Tíminn - 16.03.1945, Side 6

Tíminn - 16.03.1945, Side 6
6 21. Mað TtMDÍN) föstudagiim 16. marz 1945 Kollsteypustefnan íordæmd (Framhald af 3. síöu) Mínníagar nm Guöxnund Hjaltason þurfa að fá. Þeir, sem halda því fram,geta alvef eins látið sam- þykkja, að svart sé hvítt. En samkvæmt* sex-manna-nefndar- álitinu hafa bændur rétt, sem er þeim mikilsverður. Fulltrúum bænda í verðlagsnefndum var þegar haustið 1943 heimilt að setja svo hátt verð á landbún- aðarvörur seldar innanlands, að unnt væri að bæta upp með því verðlag á landbúnaðarvörum, sem seldar voru til útlanda, þannig, að jafnaðarverð fyrir landbúnaðarvörur allar yrði í samræmi víö það verðlag, sem sex-manna-nefndin hafði á- kveðið. En ef bændur hefðu gert þetta, mundi dýrtíðin þegar í stað hafa aukizt svo mjög, að allt atvinnulíf komst á heljar- þröm. Kjötverðlagsnefnd sú, sem starfaði haustið 1943, og sú, sem starfaði haustið 1944, fór ekki til ríkisstjórnarinnar og sagði: Ég krefst þess, að ríkis- stjórpdn taki ábyrgð á því, að bændur fái tiltekið verð fyrir landbúnaðarvörur. Hún gerði þetta ekki af þeirri einföldu á- stæðu, að hún vissi, að hún hafði engan rétt til þess. En hún gerði annað. Hún sneri sér í bæði skiptin til ríkisstjórnar- innar og spurði hana, hvort hún vildi að verðið á kjötinu yrði sett svo hátt innanlands, að hægt væri að bæta upp með því landbúnaðarvörur, sem fluttar yrðu út. Ef ríkisstjórnin vildi koma í veg fyrir þetta, yrði hún að ákveða, hvaða verð skyldi vera á landbúnaðarvörum á innlendum markaði. En með þessum afskiptum og ákvörðun- um, sem sérhver ríkisstjórn var neydd til, tii þess að koma í veg fyrir óviðráðanlega dýrtíð, háfði hún tekið á sig ábyrgðina á því, að bæta upp þær vörur, sem fluttar voru út, þannig, að bændur fengju verðlag sex- manna nefndarinnar. Við, sem höfum iagt áherzlu á skyldur ríkissjóðs í þessum efnum, höf- um aldrei haldið því fram, að ríkið bæri ábyrgð á verðlaginu samkvæmt sex-manna-nefnd- ar-álitinu í sjálfu sér, heldur að ríkisstjórnin hefði tekið á sig þessa ábyrgð um leið og hún setti verðið á innanlands- markaði svo lágt, að fyrirsjáan- legt var, að ekki var með innan- landsverðinu hægt að bæta upp það, sem selt var erlendis. Og þetta er tvímælalaust sá rétti skilningur á málinu frá lög- fræðilegu sjónarmiði, — og hann er einnig fyrir bændur sá hagkvæmasti. En nú ganga dýrtíðarlögin úr gildi (og að vissu leyti einnig álit sex-manna-nefndarinnar) þegar styrjöldinni er lokið, sem flestir vænta að muni verða fyr- ir næsta haust. En þrátt fyrir það eiga bændur að vissu leyti hinn sama rétt og þeir áttu áð- ur, meðan lögin voru í gildi. Fulltrúar bænda hljóta að verðleggja landbúnaðarvörur á innlendum markaði þannig, að bændur geti fengið viðlíka verð og jafnaðarverð sex-manna- nefndarinnar fyrir alla sína vöru. Til þess hafa þeir siðferði- legan rétt, þótt lögin verði úr gildi gengin. Það eru ekki bænd- ur, sem hafa ákveðið þessi hlut- föll milli kaupgjalds og verð- lags, sem réttlát hlutföll. Það er. sjálfur hagstofustjóri lands- ins og fulltrúar frá verkamönn- um, sem hafa ákveðið hlut- föllin. Þótt lögin