Tíminn - 31.07.1945, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.07.1945, Blaðsíða 3
57. blað TÍMEVX, þriðjMdagmii 31. júlí 1945 DAVÍEL ÁGÚSTÍNCSSOV: Hvert stefnir í dýrtíðarmálunum? Breyttir tímar. í Tímanum síðastliðinn þriðjudag minntist ég á nokkur framtíðarmálefni og þá örðug- leika, sem þau eiga við að etja meðan dýrtíðarvofunni er ekki bægt frá. Þá skýrði ég rækilega, hvernig stærsti þingflokkurinn — Sjálfstæðisflokkurinn — hefði gersamlega brugðizt öll- um áformum sínum í dýrtíðar- málunum og jafnan slegið und- an, þegar átakanna var þörf. Því væru nú öll viðskipti við aðrar þjóðir í mikilli óvissu, þar sem við yrðum að keppa með út- flutningsvörur okkar við þau lönd, sem búa við helmingi lægri framleiðslukostnað. Þörfin fyrir raunhæfar að- gerðir í dýrtíðarmálunum verð- ur ljósari með hverjum deginum sem líður, ef bjarga á þeim verðmætum, sem þjóðin hefír nú eignazt. Fram að þessu hef- ir ísfisksalan til Bretlands fleytt atvinnulífinu áfram. Bendir margt til þess, að þar séu að verða þáttaskipti og ætti það ekki að koma neinum á óvart. Meðan Englendingar háðu styrjöldina, var ekki spurt um verðið fyrst og fremst. Aðalat- riðið var að fá næg matvæli handa þjóðinni. Nú leggja þeir þegar mikla áherzlu á aukningu útgerðarinnar og senda fjölda skipa á fiskveiðar, sem til þessa hafa verið í styrjaldarrekstrin- um. Munu Englendingar leggja mikið kapp á að verða sjálfum sér nógir með fiskframleiðslu. Hins vegar er sennilegt, að vegna matarskorts á megin- landi álfunar sé þörf verulegs magns af fiski fyrst um sinn að minnsta kosti. Hitt ætti að vera augljóst mál, að þegar Norð- menn hefja mikinn fiskútflutn- ing, sem vafalaust verður innan skamms, skapast hörð sam- keppni við þá, sem hlýtur að þýða verðlækkun. Getur þá svo farið, eins og Ólafur Thors. sagði í árslok 1943: „Um hið háa verðlag á höfuðút- flutningsvöru okkar, skal það eitt sagt, að það mun ekki standa deg- inum lengur, eftir að Bretar og aðrar þjóðir að nýju hefja fisk- veiðar að ófriðarlokum. Og þá mun verðfallið fyrr en varir verða svo mikið, að óvist er, hvort við fá- um meira en % eða jafnvel 1 /lu hluta þess verðs, er við nú berum úr býtum.“ Þótt höfundur þessa spádóms sé nú orðinn honum fráhverf- ur, bendir margt til þess, að sumt kunni að rætast fljótlega. Viðliorfið á IVorður- löndum. Einn af spámönnum Sjálf- stæðisflokksins er nýlega kom- inn úr ferðalagi frá Svíþjóð og Danmörku. Hann hefir látið svo um mælt í Morgunblaðinu: „Mitt' sjónarmið er þetta: Pengju Danir, Svíar og Norðmenn að landa fiski óhindrað í Englandi kolfélli markaðurinn og gerir kannske hvort sem er, því að fiski- gengdin er svo mikil í Norðursjón- f * um. Viöbárur Englendinga voru þær, að þeir hefðu ekki fólk og flutningamöguleika fyrir þennan mikla fisk.“ Nú er það kunnugt, að Danir hafa sent samningamenn til Bretlands í þeim tilgangi að semja um sölur fisks á brezkum markaði. Og einnig er það vit- að, að innan skamms koma Norðmenn floíþ sínum á veið- ar og senda afurðir á hina sömu markaði og íslendingar. Þessi sami Sjálfstæðismaður segir ennfremur, að hann hafi ætlað að kaupa sex báta á Norð urlöndum fyrir kunningja sína, sem allir séu þrautreyndir út- gerðarmenn, en hætt við það. Smálestin í þeim hafi þó ekki átt að kosta meira en 4—5 þús. kr., og er það talið y3 af því