Tíminn - 27.07.1945, Síða 2

Tíminn - 27.07.1945, Síða 2
2 TÍJMITNTV. föstMdaginn 27. júli 1945 56. blað Föstudagur 27. júlt Konungs orð * Sjálfsagt er ekki ofsögum sagt af þelrri harðstjórn og kúgun, sem margar þeirra þjóða, er Þjóðverjar undirokuðu á megin- landi Evrópu, hafa átt við að búa. Það er þess vegna ekki heldur að undra, þótt alþýða manna í þessum löndum leggi þungan hug á Þjóðverja og þá menn, sem gerzt hafa handbendi þeirra á styrjaldarárunum. Við íslendingar skiljum ekki til fullnustu hugsunarhátt þessara þjóða, sem eftir mörg þungbær ár hafa losnað undan farginu, en við getum þó gert okkur í hugarlund, hvað undir niðri býr. En í þessu mjög svo skiljanlega og eðlilega hatri, er fólgin mikil hætta — hætta á því, að eftir- leikurinn verði grimmúðlegri en giftusamlegt er og marg- ir saklausir menn verði að gjalda þess, eins og ekki munu ófá dæmi víða um lönd þessa síðustu mánuði. Það vakti því aðdáun margra, er einn ágætur sonur þeirrar þjóðar, sem hvað harðast var leikin af hervaldi nazismans, norski kirkj uhöfðinginn Berg- grav biskup, reis upp fyrstur manna til þess að bera fram kröftug mótmæli gegn því, að aftökum yrði beitt vegna af- brota á styrjaldartímanum. Hafði hann þó sjálfur orðið þunglega fyrir barði þessara manna og þá ekki síður sú stofnun, er hann hefir helgað líf sitt og starf. Nú nýlega hefir heyrzt önnur norræn rödd, sem vakið hefir at- hygli vítt um lönd. í þetta skipti kvaddi sér hljóðs Kristján X. konungur Dana. Fyrsti lífláts- dómurinn fyrir landráð á her- námsárunum hafði verið kveð- inn upp, og var það í fyrsta sinn í meira en hálfa öld, að maður hafði verið dæmdur til dauða í Danmörku. Konungur neitaði að staðfesta dauðadóma. Um svip- að leyti bárust fregnir um það, að her og lögregla hefði neitað að framkvæma aftökur. Enginn skyldi gera lítið úr því fargi, sem hvílt hefir á þeim norrænum þjóðum, sem Þjóð- verjar brutu undir s%, né þeim sárindum og raunum, sem þær hafa orðið að þola í þessu striði. Og þegar litið er á málin í ljósi allra þeirra ofbeldisverka, sem á þeim hafa unnin verið á und- anförnum árum, skilst fyrst, hve þeim tveim norrænu höfð- ingjum, andlegum og veraldleg- um, er sagt hafa sitt orð í þess- um málum, hlýtur að vera runn- in í merg og blóð vestræn mildi í réttarfari og virðing fyrir mannslífum. Víða um heim er beitt þeim hefndum og þær aðferðir í há- vegum hafðar, að flestum, sem fjær standa, blöskrar, eins og þegar fallnir andstæðingar eru látnir liggja á torgum úti, svo að múgurinn geti troðið á líkum þeirra og hrækt á þau, eða jafn- vel hengdir upp á fótunum við hin fjölförnustu stræti, svo sem, gert hefir verið á Ítalíu. í huga manna er sú spurn, hvort þetta og annað eins geti í raun og veru verið gæfuvegurinn — sá grund- völlur, sem traustur megi verða undlr réttlæti og friði framtíð- arinnar. Það þykir ótrúlegt. Og því koma orð hins danska kon- ungs eins og geisli úr skýjarofi. Þau eru boðskapur, sem hafinn er yfir heiftaræði stríðs og hörmunga, fullkomin andstæða mannfyrirlitningar og mann- haturs — sá andi, sem heiminum er sennilega mest þörf á eftir hið mikla blóðbað. Þau eru konungs orð. „Sprengiefnið” Öllum er enn í fersku minni afsökun Péturs Magnússonar í áburðarverksmiðjumálinu í vet- ur, þegar hann fullyrti, að hér væri um framleiðslu á sprengi- efni að ræða, sem öllum gæti stafað hin mesta hætta af. Með þessu hélt hann, að auðvelt væri að spara ríkissjóði þær tvær Á víðavangi Flugferðir til Austurlandsins. Eins og kunnugt er, hóf