Tíminn - 21.08.1945, Blaðsíða 3
62. blað
TÍMIMV, briðjndaglnn 21. ágnst 1945
3
EYSTEINN JONSSON
5 ára f járstjórnarafmæli
Það mun hafa verið í apríl
á þessu ári, sem Sjálfstæðismenn
áttu 5 ára fjárstjórnarafmæli.
Þeir höfðu þá haft fjármála-
ráðherra úr sínum hópi í 5 ár.
Það væri full ástæða til þess
að flokkurinn hefði haldið þessu
á loft, ef allt hefði verið með
felldu, en það hefir nú ekki
verið gert.
Áður en Sjálfstæðismenn tóku
við fjármálastjórninni, var ekki
haldinn stjórnmálafundur í
landinu, án þess að þar kæmi
fram fulltrúi frá Sjálfstæðis-
flokknum til þess að lýsa yfir
því, að þeim flokki einum væri
trúandi til þess að fara með
fjármálastjórnina, sakir ráð-
deildar þeirra, mikillar sparsemi
og svo byggju þeir yfir úrræð-
um, sem enginn mátti að visu
vita hver voru, er gerðu kleift
að lækka hinar „svívirðilegu"
skattaálögur Framsóknarflokks-
ins, án þess að skerða framlög
til þarflegra mála.
Síðan Sjálfstæðismenn tóku
við fjármálastjórninni hefir
þessi þáttur á stjórnmálafund-
um fallið niður og má væntan-
lega meta það flokknum til lít-
illætis, hve hóflega hann hefir
haldið fram afrekum flokks-
manna sinna við fjármála-
stjórnina — eða máske ein-
hverju öðru sé til að dreifa?
Um það geta menn ef til vill
frempr myndað sér skoðun, ef
nokkrar staðreyndir eru rifj-
aðar upp.
Óvcnjnlegt tækifæri.
Fimm síðastliðiri ár eru hin
glæsilegustu fjárhagslega, sem
íslendingar hafa nokkru sinni
lifað. Þjóðartekjurnar hafa
margfaldazt. Aldrei í sögu lands-
ins hefir komið annað eins tæki
urskurð á eyðslunni og sukkinu,
þá fyrirfannst það ekki, en í
þess stað komu tillögur um að
skera niður nokkur framlög til
framfaramála landbúnaðarins.
Yiirklór.
Sjálfstæðismenn reyna senni-
lega að flýja frá þessum stað-
reyndum, með því að segja: Við
höfum að vísu haft fjármála-
ráðherrann, en við höfum ekki
ráðið einir. Við höfum orðið aö
taka tiilit til annara. Þetta er
lítilmótlegt yfirklór, þegar þess
er gætt, að tillögur um sparnað
á rekstrarútgjöldum hafa ekki
verið felldar fyrir Sjálfstæðis-
mönnum. Það má þá einnig fara
nærri um getu Sjálfstæðis-
manna til þess að sýna ráðdeild
í ríkisbúskapnum, þegar þess er
gætt, aö aldrei í fjármálasögu
þjóðarinnar hefir ríkt önnur eins
eyðslusemi í ríkisrekstrinum og
þennan tíma, sem þeir hafa haft
forystuna — og tekur þó út yfir
síðan núverandi ríkisstjórn var
mynduð. Er þar fátt eitt enn í
ljós komið og blöskrar þó mörg-
um það, sem vitað er.
Örlög lýðskrumar-
aima.
Engum mun koma til hugar
að bera á móti því, að niðurstað-
an af fjárstjórn ríkisins undan-
farin ár ér hörmulqg saman-
borið við þau tækifæri, sem gáf-
ust á þessum árum. En ýmsir
munu spyrja: Stafar þetta ekki
af því, að Sjálfstæðismenn hafi
haft forgöngu um að létta stór-
lega skatta og tolla. Munu menn
þá minnast þess, að margir
þeirra hafa eytt beztu árum ævi
sinnar til þess að ráðast á
Framsóknarmenn fyrir þessar á-
lögur til almannaþarfa. Eiimig
munu menn álíta, að gefizt hafi
glæsilegt tækifæri til þess að
létta skatta og tolla og safna
jafnframt stórfé í sjóði ríkisins.
En það er að fara úr öskunni
eldinn, að snúa sér frá gjalda-
hlið ríkissjóðs að sköttunum. Er
skemmst af því að segja, að það
hefir orðið hlutskipti þessara
manna, að framlengja alla toll-
ana frá fyrri tíð, þrátt fyrir góð-
ærið, að þyngja drjúgum beinu
skattana og ofan á þetta varð
svo Pétur Magnússon að bæta
25 miljónum á síðasta Alþingi.
