Tíminn - 13.07.1945, Qupperneq 6

Tíminn - 13.07.1945, Qupperneq 6
6 TÍMIM, föstndaginn 13. julí 1945 52. blað Sjötngnr: Magnús Stemgrímsson hreppstjórl á Hólom Magnús Steingrímsson, bóndi að Hólum í Steingrímsfirði, verð- 1 ur 70 ára laugardaginn 14. þ. m. Magnús er fæddur að Hólum í Steingrímsfirði 14. júlí 1875. Poreldrar hans voru Kristín Magnúsdóttir Jónssonar frá Hvítadal og Steingrímur Hjalta- son, Jónssonar bónda að Hólum. Magnús er elztur sex systkina, en aöeins tvö þeirra eru enn á lífi, Magnús og Hjalti trésmiður á Hólmavík. Þar sem Magnús var elztur systkinanna, en þröngt var í búi, varð hann snemma að vinn'a mikið. Má nefna því til sönnimar, að dag- inn eftir ferminguna fór hann vestur að Djúpi á vertið og reri þar hverja vorvertíð eftir það í 19 ár. Árið 1905 hóf Magnús búskap að Hólum. Tók hann við jörðinni af föður sínum. Bjó hann þar til 1921, er hann flutti að Ósi í sömu sveit og bjó þar i 5 ár, en þá lét hann elzta syni sínum eftir þá jörð og fluttist aftur að Hólum. Hefir hann búið þar siðan. Hann hefir gert þar mikl- ar umbætur, m. a. byggt þar öll hús að nýju. Jafnframt bú- skapnum heíir ' Magnús lagt nokkra stund á smíðar og stund- aði sjó um skeið, var t. d. for- maður í 5 haustvertíðir. Á vetr- um hefir hann jafnan unnið mikið að bókbandi og var um langt skeið eini bókbindarinn hér um slóðir. Magnús hefir gegnt mörgum trúnr/ðarstörfum um dagana. Hann var í hreppsnefnd frá 1905—34. Hreppstjóri hefir hann verið frá 1919 og síðan. Sýslu- nefndarmaður hefir hann verið fimm seinustu árin. Hann hefir oft verið fulltrúi á aðalfundum Kaupfélags Steingrímsfjarðar. Eftirlit með vegagerð hefir hann annazt um margra ára skeið. Öll þessi störf hefir hann rækt með mikilli samvizkusemi og dugnaði. Magnús Steingrímsson. Verk Magnúsar sýna það bezt, að hann 'hefir verið mikill starfsmaður, og þau opinberu störf, sem sveitungar haps hafa falið honum, eru sönnun þess, að þeir hafa treyst honum og virt hann. Þessari tiltrú hefir hann vissulega ekki brugðizt. Verk manna eins og Magnúsar eru þeim vissulega beztur vitnis- burður. Magnús er kvæntur Kristínu Árnadóttur og eiga þau sex börn. Þrjá fullórðna syni hafa þau misst, alla hina mannvæn- legustu. Þau Kristín og Magnús hafa verið mjög samhent og heimili þeirra orðlagt fyrir gest- risni og rausnarskap. Á þessum merku tímamótum í ævi Magnúsar, mun vissulega verða hugsað hlýtt til hans af sveitungum hans og honum þakkað fyrir það liðna og óskað allra heilla á komandi timum. Sveitungi. Finuntagiir: Jón V. Hjaltalín bóndi í Brokey Þann 8. júlí s. 1. varð Jón V. Hjaltalín bóndi í Brokey í Skóg- arstrandarhreppi fimmtugur. Hann er fæddur í Brokey, sonur merkishjónanna, Vigfúsar J. Hjaltalín bónda í Brokey og konu hans, Kristjönu Kristjáns- dóttur frá Gunnarsstöðum í Dalasýslu. Jón hefir alið aldur sinn allan í Brokey og tók við búi af föður sínum fyrir nokkru og býr nú á jörðinni, ásamt Vil- hjálmi bróður sínum. Er Brok- eyjarheimilið víðkunnugt