Tíminn - 22.06.1945, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.06.1945, Blaðsíða 5
46. blað TtMIIVTV. föstadaginii 22. júni 1945 5 Um þetta leyti fyrir 136 árum: Valdataka Jörundar hundadagfakóngfs í lok 18. aldar og í byrjun þeirrar 19. voru róstusamir tím- ar í Evrópu. Frönsku stjórnar- byltingarnar höfðu haft mikil áhrif á hugi fólks og hugsunar- hátt. Það höfðu orðið straum- hvörf í þjóðlífinu og þjóðunum fannst nú tími _til kominn að hnekkja valdi einvalda og harð- stjóra. En einmitt slíkir tímar eru oft þeir ákjósanlegustu fyrir valdagráðuga ævintýramenn. Napóleon Bonaparte óx upp úr púðurreyk frönsku stjómar- byltingarinnar. Hann var ósvik- inn byltingamaður og kom heim- inum á annan endann. Honum tókst jafnvel að láta brezka heimsveldið skjálfa. Einhverjir kynnu ef til vill að álíta, að Napóleon komi ekki sögu Jör- undar hundadagakóngs við, en svo er ekki. Jörundur hefði aldrei orðið einvaldi á íslandi, ef Danir hefðu efcki, þótt lítils væru megnugir, fylgt Napóleon í styrj - öldinni við Breta í upphafi 19. aldar. Atburðirnir, sem hér gerðust um vorið og sumarið 1809, gerðust beinlínis undir vernd brezkra herskipa, en þeim var ekki ætlað að gera íslend- ingum skaða, heldur var þeim eingöngu stefnt gegn Dönum og danska valdinu hér, einkum einokunarverzluninni. Það voru margir rigningar dagar síðari hluta júní mánaðar 1809, en miðvikudaginn 21. júní var samt gott veður. Þann dag kom brezk freigáta inn á höfnina i Reykjavík og varpaði akkerum um nónbilið. Var þegar farið um borð í skipið og haft tal af skipsmönnum. Skip þetta hét „Margaret and Arín“ og var vopnað 10 stór skotabyssum hlöðnum 12 og 6 punda skotum. Skipstjórinn var John Liston. Skipið kom í'verzl- unarerindum með vörur, er það ætlaði að selja landsmönnum. Með því var eigandi farmsins, og aðstoðarmaður hans, Jörgen Jörgensen, (Jörundur) að nafni. Jörgen þessi Jörgensen, er fs- lendingar þekkja undir nafninu Jörundur hundadagakóngur, var danskur maður, fæddur í Kaup- mannahöfn 1870. Hann fór til sjós, þegar á unga aldri og var í siglingum á dönskum, en síðan enskum skipum og komst meðal annars til Ástralíu. Á fjórða degi frá því, að skipið kom til landsins eða sunnudag- inn 25. júní, gerðust þeir atburð- ir, að í land komu Jörundur, skipstjórinn og eigandi farmsins. í fylgd með þeim voru tólf menn vopnaðir af áhöfn skipsins. Þeir héldu beina leið á fund æðsta manns danska valdsins á íslandi, er þá var Trampe greifi, tóku hann fastan og höfðu á brott með sér út í skipið. Bústaður danska „greifans" var allmikið hús úr múrsteini og stóð á Austurvelli, nokkurn- veginn á sama stað og nú er Austurstræti 22. Til þessa húss héldu menn Jörundar, er þeir komu í land skömmu eftir há- degi. Veður var ekki sem bezt og nokkur rigning. Trampe greifi var í stofu sinni og átti sér einskis ills von, er hinir vopnuðu menn réðust inn til hans. Skipstjórinn tilkynnti Trampe, að hann væri herfangi. En á eftir honum kom Jörundur inn í stofuna og helti yfir þenn- an fulltrúa danska kóngsins ruddalegum fúkyrðum og lítils- virti hann eins og hægt var Greifanum var þvinæst skipað að fara um borð í skipið og hót að illri meðferð, ef hann hlýðn- aðist ekki þeim skipunum. Hann varð því strax hinn 7auðsveipn ast, en Jörundur hélt áfram að atyrða hann og svívirða á ýmsan hátt. Enginn af þeim Dönuih er viðstaddjir voru, þorðú að hreyfa hönd herra sínum til varnar. Meðan þessi tíðindi gerðust innan dyra greifahússins hafði