Tíminn - 27.07.1945, Page 6

Tíminn - 27.07.1945, Page 6
6 TlMEVIV, föstndaghm 27. jnlí 1945 56. blafl FIMMTUGUR; Fjórðungssamband Kolbeínn Krístinsson bóndl að Skriðulandl I Kolbelnsdal. Vammlausum hal og vítalausuni ílelna vant er el, boglist þarf hann ei a5 reyna, banvænum þarf hann oddum eiturskeyta aldrei að beita. Ef ég ætti að nefna vamm- lausan mann, mundi Kolbeinn á Skriðulandi koma mér fljótt í hug, og þessa vísu þeirra Hor- asar og gamla Gríms set ég jaínan í samband við hann. En því get ég þessa hér, að Kolbeinn á fimmtugsafmæli á morgun, og má þá ekki minna vera en að ég sendi honum kveðju mína, svo vel hefir með okkur verið frá öndverðu. Kolbeinn er fæddur að Þúfum i Óslandshlíð í Skagafirði 7. júlí 1895, sonur hjónanna Hallfríðar Jónsdóttur og Kristins Sigurðs- sonar, er bæði voru hinir mestu sæmdarmenn, og var einkabarn þeirra. Fluttist hann ungur með þeim að Skriðulandi í Kolbeins- dal, og síðan hefir hann átt þar heima nema örfá ár, er hann bjó að Hofi í Hjaltadal. Má því með réttu kenna hann við bæ sinn. Kolbeinn gekk í Hólaskóla ung- ur, enda átti hann um skamman veg til að sækja. Árið 1923 kvæntist hann Kristínu Guð- mundsdóttur, hæglátri konu, en ágætri, og reisti bú á Skriðu- landi móti foreldrum sínum, en þau lifðu til hárrar elli, og er Kristinn dáinn fyrir skömmu, en Hallfríður enn á lífi. Ævi Kolbeins hefir ekki verið marg- breytt hið ytra né atburðarík eftir því sem nú er talið ,en það hygg ég víst, að hið inrira með sér lifi hann miklu auðugra lífi og fjölbreyttara en allur þorri manna. Hann er maður gáfaður af sjálfum sér, gjörhugull og stálminnugur, enda ágæta vel að sér, einkum á sviðum sögu og ættfræði. Ekki er hann hlut- deilinn um opinber mál, eins og títt er um slíka menn, en hvert nýmæli, er til heilla horfir, á vísan liðstyrk hans, enda hefir hann ekki komizt hjá því að taka drjúgan þátt í félagsmál- um sveitar sinnar og héraðs. En þessir kostir þykja mér þó ekki mestu skipta um Kolbein, heldur hitt, hve vammlaus hann er og góður, gegn og hlýr. Ég hefi fáa menn þekkt jafngrandvara til orðs og æðis. Hann hallar, held ég, aldrei að öðrum, en færir allt til betri vegar fyrir þeim. Þó skyldi enginn ætla, að hann sé neinn rati á menn. Þvert á móti. Hann skilur þá svo vel, vastur þeirra og sorgir, kosti þeirra og galla, að hann fyrirgefur þeim í lifanda lífi, en það gera fáir. Ekki er Kolbeinn ríkur maður á veraldarvísu, en á þó gott bú og leggur mikla alúð við það sem annað. Honum þykir vænt um bústofn sinn að eðli og sið hinna beztu bænda, en þó ekki vegna fjárhlutarins svo mjög, heldur af hinu, að skepnurnar eru lifandi verur, sem veita hon- um uppeldi og eiga allt undir trúnaði hans. Kolbeinn á Skriðulandi hefir ekki gert víðreist um dagana. Þó kom hann hingað suður hér um árið, og þá var ég svo hepp- inn, að hann dvaldist hjá mér fáeina daga,:— og þó of fáa, því að mér þötti sem fyrr gott að eiga við hann orðræður, og öllu mínú fólki fannst eitthvað barnslega hreint og gott vera j afnan í för með honum, en slíkt er aðall hinna vitrustu manna og beztu. Reykjakotl, 6. júlí 1945. Pálmi Hannesson. Jónasar Hallgrímssonar mínnst í Kaupmannahöín Á aldarártíð Jónasar Hall- grímssonar 26. maí gengust ís- • lendingafélagið, Fræðafélagið og Félag íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn fyrir athöfn við leiði skáidsiris. Vorú lagðir blóriisveigar, skreyttir íslenzkum fánalitum, á leiðið, en