Tíminn - 22.06.1945, Síða 1

Tíminn - 22.06.1945, Síða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFPANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Slmar 2353 oe 4373. PRENTSMIÐJAN EDDA h.í. RITSTJ ÓRASKRIFSTOFDR: EDDIJHÚSI. Llndargötu 9A. Símar 2353 oB 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Sími 2323. 29. árg. Reykjavík, föstudaginn 22. júni 1945 46. blað Kaupíél. Stykkishólms minn- ist 25 ára aímælis síns Þriðjudaginn 19. júní var hinn regnbogaliti fáni samvinnu- manna dreginn að hún á verzlunarhúsi kaupféiagsins í Stykkis- hólmi í tilefni af 25 ára afmæli félagsins. Aðalfundur var ný- byrjaður og var þar saman komin öll stjórn félagsins, endur- skoðendur og deildarfulltrúar auk margra annarra, karla og kvenna, víðsvegar að af félagssvæðinu, sem komu til að taka þátt í afmælisgleðinni. Afmællshátiðin hófst kl. 6 að kvöldi með sameiginlegu borð- haldi, þar sem margar ræður voru fluttar og sungið af miklu fjöri. Að því loknu flutti Ólafur Jóhannesson lögfræðingur er- indi um samvinnumál, en Stefán Jónsson námsstjóri, sem er for- maður félagsins, talaði þvi næst STEFÁN JÓNSSON, formaður Kaupfél. Stykkishólms. og rakti í ýtarlegu og greinar- góðu erindi þróun kaupfélagsins undanfarinn aldarfjórðung og þær framtíðarvonir, sem við það eru tengdar. Á milli erind- anna og á eftir, söng Karlakór Stykkishólms, en lúðrasveit lék nokkur lög. Að lokum var dans- að fram eftir nóttu. Veturinn 1919—1920, sem al- mennt er kallaður snjóavetur- inn, var hafinn undirbúningur að stofnun kaupfélags um, þær sveitir Snæfellsness og Dala- Nefndunum fjolgar enn Sá dagrur líðnr nú varla, aS ríkisstjórnin ungi ekki út nýrri nefnd. í seinustu viku var skýrt frá þremur nýjum nefndum hér í blaðinu. Síðan hefir orðið kunnugt um þrjár nefndir til viðbótar. Ein þessara nefnda mun vera & förum til Brctlands, og er það talið erindi hennar, að undirbúa skipakaup. í nefnd- inni eru Ilelgi Guðmundsson bankastjóri, Gunnar Guðjóns- son skipamiðlari og Oddur Helgason útgerðarmaður. Nefnd þessi er algerlega óþörf, þar sem sendiherrann og sendiráðið er alveg einfært um þessi störf. Þá er nýlega komin frá Ame- riku þriggja manna nefnd, sem fór til Ameríku til að athuga um kaup á togurum.- Voru í henni Aðaistelnn Pálsson, Haf- steinn Bergþórsson og Pétur Sigurðsson. Sagt er að nefndin hafi farið fyllstu erindisleysu, enda hafi það verið sýnt fyrir- fram. Loks hefir stjórnin skipað sex manna nefnd til að gera tillög- ur um þörf atvinnuveganna fyr- ir sérlærða menn, en þetta er eitt af þeim verkefnum, sem ný- byggingaráði var ætlað. Þótt þær nefndir, sem stjórn- in hefir skipað, skipti nú orðið tugum, mun ekki verða hægt að réttlæta skipan neinnar þeirr- ar, því að hlutaðeigandi opin- berir starfsmenn hefðu getað innt þau af höndum. Eina upp- skeran er aukið sukk og útgjöld rfklsins, sem voru þó vissulega nóg fyrir. Slik eru verk stjórnarinnar, sem lofaði að fækka nefndum! sýslu, sem verzlun sækja til Stykkishólms. Margir góðir og gegnir menn urðu til þess að leggja þessu framfaramáli liðsinni, en aðal- forgöngumaðurinn var séra Ás- geir Ásgeirsson fyrrum prófast- ur í Hvammi í Dölum, er þá var SIGURÐUR STEINÞÓRSSON, kaupfélagsstjóri. sóknarprestur í Helgafells- prestakalli. Ferðaðist hann sveit úr sveit í hinni verstu ótið og ófærð, hélt fundi og vann að stofnun fé- lagsins