Tíminn - 22.06.1945, Qupperneq 7

Tíminn - 22.06.1945, Qupperneq 7
46. blað TÍMIM, föstudagimi 22. juný, 1945 7 Fjórða ársþing Ungmenna- og íþróttasamb. Austurlands Fjórða ársþing Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands hófst að Eiðum 12. maí s. 1. Þing- ið sóttu, auk stjórnar sambands- ins, 30 fulltrúar frá 19 félögum í Múlasýslum, en alls eru í sam- bandinu 26 félög með 1692 með- limi. Fjögur félög hafa gengið í sambandið á árinu. Ungmenna- fél. Bálran, Berufjarðarströnd, Þjálfi, Mjóafirði, Viðar, Völlum og skíðafél. Svanur, Fáskrúðs- firði. Aðal starfsemi U.Í.A. og fé- laga þess hefir verið á sviði í- þróttamála. Annars er aðstaða til slíkrar starfsemi mjög óhæg víðast hvar, vegna strjálbýiisr atvinnuhafta og húsnæðisskorts. Fjórir íþróttakennarar störf- uðu á vegum sambandsins s. 1. ár. Aðalkennari var Guttormur Sigurbjörnsson, en aðrir Axel Andrésson* knattspyrnukennari, Óskar Ágústsson skíðakennari og Kjartan Bergmann glímu- kennari. Héldu þeir námskeið á ýmsum stöðum, og varð af þeim tiltölulega góður árangur. Sambandið gekkst fyrir fjór- um íþróttamótum á Austurlandi s. 1. ár. Aðalmót sambandsins var haldið að Eiðum í byrjun ágúst. Auk þess var haldið handknattleiksmót kvenna á Eskifirði seint í ágúst. Varð U. M.F. Austri, Eskifirði hlutskarp- astur. Knattspyrnumót á Reyð- arfirði í september og sigraði þar íþróttafélagið Huginn, Seyð- isfirði í fyrsta flokki. Enn frem- ur gekkst sambandið fyrir í- þróttamóti í sambandi við fjöl- þættari hátíðahöld 17. júní. 16 félög lögðu stund á leik- fimi og frjálsar íþróttir að veru- legu leyti. Leikstarfsemi var nokkur. Örfá félög unnu að skógrækt og örnefnasöfnun og eitt starfrækti námsflokka. Sam komuhald hefir verið allmikið, en uppvöðslusemi ölvaðra manna veldur nokkrum áhyggj- um, og samþykkti þingið m. a. eftirfarandi tillögu um bindind- ismál: „U.Í.A. vítir þá notkun á- fengis, sem gert hefir vart við sig á samkomum og mótum æskulýðsfélaganna víðs vegar um landið. Þingið telur, að ríkinu beri siðferðileg skylda til að vernda þjóðfélagsþegn- ana og meninngarsamtök landsins fyrir ágangi ölvaðra manna. Því skorar fjórða þing U.Í.A. fastlega á ríkisstjórn- ina að verja nokkru af ágóða áfengissölunnar til að halda uppi reglu og ró á almennum og opinberum samkomum í landinu." 4 Enn fremur skoraði þingið á ríkisstjórnina og bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupst. að hætta áfengisverzlun á Austurlandi fyrir fullt og allt. U.Í.A. hefir í hyggju að eign- ast land Gróðrarstöðvarinnar á Eiðum, þar eð starfræksla henn- ar hefir verið lögð niður, og koma þar upp sambandsheimili með nauðsynlegum byggingum og íþróttamannvirkjum, meðal annars með þá hugmynd til hliðsjónar, að þar rísi upp í- þróttaskóli fyrir Austurland í framtíðinni. Þá samþykkti þingið til\ögur varðandi stofnun sambands- blaðs, eflingu leik- og söngstarf- semi meðal félaganna, íþrótta- mót, þátttöku í meistaramóti í. S.