fyrir gestrisni og myndarskap í hví- vetna og hefir svo verið um langa hríð. Jón er kvæntur Ingi- björgu Pálsdótur frá Böðvars- hólum í Vesturhópi og eiga þau tvö börn, ung að aldri. Jón er atorkusamur pg dug- andi bóndi, en auk þess mjög á- hugasamur um félagsleg mál- efni. Hann er einn af stofnend- um Kaupfélags Stykkishólms og hefir setið í stjórn þess und- anfarin 15 ár. Hann hefir verið í hreppsnefnd, sýslunefnd, yfir- skattanefnd, sóknarnefnd og / Mét ungmennaié- laga á Blonduósi Héraðsmót Ungmennasamb. Austur-Húnavatnssýslu var haldið að Blönduósi 1. júlí. Var það mjög fjölsótt. Hófst það með guðsþjónustu í kirkjunni á Blönduósi kl. 11. Sr. Þorsteinn Gíslason í Steins- nesi prédikaði. Kl. 1 var mótið sett af sr. Pétri Ingjaldssyni á Höskulds- stöðum, formanni sambands- ins. Þá fluttu ræður sr. Gunnar Árnason, Æsustöðum og Þor- björn Björnsson, bóndi, Geita- skarði. Kristján Sigurðsson kennari, ^rúsastöðum, flutti kvæði, og Ólafur Magnússon frá Mosfelli söng einsöng. Að því loknu hófst víða- mörgum öðrum trúnaðarstörf- um hefir hann gegnt og gegnir fyrir sveit sína og hérað. Jón V. Hjaltalín. \ Framsóknarflokkurinn og sam- vinnustefnan eiga honum þakk- ir að gjalda fyrir örugga lið- veizlu, eins og svo margir aðrir á þessum merku tímamótum í ævi hans. Því verða hamingju- óskirnar nú margar og innileg- ar. X. vangshlaup. Fyrstur að markinu var Reynir Steingrímsson, Hvammi í Vatnsdal, annar Er- lendur Klemensson, Bólstaðar- hlíð. Þá fór fram 100 m. sprett- ! hlaup. Fyrstur varð Björn Krist- jánsson, , Skagaströnd.. Þá var keppt í langstökki og sigraði þar Bæringur Kristinsson, Skaga- strönd. í reiptogi kepptu tvær sveitir. Voru í annari menn vestan Blöndu, en í hinni menn austan Blöndu, og sigraði sú sveit. í boðhlaupi sigraði sveit af Skagaströnd. Þá fóru fram kappreiðar, kepptu 12 hestar í stökki á 360 m. vegalengd. Fyrstu verðlaun hlaut Hrani, 17 vetra, eigandi Þórarinn Sigurjónsson, Blöndu- ósi, ijámi 22.4 sek., önnur verð- laun hlaut Rauður, 12 vetra, eigandi Jón Benediktsson, Höfn- um, tími 22.4 sek., þriðju verð- Ályktanir þings Iþróttasam- r bands Islands Á nýloknu ársþingi fþrótta-1 sambands íslands, sem haldið var á Akureyri, voru m. a. sam- þykktar þessar tillögur: 1. Ársþing í. S. í. á Akureyri 28.—30. júní 1945 skorar á Þing- vallanefnd að láta nú þegar hefja framkvæmdir um bygg- ingu leikvangs og sundlaugar á' Þingvöllum, svo að hægt verði að heyja þar íþróttalandsmót. 2. Ársþing í. S. í. skorar á Ríkisútvarpið að láta útvarpa sem oftast frásögnum af íþrótta- mótum og kappleikjum og fá. kunnáttumenn í íþróttum til flutnings. 3. Ársþing í. S. í. samþykkir að kjósa þriggja manna milli- þinganefnd, er sjái um undir- búning skíðadagsins 1946 og leiðbeini um skíðakaup o. fl. 4. Ársþing í. S. í. skorar á íþróttabandalögin að beita sér fyrir því að leggja fram fé til byggingar íþróttaheimilis í. S. L, sem svari a .m. k. 1 kr. á hvern gjaldskyldan félagsmann árlega. 