Tíminn - 15.06.1945, Blaðsíða 3
44. blað
TÍMrVTV, föstndagiim 15. |úní 1945
í
3
EYSTEINN JÓNSSON:
A ð g e f d n tilefni
%
- Nokkur ord u m iorsetakjörið *
Morgunblaðið á í vök að verj-
ast um þessar mundir. Eitt af
því, sem blaðið hefir áhyggjur
af, er afstaða Sjálfstæðisflokks-
ins til forsetakjörsins á Þing-
völlum í fyrra sumar.
Morgunblaðinu er auðsjáan-
lega ljóst, hvernig þjóðin lítur
á framkomu þeirra manna, sem
þá rufu eininguna um forseta-
kjörið og skiluðu auðu seðlun-
um. Út af þessu hefir blaðið
færst í fang að gefa það í skyn,
að Framsóknarmenn hafi viljað
vinna gegn kjöri Sveins Björns-
sonar.
Um þetta segir blaðið 2. júní
_í hinum alræmdu Reykjavíkur-
bréfum:
„En hitt vita kannske færri,
að óeiningin um kjör forseta á
Þingvöllum 17. júní í fyrra kom
til út af hinu svonefnda ríkis-
stjórabréfi.
Og enn færri hafa vitað það,
að það væru tveir þingmenn,
Hermann Jónasson og Eysteinn
Jónsson, sem ætluðu að hag-
nýta það bréf, til þess að gera
þáverandi ríkisstjóra allan þann
miska, sem þeir gátu.
Eysteinn Jónsson stakk t. d.
upp á því, að þingið tilnefndi
forsetaefni, undir eins og ríkis-
stjórabréfið hafði borizt Alþingi.
Var ekki hægt að efast • um í
hvaða tilgangi sú tillaga var
fram borin, í sama mund og
bréfið kom fram, sem var undir-
rót óánægjunnar meðal þing-
manna.“
Eg efast um, að Leitis-Gróa
hefði komizt lengra í listinni
en sá, sem þetta ritar, þótt hún
hefði verið enn við líði og í fullu
fjöri. \
Mér er ókunnugt um, hvað
þeir Sjálfstæðismenn, sem ekki
kusu Svein Björnsson á Þing-
völlum 1944, hafa haft út á
hann að setja, og má vel vera,
að þeir hafi sumir borið við til-
lögu Sveins Björnssonar um
þjóðfundinn frá því um vetur-
inn. Nær er mér þó að halda, að
aðrar ástæður hafi legið til
þessa hjá sumum þeirra. En
hvað, sem því líður, þá virðast
þessir menn ekki hafa talið
ástæður sínar til þess að Ikerast
úr leik við kjörið, gildar né eðli-
legar, því hefði svo verið, þá
hefðu þeir ekki farið huldu
höfði og þó því síður látið mál-
pípur sínar nú kenna aðra við
það, sem þeir þá gerðu.
Ef þeir hefðu af eðlilegum
málefnaástæðum ekki talið rétt
að kjósa Svein Björnsson, hvers
vegna skýra þeir þá ekki drengi-
lega frá því og ástæðum sínum
um leið. í þess stað virðast sum-
ir þeirra vera farnir að láta
Morgunblaðið tala um fram-
komu þeirra sem hálfglldings ó-
dæðisverk, og dylgja um það um
leið, að allt aðrir menn en þeir
hafi verið þar að verki.
Morgunblaðið segir, að ég og
Hermann Jónasson höfum ætl-
að að hagnýta okkur þjóðfund-
artillögu Sveins Björnssonar til
þess að gera honum allan þann
miska, sém við gætum. Er þetta
nú ekki heldur ótrúleg saga?
Hverjir hefðu svo sem átt að
stöðva okkur í þessu heiftaræði
gegn Sveini Björnssyni? Kom-
múnistar máske, sem neituðu að
styðja Svein Björnsson, eða
Sjálfstæðisflokkurinn, sem var
klofinn um það bil til helminga
í afstöðunni til Sveins Björns-
sonar?
