Tíminn - 31.07.1945, Blaðsíða 5

Tíminn - 31.07.1945, Blaðsíða 5
57. blað TÓimiV. þrigjMdaginn 31. júlí 1945 5 RITSTJÓRI: SIGRÍÐUR INGIMARSDÓTTIR emmci Loksins er hin langþráða stund upprunnin! Heimasætan (eða heimasæturnar) hefir fengið einkaherbergi í húsinu. Henni þykir það mikill ávinn- ingur, enda þótt herbergið sé ef til vill uppi á háalofti, undir súð eða í kjallaranum. En nú er úr vöndu að ráða! Hvernig á að búa herbergið húsgögnum svo að vel fari? — Hún á máske blámálaða drag- kistu (kommóðu), grænt koff- ort og rauðmálað rúm o. s. frv. — sem sagt ósamstæð húsgögn með öllu. En það er auðvelt að bæta úr þessu. Til þess þarf hún aðeins handlagni, 2—3 málningardoll- ur, veggfóðurbút og nokkra metra af „sirsi“ eða ódýru gluggatj aldaef ni. Auðvitað byrjar hún á því að mála öll húsgögnin í sama lit. Liturinn er valinn með hliðsjón af veggfóðrinu á herberginu. Hvítmáluð húsgögn fara vel við flesta liti. Sé hún listfeng, mál- ar hún rósir á dragkistuna með skærum lituift. Þannig má líka skreyta koffortið og rúm- gaflana. Dragkistuna má nota fyrir snyrtiborð. Fyrir ofan hana er spegill. Hann má prýða með því t. d. að setja utan um ramma úr „pífum“ af sama efni og giuggatjöldin. Snyrtiborðið á að snúa þann- ig, að birtan falli beint á andlit þess, sem við það situr. Annars er auðvelt að búa til snyrtiborð úr sykurkassa eða þess háttar. Kassinn er fóðrað- ur utan og innan með veggfóðri og látnar í hann hillur. Síðan er Umferðatálman- ir afnumdar Ameríska herstjórnin hefir tilkynnt íslenzku ríkisstjórninni að öll fyrirmæli um umferða- tálmanir af hernaðarvöldum hér við land séu úr gildi fallnar, nema þær, sem hér skal greina: 1. a. Tilkynningar um tundur- duflaávæði úti fyrir Vestfjörð- um og Austfjörðum eru enn í gildi. b. Þar til lokið hefir verið hreinsun fyrrverandi bannsvæð- is milli Gróttu og Akraness, geta skip, sem verða með netum eða leggjast við akkeri innan 20 faðma dýptarlínunnar, átt á hættu að verða fyrir tjóni á rykkt utan um hsinn „pils“ úr sama efni og gluggatjöldin, og er þar komið ágætt snyrtiborð. Gott er að hafa lágan stól fyrir framan borðið. Á sama hátt má búa til náttborð. Ef enginn fataskápur er- í herberginu, yerður að setja þar upp smekklegt fatahengi í einu horninu. Gott er að hafa hillur bæði fyrir ofan það og neðan fyrir hatta, skó og annað slíkt. Gluggatjöldin má hafa úr margs konar efni og af ýmsum gerðum. Snoturt er að hafa þau rykkt og brydd með „pífum“ og taka þau upp til hliðanna með slaufum. Yfir rúmið er höfð á- breiða úr sama efni og glugga- tjöldin. Nauðsynlegt er að hafa smáborð í herberginu -til þess að lesa og sauma við og tvo eða fleiri stóla. Smekklegar myndir prýða veggina og auðvelt er að inn- ramma þær á ódýran hátt. Er þá tekið venjulegt rúðugler og skorið jafnt myndinni. Síðan er pappaspjald skorið á sama hátt og látið fyrir aftan myndina. Síðan er hún innrömmuð með límbornum ræmum af bók- bands.„shirting“ eða öðru því- líku. Að sjálfsögðu er það herberg- inu til prýði og heimasætunni til sóma, að þar séu sem flestir útsaumaðir og ofnir munir, svo sem sessur, áklæði, ábreiður, dúkar o. þ. h. Listin er aðeins sú, að sam- ræmi lita og snyrtimennsku- bragur ríki í herberginu. Þá getur meyjaskemman litið mjög vel út með litlum titkostnaði. veiðarfærum eða flækja legu- færin vegna hindrana, sem enn liggja i botni á þessu svæði, og gera skipin þetta því á eigin á- byrgð. 