trumans-nsfnd-
arinnar, en svo er þessi nefnd
venjulega kölluð, hafi sparað
Bandaríkjunum útgjöld, er
skipta morgum hundruðum
miljónum dollara, sumir segja
miljörðum. Þetta starf Trumans
gerði hann líka frægan um öll
Bandaríkin og hann var viður-
kenndur sem einn allra mesti
verkmaðurinn, er sæti átti á
Bandaríkjaþingi. Það dró ekki
úr orðstír hans, að þrátt fyrir
þennan mikla árangur, hefir
nefndin ekki notað nærri allt
það fé, sem henni hefir verið
veitt til starfsemi sinnar, en sú,
fjárveiting hefir verið stórauk-
in, án þess að Truman hafi
nokkuð beðið um það, en í fyrstu
fékk hann ekki umbeðna fjár-
veitingu, eins og áður hefir ver-
ið sagt frá.
Þótt Truman ynni sér þannig
vaxandi álit og frægð, fór
fjarri því, að hann gerði nokkuð
til.að trana sér fram. Hann h£lt
áfram háttalagi hins hlédræga
bónda, gaf sig allan að vinnu
sinni, en skeytti minna um
sjálfan sig. Þegar farið var að
tala um hann sem varaforseta-
efni síðastl. vor, sinnti hann því
engu. Hann gerði ekkert til þess
að vera kjörinn í þá stöðu og
engin sérstök samtök unnu
heldur að því. Það var ekki fyrr
en hægri menn og vinstri menn
í demókrataflokknum höfðu ár-
angurslaust reynt að ná sam-
komulagi um helztu stjórnmála-
foringja flokksins, að leitað var
til Trumans og hann beðinn
um að vera varaforsetaefni.
Truman kvaðst skyldí gefa kost
á sér, ef Roosevelt og flokkur-
inn óskuðu þess. Honum var þá
sagt, að Roosevelt myndi helzt
óska eftir honum sem varafor-
setaefni. »Hann varð því við
beiðninni og almennt var litið
svo á, að Roosevelt hefði valið
sér það varaforsetaefni, er bezt
styrkti kosningaaðstöðu hans.
Vafalaust er, hvort nokkur
forseti Bandaríkjanna hafi sezt
í forsetastólinn undir örðugri
kringumstæðum en Truman.
Hann tekur við af einum «glæsi-
legasta og ástsælasta forseta, er
Bandaríkin hafa átt, og fram-
undan bíða örðugri og örlaga-
ríkari viðfangsefni en nokkur
Bandaríkjaforseti hefir þurft að
leysa. Truman mun nú þurfa
við alla eiginleika hins góða
bónda, sem hann héfir áður
sýnt í ríkum mæli, vinnusemi,
áfvekni, gerhygli og heiðar-
leika.
Truman er meðalmaður á hæð
og er orðinn grár fyrir hær-
um. Hann er allgóður ræðu-
maður, talar hratt og með sann-
færingarhita. Hann giftist einni
æskuleiksystur sinni,þegar hann
var orðinn 35 ára gamall, og
eiga þau eina dóttur, sem nú
er 21 árs. Truman er elskur að
tónlist og leikur oft á píanó í
tómstundum sínum. í tómstund-
um sínum iðkar hann og tals-
vert tennis og einstaka sinnum
Leíkföng
Flugmodel, Flugvélar, Bílar,
Dúkkur, Dúkkuvagnar, Skip,
Sippubönd, Rellur, Kubbar,
Myndabækur, Nælur, Töskur,
Húsgögn, Eldhússett. Þvotta-
bretti, Símar, Eldavélar, Strau-
járn, Hjólbörur, Hlaupahjól,
Byssur, Mótorhjól, Skriðdrekar,
Flautur, Úr, Lúðrar, Gúmmídýr,
Spil ýmiskonar, o. fl.
K. Eiiiarsson
& Björnsson
- Bankastræti 11
Aaglýsið í Tímanum!
Beztu þakkir til allra þeirra, sem heiðruðu mig l tilefni
af sextugsafmœli mínu 10. þ. m., með heimsóknum, sim-
skeytum, blómum, gjöfum og hlýjum handtökum.
JÓN SIGURJÓNSSON.
•ftfröin
Borgartnn 1
í Þykkvabæ, er laus til kaups og ábúðar frá næstu
fardögum að telja, ef viðunandi tilboð fæst.
Tilboð óskast send til
Sígurhjartar Péturssonar
lögfræðings, Klapparstíg 16, fyrir 1. maí næstkom.
Aðalfundur 5. deitdar KRON
verður haldinn í Listamannaskálanum. mánudaginn
23. þ. m., en ekki næstkomandi fimmtudag eins og
boðað er á aðgöngumiðunum.
•• «
Deildarsvæði í stórum dráttum: Bergstaðastræti,
Smiðj ustígur að vestan, Bjargarstígur, Freyjugata að
- sunnan, Frakkastígur að austan.
Siiilkur
vaníar á Vífilsstaðaliæli mi þegar cða
14. inaí. — llpplýsiiigar h.já yfirhjúkr-
unarkonuiuii kí. 9—3.30. Sími 5611 oy í
skrifstofu ríkisspítalaima, sími 1765.