Það rétta í þessu er, að við
Hermann Jónasson áttum okkar
þátt í því hvernig ríkisstjóra-
bréfið var afgreitt, og kom eng-
in sérstaða um það mál til
greina af okkar hendi.
Þá segir Morgunblaðið, að ég
hafi stungið upp á því, að til-
nefnt væri forsetaefni undir eins
og ríkisstjórabréfið hafi borizt
Alþingi, og ekki hafi verið hægt
að efast um, í hvaða tilgangi
það var gert, þar sem óánægja
hafi verið mikil meðal þing-
manna út af bréfinu.
í þessari frásögn er sterkast
ættarmótið með þeim Gróu og
höfundi Reykjavíkurbréfsins.
Hann þorir ekki að skrökva því
beint, að ég hafi stungið upp á
öðru forsetaefni en Sveini
Björnssyni, en menn eiga að
skilja þetta þannig, að ég hafi
viljað koma í veg fyrir það, að
Sveinn Björnsson yrði forseti
með því að fá samtök þingflokka
um málið, þegar Sveinn Björns-
son hafi staðið höllum fæti með-
al þingmanna, vegna tillögunar
um þjóðfundinn.
Af þessu eiga menn svo að
draga þá ályktun, að ég hafi
verið manna líklegastur til þess
að kjósa ekki Svein Björnsson
á Þingvöllum.
Ójá — Moggi sæll. Ætli þetta
þýði nú annars nokkuð.
Fyrst er nú það, að fæstir
þingmenn munu hafa litið svo
á, að tillagan um þjóðfundinn
ætti að hafa áhrif á það, hvort
þeir styddu Svein Björnfeson til
forsetakjörs eða ekki. Ég segi
fæstir, en mér er þó nær
að halda, að enginn þingmaður
hafi litið svo á.
í öðru lagi er það uppspuni,
að ég hafi í sambandi við ríkis-
stjórabréfið beitt mér fyrir því,
að menn kæmu sér saman um
forsetaefni.
í þriðja lagi er það sannleik-
urinn um þetta mál, að ég lagði
mikla áherzlu á það á Alþingi,
að menn ættu að standa saman
um forsetakjörið fyrsta sinpi og
vildi að þingmenn kæmlu sér
saman um það áður en þeir
skildu um veturinn, að styðja
elnmitt Svein Björnsson.
Framsóknarmenn á Alþingi,
að einum undanskildum, voru
þá reiðubúnir, til þess að gera
um þetta samtök.
Þessi samtök voru þó ekki
gerð áður en þingmenn fóru
heim af Alþingi.
Ýmsum var ljóst, að þannig
gat málið ekki staðið. Forseta-
kjörið átti að fara fram á há-
tíðafundi Alþingis á Þingvöll-
um, og þá kröfu varð að gera til
Alþingis, að kosningin kæmi
ekki þeim á óvart, sem fyrir val-
inu yrði:
Forsætisráðherra sneri sér því
til formanna þingflokkanna æði
löngu fyrir Þingvallafundinn og
bað þá að láta í té vitneskju um
það svo fljótt, sem unnt væri,
hvað þingmenn í þeirra flokki
hyggðust fyrir um forsetavalið.
Ég tilkynnti forsætisráðherra
rétt á eftir, að óhætt væri að
treysta því, að allir þingmenn
Framsóknarflokksins, nema ef
til vill einn, myndu kjósa Svein
Björnsson til forseta.
Það er á allra vitorði, að frá
Alþýðuflokknum kom yfirlýsing
um einhuga stuðning við Svein
Björnsson, að kommúnistar létu
uppi, að þeir styddu ekki Svein
Björnsson og að frá Sjálfstæðis-
flpkknum fékkst vitneskja um
það, að flokkurinn væri klofinn
um málið, en þó þannig, að ef
Alþýðuflokksmenn og Fram-
sóknarmenn kysu Svein Björns-
son, þá næði hann lögmætri
kosningu.
Svona var nú þetta.