Flug- félag íslands áætlunarflugferð- ir til Egilsstaða á Völlum nú í vor. Bætti þetta mjög úr hinni brýnustu þörf um farþega- flutning milli Reykjavíkur og Austurlands, þótt þ>ví færi fjarri, að ferðirnar væru nægj- anlega margar til þess.að full- nægjandi mætti teljast. Þessi nýja samgöngubót mun áreið- anlega hafa vakið almenna á- nægju austur þar og jafnframt von um að áframhald og aukn- ing yrði á flugferðunum. Hafa því vonbrigði margra orðið mik- il, þegar þessar ferðir lögðust niður, eftir að flugvélin brann í Borgarfirði nú fyrir skömmu. Er þess að vænta, að Flugfé- laginu takist sem fyrst að út- vega.nýja flugvél eða flugvélar, svo að hægt verði að tiefja flugferðir á ný til Egilsstaða og bæta þannig úr mjög aðkall- andi þörf fyrir bættar samgöng- ur milli höfuðborgarinnar og þessa mikla héraðs. Vaxandi áhugi. Svipaðar kröfur til flugsam- gangna munu mörg önnur hér- uð og landshlutar gera. Flug- vélin er, hvað hraða og þægindi snertir, fullkomnasta sam- göngutækið, sem við eigum völ á, og það er því ekki að undra, þótt uppi séu margar raddir um það, að notfæra þessa sam- göngubót sem bráðast og bezt, Margir ungir íslendingar hafa líka sýnt, að þeir skilja tím- anna tákn. Þeir hafa hópum saman ráðizt í dýrt flugnám, flestir í annarri heimsálfu, og margir þeirra eru þegar komnir heim til starfa. Það ætti því ekki að vera hörgull á dugandi flug- mönnum, þótt flugvélum fjölg- aði stórlega og flugsamgöngur færðust stórum í aukana. Og nú er verið að stofna innlendan flugskóla, og það jafnvel tvo, þar sem menn geta öðlazt þá þjálfun, er þarf til þess að „stjórna í loftinu". Þar með er lagður grundvöllur að því, að litlar flugvélar komizt hér í einkáeign, enda munu slíkar flugvélar alls ekki dýrar, miðað við verð, sem við eigum orðið að venjast á hlutunum. Næsta á- takið er að fjölga lendingar- stöðunum og bæta þá, svo að notin af flugvélunum geti fallið sem flestum í skaut. Á þessu er einnig mikill og vakandi áhugi. Eftir líkum að dæma virðist svo sem flugvélar muni að verulegu leyti taka við mannflutningum á næstu árum, svo fremi sem þolanlega verður á þessum málum haldið af hálfu stjórn- arvaldanna, greitt fyrir inn- flutningi flugvéla, stuðlað aö fjölgun flugvalla og annað því um líkt. Við skulum vona, að „nýsköpunar“-stjórnin láti ekki sitt eftir liggja í því efni, þótt hún líti smáum augum á út- kjálkana og þarfir þeirra. Ólíkt höfumst viff aff. Frá Danmörku hafa þær fregn- ir borizt, að danska þingið hafi einróma samþykkt nýja pén- ingalöggjöf. Jafnframt er gefin sérstök heimild íil þess að rann- saka reikningshald og verzlun- arbækur fyrirtækja og grafast fyrir um hvers konar eignir manna. Er þetta gert til þess að koma í veg fyrir hugsanleg skattsvik gróða- og eignamanna. Hér á landi er allt öðru vísi á málum haldið. Hér er við völd fjármálaráðherra, sem gekk fram fyrir skjöldu, rétt áður en hann tók við embættinu, til þess að andmæla því, að skattayfir- völdin væru að hnýsast óþarf- lega mikið í fjármál borgaranna eða gera sér rellu út af því, þótt einstakir menn ættu í bönkum eða verðbréfum stórar fjár- milljónir, sem fyrrverandi stjórn hafði sett á fjárlögin sem fyrsta stofnframlág ríkisins til þessa mannvirkis. Hann ætlaði bænd- ur svo auðtrúa, að þessi afsök- un gæti leyst hann og stjórnina frá málinu um sinn. Nú hefir Jón bændakvislingur á Akri nýlega bætt því við, að áburðarverksmiðjumálið sé. nýtt karakúlmál, þ. e. a. s. að áburð- arverksmiðja sé fjárhagslega eins hættuleg íslenzkum land- búnaði og karakúlpestin. Minna má ekki gagn gera. Allt átti þetta svo að tákna umhyggju Framsóknarflokksins fyrir bændum. Svona væri hún. í staðinn fyrir áburð, skyldu bændur fá stórhættulegt og rán- dýrt „sprengiefni.