Tíminn - 08.05.1945, Qupperneq 6

Tíminn - 08.05.1945, Qupperneq 6
M, þriðjiidagitm 8. mai 1945. FIMMTUGUR: Karl Kristján^on frá Eyvík Hinn 10. þ. m. er fimmtugur Karl Kristjánsson frá Eyvík, nú oddviti og sparisjóðsstjóriíHúsa- vík. Hann er fæddur á Kaldbak á Tjörnesi 10. maí 1895, sonur Kristj áns Sigfússonar bónda þar og konu hans, Jakobínu Jósíasardóttur. — Karl er fjórði maður frá Sveini (Hallbjarnar- staða-Sveini) hreppstjóra Guð- mundssyni á Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi (f. 1767, d. 1838). Um Svein Guðmundsson er sagt, að hann hafi verið „vel metinn af öllum góðum mönn um', einnig lærðum og útlend um,“ skáldmæltur, fróður og minnugur, og „hafði vit og at- gervi til sjóferða I góðu lagi og án efa öðrum fremur þar um slóðir.“ Hann var lengi leiðsögu maður skipa á Skjálfanda. Hall bjarnarstaðahjón, Sveinn Guð- mundsson og kona hans, Mar- grét Jónsdóttir, áttu tíu börn, og er fjöldi fólks frá þeim kom ið hér á landí og erlendis. Meðal afkomenda Sveins voru t. d. Kristján Jónsson „Fjallaskáld" og rithöfundurinn Jón Sveins- son (Nonni), en ýmsa fleiri mætti telja, sem kunnir hafa orðið. Karl Kristjánsson er skóla- bróðir mi^in úr Gagnfræðaskól- anum á Akureyri, en þaðan lauk hann prófi 1916. Mun hann hafa verið einn þeirra mörgu, sem þráðu að halda áfram námi, en fengu því ekki framgengt sakir féleysis. Þegar Karl hafði lokið gagn- fræðaprófi, stundaði hann barnakennslu á Tjörnesi til 1920. Áriö 1921 gekk hann að eiga Pálínu Guðrúnu Jóhann- esdóttur, hina ágætustu konu. Bjuggu þau í Eyvík á Tjörnesi þangað til 1933, að þau fluttust til Húsavíkur, þar sem þau hafa dvalið slðan. Karl Kristjánsson er mikill atgervismaður á marga lund. Hann er ágætum gáfum gædd- ur, mjög vel máli farinn, prýði- lega skáldmæltur og ritfær, svo að af ber. Hann er drengur góður, þéttur á velli og þéttur í lund, laginn stjórnari og mála- fylgjumaður. Hann er óáreitinn, en harður viðskiptis, ef hann telur gengið á rétt sinn. Hann hefir einatt haft einlægan á- huga og vakandi á öllum fé- lagsmálum. — Á slíkan mann hafa að vonum hlaðizt marg- háttuð trúnaðarstörf i héraði, enda ætla ég, að þau séu telj- andi trúnaðarstörfin, er S.-Þing- eyjarsýsla ræður yfir og Karli hafa ekki verið falin. Er talið, að hann gegni nú um tuttugu trúnaðarstörfum í félagsmálum samkvæmt kjöri og skipun. Um hitt er þó meira vert, að dómur allra sanngjarnra manna er á einn veg: Að öll þessi störf hafi hann leyst af hendi með mik- illi prýði. Og víst er um það, að í hvert sinn, sem Karl kemur suður með fulla tösku af skjöl- um fyrir Húsavík og sýslufélag- ið allt, eru þeir, sem hann rek- ur erindi við, á einu máli um, að þar sé einn hinn öruggasti málafærslu- og málafylgjumað- ur á ferð. Fyrstu kynni mín af Karli Kristjánssyni eru mér enn í fersku minni. f Gagnfræðaskól- anum á Akureyri var skólalífið að jafnaði með þróttmiklum æskubrag og Bar á sér svip græskulausrar glaðværðar. Við skólapiltar hópuðumst saman á flötinni kringum skólahúsið eða á skólagöngunum, og komst margur í krappan dans. Sjálf- sagt þótti að láta nýliðana sýna til hvers þeir dygðu, bæði í á- tökum og orðahnippingum. Ég man eitt kyrrlátt haustkvöld. Á flötinni norðan við skólahús- ið voru skólapiltar að leikjum. þar á meðal við nýsveinarnir.