Tíminn - 31.07.1945, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.07.1945, Blaðsíða 2
TtMlM, [iriðjntlagimi 31. jiilí 1945 57. Mafí Þriðjjudagur 31. júlí Skyldu þeir leita til Ölafs? Kosningaúrslitin í Bretlandi hafa að vonum vakið gífurlega athygli. Um þau er hvarvetna rætt og ritað. Menn keppast um að útskýra fyrir sjálfum sér og öðrum, hverjar séu orsakir og afleiðingar þessara atburða, og öll flokksháðu dagblöðin í Reykjavík hafa eftir beztu getu reyn't að sannfæra lesendur sína um það, hversu mikill sigur þessi úrslit séu fyrir þeirra flokk og þeirra málstað. Þetta segir jafnvel Þjóðviljinn, þótt aðeins 2 kommúnistar næðu kosningu og fylgi þeirra reyndist jafn- vel enn minna en búizt var við. Það er jafnvel ekki laustrvið, að í sumum blöðunum megi lesa það á milli línanna, að ekki sé örgrannt, að þau kunni nú að eiga einhvern þátt í þessari glæsilegu útkomu, ef allt væri skoðað niður í kjölinn. En þótt allt þetta hlakk og tíudd utaní jafnaðarmannaflokk inn brezka sé næsta kátbros- legt, þá hefir þó forustugrein- in í Morgunblaðinu á föstu- daginn var ein hlotið þá frægð, að komast á hvers manns varir. Og við því er ekki að amast, því að hún átti það skilið. Það væri tjón, ef slík perla færi beint í glatkistuna. En íslendingar geta verið glensfullir, þótt þeir hafi stundum verið orðaðir við tóm- læti, og sjá ekki verr en aðrir hinar spaugilegu hliðar hlut- anna. Þessi hæfileiki fólks hef- ir þegar gert ritstjórnargrein Morgunblaðsins landsfleyga. Og heyrzt hefir, að ágætasta kímni- skáld okkar sé þegar búið -að fella hugsanir og tilfinningar greinarhöfundarins í stuðla. Þetta var ekki neinn hundamat- ur fyrir það. Morgunblaðið kemst sem sé að þeirri niðurstöðu, að ósigur í- haldsflokksins brezka stafi af því, að hann tók ekki upp sömu vinnubrögð og Sjálfstæðis- flokkurinn hér og gerði banda- lag við ábyrgðarlausustu stjórn- málaskúma þjóðfélagsins um það að blekkja fólkið með hald- lausum fyrirheitum og svæfa það með ópíum verðbólgunnar. „Ef brezki íhaldsflokkurinn hefði tekið upp sams konar eða svipaða baráttu og Sjálfstæðis- flokkurinn hér á landi, myndu kosningaúrslitin í Bretlandi hafa orðið á annan veg. Brezka íhaldsflokknum fataðist....... Því fór sem fór,“ segir Morgun- blaðið. Hér er ekki neitt verið að fara í launkofa með sjálfsálitið^, Á- framhaldið hlýtur að koma af sjálfu sér í huga hvers manns, sem les þessar setningar: Chur- chill var sá skollans rati að láta knésetja sig. Hann „skildi ekki“ hið „nýja viðhorf.“ Hann er ekki eins mikill karl og af er látið. Það er bara „of-birtan“ af hæfileikum hans — hún „Viefir villt mönnum sýn.