Tíminn - 27.07.1945, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.07.1945, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: í ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. i ÚTGEFFANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN. ' 1 Símar 2353 oK 4373. j PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9A. Simar 2353 oB 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Sími 2323. 29. árg. Reykjavík, föstudáginn 27. júlí 1945 56. hlaÖ Eitt hnefahöggið enn í andlit bænda Ríkisstjórnin tekur vinnuvélar, seiu S. t. S. liafði keypt vestan liafs lianda bún- aðarfélögunum í Vestiir-llúiiavistiissvslii og Eyjafirði. Ríkisstjórnin lætur skammt högga milli, þegar bændur lands- ins eiga hlut að máli. Á síðasta Alþingi voru næstum öll framfara- mál landbúnaðarins, sem borin voru fram af Framsóknarflokkn- um, felld eða svæfð: Áburðarverksmiðjumálið og jarðræktarlög- in svæfð, landbúnaðarráðherra fengin umráð yfir sjóði Búnað- arfélagsins, raforkumálið lagt til hliðar. Var að engu metinn sá þegnskapur, sem bændur hafa sýnt þessi árin og ekki sízt á síð- asta hausti. Ofan á þetta sveik landbúnaðarráðherra sexmanna- nefndarsamkomulagið á hinn auvirðilegasta hátt, svo sem kunn- ugt er af blaðaskrifum, og munu þær aðfarir hans nú leiða til málaferla. Þetta er þó ekki nóg, og sjá bændur það ef til vill bezt 15. sept- ember. En nýjasta afrek ríkisstjórnarinnar er það að taka tvær dráttarvélar og jarðýtu af félögum bænda, sem þessar vélar höfðu keypt, til afnota fyrir vegagerð ríkisins. Eins og menn vita, hefir vega- málastjóri verið sérstaklega seinlátur í öllu, sem viðkemur útvegun vegavinnuvéla. Hann taldi vinnu með þessum vélum, eftir að byrjað var að nota þær hér, aðeins vera kák. Smátt og smátt fór þó svo, að hann varð að beygja sig fyrir staðreyndum, því að alda almenningsálitsins var svo þung, að á móti henni varð ekki staðizt. Vitanlega hefði vegamálastjóri átt að þekkja þessar vélar áður en her- inn kom hingað og vera búinn að nota þær hér í vegavinnu svo að árum skipti. En af þessum ástæðum meðal annars hefir vegagerðin orðið of sein áö út- vega þær vélar, sem í vegagerö eru nauðsynlegar, og á því var ekki byrjað fyrr en eftir að bændur og félög bænda höfðu keypt inn vélar og sýnt þær í notkun. Þó virðist nokkur fjör- kippur hafa komið í vegamála- stjóra, því að hann, ásamt fyrr- verandi bæjarverkfræðingi, nú- verandi bæjarverkfræðingi, nú- verandi;,, hafnarstjóra, Valgeir Björnssyni o. fl., á hér stórt fyrirtæki, sem hefir það með höndum að kaupa inn þessar vélar. Fyrir milligöngu þessa fyrirtækis hefir ríkið eða vega- málastjóri keypt inn talsvert af vegavinnuvélum, og skal geymt að taka það mál allt til nánari umræðu. En fyrir nokkru síðan sendi vegamálastjóri pöntun til útibús Sambands íslenzlura sam- (Framhald á 8. síOu) IsL gjöiimum úthlut- að í Danmörku Dönskum blaðamönnum hafa verið sýndar gjafir þær, er send- ar hafa verið héðan til Kaup- mannahafnar til úthlutunar i Danmörku. Var þessara gjafa þakksamlega getið í dönskum blöðum nýlega. í „Berlingske Tidende“ var þess sérstaklega getið, hve varningurinn væri vandaður. Sérstök nefnd mun sjá um út- hlutun gjafanna, og fer Ingiríð- ur krónprinsessa með þau mál