Tíminn - 29.05.1945, Síða 8

Tíminn - 29.05.1945, Síða 8
DAGSKRÁ er bezta íslenzha tímaritið um þjóðf élaysmál. 8 tŒYKJÆVÍK Þeir, sem viljja kynna sér þjóðfélagsmál, fttn- lend oy útlend, þurfa að lesa Daqskrá. 29. MAÍ 1945 39. blað Tamáll 17. maí, fimmtudagur: ]\ý vandamál. Bretland: Eden flutti ræSu í brezka þinginu og sagði, að ár- angurinn væri sæmilegur á ráð- stefnunni í San Francisco, en hinu væri ekki að leyna, að myndast hefðu ný erfið vanda- mál á öðrum vettvangi alþjóða- mála. Þýzkaland: Bandamenn hand- tóku stormsveitarforingjana Skoryeny, leikkonuna Leni Rei- fenstal og hnefaleikarann Max Schmeling. Ítalía: Kona Himmlers og dóttir handteknar. 18. maí, föstudagur: Vmmiskylda í Belgíu. Belgía: Belgíska stjórnin fyr- irskipaði vinnuskyldu næstu þrjá mánuði og má enginn gera verkfall á þeim tíma. Tilefni þessarar fyrirskipunar er það, að verkföll hafa breiðst út í Belgiu að undanförnu, þótt verkalýðssamtökin hafi reynt að hindra þau. Munu kommúnistar vinna að þeim á laun. írland: De Valera tilkynnti, að írar myndu senda mikil mat- væli til meginlandsins og yrði matarskammturinn enn tak- markaður í því skyni. Bandaríkin: Truman forseti lýsti sig fylgjandi því, að Frakk- ar hernæmu nokkurn hluta Þýzkalands. 19. maí, laugardagur: Yflrlýsing Alexanders. ítalía: Alexander marskálk- ur birti yfirlýsingu um Trieste- deiluna. Hann deildi fast á franíferði Titos og taldi það minna á háttalag Hitlers, Mussolini og Japana. Þýzkaland: Bretar tóku til fanga Alfred Rosenberg, einn af kúnnustu foringjum nazista. Bretland: Tilkynnt, að brezki flugherinn hafi alls varpað 986 þús. smál. af sprengjum á Þýzkaland, en ameríski flugher- inn 891 þús. smál. Frakkland: Frakkar báru fram kröfur um að innlima nokkur ítölsk héruð og hafa sent her þangað. 20. maí, sunnudagur: Tito slakar til. Jugoslavia: Tito lýsti yfir því, að hann myndi láta her sinn fara úr þeim héruðum Austur- ríkis, er hann hafði látið „inn- lima“. Bretar höfðu mótmælt „innlimuninni". Hins vegar neitaði hann að láta herinn fara úr Trieste. Kína: Kínverskur her tók hafnarborgina Fooshov. Belgía: Tilkynnt, að Leopold konungur væri hjartabilaður og myndi ekki taka við stjórn fyrst um sinn. Noregur: Berggrav biskup lýsti sig andvígan því, að dauðarefs- ing yrði aftur í lög tekin. 21. maí, mánudagur: ^ Kosningar í Bretlandl. Bretland: Þing verkamanna- flokksins kom saman í Black- pool. Þinginu barst tilboð frá Churchill um, að samstjórn- in héldi áfram þar til styrjöld- inni væri lokið við Japani, ella yrði kosið til þingsins 1 júlí. Þingið samþykkti að standa við fyrri ályktun flokksins, að ráð- herrar hans færu úr stjórninni, er Evrópustríðinu væri lokið. Þingið lagði til, að kosningar yrðu í haust og skyldi flokkur- inn þá vera í samstjórn til þess tíma. Sýrland: Stjórnir Sýrlands og Libanon hafá hætt samningum við Frakka, vegna þess, að þeir hafa flutt þangað aukið lið. Sýrlendingar og Libanonmenn vilja fá fullt frelsi, en Frakkar hafa farið þar með æðstu stjórn. 22. maí, þriðjudagur: Samvinnuslit í Sví|) jóð. Svíþjóð: Per Albin Hanson forsætisráðherra tilkynnti, að TÍI»14.\S vænta mætti þess, að núverandi samstjórn yrði slitið, þar sem styrjöldinni væri lokið og henn- ar því ekki sama þörf og áður. Bretland: Tilkynnt, að Bretar þyrftu enn að minnka matar- skammtinn til þes að geta hjálpað meginlandsþjóðunum. 