Tíminn - 20.04.1945, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.04.1945, Blaðsíða 3
29. blað T] 1011 \1V, föstndaglmi 20. apríl 1945 3 EYSTEINN JÓNSSON: Um atvinnumál O n n u r greín Vandinn í atvinnu- og fjár- ^ málum landsins er auðsær framundan, eins og ég vék að í síðustu grein. í þessum málum er þörf sóknar, en ekki varnar. Samtök þurfa að skapast í land- inu um heilbrigða viðreisnar- stefnu og stórfelldar framfarir, seín komi í veg fyrir atvinnu- leysi og búi þjóðinni þau beztu kjör, sem með dugnaði og fram- sýni er unnt að ná. Því væri rangt að leyna, að til þess að svo megi verða, þarf margt að breytast í landinu frá því, sem verið hefir undanfarin ár. Jafnvel hugsunarháttur manna verður að breytast. Með- an menn eru í skapi til þess að taka þátt í endalausu kapp- hlaupi um stundargengi, og jafnvel ímyndað stundargengi, sem hlýtur þó að hafa í för með sér tjón og erfiðleika þegar verst gegnir, þá er ekki þess að vænta, að menn fylki sér um þær úr- lausnir mála, sem krefjast nokk- urrar framsýni og á yfirborð- inu jafnvel einhverrar sjálfsaf- neitunar. En menn ættu að minnast þess, að þetta hafa menn gert í öðrum löndum, og nú er að því komið, að þær þjóð- ir uppskeri ávöxt forsjálni sinn- ar. Enn er hægt að leiðrétta þessi mál hér hjá okkur. Til þess verða menn þó að skilja, að það geta ekki orðið glæsilegar fram- farir í landinu, og það tekst ekki að koma í framkvæmd þeim stórvirkjum, sem vinna þarf, ef áfram grefur um sig sú sýking, sem nú er orðin í öllu fjármála- lífi landsins. Hvers er ríkið megnugt um framfarir á næstu árum, ef búið er að fjármálum þess eins og nú er gert? Hvers er að vænta af einstakl- ingum um stórframkvæmdir í atvinnurekstri, ef þeir telja sig sjá fram á það, að innan skamms verði með öllu ómögu- legt að sjá sér borgið með því að leggja fjármuni sína og vinnu í framleiðslu? Hvað verður um framkvæmd ir þær, sem menn ætluðu sér að kosta með afgangsfé sínu frá stríðsárunum, ef óreiðumönnum helzt uppi að grafa sífellt undan verðgildi þessa fjár, svo að end irinn verður gengishrun? Grundvöllur framfaranna er heilbrigt fjármálakerfi. Menn verða að geta treyst einhverju í þeim málum, ef þróttmikið atvinnulíf á að þróast í landinu. Öngþveitið í fjármálum ríkis ins, niðurborgun framleiðslu kostnaðar af rikisfé, þrátt fyrir stríðsverð útflutningsafurða, ætti að sýna mönnum nógu glöggt að hefjast verður tafar- laust handa um læknisaðgerðir, ef afstýra á stórvandræðum. Samkeppnisfær framleiðsla. Framsóknarflokkurinn hefir fyrir löngu lagt fram tillögur sínar um það, hvað gera skal og gera þarf, til þess að nýtt framfaratímabil geti hafizt í landinu. Fyrsta verkið verður að vera stöðvun og niðurfærsla dýrtíðar- og framleiðslukostnaðar, þannig að framleiðslukostnaður hér sé í samræmi við verðlag í við- skiptalöndum okkar. Það verður að minnka verð- bólguna með hlutfallslegri rétt- látri niðurfærslu í landinu, og eru þá kaupgjaldið og verðlag afurða þeir liðir, sem mestu máli skipta. Það er alveg