2. Öllum öðrum en þeim, sem hafa fengið þar til gerð vegabréf eða sérstaka heimild frá hlutað- eigandi yfirmanni, 'er bannað að fara inn í herbúðir eða her- mannavirki. Til að hindra óaf- vitandi yfirtroðslur er megnið af þessum mannvirkjum innan girðinga og merkt með aðvörunr arskiltum, bæði á ensku og ís- lenzku. Inngangur að slíkum hersvæð- um.er í myrkri lokaður þar sem hentugt þykir, með slám, hlið- um eða öðrum hentugum hindr- unum. Innganga þessara er einnig gætt, eða verðir við þá. Sérhver, sem fer inn á slíkt bannsvæði án heimildar, gerir það á eigin ábyrgð. Fangabúðir í Frakkhndi Þegar Þjóöverjar höfðu hernumið Frakkland, byggðu þeir fangabúðir í landinu til að hegna „stríðsglœpamönnum", er þeir kölluðu svo. — Mynd- in er af slíkum fangabúðum í Norður-Frakklandi. Vilkehn Ittckeryi Citjihkvha FRAMHALD önnur hefnd. En hún getur aldrei oröið hrædd við mann, sem skammtar hefnd sína á þennan hátt. Nei, Margrét er ekki hrædd við Pál. * Kertin brenna niður í stjakana, það er liðið langt á nótt. Páll verður að komast sem fyrst í rúmið, því að hann ætlar bráð- snemma á fætur í fyrramálið og takast á hendur ferðina til Dynj - anda, er nú hefir tafizt. Á morgun skal ekkert verða honum til tafar. Hann vill verða viðstaddur, þegar arfaskiptin hefjast, svo að hann fái þann arf, sem honum ber eftir föður sinn. Það gæti vel komið fyrir, að sá hluti arfsins, sem hann fékk greiddan fyrirfram, yrði metinn of hátt. — Þú átt að fara með mér í fyrramálið, segir hann við konuna. Það mun líða langur tími, þar til hann þorir að skilja hana eftir umsjónarlausa heima, Hann ætlar að gæta hennar stöðugt. Svo andvarpar Páll og háttar. Þegar Margrét gerir sig ekki líklega til þess að hátta, öskrar hann til hennar: — Þú veizt*líklega, hvar þú átt að liggja? Hann segir þetta til þess að hún haldi ekki, að hann hafi hugs- að sér að byggja henni.út úr hjónarúminú. Hún ætti vitaskuld að búa sér til fleti í skoti uppi á loftinu til þess að liggja í á með- an hún var að bæta fyrir brot sitt, en vegna vinnukonunnar neyðist hann til þess að láta hana vera hér. En, en, en — það skulu líða margir dagar áður en hann snertir við henni og veitir henni þá náð, sem eiginkonunni ber. Henni verður að skiljast, hversu mjög hún hefir styggt mann sinn. Hann ætlar að hýða hana, áður en það verður eins og áður var. Því að fyrst verður hún að fá nýjan ham. Fyrst verður hann að hýða af henni þann andstyggilega lygabjór, sem hún hefir látið annan mann fara höndum um. Og Margrét veit, hvar hún á að sofa og skríður þögul og hlýð- in undir sængina. Páll varpar öndinni þunglega nokkrum sinnum og vakir leng- ur en hann'á vanda til. Hann þegir. Svo heyrir húsfreyjan, að hann er loks sofnaður. Hún heyrir, hvernig hann dregur andann í myrkrinu, hún veit, hvernig hann andar í svefni — hún hefir svo margar næturnar hlustað á það, vakað alein. AndardrStt- ur hans er rólegur og jafn og öruggur og ætti að vera svæfandi fyrir þann, sem á bágt með svefn. En hann bægir svefni frá henni, vekur hana enn betur. Páll liggur þarna við hliðina á henni og andar þungt og sef- ur. Því að hann er maður hennar. Hann hefir átt hana — þau hafa verið eins og einn líkami. Hann kom til foreldra hennar kvöld nokkurt og spurði, hvort hann mætti ganga að eiga hana. Þau sáu ekkert á móti því, hún ekki heldur. Það er draumur ungrar stúlku að standa fyrir alt- arinu í brúðarklæðum. í brjósti ungrar stúlku er innibyrgð svo voldug þrá, sem hún vill veita útrás í fagnandi ópi, sem hún þarf karlmann til að leysa úr læðingi. Páll vill eiga konu, þegar hann flytur á nýja býlið sitt, hann tók hana án þess að spyrja, hver hún væri, og hún fékk ból hér í