Tíminn - 29.05.1945, Qupperneq 7

Tíminn - 29.05.1945, Qupperneq 7
39. blað TfMrVTV, liriðjuclagiim 39. maí 1945 7 Kvennabálkui* (Framhald af 5. aiðu) nokkrum sinnum á hverrl nóttu til þess að nudda sig, og ég verð að færa henni morgunverð kl. sex á morgana". Nú eru nudd- lækningar mjög ódýrar í Jap- an. Það var því augljóst, að þetta var einungis eitt dæmi um rótgróna og hefðbundna grimmd Japananna. Eina örugga lausnin frá þess- um hörmungum japönsku kon- unnar er blátt áfram sjálfsmorð. Þó má hún ekki ráða því alger- lega á hvern hátt hún fargar sér. Henni er leyfilegt að drekkja sér eða kasta sér niður í eldgíg, en hún er ekki álitin verð þess að fremja kviðristu (harakiri). Ef henni á að veit- ast sá heiður að deyja með bónda sínum, verður hún að fá leyfi hans til þess. Þegar ég komst að öllu þessu, fór ég að skilja, hvers vegna hinar brosandi, þokkalegu, jap- önsku konur, eru ógæfusömustu konurnar, sem ég hefi kynnzt. Ástæðan felst í örfáum línum í furðu gamalli japanskri bók, er inniheldur leiðbeiningar fyrir japanska erindreka, sem sendir eru til annarra landa. Þar stendur m. a.: „Útlendingar á- líta það enga minnkun fyrir karlmanninn að sýna' konum kurteisi í hvívetna og taka fullt tillit til þeirra. Slík hegðun er, þótt undarlegt megi virðast, talin til dyggða.“ (Lausl. þýtt úr Reader’s Di- gest). MYNDAFRETTIR Erlcnt yfirlit. (Framhald. af 2. síðu) um nokkru síðar járnbraut sína þar fyrir lítið verð. Nokkrir landamæraárekstrar urðu milli Rússa og Japana á næstu árum, en báðir virtust þó vilja forðast styrjöld, enda beindist hugur Japana mest að Kína næstu ár- in. Árið 1941 gerðu Rússar og Japanir hlutleysissáttmálann, er Rússar sögðu upp nýlega, með eins árs fyrirvara. Það þykir eitt morki þess, að Rússar séu farnir að hugsa sér til hreyfings i Austur-Asíu, að nýlega lét Tassfréttastofan rúss- neska birta viðtal um þessi mál. Þar var m. a. spurt, hvort Rúss- ar myndu hugsa til að innlima Mansjuríu og Koreu, þegar Jap anir hefðu verið sigraðir. Þessu var neitað, en sagt, að Rússar vildu að Mansjuría og Korea yrðu sérstök ríki, sem vel mætti hugsa sér að gerðust þátttak- endur í bandalagi Sovétríkj- anna. Viðtal þetta vakti mikla athygli í Bandaríkjunum og virðast menn þar mjög mót fallnir því, að Mansjúría og Korea komist á einn eða annan hátt undir yfirráð Rússa, held ur verði þau algerlega óháð ríki Landvinningaáform Rússa í Austur-Asíu eru enganveginn talin bundin við Mansjúríu og Koreu. í Mongólíu eru Rússar miklu ráðandi og allstór fylki í Kína eru undir sérstakri kom- múnistastjórn. Telja ýmsir lík legt, að Rússar muni vinna að þvi, ef kommúnistar telja sig ekki sigurstranglega í öðrum hlutum Kíhaveldis, að fylkin sem nú eru undir kommúnista- stjórn, verði sérstök ríki, er ger ist aðili í Sovétríkjabandalag inu. Landvinningaáform Rússa í Austur-Asíu eru vitanlega mjög illa séð af Kínverjum og Banda- menn munu vart fallast á þau góðfúslega. Landvinningaáform þessi byggjast ekki heldur á neinum réttlætanlegum rökum þjóðernislegum, landfræðilegum eða sögulegum, því vart styður það slíkar kröfur, að keisára stjórninni rússnesku tókst að halda uppi yfirgangi í þessum löndum um 10 ára skeið. Á