* Einn nýliðanna tók engan þátt í leiknum. Hann var meðalmað- ur á hæð, herðibreiður og sér- staklega þykkur undir hönd. Hann horfði á leikinn án þess að breyta um svip og virtist ekki hafa neinn áhuga fyrir því, sem fram fór. Einn af hinum eldri piltum, mikill vaskleikamaður og frægur fyrir axlatök sín, hef- ir sjálfsagt hugsað sem svo, að hinn hæglætislegi nýsveinn myndi ekki vera hættulegur við- ureignar. Hann hrifsaði því ó- þyrmilega í axlir nýsveinsins. Aldrei hefi ég séð svip breytast svo eldsnöggt á nokkrum manni sem á nýsveininum, er þetta skeði; aldrei séð andlit, sem virt- ist svo einlæglega svipbrigða- laust, taka á sig mark karl- mannlegrar hörku og leiftrandi skapsmuna. UM DAGINN OG VEGINN, ÞEGAR ÉG VARÐ SJÖTtU ARA Karl H. Bjarnarson Jrá Seli á Strönd í NorSur- Múlasýslu, fyrrum prentari, nú dyravöröur í Arn- arhvoli, er kunnur hagyrðingur. Hann átti sjötugs- afmceli s. I. vetur, og fluttí þessi erindi skömmu síðar á kvöldskemmtun Ströndunga. Hefir Tíminn fengiö þau hjá honum til birtingar. Karl Kristjánsson Þessi saga skal ekki lengra rakin. Fæstir munu hafa talið sig þurfa að reyna afl eða átök við Karl Kristjánsson nema einu sinni. En hann var þessi nýsveinn. En því nefni ég þetta atvik, að mér hafa alltaf fundizt þessi fyrstu kynni mín af Karli Krist- jánssýni vera táknræn fyrir skapgerð hans og störf. Hann er maður hlédrægur, lætur lítið á sér bera, en á af miklu að taka, er á reynir.. Svipað var um vísurnar hans í skóla. Skólapiltar vissu lengi vel ekki, hvaðan þær komu. Og bað var ekki fyrr en síra Jónas Tónasson, sem kenndi okkur ís- lenzku, byrjaði að lesa í tímum úr stílum Karls, að við komumst að því, að undir flesta stíla Karls, eða minnsta kosti miklu fleiri en nokkurs annars nem- anda, hafði kennarinn ritað: ágœtt. Svona var það, þegar ljóð og ausavísur Þingeyinga komu út fyrir nokkrum árum. Karl valdi efni í bókina, ásamt öðrum tnanni. En eftir Karl sjálfan reyndist engin vísa birtingar- hæf! Að lokum þetta: Þingeyingar ?iga aflraunastein gamlan, sem aðeins hraustustu menn geta rétt sig upp með.Steinninn hefir verið í vörzlu sama manns lang- an tíma. Karl hafði ekki feng- zt til að taka á honum. Loks atvikaðist það svo, að hann gat ?kki með góðu móti hjá því komizt. En þá lét hann ekki við bað sitja að hefja upp steininn, beldur gekk með hann um tíu ~kref að húsvegg allháum og tkutlaði honum upp á vegginn. 7ita menn ekki til, að neinn bafi þetta leikið fyrr né síðar. Ég vil nú óska vini mínum, Karli Kristjánssyni, og fjöl- skyldu hans allrar blessunar á bessum merku tímamótum í lífi hans. Margir munu kunna hon- um þakkir fyrir störf hans, og myndi hann þó vera nokkru .tærri viðfangsefnum vaxinn en bingað til hafa orðið á vegi bans. Ég vona, að hann fái enn -;tóra steina til að glíma við og* fáist til að taka á þeim. Hermann Jónasson. ORÐSENDEVG til kanpenda Tímans. Ef kaupendur Tímans verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru þeir vinsamlega beðnir að snúa sér STRAX tU ÞÓRÐAR ÞORSTEINSSONAR, afgreiðslumanns, G/EFAN fyigir trúlofunarhringum frá SIGURÞÓR, HAFNARSTR. 