Tíminn - 31.07.1945, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.07.1945, Blaðsíða 4
4 Tími\!\. frrlgjwdaglim 31. |úlí 1945 57. blað Örlög íslands ákveðin 1939 Kunningjarabb - Merkur bóndi á Vesturlandi, sem um áratugi hefir fylgt Sjálfstæðisflokknum að málum, hefir beðið Tímann fyrir þennan greinarstúf. Var hann skrifaður í fyrra og sendur Morgunblaðinu til birtingar, en mun ekki hafa fundið náð fyrir augum ritstjóra þess, því að í fórum þeirra hefir hann legið óbirtur framundir þetta. Ég átti tal við greindan mann hér um daginn, og barst talið að pólitíkinni okkar, eins og ger- ist og gengur. Þar þá nýbúið að greiða atkvæði i Dagsbrún um uppsögn kaupsamninganna. — Þeir vilja fá meira kaup, þetta er það, sem við viljum all- ir, meiri peninga og aftur meiri peninga, það er ekkert að segja við því. — Nei, sagði vinur minn. Það er ekkert að segja við því, en gallinn er sá, að hér er ekki ver- ið að afla peninga með forsjálni og dugnaði úr skauti náttúr- unnar eða á annan hátt, hér er bara verið að gera kröfur til ráð- deildar og dugnaðar annarra manna, — þeirra, sem eiga að borga. í réttu lagi hefir enginn rétt á að gera slíkar kröfur nema til sjálfs sín, þar hefir hver rétt á að gera kröfur svo háar sem vill. Annars er þessi Dagsbrúnaratkvæðagreiðsla hið mesta niðurlag fyrir kauphækk- unarmennina. Með einhliða á- róðri er ekki hægt að fá nema 1300 af meir en 3000 til þess að greiða atkvæði með hærra kaupi handa sjálfum sér, og nær 200 greiða atkvæði beinlínis á móti því. Ekicert sýnir betur, hversu vérkamenn skilja vel, hvernig í þessum málum liggur; og hversu heimskulegt það er, að heimta hærra kaup eins og nú er ástatt einmitt fyrir verkalýðinn sjáif- an. Eins og stendur er kaupgjald í landinu alltof hátt, líklega ekki minna en einum þriðja, ef ekki meira, til þess að samræmi sé á milli afurðaverðsins og kaup- gjaldsins, að minnsta kosti hvað landbúnaðarafurðirnar snertir, þó gert væri ráð fyrir verði sex- mannanefndarinnar. Sé miðað við árið 1914 meðan allt var í heilbrigðu ásigkomulagi, hefir afufðaverðið hækkað um 6—13 falt meðan kaupgjaldið hefir hækkað um 18—36 falt. Nokkuð gæti þessi mismunur lækkað, með því að verkalýðurinn nyti að sínu leyti hinnar miklu tækni sem orðið hefir í framleiðslu- háttum hin síðari árin, en þó ekkert nálægt þvi að náð yrði samræmi. Enginn bóndi hefir tök á því að greiða það kaup, sem nú er greitt í kaupstöðum landsins, þó að stöku bóndi geri það, að greiða þetta kaup einum manni eða svo um blásláttinn, þá er það nokkuð annað, en að borga slíkt allt árið. Þess vegna er atvinnuleysi eftir stríðið fyr- irsjáanlegt og er jafnvel þegar farið að örla á því. Atvinnuleysi á sér aldrei stað af öðrum á- stæðum en ofháu kaupgjaldi eins og nú er komið atvinnu- háttum þjóðarinnar. Allir lifum við á framleiðslunni beinlínis eða óbeinlínis. Tekjur þjóðar- innar eru það, sem fyrir fram- leiðsluna fæst, hvort sem hún er seld innanlands eða utan. En gjöldin, það sem fer til við- halds framleiðslutækjunum og framfærslu þjóðarinnar, þ. e. kaup og laun allra stétta þjóð- félagsins. Það er því skiljan- legt að kaup og laun mega ekki vera hærri en það, að framleiðsl- an beri sig, þá er líka allt í lagi, eigi það gagnstæða sér stað, þá fer landið á höfuðið fyrr eða síðar, þannig var það 1939, þá var landið raunverulega komið á höfuðið af því að kaupgjald og laun höfðu þá um langan tíma verið alltof há, og varð því að grípa til róttækra ráðstafana, sem voru í