víðavangi (Framhald af 2. síðu) vikið honum úr stjórnarsessi með óvenjulegum hætti haustið 1942. En hér fór öðru vísi en ætlað var. Þjóðin dæmdi svo harðlega óhappaverkið við for- setakjörið á Lögbergi 17. júní 1944, og fylkti sér svo einhuga mn Svein, að forkólfar kom- múnista og Sjálfstæðisflokksins sáu, að tilgangslaust var að spyrna á móti. Og þá tók Mbl upp sitt venjulega háttalag Reyna að breiða yfir fyrri sundrungarverk með „einingar“ hræsninni. Wavell hersTiöfðingi, landsstjóri Breta í Indlandi, afhendir ind- verskum hermanni heiðursmerki fyrir vasklega framgöngu. Wavell vinnur nú að tillögum um nýja stjórnskipun á Indlandi, er auki að miklum mun sjálfstœði IndVerja. Þrír af einna frœgustu flugforingjum Bretaveldis, talið frá vinstri: Arthur Coningham flugmarskálkur, Harry Broodhurst flugmarskálkur og Arthur Tedder flugmarskálkur. Tedder gekk nœstur Eisenhover að völdum og liann undirritaði vopnahléssamninginn af hálfu Banda- manna í Berlín. Margir telja hann einn snjallasta herforingja Breta, en hann er maður hlédrœgur og því minna þekktur en ella. Mynd þessi var 'tekin af Heidelberg, nokkru eftir að Bandaríkjamenn komu þangað. Heidelberg, sem er sögufrœg borg, hafði sama og engan hergagnaiðnað og slapp líka að mestu við loftárásir. Hún var aug- lýst álveg óvíggirt. Franskar hersveitir ganga nú aftur fylktu liði undir liinn frœga sigurboga Napoleons" í Paris. Tilkynnmg frá Máli og menniiigu: - Tímarit Máls og meaningar Nýtt hefti er komið út af Tímariti Máls og menningar. Meðal efnisins er ýtarleg rltgerð eftir Halldór Kiljan Laxness um íslendingasögur, uppruna þeirra og skáldlistareinkenni. — Valdimar Björnsson rltar minningargrein um Franklin D. Roosevelt, forseta Bandaríkjanna. Guðmundur Kjartansson, jarðfræðingur: Um upphaf íslands og aldur. Björn Bjarnason um Heimsráðstefnu verkalýðsfélaganna. Ennfremur eru ritgerðir um Romain Rolland og Pár Lagerkvíst, kvæði, sögur og bóka- fregnir o. fl. Sigurður Nordal ritar um Innan sviga eftir Halldór Stefánsson. Andrés Björnsson um ijóðabækur Snorra Hjartarsonar og Guðmundar Böðvarssonar. Félagsmenn i Reykjavík eru beðnir 'að vitja Tímaritsins í Bókabúð Máls og menningar. Mál og mciming, — Laugavegi 19. Síml 5055. Höíum að jafnaði mikið úrval af alls- konar karlmaimafatn- aði, svo scm: Kjólfötum, Smókingfötum, Jakkafötum, Buxum, ljósum og dökkum, Stökkum m/ og án hettu, Frökkum, sumar og vetrar, Manchettskyrtum, Nærfötum, Höttum, Bindum, Hönzkum. Kaupfél. Eyfírðínga V cf naðarvör udcild. Þakkarávavp Öllum þeim mörgu, er sýndu mér vináttu með heim- sókn, gjöfum og heillaskeytum á fimmtugsafmœli minu 14. mai síðastliðinn, þakka ég af alhug. KLEMENS KR. KRISTJÁNSSON Sámsstöðum. Köfum fengið Gum-Gripper, nýtt amerískt efni, lagfærir falskar tennur, sem tolla illa eða særa góminn. Berist á á þriggja mánaða fresti. Einfalt og þægilegt. Leiðarvisir á íslenzku. Tólf króna túba endist heilt ár. Sendum um land allt. Seyðisfjarðar Apótek. Fataefni úr kambgarni. — Ennfremur Sportfata- og Dragtaefni. Saumum föt fljótlega. Qefjun - Idiiiiu Dafnarstræti 4. ATHIJGIÐ Getum afgreitt' KARLMANNAF0T úr fyrsta flokks enskum efnum. Amerísk snið, ef óskað er. Komið sem fyrst, vegna sumarleyfanna. FOJT H.F, I»verliclti 17. Hér sjást nokkrir þýzkir lierfangar, 'en tala þeirra skiptir nú orðið ‘milljónum. Margir þeirra verða fyrst um sinn látnir vinna nnauð- ungarvinnu í ýmsum löndum Bandamanna. Hættuleg hjálparstarfsemi. (Framhald af 4. siðu) Yfir dyr íbúðar sinnar hafði séra Vergara ritað þeksi orð Lúðvíks Pasteur: „Við spyrjum ekki óhamingjusaman mann: „Frá hvaða landi ert þú, og hvaða trú játar þú?