Tíminn - 31.07.1945, Blaðsíða 1

Tíminn - 31.07.1945, Blaðsíða 1
' RITSTJÓBI: í ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. | ÚTGEFFANDI: I FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. j Slmar 2353 og 4373. . PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. 29. árg. Reykjavík, þriðjudaglim 31. júlí 1945 RITST JÓR ASKRIFSTOFDR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A. Símar 2353 Og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Sími 2323. 57. blað Ráðgert að smíða stórt strand ferðaskip og tvo flutningabáta Á síðasta þingi fluttii Austfjarðaþingmenn Framsókn- arflokksins tillögu um að smíðað skyldi annað strandferða- skip áþekkt Esju. Þessi tillaga var felld af stjórnarliðinu. Nú hefir stjórnin loks séð sitt óvænna, enda erfitt að standa gegn svo aðkallandi nauðsynjamáli, og afráðið að hefjast handa um framkvæmdir þær, sem farið var fram á í tillögu Framsóknarþingmannanna. Fer Pálmi Loftsson, forstjóri Skipaútgerðar ríkisins, senn tii Englands til þess að semja um smíði strandferðaskips, sem aðallega verður miðað við fólksflutninga, og tveggja báta til vöruflutn- inga. Áður hafði verið samþykkt þingsályktun um einn slíkan bát handa Austfirðingum. Er skýrt frá þessari ákvörðun í Alþýðublaðinu á sunnudaginn í viðtali við Emil Jónsson sam- göngumálaráðherra. Tillögur um þetta lofar rík- isstjórnin að leggja fyrir alþingi í haust. Hér er um mjög stórvægilegt nauðsynjamál að ræða. Skipa- kostur sá, sem Skipaútgerð rík- isins hefir yfir að ráða, er nú orðinn allendis ófullnægjandi, þótt-^nýja Esja bætti mjög úr þegar hún kom til landsins. Vöru- og fólksflutningar hafa aukizt sífellt með hverju ári, og kröfur fólksins um sæmilega greiðar samgöngur verða æ há- værari. Á hinn bóginn er það skop- legt, að ríkisstjórnin og hennar lið skyldi á síðasta þingi Æelja sig þurfa að fella þá tillögu, er Framsóknarmenn báru fram um þessi mál. Sýndi það sig, að þá hefir ætlunin verið að standa gegn þessum umbótum, þótt stjórnarliðið heyktist síðar á þeirri afstöðu, er það fann þunga almennjngsáþtsins. — Þannig þyrfti að knýja það til fram- kvæmda í fleiri mikilvægum málum, sem ætlun þess er að stinga svefnþorn. Rauði krossinn ameríski gefur íslendingum stórgjafir Ameríski Rauði krossinn hefir enn einu sinni fært Rauða krossi íslands stórhöfðinglega gjöf. Er hér um að ræða allskonar gögn, sem ameríski Rauði krossinn hefir haft í aðsetursstóðvum sínum hér á stríðsárunum. Þá hefir ameríski Rauði krossinn og ákveðið að gefa Rauða krossi íslands sjúkrabifréið af fullkomnustu gerð. Um þetta segir í bréfi frá Rauða krossi íslands: „Nýlega hefir Rauða krossi íslands borizt bréf frá forstjóra ameríska Rauða krossins hér á landi, Nelsen R. Kraemer, í bréfinu er tilkynnt, að sam- kvæmt tillögum hans hafi ameríski Rauði krossinn ákveð- ið að afhenda allar eignir sín- ar hér á landi, að bifreiðum undanteknum, Rauða krossi ís- lands til eignar og umráða. Er hér um að ræða stórfellda gjöf af alls konar innanstokks- Ingunn frá Kornsá níræð í gær átti níræðisafmæli Ing- unn Jónsdóttir