í umboði hennar. Gjafirnar eru sagðar koma sér mjög vel, því að skortur er á fatnaði í Danmörku, og verða nauðstödd börn látin sitja í fyr- irrúmi. r—---------------------------------------—•"— -----7 Sýnlshorn 11. Hvertreystír slíkura manni? Ólafur Thors segir í Morgunblaðinu 31. desember 1943: „Um hiff háa verfflag á höfuffútflutningsvöru okkar, skal það eitt sagt, aff það mun ekki standa deginum lengur eftir að Bretar og aðrar þjóðir aff nýju hefja fiskveiffar aff ófriffarlok- um. Og þá mun verðfalliff fyrr en varir verða svo mikiff, aff ó- víst er, hvort viff fáum meira en ys eða jafnvel V™ hluta þess verffs, er viff nú berum úr býtum.“ Ólafur ræðir síðan um, hvernig bregðast skuli við þessum vanda. Hann minnist þá ekki á, að „nýsköpunin“ geti verið allra meina bót. Þvert á móti getur hann hennar að engu, heldur segir: , „Til þess aff lækka dýrtíffina er eitt og affeins eitt ráff, þaff er aff stíga nú aff einhverju Ieyti aftur á bak hina förnu leiff. Verði það ekki gert, daga íslendingar uppi eins og nátttröll strax og affrar þjóffir mega vera aff því aff hugsa um aff fram- leiffa sjálfar þarfir sínar aff nýju, beinlínis vegna þess aff íslendingar búa við langtum hærri framleiffslukostnaff en affrajj- þjóffir og geta því viff engan keppt um sölu afurffanna á frjálsum heimsmarkaði.. ÞETTA ER ÚRRÆÐIÐ. STERK STJÓRN, SEM RÆÐST í AÐ SKERA NIÐUR DÝRTÍÐINA MEÐ LÆKKUN KAUP- GJALDS OG AFURÐAVERDS.“ Eftir bandalagið við kommúnistana svarar Ólafur sér sjálfur og segir í ræðu 15. júní 1945: „Hver telur sig nú bæran um það aff reikna út í október 1944, hvaffa kauplækkun þarf til aff ný framleiffslutæki beri sig á árinu 194Q? Effa hvort til þess þurfi yfirleitt nokkra kauplækkun? .... Og hver svarar því, hvernig . átti aff fá þessum órökstuddu kauplækkunarkröfum framgengt?“ Þetta segir kappinn, þegar á hólminn er komið. Menn munu segja, að nú sé hann á „lensinu“. En beitir hann nokk- urntíma upp í á ný? Færeyingar vænta ankínssjálfstæðis Færeyingar halda þjóöhátíð ..... Frá þvi að Ólafur helgi féll hefir Ólafsvakan, 29. júlí, verið þfóðhátíð Fœreyinga. Áður fyrr kom þingið alltaf saman á Ólafsvökunni. en fyrir nokkrum árum var samkomudegi þess breytt,. en nú í sumar kemyr þing- ið saman annan Ólafsvökudag. Á Ólafsvökunni eru fjölbreytt hátíðahöld í Fœreyjum. Þá fara fram íþróttakappleikir, rœðuliöld, skrúðgöngur og söngur. Að lokum er dans stiginn alla nóttina og til morguns. Óláfsvakan er mesti hátíðisdagur ársins í Fœreyjum. Heimsfrægur fiðiusniilingur kemur til islands Fifflusnillingurinn heimsfrægi, Adolf Busch, sem er einn af allra þekktustu fifflusnillingum heimsins, er væntanlegur hingaff til lands á tímabilinu frá 20. ágúst til 5. september, eftir því sem i ílugferðir falla. Hann kemur hingaff á vegum Tónlistarfélagsins, og verffur kona hans með honum. Tónlistarfélagið hefir lengi haft hug á að fá þenna heims- fræga snilling til landsins og hefir það nú loks tekizt. Busch mun ekki geta dvalið hér nema stuttan tíma, en á- kveðið er, að hann haldi hér þrjá hljómleika fyrir almenning, en auk þess eina Bach-hljóm- leika fyrir styrktarfélaga Tón- listarfélagsins. Adolf Busch er fæddur i bæn- um Siegen í Þýzkalandi, árið 1891. Er nazistar tóku þar völd- in, yfirgaf hann föðurland sitt, fór til Sviss og hefir verið sviss- neskur ríkisborgari síðan árið 1935. — Busch er kvæntur dótt- ur kennara síns, Hugo Súters í Bonn. Árið 1902 fór hann í Tónlistar- skólann í Köln. — En meðal kennara þar var Bram Eldering með Guaranieri-fiðluna sína frægu milli hnjánna. Hefir Busch stjórnað og jafn- framt leikið fyrstu fiðlu í hin- um heimsfræga „Buschkvartett" og „Busch-kammermúsíkhljóm- sveit.