rangt, að þetta verði ekki gert nema með mikl- um fórnum þeirra, sem hlut eiga að máli. Kaupmáttur launanna eykst til dæmis, ef vöruverð lækkar, jafnhliða því sem þau sjálf lækka að krónutölu. Þessi leið tryggir framfarir í landinu, fjörugt atvinnulíf og næga at- vinnu handa landsmönnum, ef vel er á haldið. Með þessu móti — og með þessu móti einu — er hægt að tryggja og halda uppi verðgildi þess fjár, sem fjöldi landsmanna hefir lagt til hliðar á undanförnum árum og orðið getur undirstaða að þátttöku fjölda manna í atvinnurekstri landsmanna og grundvöllur að nýjum framförum atvinnuveg- anna. Til hvers hafa kjarabætur undanfarinna ára verið, ef nú á að stofna til verðhruns þeirra fjármuna, sem menn hafa lagt til hliðar og ætla að nota til þess að tryggja og auka at- vinnurekstur sinn, bæta og prýða heimili sín eða stofna ný? Ef þessi leið verður ekki far- in, en verðbólgan látin haldast eða aukast, verður ein afleiðing- in síhækkandi skattar og tollar, og þannig verður tekið af mönnum það fé, sem þeir þýkj- ast draga að sér með hinu háa kaupgjaldi og verðlagi. Mikils vert spor hefir verið stigið til undirbúnings þessari úrlausn. Það er grundvöllur sá fyrir hlutfalli kaupgjalds og verðlags, sem fulltrúar bænda og launamanna komu sér saman um í sex-manna-nefndinni. Með því samkomulagi á metingur um hlutfallið á milli kaupgjalds og afurðáverðs að vera úr sögunni, og er þá mikið fengið. En nóg er eftir samt, og reynir þar inn- an skamms á þroska verka- manna og annarra launamanna. Bændur hafa sýnt, að ekki stendur á þeim. Þeir munu taka þátt í , hlutfallslegri lækkun, en ekki lækka einhliða. Það þarf að efla triina á framtíðiua. Lækkun dýrtíðarinnar mundi hafa meiri áhrif til bóta en flestir gera sér grein fyrir og vera miklu þýðingarmeiri en reikningslega verður sýnt. Ef byrjað væri á lækkun dýrtíðar- innar með haldgóðum úrræðum — raunverulegri lækkun —, mundi það gerbreyta skoðun margra um framtíðina. Sú skoð- un er útbreidd, að niðurrifs- menn vilji ekki, að nauð- synlegar leiðréttingar á ástand- inu fáist, en vilji í þess stað gjarna sjá fjárþrot ríkisins, stöðvun framkvæmda, samdrátt framleiðslunnar, atvinnuleysi og gengishrun. Þessir atburðir eiga svo að sýna, hve fánýtt sé að reyna að lappa upp á þjóðskipulagið og félagshættina, sem við höfum búið við fram til þessa, og koma inn þeirri skoðun, að ger- bylting ein geti bætt nokkuð úr. Það er álit margra, sem vel mega um það vita, að kommún- istar sitji nú í stjórnum víða um heim, beinlínis til þess að koma í veg fyrir þær breytingar á þjóðfélagsháttum, sem^myndu gera llfið betra og réttlátara og mennina ánægðari en verið hef- ir, og útiloka þá upplausn og óá- nægju, sem kommúnistar telja nauðsynlega sínum málstað.