frá Kornsá. Hún ólst upp að Melum í Hrútafirði á hinu mesta myndarheimili, og giftist ung Birni Sigfússyni, bónda og alþingismanni að Kornsá í Vatnsdal. Veitti hún þar forstöðu stóru heimili og eignaðist mörg börn, er skipað hafa sinn sess með mikilli sæmd. Síðustu árin hefir hún dvalið í Reykjavík hjá Sigríði dóttur sinni, konu Jóns Árnasonar f ramkvæmdastj óra. Ingunn hefir gefið sig allmik- ið að ritstörfum og gefið út tvær bækur, Bókina mína 1926 og Minningar 1937. Lýsa þær vel þessari göfugu, mikilhæfu konu. I dag birtist á 3. síðu grein eftir Daníel Ágústínusson: Hvert stefnir í dýrtíðarmálunum. Neðan máls er grein cftir vesturíslenzka konu, Katryn. O. Thordarson, um íslendinga frá Norður-Dakota, sem verið hafa í herþjónustu hér á landi. munum, er notaðir voru í hin- um ýmsu byggingum ameríska Rauða krossins hér á landi. Er afhending muna þessara þegar hafin og mun halda á- fram smám saman, er herinn flytur af landi burt. Er þetta í annað skipti, sem ameríska þjóðin lætur í ljós vinarhug sinn- til íslendinga með höfð- inglegri gjöf til Rauða krossins íslands. Eins og kunnugt er, hefir á undanförnum árum verið hér tilfinnanlegur skortur sjúkra- bifreiða, enda um tíma ófáan- legar erlendis. Fyrir milligöngu ameríska Rauða krossins hefir Rauði kross íslands nú keypt og fengið hingað, til lands tvær stórar sjúkrabifreiðar af full- komnustu gerð. Þá er og von á þriðju sjúkrabifreiðinni frá Rauða krossinum ameríska. En hún er af sömu gerð og hin- ar fyrri og sendir ameríski Rauði krossinn hana Rauða krossi íslands að gjöf. Munu tvær bifreiða þessara væntanlega verða notaðar hér í bænum, og umhverfis hann, en sú þriðja send út á land. Síld fyrir Aust- fjörðum Sildveiðin hefir verið treg fram að þessu. Þó varð vart mik- illar síldar úti fyrir Austfjörðum og hafa mörg skip fengið þar góð köst í gær og í fyrrádag. Fyrir Norðurlandi er aftur á móti síldarlaust að heita má. Þegar blaðið átti tal við Siglu- fjörð í gær, var slæmt veður og hvasst úti fyrir og lá flotinn að mestu inni. Þangað hafði engin síld borizt síðastl. sólar- hring. \ VIÐ ÁNAUÐ NAZBSTA OG ÓGNIR STYRJALDARIN NAR Svo kafa foríög fært fpeim dóm að köndum Efri viyndin sýnir livernig umhorfs var á viðgerðastöð fyrir járnbrautar- vagna i borg einni í Þijzkalandi, eftir loftárás Bandamanna. Neðri myndin er af tveimur munaðarlausum þýskum flóttabörnum. ----—------—----------------------------------—------- Sýnishora III. Barátta Olafs Thors gegn dýrtíðinni Hver treystir slíkum manni? Hér koma kaflar úr fyrsta dýrtíðarboðskap Ólafs Thors í Morgunblaðinu 31. desember 1940: Af því er úrlausnar bíður og að mun kaila á næstunni verð- ur hiklaust að telja í fremstu röð baráttuna við vaxandi dýr- tíð. Hefir ríkisstjórnin að sjálfsögðu rætt það mál nokkuð en ekki náð á því tökum. Má vera að það verði henni að falli, þótt aðrir örðugleikar yrðu yfirstignir og mætti það að sönnu teljast bættur skaðinn, ef aðrir kæmu tii, er leyst gætu vand- ann. I sambandi við baráttuna við dýrtíðina munu rísa mörg viðfangsefni, sem vel geta valdið ágreiningi. Er þess enginn kostur, að kveða niður þann draug án þess að einstaklingum og stéttum þyki á sinn hlut gerigið. Mega þeir, sem völdin hafa eigi seilast til vinsælda í því máli, heldur hafa þann kostinn, sem skárstur er, og hika eigi við framkvæmdir.