fjöldi bæjarbúa safnazt saman fyrir utan, til að sjá hinn danska valdsmann færðan fanga til strandar. Munu Englendingar einmitt hafa valið sunnudag til þessa starfs, til þess að sem flestir gætu orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að sjá þennan æðsta umboðsmann danska kóngsins á íslandi verða að brjóta odd af oflæti sínu og lítillækka sig á svo aumlegan hátt. íslendingar hefðu getað bjargað honum, en þeir sáu ekki ástæðu til þess og horfðu á þessar aðfarir „brosandi og laumulega ánægð- ir“ eins og einn sjónarvottur hefir komizt að orði. Er Jörundur var búinn að koma hinum danska valds- manni" á öruggan stað í skipi sínu, fór hann aftur til lands og hélt til greifahússins, braut innsigli kóngsins og greifans og tilkynnti eldabuskunni, að hann væri tekinn við af greifanum. Siðan tók hann að skoða öll skjöl og bréf hins danska valds- manns og komst þannig til fulls að því, hve „lúaleg framkoma Dana var í garð íslendinga,“ að því er hann sjálfur segir. Mikill mannfjöldi var fyrir ut- an hús grelfans, er nú var orðið hús Jörundar og beið þess, er koma skyldi. En sú bið varð ekki löng, því brátt kom Jörundur út úr húsinu og hóf að tala til mannfjöldans. Hann minnti ís- lendinga á það, hvað þeir væru gömul þjóð og lengi kunn fyrir sjálfstæði sitt. Þeir væru afkom- endur herskárra víkinga, er víða væru frægir fyrir herskáleik sinn og vasklega framgöngu og menningu. Síðan vék hann að Dönum og sagði, að fyrirlitlegur og spilltur þjóðflokkur hefði ^áð völdum yfir henni og mergsogið hana eins og ær og kýr. Hann kvað því vera komið að skulda- dögunum og sagðist ætla að frelsa þjóðina, því hann finndi til með henni, og gat þá varla varizt tárum. Hann sagði, að nú væri mönnum óhætt að borða sig sadda, því að ekki væri þörf framar að skera matinn við neglur sér. Á morgun sagði hann að hægt yrði að kaupa nóg af matvælum og öðrum nauðsynj um fyrir lágt verð. íslendingar fögnuðu ræðu hans og fóru því næst hver heim til sín, en Jör undur tók við völdum í húsi danska valdsins. Hann gat hvorki unnað sér hvíldar né svefns næstu nótt, því að hann þurfti mörgu að sinna í hinu nýja en áður van rækta embætti sínu. Næsti dagur, 26.Júní rann upp. Það rigndi eins og venjulega, en merkir atburðir gerðust í sögu ís lands þennan regnsama dag. Jörundur lét formlega lýsa yfir því, að danska valdinu væri steypt af stóli, og ísland væri orðið sjálfstætt riki. — Danski landfógetinn var settur af og honum hótað illu, ef hann hreyfði sig út úr húsi sínu. Bæjarbúar voru á ferli, þótt hellirigning væri allan daginn og menn kepptust við að rífa niður allar danskar auglýsingar og tilskipanir. Búðum Dana var lokað og sett nýtt og lægra verð lag á vörur. Vakti sú ráðstöfun mikla hrifningu manna og var óspart drukkið, dansað og sung- ið þenpan dag og næstu daga. Jörundur kom í „tugthúsið“ og náðaði þá fjóra fanga, er þar voru. Síðan stofnaði hann herflokk íslendinga og lét sauma átta græna einkennis- búninga handa honum og keypti tólf væna hesta. Þennan sama dag lét Jörund- ur festa upp stóra skrifaða aug- lýsingu í 11 liðum og hljóðaði fyrsti liðurinn þannig: „Allur danskur myndugleiki erl upphaf- inn á íslandi". Siðar um daginn birtist önnur auglýsing í 20 lið- um. Þar er sagt, að ísland sé laust og liðugt frá öllum dönsk- um yfirráðum, að allir íslenzkir embættismenn, er hagi sér skikkanlega skuli' halda embætt- um sínum, að engir aðrir en íslendingar skuli gegna helztu embættum, að fsland skuli fá