Þess vegna sækist þeir eftir bráða- birgða „samstarfi“ við þá í- haldssömustu. Það er því óhugur í mörgum. Þetta gæti breytzt, ef samtök yrðu í landinu um byrjunar- framkvæmdir í rétta átt. Það er óverjandi að láta þessi mál hanga eins og nú er gert og veldur stórtjóni með hverj um mánuði, sem þessi hálf- velgja og óhugur ríkir í landinu. Kyrrstaða eða sia stefnnbreyting. Framsóknarflokkurinn hefir gert sér grein fyrir því, að fyrst eftir styrjöldina verða að eiga sér stað miklar framkvæmdir af hendi ríkisins, ef ekki á að verða atvinnuleysi, þegar setu- liðsviðskipti hætta og saman hrynja þær spilaborgir, sem umhverf is styr j aldarviðskiptin hafa verið reistar, beint og ó- beint. Ríkissjóður er nú senn þrot- inn að fé vegna verðbólgunnar. Niðurfærsla verðbólgunnar verður því þegar á fyrsta stigi að vera svo rífleg, að hægt sé að hætta niðurgreiðslu verð- lagsins á innlenda markaðinum. Fjárlögin lækka verulega við lækkun dýrtíðarinnar, og þá verður brátt unnt að veita fé til framfara í landinu. En verði haldið áfram eins og nú horfir, hlýtur annað hvort að verða dregið stórkostlega úr fjárveitingum eða rí^issjóði sökkt í botnlaust skuldafen. Fé það, sem nú er notað á þessu ári til þess að örva fram- kvæmdir — „nýsköpun“ —, er tekið úr þeim tiltölulega litlu sjóðum, sem safnað hefir verið á undanförnum árum fyrir áhrif Framsóknarmanna. Fé það, sem Alþingi veitti nú síðast til bátasmíða, er úr Framkvæmdasjóði ríkisins, sem Framsóknarmenn fengu stofn- aðan gegn vilja Sjálfstæðis- manna. Nú er stjórnin að bjóða fram þetta fé með nokkru yfir- læti, og kallast það „nýsköpun", og er það raunar eitt af því fáa, sem í þá átt horfir. Eftir þetta ár verða sjóðir rík- isins tæmdir, og hvað tekur þá við, ef ekki verður tekin upp sú stefna, sem Framsóknarmenn beita sér fyrir? Á flokksþingi Framsóknar- manna 1943 voru gerðar ýtar- legar samþykktir um stefnu Framsóknarflokksins í atvinnu- málum og fjármálum. Þar var lögð áherzla á barátt- una gegn verðbólgunni og það talin undirstaða framfaranna. Þar var gerð ályktun um nauð- syn verklegra framkvæmda eftir stríðið. Á þetta hefi ég nú minnzt. En þar var einnig lögð fram og samþykkt áætlun um þær framkvæmdir,. sem Fram- sóknarflokkurinn mun beita sér fyrir í atvinnumálum landsins. Verður bráðlega vikið að þeirri áætlun nánar. Nýír kaupendur Nýir kaupendur að Tímanum geta fengið síðasta jólablað Tímans ókeypis, meðan upp- lagið endist, láti þeir afgreiðsl- una vita að þeir óski þess. í jólablaðinu er mjög margt læsilegt: skáldsögur, ferðasög- ur, kvæði og ýmsar frásagnir, greinar og myndir. — 64 bls. alls. GimnlawgMr Kristmiindsson: Ræktun Landejja Gunnlaugur Kristmundsson sandgræðslustjóri er einn þeirra manna, sem um langan aldur hefir barizt ótrauð- lega, bæði í orði og verki. fyrir því að auka gagn og gróður landsins, fegra það og græða. Hér ræðir Gunnlaugur um trúna moldina og lífið, en snýr síðan máli sínu að Landeyjunum, landsgæðum þar og búnaðarháttum og framtíðarvonum, sem eru tengdar við þessa sögufrægu sveit, þar sem Njáll Þorgeirsson og Höskuldur Hvítanesgoði bjuggu forðum. Vor hólmi er snauður, svo hart er um brauð, margt hérað sem eyðimörk köld og dauð. Sú öld, sem nú hefst, á hlut- verk að inna — sjá hjálpráð til alls, varna þjóðinni falls. En