Tíminn - 15.06.1945, Síða 1
í RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. \
ÚTGEFFANDI: !
FRAMSÓKNARFLOKKURINN. \
Símar 2353 og 4373. {
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. 5
RITST JÓRASKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI. Lindargötu 9A.
Símar 2353 og 4373.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9A.
Simi 2323.
29. árg.
Reykjavík, föstudaglim 15. júní 1945
44. blað
Fjölmennasta bændaíörin,
sem enn heíir verið farin
hér á landi
Nær 200 Þingeyingar í hópferðalagi
sunnanlands
Útsvö
SíðastliðiS þriðjudagskvöld,
rétt fyrir kl. 7, kom bændaför
Suður-Þingeyinga til Reykja-
víkur. Var þar á ferð mynd-
arlegur hópur, 174 manns, að-
allega bændur og konur
þeirra. Þegar ferðafólkið kom
til bæjarins, hafði safnazt
saman fjöldi fólks niður við
hús Búnaðarfélags íslands við
Lækjargötu. Tíðindamaður
Tímans hefir hitt að máli far-
arstjórann, Jón H. Þorbergs-
son, bónda að Laxamýri, og
spurt hann um ferðalagið.
Sunnudagsmorgun hinn 10. þ.
m. var lagt af stað frá Fnjóskár-
brú í Fnjóskárdal. Höfðu þátt-
takendur þá safnazt þar saman.
Var komið við á Akureyri laust
eftir hádegi og síðan haldið á-
leiðis til Hóla i Hjaltadal. Á leið-
inni var staðnæmst í Öxnadal
og sungið „Þar sem. háir
hólar hálfan dalinn fylla.“ í
Blönduhlíð var tekið á móti
ferðafólkinu af Búnaðarsam-
bandi Skagafjarðar og veittar
góðgjörðir í Varmahlið. Þar
mæltu af hálfu Skagfirðinga
Jón Konráðsson, Bæ og Sigurð-
ur Sigurðsson sýslumaður, en
fararstjóri, Jón H. Þorbergsson
af hálfu Þingeyinga. Áður en
lagt var af stað frá Varmahlíð
voru skoðuð þar öll mannvirki.
Frá Varmahlið var haldið til
Hóla og hlýtt á messu, er þangað
kom, flutti sóknarpresturinn, sr.
Björn Björnsson hana. Að
Hólum var gist um nóttina.
Næsta dag, mánudag, var far-
ið frá Hólum og til Hvanneyrar.
Áður en farið var frá Hólum
þakkaði fararstjóri presti og
skólastj óra ágætar viðtökur.
Þegar ferðafólkið fór um Langa-
dal blöktu fánar við hún á flest-
um bæjum og var það kveðja
Húnvetninga til þingeysku
bændanna. í Vatnsdalshólum
var áð og snætt af nesti.
Síðan var ekið um Borgar-
fjörð og til Hvanneyrar og kom-
ið þangað kl. 8,30 um kvöldið.
Þar tók Guðmundur Jónsson
kennari á móti þeim. Stein-
grímur Steinþórsson búnaðar-
málastjóri var þar einnig og
bauð ferðafólkið velkomið til
Suðurlands fyrir hönd Búnað-
arfélags íslands.
Á Hvanneyri var gist um nótt-
ina, en lagt af stað þaðan um
kl. 10 á þriðjudagsmorguniíin
og ekið um Mela- og Leirársveit
fyrir Hvalfjörð og staðnæmst
að Álafossi. Þar tók Búnaðar-
Samband Kj alarnesþings á móti
gestunum, ásamt Sigurjóni Pét-
urssyni. Hafði þar verið komið
fyrir tjaldbúðum til að veita í.
Undir borðum voru þar fluttar
um 20 ræður og sungið á milli
þeirra. Sigurjón á Álafossi af-
henti Sigurði á Arnarvatni
værðarvoð að gjöf og aðra af-
henti hann elztu konunni, sem
(Framhald á 8. slöu)
Þing S. U. F.
Þriðja þing S. U. F. verður
sett að Laugarvatni kl. 4 síð-
degis í dag.