Er nú ekki myndarlegast fyrir
Morgunblaðið að viðurkenna
sannleikann í þessu hispurs-
laust. Ofan á allt annað, sem
styður að því, bætist, að þetta
er nú hvort sem er á allra vit-
orði.
Ég hefi aldrei farið dult með
Ungur söngvari hlýtur
veglcga viðurkenníngu
Guðmundur Jónsson söngvari,
sem nú er landsmönnum öllum
kunnur orðinn, bæði af söng-
ferðum, er hann hefir farið út
á land, og söng sínum í útvarp
og í samkvæmum hér í Reykja-
vík, dvaldi svo sem kunnugt er
um skeið vestan hafs við söng-
Guðmundur Jónsson, söngvari.
nám í hinum fræga söngskóla
prófessors Lazars Samoiioffs.
Hlaut hann þar hinn lofsamleg-
asta vitnisburð prófessorsins,
sem mjög fannst til um hæfi-
leika Guðmundar. Á síðastliðnu
ári kom Guðmundur heim, en
afstöðu mína til þess að fela
Sveini Björnssyni forsetaemb-
ættið. Ég sé enga ástæðu til þess
að gera grein fyrir því í þessu
sambandi, hvers vegna ég hefi
talið og tel rétt ráðið að fela
honum þetta æðsta trúnaðar-
(Framhald á 6. síðu)
áður en til þess kæmi, að hann
réðist til vesturfarar að nýju,
og framhaldsnáms, barst hingað
sú fregn, að Samoiloff prófessor
hefði látizt.
Nú nýlega hefir Guðmundi
borizt bréf frá dóttur prófess-
orsins, er tekið hefir við forstöðu
söngskóla föður sins. Býður hún
Guðmundi endurgjaldslaust alla
þá kennslu, er unnt sé að veita
í skólanum, ef hann vill þiggja.
Guðmundur hefir þegar á-
kveðið að þiggja þetta ágæta
boð hins nýja skólastjóra, og
gerir hann ráð fyrir að fara
vestur í haust, ef allt lætur að
líkum.
Allir aðdáendur Guðmundar
og unnendur söngs og tón-
menntunar fagna þessari veg-
legu viðurkenningu, sem hon-
um hefir hlotnazt, og gleðjast
j yfir því tækifæri, er honum hef-
ir boðizt til framhaldsnáms í
jhinum ágætasta skóla, sem völ
' er á. Vonandi verður honum
'einnig veittur nægur farareyrir
;héðan að heiman til þessarar
í vesturfarar, svo að hann þurfi
einskis í að sakna í þeim efnum.
Sá tími er liðinn, að beztu lista-
mannsefnin séu nídd niður, og
íslendingar það fjáðir, að þeir
geta veitt þeim æskumönnum,
jsem hafa afburða-hæfileika til
brunns að bera, nauðsynlegan
stuðning. Þeir fjármunir, sem
(til þess eru notaðir, munu líka
bera ánægjulegan ávöxt.
Þjóðin hlakkar til endurkomu
Guðmundar úr þeirri námsför,
sem hann á nú í vændum.
Jén Hyein^on
4
Jón Sveinsson var einn hinn vfðförlasti íslendingur á
þessari öld, og jafnframt var hann einn víðkunnasti rit-
höfundur íslendinga. Hér á ættjörð sinni hefir hann orðið
mjög hjartfólginn ungu kynslóðinni fyrir „Nonnabæk-
urnar“. Ársæll Árnason minnist hér hins látna rithöfund-
ar og göfugmennis. ,
vCcudh . UÍ+/- t>AJUC e-A- <fa.OA. luaýjU ój P*iz.
e/ (&r jj/ '**uý 'UufUr
ó ■ \ ' .
'tUct&esL ýjeý a-j d&c. t&ícn*-4 kcesi*- ,
’/rtce. , 'toaitue- •
■ (/.
