Tíminn - 15.06.1945, Qupperneq 6

Tíminn - 15.06.1945, Qupperneq 6
6 TÍMrNTV, föstndagmm 15. |uní 1945 44. blað Mmningarorð: Sígríður á Smyrlabjörgnm. Sigríður Hálfdánardóttir, fyrr húsfreyja á Smyrlabjörgum í Suðursveit, andaðist 23. apríl síðastl. í hárri elli, var fædd í Odda á Mýrum 6. júní 1853 og skorti því sex vikur á annað ár hins tíunda tugar. Foreldrar hennar voru þau Ingunn Sigurðardóttir og Hálf- dán Jónsson, er þá bjuggu í Odda. Sú jörð er nú og hefir verið nokkra áratugi í eyði vegna vatnaágangs. Meðal systkina Sigríðar, þeirra er til aldurs komust, voru þau Ari hreppstjóri á Fagurhólsmýri í „Öræfum, Vilborg húsfreyja í Holtinn á Mýrum og Jón bóndi í Flatey í sömu sveit. Náðu þau öll háum aldri, en eru öll látin fyrir fáum árum. Vorið 1880 giftist Sigríður Jóni Jónssyni á Smyrlabjörgum, og tók þá þar við búsforráðum. Var heimili hennar þar upp frá því eða í 65 ár. Börn þeirra hjóna, Sigríðar og Jóns, voru 10. Af þeim dóu á unga aldri fjögur, og einn sonur liðlega tvítugur, en á lífi eru hin fimm. Þau eru: Ingunn, ekkja Gisla Bjarna- sonar bónda á Uppsölum, Vil- borg, húsfreyja á Smyrlabjörg- um, gift Einari Einarssyni bónda þar, Jóhanna, húsfreyja í Borg- arhöfn, gift Guðm. bónda Jóns- syni, Jón, bóndi á Smyrlabjörg- um ,kvæntur Lússíu Þórarins- dóttur frá Breiðabólstað, og Sigurbjörn, smiður í Reykjavík. Heimilið á Smyrlabjörgum var því alltaf fjölmennt, og því ærið starf, sem á herðum húsráð- endanna hvíldi, og -ekki síður húsfreyjunnar en bóndans, kom þar og til greina mikill gestagangur, en gestrisni var ein þeirra dyggða, sem þar var ætíð í háVegum höfð, bæði með- an Sigríður var húsráðandi og síðan. Mann sinn missti Sigríður fyrir 23 árum, eftir meira en 42 ára sambúð. Að honum látnum hélt hún áfram búrekstri um mörg ár með sonum sínum. Jón á Smyrlabjörgum, maður Sig- ríðar, var konu sinni samhentur um allt. Hjálpsemi þeirra og góðgirni til alls og allra er al- kunn. Þau voru bæði sem ann- að ætíð tilbúin að rétta þeim hjálparhönd, sem hennar þurftu, og fylgdi þar hugur hönd. Við, sem nú erúm miðaldra eða yngri, þekkjum ekki nema af frássögn þá milku erfiðleika, sem áratugurinn 1880 til 1890 lagði á herðar feðra okkar og mæðra, fyrir sakir hárðinda' frá náttúrunnar hendi, og þungrar farsóttar, er geysaði snemma á þeim áratug. Aldrei siðan hefir verið við eins mikla erfiðleika að etja hér á landi. En sú kyn- slóð, sem þá var á bezta skeiði, var alin upp við þrautseigju, sjálfsafneitun og harðan kost á margan hátt, enda komst hún út úr erfiðleikunum með meiri sigri en ætla mætti. Frumbýlingsár þeirra Smyrla- bjargahjóna lentu í þeim hluta þessa áratugs, sem þyngstur var, en ekki létiji þau bugast, þrátt fyrir stóran barnahóp til að framfæra. Sigríður var hisp- urslaus og drengileg í fram- komu, var drengur góður, eins og Njála segir um Bergþóru, og það hygg ég, að hana hefði hvorki skort kærleika né áræði til þess að fylgja manni sínum inn í hvers konar erfiðleika og lífsháska, eftir því sem atvikin hefðu að höndum borið. Sigríður á Smyrlabjörgum var mikil trúkona, bæði í meðlæti og andbyr, guðstrú hennar hef- ir án efa verið hið sterka afl, sem hún var ætíð viss um að geta leitað til og fengið frá aukinn þrótt. Slíkt veganesti vildi hún ekki láta börn sín né aðra fara á mis við, heldur sýna þeim í því fullkomna fyrirmynd og sanna með reynslu sinni, hversu einlæg trú var mikilvægt afl fyrir hvern og einn. Sigríður var heilsuhraust fram á efstu ár sín, og tók mikinn þátt í öllu því, sem fram fór á heimilinu framundir nírætt, einnig eftir að hún hafði sleppt búsforráð um, en allra síðustu árin var hún. þrotin að kröftum, bæði til sálar og líkama, en naut þá góðrar aðhlynningar og hjúkr- unar í höndum tengdadóttur og sonar og barna