Í. og handknattleiksmóti ís- lands, gagnkvæma samvinnu og fjárhagslegan stuðning við Skóg ræktarfélag- Austurlands o. fl. viðvíkjandi framtíðarstarfsemi sambandsins. Þinginu barst heillaóskaskeyti frá Þóroddi Guðmundssyni, skólastjóra, Reykjanesi, en hann var ritari sambandsins þar til hann fluttist af Austurlandi s. 1. sumar. Stjórn sambandsins skipa nú: Formaður, Skúli Þorsteinsson, skólastjóri, Eskifirði, ritari, Ár- mann Halldórsson, kennari, Eið- um, gjaldkeri, Þórarinn Sveins- son, kennari, Eiðum. Meðstjórnendur eru: Gunnar Ólafsson, kennari, Fáskrúðsfirði, Þorvarður Árnason, verzlunarm. Seyðisfirði, Stefán Þorleifsson, íþróttakennari, Neskaupstað. Þinginu lauk siðla dags 13. mai. Forsetar vöru Jóhannes Stefáns- son og Þórarinn Þórarinsson, en ritarar Guðmundur Pálsson og Ármann Halldórsson. Almenningshljóðiæri Tónlistaríélagsins Herra ritstjóri! Nýlega gefur að líta langa | grein í blaði yðar um starf- semi „Tónlistarfélagsins," hljóð- færainnflutning o. fl. Segir Ragnar Jónsson, að nefnt félag hafi nú fengið fyrstu sendingu hinna marglofuðu hljóðfæra. Sannleikurinn mun vera sá, að smjörlíkisgerðin h.f. hefir nýlega fengið fjögur píanó frá Eng- landi, en „Tónlistarfélagið“ ekkert, nema það félag og Smjörlíkisgerðin h.f. sé eitt og það sama, ^ins og margt raunar virðist benda til. Þessi hljóðfæri hafa nú verið sýnd í bókabúð Ragnars Jónssonar inni á'Lauga- vegi. Eins og blaðalesendur vita, höfum vér fyrir nokkru skýrt ástæðuna fyrir því, að oss var ekki unnt að gefa fyrirheit um hljóðfæri frá Englandi ,og um leið mótmælt þeirri fölsun stað- reynda, sem fram kom 1 auglýs- ingum og blaðaviðtölum fyrir sjö mánuðum hjá Ragnari Jóns- syni. Tíminn hefir ómótmælan- lega leitt í ljós, að ekki var mögulegt að fá útflutningsleyfi fyrir einu einasta pianói frá Englandi, þar til nú fyrir skömmu. Vér notum hér með tækifærið til þess að gefa til vitundar væntanlegum kaupendum hljóð- færa, að sú stund nálgast, og er þegar komin, að verksmiðjur þær, sem vérhöfum umboð fyr- ir, afgreiða hljóðfæri til vor. Þetta þykir rétt að taka fram nú þegar, því að Ragnar Jónsson virðist þeirrar trúar, að hann einn sé megnugur að útvega þessa vöru, og hefir gefið „með- limum sínum kost á að skrifa sig á lista.“ Hverjir þessir „með- limir“ eru, fýsir margan að vita. | Ekki ernjsað „meðlimir Tónlist- i arfélagsms,“ sem eru og verða hin postullega tala tólf, sam- kvæmt upplýsingum formanns- ins, sem nú þótt seint sé, hefir svarað þeirri spurningu til hálfs. Að lokum skal þess getið, að ákveðið var af fundi í félagi voru, að birta athugasemd þessa í blöðum bæjarins. Vér væntum þess, að allir óvilhallir lesendur fallizt á, að löng reynsla, sem ávallt skilur eftir nokkra stað- góða þekkingu, verði haldbetri en hávært skrum og sannanleg- ar blekkingar, sem hafa menn- ingu og fórnfýsi að skálkaskjóli. Stjórn „Félags hljóðfærainn- flytjenda": Sturlaugur Jónsson, Anna Friðriksson, Helgi Hallgrímsson. Valdataka