Jón Helga son prófessor flutti þetta ávarp: „Langt frá þinna feðra fold, fóstru þinna ljóða, ertu nú lagður lágt í mold, listaskáldið góða. Hinri 31. dag maímánaðar ár- ið 1845 komu saman á þessum stað „í góðu veðri og blíða sól- skini“ flestallir þeir íslending- ar, sem þá voru í Kaupmanna- höfn, og báru líkkistu til þess legstaðar, þar sem nú stöndum við. Þeir voru að jarða þann fé- laga sinn, sem einn hafði verið fær um að fella í mót hins lífi gædda ljóðs ,og um leið að hefja og göfga, tilfinningar og hug- renningar sínar og þeirra: vin- áttuna, ástina, einstæðingsskap- inn, heimþrána, drauminn um ættjörðina, um glæsileik forn- aldar hennar, um nýja viðreisn hennar, um tign og fegurð nátt- úru hennar. Og eins og einn þeirra, sem við voru staddir, komst síðar fagurlega að orði, „hörmuðu þeir forlög hans og tjón ættjarðar sinnar, hver sá mest sem honuiri var kunnug- astur og bezt vissi hvað í hann var varið.“ Sami maður bsptir því við ,að það, sem eftir hinn látna liggi, muni lengi halda uppi nafni. hans á íslandi, en svo ágætt sem margt af því sé, megi ]dó fullyrða að flest af því komizt í engan samjöfnuð við það sem í honum bjó, og,að það geti ekki sýnt til hlítar, hvílíkur hann var sjálfur í raun og veru. Því að Jónas Hallgrímsson var ekki nema á 38. aldursári þegar hann hlaut að kveðja þenna heim, og skáldið hafði enginn lánsmaður verið á veraldarvísu, mun ekki einu sinni hafa átt fyrir útför sinni. Það er eins og hvert annað eðlilegt framhald hann hefir ékki fengið að byggja þess auðnulitla æviferils, að einn sinn hinzta bústað, heldur hefir öðrum tvívegis verið feng- in gisting í sama rúmi. Um langan aldur hefir öll ís- lenzka þjóðin fundið til hins sama og þeir fulltrúar hennar, sem fyrir hundrað árum fylgdu skáldi sínu til grafar. Hún hefir kunnað og elskað kvæði hans, þekkt og harmað örlög hans. Og í dag, þegar allt er að vísu öðruvísi umhorfs á íslandi en nokkur maður gat þá gert sér í hugarlund að verða mundi, leita margir hugir þaðan til þessa staðar. Þeir leita hingað í þakklæti fyrir það, sem hon- um auðnaðist að yrkja, blöndnu söknuði þess, sem okkur finnst hann hefði getað afrekað, ef ör- lögin hefðu verið hagstæðari honum og okkur. Það hefði átt vel við að auðkenna lejði hans með íslenzkum1 villiblómum, þar sem bæði væri fífill úr haga og rauð og blá brekkusóley. En úr því að þess er ekki kostur, verða lagðir hér tveir sveigar úr hér- lendum blómum. Annar er frá sendiráði íslands, svo sem fyrir hönd íslenzku þjóðarinnar allrar og sýnilegt tákn þeirra hugsana, sem fljúga í dag yfir óravegu hafsins. Hinn er frá íslending- ym í Danmörku, sem þykjast eiga sitt sérstaka tilkall til Jón- asar Hallgrírrissonar, bæði í skammdegiseinverunni, þegar þeir skilja vísurnar ■ „Enginn grætur íslending“ öllum mönn- um betur, og í vorblíðunni eins og nú, þegar þeim verður helzt á munni „Nú andar suðrið sæla vindum þýöum.“ f I Vinir Tímans . Útvegið sem f.lestir ykkar einn áskrifanda að Tímanum og lát- ið afgreiðsluna vita m það sem fyrst. Áskriftarverð i Reykjavík og Hafnarfirði er 4 kr. á mánuði. Áskriftarsími 2323. Norðlendínga Fjórðungssambánd Norðlend- inga var stofnað á Akureyri 14. júlí og hið fyrsta þing þess háð 14. og 15. júlí s.l. Undirbúnings- nefnd, kjörin af fundi presta, kennara og leikmanna 1944, sem Páll Þorleifsson, þrestur að Skinnastað, séra Friðrik Rafnar, Akureyri og Snorri Sigfússon,' námsstjóri skipuðu, höfðu