“ Við segj- um við hann: „Þú þjáist, það er nóg. Þú ert einn okkar. Við skulum lækna þig“.“- Þessa nótt voru sjötíu ótta- slegin og tötraleg Gyðingabörn leidd inn í húsið, þar sem þessi orð voru skráð. Daginn eftir not- aði séra Vergara til þess að út- vega þeim öruggari dvalarstað, á svipaðan hátt og kaþólsku prestarnir, faðir Chaillet og faðir Duvaux höfðu gert hvor í sínu lagi. i Seinna gerði þýzka leynilög- reglan tvívegis húsrannsókn hjá presti. í fyrra skiptið drápu þeir mág hans. En í síðara skipt- ið var séra Vergara gert aðvart af einum vina sinna um gesta- komuna og flúði hann þá, á- samt helztu hjálparmönnum sínum, er hjá honum voru.út um glugga á íbúðinni og komust klakklaust yfir á þakið á næsta húsi og niður á götuna. En Þjóðverjar tóku konu prestsins og son hahs höndum og mis- þyrmdu þeim. Síðar fluttu þeir drenginn í útiegð. Flest þeirra átta þúsund barna, er falin voru víðs vegar um Frakkland, eru enn kyrr hjá þeim, er tóku þau í fóstur. Þó hafa fóreldrar og ættingjar, er sloppið hafa lífs frá ofsóknum nazista, og fundizt hafa eða gef- ið sig fram, gert tilkall til hér Aðalfnndnr Sölusæmbands íslcn/kra fiskframleiðenda verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 9. júní kl. 10 árdegis. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Rætt verður um beiðni Fiskimálanefndar um kaup á Niður- suðuverksmiðju S. í. F. Sölusamband ísl. fiskframleiðenda Magmis Sigurðsson, formaður. um bil þúsund barna. Hin eru enn í fóstrinu og verða það, þar til séð verður, hvort foreldrar þeirra eða nánir vandamenn koma lifandi heim úr fangabúð- unum í Þýzkalandi og geta séð sér og þeim farborða. En sá hóp- ur verður líklega næsta þunn- skipaður. . Þessi börn eiga þó enga sæld- ardaga. Þau hafa flest orðið að þola miklar raunir áður en þau komust í góðra manna hendur og elzt fyrir ár fram. Þau hafa horft á það eigin augum, er foreldrar þeirra voru barðir og dregnir burtu. Sjálf hafa þau sætt hörkulegustu meðferð. Heimili þeirra eru lögð í rústir, og fæst sjá foreldra sína aftur, önnur aðeins andlegt og líkam- legt örkumlafólk. Þeirra eina raunabót ér sú, að fólkinu, sem tók þau upp á arma sina á neyðar- og hættustund, er farið að þykja vænt um þau, eins og þau væru þess börn. „Ef for- eldrar hans Hanna litla koma ORÐSENDING tU kaupenda Tlmans. Ef kaupendur Tímans verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru þeir vinsamlega beðnir að snúa sér STRAX tU ÞÓRÐAR ÞORSTEINSSONAR, aJgreiðslumanns, ♦♦♦♦< Vlnnið ötullega tyrlr Tímann. — ja, þá verðum við að sleppa honum“, sagði ein konan. „En verði það ekki, er bezt, að litla skinnið sé kyrrt hjá okkur. Það færi ekki betur um hann annars staðar." I

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.