4. Sendið nákvæmt mál. Sent mót póstkröfu. Finn ég enn að tryggð er til, þótt týnist fjöldinn hinna, hlýnar mér við andans yl ykkar vina minna. „Ætíð gjöf til gjalda sér,“ gleyma sízt ég vildi, útrétt þakkar-hönd mín hér hrekkur ei til sem skyldi. Ég frá æsku minnast má margra glæstra vona, nú setzt að mér ellin grá — allt fer það til svona. Ellin hindra ekki má andann — flug að kanna, það er ljúft að lifa á landi minninganna. „Bjartra vona vorsól heið vermir æsku manna, en 70 ára æviskeið árin minninganna.“ Leitar hugur heim til þín, heima-sveitin mæra, þar sem geymdi ég gullin mín við gamla bæinn kæra. Svala lind og læk og ós læt mig stundum dreyma, bakka, eyrar, eyrarrós, ána mína heima. Sólskins-bjarta brekku og hlíð, breiðan foss á stalli, ykkur man ég alla tið, ár þó rísi og falli. Kæra sveit, þitt böl sé bætt bezt á hverju sviði, ' sérhver landsins verndarvætt verði þér að liði. Skeður margt á langri leið ljúft og sárt að muna, sælt er að enda síðsta skeið í sátt við tilveruna. Gegnum bæði bros og tár, bjart er um minninguna, þakka ég liðin æviár og alla kynninguna. Karl' H. Bjarnarson. , FIMMTUGUR: Þórir Steinþórsson skólastjóri í Reykholti Þórir Steinþórsson er fæddur á Gautlöndum í Þingeyjarsýslu 7. maí 1895. Hann lauk gagn- fræðaprófi frá Gagnfræðaskól- anum á Akureyri 1916. Hann bjó fyrst í Álftagerði vi§ Mývatn, en fluttist síðar að Reykholti og hefir verið þar kennari og bóndi §íðan néraðsskólinn var stofn- aður þar. Skólastjóri varð hann í Reykholti 1941, og hefir gegnt því starfi síðan. Þórir hefir tekið mikinn og góðan þátt í stjórnmálabarátt- unni og þrívegis verið í kjöri fyrir Framsóknarflokkinn í al- þingiskosningum — í Borgar- fjarðarsýslu 1931 og Snæfells- ness- og Hnappadalssýslu 1934 og 1937. Haustið 1919 kom ég til Ak- ureyrar til að hefja nám við gagnfræðaskólann. Varð mér þá samnátta í gistihúsi þar í bæ ungur maður úr Mývatnssveit. Við vorum herbergisfélagar og spjölluðum margt saman. Ekki man ég lengur nafn þessa vin- samlega Mývetnings, en ég man,að hann minntist með mik- illi aðdáun ungs sveitunga síns, Þóris Steinþórssonar á Litlu Strönd, er hann kvað hafa getið sér mikið frægðarorð fyrir námsafrek í gagnfræðaskólan- um fáum árum áður. Var það auðheyrt á Mývetningi þess- um, að hann taldi Þóri óvenju efnilegan mann. Þótti mér og sem þannig mundi til hans horft almennt í byggðarlagi hans. Árin liðu. Atburður þessi var mér að mestu úr minni liðinn. En þá rifjaðist hann upp á ný, og ég hefi ekki gleymt honum síðan. Við Þórir höfum nú ver- ið sambýlis- og samstarfsmenn í 14 ár. Kynni mín af honum sanna orð Mývetningsins forð- um — og miklu betur þó. Við þekkjum, Borgfirðingar, þennan virðulega og drengilega mann, sem alls staðar aflar sér álits og traust, þegar við sjón og betur þó við raun. Allir finna, að þarna er mað- ur, sem óhætt er að fela vanda- störfin. Félagsmálastörf fyrir sveit og sýslur hafa því æ fleiri á hann hlaðizt, auk aðalstarfs- ins. að stjórna stórum heima- vistarskóla. En traust manna á Þóri Steinþórssyni er ekki of- traust. Hoiium fer hver vandi vel úr hendi. í dag nýtur hann jmeira trausts en í gær og á morgun mun það enn hafa vax- ið. Þórir Steinþórsson er ekki