Fulltrúar, sem eru staddir hér
í bænum, þurfa að mæta fyrir
kl. 1 e. h. hjá Edduhúsinu. —
Nánari upplýsingar um þingið
eru gefnar í skrifstofu Fram-
sóknarflokksins þar og er þess
óskað, að þeir fulltrúar, sem
kunna að koma til bæjarins síð-
degis í dag, snúi sér þangað.
vörin í Reykjavík stórhækka enns
Reykvíkingar uppskera ávextina ai
fjármálasteinu ríkísstjórnarinnar
ÞEGAR KEITEL STAÐFESTI EPPGJÖF ÞÝZKA HERSINS
Útsvörin í Reykjavík hafa rúmiega
sexfaldazt síðan 1939
Útsvarsskráin í Reykjavík kom út í byrjun þessarar., viku. Hefir
síðan ekki verið rætt um annað meira hér í bænum. Eins og spáð
hafði verið hér f blaðinu, hafa útsýör hækkað stórum á fólki með
lágtekjum og miðlungstekjum, og má fyrst og fremst rekja það
til fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. Meðal þessa fólks rikir
eðlilega fyllsta gremja yfir þessu, og finnst því að vonum, að
illa sé efnt loforð stjórnarflokkanna um að hækka aðeins
skatta á stórgróðanum og herða eftirlit með skattaframtölum.
Hafa Reykvíkingar nú bæði fengið að sjá, hve vel má treysta
loforðum stjórnarflokkanna og hvern ávöxt samstarf þeirra hef-
ir að bera.
Heildarupphæð útsvaranna, sem hefir verið jafnað niður,
nemur 35.5 milj. kr. og er það 2.2 milj. kr. hærra en árið áður.
Næstum öll þessi hækkun hefir lent á fólki með lágtekjum og
miðlungstekjum, því að hin nýju skattalög stjórnarinnar hindr-
uðu að hægt væri að auka útsvarsbyrðar á fyrirtækjunum.
Mynd þessi var tekin á hinu heimssögulega augnabliki, þegar Wilhelm Keitel marskálkur, formaður þýzka
herforingjaráðsins, undirritaði samninginn um endanlega uppgjöf þýska hersins á fundi hans, Tedders og Zukovs,
sem var haldinn snemma dags í Berlín 9. maí síðastl.
Stefna stjórnarinnar leiðir til stöðv-
unar, en ekki ,,nýsköpunar“
Hermann Jónasson segir fréttir úr funda-
ferð sinni vestanlands.
Hermann Jónasson, formaður Framsóknarflokksins, kom heim
á þriðjudaginn var úr fundaferðalagi um Vestfirði. Hélt hann
fyrst fundi í Barðastrandarsýslu og Vestur-fsafjarðarsýslu, en
síðan leiðarþing í kjördæmi sínu. Tíðindamaður Tímans átti
viðtal við hann eftir heimkomuna og spurði hann frétta úr ferða-
laginu. Fer viðtal þetta hér á eftir:
— Hvað voru fundirnir marg-
ir?
— Ég var á sjö fundum 1
í Barðastrandarsýslu og Vestur-
ísafjarðarsýslu, en því miður
brast mig tíma til að halda
fundi í Norður- ísafj arðarsýslu,
því að ég þurfti að hafa lokið
þingmálafundum í kjördæmi
minu áður en bændaförin hófst,
en úr Strandasýslu munu hafa
farið allt að 40 bændur. í
Strandasýslu hélt ég sex leiðar-
þing.
— Hvernig var fundarsóknin?
— Fúndirnir voru afar vel sótt-
ir. Það er áreiðanlega ekki of-
sagt, að fólk hefir mikinn áhuga
fyrir því að kynnast landsmála-
viðhorfinu frá öllum hliðum og
skilur nauðsyn þess, enda er það
eina tryggingin fyrir góðu
stjórnarfari, að þjóðin fylgist
sjálf með málunum. Því aðeins
getur hún kveðið upp dóma og
tekið í taumana, þegar þörf
krefur. Ég veit það líka, að fólk
er meira en lítið undrandi, sem
ekki er heldur furða, yfir þess-
um dæmalausu skrifum, að ekki
megi halda fundi í kjördæmum,
nema helzt með leyfi hlutað-
eigandi þingmanna og ríkis-
stjórnarinnar einnig. Það virð-
ast vera næsta einkennilegar
hugmyndir, sem þessir menn
hafa um lýðfrjálst þjóðfélag.
UtanSör Esju
Ákveðið mun vera að Esja
leggi af stað héðan í Danmerk-
urförina á hádegi næstkomandi
þriðjudag.
— Þú hefir séð frásagnir Mbl.
um „sigra“ Gísla Jónssonar á
fundunum í Barðastr.sýslu?