gangi úr gildi, stendur þó réttlætið, sem í á- kvæðunum felst, óhaggað fyrir því. Það getur enginn láð bænd- um það, þótt þeir verðleggi vöru sína næsta haust í samræmi við það réttlæti, hvað sem styrjöld líður. — Ríkisstjórnin stendur því frammi fyrir nákvæmlega sömu aðstæðum í haust eins og voru til staðar s. 1. haust. VII. Af þessum og öðrum ástæðum eru líkurnar fyrir því, að út- gjaldahlið fjárlaganna fyrir ár- ið 1946 geti orðið lægri en fyrir árið 1945 því miður alls engar eins og nú skal rakið: 1. Ríkisstjórnin mætir þeim erfiðíeikum næsta haust, að verða að kjósa um það, hvort hún vill greiða niður landbún- aðarvörur eða verðlag þeirra hækki stórlega. Afleiðing þess yrði óviðráðanleg dýrtíð. 2 . Þessar niðurgreiðslur verða meiri en þær eru nú, vegna þess, að við verðið bæt- ist 9,4%, þar sem þeirri hækk- un var aðeins frestað um eitt ár. En auk þess má búast við, að vegna almennrar kaup- gjaldshækkunar hækki land- búnaðarverðið einnig á þessu ári, og eykur það enn á niður- greiðslurnar, ef á að koma í veg fyrir vaxandi dýrtíð. 3. Ef vísitalan hækkar, sem allar líkur benda til að hljóti að verða, aukast við það útgjöld ríkissjóðs árið 1946. 4. Ríkisstjórnin tók við rúm- um 10 miljónum króna frá s. 1. ári, og er nú að eyða því á þessu ári. í stað þessara 10 milj- óna þarf hún að útvega sér tekjur á árinu 1946. 5. Ýmsar framkvæmdir stjórnarinnar, sem gerðar eru á árinu 1945, eru framkvæmdar fyrir fé, sem safnað hafði verið í sjóði og nú er verið að eyða. Ef framkvæmdum á að halda í sama horfinu 1946 og 1945, þarf einnig að afla tekna, er þessu nemur. 6. Ofan á allt þetta bætast svo stórfelld útgjöld á ál’inu 1946, vegna tryggingarlöggjaf- ar, sem þá á að koma til fram- kvæmda, og er þegar upplýst, að þau útgjöld nema tugum milj- óna. Allar líkur benda því til þess, að útgjaldaþörf ríkissjóðs haldi áfram að aukast svo sem verið hefir. Það er í samræmi við það lögmál, sem kollsteypu- stefnan skapar. VIII. Ég hefi í grein þessari viljað vekja'athygli manna á því, sem hefir verið að gerast, og þeim aðstæðum, sem nú eru skammt undan. Flestum, sem nokkuð fylgjast með stjórnmálum mun nú ljóst orðið, að stjórnarmyndunin síðastliðið haust var fjarri því að vera lækning á meinsemdum. Stjórnin var mynduð utan um það, að skipta um menn, að láta meinsemdiria eiga sig, að koma sér þegjandi saman um að halda áfram ástandi í fjár- málum, sem var orðið óþolandi, að eyða nokkrum tugum milj. í málefnaskrautfjaðrir handa flokkunum, sem lögðu til ráð- herrana, að spila plötu í út- varpið og láta landslýðinn halda að eitthvað stórt ætti að gera. En nú er orðinn svo stuttur tími þangað til staðreyndirnar tala, að þeir, sem hyggnastir eru, telja það ekki borga sig lengur að þegja. Það er talið borga sig betur að segja sjálfur að fyrra bragði að „breyta verði um stefnu,“ að núverandi stefna sé frá fyrr-' verandi stjórn, að stjórnarand- staðan hafi verið sammála, þegar þessi stefna var tekin o. s. frv. — Hver þessi nýja stefna verður, fáum við ekki að vita ennþá. En það vek'ur athygli, að Morg- unblaðið er byrjað að tala um það, enn einu