“ Stjórnarlið- ið drap svo áburðarverksmiðju- máíið á þessum forsendum í þinginu í vetur. Það kaus heldur að nota þessa mótbáru, þótt fá- ránleg væri, en segja bændum þann sannleika, að það væri ekki á stefnuskrá stjórnarinnar að veita fé ríkissjóðs til fram- faramála bændastéttarinnar. Enda hafði atvinnumálaráð- herra lýst yfir því í útvarpsræðu, að stjórnin væri mynduð gegn bændum, a. m. k. meðan þeir fylgdu Framsóknarflokknum að málum. Bændur voru ekki jafn auð- trúa og stjórnarliðið hugði. Á- burðarsala ríkisins fékk um 1000 smálestir af áburði þessum (ammoniumnitrat) um miðjan vetur ’og geymdi hann fram undir vorið. Geymsluþol hans virtist vera ágætt, og komu eng- ir gallar í ljós við geymsluna. Bændur óskuðu mjög eftir að fá nokkuð af þessari áburðar- tegund í vor og var henni dreift um allt landið. Nú er árangurinn sem óðast að koma í ljós. Berast hvaðan- æva þær fréttir, að áburðurinn skili ágætri sprettu og hafi að engu leyti brugðizt vonum manna, þrátt fyrir miðlungi hagstætt tíðarfar í vor. Bændur munu því enn í haust herða sóknina fyrir þessu mikilvæga framfaramáli landbúnaðarins. Þeir hafa ekki látið neinar for- tölur né hindurvitni hræða sig og því haldið kröfunni um bygg- ingu áburðarverksmiðju sleitu- laust fram. Hafa bændur tæp- ast komið svo saman til funda- halda, að þeir hafi ekki gert samþykktir um, þar sem krafizt er að þegar yrði hafizt handa í þessu máli. Fundir þessir eru einkum fundir búnaðarfélag- anna og kaupfélaganna, sýslu- nefnda ýmsra og þing- og hér- aðsmálafundir. Standá) þúsundir manna að baki þeim fulltrúum, er nefndar samþykktir hafa gert. Fer því áreiðanlega að verða erfitt fyrir stjórnarliðið að halda málinu niðri. Undanbrögð stjórn arliðsins í þessu máli og allar ógnanir um „sprengiefni“ eru hinar vítaverðustu og hafa þeg- ar hlotið hæfileg svör frá bænd- um. Lokasvörin eru þó eftir og þau, sem ættu að verða eftir- minnilegust. Ef íslendingar geta ekki fram- leitt köfnunarefnisáburð, eru þeir áreiðanlega ekki þéss um- komnir að reka neinn iðnaðýsem máli skiptir. Til áburðarfram- leiðslu þurfa þeir ekki annað en raforkuna, andrúmsloftið og vinnuaflið. Um allt þetta ættu þeir að geta orðið samkeppnis- færir við aðrar þjóðir og vel það. Um áburðarþörfina þarf ekki að fjölyrða. Ef hinar mörgu skurð- gröfur og aðrar landbúnaðarvél- ar, sem teknar hafa verið í notkun síðustu árin og aukast væntanlega, þá ætti öllum að vera ljóst, að áburðarþörfin margfaldast frá því sem nú er. Sú stefna ryður sér áreiðanlega til rúms að afla sem mestra heyja á ræktuðu landi, og frum- varp það, sem Framsóknarflokk- urinn hefir flutt á Alþingi um 10 ára áætlun í ræktunarmál- um, stefnir að því marki. Það er alveg sama, hvernig á þetta mál er litið. Allt styður að þeirri miklu þörf, sem á því er, að landsmenn byggi áburðar- verksmiðju, því með framleiðslu köfnunarefnisáburðar ættu þeir sízt að vera komnir upp á aðrar þjóðir. Þess verður því að vænta, að næsta Alþingi sjái sóma sinn í því að hrinda áburðarverk- smiðjumálinu í framkvæmd. Hér er krafa^sem lengur verður ekki hægt að vísa á bug og öll bænda- stétt landsins stendur að. hæðir, sem hvergi kæmu fram. Og það var ekki óvirðulegri vettvangur en sjálft ríkisút- varpið valinn til þess að koma þessum boðskap á framfæri. Af