því fólghar að lækka krónuna, en það var einungis dulbúin kauplækkun. Hrunið 1939 átti sér stað, þrátt fyrir mikið atvinnuleysi um langan tíma, sem hafði verkað sem mót- eitur gegn þ/í, og hafði hrunið það í för með sér, að verkamenn urðu að lifa við mjög skarðan kost, og bændur að lifa meira hundalífi en nokkurn tíma hafði þekkst áður, þó að þeir legðu nótt með degi, og þrátt fyrir miklar framfarir í búnaði, sem gerði allt að helmingi meiri framleiðslu á hvern vinnandi mann en áður hafði verið, en þetta gekk allt til vinnuþeg- anna, bændur höfðu þarna unn- ið fyrir gýg, það voru aðrir, sem nutu uppskerunnar. — — En jafnaðarmenn segja, að allt sé að kenna bölvuðum heild- sölunum og þessum ríku djöfl- um, sem allt út sjúga, skaut ég inn í. ___ —Þessír~ menn græða einmitt á aðgerðum sósíalistanna, háa kaupið er vatn á þeirra myllu, fjöldinn eyðir þess meir, sem hann fær meira handa á milli fyrir lítið starf. Er máske ekki nema gott til þeás að vita, að einhver verði til að hirða þá peninga, sem annars mundu renna út í sandinn. — En þessir ríku menn eru flestir Sjálfstæðismenn. — Já, vitanlega. Þetta eru allt hyggnir menn, annars væru þeir ekki ríkir, þeir mann\ skemma sig ekki á því að vera t. d. kommúnistar, en skjóta bara hýru auga til þeirra, þeg- ar enginn sér til. Sama er að segja um kommúnistana, þeir eru ekki eins vitlausir og marg- ir halda» þeir nota þessa ríku menn á sama hátt og Hitler Gyðingana, það er ætíð nauð- synlegt að hafa einhverja til að skamma, og telja fólkinu trú um að þarna eigi þeir í þessari ógurlegu baráttu fyrir velferð fjöldans, en á þann hátt er hægt að vekja öfund og tortryggni, en það eru fjörefnin í fæðu þessara flokka. Eins er það í kaupgjalds- málunum, sósíalistarnir eru hreint ekkert blankir þar held- ur, þ. e. a. s. forsprakkarnir, þeir hækka kaupið með öllum ráð- um, sem þeir geta, þó að þeir viti vel, að það er alltof hátt, og eryginn atvinnuvegur getur greitt það, og hlýtur því að skapa öllum atvinnurekendum mikla erfiðleika í baráttunni við taprekstur framleiðslunnar og hindrar alla nauðsynlega út- færslu, jafnframt því sem at- vinnuleysingjarnir hrúgaát upp í stórhópum, fátækt og armæða verður mikil hjá hinum fátæk- ari hluta verkalýðsins, sem minnst hefir úrræðin. En svo eru menn, sem njóta kauphækkunarinnar en er ekki í neinni bráðri hættu, en það eru launamennirnir, sem hafa fasta atvinnu og trygga stöðu. Atvinnuleysi verkalýðsins trygg- ir þessum mönnum laun sín eins ég hefi áður sýnt fram á, hann verður að spara svo að þessir fái notið sinna ríkulegu launa. Þetta gerir skiljanlegt, hvað verkamenn eru lítið ginkeyptir fyrir hærra kaupi, þeir hafa engan áhuga fyrir því, að aðrir auðgist á þeirra fátækt. En for- sprakkar sósíalista, sem allir eru launámenn, þeir berjast eins og Hitler fyrir veldi ariska þjóð- stofnsins, fyrir veldi launamann anna, svo að þar mætti rísa upp voldug stétt, sem likja mætti við lénsherrana á miðöldunum, efnaða og sterka, en blómið á þeim fagra gróðri væru hinir auðugu, og hver veit nema for- sprakkarnir gætu einhvern tíma náð upp í þær sigurhæðir. Þetta er jafnaðarmennska eins og hún raunverulega verður í fram- kvæmdinni, hún gerir þá fátæku ennþá fátækari og þá ríku rík- ari. — Þetta sagði vinur minn um leið og hann kvaddi og gekk jút úr dyrunum. En ég sat eftir og hugsaði um i þjóðmálin. Víg Kambans Öll dönsk blöð hafa nú birt yfirlýsingar stjórnarinnar um víg Guðmundar Kambans skálds. Sendifulltrúi íslands, Jón