Jörnndar / j hundadagakóngs. (Framhald af 5. siðu) rakin hér öllu meir, en þess skal þó getið, að hann var mjög at- hafnasamur stjórnandi þá 56 daga, er hann var „verndari ís- lands og hæstráðandi til sjós og lands,“ eins og hann kallaði sig sjálfur. Hinn 14. ágúst kom til Reykj avíkur brezka herskipið „Talbot“ og var þá endi bundinn á veldi Jörundar, sem slðan hef- ir hlotið nafnbótina hundadaga- kóngur. Jörundur fór síðar til Ástralíu og lauk þar ævidögum sínum. Hann hefir sjálfur skrifað nið- ur endurminningar sínar. Margt og mikið hefir verið rit- að um þennan atburð ,en einna lnnilegar þakkir fyrir heimsóknir, gjafir og hvers konar vinsemd, sem mér var auðsýnd á sextugs afmœli mínu hinn 16. þ. m. Runólfur Runólfsson Vik í Mýrdal. I - ------------------------------------------—1 Nokkrar atliuga- semdir. (Framhald af 4. síðuj Árið 1942 var sett á stofn upp- eldisheimili af þessu tagi. Til þess var kostað ærnu fé og fyrir- höfn. Það átti erfitt uppdráttar, vegna þess að það mætti tor- tryggni eins og mörg nýmæli. Barnaverndarnefndin rétti því enga hjálparhönd. Dómsmála- ráðherrann lokaði hælinu áður en fyrsta reynsluárið var á enda. Barnaverndarnefndin hefði vafalaust getað hindrað þetta, ef hún hefði viljað. En hún reyndi það ekki. Þvert á móti lét hún það viðgangast, að tveir meðlimir hennar hrósuðu happi yfir þessu í opinberum blöðum og beittu öllum ráðum til að telja almenningi trú um að upp- eldisheimili væru viðurstyggi- legar kvalastofnanir, ósamboðn- ar siðuðu þjóðfélagi. Ef almenn- ingur hefir lagt nokkuð upp úr þessum rógi, þá er hætt við að nýtt hæli mæti enn meiri mót- byr en hið fyrra. Og fjöldi upp- rennandi þjóðfélagsborgara hef- ir farið í súginn að óþörfu og æskuspilling breiðst óhindruð út, vegna þess að með hælinu var fótum kippt undan öllu eft- irliti. Stefnuleysi nefndarinnar hef- er því orðið þjóðfélaginu nokk- uð dýrt. Það, sem ekkl stendur í skýrslunni. Undanfarin ár hefir mikið verið um það deilt, hvort sú að- ferð væri rétt, sem hér á landi hefir verið viðhöfð, að senda öll vanmetabörn kaupstaðanna á einkaheimili í sveitum. Af reynslu barnaverndarnefndar- innar á þessu sviði væri mikið að læra, ef um hana fengist ná- kvæm vitneskja. En í skýrslunni er ekkert frá slíkum árangri skýrt að því er einstaklinga snertir. Þess er raunar getið, að 30 börnum, sem nefndin hefir komið fyrir í sveitum, líði prýði- lega. En hvernig líður hinum börnunum? Hafa ferðir þeirra allra orðið til fjár? Þó að það, sem sagt hefir ver- ið hér að framan, veiti aðeins litla hugmynd um hina undar- legu afstöðu barnaverndar- nefndarinnar til hernáms- vandamálanna, þá vona ég að það geti orðið til þess, að borg- arar Rvíkur færi að gefa starfs- háttum hennar meiri gaum en áður. Yfirstandandi kjörtíma- bil er brátt á enda. Áður en gengið verður til nýrra kosninga, varðar það miklu að kjósendur hugsi ráð sitt vel. Þora þeir að leggja velferð hins sívaxandi fjölda