Sýnlshorn af rithönd Nonna, endir bréfs til útgefanda bóka hans hér, dagsett 2. júlí 1928. Bréfið er ritað á
dönsku, eins og hann gerði jafnan í bréfaskiptum við útgefandann. íslenzka var honum ekki lengur svo töm, að
hann skrifaði hana, en hann skildi hana til fullnustu. — í Islenzkri þýðingu segir þar:
„Ég er enn sem áður á fyrirlestraferðalagi um Þýzkaland og lönd þau, sem að því liggja. Mpn halda þvi á-
fram eitt ár enn. Það gengur mjög vel og áhuginn á íslandi er feikna mikill.
Ég sendi yður ljósmynd, sem tekin var af mér á ferðalagi minu um Suður-Þýzkaland.
Að lokum sendi ég yður og öllum ástvinum yðar, sérstaklega Nönnu (dóttur útgefanda, er hann stóð í bréfa-
skiptum við) og konu yðar, vinsamlegustu kveðjur mínar.
Yðar einlægur
Jón Svensson. S. J.“
(Þannig skrifaði hann ávallt nafn sitt. Stafirnir S. J. þýða Societas Jesu).
Arsæll Árnason:
Innan um allan hergnýinn,
nokkru áður en honum lauk,
barst hingað sú fregn, að Jón
Sveinsson, „Nonni", hefði látizt í
(nóvember síðastliðnum í Köln á
Þýzkalandi. Fregnin var að vísu
enginn herbrestur, en mun þó
hafa snortið íslendinga meira
en mörg stórfréttin úr stríðinu.
Nonni — við skulum kalla
hann þvi nafni — var fæddur
16. nóvember 1857 og hefir því
verið um 87 ára, er hann lézt.
Ég veit ekki sj^lfan dánardag-
inn, né með hverjum hætti
Nonni hefir látizt. Aldurinn var
orðinn-hár og mátti því vænta
þess, að hann hyrfi af sjónar-
sviðinu, en einmitt um þessar
mundir hófust hinar miklu loft-
árásir á Köln. Hver veit nema að
þær hafi átt sinn þátt í dauða
hans.
Nonni er þekktastur af bók-
um sínum, og segir hann þar á
sinn óbrotna og elskulega hátt
frá nokkrum þætti úr ævi sinni,
unglingsárunum. Þær eru að
vísu ekki sjálfsævisaga í eigin-
legum skilningi, heldur eru end-
urminningar unglingsáranna
notaðar sem uppistaða. Þar
fléttast svo ýmislegt inn í og
allt verður „sögulegt“ í frásögn
Nonna.
Um ævi hans má geta þess, að
hann er fæddur á Möðruvöllum
í Hörgárdal, en þar var faðir
hans, Sveinn Þórarinsson, skrif-
ari hjá Pétri Havsteen amt-
Jón Sveinsson, rithöfundur.
manni i 19 ár samfleytt. Seinna
fluttist hann til Akureyrar og
lézt þar í júlí 1869, og hefir
Nonni þá verið ellefu ára gam-
all. Móðir Nonna hét Sigríður
Jónsdóttir. Bæði voru þau hjón-
in þingeysk. Nokkru eftir burt-
för Nonna af íslandi fluttist hún
til Ameríku og dó þar.
Franskur auðmaður hafði boð-
izt til þess að kosta tvo íslenzka
drengi til mennta i Frakklandi.
Var annar kjörinn Þórhallur
Bjarnarson, prests í Laufási
Halldórssonar, síðar biskup, en
horfið þó frá því, sennilega af
trúarlegum ástæðum. Að hon-
um frágenghum varð Nonni fyr-
ir valinu. Hinn var Gunnar Ein-
arsson, Ásmundssonar í Nesi,
síðar kaupmaður í Reykjavík.
Nonni sigldi 1870, þá tólf ára
gamall, en er til Kaupmanna-
hafnar kom, var skollinn á ó-
friðurinn milli Frakka og Þjóð-
verja, og komst hann þvi ekki
lengra. Hóf hann þess vegna
nám sitt í Öanmörku, stundaði
annars nám við háskóla í ýms-
um löndum Evrópu og varð hinn
lærðasti maður, eins og títt er
um kaþólska menntamenn. Að
námi loknu varð hann kennari
við kaþólskan menntaskóla í
Olderup í Danmörku, í tuttugu
ár samfleytt, frá 1892 til 1912.