Krabbe, hefir fyrir hönd ekkju Kambans staðið í samn- ingum við dönsku stjórnina og hefir hún ákveðið að bjóða ekkju Kambans sex þúsund króna árlegan lífeyfi. Hæfileg endalok Samband ungra Sjálfstæðis- manna hefir talið, að herferð þess gegn U. M. P. í. þyrfti að hljóta einhver endalok. Þing S. U. S. er kom saman í júní, gerði því samþykkt í málinu. Mjög hafði hún fjarlægzt hið upp- runalega árásarefni. Ungir Sjálf stæðismenn hafa lært það af þessum tveimur greinum, sem ég hefi skrifað hér í blaðið um þetta mál, að ekki er auðvelt að krefjast þess af U. M. P. í., að það veiti ekki pólitískum mönn- um trúnað, þar sem vitað er um mörg félagasambönd, hliðstæð U. M. F.. í„ sem gengið hafa skör lengra í því að velja pólitíska menn til forustu, án .þess að nokkrum hafi hugkvæmzt að láta starfsemi þeirra gjalda þess eða hefja um það opinber blaða- skrif að tilefnislausu. En slíkt var upphaf þessa máls. Samþykkt þessi er áScorun til U. M. P. í. um að ráða sér nýjan erindreka, því að varhugavert sé og óviðeigandi, að pólitískur erindreki sé jafnframt erindreki U. M. F. í. Sá er galli á gjöf Njarðar, að U. M. F. í. hefir eng- an erindreka haft i þjónustu sinni síðan Halldór Kristjánsson ferðaðist um fyrir sambandíð 1940, og er samþykkt þessi því fullkomið vindhögg, sem bygg- ist á þekkingarleysi á þeim mál- um, sem verið er að burðast með samþykktir um. Hefir stjórn U. M. P. í. gert athugasemd i Morg- unblaðinu við áskorunina í sam- ræmi við þetta. Það er vel farið, að S. U. S. hefir horfið frá þeirri villu sinni að bannfæra menn í ópólitísk- um trúnaðarstörfum vegna af- skipta þeirra af landsmálum, en það var hin upphaflega krafa til U.M.F.Í. Sannast hér enn, að oft verður litið úr því högginu, sem hátt er reitt. Daniel Ágústínusson. Á síðastliðnum árum hefi ég oft hugsað um það, og sjálfsagt hafa fleiri gert það, hvernig mundi ástand lands og þjóðar hafa verið, og vera nú, ef Þjóð- verjar hefðu hernumið ísland eða fengið hér einhverja yfir- ráðaaðstöðu, áður en ófriðurinn hófst. Niðurstaða þessara hug- leiðinga hefir orðið á þann veg, að vafalaust hefði orðið hér engu betra ástand en í öðrum löndum, sem þeir hafa hernum- ið, og heyrum við nú daglega í útvarpinu og lesum í blöðum margar hryllilegar sögur af því. Svo mikið er víst, að auðsöfnun einstakra manna og erlendar inneignir bankanna hefðu verið minni og velmegun almennings ekki veriff til, en skortur og neyð verið hið daglega brauð þjóðar- innar. Hefir þjóðin þakkað það eins og vert er, að guðleg for- sjón hefir varðveitt hana frá þeim hörmungum? Betur að svo væri, en eitt er víst, að til þessa dags hefir ekki verið metið al- mennt að verðleikum ýmislegt, sem einstakir menn, á einn og annar hátt, hafa gert til að koma í veg fyrir, að óhamingja og hörmungar stríðsins kæmi yfir þjóðina. í þýddri grein úr stórblaðinu „Times“, sem birt- ist í „Tímanum“ nýlega, er get- ið meðal annars um eitt atriði, sem mér hefir verið kunnugt síðan vorið 1939, og ég hefi stundum minnzt á í öúðtali við kunningja mína, en sumir þeirra hafa viljað gera heldur lítið úr því af „flokkslegum“ eða per- sónulegum ástæðum. Það var snemma vors 1939, að ég átti einu sinni erindi við þáverandi landbúnaðarráð- herra, Hermann Jónasson, sem einnig var forsætisráðherra. Ég kom í biðstofuna í stjórnarráð- inu fyrir hádegi, og var þar orð- ið fjölmennt fyrir, er ég kom, og flestir áttu erindi við áður- nefndan ráðherra, og varð ég því að bíða langan tíma eftir