s,inni, að það þurfi „að ráðast á dýrtíðina." Líklega er því þessi nýja stefna einhver sanngjörn og alhliða niðurfærsla. — Sjálfstæðisflokk- urinn hefir nú stjórnað fjár- málum ríkisins öll þessi mestu gæðaár, sem nokkurn tímann hafa gengið yfir þetta land. Sjálfstæðismaðurinn Björn Ól- afsson hafði að vísu fjármála- stjórnina á hendi án þess að það væri í úmboði flokksins. En Sjálfstæðisflokkinn greindi aldjrei á um fjál'málastefnu hans. Og sú niðurgreiðsla á landbúnaðarvörum, sem fram- kvæmd var í tíð Björns Ólafs- sonar og uppbætur á útfluttar landbúnaðarvörur, var bein og óumflýjanleg afleiðing af tvö- földun dýrtíðarinnar í stjórn- artíð Ólafs Thors 1942. Það stendur því Sjálfstæöis- flokknum næst allra flokka, að koma dýrtíðar- og fjármálum úr þeirri. sjálfheldu, sem hann hefir óneitanlega komið þeim í. En ein spurning mun sækja í hug margra, þegar fjármálaráð- herrann boðar þessa nýju fjár- málastefnu. Hvers vegna þurfti að halda áfram heilt ár enn og lengra út í ófæruna og eyða til þess tugum milljóna áður (Fravihald af 5. síöu) fjóra vetur, þar til árið 1902. Þá skrifaði Guðmundur fyrir til- mæli mín Andrési Austlid, skóla- bróður sínum frá Askov, sem þá var orðinn skólastjóri við lýð- háskólann í Ljosheim, og sagði honum, hvernig komið væri högum sínum. Austlid skrifaði bráðlega aftur og bað Guðmund að koma til Noregs. Hann sagð- ist hafa talað við marga for- menn ungmennafélaga, og vildu þeir allir fá hann til þess að ferðast um og halda fyrirlestra, og auk þess bauð Austlid Guð- mundi að flytja fyrirlestra í Ljosheim-skólanum. — Þá hafið þið farið til Nor- egs og tekið þessu góða boði? — Já, það gerðum við. Við sigldum haustið 1903 og vorum í Noregi til 1909. Fyrst vorum við á Sunnmæri í hálft annað ár. Guðmundur flutti fyrirlestra við lýðháskólann í Ljosheim; það er á Sunnmæri, um það bil sex mílum fyrir sunnan Ála- sund. Þaðan lágði hann af stað óþekktur 'maður í fyrirlestra- ferð um Vestur-Noreg og Þrændalög. Hann flutti fjölda fyrirlestra á vegum ungmenna- félaga, kom víða og var hvar- vetna vel tekið. Árið 1905 fengum við boð frá Ingvari Böhn og konu hans um að dvelja hjá þeim að Vestnesi í eitt ár, vera gestir þeirra. Við þáðum þetta rausnarlega boð og dvöldum þar í góðu yfirlæti hjá þeim merkishjónum. Prest- konan var náfrænka Björn- stjerne Björnson. Með þvi að dvelja á Vestnesi var hægara fyrir Guðmund að ferðast um meöal ungmennafélaganna í Raumdælafylkinu, og notaði hann sér þá aðstöðu dyggilega. — Er þér ekki minnisstætt, þegar Norðmenn háðu lokaþátt sjálfstæðisbaráttu sinnar? — Jú, ég man þá daga eins og í gær hefði verið. Við vorum komin á Vestnes-prestsetrið, þegar sjálfstæðisaldan brauzt út. Það mátti segja, að öll norska þjóðin væri sem einn maður, alla setti hljóða. Jafn- vel Svíarnir í Noregi voru með Norðmönnum: Það var ógur- en snúið var við, — breytt um stefnu? Hvers vegna voru verka- mannaflokkarnir — sérstaklega kommúnistar — ekki látnir borga inngangseyri inn í rík- isstjórnina með því að sanna, að þeir vildu standa áð stefnu- breytingu síðastliðið haust? — Það var krafa okkar