af dæmafáu þolgæði og dugnaði. Mun þess brautryðjendastarfs ætíð minnst með virðingu og þakklæti. Að undirbúningi loknum var félagið löglega stofnað og voru stofnendurnir 152 að tölu. Þótt kaupfélagið sé stcjfnað síðla vetrar 1920, hóf það þ'ó ekki verzlunarstarfsemi fyrr en all- löngu síðar, eða á árinu 1923. Mun margt hafa borið til að svo varlega var í sakirnar farið, og þá fyrst og fremst margháttaðir erfiðleikar í fjármálum og við- skiptamálum, sem flutu í kjöl- far heimsstyrjaldarinhar fyrri. Þegar að því kom að félagið byrjaði vörusölu, réðist til þess sem framkvæmdastjóri ungur og mannvænlegur Þingeyingur, Sigurður Steinþórsson frá Litlu- Strönd í Mývatnssveit, og var það fyrir atbeina Hallgríms heit- ins Kristinssonar, sem þá var forstjóri Sis. Sigurður hefir því verið framkvæmdastjóri félags- ins í tuttugu og tvö ár. Hann he'fir helgað því alla starfsorku sína og undir hans umsjá hefir það blómgazt og dafnað, svo að nú er það meðal stærstu og öfl- ugustu kaupfélaga hér á landi, enda mun leitun á mönnum, sem gegna trúnaðarstörfum í þágu almennings, er njóti meira trausts og vinsælda en Sigurð- ur Steinþórsson. Hin fjárhagslega ’ aðstaða Kaupfélags Stykkishólms er nú orðin örugg og traust, og má í því sambandi geta þess, að sjóð- irnir, ásamt inneignum félags- manna, eru alveg fullnægjandi rekstursfé fyrir þetta stóra kaupfélag. Sem dæmi um það hversu viðskiptaveltan hefir aukizt, skal á það bent, að fyrsta starfsárið (1923) namhún rúmlega 100 þúsund krónum, en hins vegar sex miljónum síðastliðið ár. Auk aðalverzlunarinnar í Stykkishólmi hefir kaupfélagið útibú eða vöruafhendingu á eftirtöldum 6 stöðum: 1. Grafarnesi, (Framhali á S. xíöu) Oíbeldí og lögleysur kommúnísta TURNARNIR I RURMA Mynd þessi er frá hersýningu í Burma og sést Mountbatten lávarður vera að ávarpa hermenn sína. Það, sem vekur þó mesta athygli á myndinni eru hinir sérkennilegu turnar, er þtt raunar séu þeir að útliti ólíkir. byggingarstíl íbúanna i Burma, þóar sjást og báðir eru sérkennandi fyrir Bændur herða sóknína fyrír raiorkulagafrumv. og áburð- arverksmiðjumálínu Alyktamr frá þremur bændafundum. Sjjötíu menn haia verid reknír úr léiaginu og kaupfélagsstjénnn hef- ir verid rekinn fyrirvaralaust Um ekkert er meira rætt um þessar mundir en ofbeldisverk kommúnista í Kaupfélagi Siglfirðinga. Þau hafa sannað mönn- um betur en nokkuð annað, að hér er að verki fullkominn of- beldisflokkur, sem svífist einskis og metur einskis reglur og starfshætti lýðræðisins. Fyrir honum vakir það eitt að ná völd- um og halda þeim með hvers konar ráðum, jafnt óleyfiiegum og leyfilegum, ef þau aðeins gagna honum í valdabaráttunni. Þeim, sem ekki hefir verið þetta ljóst áður, dylst það áreið- anlega ekki eftir atburðina í Kaupfélagi Siglfirðinga. Saga þessara atburða er í höfuðatriðum þessi: Vorhátíð Framsókn- armanna á Austur- landí Eins og að undanförnu halda Framsóknarfélögin á Austur- landi vorhátíð í Hallormsstaða- skógi sunnudaginn 8. júlí. Kvöldið áður verður kvikmynda- sýning og sennilega ýms fleiri skemmtiatriði. Venjan er sú, að margt fólk kemur þangað síð- ari hluta laugardags • víðsvegar af Austfjörðum. Á aðalhátíðinni fara fram ræðuhöld, söngur, dans og fleiri skemmtiatriði. Þessi samkoma hefir jafnan verið hin fjölmennasta, sem haldin hefir verið á Austurlandi og þarf ekki að efa