viðtali við flann. Kl. liy2 fór inn til 'hans sá næsti á undan mér, og var hann stundarkorn inni, en þegar hann var að ljúka erindi sínu, komu inn í biðstof- una tveir fínir útlendir herrar, og sagði dyravörðurinn, að þeir ættu aðgang á undan mér, þetta væru Þjóðverjar, sem hefðu ver- ið búnir að tilkynna komu sína, og varð ég að sjálfsögðu að sætta mig við það, þótt ég hins vegar gæti búizt við, að þeir tækju upp það, sem eftir væri af viðtalstíma ráðherrans. Eftir litla stund fór að berast ómur af nokkuð háværu samtali fram í biðstofuna, og von bráðar komu þessir þýzku herrar út, og gengu hvatskeytlega til dyra, og virtust mér þeir vera reiðir. Fékk ég þá strax aðgang að ljúka erindi mínu, og fékk það afgreitt eins og efni stóðu til. Ég hefi þekkt Hermann Jón- asson persónulega frá samveru okkar við vinnu á skólaárum hans, og var því svo djarfur að segja við hann, að mér hefðu virzt þessir þýzku herramenn vera reiðir, þegar þeir komu út frá honum. Ráðherrann brosti, og sagði, að svo gæti verið, því hann hefði sagt þeim hrein- skilnislega, að hann segði aldrei já, þegar hann vildi segja nei, £ða teldi sig eiga aff gera þáff. Hann væri ekki svo mikill „diplomat", eins og hann orðaði það. Ég gerðist þá „frakkur" og forvitinn og fór að spyrja nán- ar úti í þetta, og fékk að vlta, að Þjóðverjar vildu fá hér rétt- indi til flugferða og flugvalla- gerðar. Færði ég mig þá enn upp á skaftið, og spurði, hvort ekki væri ábatavænlegt fyrir þjóðina að veita þennan rétt, en fékk svar á þessa leið: „Það er einnig stórhættulegt, það er öllum hugsandi mönnum ljóst, að ófriður er yfirvofandi og get- ur hafizt næstum hvaða dag sem er, og því kemur ekki til mála að veita þessi réttindi.“' Ég set hér ekki fleira af sam- tali okkar Hermanns Jónasson- ar að því sinni, en mér hefir oft dottið í hug, er ég hefi minnzt þessa atviks, það, sem sagan segir, að Einar Þveræing- ur hafi sagt, þegar Þórarinn Nefjólfsson kom með vinmæli frá Noregskonungi, og beiðni um að fá Grímsey. Mér virðist það vera hliðstætt að ýmsu leyti. Ég sé það á Morgunblaðinu, að forráðamönnum þess er hálfllla við, að því sé á loft haldið, að Hermann Jónasson hafi átt mikilsverðan þátt (kannske mestan) í þessari viturlegu neit- un, um flugréttindi til handa Þjóðverjum vorið 1939. En ég er sannfærður um að svo er. Um hlutdeild annara aðila í því hefi ég heyrt áður, og dettur ekki i hug að efast um, en þeir aðilar, stj órnarráð og utanríkismála- nefnd, munu þá hafa verið skip- aðir að meiri hluta, fulltrúum frá Framsóknar- og Alþýðu- flokkunum,, en engum frá þeim flokki, sem nú virðist vera jafn- vel „hæstráðandi til sjós og lands“ á þessum „hundadögum" (Framhald á 7. síöu) lands í október 1944. Er hann í miðlunardeild (communicati- ons) í sjóhernum og er hann líka í Reykjavík. Gekk hann i sjóherinn 28. febrúar 1944, og var fyrst í Fort Schuyler, New York, 1 tvo mánuði, svo var hann sendur til Harward University, þar sem hann dvaldi fjóra mán- uði við nám. Þaðan var hann sendur vestur að hafi og var hann stuttan tíma i Seattle og Astoria, Oregon. Svo lá leiðin til baka til Boston og þaðan beint til íslands. Carl útskrifaðist frá ríkishá- skólanum í Fargo 1933. Var hann County Extension Agent í Kidd- er County, N.