Framsókn- armanna. Flestum mun virðast sem hinu stóra tækifæri hafi verið glatað, að byrja ekki á almennri niðurfærslu hjá öllum, þegar bændur gengu á undan síðast- liðið haust, eins og við Fram- sóknarmenri vildum. Afleiðingar kollsteypustefn- unnar — miklar almennar hækkanir —, sem þá var valin í stað niðurfærslu, hlýtur að valda ríkisstjórninni stórfelld- um erfiðleikum nú, þegar hún hyggst að taka upp nýju stefn- una. — En sleppum aðfinnslum út af öllum þessum mistökum. Það má kallast bót í máli, eftir allt saman, ef ríkisstjórnin get- ur, eins og fjármálaráðherrann virðist vera að boða, komið sér saman um sanngjarna niður- færslu. Og þó getur þetta ekki talizt sérstaklega þakkarvert. Það hefði sannazt að segja ver- ið alveg ófyrirgefanlegt og meira þroskaleysi en stjórnmálaflokki er ætlandi, ef Sjálfstæðisflokk- urinn hefði látið kommúnista teyma sig út í þá pólitík, sem nú er rekin með stöðugum hækkunum og slíkri eyðslu, að nú er verið að tæma síðustu tekjumöguleikana, án þess að hafa nokkurt öryggi fyrir því, að kommúnistar hjálpuðu þeim til að snúa við, þegar svo langt væri komið, að lengra yrði ekki haldið. Hitt skyldu menn ekki ætla fyrr en staðreyndir tala, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi síðan í haust látið teygja sig lengra og lengra út í ófæruna, til þess að láta skilja sig eftir að lokum á óstæðu. En eitt er þó víst. Núverandi stjórnarstefna er dauðadæmd. Þar hefir fj ármálaráðhelTann rétt að mæla. Innan stundar kalla knýjandi málefni á lausn. Þá verður sú gáta ráðin, hver hún er, þessi nýja stefna. legt til þess að hugsa, að Svíar og Norðmenn væru í þann veg- inn að fara í stríð. Ráðsmaður- inn beið viðbúinn til þess að hringja kirkjuklukkunum til merkis um, að þeir væru farnir að berjast. Skipin fóru hvert af öðru, oft tvö á dag, með mennina til Velbungsnes, sem er innst inn við Raumdalsfjörð. Eri þaðan átti herinn að leggja af stað í Guðbrandsdalinn. Á bændabýlunum var ekkert fólk eftir nema konur, börn og gam- almenni. Það voru órólegir dagar. En svo kom gleðifréttin. Það var eins og birti yfir öllum, þegar það fréttist, að ekkert yrði úr stríði. — Hvert fóruð þið svo að þessu ári liðnu? — Þá leigðum við okkur hús þar á næsta bæ, sem var skammt frá. Þessi staður lá svo vel við ferðalögum. Þaðan var hægt að fara sjóleiðina til ýmissa staða, enda fór Guðmundur margar fyrirlestraferðir, bæði til Þránd- heims og víðs vegar um Þrænda lögin, allt upp undir Dofrafjöll. Mér er það sérstaklega minn- isstætt, þegar hann var fenginn til þess að tala á stóru móti, sem haldið var í Upp-Þrændalögum. Þangað komu um tíu þúsundir manna. Þegar hann kom, var Björnstjerne Björnson að tala. Er hann sér Guðmund, hættir hann og gengur til hans og fagnar honum, því að þá voru liðin meira en þrjátíu ár síðan þeir höfðu seinast sézt. Þarna var Guðmundi sýnd sú mikla sæmd að tala næst á eftir Björn- son. Slík mót sem þessi voru haldin af ungmennafélögunum í Noregi á hverju vóri og svipar þeim dálítið til íþróttamóta ís- lenzku ungmennafélaganna. Þannig liðu þessi ár í Noregi. Maðurinn ferðaðist um og flutti fyrirlestra. Okkur