langskólagenginn maður í venjulegum skilningi þess orðs. En hann ólst upp í byggð, þar sem sjálfsnám og sjálfsmenntun var mest á íslandi. Heima í sveit sinni átti hann aðgang að einu mesta og bezta bókasafni landsins Menntun hans og vlð- tæk þekking sanna, hve vel hann notaði þann vizkubrunn. Og hann hefir fengið tækifæri til að láta aðra njóta góðs af Þórir Steinþórsson þekkingu sinni og reynslu sem skólastjóri annars stærsta hér- aðsskólans. Gerist hann leið- togi, fræðari og vinur margra æskumanna ár hvert. Því starfi ann hann af heilum hug. Þórir Steinþórsson er ágætur fulltrúi íslenzkrar byggðamenn- ingar. Hann er áhugasamur bóndi, hollráður í málum sveit- ar og héraðs, góður samstarfs- maður og vinur ungra manna. Slíkra manna er a^tíð rík þörf, en mest þó á slikum tímum sem vorum. Þórir Steinþórsson er nú fimmtugur að aldri. Fjölmargir vinir, eldri og yngri, senda honum afmælis- kveðju. Þeir þakka liðin ár, og þeir óska þess áreiðanlega, að hann eigi enn langan og farsæl- an starfsdag fyrir höndum. Þeir óska honum og hans á- gætu konu, Laufeyju Þórmunds- dóttur, allrar blessunar — allra heilla. Einar Guðnason. 34. blað Samband ísl. samvinnufélaga, SAMVINNUMENN: Ef þér skiptið við kaupfélögin, fáið þér góðar vörur með sanngjörnu verði. Vegna vöntunar á áburðí minnum við á að reynsla hefir sýnt að fiskimjöl er góður áburður 1 garða og tún. Fiskimjöl hefir aðeins tvöfaldazt í verði síðan 1939 og mun því vera ódýrasta innlendra vara. Við flytjum mjölið ókeypis heim í hlað allt að 50 kílómetra leið, ef um heilan bílfarm er að ræða. — Talið við Magnús Þórarinsson, sími 4088 og 5402. MJÖL & RLI\ R. F. Segðu mér hvað þú lest, þá skal ég segja þér hver þú ert. Fólk út um land finnur sinn eigin hag í að skipta við / Bókabúðina í Kirkjustr. 10 Ef þú maður mikið lest við Mímisbrunninn hefir sezt. Hjá mér eru fræðin flest, færðu bókavalið mest. Stefán Rafn. Hagskýrslur fyrir árið 1944 óskast sendar bið allra fyrsta og í síðasta lagi fyrir iniðjan maí. Samband ísl. samvinnuíélaga Skuldabréí tíl sölu Elli- og hjúkrunarheimilið Grund hefir ákveðið að taka 500 þúsund króna lán til þess reisa starfsmannahús, og á þann veg að auka vistpláss fyrir gamalmenni allverulega. Skuldabréfin eru að upphæð kr. 1000,00 hvert og eru handhafabréf. Vextir eru 4% og endurgreiðist lánið með jöfnum afborgunum á 20 árum, í fyrsta skipti 1. janúar 1946. Söluverð bréfanna er nafnverð. Lánið er tryggt með veði í fasteignum stofnunarinnar og ábyrgð Bæjarsjóðs Reykjavíkur. Skuldabréfin eru til sölu í málflutningsskrifstofu Ein- ars B. Guðmundssonar og Guðl. Þorlákssonar, sem og I skrifstofu vorri. Reykjavík, 3. maí 1945. 4 F. h. Elli- og hjúkrunarheimilisins Grund. Gísli Sigurbjörnsson. Flugferðir í MAÍMÁNUÐI mun flugferðum vorum verða hagað svo sem hér greinir, eftir því sem veður og aðrar ástæður leyfa: Reykjavík — Akureyri — Reykjavík: Alla virka daga. Reykjavík — Egilsstaðir — Reykjavík: . Tvisvar í viku — á þriðjudögum og tföstudögum. Reykjavík — Höfn í Hornafirði — Reykjavík: (með viðkomu að FAGURHÓLSMÝRI í ÖRÆFUM þegar ástæða er til) Vikulega — á miðvikudögum. FLUGFÉLAG ISLAADS, H.F.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.