“ En hér á íslandi var uppi flokksforingi, sem betur vissi, hvað gera skyldi til þess að halda lýðhyllinni. Ólafur Thors kunni réttu tökin. Og hefði ekki íhaldsflokknum brezka verið vorkunnarlaust að taka Ólaf og Sjálfstæðisflokkinn til fyrir- myndar, áður en lagt var út í orrahríðina? Það er eins og maður sjái I anda eina háttsetta persónu í islenzkum stjórnmálaheimi — sjái hana belgjast út og veifa handleggjunum, eins og hún ætli að hefja sig til flugs — á yfirlætinu. Hinn mikli, íslenzki lærimeistari bíður þess, að tvistraðar sveitir íhaldsmann- anna brezku leiti skjóls hjá honum, ráðvilltar og bljúgar eftir glappaskot sitt. O-jæja, ætíi það sé ekki úr þeim derr- ingurinn og óráðþægnin! * Annars er þetta aðeins ein hlið á þessari dæmalausu rit- stjórnargrein Morgunblaðsins. Einingarskraf. Kommúnistar og Kveldúlfs- liðið er sífellt að skrafa um ein- ingu. Það klingir stöðugt í þeim herbúðum, að nauðsyn sé á ein- ingu um stefnu ríkisstjórnar- innar. Þetta væri nú gott og blessað, ef einhver vissi til þess, að ríkisstjórnin hefði til taks nokkur úrræði í helztu vanda- málum þjóðarinnar eða ákveðna stefnu um lausn þeirra. En all- ir vita, að svo er ekki, og það er broslegt að hlusta á þessi hróp um nauðsyn þjóðareiningar um ráðleysisfálm ríkisstjórnarinnar í fjármálum og atvinnumálum. „Friðrofar“. Framsóknarmönnum eru bor- in friðrof á brýn, af því að þeir vildu ekki taka þátt í stjórnar- myndunartiltæki hinna flokk- anna um stefnulaust fálm og lýðskrum, en gerðu það að skil- yrði, að vandamálin væru tekin föstum tökum og framkvæmd heiðarleg framfarastefna. Jafnaðarmenn í Bretlandi voru einnig kallaðir friðrofar af íhaldsmönnum þar, af því að þeir vildu ekki eftir styrjaldar- lokin taka þátt í „þjóðlegri ein- ingarstjórn“, sem ekki hafði á- kveðna stefnu um lausn vanda- málanna. Morgunblaðið lá brezkum jafnaðarmönnum mjög á hálsi fyrir þetta og varð tíðrætt um einingu, sem rofin hefði verið. Nú sýnir það sig, að brezkir jafnaðarmenn unnu sigur. Hér skal ekki lagður dómur á kosn- ingastefnu jafnaðarmanna. Til þess skortir gögn. Svo mikið er þó vitað, að þar hefir ákveðnum úriausnum verið heitið um mörg mál, en ekki treyst á „nýju föt- in keisarans“. Því er ljóst, að brezka þjóðin hefir metið meira fyrirheit um ákveðna stefnu um lausn vandamálanna en inni- haldslítið skraf um einingu. „Sá lýgur, sem liggur,“ sagði maðurinn. Morgunblaðið virðist aðhyllast þessa kenningu. Það sést á skrafi þess um brezku kosningarnar í sumar. Ný er blaðið sem sé mjög uppveðrað yfir frammistöðu „friðrofanna“_ í Bretlandi, en telur að „eining- armenn“ þar í landi hafi ekki skilið, hvað við átti. Hvað læra má. Út af því, sem gerzt hefir í Bretlandi, Svíþjóð og raunar fleiri löndum nú á síðustu mán- uðum, mætti draga þær álykt- anir, að það væri víðar en í þessum löndum lítið lagt upp úr tali um „pólitíska einingu“, nema menn hafi glögga hug- mynd um, hvað gera eigi. Hitt er svo annað mál, að í einu landi kunna menn að aðhyllast jafn- aðarstefnuna og í öðrum lönd- um aðrar stefnur. En vel mætti Morgunblaðið hafa áhyggjur af því, að fleiri og fleiri komi auga á, að „einingarstjórnin“ á ís- landi hefir lítið annað til þess j^ið skýla með nekt sinni en nýju i fötin keisarans — þessi gömlu, | sem við allir könnumst við. Hlutur kommúnista varð heldur lítilfjörlegur í j brezku kosningunum. Tveir | þingmenn af 640. Brezka þjóðin I er ekki búin að gleyma fram- komu þeirra