slíkum manni þarf eigendum dulinna eigna ekki að standa mikill stuggur. Hann hefir verið þeirri stefnu sinni trúr, þótt hann hafi á hinn bóginn látið sér nægja að fullyrða, að stefna ríkisstjórnarinnar í fjármálum stefndi beint að hruni, án þess að gera neitt til þess að spyrna fótum við. Afleiðingar af þessu viðhorfi stjórnarvaldanna til skattaframtals og eftirlits með því finna svo almennir borgarar hér í Reykjavík bezt, þegar þeir koma niður í bæjarstjórnar- skrifstofurnar til þess að borga útsvarið sitt. Þá eru þeir að sín- um hluta að leysa þá af hólmi, sem í skjóli síns milda fjármála- ráðherra hafa komizt upp við að draga undan í framtölum sín- um. Þau hafast því sannarlega ólíkt að, stjórnarvöldin dönsku og íslenzku. Eftirlit meff skattaframtölum. Um það ástand, sem ríkir í þessum efnum,tjáir ekki að saka skattánefndir né skattstofu. Ef skerpa ætti eftirlitið, verða að koma til heimildir og fyrir- mæli annarra aðila, þ. e. þings og stjórnar. En slíkt hefir stjórn- arliðið forðast einfe og heitan eldinn, þótt vitað sé, að þessi síðustu veltiár hafi skapað alveg nýtt viðhorf á þessu sviði og þeir, sem telja sómasamlega fram, séu nú beittir meira mis- rétti heldur en nokkurn tíma hefir áður átt sér stað. Og svo væri ef til vill leyfilegt að álykta sem svo, að það hefði ekki bein- línis ýtt undir menn við fram- tölin í vetur, að setztur var á stól fjármálaráðherra maður, sem fyrir skömmu hafði sérstaklega fundið sig knúinn til þess að berjast gegn því, að ljóstað yrði (Framhald á 7. síðu) ERLENT YFIRLIT Huldir Ijársjóðir Þýzkalandí 1 í brezkum og amerískum blöð- um hefir undanfarið verið skýrt frá fundum ýmissa fjársjóða í Þýzkalandi, er nazistar höfðu falið á hinum ólíklegustu stöð- um. Þannig fundu amerískir her- menn í litlu austurrísku þorpi, nokkra poka, sem í var gull, um 50 þús. dollara virði. Hafði fjár- sjóðurinn verið grafinn niður í heystakki. Þegar amerískir hermenn voru að rannsaka saltnámur nokkrar í nánd við Merkers í Thiiringen, fundu þeir geysimikla fjármuni í gulli, erlendum gjaldeyri, mál- verkum og dýrmætum handrit- um. Allt þetta var vandlega fal- ið. Verðmæti gullforðans eins nam 100.000.00 dollurum. En auk þess voru þarna 1000 kassar full- ir af málverkum og myndastytt- um, 150 kassar af skrautlegum vefnaði og um 120 smákassar, er höfðu inni að halda meðal annars mikið af frumhandrit- um Johans Wolfgangs og Goet- hes. Al^ir þessir fjársjóðir eru taldir um 2000.000.000 dollara virði. Listmunir, sem taldir eru vera 200.000.000 dollara virði voru grafnir upp úr gömlum kopar- námum við Siegen. Þar voru verk eftir frægustu málara heimsins svo sem Rembrandt, Reubens, Van Dyck og fleiri. Ennþá auðugra dýrgripasafn hefir fundist í köstulum í Þýzka- landi. í Hungen-kastala við Gi- essen fundust mörg dýrmæt listaverk Gyðinga og verðmætar bækur, en í þeim kastala hafði dr. Alfred Rosenberg aðalaðset- ur fyrir Gyðingaofsóknir sínar og and-gyðingaáróður. Nazistarnir söfnuðu listaverk- um um alla Evrópu, þar sem þeir náðu til. Mikið samansafn af listaverkum víðs vegar úr Ev- rópu fannst í kastala í Neusc- hwanstein. Þessi mikla mann- lausa bygging var yfirfull af listaverkum, svo sem málverkum heimsfrægrá meistara, dýrmæt- um gimsteinum, gömlum klukk- um, útskornum húsgögnum, er Maria Antoinette hafði átt á sín- um tíma, fjölda myndastytta, handrita o. fl. Nokkur listaverk- anna þarna eru um 1.000.000 dollara virði hvert, en verðmæti alls þess, er þarna er saman- komið er ekki hægt að