sinn eigin fána, að efl|i skuli varnir landsins, að engar skuld- ir til hinna dönsku yfirvalda, eða til danskra kaupmanna megi borga, að verðlag á korni skuli lækka til muna, að yfirvöld í landinu skuli hindra allt sam- neyti við dönsk skip, að íslend- ingar megi hindrunarlaust fara allra sinna ferða um landið og verzla, þvar helzt þeir vilja. Saga Jörundar verður ekki (FramhcUd á 7. siBuJ Vilhelm Moberg: Eiginkona FRAMHALD Hvenær öðlast þeir frelsi. Hvenær skyldu mennirnir eignast jörðina og alla þá dýrð, sem á jörðinni er að finna? Þegar Hermann var einn góðan veðurdag orðinn svo fátækur, að hann þurfti ekki lengur að halla á eftir sér hurðinni, þótt hann færi að heiman, þá öðlaðist hann frelsið um leið og hann steig út fyrir þröskuldinn. Sjóngóð augu hans vaka yfir karlmanni og konu þarna í þorp- inu — skyldu þau ekki bráðum ganga á hönd hinni sönnu jarð- nesku köllun? Enn forðast þau dagsljósið, enn lifa þau mann- skemmandi lífi undir verndarvæng myrkursins. Skyldu þau halda áfram að vera of hyggin? Eru þau gædd þessari óheillavænlegu forsjálni í of ríkum mæli? * Það byrjar að hausta og verður æ skuggsýnna á kvöldin. Korn- þrefin verða að óttalegum ófreskjum, þegar hula húmsins leggst yfir þau. Þrefahnapparnir verða að gríðarstórum uglum, sem læð- ast yfir akurinn með gulgljáandi bökin. Þar til tunglið gægist fram úr skýjarofi og sviptir af þeim álagaham myrkursins. Og engisprettan syngur þrotlaust á kvöldin. Þegar dimmt er orðið, læðist kona yfir slegna akrana. Hann er ekki kominn heim ennþá, húsbóndinn er ekki kominn heim, og hann má vera hvar sem hann vill. En hún getur ekki heldur hamið sig inni í kvöld. Hvar ætli það gerist í kvöld? Hvar gerist það í kvöld? Hvar? í dag fann hún kornhnippi, sem höfðu verið notuð í gærkvöldi. Þau höfðu gleymt að afmá verksummerkin og hlaða bundinunum aftur í þrefi. En hvar verður það í kvöld? Það er gott veður, og öðru hverju dregur frá tungli — þau verða sjálfsagt úti undir berum himni? Eða þau gera sér hvílubeð inni í láfanum. / Nú veit Elín, að henni er ofaukið, hún getur farið, hvenær sem hún vill. • Hákon hefir selt kúna og kindurnar fyrir það verð, sem bauðst, og í gær kom hann og borgaði henni sumarkaupið: — Þú getur farið, þegar þér hentar! Elín hafði æ meir kviðið þessari stundu, en vonað, að hún rynni ekki upp fyrr en um vinnuhjúaskildagann. Hún ætlaði að minnsta kosti ekki að hlaupa úr vistinni áður en vistárið var liðið. — Ég tek ekki á móti kaupi fyrir þann tíma, sem ég er ekki búin að vera. \ — En hér á bæ hefir þú ekkert meira að gera. — Þarf þá ekki að matreiða handa þér framar? — Það get ég sjálfur gert hjálparlaust. — Ég verð nú samt á meðan húsbóndinn verður hér. Hann lét sér það lynda. Ef til vill kunni hann ekki við að reka hana á dyr eftir öll þau ár, sem hún var búin að þjóna honum. Og hvað ætlar hann nú að taka sér fyrir hendur? Hann hefir tekið upp á svo mörgu, sem henni er ráðgáta. Hann selur allt, sem ekki er naglfast,.og til þess er hann neyddur. Hann hefir jafnvel farið til veitingamannsins í Blátúni með stóra kopar- pottinn, sem hún gat varla án verið, og veðsett hann. En í stað- inn kom hann heim með kynstrin öll af púðri og höglum. En hún fékk þó enn meira til þess að hugsa um, þegar hann rogað- ist heim með stóran saltpoka. Hvað átti nii að gera við salt, úr því að þau áttu enga skepnuna til þess að slátra og salta í haust? Og hún hefir saknað ýmsra muna, sem hann hefir þó ekki selt Þegar hún