23. maí, miðvikudagur: Cliurchill biðst lausnar Bretland: Churchill gekk á fund Georgs konungs og baðst lausnar fyrir ' ráðuneyti sitt. Konungur fól honum að mynda nýja stjórn. Þýzkaland: Bandamenn settu stjórn Dönitz og þýzka herfor- ingjaráðið, sem var i Flensborg, í varðhald. Japan: Tokio varð fyrir stór- kostlegri loftárás 550 amerískra flugvirkja. 24. maí, fimmtudagur: Himmler fremur " sjálfsmorð. Þýzkaland: Tilkynnt, að Himmler, yfirmaður Gestapo, hafi framið sjálfsmorð kvöldið áður. Hann var. tekinn fastur í dularbúningi 21. maí og þekkt- ist ekki fyrr en hann skýrði sjálfur frá nafni sínu. Hann var þá tekinn til læknisskoðunar, en áður en henni væri lokið, beit hann sundur bi,ásýruglas, sem hann hafði falið í munni sér: Hann lézt 16 mín. síðar. Frakkland: De Gaulle hélt út- varpsræðu,’ þar sem hann sagði m. a., að allar kauphækkanir yrðu bannaðar fyrst um sinn. Baindaríkin: Truman forseti hefir sent Harry Hopkins til Moskvu og Joseph Davies til London i persónulegum erind- um fyrir sig. 25. maí, föstudagur: Nýja brezka stjórnin. Bretland: Churchill tilkynnti að hapn hefði lokið við myndun nýrrar stjórnar og birti ráð- herralistann. íhaldsmenn og ut- anflokkamenn, sem sátu í fyrri Stjórninni, gegna störfum á- fram. Nýliðar í stjórninni eru ýmíst íhaldsmenn eða utan- flokkamenn, m. a. Hore Belisha. Jafnaðarmenn • og frjálslyndir standa utan stjórnarinnar. Frakkland: Utanríkismála- nefnd bráðabirgðaþingsins skor- ar á Bandamenn að hrekja Franco frá völdum, þar sem hann hefir neitað að framselja Laval. Japan: Tokio varð fyrir stór- kostlegri loftárás, • skemmdir urðu á keisarahöllinni. Verra en heild- salahneykslið (Framhald af 1. síðu) Heyrzt hefir að reyna eigi að réttlæta réttarsektina með því, að einn af meðeigendum fyrir- tækisins hafi látizt meðan rann- sóknin stóð yfir, en vitanlega þurfti það engu að breyta um það, að málið héldi áfram og fyrirtækið fengi fulla sekt. Get- ur hver gert sér í hugarlund, hvort núv. stjórn mundi láta mál falla niður, sem hefði verið höfðað gegn einhverju kaupfé- lagi, þótt forstöðumaður þess andaðist meðan rannsóknin stæði yfir. Hitt mun sönnu naer, að það hafi haft sín áhrif að annar meðeigandi fyrirtækisins var Jóhann Þ. Jósefsson; for- maður nýbyggingaráðs, og sá þriðji tengdasonur Magnúsar Jónssonar, fyrrum dósents. Það sýnir beZt, hve kommún- istar eru samdauna hvers konar .spillingu, að þeir hafa krafizt þess, rétt eftir að uppvíst varð um svik þessa fyrirtækis, sem Jóhann Jósefsson er riðinn við, að nýbyggingaráði yrði falin úthlutun alls innflutnings til landsins. Öllum sannsýnum mönnum myndi hinsvegar þykj a eðlilegt og sjálfsagt, að mál þetta yrði tafarlaust tekið upp að nýju og Jóhann léti af for- Ongþveítið í byggingamálum (Framhald af 1. síOu) málum, þegar hún var að semja stefnuskrá sína. Ýmsir stjórnarliðar munu hafa gert sér vonir um, að stjórnin myndi bæta úr þessari gleymsku sinni í verki. Þeir hafa beðið og bíða enn, án þess að sjá þess nokkur merki, að stjórnin ætL að hreyfa hönd eða fót til úrbóta. Þvert á móti virðist stjórnin hafa fullan hug á að sýna þess- um málum sem bezt ræktarleysi. Nefndin, sem á síðastl. ári safn- aði upplýsingum um bygginga- þörfina og ætlaði síðan að und- irbúa tillögur um hvernig ætti að fullnægja henni, hefir verið lögð niður og starf hennar falið Nýbyggingaráði, sém hefir látið þessi mál með öllu afskiptalaus, þrátt fyrir margra mánaða setu. Frumvarpinu um. lóðamál- in, sem stjórninni barst á síð- astl. hausti, hefir verið