boðað til stofnfundarins og ritað öllum sýslú og bæjarfélögum norðan- lands og óskað eftir að þau kysu 2 menn hvert, og jafnframt var öllum bæjarfógetum og sýslu- mönnum fjórðungsins boðið á fundinn. , Því nær öll sýslu- og bæjarfé- lög kusu fulltrúa og mættu flest- ir þeirra á stofnfundi. Þingið, setti séra Friðrik Rafnar, vígslu- biskup^ en forsetar voru þeir Einar Árnason, Eyrarlandi, Guð- brandur ísberg sýslumáður, Blönduósi og Þórarinn Eldjárn, Tjörn, en ritarar Jón Gauti Pét- ursson, Gautlöndum og Gunnar Grímsson, kaupfélagsstj., Skaga- strönd. / Skagfirðingar höfðu kjörið fulltrúa ,en þeir gátu ekki mætt, og engir fulltrúar komu frá Siglufirði né Vestur-Húnavatns- sýslu. Sambandið setti sér lög og fundarsköp. Skal þingið haldið árlega, sem 'mest til skiptis inn- an fjórðungsins. Tilgangi sambandsins er svo lýst í 2. grein laganna: „Höfuð markmið sambandsins er að sameina sýslu- og bæjar- félög Norðlendingafjórðungs um menningar- og hagsbótamál- efni hans og stuðla að því að félögin komi fram sem heilid út á við, b^geði þegar um sam- eiginleg framfaramál þeirra er að ræða, og einnig til stuðnings velferðarmálum einstakra sýslu- og bæjarfélaga, eftir því sem við verður komið. Sérstaka áherzlu vill sam- bandið leggja á að vinna að varðveizlu sögulegra minja inn- an fjórðungsins og annarra þeirra tengsla milli fortíðar og nútíðar, sem hverri menningar- þjóð eru nauðsynleg.1* Eftírfarandi till. voru sam- þykktar á þinginu: - a. „Fjórðungsþing Norðlend- inga skoraf á hreppsnefndir, sýslunefndir og bæjarstjórnir norðanlands að leggja fram nokkra upphæð, hverjar um sig, til myndunar minjasafns innan fjórðungsins. Sé sem fyrst haf- izt handa um söfnun gripa til minja um atvinnurekstur og hí- býlaháttu horfinna kynslóða, er séu í varðveizlu viðkomandi sýslu- og bæj arfélaga, unz þeim er fenginn samastaður til fram- búðar.“ b. Fjórðungsþing- Norðlend- inga telur að stefna beri að því, að árlega sé haldin innan fjórð- ungsins námskeið í meðferð bátavéla og bifreiða, og próf í bessum greinum séu tekin norð- anlands að loknu námi og próf- skírteini veitt af hlutaðeigandi prófdómendum.“ - c. „Fj órðungsþing Norðlend- inga vill styðja þá hugmynd Skagfirðinga, að Jóni Arasyni verði reistur veglegur minnis7 varði á Hólum fyrir 1950, og skorar á alla Norðlendinga rið taka höndum saman og leggja (fram fé í þessu skyni, og það svo ríflega, að það megi verða 'andsfjórðungnum til sóma, og vottur þess, að Norðlendingar kunni að meta minningu þessa norðlenzka höfðingja.“ d. „Fjórðungsþing Norðlend- inga felur framkvæmdaráði að leita til sýsluriefnda og bæjar- stjórna um árlegt fjárframlag til- þess að afla afrita af öllum prestsþjónustubókum þjóðskjala safnsins. Sé þetta upphaf skjala safns Norðlendinga, er varðveit- ist sem deild við Amtsbókasafn- ið á Akureyri." Flutningsmenn að framanrit- uðum tillögum voru sr. Páll Þor- leifsson og Snorri Sigfússon. e. „Fjórðungsþing Norðlend- inga, háð á Akureyri 14. og 15. júlí 1945, lýsir ánægju sinni yf- ir því að stofna á fullkomið fjórðungssjúkrahús á Akur’eyri, og heitir á alla aðila að vinna kappsamlega að fullnaðarúr- 'ausn þessa mikla velferðamáls fjórðungsins, og reyndar lands- ins alls. Skorar þingið á bæjar- stjórnir og sýslunefndir að styrkja málið með fjárframlög- um, eftir því sem efni standa tii. Ennfremur beinir þingið þeirri ósk til fulltrúa sinna og áöurnefndra héraðsstjórna, að beit% sér fyrir almennum sam- skotum um Norðurland í því skyni að hrinda máfinu sem fyrst og öruggast í framlívæmd.