“ Strokkvartett hans átti nýlega 25 ára afmæli. Adolf Busch hefir fengizt mikið við tónsmíðar. Hefir hann gefið út yfir 50 tónverk stór og smá. Tónlistarfélagið hefir í hyggju að fá fleiri heimsfræga tónlist- armenn hingað til landsins á næstunni. Það er kappsmál fyr- ir stórborgir að fá heimsfræga snillinga í heimsókn. Það má t. d. geta þess í þessu sambandi, að Kaupmannahöfn mun ekki hafa hlotið heimsókn þessa fiðlusnillings, er nú mun koma til Reykjavíkur.yMun hann og kona hans koma í flugvél frá Bahdaríkjunum. Brezki verkamannailokkur- inn vann stórsigur \ Churchill hefir beðist lausnar. Talning- atkvæffa við þingkosningarnar í Bretlandi fór fram í gær. íhaldsflokkurinn beiff ósigur fyrir Verkamannaflokknum. 17 af ráðherrum og aðstoffarráffherrum íhaldsflokksins féllu í Kosningar að öllu forfalla- lausu seint í su'mar Viðtal vift Pál Patursson, bónda í Kirkjubæ. Einn af helztu forvígismönnum Færeyinga, Páil Patursson, bóndi i Kirkjubæ, var nýlega á ferff hér á landi. Hann er sonur Jóannesar Paturssonar, hins þekkta frelsisleifftoga, og konu hans, Guðbjargar Eiríksdóttur frá Karlsskála, og því íslenzkur í affra ættina. Hann hefir jafnan látiff sjálfstæffismáliff mikiff til sín taka og átt verulegan þátt í lausn* fánamálsins. Hann hefir um 20 ára skeið veriff formaður í sambandi. færeysku ungmennafé- laganna. Tíðindamaður Tímans átti vifftal viff Pál Patursson meffan hann dvaldi hér og fer þaff hér á eftir. kosningunum. Verkamannaflokkurinn fékk 386 þingmenn kjörna, en íhalds- flokkurinn ekki nema 194. Frjáls lyndi flokkurinn fékk 11 þing- menn, þjóðlegi frjálslyndi flokk- urinn 14, óháðir verkamenn 3, kommúnistar 2 og Common- wealt-flokkurinn fékk 1 mann kjörinn. Utan flokka eru 8. Þessi mikli sigur verkamanna- flokksins hefir komið flestum á óvart, og hefir hann nú í fyrsta sinn hreinan meirihluta á þingi í Bretlandi. Churchill lagði lausnarbeiðni sína fyrir konung í gærkvöldi, og var Atlee falið að mynda nýja stj órn. Enn hafa engar fréttir borizt um væntanlega stjórnarmynd- un. — Þessi óvænta niðurstaða kosninganna getur_ haft mikla þýðingu fyrir rás viðburðanna i heiminum. — Hvaff er helzt í fréttum frá Færeyjum? — Vorið hefir verið fremur kalt og votviðrasamt. Gróðri hefir því farið seint fram og mun sláttur ekki geta hafizt fyrr en hálfum mánuði seinna en venjulega. Pall Patursson Talsverð hreyfing er í stjórn- málalífinu og veVða að öllu for- fallalausu kosningar seint í sumar, eða í haust. — Hvernig hafa aflabrögffin verið viff Færeyjar í vetur og vor? — Það hefir fremur lítið afl- azt. Tíðarfar hefir verið óhag- stætt, fáa daga gefið á sjó, og auk þess lítill fiskur við eyjarn- ar í vetur, eins og reyndar öll stríðsárin. Nú í vor hefir. þó heldur rætzt úr um aflann og nú undanfarið hefir verið sæmi- legur