stungið undir stól, þótt nægur tími væri til að afgreiða það á seinasta þingi. Verst af öllu er þó það, að stjórnin hefir engu skeytt því, þótt nauðsynlegar íbúðarbygg- ingar tefjist eða stöðvist með öllu vegna þess að skortur er á byggingarefni og ýmsir stór- gróðamenn hafa sölsað meginið af því undir sig, til að geta kom- ið upp óþarflega stórum luxus- húsum eða íburðarmiklum sum- arbústöðum. Þetta sinnuleysi ríkisstjórn- arinnar .bitnar nú á fjölda manna víða um land, er hafa ætlað að reyna að koma sér upp nýjum íbúðum til að komast úr húsnæði, sem er lítt eða ekki nothæft. Margir bændur, verka- menn og sjómenn og fjölskyldur þeirra verða að hírast áfram í moldarkofum og kjöllurum vegna þess að byggingarefnið er notað til þess að auðkóngarnir, er bjuggu í luxushúsum, geti reist sér enn glæsilegri luxus- hús. „trræði“ kommún- ista. Blað kommúnistanna, Þjóð- viljinn, finnur að vonum til þess, að þetta ástand í bygging- ingamálunum samrýmist illa þeim loforðum, er forkólfar þess hafa verið að gefa hinum vinn- andi stéttum landsins. Blaðið finnur, að óánægja þeirra, sem þetta skípulagsleysi bitnar á, fer óðum vaxandi, og það veit- ist því stöðugt erfiðara að skrökva því að íbúum bragg- anna í Reykjavík, að forsprökk- um kommúnista sé bezt trúandi til að leysa húsnæðismál þeirra. Til þes að reyna að bjarga sér undan þessari réttmætu óá- nægju þeirra, sem búa við hús- næðisvandræðin í 'Reykjavík, ber Þjóðviljinn fram í forustu- grein 24. þ. m. tillögu um það, hvernig tryggja eigi Reykvík- ingum nóg byggingarefni. Hún er í stuttu máli sú, að draga úr innflutningi byggingarefnis til annarra staða en Reykjavíkur, en láta þó eftir sem áður af- skiptalaust, hvernig byggingar- efnið verður notað hér. Eftir að Þjóðviljinn -hefir veizt harðlega að viðskiptaráði í upp- hafi greinarinnar, segir hann: \ „Það er fyllsta ástæSa til að ætla að þetta Framsóknar-cocacola viðskipta- ráð sé nú í þann veginn, eða búið, að ráðstafa þeim timburinnflutningi sem mennsku í nýbyggingaráði með- an rannsókn færi fram og dóm; ur gengi í málinu. Dómsúrslitin yrðu svo að ráða því, hvort Jó- hann tæki við formennskunni aftur. íhaldsmenn og kommúnistar anumæltu því, á sínum tíma, að Jón ívarsson ætti sæti í viðskiptaráði meðan mál hans væri rannsakað. Slíkt ætti ekki síður að gilda um Jóhann. Dóms- málaráðherrann getur ekki bætt öðru vísi betur úr þessu réttar- sættarhneyksli en að taka mál- ið upp að nýju og sé Jóhanni annt um heiður sinn á hann líka að heimta fulla rannsókn og dóm og víkja úr nýbygginga- ráði á meðan. fæst frá Svíþjóð og það með þeim hætti, að hlutur Reykjavíkur sé fyrir borð borinn. Það ætti að vera óþarfi að benda á, að Reykvíkingar hafa hlutfallslega meiri þörf fyrir byggingarefni en aðrir landsmenn, og það meðal ann- ars af þeirri cinföldu ástæðu, að til Reykjavíkur streymir fólk úr öllum landshlutum og það svo ört, að svo að segja öll f jölgun þjóðarinnar lendir hér. Stórir landshlutar utan Reykja- víkur þurfa aðeins að sjá um endur- byggingu og viðhald húsa, fyrir það fólk, sem þar hefir dvalið, en Reykja- vík verður auk þessa að sjá á annað þús. nýrra íbúa fyrir húsnæði ár hvcrt. Þessar staðreyndir, ásamt óaf- sakanlegu sinnuleysi bæjarstjórnar- mcirihlutans, hafa skapað óþolandi húsnæðisvandræði í bænum, sem rík- isstjórn og bæjarstjórn ber að sam- einast um að bæta úr, en í stað þess eru Framsóknarmenn látnir ráða því hvað mlkið timbur Reykvíkingar fá til húsagerðar á þessu ári.