“ Flutningsmaður tillögunnar: Brynjólfur Sveinsson. f. „Þing fjórðungssambands Norðlendinga, haldið á Akureyri 14. og 15. júlí 1945, leyfir sér að skora á ríkissjórn íslands að beita sér fyrir því að sem fyrst verði afnumdar allar hömlur stríðsáranna, er torvelda frjálsa vöruflutninga að og frá landinu. Jafnframt skorar þingið á Eim- skipafélag íslands að hefja aftur beina vöruflutninga, -þ. e. án umhleðslu að og frá höfnum no.rðanlands, svo flj.ótt sem því verður við komið.“ Flutningsmaður tillögunnar: Guðbrandur ísberg. g. „Fjórðungsþing Norðlend- inga, haldið á Akureyri .dagana 14. og 15. júlí, leyfir sér að skora á stjórnarskrárnefnd að.athuga gaumgæfilega hvort ekki sé rétt að taka upp í hin nýju stjórn- skipunarlög ákýæði er heimili — eða fyrirskipi — að landið skiptist í 4—6 fylki, sem fái í hendur nokkurt sjálfstjórnar- vald, jafnframt því að þeim, hverju um sig, sé ætluð tilsvar- andi og eðlileg hlutc^eild í ráð- stöfun á tekjum píkisins innan sinna vébanda.' Geti stj órnarákrárnefnd, að 'áð- urnefndri athugun lokinni, ekki fallist á að ákvæði um að fylkja- skipan sé að svo stöddu upp tek- in, þá leyfir fjórðungsþingið sér að leggja áherzlu á það, að stjórnskipunarlögin veiti á jmn- an hátt svigrúm til löggjafar- þróunar í þá átt, að sérmálum héraða — eða samband þeirra á milli — geti fjölgað." Flutningsmaður tillögunnar: Jón Gauti Pétursson og Karl Kristjánsson. í fjórðungsráð til næstu 3ja ára voru kosnir: Sr. Páll Þor- leifsson, Skinnastað, Karl Krist- jánsson, oddviti, Húsavík, og Brynjólfur Sveinsson, mennta- skólakennari, Akureyri og til vara: Snorfi Sigfússon, náms- stjófi, Guðbrandur ísberg sýslu- maður og Þorsteinn Símonarson, bæjarfógeti, Ólafsfirði. Útbreiðið Tímaim! Samband ísl. samvlnnufélaga, ' | " SAMVINNUMENN! / - Þegar eldsvoða ber að höndum, brenna nálega í hvert sinn óvátryggðir innanstokksmunir. Frestið ekki að vátryggja irinbú yðar. Innilegar hjartans þalckir til systkina minna, barna, frœndsystkina og annars venslafólks, er heiðruðu mig með heimsókn sinni og fœröu mér gjafir á sextugsafmœli minu 22. júní s.l.f og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Enn frem- ur öllum þeim, er sendu mér heillaskeyti og gjafir og minntust mín bœöi í bundnu og öbundnu máli. Hamingjan fylgi ykkur öllum. Guð blessi^ ykkur öll. JÓN EIRÍKSSON, Svertingsstöðum. Hjartans þakkir til allra er glöddu mig á sj'ötugsaf- mœlinu 19. þ. m. með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Guð blessi ykkur öll. GUÐNÝ ÁSMUNDSDÓTTIR Hraunsnefi. • » i t Ullarverksmíðjan 6 E F J U W \ j framlelðlr fyrsta flokks vörur. Spyrjið því jafnan f y i* s t eftir Grefj uuarvöriiiii þegar yður vantar ullarvörur. Eomnl sa^a, en þó alltaf ný Það er gömul (saga en þó alltaf ný, að ástarsögur eru uppáhaldsbækur unga ' fólksins. „Viktoría44, dásamlega ástarsagan, sem síðustu 30—40 árin hefir farið sigurför um víða ver- öld, er nú aftur komin út á íslenzku og á vafalaust eftir að vinna hjörtu þeirr- ar kynslóðar, sem er að al- ast upp í landinu. Bókin er í snilldarþýðingu Jgns ' Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi, — skreytt myndum og í mjög smekk- legu bandi, en er þó seld tiltölulega vægu verði. „Viktoríu verða menn að hafa með sér f sumarfríið. Bókfellsiitgáfan.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.