pilta, þegar hún barðist fyrir lífi sínu og tilveru og þeir drógu úr baráttuþreki landa sinna eftir mætti — af því að sú var þá .línan að .aust- an. Bretar munu heldur ekkert kæra sig um flokkseinræði eða þetta „fulkomnasta lýðræði í heimi“, sem dómprófasturinn í Kantaraborg skrifaði um hér um árið bókarkorn, sem kom- múnistar höfðu á boðstólum um síðustu alþingiskosningar hér. Svo aumir eru kommúnistar, að nú þykjast þeir hafa stutt jafn- aðarmenn á Bretlandi. Þykjast þeir ekki líka alltaf hafa stutt Bandamenn í styrjöldinni, nú eftir að sigurinn er unninn? Hvert var erindið? Mörgum er það ráðgáta, hvaða erindi stjórnarliðið taldi sig Túlkun þess á stjórnmálavið- horfinu er önnur saga, ekki síð- ur kyndug. Það er fyllilega gefið í skyn, að Verkamannaflokkur- inn brezki sé eitthvað náskylt dýrtíðarbandalagi kommúnista og Sjálfstæðisflokksins hér. Þetta er þó hrapallegur mis- skilningur. Þegar stríðinu í Norðurálfu lauk, neituðu jafn- aðarmennirnir brezku að vera í stjórn, er ekki hefði fast- mótaða stefnuskrá í viðreisnar- málum þjóðarinnar. Forustu- menn hans kröfðust ákveðinna ráðstafana, er tryggðu almenn- ingi örugga afkomu og bætt lífskjör í framtíðinni, virtu að vettugi kröfur íhaldsmanna um pólitíska einingu þjóðarinnar um það, sem þeim fannst ekki fela í sér viðunandi lausn, og gengu síðan til kosninga með mjög rækilega stefnuskrá, þar sem kveðið var á um það, hvað þeir vildu gera og hvernig þeir ætluðu að gera það. Þetta var nú síður en svo í anda dýrtíðar- bandalagsins héi\, sem helzt virðist einmitt hugsa sér/að lafa á því vígorði, að þjóðin verði „að standa saman“, þótt það hafi ekkert annað að bjóða, þeg- ar til kastanna kemur, en sukk og ráðleysi og almenn fyrirheit gefin út í bláinn. Ritótjórar Morgunblaðsins og aðrir dikta- fónar Ólafs Thors þurfa því ekki að verða andvaka af hrifningu yfir því næstu nætur, að það hafi verið ríkisstj órnin hér, sem Bretar voru að kjósa, þegar þeir greiddu frambjóðendum jafn- aðarmannaflokksins ^atkvæði. * Þá er það enn eitt atriði þess- arar ritstjórnargreinar í Morg- unblaðinu, sem gaman er að veita athygli. Það er tónninn í garð þess flokksins, sem laut í lægra haldi, íhaldsflokksins. Honum er brugðið um skilnings- leysi á ný viðhorf og tregðu á að-taka “nægjanlegt tillit“ til réttmætra óska þjóðarinnar. „Það var þegar auðsætt í kosn- ingabaráttunni,“ segir þar. En síðustu vikur hefir Morg- unblaðið engu tækifæri sleppt til þess að bera lof á þennan sama flokk og spáð mjög ákveð- ið, að hann myndi sigra, en áfellzt Verkamannaflokkinn fyrir áð segja upp stjórnar- samvinnunni. Daginn, sem kosn- ingarnar fóru fram, birtist sér- stök ritstjórnargrein um Chur- chill og síðustu kosningaræð- una. Það var rétt eins og þegar Morgunblaðið er að heita á Reykvíkinga að kjósa nú hann Bjarna Ben. einu sinni enn. Kjörorðið var: „Þegar býður þjóðarsómi, þá á Bretland eina sál.