rekkjunni við hliðina á honum. Og á þessu heimili hefir hún verið og nefnzt kona hans í meira en eitt ár. En enginn hefir sagt henni, hvað hún hefir verið Páli. Fyrr en í nótt, að hann sagði það sjálfur. Hann sagði það ekki umbúðalaust, en hún uppgötvaði það samt sem áður. Hún hefir lengi hugleitt, hvernig því væri varið, og nú veit hún, hvernig því er varið. Hann hefir aldrei litið á hana eins og hún vildi, að á sig væri litið — og nú veit hún vegna hvers. Hún er eins og ein af gripunum hans. Á þann mælikvarða hefir hún átt góða ævi, sem hún hefir kannske ekki metið að verðleikum. Því að hann hefir annazt hana og borið umhyggju fyrir henni. Vellíðan hennar hefir hann borið fyrir brjósti. Því að skepnurnar sínar vilja menn, að séu hraustar og sprækar, heilar heilsu. Hann hefir verið hræddur um, að hún leggði of mikið á sig. Og sá, sem er forsjáll, gætir þes að ofþreyta sig ekki. Hann hefir annazt hana eins og bezt varð á kosið. Hygg- inn maður vanfóðrar ekki dýrmætan bústofn. Hygginn bóndi hag- nýtir hreysti og þrótt og þrif gripa siHna, því að sjúk og þrótt- laus dýr veita honum minni afrakstur. Komist Páll nokkurn tíma í það skap, þá klappar hann henni á hendina, rétt eins og hann klappar merinni sinni stundum á lendina. En þegar skepnurnar haga sér ekki eins og þær eiga að gera, þegar þær eru óþjálar, þegar þær skeyta ekki um gerzlur eða girðingar — þá taka menn svipuna og typta þau, svo að þau verði góð og hlýðin og auðsveip. Já, Margrét virðir nú sjálfa sig fyrir sér, hún veit, hvað hún er. Og hvað er Páll í augum hennar? Hann veitir henni öryggi í skjóli þeirra eigna, sem hann hefir erft. Annars gat hann ver- ið hvaða maður sem verkast vildi í öilum heiminum. Fólk, sem hún hefir aldrei séð, er henni álíka nákomið og eiginmaðurinn. í brjósti l^ennar bærist engin tilfinning í hans garð. Maður og kona geta verið eins og einn líkami, en þá er hennar helft af líkamanum dauð. Því að hún lifir Páli aldrei. Væri hann dauð- ur, myndi hún ekki syrgja hann, þótt hún bæri sorgarklæði. Hún getur ekki að því gert — en hún, mun aldrei sakna hans né trega hann. En hún liggur hér glaðvakandi meðan hann sefur, rétt eins og hún vaki yfir svefnró hans og öryggi. Já, Páll sefur. Og honum veitir víst ekki af hvíldinni, því að hann verður að fara snemma á fætur á morgun til þess að veita arfi sínum viðtöku. En þarf húnv endilega að vera hér og hlusta á andardrátt hans ... . ? | Margrét leggur eyrun við öðrum hljóðum. Áðan heyrðist sker- andi óp. Það var hún, sem æpti vegna manns .... Hákon! Hvar er Hákon — hann, sem hún óttaðist um? Það er langt síðan Hákon veitti henni athygli. Hann veitti henni athygli strax í fyrrasumar, þegar hún þvoði þvott sinn í læknum í fyrsta skipti. Hann hafði veitt henni athygli, en varð- veitt myndina í hjarta sínu. En svo kom hann eitt kvöldið hér heim að bænum og fór höndum um lakaléreftin hennar, sem lágu í bleikingu, og hann snart hana með fingurgómunum, og eftir það hafði hláturinn í brjósti hennar' losnað úr læðingi. Og hann lét sál hennar titra, hann vakti ótta hennar, hann gerði hana hugrakka, hann laðaði hana7 til sín. í fyrra vildi Páll ANNA ERSLEV: Fangí konungsins (Saga frá dögum Loðvíks XI. Frakkakonungs). Sigríður Ingimarsdóttir þýddi. En á níunda degi eygói liin iööui'lausa íjölskylda von- arbjarma. G-eorg, Isabella og Adolf sátu öll aö snæöingi og furö- uöu sig a þvi, hvar Leó, eldri dxengurinn, gæti veriö. í því var huröinni hrundiö upp og „tyndi sonurinn" kom iriaupandi mn i herbergiö, bloörjoöur meö biikandi augu. Öigri hi'ósandi veiíaöi hann stóru, innsigluöu bréí'i yíir höföi sér. „HUrra! Hér er lausnarbréfið hans pabba!