verði, sem kostar að smíða þá innan lands. Hann segist vera þess fullviss, að bátaverð falli næstu mánuði og verði smá- lestin í haust ekki yfir fjögur þúsund krónur. Flestir munu kannast við þetta algilda lögmál í lok hverrar styrjaldar. Lesendur Morgunblaðsins fá þarna nokkra tilbreytni frá nýsköpunarstagl- inu, þegar þessi veraldarvani útgerðarmaður rekur álit sitt um horfur útvegsins á Norður- löndum, og birtir nokkrar stað- reyndir frá atvinnulífinu þar. Af þessum og öðrum tíðind- um, sem til okkar berast nú, má vissulega draga margar álykt- anir. En fyrst og fremst hlýtur sú spurning að vakna, hvort rétt sé og skynsamlegt að keppast nú við að smíða báta innan- lands, sem allar horfur eru á að verði þrisvar til fjórum sinnum dýrari en jafngóðir bátar frá nágrannalöndunum, og hvort nú sé rétti tíminn til að kaupa at- vinnutæki inn í landið umfram það, sem atvinnuþörf lands- manna krefst. Þeim boðskap er nú haldið hátt á loft af mörgum og talinn líklegur til vinsælda, að nauðsynlegt sé að eyða þeim erlenda gjaldeyri, sem þjóðinni hefir áskotnazt á styrjaldarár- unum sem allra fyrst og byrgja landið upp af bátum, án þess þó að hafa nokkra hugmynd um, að þegar séu til sjómenn á þá, og markaður 'fyrir fram- leiðsluvörurnar. Þykir sumum blöðunuíh það stórtíðindi, ef hægt er að fá skip, ný eða göm ul, . í Bretlandi eða á Norður löndum. Munu ýmsir þar í landi sjá sér leik á borði að losna við skip sín fyrir meir en sæmi- legt verð. Þá skýrir þetta enn fyrir mönnum þá staðreynd, að at- vinnuvegir okkar verða á engan hátt samkeppnisfærir við aðrar þjóðir með þeirri dýrtíð, sem nú ríkir. Landbúnaðurinn hefir ekki verið það stríðsárin og get ur ekki orðið það að óbreyttum aðstæðum. Allur iðnaður er dauðadæmdur, ef við fáum ekki jafna aðstöðu til samkeppni. Gildir þar sama um þann iðnað, sem til hefir verið í landinu að undanförnu, og þann, sem und- irbúningur er hafinn að. Skipa- viðgerðir eru t. d. svo dýrar, að engum útvegsmanni kemur til hugar að leggja skipum sínum hér í þurrkví, þar sem hægt er að fá viðgerðir í Bretlandi fyrir hluta af kostnaðinum hér. IVokkrar staðreyndir. Málum er nú svo komið, að margir togarar eru þegar farnir að selja með tapi. En þar hefir gróðinn verið mestur að undan- förnu, svo sem kunnugt er. Talið er, að togararnir þurfi að selja fyrir allt að 7 þúsund sterl- ingspund, /til þess að mæta kostnaði. Síðstu vikurnar hafa allmargir togarar selt fyrir 4 6 þúsund stpd., og hefir það ekki komið fyrir áður, frá því að verðbólgan hófst. Og þótt út- gerðin sé nú vel stæð, mun slíkt tæpast ganga til lengdar. Andstæðingar Framsóknar- flokksins geta ekki lengur kall að viðvaranir hans í dýrtíðar málunum hrakspár, afturhald eða dýrtíðarstagl. Staðreynd- irnar blasa við og þær tala sinu máli. Verðfall á fiskinum er ekki „hrunstefna" Framsóknar- flokksins, heldur napur veru- leikinn, sem kallar á ráðstaf- anir. Ábyrgðarlitlir menn og fyrir- hyggjulausir vilja ekki horfast í augu við staðreyndirnar, held- ur nota aðferð strútsins, þegar hættan nálgast. Þeir hafa verið í meirihluta hér að undanförnu og snúið frá, þegar átaka var þörf. Úrræði Framsóknar* flokksins. Verðfall á aðalútflutnings- vöru landsmanna er vandamál allrar þjóðarinnar. Það snertir launamenn, verkamenn, iðn- aðarmenn og bændur, álveg eins og þá, sem útveginn