5. Ársþing í. S. í. telur að framkomnar tillögur um sam- einingu í. S. í. og U. M. F. í. skuli leggja til grundvallar fyrir frekari samkomulagsumleitun- um og felur stjórn í. S. í. að halda þeim áfram á þann hátt, sem hún telur heppilegastan til fullkomins árangurs fyrir mál- ið, m. a. með því að senda öllum félögum og héraðssamböndum innan í. S. í. tillögur nefndar- innar til umsagnar. fyrir næsta ársþing. 6. Ársþing í. S. í. lýsir ánægju sinni yfir bindindissamstarfi, sem verið_ hefir mílli Bindindis- nefndar í. S. í. og Stórstúku íslands. 7. Ársþing íþróttasambands íslands skorar eindregið á öll sambandsfélög, að þau sæki ekki um vínveitingaleyfi á skemmt- anir sínar. 8. Ársþing í. S. í. skorar á rík- isstjórnina að láta héraðabönn í áfengismálum koma til fram- kvæmda þegar í stað. 9. Ársþing í. S. í. skorar á Al- þingi og ríkisstjórn að láta loka Áfengisverzlun ríkisins. 10. Ársþing í. S. í. skorar á sambandsstjórnina að fella nú þegar i burtu úr leikreglum bráðabirgðaákvæði um klútrás- merki. 11. Þingið samþykkir að fela stjórn í. S. í. að vinna að því, að stofnuð verði sérsambönd í hinum ýmsu íþróttagreinum á grundvelli 7. kafla laga í. S. í. 12. Þingið samþykkir að fela stjórn í. S. í. að beita sér fyrir þvi, að stofnað verði íþrótta- samband þróttafélaga í skólum. 13. Þingið felur stjórn í. S. í. að vinna að því að fá endurskoð- uð íþróttalögin og beita sér fyrir lagfæringum á þeim, einkum 16. gr. þeirra. |14. Þingið samþykkir að fela stjórn sambandsins að skylda sérráð, eða félög, þar sem ráð eru ekki, til að hafa spjaldskrá yfir alla félaga sína. 15. Ársþing í. S. í. skorar á sambandsstjórnina að skipa 5 manna milliþinganefnd til að samræma og fullkomna lög Í.S.Í. og hinna einstöku bandalaga þess og sérráða. 16. Ársþing Í.S.Í. felur stjórn sambandsins að skipa þriggja manna nefnd til að gera tillögur um byggingu, rekstur og fyrir- komulag fjáröflunar til íþrótta- heimilis Í.S.Í. 17. Ársþingið samþykkti fram- komna reglugerð um Heiðurs- gjafasjóð Í.S.Í. Aðalfundur Landssambands . blandaðra kóra Sjötti aðalfundur Landssam- bands blandaðra kóra og kvennakóra var haldinn í Reykjavík dagana 28.—29. júní s. 1. Fundarstjóri var kosinn Jónas Tómasson tónskáld á ísafirði, fundarritarar Ólafur Jensson stud. polyt. og Jón Alexanders- son, forstjóri, Reykjavík. Þessir kórar eru nú í sam- bandinu: Kantötukór Akureyrar, Akur- eyri, Sunnukórinn, ísafirði, Vestmannakórinn, Vestmanna- eyjum, Söngfélaga I. O. G. T, Reykjavík, Söngfélagið ,Harpa“, Reykjavík, Söngfélagið „Hún- ar“, Reykjavík, Samkór Reykja- víkur, Reykjavík, Kirkjukór Borgarness, Borgarnesi. Alls eru um 320 söngfélagar í þessum kórum. Mættu fulltrúar frá þeim öllum, nema Kirkju- kór Borgarness, og voru mættir 14 fulltrúar frá sjö félögum og form. þeirra allra nema Kirkju- kórs Borgarness og Sunnukórs- ins. Auk þess sátu þessir söng- stjórar fundinn: Jónas Tómás- son, ísafirði, Björgvin Guð- mundsson, Akureyri, Jóhann Tryggvason, Reykjavík, Róbert Abraham, Reykjavík og Ottó Guðjónsson, Reykjavík. Formaður L. B. K., Guðmund- ur Benjamínsson, gaf skýrslu um starfið á liðnu ári. Þá voru og lesnar upp skýrslur frá kór- um og kom það greinllega fram, að starfað hefir verið með miklu fjöri síðastliðið starfsár hjá sambandskórunum. Eftir tillögu frá Brynjúlfi Sig- fússyni, söngstjóra í Vestm.