að svo verð- ur enn. Þíogeysku bænda- Sórínní lokíð Þingeysku bændurnir eru nú komnir heim úr ferðalagi sínu um Suðurland. Var ferðalaginu lokið seint á þriðjudag. Ferðin hafði öll gengið að óskum og voru allir þátttakendur hinir á- nægðustu með ferðalagið og hrifnir af hinum ágætu við- tökum, er þeir fengu, hvarvetna er þeir komu. Einn bændanna, sem með var í förinni, mun skrifa ferðasögu fyrir Tímanrí, er birtast mun innan skamms. Talsamband Síðastl. mánudagsmorgun var talsímasambandið við Danmörk opnað aftur. Töluðust fyrst við forsætisráðherra og Jón Krabbe sendisveitarfulltrúi. Hér fara á eftir samþykkt- ir þriggja funda, sem eru fáar af mörgum, um hug manna um allt land til þeirra mála, sem ríkisstjórnin berst á móti, eins og raforkumálin og á- burðarverksmiðjan. Mun kröfunum ekki linna, þar til hún verður að láta undan síga í báðum þeim málum. Hinn illræmdi veltuskattur, sam- hliða hlífðinni við stórgróð- ann, mælist einnig að vonum illa fyrir. Á aðalfundi Búnaðarfélags Mýrahrepps í Vestur-ísafjarðar- sýslu 14. apríl, var samþykkt svohljóðandi tillaga um áburð- arverksmiðjumálið: , „Aðalfundur Búnaðarfélags Mýrahrepps, haldinn á Núpi 14. apríl 1945, harmar þann óvænta afturkipp, er áburðarverk- smiðjumálið hefir hlotið. Það má telja víst, að áburðarþörfin stór- aukist á næstu árum. Skorar fundurinn því á ríkisstjórn og Alþingi að láta ei lengur drag- ast framkvæmdir að framleiðslu innlends verksmiðjuáburðar". Einnig samþykkti fundurinn svohljóðandi tillögu um raf- magnsmálið: „Aðalfundm’ Búnaðarfélags Mýrahrepps lýsir ánægju sinni yfir því skipulagi rafmagnsmála, er fram kemur í rafmagnsmála- frumvarpi því, er lá fyrir síðasta Alþingi. Væntir hann þess, að sú skipan komist hið bráðasta í framkvæmd. Fundinum blandast ekki hug- ur um, að virkjun í stórum stíl fyrir Vestfirði, er hin líklegasta lyftistöng til víðtækra fram- taka og meninngar“. Báðar tillögurnar voru sam- þykktar í einu hljóði. Á almennum hreppsfundi í Kolbeinsstaðahreppi í Hnappa- dalssýslu þann 12. maí s. 1. voru eftirgreindar tillögur j sam- þykktar: „1. Fundurinn lýsir ánægju (Framhald á S. síöu) Félagsmenn rísa gegn óstjórn kommónlsta. Eins og áður hefir verið sagt frá, komust kommúnistar til valda í Kaupfélagi Siglfirðinga á síðastl. ári. Smöluðu þeir alls- konar fólki inn í félagið á sein- ustu stundu fyrir deildarfund- ina og náðu meirihlutanum á aðalfundinum með þeim hætti. Völd sín I félaginu notuðu þeir sér fyrst og fremst til persónu- legs framgangs, án tillits til hagsmuna kaupfélagsins. Þann- ig var félagið látið taka á sig mikla áhættu og leggja fram mikið fé, svo að Þóroddur Guð- mundsson gæti orðið þátttak- andi í síldarbraski. Þá var það látið leggja mikið fé í misheppn- aða gróðurhúsaræktun á jörð, sem Þóroddur á, og loks var það látið kaupa tvær verzlanir af vandafólki Þórodds, er það treystist ekki til að reka. Mætti þannig telja lengi, þótt þvi verði sleppt hér, enda hefir þessi saga verið rakin nýlega hér í blað- inu. Þetta varð til þess, að samtök urðu um það í félaginu að hrinda hinni kommúnistisku óstjórn af stóli, þar sem sýnt var að félagið myndi veslast upp að öðrum kosti og ekki verða annað en flokkstæki kommúnista. Fóru því leikar svo, að þegar kosnir voru aðalfundarfulltrúar í fé- lagsdeildunum í vor, að kom- múnistar fengu aðeins 15 full- trúa kosna af