þeirra. Hún vann meðan dagur var, og hlíföi sér hvergi í dagsins önn. Ævikvöld hennar var hið frið- sælasta á þvi heimili, sem notið h^fði krafta hennar og umsjár í hálfan sjöunda tug ára. Börn hennar og aðrir vanda- menn vildu bera hana á hönd- um sér og létta henni byrðarn- ar sem mest, þegar hennar eigin kraftar voru að þrotum komnir. Allir vinir hennar og vanda- menn biðja henni allrar bless- unar á hennar nýja starfssviði, og þakka henni langa og góða samfylgd. J. I Nokkur orð um forsetakjörið (Framhald aj 3. síðu) starf fyrir landið. Hitt þykir mér með ólíkindum, að ég hefði nokkuð fremur séð ástæðu, til þess að fara dult með, þótt ég hefði verið annarrar skoðunar um þetta. Ég hefði aldrei byggt afstöðu mína um forsetavalið á slíkum forsendum, að ég þyrfti að fara huldu höfði þess vegna. Morgunblaðið segir, að þrír flokkar hafi að frumkvæði Sjálf- stæðisflokksins komið málum svo, að Sveinn Björnsson .hafi verið sjálfkjörinn. Um þetta er nú það að segja, aÖ Framsókn- arflokkurinn hafði gert sam- þykkt um að styðja Svein Björnsson, áður en flokkurinn heyrði nokkuð frá Sjálfstæðis- mönnum í því efni. Þe'tta er nú kannske ekki stórt atriði og ekkert nýstárlegt, þótt Mbl. halli frásögn með þessu móti. En þessi málflutningur blaðsins sýnir þó glöggt, hvernig blaðið hefir orðið að láta undan síga fyrir almenningsálitinu um val forseta. Nú er um að gera að halda því fram, að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi haft forustuna um val Sveins Björnssonar í vor. Minna má ekki gagn gera. Öðru vísi mér áður brá. Þetta er nú raunar ekkert einsdæmi um af- stöðu Morgunblaðsins. Blaðið er orðið frægt fyrir kollsteypur þessarar tegundar og með hverri kollsteypu minnka áhrif blaðs- ins á hugsandi menn. Morgunblaðið telur sig nú ekki geta lengur undir því risið, að Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki sem heild styðja að kjöri Sveins Björnssonar vorið 1944. Þetta geta menn skilið. En væri samt ekki betra fyrir blaðið að láta málið liggja í þagnargildi en að leggja af stað með þá skáld- sagnagerð, sem ég hefi nú gert nokkur skil. Samvínna og lýðræði Þér skuluff lesa þessa bók. Á 14. þingi sambands sam- vinnufélaganna í Bandaríkjun- um — The Cooperative League — sem haldið var í Chicago dagana 8.—13. okt. f. á., hélt James Peter Warbasse, fyrrver- andi forseti The Cooperative League, ræðu um alþjóðasam- vinnu. Sú ræða var athyglisverð á ýmsa lund. Fara hér á eftir nokkrir lauslega þýddir kaflar úr ræðu mr. Warbasse: „Vér getuip eigi talað um al- þjóðahyggju án þess að ræða um lýðræði. Heimurinn er orð- inn svo iítill vegna hinna greiðu samgangna og hraðfará farar- tækja, að lýðræði hjá einstökum þjóðum eða í einstökum lönd- um, er í rauninni ekki mögulegt lengur. Allir menn eru nágrann- ar. Lýðræðið mun að engu verða í hverju því landi, sem hefir ein- ræðisríki fyrir nágranna. Lýð- ræðið í þessum litla heimi verð- ur að ná til allra landa og allra þjóða. Sama máli gegnir um fjár- hagslega velgengni. Velgengni verður ekki lengur bundin við hina fáu. Það væri hörmuleg ógæfa að halda áfram h.inum gömlu aðferðum stórveldastefn- unnar að undiroka sumar þjóð- ir og láta menn í sumum lönd- um vinna sem þræla til þess að einstakar þjóðir geti búið við auðsæld og velgengni. Engin áætlun um frið í heimin- um er þess virði, að henni sé gaumur gefinn, nema hún miði að hagsæld og friði fyrir allar þjóðir. Gamli stórveldadraum- urinn um halda einni þjóð í fá- tækt og þrældómi til þess að önnur þjóð geti notið frelsis og hagsældar' ætti ekki lengur að geta komið til greina. Þýðing þessa er djúp og víð- tæk. Þriðjungur mannkynsins er hvítur, en tveir þriðju þess eru litaðir. Hinir hvítu, eins og t. d. Þjóðverjar Hitlers, hafa lit- ið á sig sem