var alls stað- ar vel tekið, og ég á margar góð- ar minningar frá þessum Nor- egsárum okkar. Við eignuðumst þar marga góða vini og kunn- ingja, sem ég minnist alltaf með hlýju og þakklæti í huga. Hólmfríður tekur nú fram fullan kassa af myndum frá Noregi. Ég fæ nokkrar þeirra lánaðar til þess að gefa lesend- um Tímans tækifæri til að sjá þær. — Svo hefir ættjarðarástin kallað einn góðan veðurdag, segi ég til að halda samtalinu áfram. — Já, við skulum segja það, að við höfum ekki verið öðru vísi en allir íslendingar aðrir, sem erlendis hafa dvalið. Við fórum heim árið 1909, og Guð- mundur tók brátt upp sama starfið og í Noregi. Hann ferð- aðist um landið á vegum ung- mennafélaganna að nokkru leyti og flutti fyrirlestra. Og þá held ég, að við ættum að fara að hætta að rifja upp þessar minningar, enda vita margir nokkur deili á fyrir- lestrastarfi Guðmundar hér á landi. Nú kemst ég ekki að með fleiri spurningar, hin aldna hús- móðir ber kaffi á borð að göml- um og góðum íslenzkum sið. Hér er enginn mannamunur gerður, hér njóta allir sömu gest- risni, hvort heldur á í hlut ná- kominn ættingi eða einhver ó- þekktur blaðamaður. Guðmundur Hjaltason var í hópi hinna íslenzku Væringja, þótt ekki legði hann leið sína austur í Miklagarð. Hann átti hugsjónir þær, sem islenzka þjóðin hefir beztar átt, og hann glæddi eld þeirra hugsjóna í hjörtum þúsunda ungra íslend- inga, sem hlýddu á erindi hans. Ég hygg, að það megi með nokkrum rétti segja, að Guð- mundur Hjaltason hafi öðrum mönnum fremur blásið lífsanda í íslenzku ungmennafélags- hreyfinguna og undirbúið henn- ar þátt í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Þennan eld sótti Guðmundur til Noregs, þaðan sem frjálsir menn komu fyrst til íslands. Hvaða minnisvarða hefir ís- lenzka þjóðin hugsað sér að reisa þessum Væringja sínum? Fylgízt með Alllr, sem íylgjast vilja með almennum málum, verða að lesa Tfcmann. Stynband tsl. samvinnufélaga. SAMVINNUMENN: Sá tími, sem fer í að vanda framleiðsluvörurnar, fer ekki til ónýtis. SAVOIV de PARÍS mýkir húðina oty styrkir. Gefur henni yndisfagran litblœ oy ver hana kvillunt. iVOTIÐ SAVON Df Bygyinyarsamvinnufélay Reykjavíkur F ramhalds-aðalf undur verður í Kaupþingssalnum mánudaginn 19. marz, kl. 8.30 síðd. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf skv. félagslögum. 2. Rætt um nýbyggingar í sumar. 3. Þórir Baldvinsson byggingarfræðingur talar um bygg- ingarmál. STJ&RNIU. Einangrunarkork Allir þeir, sem hafa í hyggju að panta einangrunarkork til húsbygginga hjá okkur, eru vinsamlegast beðnir að gera það, sem allra fyrst, því að mjög takmarkað er hve mikið við getum útvegað. Elnangrunarkork er óclýrasta og bezta ein- angrun, sem hægt er að fá. Korklðjan h.f. Skúlagötu 57. Símar -4231, 3244. Raítækjavinnnstoían Selíossi framkvæmir aUskonar r a f v i r k jastörf. ORBSENDING TIL KAVPENDA TÍMANS. Ef kaupendur verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru þeir vin- samlega beðnir að gera afgreiðslunni þegar aðvart. TÍMINN er víðlesnasta auglýsingablaðið!

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.