sýnir ei oss allur siðaður heimur, hvað sárlegast þarf þessi strjál- byggði geimur, að hér er ei stoð að stafkarls- ins auð? Nei, stórfé! Hér dugar ei miiina! Oss vantar hér lykil hins gullna gjalds, að græða upp landið frá hafi tll fjalls. Hann opnar oss hliðin til heiðanna, á miðin, í honum býr kjarni þess jarðneska valds. Þann lykil skal ísland á öldinni finna — fá afl þelrra hluta, sem vinna. E. B. Um síðustu aldamót ríkti fá- tækt hér í landi, — en þjóðar- sálin var vöknuð og skáldin sáu sýnir. Það voru þjóðlegar sýnir, dregnar upp af náttúru lands- ins, byggðum þess, gróðri, fólki og fénaði. Þá voru stórhuga menn, sem klifu upp á tinda öræfanna og litu yfir blikandi hafflötinn og sáu hlýlegar sveit- ir, grösug heiðarlönd, úfin hraun, hvíta jökla, gráa hamra, bjarta fossa, svarta sanda og sollið brim. Þeir sáu í huga sér hafþök af ísum, myrkur af ösku, eldgos og jökulhlaup. Þeir sáu hungraðan landslýðinn, horfall- inn fénað, uppblásið land, byggðir fallnar og býlin í auðn. Þeir þekktu fornar sögur um birkikjarr og blómaangan, hraustmenni og hryðjuverk. Þeir trúðu á landið og framtíð- ina, þrótt þjóðarinnar og frjó- magn moldarinnar, — en fyrir- heitna landið er svo langt i burtu, og Þ. E. segir: „En ef við nú reyndum að brjótast það beint, þó brekkurnar verði þar hærri? Vort ferðalag gengur svo grátlega seint, og gaufið og krókana höfum við reynt — og framtíðarlandið er fjarri.“ Hannes Hafstein sá í blámóðu framtíðarinnar undrin, sem nú gerast. Hann segir: „íslenzkir menn! Hvað öldin ber í skildi, enginn fær séð, hve feginn sem hann vildi. Eitt er þó víst: Hún geymir Hel og Hildi. Hlífi þér ættjörð, Guð, af sinni mildi.“ Hann er þess full viss, að hug- sjónirnar rætist, ef þjóðin treystir bræðabandið og heldur boðorðið, það er: „Að elska, byggja og treysta á landið.“ Þessi skáld og andans menn trúa á landið, framþróun fólks- ins, breytta búnaðarhætti og betri lífskjör. Vel má vera, að eitthvað af hugsjónum þeirra rætist seint, — en þökk sé þeim samt fyrir stórhug og fagrar hugsjónir, sem þeir hafa mótað og túlkað með hugnæmum orð- um og í ódauðlegum -^jóðum. Þeir sýna framtíðarlandið í hulu fjarlægðarinnar, og þeir varða leiðina, sem þangað liggur. Það er ekki að furða, þó að seint rætist sumt af framtíðarhug- sjónum. Fyrst er að sjá hlutina í huganum, svo er að reyna þá og meta, telgja þá til og breyta þeim eftir því, sem til hagar og við á. Mörg skýjaborg er byggð sem aldrei verður að veruleika, en þó svo sé, getur hún átt rétt á sér. Aðstæðurnar hamla því oft, að ekki er hægt að koma því í framkvæmd, sem gera þarf. Svo er því farið með marga drauma fyrr og síðar. Sannar það aðeins: „Það er djörfum drengjum einum veitt, að dreyma meira og stærra en nær að rætast.