stunda. Vandamál þetta þyrfti ekki að vera jafn örlagaríkt og nú eru horfur á, ef skynsamlega hefði verið á málunum haldið. Framsóknarflokkurinn hefir frá því fyrsta haft skýra og hik- lausa stefnu í dýrtíðarmálun- um og sett hana fram í hvert skipti, sem stjórnarmyndun hefir verið rædd. Hann hefir jafnan talið það grundvallar- skyldu hverrar stjórnar að bægja vofu dýrtíðarinnar frá atvinnuvegum þjóðarinnar. Sjónarmið Framsóknarflokks- ins hafa í aðalatriðum verið fólgin í þeim þremur atriðum, sem komu fram í lögbindingar- frumvarpinu 1941 og Sjálfstseð- ismenn voru farnir að eigna sér og voru komnir að því að sam- þykkja. Þessi leið er fólgin í niðurfærslu dýrtíðarinnar, í jöfnum hlutföllum miili af- urðaverðs og kaupgjalds. Veru- legur hluti af stríðsgróðanum yrði svo tekinn til almennings- þarja, svo að hann minnkaði í einstaklingseigu í samræmi við það, sem kaupmáttur hans jókst við lækkun dýrtíðarinnar. Þetta er ótvírætt sú heppileg- asta leið, sem völ er á og veld- ur minnstri röskun. Bættur hagur manna síðari árin stafar ekki fyrst og fremst af háu kaupgjaldi, heldur miklu frem- ur af stöðugri atvinnu og meiri atvinnu en áður þekktist. Það er hæpið, að hagur manna væri nokkru betri nú en áður, ef vinnustundirnar væru hinar sömu og fyrir stríð. Eigi þjóðin að komast heil út úr ógöngum dýrtíðarinnar, er þetta eina færa leiðin. Einn aðilinn af þessum þremur — bændurnir — hafa jafnan tjáð sig reiðubúna til samvinnu við launþega og stórgróðamenn um ráðstafanir þessar. ÓvLssan. Forvígismenn launþeganna hafa einatt alið á þeirri skoð- un, að margar krónur verðlitl- ar væru meira virði' en færri krónur verðmeiri. Ekki skal ég fullyrða, hversu almenn sú trú er. Hitt er augljóst mál, að ó- vissa sú, er nú ríkir i fjármálum þjóðarinnar, getur ekki staðið til lengdar. Þeir, sem fljóta í stríðsgróðanum og leika sér að margvíslegu fasteignabraski, líta á stríðsgróðann sem ævin- týri, sem þeim beri að skemmta sér við. Hús í Reykjavík ganga kaupum og sölum, jarðir eru keyptar úti um landsbyggðifia, ef þar fyrirfinnast einhver hlunnindi, og hvers konar ann- að brask hefir aldrei þrifizt bet- ur en nú. Öll skattalög eru snið- gengin. Dæmi eru um það, að jarðir séu keyptar á 100 þúsund krónur, en kaupverðið skráð á 50 þúsund krónur eða jafnvel minna. Þetta er lögmál stríðs- gróðabrasksins. Þeir, sem ekki lifa í ævintýr- um og vinna fyrir sér á heiðar- legan hátt, standa hins vegar frammi fyrir mikilli óvissu um þær verðlagsbreytingar, sem kunna að verða. Ýmsir ráðast í byggingar og húsakaup af iliri nauðsyn fyrir allt að tífalt verð, miðað við það, sem var fyrri stríð. Hvernig reiðir þessum mönnum af? Sumir ætla að geyma sparifé sitt í von um verðlækkun og áframhaldandi gildi peninganna. Hvernig reið- ir þeim af? Þannig mætti lengi rekja. Óvissan í peningamálunum er undirrót margvíslegs glund- roða og ævintýramennsku, sem er lítt samboðin siðuðu þjóðfé- lagi. Því hlýtur sú krafa að fá aukinn hljómgrunn, að fjármál- unum verði komið á varanlegan og heilbrigðan grundvöll. Gengislækkun. Ýmsir spá því, að núverandi stjórnarflokkar æíli að leysa þessi vandamál með gengis- lækkun. Og kommúnistar, sem höfðu gengishækkun á stefnu- skrá sinni um síðustu kosningar, eru nú farnir að ræða manna á milli um gengislækkun, sem helzta úrræðið út úr