“ Með öðrum orðum: Allir með Churchill. Þá var ekki verið að fjasa um það, að „hann skildi ekki þetta nýja viðhorf," sem Mogginn er að gefa í skyn að skapazt hafi í heiminum við samfylkingu Sjálfstæðisflokksins og komm- únistanna hér, þótt nú sé komið upp úr dúrnum, að þetta hafi verið „auðs»tt“ löngu áður. Svo líða 22 dagar. Kosninga- úrslitin eru gerð heyrinkunn. Churchill er fallinn og hefir beðizt lausnar. Og þá er það skyndilega uppgötvað, að það var „Framsóknarstefnan,“ sem Churchill og Mbl. höfðu verið að berjast fyrir. Þetta er mjög gott sýnishorn af siðfræði og manndómi þeirra mánna, sem nú ráða Sjálfstæð- isflokknum og Morgunblaðinu. En þetta vekur tæpast traust né tiltrú, hvorki á málgagninu né flokknum. Það er þvert á móti hlegið um land allt. Þessir atburðir minna einn- ig óþægilega á það, að sú var tíðin, að Morgunblaðinu lá ekki út af eins kalt orð tiljiaz- istanna í Þýzkalandi eða fal- angistanna á Spáni og nú til dags. Það var líka áður en það réðist, hverjir ofan á yrðu í heimsátökunum. Það er í því eins og öðru, að ekki lætur ætíð að líkum. Óvæntir hlutir geta alltaf gerzt. En þá er að vera nógu fljótur að snúa við blað- inu. eiga á fundi i sumar.Talsmenn- irnir vorú búnir út með lýð- skrumsræður, nauðaómerkileg- ar, þar sem „nýsköpunarstaglið“ var aða'latriðið. Þegar þeir voru yfirheyrðir um ráðstafanir rík- isstjórnarinnar, til þess að örva framfarir, vafðist þeim tunga um tönn. Tautuðu eitt- hvað um, að Pétur eða Páll væru að kaupa bát eða að láta smíða bát, eins og það væru verk ríkisstjórnarinnar. Þrátt fyrir — en ekki vegna þess. Framsóknarmenn sýndu fram á, að verðbólgustefna stjórnar- innar og ráðstafanir hennar yfirleitt leggðu stein í götu framfaranna.Síhækkandi fram- leiðslu- og stofnkostnaður drægi úr mönnum kjark og bökuðu framfaramönnum fjár- hagserfiðleika. í móti kæmi ekk- ert nema „nýsköpunarstaglið". Það sýndi bezt hve miklu væri af að státa, að stjórnarliðið teldi sér til gildis, að mönnum væri ekki neitað um gjaldeyri til framfara af hundruðum milj- óna, sem þjóðin ætti erlendis. Það mun nú orðið almennt viðurkennt, að þeim framför- um í atvinnumálum, sem nú eru gerðar, er hrundið í fram- kvæmd af áhugamönnum, þrátt fyrir þær hindranir, sem stjórn- arstefnan leggur í götu fram- faramannanna, en ekki vegna þess, sem ríkisstjórnin .hefir aðhafzt. Flotholtið. Stjórnarliðar reyndu að draga athygli sjávarútvegsmanna frá því, hvernig stöðugt væri þrengt þeirra kosti með því að halda því fram, að ríkisstjórnin hefði til vegar komið hækkun fisk- verðsins á vetrarvertíðinni. Heldur fór þó ljóminn af þessu afreki, þegar það var upplýst, að sú litla hækkun á fiskverði, sem varð um'stundarsakir, kom til af því, að stjórnin kom því ekki fram, að brezki samning- urinn frá 1944 yrði framlengd- ur, en það reyndi hún eins og hún gat. Það upplýstist þvi, að (Framhald á 7. slðu) E R LE N T Y FIR LIT Kosningaúrslitin í Bretlandi Kosningaúrslitin í Bretlandi, sem kunngerð voru síðastliðinn fimmtudag, hafa vakið feikna athygli um allan heim og það ekki áð ástæðulausu, svo mjög sem þau komu mönnum á óvart. Þeir, sem kunnugastir voru stjórnmálunum í Bretlandi, voru í miklum