spurðist fyrir um þetta, var svarið, sem hún fékk: Því hefir sjálfsagt verið stolið, ef það finnst ekki. En hún heyrir að hann lýgur að henni. Elín getur ekki gert sér í hugarlund, hvað allt þetta á að þýða Ætlar hann að lifa á veiðum hér eftir? Og gat hún fengið að vera kyrr hjá honum, jafnvel þótt hann ætti enga jörðina? Hún vill vera í návist hans, hún verður að fá að sjá hann dag- lega. Og hvérnig gæti hún afborið að hætta að annast hann eftir öll þessi ár. Tilfinningar hennar fá ekki framrás á annan hátt Elín hefir ofið alla hina litilsvirtu ást sína í það, sem hún hefir gert fyrir hann og heimili hans. Hvar á hún að fá útrás ef hún neyðist til þess að yfirgefa hann? Og það voru hans orð, að hún skyldi fara hvenær, sem henni hentaði. En hún vill vera kyrr, hún vill ekki skilja hann einan eftir hjá þessari vondu konu, sem hefir tælt hann. á villigötur Hún veit, hvenær hann fer til fundar við konuna, og hún kvelur sjálfa sig með umhugsuninni um það, sem gerist, þegar þau hitt ast. Hún er ekki í rónni, fyrr en hann kemur heim aftur. Og hún óskar þess sífellt, að hann komi nú heim jafn ofsareiður og einu sinni í vor. Þá hafðí hann hætt þe^sum laumuferðum í heila viku, og þá hafði hún vonað, að honum væri orðin svo augljós illska þessarar drósar, að honum byði við henni. En nú virtist hann alltaf hinn ánægðasti, þegar hann kom frá henni. Hún reyndi árangurslaust að lesa reiði út úr augum hans. Elín logaði af hatri til þessarar ungu konu. Hvaðan kom Drottni öll sú vonzka, sem hann þurfti að hafa handbæra, þegar hann skapaði svona kvenmann? Hún hefði verið meira en nóg í tíu venjulegar, kristnar manneskjur. Nú vita margir í þorpinu, hversu skammarlega hún hagar sér, þótt enginn þori að leiða manni hennar það fyrir sjónir. Það er bara pískrað um það, að hún hafi verið orðin ólétt eftir óleyfileg mök utan hjónabandsins, og svo hafi hún sjálf stuðlað að þvi, að sér leystist höfn. Hversu lengi leyfir Guð, að slíkt eigi sér stað í þorpinu? í fyrra hafði þó kon- an verið tekin af lífi fyrir fósturmorð. Hversu lengi á þessi ókind a.ð ganga laus? Hún hefir nú fyllt svo rækilega mæli synda sinna, að hún verðskuldar ekki annað en smánarlegasta dauðdaga. Og þó gengur hún hér um garða, blygðunarlaus, ósvífin á svip. Og stundum fær Elín samvizkubit: Ýtir hún ekki undir hina vondu girnd konunnar? Ef til vill ætlast Guð til þesS, að hún ljóstri upp syndum hennar?En þá kemst Hákon ekki hjá hegnlngu, og þess vegna finnst henni, að hún verði að svæfa rödd sam- vizkunnar og þegja. Loks hefir hún þó kómizt að niðurstöðu um það, hvað hún á að gera. Hún ætlar að standa þau að verki. Ekki til jbess að geta borið vitni gegn þeim, heldur ,til þess; að Hákon sjái það svart á hvítu, hvað hún gæti gert, ef hún. vildi. Hann skal fá að vita, hvað hann á henni upp að unna. AIIii stund síðan í vor hefir hann fengið að laumast til frillu sinnar og svala sér í faðmi hennar. Hefði hún aðeins sagt eitt orð undir eins og hún komst á snoðir inn þetta ....! Já, það er margt, sem hann mætti vera 6nllle!tin Norsk gamansaga eftir FREDERIK KITTELSEN. Sigríður Ingimarsdóttir þýddi. „Ég verð að biðja yður um nánari skýringar,“ prófast- ur minn góður,“ sagði yfirforinginn. „Kemur þetta nokkuð drengjunum við?“ Já, hlustið þér nú á —“. Prófastur hóf frásögnina. Drengirnir sáu, að Eðvarð frændi hnyklaði brýrnar, þeg- ar lengra dró. „Nú, þið eruð að göltrast úti á nóttunni?“ Það var mild ásökum, en um leið strangleiki í rómnum. „Vissuð þér það ekki?