ógöngun- um. Gengislækkun hlýtur að mæta mikilli andúð, enda með ein- dæmum heimskuleg aðferð. Stöðug útþensla á peningun- um er aðeins blekking — van- hugsaður flótti frá erfiðleikun- um. Með gengislækkun er níðst á því fólki, sem á undanförnum áratugum hélt uppi atvinnu- rekstrinum með sparifé sínu og öllum þeim, sem á síðustu ár- um hafa gætt peninga sinna, en ekki kastað þeim á glæ. Þetta er einnig hlífð við þá stór- gróðamenn, sem falið hafa pen- inga sína í fasteignum og ýmis konar braski. Jón Árnason framkvæmda- stjóri ræðir þessi mál nokkuð í athyglisverðri grein í nóvem- Garðyrkjuritið 1945 Garðyrkjuritið 1945 er ný- komið út. Er það gefið út af Garðyrkjufélagi íslands, en rit- stjóri þess er Ingólfur Davíðs- son grasafræðingur. Rit þetta er að vanda vel úr garði gert og flytur margar greinar um margvisleg efni, einkum þó snertandi garðyrkju og ræktun og önnur þau mál, er garðyrkjumenn varða sér- staklega. En flestar eru grein- arnar skrifaðar af þeim Ingólfi Davíðssyni og Sigurði Sveins- syni og Halldóri Ó. Jónssyni. í formála að ritinn segir Ing- ólfur Davíðsson meðal annars: „Garðyrkjan er ung sem sjálf- stæð atvinnugrein á íslandi. Var hún oftast stunduð í hjá- verkum sem ígripavinna. Það eru ekki iiema tuttugu ár síð- an fyrsta gróðurhúsið var byggt, en sá atburður olli aldahvörfum í íslenzkri garðyrkju. Upp frá því var svo um munaði farið að hagnýta jarðhitann við rækt un. Gróðurhús og garðyrkju- berhefti Samvinnunnar 1944. Hann rökstyður þar ýtarlega þá skoðun sína, að hægt sé að tryggja verðgildi peninganna, og segir: „Ef við eyðileggjum ekki gildi þeirra sjálfir með vitlausri fjár- málastjórn, eins og gengisfalli, til að ná hluta af erlendu innstæðun- um í ríkissjóð á kostnað alls al- mennings í landinu,_s&m á fé í sparisjóðum, en til gróða fyrir fast- eignabraskara, sem hafa lagt stríðsgróða sinn 1 fasteignir jafnóð- \ óðum og hann hefir borizt þeim í hendur, meðal annars til að geta svikið skatta." Slík dæmi munu alþekkt og þessir menn, ásamt kommúnist- unum, undirbúa nú verðfellingu krónunnar. Hjá bændastéttinni stendur dæmið þannig: Tekjum síðustu ára hefir verið varið til lúkning- ar skuldum, t. d. kreppulánum, (Frkmhald á 6. síðu) stöðvar taka óðum að rísa upp á heitum stöðum — ylræktar- tímabilið hefst. Fyrr var engin garðyrkj ustétt til í landinu að kalla, en nú fjölgar óðum þeim, sem gera garðræktina að aðal- atvinnugrein.“ Síðar segir hann: „Frá því að garðyrkjuskóli ríkisins að Reykjum í Ölfusi hóf göngu sína 1939 hafa útskrifazt 47 garðyrkjufræðingar alls. Er og verður skólinn garðyrkju- stéttinni og garðyrkjunni í landinu hinn mesti styrkur. Fá nemendur þar bóklega og verk- lega undirstöðuþekkingu — veganesti á garðræktarbraut- inni. Hafa flestir þeirra snúið sér að ylrækt að loknu skóla- námi.“ Enn segir Ingólfur: „Jarðhitinn er ómetanleg auðlind á íslandi, og lyftistöng eins mikilsverðasta þáttar garð- yrkjunnar — ylræktarinnar. Standa nú víða gróðurhús í hverfum og þyrpingum á jarð- hitasvæðum. Skiptist stærð gróðurhúsa þannig eftir héruð- um: Reykjavík og grennd 1000 fermetrar, Mosfellssveit 8900, Árnessýsla 26457, Borgarfjörður 6500, Mýrasýsla 180, Vestfirðir 380, Húnavatnssýsla 530, Eyja- fjarðarsýsla 800, Þingeyjarsýsla 700, Hornafjörður 70 og Vest- mannaeyjar 50 fermetrar .... Auk þess mun stærð ylreita í sambandi við gróðurhúsin vera á sjötta þúsund fermetra. Læt- ur nærri, að alls séu rúmir fimm hektarar glerþakin jörð á yl- ræktarsvæðunum. Ennfremur er talsvert af vermireitum utan gróðurhúsastöðvanna víða um land.