vegvilltra barna aftur í hendur þeirra kvenna og manna úr þessari nefnd, sem stefnunni hafa ráðið undanfarið? Reykjavlk, 1. maí 1945. Jóhanna Knudsen. bezt mun honum hafa verið gerð skil í doktorsritgerð Helga Briem er nefnist „Sjálfstæði íslands 1809“. Er í því riti sannað með óyggjandi rökum, að ísland varð sjálfstætt ríki með valdatöku Jörundar, þó það sjálfstæði hafi orðið skammvinnt og til lítils gagns þá. Vera má þó, að þessi atburður hafi komið róti á hugi nokkurra íslendinga og haft ekki ósvipuð áhrif hér á landi og stjórnbyltingarnar höfðu á meginlandinu í lok undangeng- innar aldar. Það gat nú ekki dulizt íslendingum lengur, hvað veldi Dana hér stóð völtum fót- um, fyrst slíkur ævintýramaður sem Jörundur gat steypt því og hrifsað til sín völdin. Það er því ekki úr vegi að álykta, að þessi atburður hafi að nokkru örvað sjálfstæðisvonir íslendinga og verið, ásamt öðru, góður undir- búningur undir frelsisvakningu njtjándu aldarinnar. G. Þ. Aðalfundur Kaupfél. Onfirðinga Aðalfundur Kaupfélags Ön- firðinga var háður 25. apríl sl. Félagið hafði selt aðkeyptar vör- ur fyrir 565 þús. kr. og innlend- ar vörur fyrir 366 þús. Meðal- álagning var 17%. Félagsmönn- um var úthlutað 5% arði af út- tekt, auk þess sem 3% voru lögð í stofnsjóð. Félagsmenn eru nú 81 og höfðu 14 gengið í fé- lagið milli aðalfunda. Fundurinn samþykkti svo- fellda tillögu með öllum greidd- um atkvæðum: „Aðalfundur Kaupfélags Ön- firðinga 1945 telur hina mestu nauðsyn að hafizt verði handa um byggingu áburðarverk- smiðju þegar á næsta ári. Telur fundurinn eðlilegast, að ríkið reisi verksmiðjuna og annist rekstur hennar. Verði ekki af framkvæmdum af ríkisins hálfu, æskir fundurinn þess, að Sam- band ísl. samvinnufélaga og samvinnufélögin hrindi málipu í framkvæmd, enda tryggi rík- ið þessum aðilum einkarétt til framleiðslu og sölu á tilbúnum áburði og veiti ríflegan fjárstyrk vegna stofnkostnaðar verk- smiðjunnar“. Ennfremur kaus fundurinn tvo menn til að vinna með kaup- félagsstjóra að skipulagi stöð- ugrar mjólkursölu og mjólkur- flutninga til ísafjarðar og ann- arra staða. Úr stjórn félagsins átti að ganga Guðmundur Ingi Krist- jánsson og var endurkosinn. Auk hans eru í stjórninni: Jón Olafsson prófastur, sem er for- maður félagsins, Guðmundur Gilsson, Finnur Finnsson og Hjörtur Hjálmarsson. Kynnisför. N é (Framhald af 4. síðuj fyrir Vestfirðinga. Ólafur Jóns- son, framkvæmdarstjóri Rækt- unarfélags Norðurlands, bauð menn velkomna, en síðan voru margar ræður fluttar. Voru gerðar ýmsar fyrirspurnir, og fræddu menn hvorir aðra eftir beztu getu. Þessir tóku til máls: Steingrimur Steinþórsson, Jónas Kristjánsson, forstjóri Mjólkur- samlags K. E. A„ Stefán Stef- ánsson á Svalbarði, Páll Pálsson í Þúfum, Jóhannes Davíðsson, Ólafur Jónsson, Kristinn Guð- laugsson, Jakob Frímannsson, kaupfélagsstjóri, Hólmgeir Þor- steinsson á Hrafnagili, Jónas Þór, verksmiðjústjóri og Steinn Steinsen, bæjarstjóri. Sunnudaginn 