vafa hvor flokkanna, i Verkamannaflokkurinn eða í- j haldsflokkurinn yrði ofan á í i kosningunum. Sumir héldu, að Verkamannaflokkurinn myndi j fá lítinn meiri hluta, en aðrir, bjuggust við því gagnstæða.'En að Verkamannaflokkurinn einn! rnyndi fá hreinan meiri hluta á þingi hefir víst fáum dottið j í hug. Verkamannaflokkurinn hefir fengið 390 þingsæti af 640, en íhaldsflokkurinn, er áður var stærsti flokkur þingsins og stjórnarflokkur, fékk 198 þing- sæti. Verkamannaflokkurinn hefir því hreinan meirihluta á þinginu, eða meira en 150 þing- sæti umfram aðra flokka til samans. „Þetta er í fyrsta sinn, sem jafnaðarmannaflokkurinn fær hreinan meiri hluta á þingi í Bretlandi. Af þeim 390 þingsætum, sem Verkamannaflokkurinn hefir fengið, hefir hann unnið 214 við þessar kosningar, en 4 þingsæt- Wmston Churchill um, sem hann hafði áður, tap- aði hann. En við kosningarnar 1935, þegar seinast var kosið í (Framhald á 7. síðu) Attlee, húverandi forsœtisráðherra, á útifundi maHR NÁ6RAHNANNA Vísir ræðir í ritstjórnargrein á föstu- daginn um kosningaúrslitin í Bretlandi og afstöðu blaðanna hér til þeirra. Þar segir : „Þótt brezku kosningarnar hafi að vonum verulega þýðingu i Bret- landi, virðast þær þó munu verða örlagaríkari hér á landi. Morgun- blaðið dregur þær ályktanir af úr- slitunum, að brezki íhaldsflokkur- inn hafi ekki reynzt eins úrræða- góður og meirihluti Sjálfstæðis- flokksins, sem svo sem kunnugt er, hóf samstarf Við kommúnistana og Alþýðuflokkinn á síðast ári. Sú er þó veilan í röksemdafærslunni, að brezki ve'rkalýðsflokkurinn er i engum tengslum eða skyldleika við kommúnistana, en viðhorf brezku þjóðarihnar til þess flokks kemur ljóslega fram í úrslitum kosning- anna, með þvi að tveir kommúnist- ar hafa til þessa náð þingsæti, en ef sama væri hlutfallið hér á landi, virðist sem þingmannatala komm- anna yrði brotabrot af einum þing- fulltrúa, og þá væntanlega vin- semdarvottur einhvers þingmanns- ins til kommúnista, en ekki beint flokksfylgi. Slík fyrirbrigði þekkj- ast á þingi, svo sem samvinnan ber vitni um. Brezki verkalýðsflokkurinn hefir ávallt verið þjóðlegur og borgara- legur flokkur, sem starfað hefir á heilbrigðum grundvelli og varizt hefir allri áleitni kommúnista, enda vísað henni þráfaldlega á bug.“ Á laugardaginn er aftur vikið að þessu í ritstjórnargrein Vísis. Þá er svo að orði komizt: „Broslegt er hins vegar, hve fíkn- ir íslenzkir stjórnmálaflokkar eru í að draga ályktanir sér í vil, af úrslitum kosninganna i Bretlandi. Þetta mætti ef tll vill til sanns veg- ar færa, ef um væri að ræða úrslit kosninga á Norðurlöndum, en brezk stjórnmál eru svo gerólik þeim ís- lenzku, að þar kemur samanburður tæplega til m greina. Kommúnistar fengu tvo fulltrúa kosna í- Bret- landi, en þrátt fyrir það slær Þjóð- viljinn upp fyrirsögn yfir þvera síðuog eignar flokksbræðrum sínum . í Bretlandi sigur verkalýðsflokks- ins.