“ Er nú ekki kominn tíminn, ef vel er á hlutunum haldið, að íslei>lingar hafi lykil hins gullna gjalds? Auðmagn hefir streymt inn I landið. Sjávarút- vegurinn hefir átt þar drýgstan þátt í, — en drjúgt er það, sem af landinu hefir dropið, því að andleg og orka og heilbrigt blóð, sem rennur í æðum þjóðarinn- ar, er aflgjafi, sem moldin legg- Utan úr dreíibýlínu Við íslendingar erum svo fá- menn þjóð, að það hefir til skamms tíma veitzt fullerfitt að halda uppi ýmis konar menn- ingarstarfsemi, leikhúsrekstri, söngkórum og hljómsveitum, í mesta þéttbýlinu. En þrá fólks til þátttöku í listrænum störf- um er svo mikil, að í svo til hverri smásveit og kauptúni eru til menn, sem ár eftir ár eru að reyna að halda saman söng- flokki eða æfa lítinn leikflokk. Erfiðleikarnir, sem við er að stríða, eru ótrúlega miklir, starfskilyrðin undantekningar- lítið nauða-léleg, og þó að árangurinn sé. stundum ekki mikill, ef á það er lagður hinn strangasti mælikvarði, þá er hann oft svo mikill, að furðu gegnir, miðað við aðstöðuna. Þessari starfsemi hefir verið lítill gaumur gefinn. Er hún þó merkileg. ___________ Dagana 17. og 18. marz síðast- liðinn sýndu námsmeyjar kvennaskólans á Blönduósi leik- ritið „Álfkonan í Selhamri" eftir Sigurð Björgúlfsson á Siglu- firði. Leikstjórn annaðist Tómas Jónsson, fulltrúi hjá Kaupfé- lagi Húnvetninga, en hann hef- ir haldið uppi leikstarfsemi á Blönduósi í 26 ár, við hin erfið- ustu skilyrði. Bjarni Einarsson vélamaður, sem ásamt Tómasi hefir starfað af mikilli ósér- plægni að þessum málum i mörg ár, lék eitt hlutverkið. Að öðru leyti voru það námsmeyjar skólans sem léku. Aðalhlutverkið, álfadrotning- una, lék Hrönn Kristjánsdóttir frá Dalvík. Það má telja, að hún færi ágætlega með hlutverk sitt, og var ekki hægt að sjá, að þar væri um neinn viðvaning að ræða. Fór henni drotningar- skrúðinn með ágætum. Gunnar bónda lék Bjarni Ein- arsson, og leysti það verk prýði- lega af hendi. Aðrir leikendur voru: Álfasveinn, leikinn af Ingi- björgu Árnadóttur, Miðgili. Margrét bóndadóttir, leikin af Maríu Guðmundsdóttur, Reykjavík. Una skyggna, leikin af Krist- björgu Vilhjálmsdóttur, Akra- nesi. Guðrún selstúlka, leikin af Kristínu Tómasdóttur, Blöndu- ósi. Smali, leikinn af Guðrúnu Kristófersdóttur, Vestmanna- eyjum. Allir þessir leikendur fóru mjög laglega með hlutverk sitt, þegar tekið er tillit til erfíðrar aðstöðu. Kvennaskólinn á Blönduósi hefir í 15-20 ár sýnt eitt leikrit á vetri og með því orðið þýðingar- mesti þátturinn í skemmtana- lífi héraðsins. Má héraðið kunna skólanum hinar mestu þakkit fyrir störf hans í þvi sem mörgu öðru. Ágóðanum af þessum sam- komum hafa námsmeyjar á- vallt varið til ýmsa nytsamra hluta, svo sem í ferðasjóð, píanósjóð og í fyrra til Noregs- söfnunarinnar. Að afloknum leiknum söng kórsöngur námsmeyja, undir stjórn forstöðukonunnar, frú Solveigar Benediktsdóttur. Húsfyllir var bæði kvöldin, og skemmtu áhorfendur sér ágætlega. Það má ótvírætt fullyrða að í strjálbýlinu og fámennum héruðum, standa menn i mik- illi þakklætisskuld við menn eins og þá Tómas Jónsson og Bjarna Einarsson, sem um langt skeið hafa varið miklu af tóm- stundum sínum, til að halda uppi leiklist í héraðinu. Sömu- leiðis má þakka forstöðukon- unni og námsmeyjum kvenna- skólans fyrir störf sin 1 þessum efnum. H. P. ur til mannanna börnum. Fyrir meir en tuttugu árum sagði einn „útgerðarforstjór- inn“ á sveitasamkomu: „Við aflaklærnar leggjum til féð, til þess að rækta landið.