“ í Garðyrkjuritinu er saman- þjappað miklum fróðleik, auk þess, sem þar eru ýmsar leið- beiningar, er garðyrkjumönnum fá að haldi komið. Það er rösk- ar 130 blaðsíður að stærð. Kathryn Q. Thorilarson; isiendingar frá Norður-Dakota í herþjónustu á ísiandi Grein þessi birtist nú fyrir nokkru í öffru íslenzka blað- inu vestan hafs, Lögbergi. Er þar sagt frá íslendingum þeim frá Norður-Dakota, sem dvaliff hafa hér í herþjón- y ustu undanfarin misseri. Mun sjálfsagt marga fýsa aff sjá hana, því að menn þeir, sem hér um ræffir, eiga mik- inn frændgarff víffáNum land. Erlend nöfn og titlar er látiff halda sér, eins og höfundurinn hefir frá því gengiff. Nokkrir Norður-Dakóta-ís- lendingar *iafa verið í herþjón- ustu Banfiaríkjanna á íslandi. Á meðal þeirra eru tveir ungir menn, sem höfðu uppruna sinn í Upham-byggðinni í Norður- Dakóta, en eiga nú báðir heima í Fargo, og er annar þeirra í land- en hinn í sjóhernum. Eru þeir Captain Sigurður Sidneý Björnson, sonur Dr. B. K. Björnsonar og konu hans, Krist- ínar Sigurðardóttur Swanson, Fargo, en fyrrum frá Upham, þar sem móðir Mrs. Björnson, Mrs. Margaret Swanson lifir enn, og Lt. Carl J. Freeman, sonur Guðmundar Freeman og konu hans, Guðbjargar Helga- dóttur Goodman, Bottineau, N,- Dakóta, sem heima á í Upham byggðinni og í Uphamþorpinu. Eru bæði þessi hjón víðkunn á meðal Vestur-íslendinga sem fyrirnjyndar- og ágætis mann- eskjur. Hefir Cpt. Björnson ver- ið á íslandi siðan í febrúar 1944. Er hans staða dýralæknir (base veterinarian) nálægt Reykja- vík. * Sidney útskrifaðist sem dýra- læknir frá Annesháskólanum í Iowa 1939. Vann hann með föð- ur sínum frá þeim tíma, þangað til hann fór í herinn. í skóla var hann við hergefingar og var því í liðsforingjavaraliði. Hér í landi var hann heilt ár í Fort Piley, Kansas, og styttri tíma í E1 Paso , Texas, og Colarado Springs, Colarado. Hann fór næst til Englands, dvaldi þar um tíma og svo til íslands. Sidney hefir hitt tvö bræðra- börn móður sinnar í Reykjavík. Eru það þau Anna Ásmunds- dóttir, dóttir Ásmundar heitins Sveinssonar, sýslumanns, og Sig- urjón Jóhannsson, sonur ^Jó- hanns heitins Sveinssonar. Er Sigurjón hálfbróðir Ingibjargar, Helgu og Erlends Sveinssonar, sem búa nálægt Bantey, N.-Da- kóta. Voru Ásmundur og Jóhann bræður Sigúrðar heitins Sveins- sonar, föður Mrs. Björnson og afa Sidney. Tvær systur þessara bræðra eru á lífi og eru þær María Benáon, móðir Ásmundar og Óskars Bensonar, lögfræð- inga í Bottineau, og þeirra systkina, og Sigurlaug Peterson, Bottineaú, móðir Sveins Peter- son þar. Mun Sidney hafa hitt eitthvað af föðurfólki sínu heima líka. Cpt. Björnson giftist 1940 Flor- enz Dinwoodie af skozkum ætt- um. Hún útskrifaðist frá ríkis- háskólanum í Fargo fyrir nokkr- um árum síðan og er hér við blaðamennsku á meðan maður hennar er á íslandi. Sidney á tvö systkini, eru það Kristjana og Margaretta, sem bæði útskrifuðusf frá háskólan- um hér í Fargo og eru nú bæði við framhaldsnám við ríkishá- skólann í Columbus, Ohio. Lieutenant Freeman fór til ís- /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.