-Dakóta, um tíma. Seinna var hann búfræðiráðu- nautur fyrir nokkur stórfélög í þessari grennd. Lieutenant Freeman giftist 1936, Lois Beith, af skozkum ættum, sem útskrifaðist frá há- skólanum um líkt leyti og hann. Eiga þau fjögur kornung, mann- vænleg börn, sem með móður sinni eru í Fargo. Carl er yngstur af hinum mörgu og færu börnum Guð- mundar og Guðbjargar Free- man. Eru systun hans Mrs Ás- mundur Benson, og Mrs Th. Thorleifson, Bottineau, Mrs Eg- ill Fáfnis, Glenboro, Manitoba, Miss Emily Freeman, Fargo, og Petty Officer Second Class Est- her Bjorg Freeman í Waves nú í Indianhead,« Maryland. Var Esther Bjorg í Grand Forks áð- ur en hún fór í Waves og vann þar að mannfélagsþjónustu (social service). Bræður hans eru John, Farm Security Ad- ministiation, Fargo, og Willí- am, County Extension Agent, Boiýbells, N.-Dakóta. Á íslandi hefir Carl hitt eitt- hvað af frændfólki sínu. Bæði Carl og Sidney hafa oft verið boðnir heim til fólks Lárusar Bjarnasonar og Hjalta Pálsson- ar. Eru þeir ungu mennirnir, sem komu til Fargo í fyrra til að ganga í skóla. Carl og Sidney una sér vel á íslandi. Finnst þeim fólkið þar framúrskarandi gestrisið og skemmtilegt. Líka hafa íslenzku byggðirnir í Pembinasýslu lagt til menn í þessa sendiför til íslands. Úr Garðar-byggðinni er það Haraldur Freeman Melsted, sem er nú á íslandi. Er hann sonur Benedikts M. Melsted og konu hans Geirfríðar Jacobsdóttur Freeman frá Grafton. Er Bene- dikt einn eftir af þeim stóru og myndarlegú Melstedsbræðrum, landnemum í Garðarbyggð. Eru þau hjónin bæði mjög vinsæl í byggð sinni. Haraldur Freeman fór frá Ameríku í desember 1943, fyrst til Englands um tíma og þaðan til íslands. Hafði hann verið í hernum frá því í seþtember 1942. Var hann fyrst í Fort Ril- ey, Kansas, þar sem hann var æfður til að vera hermannalög- regluþjónn (military police).Svo var hann færður í aðra deild og settur í skóla (Government In- telligence School), og var hann við það nám sex mánuði í Omaha, Nebraska, Kansas City og Chicago. Þá var hann gerð- ur félagi í Counter Intelligence Camp og næst sendur yfir haf- ið. Á íslandi hefir Freeman hitt eitthvað af skyldfólki, sem tók á móti honum með opnum örm- um og hefir verið honum mjög vinveitt. Var hann um tíma i hreysi eða búð með Ragnari H. Ragnar heima. Var þessi Ragn- ar söngkennari víða á meðal Vestur-íslendinga í nokkur ár. Áður en hann fór í herinn var Freeman yfirkennari í Bux- ton og Cavalier miðskólunum. Hann útskrifaðist 1940 frá May- ville kennaraskólanum. Systkini á hann fimm, þrjá bræður og tvær systur. Eru menn beggja systranna í vopna- liði Bandaríkjanna og tveir bræður hans líka. Eru systumar Elín, Mrs. F. H. Goldsmith, Lincoln, Nebraska og er maður hennár lieutenant í sjóhernum og Sigrún, Mrs. David> Harding, nú í Childrens, Texas. Er mað- ur hennar lieutenant í flug- hernum. Bræðurnir eru Björn, sem hefir verið við kennslu og lær- dóm síðan hann innritaðist 1942. Kenndi hann sjómönnum við vísindaskólann í Wahpeton en sjálfur hefir hann verið við lær- dóm við Biiss rafmagnsskólann í Washington, D.C., og er nú í Corpus Christ, Texas, við radio nám. Svo er Corporal Sigurð- ur, sem er með Engineers Unit í her General Pattin’s í Þýzka- landi. Skömmu áður en hann fór í herinn hafði hann útskrif- azt Ph. D„ frá University of II- linois. Er yngsti bróðirinn, Al- vin, heima, þar sem hann er stoð og stytta foreldra sinna við búskapinn. Frá Mountain er Jacob Pétur Arason nú á ÍSlandi. Hefir hann verið þar síðan í febrúar 1942, að undanskildu eins mánaðar fríi haustið 1943. Hefir hann verið sjómaður síðan í apríl 1941. Var hann fljótlega settur á útvarpsskóla og er hann í þeirri deild. Var hann fyrst við lær- dóm í San