“ * * * Mörg blaöanna tala í föðurlegum áminningartón í sambandi við kosn- ingaúrslitin. Þjóðviljinn ber þær sakir á Morgunblaðið, að það hafi talað illa um kommúnista í Rúmeníu í leyfis- leysi. Hann grípur tækifærið og segir með talsverðum þjósti: „Morgunblaðið tók fyrir nokkrum dögum upp kosningaræðu brezka íhaldsleiðtogans Churchills, og taldi hana þungvægt innlegg, einnig í íslenzkum stjórnmálum. Nú hefir brezka þjóðin svarað kospingaæs- ingum íhaldsflokksins þar og níð- inu um sósíalismann, sem var aðal- áróðursefni afturhaldsins. Einnig þar var aðalslagorð íhaldsins „bar- áttan gegn kommúnismanum." Svar brezku þjóðarinnar hefir nú borizt hingað til lands, —yog væri Morg- unblaðinu hollt að hugleiða það svar.“ Morgunblaðinu finnst aftur á móti mest þörfin á að beina geiri sínum að „Sjálfstæðismönnum, sem ekki hafa áttað sig á nýja tímanum“ — ekki sætt sig við að flokkurinn gengi í sæng með kpmmúnistum. Til þeirra er þessari umvöndun beint: „Kosningaúrslitin í1 Bretlandi . hafa einnig sinn boðskap að flytja þeim fáu Sjálfstæðismönnum, sem hafa ekki enn áttað sig á nýja tímanum og eru því með nöldur í garð ríkisstjórnarinnar. Væri vel, að þeir drægju sem fyrst réttar á- lyktanir af reynslu íhaldsflokksins brezka." * * * Piltur að nafni Einar Bragi Sigurðs- son hefir skrifað skemmtilegar greinar í Þjóðviljann að undanförnu. Hefir þar verið margt frumlegt. Síðasta grein hans heitir „Kvenfrelsi og frjálsar ástir." Þar kemst hann svo að orði um hugsjónir kommúnista i þessum efnum: „Við viljum reyndar sizt af öllu, að konur hætti að eignast börn, þvi að öll börn eru okkur kær, enda ekki um aðra aðferð að ræða til að viðhalda byggð á hnettinum. En við viljum heldur ekki missa ' af sérhæfileikum slíkra kvenna sem Nobelsverðlaunarithöfundanna Sig- riðar Undset, Selmu Lagerlöf og Pearl S. Buck, eðlisfræðingsins Madame Curie eða jafnmikilhæfra kvenna íslenzkra sem Ólafíu Jó- hannsdóttur, Sigrúnar Blöndal, Brietar Bjarnhéðinsdóttur, Katrín- ar Thoroddsen og Laufeyjar Valdi- marsdóttur svo að nokkrar afbragðs konur séu nefndar. Þess vegna komum við málum svo fyrir, að við þurfum hvorki að verða af hæfni kvenþjóðarinnar til annarra starfa en heimilisstarfa né heldur láta barneignir stöðvast." Þetta er mjög upplýsandi, og ekki neitt hégómamál. Fólki ætti að vera kærkomið að vita, hvernig þessu vanda- máli skal hagað í draumariki sósíal- ismans. Þeir gera þá ekki ráð fyrir véltækni á þessu sviði. Degi síðar heldur þessi efnilegi blaða- maður og erindreki kommúnista hug- leiðingum sínum áfram: „En hættum nú*að tala um gifta fólkið og alla þess heimilisharma og gleði og snúum okkur að ógifta fólkinu. Verður efki óskaplegt laus- læti á því, þegar enginn áfellist það einu sinni fyrir að eignast ó- skilgetin börn, hvað þá að það sé húðstrýkt eða því rennt í poka nið- ur í Drekkingarhyl? Verða stelp- urnar ekki alltaf „bom“ og strák- arnir með Gunnu I dag og Siggu á morgun?" Það stendur ekki á svarinu. Auðvit- að getur Gunna greyið orðið „bom“. þegar minnst varir, og Sigga eignazt króa, sem illa gengur að feðra. En það (Framhald á 7. síðu) f

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.