A víðavangi
(Framhald af 2. síðu)
unum og lýsa því sem dásam-
legum stórhug og fórnarvilja,
að Kveldúlfur skuli nota skatt-
hlunnindaféð til skipakaupa?
Það væri vissulega nær, að
Mbl. reyndi að upplýsa eitthvað
um þetta, heldur en að skamma
bændur fyrir skort á framfara-
hug á sama tíma og stjórnin
getur hvergi nærri útvegað þeim
þær vélar og erlendan áburð,
sem þeir biðja um.
„Áfergja eftir gróða“.
Mbl. heldur áfram að skamma
kaupfélögin fyrir „áfergju eftir
gróða af kvikmynda- og gisti-
húsarekstri,“ eins og Týri orðar
það í seinasta Reykjavíkurbréfi.
Orðalag þetta getur verið
nokkur leiðbeining um, hvort
það muni ekki frekar stafa af
„áfergju“ vissra manpa eftir
slíkum gróða en umhyggju fyr-
ir bændum, að Mbl. hefir hafið
þessar seinustu árásir á kaup-
félögin. Það er a. m. k. erfitt
að skýra það, að það sé óhagur
fyrir bændur, ef kgupfélögin
spilar hann „poker“, sér til upp-
lyptingar, eins og hann kemst
að orði. Lestrarefni hans er að-
allega sögulegs efnis, einkum
þó saga Bandaríkjanna.
græða á þessari starfsemi og
geta því eflt starfsemi sína. á
öðrum sviðum. Óhagur spekúl-
antanna af samkeppninni við
kaupfélögin liggur hins vegar í
augum uppi.
Mbl. segir hálfa sögu.
Morgunblaðið gerir sér mikiö
far um að breiða það út, aö
Framsóknarmenn í Siglufirði
séu klofnir út af kosningunni í
svokallaða Rauðkustjórn. Hinu
segir Mbl. elrki frá, að Sjálf-
stæðismenn í Siglufirði eru jafn
klofnir út af sama máli.
(---------------------
Hreðavatn
í sumar óska ég eftir 1—2
smiðum (þurfa ekki að hafa
réttindi) og 1—2 starfsstúlkum.
— Sími á matmálstímum 2950.
Vigfús Guðmundsson
Vinir Tímans
Útvegið sem flestir ykkar einn
áskrifanda að Tímanum og lát-
ið afgreiðsluna vita um það sem
fyrst.
GLEÐILEGT SEMAR'!
Gcf jim — Iðium,
Verksmiðjuútsalan, Hafnarstræti 4.
n p
I GLEÐILEGT SEMAR!
H
::
íshúsið Her&ubreið.
J4ííí$íí«íííííííí4íííiíííí4$4$íííííí$íííí$ííííííííííí$iíííííííí^^
J GLEÐILEGT SUMAR!
i::
ti
Rókabúð
Brat/a Rrt/njólfssonar.
Tilkynning
frá Nýbyggingarráði
í sambandi við fyrirhugaða smíði á 50 fiskibátum innanlands,
óskar Nýbyggingarráð hérmeð eftir tilboðum í eftirfarandi:
1. Aflvélar.
a) 25 stk. 120—140 ha.
b) 25 stk. 150—180 ha.
Dieselvélar skulu vera þungbyggðar eðs
meðalþungbyggðar.
2. Hjálparvélar (mega vera léttbyggðar).
a) 25—50 stk. 10 ha., sem knýju 5 kw. rafal, loftþjöppu og
austurdælu.
b) 25 stk. 25 ha., sem knýja 15 kw. rafal, loftþjöppu og
austurdælu. \
3. Spil (með drifútbúnaði).
a) 50 trollspil með gálgum og öðrum útbúnaði.
b) 50 línuspil.
c) 50 akkerisspil, þar af séu 25 af hséfilegri stærð íyrir 35
rúml. báta og 25 af hæfilegri stærð fyrir 55 rúml. báta.
4. Stýrisvélar.
50 stk. með vökvaútbúnaði (hydraulisk).
5. Siglingatæki.
Öll venjuleg siglinga- og öryggistæki fyrir 50 báta, þ. á m.
dýptarmælar, miðunarstöðvar, áttavitar, vegmælar, loftvogir
o. a.
6. Legufæri fyrir 50 báta,
þar af 25 fyrir 35 rúml. báta og 25 fyrir 55 rúml. báta.
7. 50 skipsbátar.
Tilboð skulu hafa borist skrifstofu Nýbyggingarráðs fyrir
föstudaginn 25. mai n. k. Nýbyggingarráð áskilur sér rétt til að
hafna hvaða tilboði sem er, eða taka þeim eða hluta þeirra.
Nauðsynlegt er, að í tilboðum sé tekið-fram um afgreiðslutlma.
nýbyggingarrAð.
ORDSEXDIAG TEL KAUPEIVDA TÍMANS*.
Ef kaupendur verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru þeir vin-
samlega beðnir að gera afgreiðslunni þegar aðvart.