- eyjum, samþykkti fundurinn á- lyktun þess efnis, að vinna beri að því, að draga sem mest úr á- hrifum „jassins“ á ungu kyn- slóðina. laun hlaut Gustur, 7 vetra, eig- andi JSverrir Hallsson, Gauts- dal, tlmi 23.3 sek. í skeiði tóku þátt 4 hestar. Vegalengd var Þá var og samþykkt, einróma, svohljóðandi tillaga frá Björg- vin Guðmundssyni, tónskáldi á Akureyri: „Landsfundur blandaðra kóra skorar á tilheyrandi athafna- völd að gera stafróf tónfræð- innar að prófskyldri; námsgrein i efri bekkjum barnaskólanna, svo og i öllum æðri skólum landsins". Samþykkt var að vinna að því, að koma á söngmóti á næsta vori, og voru ætlaðar til þess kr. 3000,00, en . til söngkennslu á komanda ári voru áætlaðar kr. 13.500,00. Á fundinum komu fram raddir um að nauðsynlegt væri að koma söngkennslu í fastara og betra horf, helzt með því að komið væri upp almennum söngskóla. Fleiri mál voru rædd. í stjórn voru kosnir: Formað- ur Jón Alexandersson, forstjóri (Guðm. Benjamínsson klæð- skerameistari mæltist undan endurkosningu), ritari Krist- mundur Þorleifsson, bókari, gjaldkeri Jón G. Halldórsson, viðskiptafræðingur, varafor- maður Guðmundur Benjamíns- son, klæðskerameistari, vararit- ari Reinhard Reinhardsson, iðn- aðarmaður, varagjaldkeri Bent Bjarnason, bókari. Endurskoðendur voru kosnir Gísli Guðmundsson, tollþjónn og Haraldur Leonhardsson, verzl- unarmaður. Varaendurskoðandi var kosinn Þórður Þorgrímsson, bílaviðgerðarmaður. í stjórn söngmálaráðs voru þessir kosnir: Formaður: Björg- vin GÚðmundsson, tónskáld á Akureyri, 1. meðstjórnandi Jón- as Tómásson, tónskáld á ísafirði, 2. meðstjórnandi Róbert Abra- ham, söngstjóri í Reykjavík. 250 m.. Eínn þeirra rann skeiðið, Lýsingur, 12 vetra, eigandi Jón Þórarinsson, Hjaltabakka, á 24,7 sek. Samband isl. samvtlnnufélagn. SAMVINNUMENN! Þegar eldsvoða ber aö höndum, brenna nálega í hvert sinn óvátryggðir innanstokksmunir. Frestið ekki að vátryggja innbú yðar. Tilkynníng' ftil bænda í Dalasýslu Erum kaupendur að vorull, bæði þveginn; og óþveg- ■ inni, og veitum henni móttöku að Brautarholti i Haukadal. Þar geta menn og fengið lánaða ullarballa undir ullina og gert oss aðvart, ef óskað er eftir að ullin sé sótt heim, en um það getur verið að ræða ef bílfært er á staðinn. Verzlonarfélag Borgarfjarðar li.f., Borgarnesi. Ullarverksmiðfan Gefijun framleiðir fyrsta flokks vörur. Spyrjið þvi Jafnan fyr*t eftir Geíjunarvörum þegar yðnr vantar ullarvörar. Skinnaverksmiðjan Iðunn framleiðir SÚTUÐ SKUVV OG LEÐUR ennfremur hina landskunnn Iðunnarskó T I M IIV IV er víðlesnasta auglýsingablaðið!

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.