— Jú, ég hefi séð það i Mbl.,
að Gísli lætur mikið af ,,,sigrum“
sínum. Ég tel sannast að segja,
að það sé ekki okkar, sem eig-
umst við á fundunum, að dæma
um slíkt. Þetta er að vísu gamall
siöur hjá þessum andstæðingum
okkar og mætti nefna um það
mörg skemmtileg dæmi. Frá-
sögn Mbl. af „sigrum“ Gísla nú
er t. d. lítilfjörleg i samanburði
við frásögn Mbl. um stórkost-
legan „sigur,“ sem einn af er-
indrekum flokksins átti að hafa
unnið á Hólmavikurfundi fyrir
kosningarnar 1937. En sleppum
þessu, þvi að ég held að þessar
„sigurfréttir" séu vafasamur
áróður.
Ég mun líka sleppa að gefa
Gísla Jónssyni nokkra „einkun“
í sambandi við þessa fundi. En
í tilefni “áf „áburðarsö>u“ Gísla,
sem sagt var frá í seinasta blaði
Tímans, er áreiðanlega óhætt að
bæta þvi við, án þess að hallað
sé réttu máli, að Gísli hefir
svo fjörugt hugmyndaflug, að
hann hefir slíkar sögur jafnan
á reiðum höndum í mörgum
málum og mörgum myndum.
Annars -get ég sagt það fyrir
mitt leyti, að ég er vel ánægður
með þessa fundi. Þeir fóru allir
mjög vel fram og hefi ég óvíða
kynnzt betri áheyrendum.
— Hvert virtist þér viðhorfið
til „nýsköpunar“-loforða og
fjármálastefnu stjórnarinnar?
— Það er óhætt að fullyrða,
að sá skilningur fer ört vaxandi,
(Framhald á 8. síðu)
Fyrirtæki bænda
beitt lögleysu
Ný tilrann til að ná
fé af bændum.
Forráðamenn stjórnarflokk-
anna hafa sent bændum nýja
„vinakveðju“ I útsvarsskránni
nýkomnu. Er þar skýrt frá
því, að lagt hafi verið 40 þús.
kr. útsvar á Mjólkursamsöl-
una.
Samkvæmt lögum frá 1936 er
Mjólkursamsalan, ásamt Sölu-
sambandi ísl. fiskframleiðenda,
undanþegin bæði sköttum og út-
svari. Hefir niðurjöfnunarnefnd-
in líka alltaf tekið það til greina,
en nú telur hún auðsjáanlega
þá stjórn komna til valda, að
ekki þurfi að fara eftir lögum,
þegar bændur eru annars vegar.
Niðurjöfnunarnefndin reynir
að fóðra þessa lögleysu sína með
því, að þetta útsvar sé aðeins
lagt á brauða- og sælgætissöl-
una. En slíkt er vitanlega hreint
yfirklór, því að Samsalan rak
þessi viðskipti, er unlrædd lög
voru sett og voru þau ekki látin
sæta neinni uudanþágu. Er
þetta augljos tUraun til að koma
í veg fyrir. að allur hag.iaður-
inn af þesíum viðskiptum renm
til byggingar Mjólkurstöðvar-
innar, óg því beint áframhald
af þeirri viðleitni landbúnaðar-
ráðherrans að taka allan bygg-
ingarkostnaðinn af tekjum
bænda.
Umrætt framferði niðurjöfn-
unarnefndarinnar hefði haft
skárri blæ, ef hún hefði lagt
útsvör á önnur fyrirtæki, er
njóta skattfrelsis, t. d. Eim-
skipafélagið og Sölusambandið,
og þannig sýnt að hún ætlaði
að láta það sama ganga yfir
alla. En nefndinni er ekki jafn-
(Framhald á 8. slðu)
Ávöxtur stjórnar-
stefmmnar.
Blöð verkalýðsflokkanna svo-
nefndu, Þj’óðviljinn og Alþýðu-
blaðið, hafa, eins og við mátti
búast, rekið upp hið mesta út-
burðarkvein í tilefni af hækkun
útsvaranna, einkum á lágtekjun-
um. Hyggjast þau með þessu
háttalagi geta þvegið hend-
ur flokka sinna og komið
allri sökinni yfir á meirihluta
bæjarstjórnarinnar. Einkum
ræðir Þjóðviljinn um það, að
atvinnu- og verzlunarfyrirtæki
greiði miklu minni hluta af út-
svörunum en launamenn.