ákveða, enda eru þar daglega að finnast ýmiss konar verðmæt listaverk. Seint í maí rákust amerískir hermenn á járnbrautarlest í Þýzkalandi, sem í voru 50 vagn- ar hlaðnir gullforða, gimstein- um og gömlum dýrmætum hús- gögnum. Farmurinn var nokk- urra milljóna dollara virði. Þarna var meðal annars saman- kominn gullforði nokkurra borga Ungverjalands. Um sama leyti fann önnur amerísk hersveit 30.000.000 dollara í gulli, 26 kassa af gimsteinum og listaverkum uppi á fjallstindi einum í aust- urrísku Ölpunum. Dýrmætustu bækur hins mikla háskólabókasafns í Munich höfðu verið faldar á eyðistað einum, um 30 mílur frá borginni. Bækur þessar eru margra milij. dollara virði. Þegar hin stórkostlega loftá- rás var gerð á Berchtesgaden var hin skrautlega einkalest Görings i öruggu byrgi þar skammt frá, hlaðin dýrmætum listaverkum, sem talin eru um 500.000.000 dollara virði. Stærsti fjársjóður sem Banda- menn hafa fundið í Þýzkalandi er þó fjársjóður sá, er fannst í Regensburg banka. Verðmæti hans er talið nema milli 4.000. 000.000 og 5.000.000.000 dollara enda er þar um að ræða nær því alla fjármuni Austurríkis og mikið er þar einnig, sem stolið hefir verið frá kirkjum víðs veg- ar um þriðja ríkið. Margar tilgátur hafa komið fram um það, hvers virði öll þau verðmæti eru, sem fundist hafa í Þýzkalandi og mestmegnis hef- ir verið rænt frá herteknum löndum. Talið er, að einungis listaverkin, sem fundizt hafa (Framhald á 7. síðu) m>m NA6RANNANNA Vísir vék fyrir nokkru að ástandinu í áfengismálunum hér í bœnum. Er frásögn blaðsins byggð á upplýsingum lögreglustjórans. Þar segir svo: „Handtökur vegna ölvunar á al- mannafæri skipta hundruðum, það sem af er þessum mánuði einum. Auk þess hefir lögreglan verið köll- uð daglega og oft á dag til þess að stilla til friðar í heimahúsum vegna ryskinga og slagsmála, sem til er stofnað í ölæði. Lögreglustjóri sagði ,að öll húsa- kynni lögreglunnar væru yfirfull og langt fram yfir það. Svo væri fólk að kvarta undan skeytingar- leysi lögreglunnar af ölvuðum mönnum. En eins og ástandið er nú í húsnæðismálum lögreglunnar er ekki nokkur ieið að skjóta skjóls- húsi yfir aðra en þá, sem allra ömurlegast er ástatt um. Vegna þessa og vegna þess, hvað lögreglu- störfin í bænum eru yfirleitt orðin umfangsmikil, verður ekki hjá því komizt, að byggja nýja lögreglu- stöð í Reykjavík á næstunni. * * * Óskar Halldórsson útgerðarmaður er nýkominn heim af Norðurlöndum. Birti Morgunblaðið viðtal við hann á þriðjudaginn. Þar segir svo meðal ann- ars: „Þegar ég var i Danmörku voru viðskiptahorfurnar þessar: Það var engin formleg gengisskráning. Út- flutningsleyfi á dönskum vörum sem ófáanlegt og innflutningsleyfi því síður, t. d. íslenzkar afurðir, þótt þeir vildu kaupa þær. Danir eiga um 1000 fiskibáta, sem geta stundað fiskiveiðar... Þegar stríðinu lauk hugsuðu Danir sér að selja sinn fisk til Englands, en þeir fengu ekki að landa þar fiski í byrjun júlí og ekki heldur í Hol- landi eða Belgíu. Þjóðverjar keyptu ekki neitt eftir stríðslokin, en að- eins nokkur bílhlöss af fiski fóru daglega frá Esbjerg til Bandamanna í Þýzkalandi. — Dönum líkaði illa að fá ekki að selja fisk sinn í Eng- landi. Var höfnin 1 Esbjerg full af fiskiskipum, sem ekkert var hægt að nota. Nokkur skip reru til þess að fá í soðið handa Dönum, en fiskverðið var lágt, 20—30 aura kílóið af • ýsunni, þorski og rauð- sprettu. Ég frétti eftir að ég kom til Svíþjóðar, að Danir fengju að landa í Englandi eina veiðiferð á mánuði af um helmingi