Diego í sex mánuði, svo fór hann til Seattle skömmu áður en Bandaríkin fóru í strið- ið og eftir að það skall á, var hann sendur til íslands eftir stutta viðdvöl í Washington, D.C., og New York City. Er J. P. sonur Sigurðar og Guðrúnar Arason, er fyrir ári eða svo, fluttu til Grand Forks, en fyr á Mountain. Er Guðrún dóttir Gamaliels Thorleifsonar og konu hans, Katrínar sálugu Tómasdóttur Jóhannessonar frá Garðar, bæði of vel þekkt á með- al Vestur-íslendinga til að þurfa neina kynning hér. Fram að þeim tíma að hann gekk í her- inn var J. P. á skóla og við vinnu hjá Gamaliel afa sínum á sumrin. / Á íslandi hefir hann verið víða, um stund í Reykjavík, svo Horni, ísafirði, Grímsey, Siglu- firði og Vestmannaeyjum. Þegar' hann var í Grímsey fékk hann viðurkenningu fyrir að sjá og segja frá þýzkri flugvél svo skyndilega, að tími varð nægur til að skjóta niður vélina. Á Siglufirði sá J. P. margt skyld- fólk ömmu sinnar, Sólveigar sál. Arason. Er mér ekki kunnugt um ætt hennar nema það, að hún var náskyld bæði séra Hans Thorgrímssyni og séra Níels Thorlákssyni. Á Akureyri og 1 Eyjaflrðinum fann hann eitt- hvað af frændfólki móður sinn- ar. Fór hann til Bægisár og heimsótti séra Theódór Jónsson. Höfðu amma hans og afi, Kat- rín og Gamalíel og móðir hans, þá kornung, lifað þar ásamt séra Theódór síðasta ár sitt á íslandi. Sýndi Þorsteinn hon- um baðstofu ömmu og afa hans, sem nú er orðin hænsna- hús. J. P. gifti sig haustið 1943, þegar hann kom heim, Marin Oddson frá Arlington, Virginia. Er faðir hennar Björn Oddson, bróðir Sveins Oddsonar i Win- nipeg. Vinnur hún í stjórnar- skrifstofu í Washington og heldur til.hjá foreldrum sínum. Eiga þau litla dóttur. Systkini J. P. eru Edith, Mrs. Erde F. Starkey, Davids Lake, Kathlyn, Mrs. Gvendur Björn- son Kirkland Wash., Sylvia, sem vinnur á skrifstofu á ríkishá- skólanum í Grand Forks, Lu- ella og Lawrence, bæði heima og enn i skóla, og Jón, sem fór í herinn í desember 1943 og er nú á Þýzkalandi. Einn bróðirinn, Gamaliel Theodore Arason, var á leiðinni til íslands í febrúarmánuði 1943 og átti að vera þar á sæ- símaritskoðaraskrifstofu (Cable Censors Bureau), en fórst þegar skipi hans var sökt einhvers- staðar norður í hafi. Var hann vænn piltur og mjög vel látinn. Einn annar íslendingur frá Norður-Dakóta á íslandi er Lieutenant Leonard Dalsted. Er hann einkabarn þeirra Ola og Kristínar Dalsted, sem nú eiga heima í Grand Forks. Var afi hans Bjarni Dalsted í Akra byggðinni, einn af fyrstu skóla- kennurum á meðal íslendinga D Dakóta. Móðir Leonards var hálf-systir frú Stefaníu Guð- mundsdóttur, leikkonu. Lieut- enant Dalsted útskrifaðist frá ríkisháskólanum í Fargo fyrir nokkru síðan og þar á eftir vann hann fyrir Bandaríkjastjórn. Mun hann vera giftur innlendri konu frá Grafton, en ég veit ekki hennar nafn. Leonard hefir verið í Reykjavík og mun vera um það bil að koma heim, ef hann er ekki kominn. Þau Captain Anna Ólafson, hjúkrunarkona frá Garðar og Lieutenant Colonel Dóri Hjálm- arsson frá Akra voru með þeim fyrstu frá Dakota, sem fóru heim. Þar sem hefir verið getið um þau bæði í blöðunum áður, orðlengi ég ekki um þau meira. Má vera að fleiri íslendingar frá Dakota séu á gamla landinu, en hér er ekki kunnugt um þá. Allir vinir þessara ungu manna gleðjast með þeim yfir dvöl þeirra á íslandi, jafnframt að þeir óska þeim góðrar ferðar til baka og hamingjusamrar heimkomu áður en mjög langt líður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.