“ Stjórnin ætlaði „að leysa vandann“. Hún samdi lögbind- » ingarfrumvarpið haustið 1941. Morgunblaðið tók það fram, að Eysteinn Jónsson hefði aðeins „stílfært frumvarpið", efni þess væri jafnt frá allri stjórninni. Innan verkalýðsfélag- anna var svo kveikt óánægja gegn frumvarpinu. „Vinsældir“ Sjálfstæðisflokksins voru þar í hættu og þar með var hætt við allar framkvæmdir. Dýrtíðin blómgaðist næstu mánuðina eftir „frjálsum leiðum“ Sjálfstæðisflokksins. „ » . 11 Þegar Þýzkaland gafst upp Vfðtal við dr. Natthías Jóuasson Meðal þeirra íslendinga, sem heim komu með Esju var dr. phil. Matthías Jónasson. Hann hefir dvalið 15 ár í Þýzkalandi, og kom sú heim með fjölskyldu sína. Þar sem Iesendum blaðsins mun þykja gaman að heyra dálítið um lífið í Þýzkalandi á stríðsárun- um, eftir frásögn sjónarvotts, hefir tíðindamaður blaðsins heim- sótt dr. Matthías og átt tal við hann. Lítið sem ekkert hefir enn verið saltað, en alls eru Síldar- verksmiðjur ríkisins búnar að taka á móti 117 þús. málum síld- ar í bræðslu, þar af verksmiðj- urnar á Siglufirði 60 þús. mál. Hæstu skip, sem leggja upp afla sinn hjá síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði eru: Dagný með 3700 mál, Fiskaklettur með 3300 mál og Sleipnir með 3100 mál. Á Siglufirði er verið að af- ferma fjórða skipið, sem kemur með tunnufarm frá Svíþjóð. Kemur- það með um 18 þús. tunnur. Þau hjónin eru húsnæðislaus, eins og margir fleiri í höf- uðstaðnum, en til bráðabirgða hafa þau setzt að i Austurbæj- arskólanum, ásamt nokkrum öðrum íslendingum, er komu heim með Esju. En vonandi ræt- ist bráðlega úr þeim vandræð- um. Dr. Matthías er ákaflega lát- laus maður. Hann er alvörugef- inn, talar hægt og liggur lágt rómur, íslenzka hans er skýr og góð, þráft fyrir 15 ára dvöl er- lendis. Illt viðurværi styrjaldar- áranna í Þýzkalandi leynir sér ekki í ytra útliti hans. Samræð- urnar eru í fyrstu óskipulegar. Það er rætt um ísland, framtíð pess og möguleika. Hún leynir sér ekki, ánægjan, yfir því að vera kominn heim. — Hvenær fóruff þér utan? — Ég fór utan til námsdval- ar í Þýzkalandi 1930, og hefi síð- an lengst af verið í Leipzig. Við háskólann þar stundaði ég sál- fræðinám og varði doktorsrit- gerð í þeirri grein 1935, og fjall- aði hún um svissneska uppeldis- frömuðinn og mannvininn Pesta lozzi. Kennari minn við háskól- ann, dr. Litt, var alltaf fjand- maður nazista, en hann var e'inn af þeim fáu mönnum í Þýzka- landi, er þeir þorðu ekki að á- reita, og var hann því að mestu látinn afskiptalaus. Árið 1935 varð ég lektor í ís- lenzkum fræðum við háskólann í Leipzig og var það, þangað til ég yfirgaf Þýzkaland í marz- mánuði í vetur. — Voruff þér þá í Þýzkalandi, þegar styrjöldin brauzt út liaustiff 1939? — Nei, þá var ég hér heima. íslenzka ríkisstjórnin hafði fal- ið mér að sækja þing sálfræð- inga, sem