vélbáta- flota síns. — Þessi veiðiför tek- ur um 8—12 daga fyrir flesta bát- ana ,hinn tímann verða þeir að liggja aðgerðarlausir. Ég talaöi í síma við nokkra vini mína í Noregi, sem eru útgerðar- menn. Þeir mændu yfir til enska fiskmarkaðsins og vonuðust til að fá að laiyja fiski þar. — Þeir eiga ennþá mikinn fiskiflota ,en vantar kol og olíu. Mitt sjónarmið er þetta: Pengju Danir, Svíar og Norðmenn að landa fiski óhindrað í Englandi, kolfélli markaðurinn og gerir kannske hvort sem er, því að fiskigengdin er svo mikil í Norðursjónum. — Viðbárur Englendinga voru þær, að þeir hefðu ekki fólk og flutningamögu- leika fyrir þenna mikla fisk.“ Enn segir Óskar Halldórsson í þessu viðtali: „Svipaða sögu má segja af vél- bátaútgerð Svía. — Þeir hafa aflað vel undanfarið. Byggt mikið af 50 —60 smálesta vélbátum með afl- miklum vélum en verið olíulausir, eða notað svonefnda tjöruolíu. Hefir það gefist sæmilega Miklar hömlur voru Englendingar að setja á lönd- un fisks frá Svíum. Var það að stöðva sænsku útgerðina. Kunna Svíar þessu illa og stóð til að þeir gerðu verkfall í dag, ef þeir fengju ekki ríkisábyrgð fyrir fiskverðinu. Fjöldi íslendinga voru staddir í Svíþjóð til þess að kaupa nýlega og notaða báta. Var búið að kaupa til landsins 9 slíka báta þegar ég fór frá Svíþjóð í fyrradag. Nokkrir þeirra eru þegar komnir til lands- ins, aðrir eru á leiðinni. Verðlag á þessum bátum er dálítið misjafnt, en er þó lágt, miðað við byggingar- verð hér heima. Þetta eru aðallega 50—60 smálesta bátar. Nokkrir þeirra eru ágætir ,með aflmiklum vélum og góðir sjóbátar eru þeir. Ég býst við, að smálestin í þeim kosti hingað komin 4—5 þúsund krónur. Sjálfur ætlaði ég að kaupa 6 báta fyrir kunningja mína hér, sem allt eru þrautreyndir útgerðar- menn. En ég hætti við kaup bát- ánna eins og stendur, því að ég þykist þess fullviss, að bátaverð falli næstu mánuði, vegna erfíð- leika á sölu fisks eins og áður er sagt. í haust eigi að vera hægt að fá 1—4 ára gamla báta, komna hing að til landsins fyrir um 4 þúsund krónur smálestina. Og geri ég þá ráð fyrir, að nauðsynlegar breyt- ingar hafi verið gerðar við okkar hæfi ,og eru þær innifaldar í verð- inu.“ Að því er ráða má af þessu viðtali, er Óskar Halldórsson ekki jafn bjart- sýnn á það og blessuð dýrtíðarstjórn- in okkar, að Bretar hugsi sér að kaupa fisk af öðrum þjóðum með yfirspenntu verði í framtíðinni. * * * „Víkverji" víkur nokkuð að landsím- anum í pistlum sínum í Morgunblað- inu á miðvikudaginn. Um símastúlk- urnar kemst hann svo að orði: „Úr þvi ég fór að minnast á starfsfólk símans, þá get ég ekki með öllu gengið fram hjá síma- stúlkunum. Við blaðamennirnir þurfum svo mikið á aðstoð þeirra að halda og kvabbið er oft marg- víslegt. En það er nær undantekn- ingarlaust, að þær gera manni glatt í geði með kurteisum tilsvör- um og vilja á því að gera það, sem hægt er. Er það oft ekkl auðvelt eins og nú er hlaðið á línurnar. Einu sinni kom ég inn á símstöð hér og sá stúlkurnar vinna. Þeir, sem kvarta undan svolítið óþolin- móðri rödd símastúlku endrum og eins, hefðu gott af því, að líta þar inn. Ég verð að segja fyrir mig, að ég myndi ekki halda geðprýði minni lengi ,ef ég ætti að starfa þar og er ég þó ýmsu vanur, bæði til sjós og lands." Þetta eru orð, sem ég viss um, að allir íslenzkir blaðamenn geta tekið undir. Við erum allir þakklátir síma- stúlkunum fyrir lipurð þeirra og kurteisi, þrátt fyrir óskaplegt annrikl. og arg.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.