yfirstétt. Þó hafa þeir fengi siðfræði sína, menn- ingu, trú og heimspeki að veru- legu leyti frá hinum lituðu kyn- þáttum. Hinn hvíti kynþáttur hefir ekki aðeins litið á sig sem yfirstétt. Hann hefir einnig greinilega sýnt skoðun sína í verki. Hann hefir sýnt hinum litaða kynþætti bæði óréttlæti og mannúðarleysi. Hinn hvíti maður hefir móðgað og auð- mýkt hinn litaða mann og beitt hann brögðum í fjármálum. Að- ferðir þær, sem hann hefir beitt hafa oft og einatt bent til þess, að hann stæði skör lægra. Áletrunin „Hundum og Kínverj- |um bannaður aðgangur“ hefir ekki aðeins móðgað margan menntaðan Kínverja, heldur hefir hún og móðgað heila þjóð. Arðrán og þrælkun hinna lituðu manna, kvenna og barna, til þess að gera hina hvítu ríka, er svartur blettur í sögunni. Þessa munum við einhvern tíma gjalda..... Japan hefir byggt upp iðnað sinn á fullkominn hátt. Vér höf- um séð hverju Japanar hafa á- orkað. Risaþjóðirnar, Indland og Kína, eru að byggja upp sinn iðnað.. Stærstu stálverksmiðjur brezka heimsveldisins eru nú í Indlandi en ekki í Englandi. Indverjar eiga og stjórna hinum miklu Tata stálverksmiðjum. Einu sinni var dánartalan miklu hærri á meðal hinna lit- uðu kynþátta en hjá hinum hvítu. En dánartalan er nú lækkandi hjá hinum lituðu. Hinum lituðu fjölgar miklu meira en hinum hvítu. Vera má, að eftir tvær kynslóðir verði ’hlutfallið á milli hvítra manna og litaðra orðið eins og einn á móti sex. Ef til vill hafa hinir lituðu þá lært aðferðir hinna | hvítu.... Vegna barna vorra cig barna- barna þurfum við að taka lýð- ræðið alvarlega. Fyrst verðum við að læra hvernig við eigum að framkvæma það heima og síð- an að vinna að útbreiðslu þess annars staðar. Við megum ekki varðveita það handa okkur, en neita nágrannanum um það. Hér er það samvinnan, sem bendir á þá leið, er halda skal. .. Hinn fjárhagslegi ávinningur er ekki aðalatriðið við samvinnuna. Megin þýðing hennar liggur í því, að hún bætir sambúð manna, að hún veldur því, að menn koma betur fram við með- bræður sína og að hún temur mönnum lýðræðishugsun og jafnréttiskennd. JLýðræðishugs- un samvinnunnar er ekki bund- in við einstakar þjóðir eða kyn- þætti. Hún nær jafnt til allra. Aukinni fjárhagslegri velgengni þarf að fylgja betra líf. Skrá yfir aðalniðurjöfnun útsvara í Reykjavík fyrir árið 1944, liggur frammi almenningi til sýnis í skrif- stofu borgarstjóra, Austurstræti 16, frá 12. til 25. júní næstkomandi, að báðum dögum meðtöldum, kl. ‘—12 og 13—17 (þó á laugardögum aðeins kl. 9—12). Kærur yfir útsvörum skulu sendar niðurjöfnunar- nefnd, þ. e. í bréfakassa Skattstofunnar í Alþýðuhús- inu við Hverfisgötu, áður en liðinn er sá frestur, er niðurj öínunarskráin liggur frammi, eða fyrir kl. 24 mánudlaginn 25. júní næstkomandi. Þennan tíma verður formaður niðurjöfnunamefnd- ar til viðtals í Skattstofunni virka daga, aðra en laug- ardaga, kl. 17—19. Borgarstjórinn í Reykjavík, 11. júní 1945. IS.jarni Benediktsson. rvvy'T"y ♦ ÚTBREIÐIÐ TIMANN ♦ Samband ísl. samvlnnufélafia. SAMVINNUMENN ATHUGIÐ: Stefna samvinnufélaganna er skuldlaus verzl- un og sanngirni í viðskiptum. Ullarverksmidjan Gefijun framleiðir fyrsta flokks vorur. Spyrjið því jafnan fyrst eftir Geíju 00 narvorum þcgar yður vantar ullarvörur. Skinnaverksmið j an Iðunn framleiðir SÚTUÐ SKUVN OG LEÐUR ennfremur hina landskunnu Iðunnarskó Þurrkaffur og pressaffur SALTFISKUR ódýr og góður, í stærri og minni kaupum. Hafliði Baldvinsson Sími 1456. — Hverfisg. 123. I GÆFAN fylgir trúlofunarhringum frá SIGURÞÓR, HAFNARSTR. 4. Sendið nákvæmt mál. Sent mót póstkröfu. KVENUNDIRFÖT I NÁTTKJÓLAR J NÆRFÖT á fullorðna og börn. H. Toft Skólavörffustíg 5. — Sími 1035. ) Vinnið ötuUega fgrir Tfmann. /

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.