Þótt vissulega beri íhalds-
meirihlutinn í bæjarstjórn
Reykjavíkur meginsök á því, hve
illa fjárhagsmálum bæjarins er
komið, verður honum á engan
hátt kennt einum um hækkun
útsvaranna í ár. Það er ekki
kunnugt um, að kommúnista-
flokkurinn eða Alþýðuflbkkur-
inn hafi borið fram í bæjar-
stjórninni, þegar fjárhagsáætl-
unin var áfgreidd í vetur, nein-
ar tillögur um lækkun á heild-
aruþphæð útsvaranna. Þvert á
móti vita menn ekki betur en
þessir flokkar hafi verið íhald-
inu innilega sammála um hana.
Með því að samþykkja hin nýju
skattalög á Alþingi í vetur,
tekjuskattsviðaukann og veltu-
skattinn, höfðu kommúnistar og
Alþýðuflokksmenn útilokað að
hægt væri að auka útsvarsbyrð-
ina á fyrirtækjum, þar sem
þessir nýju skattar komu fyrst
og fremst niður á þeim. Niður-
staðan af þessari sambræðslu
og samstarfi íhaldsins og „verka-
lýðsflokkanna" gat því ekki orð-
ið önnur en hækkun útsvara á
lágum tekjum og miðlungstekj -
unum, eins og líka er komið á
daginn.
Morgunblaðið er þeim mun
forhertar en hin stjórnarblöðin,
að það neitar því, að nokkrar
útsvarshækkanir hafi átt sér
stað. Má áreiðanlega telja það
einstæða forherðingu, þar sem
þeir launamenn skipta þúsund-
um, er hafa haft sömu raun-
verulegar tekjur (grunnkaup)
1944 og 1943, en verða þó að
greiða mun hærra útsvar nú en
í fyrra, og þar sem það stendur
líka svart á hvítu í sjálfu blað-
inu, að heildarupphæð útsvar-
anna sé 2.2 milj. kr. hærri nú
en í fyrra!
Þannig eru allar tilraun-
ir stjórnarblaðanna til þess að
breiða yfir útsvarshækkanirnar
og leyna því,að þær séu afleiðing
af stjórnarstefnunni, alveg til-
gangslausar. Þessi stefna miðar
fyrst og fremst að því að auka
verðbólguna og dýrtíðina og út-
svars- og skattahækkanir hafa
farið óhjákvæmilega í kjölfar
þess.
Hvar endar þetta?
Þegar menn líta á hina hrað-
fara aukningu útsvaranna und-
anfarin úr, þá getur tæpast far-
ið hjá því, að menn velti fyrir
sér spurningunni, hvar fjár-
málastefna núv. stjórnar muni
enda.
Undarfarin ár hefir heildar-
upphæð útsvaranna, sem hefir
verið jafnað niður á Reykvik-
inga, verið sem hér segir:
1939 . . . . 4.917 þús. kr.
1940 .. . . 5.891 þús. kr.
1941 .. . . 9.169 þús. kr.
1942 .. . . 11.758 þús. kr.
1943 .. . . 21.115 þús. kr.
1944 .. . . 30.270 þús. kr.
1945 .. . . 32.462 þús. kr.
Útsvörin hafa þannig meira
en sexfaldazt síðan 1939. Hefir
þó bærinn fengið nýja tekju-
stofna á þessum tíma, t. d.
stríðsgróðaskattinn.
Hvað getur það gengið lengi
að hald^ þannig áfram að
hækka og margfalda skatta
á almenningi? Getur þess verið
langt að bíða að gjaldþol ein-
staklinga og fyrirtækja bresti,
ef þannig heldur áfram? Hvað
tekur þá annað við en hrun og
ófarnaður?
Hver og einn, sem hugleiðir
þessar spurningar, hlýtur að
komast að þeirri niðurstöðu, að
dýrtíðar- og verðbólgustefnan,
sem núverandi stjórn heldur
uppi, getur ekki haft nema einn
endi. Því lengur, sem henni
verður haldið áfram, því þung-
bærari verða þau endalok fyrir
þjóðiha.
(Framhald á 8. siöu)
f DAG
birtist á 3. síffu grein eftir Ey-
stein Jónsson um forsetakjörið
á Þingvöllum i fyrra.
Neðanmáls á 3. sísðu er grein
eftir Ársæl Árnason um Jón
Sveinsson, höfund „Nonna-
bókanná". Neðanmáls á 4. sfðu
er grein um bækur Einars Jóns-
sonar myndhöggvara eftir Hall-
dór Kristjánsson, bónda á
KirkjubólL
I