haldið var í Sviss þá um sumarið og ég fór heim til þess að skýra stjórninni frá því, sem þar gerðist og var því hér heima, þegar styrjöldin skall á í byrjun september. Fór ég þá út og kom til Þýzkalands, 18. september. Ég varð þess brátt áskynja, þegar ég kom til Þýzka- lands, að almenningur leit öðru vísi á styrjöldina en við hér heima. Fólk hafði almennt ekki gert sér grein fyrir þeim hörm- ungum, sem styrjöldin gæti haft og hlaut að hafa í för með sér. Almenningur dáðist að því, hve matvælaskammtarnir væru ríf- legir. Stjórnin cagði, að allt væri í lagi, hið volduga Þýzkaland væri aðeins að gera upp sak- irnar við ' Pólland. Stjórnar- völdin sögðu, að það myndi ekki taka langan tíma að vinna stríðið við Pólland, og Frakkar og Bretar myndu ekki sjá neina ástæðu til að halda áfram, þeg- ar Pólland væri sigrað. — Urffu þaff þá ekki mikil vonbrigði, þegar Frakkar og Bretar héldu samt sem áffur áfram stríffinu? — Jú, það urðu mikil von- brigði fyrir þjóðina, því að það var búið að telja henni trú um hið vgagnstæða. Næsti vetur var erfiður Þjóðverjum sálrænt séð.. Menn höfðu mikla trú á varn- arbeltunum og virkjalínunum á vesturvígstöðvunum og töldu það örugga vörn gegn andstæð- ingunum. En svo komu hinir miklu sigrar um vorið 1940 og breyttu hugarfari þjóðarinnar að nýju. Þá um sumarið, er Frakkland hafði verið sigrað og Dr. Matthías Jónasson. ekkert virtist standast fyrir þýzka hernum, hygg ég, að eng- ir nema svörnustu fjandmenn nazista meðal Þjóðverja hafa verið á móti stjórninni eða van- treyst henni. Mönnum var talin trú um, að stríðinu væri bráðum lokið, og talað var um þaö, að 16. september yrði innrás á England. Nazistaflokkurinn hef- ir aldrei verið eins sterkur í Þýzkalandi og þá um sumarið. — En svo kom ekki innrásin. Hvaffa áhrif hafffi þaff á hugar- far fólksins? — Það dró mjög úr bjartsýn- inni, þegar innrásin var ekki gerð. En stjórnin gerði allt, sem hún gat til að halda vakandi áhuga fólksins á styrjöldinni og láta menn ekki efast um sigur- inn. Athyglin var dregin að ýms- um smásigrum t. d. í Grikklandi. Það hafði þó ekki tilætluö áhrif, því áð innrásin á Grikk- land var af flestum talin bein hjálp við ítali. En yfirleitt hafði þýzka þjóðin mjög lítið álit á ítölum og ítalska hernum. — Hvaff sagffi fólk, er samn- ingurinn viff Rússa var gerffur? — Menn vöknuðu við vond- an draum, því að stefnubreyt- ingin var snögg. Hitler, sem áð- ur talaði um blóðhundinn í Moskvu, talaði nú um „herra Stalin“ og „Stalin marskálk". Að hvað miklu leyti almenn- ingur vantreysti samningunum veit ég ekki, en þeir, sem ég um- gekkst mest, vissu, að óheilindi voru fyrst og fremst á bak við frá Þjóðverja hálfu og ef til vill einnig af hálfu Rússa. Þýzkir liðsforingjar höfðu það að víg- orði, að „þegar við erum búnir með Breta, förum við í Rússa“. En þegar samningarnir við Rússa brustu, þá minnkaði enn talsvert traust það, er almenn- ingur bar til stjórnarvaldanna. Yfirleitt gætti mikillar tor- tryggrii í garð Rússa meðal al- (Framhald á 8. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.