“ Prófasturinn virtist mjög undr- andi. „Nei! Ef ég hefði vitað það, væri peningakassinn yðar tómur núna. Hvað voruð þið að gera úti, strákar?“ „Við þurftum að athuga dálítið. — Það var bara hægt myrkri og — og svo — þess vegna vorum við í skóg- mum — og þar heyrðum við allt,“ stamaði Níels. „Hvað voruð þið að gera í skóginum?“ Ekkert svar. \ „Viljið þið síður segja frá því?“ „Já, ef við gætum komizt hjá því.“ „Gott og vel! Ég ætla ekki að beita neinni kúgun,“ sagði Eðvarð fljótmæltur. „Gestir mínir hafa fullt at- hafnafrelsi og ég treysti því, að þeir rjúfi ekki lög gisti- vináttunnar!“ Hann gaf þeim merki um að standa upp frá borðum. Drengirnir gengu hikandi út. Þeir fóru upp á loft og sátu þar léngi í alvarlegum samræðum. — Þegar þeir laumuðust niður í garðinn eftir nokkra stund heyrðu þeir prófastinn og frænda hlægja dátt í dag- stofunni. Áður en prófasturinn fór frá Tröllahaugi, þakkaði hann drengjunum hjartanlega greiðann og bauð þeim til veizlu hjá sér næsta sunnudag. Drengirnir þökkuðu boðið feimnislega og urðu fegnir, þegar hann fór. Þá langaði til þess að segja Eðvarði frænda allt af létta, en þeir þorðu það ekki vegna þess að þeir héldu, að hann myndi draga dár að þeim fyrir vikið- Bezt var að bíða og ganga úr skugga um, hvort „gullið“ væri ósvikið. Daginn eftir fór Jens til bæjarins með gullsekkinn. Hann ætlaði að hafa upp á sérfræðingi og vita hvað hann vildi greiða fyrir gullið. Hann kom heim seint um kvöldið, tómhendur. „Nú, hvað sagði hann?“, hrópuðu strákarnir í kór. „Hann sagði, að við værum heimskingja'r. Og það get ég sagt ykkur, að heldur vil ég ferðast fótgangandi kring um jörðina en að fara aftur til bæjarins með þetta gull. Hann hló að mér, þorskhausinn sá arna, liló svo, að hami var næstum sprunginn!“ „Var það þá ekki gull?“ „Gull? — Hann bauð ihér tvo aura fyrir pökann með öllu í! Ég rauk á dyr og helti öllum steinunum á stétt- ina fyrir utan.“ „Er þetta satt?“ „Haldið þið að ég skrökvi þessu? Ja þetta var meira gullið! Og allt erfiðið var þá til einskis." „Það var leiðinlegt! Hvernig eigum við nú að geta sagt Eðvarð frænda frá þessu..“ Stór bók um líf og starf og samtíð listamannsins mikla Leonardo da Vinci ’ eftir rússnéska stórskáldið Dmitri Mereskowski, í þýðingu Björgúlfs læknis Ólafssonar er komin í bókaverzlanir Leotiardo dji^Vi^ict var furðulegur maður Hvar sem hann er nefndur i bókurh, er eins og \ienn skorú orð til þess að lýsa atgerfi hans og yfirburðum. / „Encyciopœdia Britannica“ (1911) er sagt, að sagan nefni engan mann,>sem sé hans jafningi d si'iði visinda og lista og óhugsandi sé, að nokkur maður hefði enzl til að afkasta hundtaðnsta parti af öllu þvi, sejn hann fékkst við. 0 Leonardo da Vinci var óviðjafnanlegur mdlari. En hann var lika uppfinningamaður á við Edison, eðlisfraðingur, starðfraðingnr, stjörmijraðingur og hervélafraðingur Hann fékkst við rannsóknir i Ijósfraði, liffarafraði og stjómfraði, andlitsfall manna og fellingar i klaðnm athugaði hann vandlega. Söngmaður var Leonardo. góður og iék sjdlfur á hljóðfan. Enn fremur 'ritaðí hann kynstrin^öll af dagbókum, en — list hans hefir gefið honum orðstír, sem aldrei deyr. Þessi bók um Lconardo da Vinci er saga utn mannitin, er fjölhafastur og afkasta- méslur er talinn allra manna, er sögur fara af. og ewn af mestu listamðnnum veraldor. * i I bókinni eru um 30 myndir af listaverkum. H.F. LEIFTIIR, Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.