“ Hér er vissúlega ekki verið að krefjast þess, að tekin sé upp >kömmtun á byggingarefni al- mennt, svo að nauðsynlegar í- búðarbyggingar, hvar sem er á íandinu, geti setið fyrir skraut- hýsum auðkónganna. Nei, það á ekki að takmarka byggingarefn- ið til þeirra. Það á að taka bygg- ingarefnið frá bændum, sjó- mönnum og verkamönnum og öðrum þeim, sem búa utan Reykjavíkur, svo að auðkóng- arnir geti haldið-áfram óhindr- að að byggja skrauthýsi og skrifstofuhallir í höfuðborginni. Sú athugun á byggingarþörf- inni, er gerð var á síðastl. ári, sýndi fullkomlega, að endur- byggingaþörfin er sízt minni í sveitum, kauptúnum og kaup- stöðum út á landi en í Reykja- vík, og vitanlega eiga þessir staðir líka að fá til sín bróður- partinn af fólksfjölguninni. Það sýnir vel hug kommúnistanna, ekki aðeins til sveitanna, held- ur líka kauptúnanna og kaup- staðanna úti á landi, að þeir leggja hiklaust til, að bygginga- efninu sé skipt þannig, að reikn- að sé með, að öll fólksfjölgunin lendi í Reykjavík. Til þess hlyti líka að leiða, ef úthlutun bygg- ingarefnis væri hagað þannig, að ekki væri ætlað byggingar- efni til nýbygginga annars stað- ar, þótt afkomuskilyrði séu þar betri en í Reykjavík. Um úthlutun viðskiptaráðs á byggingarefni mun óhætt að segja það, að Reykjavík hefir fengið og fær fullkomlega sinn hluta ‘af byggingarefnisinn- flutningnum og myndi henni sennilega til lítils hags, að þeir reikningar yrðu gerðir upp. Annars ræður viðskiptaráð ekki nema litlu um það, hvert bygg- ingarefnið fer, því að verzlan- irnar, sem fá innflutningsleyfin, skipta því milli landsmanna, án afskipta ráðsins. Ádeila Þjóð- viljans* á viðskiptaráð er því hreint vindhögg, en með þvl að blekkja almenning og leyna fyr- ir honum vanrækslu stjórnar- innar. Vanmáttur stjórnar- innar og stjórnar- flokkanna. Þessi krafa Þjóðviljans, að dregið verði úr byggingarefnis- innflutningi til annarra staða en Reykjavíkur, til þess að lux- usbyggingarnar geti haldizt á- fram hér, lýsir ekki aðeins full- komnum fjandskap til lands- byggðarinnar, heldur og fyllsta úrræðaleysi og va-nmætti til að leysa by’ggingamálin, svo að nokkurt vit sé í eða til gagns megi verða fyrir þjóðarheildina. Sinnuleysi og úrræðaleysi rík- isstjórnarinnar og stjórnar- flokkanna í byggingarmálunum, er gleggsta dæmi þess, hve ger- samlega þessir aðilar eru ófærir til að hafa með höndum þá „nýsköpun", sem þeir eru stöð- ugt að lofa þjóðinni. Þjóðin fær hvorki í byggingarmálum né á öðrum sviðum þá „nýsköpun“, sem hún þráir, nema hún steypi núv. stjórn úr stóli og hefji samtök framtakssamra umbótamanna til yfirráða. Al- OAM LA B f Ó PAYAMA HATTIE Söngva- og gamanmynd. Red Shelton, Ann Sothern. Sýnd kl. 9. Andy Hardy milli tvess'gja elda („Andy Hardy’s Double Life“) Ann Rutherford, Mickey Rooney, Esther Willlams. Sýnd kl. 5 og 7. í N Ý J Í Ó Æskaogelli („In Our Time“) Mikilfengleg stórmynd. Aðalhlutverkin leika: Ida Lupino, Paul Henreid. Sýnd kl. 4, 6,30 og 9. Þeir gerðu garðinn frægan oo Dáðir voru drýgðar eru ágætar skemmtibækur og hafa auk þess þann kost að vera ódýrar. TJARNARBÍÓ? LAÍVGT FIjVTVST ÞEIM SEM BÍÐUR (Since You Went Away) Hrlfandi fögur mynd um' hagi þeirra, sem heima sitja. Claud. Colbert, Jennifer Jones, Joseph Cotten, Shirley Temple, Monty Wooley, L. Barrymore, Robert Walker. Sýnd kl. 6 og 9. Þokkalcg þrenning Sprenghlægileg sænsk gaman- mynd. Sýnd ki. 4. LEIKFÉLACt REYKJAVÍKUR Kaupmaðurinn í Feneyjum Gamanleikur í 5 þáttum, eftir William Shakespeare. Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 í dag. Aðgangur bannaður fyrir börn. Vegna hreinsunar og eiftirlits á Esju verður ferðum Súðarinnar hagað sem hér greinir: 1. Skipið fer austur um land síðari hluta þessarar viku með viðkomu á venjulegum höfnum til Akureyrar og heldur síðan áfram til Reykjavíkur með viðkomu á Siglufirði, ísafirði, Bíldudal og Patreksfirði. Flutningi til Austurlandshafna frá Hornafirði til Húsavíkur óskast skllað og pantaðir farseðlar sóttir á morgun (miðvikudag). 2. Að lokinni ofangreindri ferð er ráðgert, að skipið fari, í kringum miðjan júní, venjulega strandferð vestur og norð- ur til Akureyrar. Meðan á austurferð Súðarinnar stendur, verður séð fyrir flutn- ingi til og frá Vestfjörðum með Ægi og smærri skipum. Ú R B Æ N U M Skákeinvígi þeirra Guðmundar Ágústssonar og Magnúsar G. Jónssonar um titilinn „Skákmeistari Reykjavíkur 1945“, er nýlega lokið með sigri Guðmundar. Þeir tefldu fimm skákir, vann Guð- mundur 3 og gerði 2 jafnteflí. Skipanaust h.f. hefir farið þess á leit við bæjarstjórn að bærinn styrki félagið til að koma upp fullkominni dráttarbraut við Elliðaárvog, með því að kaupa hluta- bréf í fyrirtækinu. Bæjarráð hefir samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að keypt verði hlutabréf fyrir 100 þús. krónur, með því skilyrði, að bæjar- stjórn eigi rétt á að tilnefna einn mann í stjórn félagsins. Strandarkirkja. Gamalt áheit frá'ónefndum kr. 50,00. veg sérstaklega mættu menn út um land gera sér þetta Ijóst, eftir að annað helzta stjórnar- blaðið hefir komið fram með þá tillögu, að takmarka byggingar- efnisinnflutning þangað, svo að ekki þurfi að stöðva luxusbygg- ingar í Reykjavfk. Núverandi stjórnarsamvinna getur þannig ekki aðeins orðið til þess, að ríkjandi öngþveiti haldist á- fram, heldur einnig að gripið verði til hinna ranglátustu ör- þrifaráða og kostur landsbyggð- arinnar enn þrengdur í þessum efnum. Aðalfundur Taflfélags Reykjavíkur var haldinn 13. þ. m. í stjórn voru kosnir: ívar Þórarinsson f ormaður, Þórður Jónsson gjaldkeri; Böðvar Pétursson ritari; meðstjórendur: Ró- bert Sigmundsson, Hafsteinn Ólafsson og Kristján Silveriusson til vara. Aðalfundur íþróttafélags Reykjavíkur var nýlega haldinn. Formaður gaf skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu ári og skýrði frá helztu framtíðar- áætlunum. Sigurpáll Jónsson var kos- inn formaður félagsins í stað Þorsteins Bernharðssonar. Aðrir í stjórn voru kosnir: Friðjón Ástráðsson, Ingólfur Steinsson, Ragnar Þorsteinsson, Sig- urður Sigurðsson, Halldór Magnússon, og Þorsteinn Bernharðsson. — Vara- stjórnendur: Elísabet Jónsdóttir, Gunnax Sjteindórsson og Sigurgísli Sigurðsson. — Endurskoðendur voru endurkosnir Gunnar Einarsson prent- smiðjustjóri og Ben. G. Waage, forseti í. S. í. 33 gluggarúður voru nýlega brotnar með grjótkasti í dælustöðinni í Öskjuhlíð og munaði litlu að háspennustöðin væri eyðilögð með þessu athæfi gárunganna. Verkn- aður þessi var framinn um nótt og var gólf stöðvarinnar þakið stærðar hnullungum, þegar komið var að um morguninn. Öll vegsummerki sýna, að hér hafa fullorðnir menn verið að verki og skemmt sér á heldur óviðfeld- inn hátt, svo ekki sé meira sagt. Bera slíkar aðfarir sem þessar vott um sið- leysi og lúalegt innræti hlutaðeigenda.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.