17. júní komu Vestfirðingar saman kl. 10 í gróðrarstöð Ræktunarfélags Norðurlands og skoðuðu hana með leiðsögn Ólafs Jónssonar. Sýndi hann trjárækt stöðvar- innar og túnrækt, fjós og kýr og verkfæri. Kl. 11 gengu allmargir í kirkju til hátíðaguðsþjónustu, en nokkrir héldu áfram að skoða stöðina. Um hádegi var sezt að borðum í gildaskála K. E. A. I boði kaupfélagsins. Formaður þess, Einar Árnason, bauð gesti velkomna með ræðu. Síðan töl- uðu þessir yfir borðum: Jakob Frímannsson, kaupfélagsstjóri, Kristinn Guðlaugsson, Margrét Jónsdóttir á Flateyri, Stein- grímur Steinþórsson og Björn Guðmundsson á Núpi. Að lokinni máltíð var ekið fram í Eyjafjörð og skoðuðu menn héraðið. Rigning var um daginn, og því voru viðdvalir minni en ella, en þó var dvalið góða stund á Grund. Þar var skoðuð kirkjan og umhverfi hennar. Þegar kom til Akureyrar, gengu menn í Lystigarð Akur- eyrar og skoðuðu hann. Síðan dreifðist flokkurinn, og vörðu menn kvöldinu eftir vild sinni, en þá voru þjóðhátíðarskemmt- anir á Akureyri. Nkagfirðingar Sundmót verður halðið í Varmahlíð 8. júlí n. k. Keppt verður í eftirtöldum sundum: 50 m. bringusund drengja. 50 m. bringusund telpna. 100 m. bringusund, stúlkur. 500 m. sund, frjáls aðferð, karlar. Þátttakendur gefi sig fram við GUÐJÓN INGIMUNDARSON, Varmahlíð, fyrir 5. júlí. Arðsútborgun Arður fyrir árlð 1944 hofir verlð ákveðiun 6% «g verður útborgaður í skrifstofu vorri gegn framvísun arðmiða. Stríðstryggíngaíélag íslenzkra skípshafna Garðastræti 2. JÖRÐ llanmerkurhefti — Tímarit með myndum EFNIS YFIRLIT: Sr. Matthías Jochumsson: Minni Danmerkur (kvæði). Dr. Sigurður Nordal: Danir og konungur þeirra. Ólafur Magnússon, kgl. hirðljósm:. Kristján X. og drottning hans (mynd). Þórður Sveinsson, prófessor: Forsetafrúin (með mynd). Dr. Björn Sigfússon: Rask og Rafn. B. O. B.: Vormenn. Fáni íslands dreginn að hún í fyrsta sinn erlendis (mynd). J. Christmas Möller, utanríkismálaráðherra: Upp úr skilnað- inum. Poul Sörensen: Island (kvæði á dönsku). B. O. B.: Reynsla íslendinga í Danmörku (með mynd). Ragnar Ásgeirsson: Danmörk — land og lýður. F. Á. B.; Jótasaga. í „Brosandi land“ (myndaflokkur). Friðrik Ásmundsson Brekkan: „. ... góð þjóð“. F. Á. B.: Jóti í gagnfræðaprófi (skrítla). Kaj Munk: Kafli úr leikritinu „Niels Ebbesen“. B. O. B.: Danir í hernámi. Danmörk frelsuð. > Dr. Fr. le Sage de Fontenay: Ástandið í Danmörku frá vorinu 1942 til ársloka 1944. Anker Svart, sendisveitarfulltrúi: „Þegar Danmörk verður frjáls“. Úr leyniblöðunum I (nokkur ummæli). Dr. Ágúst H. Bjarnason: Skilnaðarorð. - Norræna stúdentasambandið. Helgi Guðmundsson, bankastjóri: Fá orð--- — Úr leyniblöðunum II. Dr. Bjarni Jónsson, vígslubiskup: Bróðurlegt orð. Eftirmáli. DMMERKURHEFTI. Fæst í bókabúðum og kostar kr. 10.00. Áskriftarverð kr. 20.00 árg. Sendið „E.K.“ áskrift. framleiðir StlTUÐ SKIIVIV OG LEÐUR hioa landskunnn

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.