rúmlega 60. Aðalfimdurinn Iiofst. Aðalfundurinn kom svo sam- an á tilsettum tíma. Fundar- stjóri var formaður félagsins, Otto Jörgensen, en samkvæmt félagslögunum mun formaður- inn eiga að stjórna fundum, nema % hlutar fundarmanna óski annars. Þegar Otto hafði lesið dagskrá fundarins, kvaddi einn fulltrúanna, Halldór Krist- insson læknir, sér hljóðs, og bar fram tvær tillögur, sem fundar- stjóri var beðinn að lesa upp og leita atkvæða um. Fyrri tillagan var um það, að fresta fundi um nokkra daga og auglýsa, að laga- breytingar yrðú þá bornar, fram. Síðari tillagan var um stjórn félagsins. Fundar- stjóri las aðeins fyrri tillöguna, en neitaði að lesa upp þá síðari og bera undir atkvæði og vísaði henni alveg frá. Nokkrar umræður urðu um þetta og var lýst yfir, að fund- arstjóri bryti fundarsköp með þessu framferði. Þá kom fram dagskrártillaga um að slíta um- ræðum og ganga til atkvæða um framkomnar tíllögur (þær tvær, sem áður var lýst). Dagskrártil- lagan var samþykkt og bar þá fundarstjóra að bera báðar til- lögurnar upp og leita atkvæða um þær. En í þess stað las fund- arstjóri og bar undir atkvæði aðeins fyrri helming fyrri til- lögunnar, (þ. e. um frestun fundarins), en neitaði alveg að bera upp síðari hluta hennar (þ. e. um að auglýsa lagabreyting- ar á framhaldsfundinum) og eins neitaði hann að bera upp tillöguna um stjórnina, og sagð- ist ekki taka hana fyrir. Voru þó fulltrúarnir nýbúnir að sam- þykkja, að báðar tillögurnar ætti að bera upp undir atkvæði. Fulltrúar mótmæltu aðförum fundarstjóra og létu bóka fram- komna tillögu. Siðan leystist fundurinn upp. Framhalds- fimduriim. Á framhaldsfundi, sem hald- inn var nokkrum dögum siðar, neitaði fundarstjóri að bera upp tillögur og jafnvel mun hann hafa neitað fulltrúum um orðið. Þegar svo var komið, tók einn fulltrúinn, Jóhann Þorvaldsson, kennari, orðið og bar fram til- lögu um, að kosinn yrði nýr fundarstjóri, þar sem sýnt væri, að Jörgensen væri ófær til að stjórna fundinum og hefði margbrotið fundarsköp. Tillaga þessi var samþykkt af tilskildum meiri hluta fulltrúanna, og var síðan kosinn nýr fundarstjóri og ritarar, er þá tóku við störfum. Jóhann Þorvaldsson, sem kos- inn varí fundarstjóri, las síðan upp dagskrá fundarins. Fyrsti liður var skýrsla stjómarinnar. Stjórnarformaðurinn, O. Jörgen- sen, neitaði að birta skýrsluna, þar sem hann teldi sig ekki eiga að hlýða hinum nýkosna fund- arstjóra. Tók þá fundarstjóri, Jóhann Þorvaldsson, annan dagskrárlið, reikninga kaupfélagsins, og gaf kaupfélagsstjóra orðið, en hann óskaði eftir að þurfa ekki að lesa reikningana undir þessum kringumstæðum og bað fulltrúá að gefa sér frest. Var það sam- þykkt og hvarf þá kaupfélags- stjóri af fundinum. Tók þá fundarstjóri fyrir 3. lið dag- skrárinnar, sem var kosning fulltrúa á aðalfund S. í. S. (kommúnistar tóku ekki þátt í þeirri kosningu). Á meðan verið var að lesa upp af kosn— ingamiðunum, byrjaði Jörgen- sen að lesa skýrslu stjórnarinn- innar og gerðist þá svo mikill f DAG birtist á 3. síðu grein eftir Hall- dór Kristjánsson frá Kirkju- bóli, er nefnist: Presturinn meS pottinn. Neðanmáis er fyrri hlutinn af fróðlegri grein um ánamaðk- inn, sem Guðmundur Daviðsson, fyrrum umsjónarmaður á Þing- völlum, hefir skrifað. Síðari hlutinn birtist í næsta föstud.bl.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.