“ Sveita- bændurnir geta sagt: Við, sem ræktum landið, leggjum til þróttmikla og heilbrigða menn, til þess að sæltja sjóinn. Afurð- ir landsins eru heilsulindir til þess að næra á, þroska og herða æskulýð landsins, bæði í sveit- um og við sjó. Það er ærið verk- efni fyrir hið unga fullvalda lýðræðisríki, sem nú er að hefja göngu sína. Öllum þegnum þjóð- félagsins þarf að koma til nokk- urs þroska. Bezt verður það gert með því að rækta landið, því að það fer ávallt saman ræktað land og mönnuð þjóð. Tengslin milli manns og moldar mega ekki gleymast. Hinn marg- greindi lífsins meiður er rót- fastur í frjómold landsins. II. Þar sem að áður akrar huldu völl, ólgandi Þverá veltur yfir sanda; sólroðin lita enn in öldnu fjöll árstrauminn harða fögrum dall granda; flúinn er dvergur, dáin hamra-tröll, dauft er í sveitum, hnipin þjóð í vanda; en lágum hlífir hulinn vemdar-kraftur hólmanum, þar sem Gunnar sneri aftur. J. H. Gunnarshólmi er I Landeyjum. Þar námu þeir bræður staðar, Gunnar og Kolskeggur. Þeir voru dæmdir útlagar og áttu að fara utan og voru á leið til skips. Hestur Gunnars hnaut, við það stönzuðu þeir bræður. Gunnar leit heim til Hlíðarenda og mælti: Fögur er hlíðin, svá at mér hefir hon aldri jafnfögur sýnst, — bleikir akrar, en sleg- in tún. Gunnar hætti við utan- förina og vildi að Kolskeggur gerði það líka. „Eigi skal þat,“ segir Kolskeggur, „hvárki skal ek á þessu níðast ok á engu öðru því er mér er til trúat.“ Þar skildu leiðir þeirra bræðra. Gunnar rauf grið og gerða sætt, fór heim og var drepinn. Kol- skeggur hélt sættina, efndi orð sín, reið til skips og fór utan. Samt mun hann hafa elskað ís- land. í Landeyjum er Bergþórs- hvoll. Þar bjó Njáll, þar er og Vörsabær, þar bjó Höskuldux Hvítanesgoði. Fleiri eru þar þekktir staðir frá fornum sög- um. í Landeyjum gerist Njáls saga, sem talin er einna merk- ust allra íslendingasagna. Af Rangárvöllum bera Land- eyjar fyrir augað á sólbjörtum sumardögum í hillingum og ið- andi tíbrá. í falskri skynjun birtast ótal kynjamyndir, loft- speglun sýnir ýmsa töfraheima, haffleti, hallir og herskara, — en allt getur þetta horfið á svipstundu. Hillingarnar eru líkar glæsimyndum fornaldar- innar, þær eru glapsýnir, sem eiga lítið skylt við það raun- verulega líf, sem nú er I Land- eyjum. Landeyjar afmarkast af Mark- arfljóti að austan, en Þverá að vestan. Suður um Landeyjar fellur Affall og skiptir landinu i tvær eyjar, eða árhólma, og er hvor um sig lík þríhyrnu í lög- un. Landeyjar eru láglendar, myndaðar af árframburði, sandi og aurum, þær eru grjótlausar. Ströndin er sendin og lág. Sums staðar eru lón ofan við strönd- ina og greinast frá sjónum af sandrifi, sem myndar lágan hrygg milli fjörumáls og „gljá- arinnar." Víða er landið sandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.