Hann hafði verið sérstaklega vel
látinn sem kennari, hafði sér-
stakt lag á að vinna piltana,
gera þeim hið erfiða nám
skemmtilegt. Auk kerinslunnar
varð hann að sinna ýmsum
öðrum störfum, m. a. kaþólsku
trúboði í Danmörku. En svo var,
starfið erfitt, að hann varð að
fá lausn frá því og taka sér
hvíld. En þá fer hann að stunda
ritstörf fyrir alvöru. Hann vek-
ur strax aðdáun með „Nonna“-
bókum sínum, er hann skrifaði
á þýzku, og nú rennur upp nýtt
tímabil fyrir honum. Hann
verður eftirsóttur fyrirlesari við
skóla og ýmsar aðrar stofnan-
ir, ekki aðeins innan Evrópu —
hann virðist hafa verið jafn-
leikinn í helztu tungum álf-
unnar, a. m. k. þýzku, frönsku,
ensku og dönsku — heldur er
hann sendur, áttræður öldung-
urinn, umhverfis jörðina, um
Ameríku austur til Japan. Mun
hann hafa átt að fara um Kína
og víðar um Austurálfu, en
vegna ófriðarins, sem brauzt út
milli Japan og Kína, varð hann
að hraða för sinni heim til Ev-
rópu.
Sem rithöfund þekkjum við
Nonna yfirleitt ekki nema af
„Nonna“-bókunum. En meðan
hann stóð í hinu stranga starfi
sem menntaskólakennari i Dan-
mörku, gaf hann út bók, sem
heitir „Islandsblomster". Hann
hafði með höndum tímarit, sem
hét „Varden“, og birti þar
greinar um íslenzkar fornbók-
menntir, ekki í „Nonna“-stíl,
heldur sem vísindamaður, bók-
menntafræðingur. Þó kennir
þar strax hins sama yls og allt-
af síðar, sem kemur strax fram
í heiti bókarinnar. Hann lýsir
gildi fornbókmennta vorra, vís-
ar óspart til erlendra höfunda,
er hafi sérþekkingu á þeim, og
til staðfestingar máli sínu þýð-
ir hann Gunnlaugs sögu orms-
tungú og er hún prentuð með
i bókinni. Bókin er prentuð 1906.
Meðan Nonni starfaði við áð-
urnefndan menntaskóla, fékk
hann einn góðan veðurdag fyr-
irmæli um það, að hann skyldi
fara til íslands og nota tveggja
mánaða sumarleyfi sitt til þess
að ferðast um landið. (Þess má
geta, að menn í hans stöðu
urðu í hvívetna að fara eftir
fyrirmælum yfirmanna sinna).
Þetta var árið 1895. í för með
honum slæst einn af nemend-
um .hans, tólf ára drengur,
Frederik að nqfni. Um ferð
þessa ritaði hann bók, „Et Ridt
gennem Island“, sem kom þó
ekki út fyrr en 1908, en í prýði-
legri útgáfu með þrem litmynd-
um eftir enska jnálarann Col-
lingwood. Þar kemur „Nonna“-
stíllinn fyrst fram, sérstaklega
í innganginum. Nemendur hans
höfðu frétt af þessu og tala við
hann í frímínútunum. Það er
of rúmfrekt að taka það upp
hér. í þessari ferðasögu lætur
hann yfirleitt ekki á því bera að
hann sé íslendingur, fyrr en
hann hittir Sigurð bónda á Laug
í Bislíupstungum, er þá er um
áttrætt og orðinn heyrnarsljór.
Nonni vildi leita hófanna um
það, hvort hann fengist ekki
sem fylgdarmaður upp að Kal-
manstungu.
Gamli maðurinn hvessir á
hann augun og spyr: „Eruð þér
fslendingur?"
„Já“.
„Með leyfi að spyrja, hvað
heitið þér?“