afli nokkra daga. — Hvernig fiskibáta notið þiff heima viff eyjarnar? — Smábátum er nú óðum að fækka, en í staðinn koma vél- bátar 10—30 smál. að stærð. Trillubátarnir stunda hand- færa- og línuveiðar á vorin og haustin. Bátarnir eru smíðaðir heima í eyjunum, en vegna timburleysis hefir ekki verið hægt að auka bátaflotann á striðsárunum. Þegar ég fór að heiman fyrir fáeinum dögum, var tveimur nýjum bátum hleypt af stokkunum, um, 40 smál. að stærð. Strax var lagður kjölur að öðrum og eiga i>eir að vera nokkru stærri, eða um 60 smál. Frá Svíþjóð hafa Færeyingar fengið loforð fyrir 5 vélbátum. Tveir þeirra eru fullbúnir og menn farnir af stað til að saékja þá. Verið er að leitast fyrir um smíði fleiri báta þar í landi. Svíþjóðarbátarnir munu stunda veiðar við ísland að miklu leyti, eins og allir stærstu bátarnir gera. Þeir veiða með dragnót, en sú veiðiaðferð hefir ekki gefizt vel við eyjarnar. — Hvernig hafa Danir gætt landhelginnar? — Illa, er mér óhætt að segja. Fyrir styrjöldina var einn varð- bátur við Færeyjar, en hann var heldur duglítill við land- helgisgæzlung. Á styrjaldarár- unum hafa þeir af eðlilegum á- stæðum ekki haft aðstöðu til að sinna landhelgisgæzlu við Fær- eyjar, enda hefir landhelginnar alls ekki verið gætt neitt og er- lerid veiðiskip því getáð stundað veiðar sínar þar eftir vild. t —Hvernig er afkoma landbún- affarins? — Hún er ekki svo góð sem skyldi. Verðlagi landbúnaðar- vara hefir verið haldið of mikið niðri í samanburði við annað verðlag og verkalaun. Annars hefir dýrtíðar gætt furðu lítið í Færeyjum, a. m. k. í samanburði við það, sem hefir orðið hér á ís- landi. Misræmið í afurðaverði landbúnaðarins og kaupgjaldi hefir gert það að verkum, að erfitt hefir verið að fá menn til að stunda landbúnaðarstörf, þar sem flest öll önnur vinna er arðbærari. Hámarksverð á kjöti er kn 3i60 kg. og verða bændur þá að koma því til kaupmannsins. Gæra og innmatur fylgir ókeypis með, þ. e. inllifalin í kjötverðinu. Bændur fá 22 kr. fyrir hver 50 kg. af kartöflum. Vegna þessa lága verðs hefir kartöflufram- leiðslan dregizt saman og geta Færeyingar nú ekki fullnægt kartöfluþörf sinni, en áður var flutt nokkuð úr landi af kar- töflum. Fyrir mjólkurlítrann er verðið til bænda 61—67 aurar. Mjólkurframleiðslan hefir því ekki borgað sig og dregizt sam- an. Það hefir aftur valdið því, - * (Framhald á 8. síðu) r—.................... Verkefni Búnaðarþings Svo sem tilkynnt hefir verið, kemur Búnaðarþing saman 7. ágúst. Það er kunnugt, að þar mun að- allega verða rætt um tvö mál, verðlagsmál landbún- aðarins og e'flingu stéttar- samtaka bændanna, og þá einkum, hvernig hægt er að efla þau á grundvelli þeirra samtaka, sem fyrir eru. Munu bændur yfir- leitt telja sjálfsagt, að búnaðarsamtökin taki þetta mikla velferðarmál bændastéttarinnar til með- ferðar áður en lengra er haldið um framkvæmdir og hafi m það forustu. Tímanum er kunnugt. um, að ýmis búnaðarsam- „ tök, þar á Tneðal Búnaðar- samband Kjalarnesþings og Búnaðarsamband Borg- arfjarðar, hafa samþykkt tillögur, þar sem hvatt er til þess, að unnið sé að i eflingu stéttarsamtaka I bænda á grundvelli þeirra | búnaðarsamtaka, sem fyr- I ir eru. \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.