“ hrópaöi hann og stóö á öndinni. Hm þutu á fætur. „Hvaö áttu viö? SegÖu irá! HvaÖ er á seiði? spuröu pau í þaula. „HlustiÖ nú á!“ tók drengurinn tii máls. „Ykkur er öilum kunnugt, að hans hátign, konungurinn, er afar Jirifinn ai dýriingamyndum og helgigripmn. Hann ber biýilkneski ai Maríu mey i hatti sínum og tilbiöur þaö a hverju kvöldi.“ „Jú, jú — og þrátt fyrir allan guösóttann lætur hann loka saklaust folk inni í járnbúrum,“ muldraði Georg. „ISiu, og hvernig má þetta vera okkur til hjálpar?“ „ÞaÖ-getur hjálpaö okkur stórkostlega. Vilhjálmur fööurbróöir okkar í Dijon, sá, sem hjálpaði pabba til pess aö selja hertoganum gullkeöjuna, er ábóti í klaustri þar i borg. Og muniö þiö ekki eftir hanzkanum, sem pabbi sagöi okkur, aö frændi geymdi í fjárhirzlu klaust- ursins?“ „Hanzki? Jú, hann átti heilagur Bernharöur, sem er verndardýrlingur klaustursins.“ „Rétt er það! En þaó var til annar hanzki á móti þess- um. Honum rændi hertoginn af Búrgund og þegar kon- ungur heyrði að annar þessara hanzka væri í fórum her- toga, vildi hann fyrir hvern mun klófesta hinn.“ „Nú, hvað er þetta, krakki, þetta vitum við öll,“ tók ísabella fram í fyrir bróður sínum. „En hvað koma þess- ir hanzkar honum pabba við?“ „Þeir koma honum mikið við. Konungurinn er frænda okkar reiður og allri hans ætt, vegna þess að frændi neit- aði að láta hann hafa hanzkann. En gætum við útvegað konunginum hanzkann, myndi hann án efa leysa föður okkar úr haldi.“ „Hin þrjú störðu agndofa á drenginn, og Georg hróp- aði: „Nei, nú hefi ég aldrei heyrt annað eins! Er þetta þin eigin hugmynd, Leó litli?“ Drengurinn roðnaði aftur. „Nei, nei,“ svaraði hann íJjótmæltur. „Þetta er alls ekki min hugmynd. Það var bróðir Marteinn, sem hét okkur aðstoð sinni í latínu- tímanum í gær og í dag sótti ég þetta bréf til hans. Sjáið þið! Það er til föðurbróður okkar og í því er öll skýr- ingin. Þið skuluð sanna til, að hann gefur okkur hanzk- ann og svo færum við hann konungi.“ „Þetta voru snjöll ráð hjá presti,“ sagði ísabella stór- lirifin, en allt í einu kom á hana sorgarsvipur og hún bætti við: „En hver á að færa frænda bréfið? Það er ó- mögulegt að nokkurt okkar geti tekizt svo langa ferð á hendur.‘“ „Jú, við skulum geta það!“ svaraði Leó. „Ég skal að mér heilum og lifandi komast alla leið til frænda.“ „Ertu galinn, strákur! Hermenn hertogans gætu tek- ið þig fastan eða ræningjar ráðist á þíg. Nei, sú för heppnast aldrei.“ „Auðvitað ekki,“ tók Georg undir. „Ráðagerðin er á- gæt, en að sjálfsögðu fer ég, en ekki Leó.“ „Ætlarðu að hætta á það?“ spurði ísabella með önd- ina í hálsinum. „Já, því skyldi ég ekki fórna öllu fyrir húsbónda minn, sem er sá eini, er hefir verið mér góður í þessum heimi,“ hrópaði ungi maðurinn. „Ég legg af stað í fyrramálið, og guð mun vaka yfir mér og hjálpa mér til þess að flytja hanzkann hingað aftur. Er ég ekki einn af fjöl- skyldunni? Hefir húsbóndinn ekki ótal sinnum sagt, að hér væri heimili mitt? Ætti ég ekki að gera allt til þess að hjálpa þeim, sem hefir hjálpað mér?“ ísabella horfði glöð í bragði á piltinn, sem stóð tein- réttur og öruggur fyrir framan hana. Síðan rétti hún honum hönd sína og sagðf hrærð: „Farðu þá og frels- aðu föður minn. Hin heilaga mær mun vernda þig og bænir mínar munu fylgja þér.“ „Georg getur náttúrlega farið,“ greip Leó fram í, „En ég fer með honum! Þá erum við tveir.“ #

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.