Nærfellt öllu þessu fé hefir
verið eytt jafnóðum og þessum
síðustu 25 miljónum er ætlað að
fleyta ríkissjóði yfir þetta ár,
og er þó fullkomlega tvísýnt um,
að það geti tekizt.
Ömurlegasta vitnið.
Það er tæplega hægt að hugsa
sér ömurlegri vitnisburð um
fjármálastjórn síðustu ára og þá
stefnu, sem enn er haldið, en
skattaálagningu síðasta Alþing-
is, til þess að fleyta rikissjóði
eitt árið enn eftir þeim helveg-
um, sem farnir eru.
Veltuskatturinn er fordæmd-
ur af öllum, nú orðið. Það er
sagt, að hann geti aðeins geng-
iö einu sinni. Allir viðurkenna,
að hann sé ranglátt örþrifaráð.
Er hægt að fá gleggri játning-
ar um það öngþveiti, sem fjár-
málaforusta Sjálfstæðismanna
hefir leitt til, en þessar lýsing-
ar á þeim aðferðum, sem nú eru
taldar nauðsynlegar, til þess að
forða frá greiðsluþroti mitt í
öllu því peningaflóði, sem enn-
þá er?
Kornið að fiknlda-
dögimum.
Sjálfstæðismenn lofuðu
sparnaði. í stað þess hafa þeir
haft forystu um eyðslu og ó-
hóf. Þeir þóttust ætla að lækka
skatta og tolla, en hafa hækkað
hvorutveggja. Þeir þóttust hafa
ráð undir hverju rifi um fjár-
málastjórn landsins, en hafa
með ráðleysi sínu komið svo
málum, að það er stórfellt
vandamál, hvernig afla skuli
ríkissjóði fjár til daglegra út-
gjalda í lok glæsilegasta fjár-
hagstímabils, sem sögur fara af
á íslandi.
Þegar þetta er athugað, þá
fara menn að skilja hvers vegna
ekki var haldið upp á fimm ára
fjárstjórnarafmæli Sjálfstæðis-
manna nú í vor.
En þótt enginn hafi verið af-
mælisfagnaðurinn, munu af-
rekin ekki hafa farið alveg
framhjá mönnum. Þeir voru þó
nokkrir, sem fylgdu Sjálfstæð-
ismönnum að málum vegna
þess, að þeir tóku alvarlega eitt-
hvað af því, sem flokkurinn
sagði um fyrirætlanir sínar í
fjármálum. Þetta var nú ekki
nema eðlilegt. Það er ekki von
að menn geri ráð fyrir því að
óreyndu, að menn leiki annan
eins loddaraleik og Sjálfstæðis-
flokkurinn hefir leyft sér að
gera. Nú vita menn hvað að þeim
snýr. En það er ekki nóg. Það
þarf að sýna Sjálfstæðismönn-
um hvað þessi framkoma kost-
ar. Þeir hefðu gott af því.
FYLGIST MEÐ
Allir, sem fylgjast vilja með
almennum málum, verða að lesa
TÍMANN.
Embla - ársrit kvenna
Fyrir allmörgum árum síðan
gáfu nokkrar konur út ársrit,
sem nefndist „Dropar.“ Voru í
því riti sögur, kvæði og ritgerð-
ir ýmsra kvenna, og vann það
sér þegar vinsældir. Vegna ýmsra
örðugleika féll þó þessi útgáfa
niður, enda á þeim árum erfitt
um bókaútgáfu.
I Nú hafa þrjár konur orðið til
þess að taka upp þráðinn og
hafið útgáfu nýs rits, sem ein-
' göngu er helgað konum. Nefn-
ist það „Embla,“ og er fyrsta
bindið komið út fyrir nokkru.
Á það framvegis að koma út
^ einu sínni á ári. Forgöngukon-
urnar eru Valborg Bentsdóttir,
Karólína Einarsdóttir og Valdís
Halldórsdóttir.
i Um tuttugu konur leggja að
mörkum efni í þetta I. bindi,
ýmist sögur, kvæði eða ritgerð-
ir, þar á meðal flestar þekkt-
ustu skáldkonur landsins, eins
og Hulda, Theódóra Thoroddsen,
Elínborg Lárusdóttir og Þórunn
Magnúsdóttir. En auk þess hafa
svo margar aðrar konur lagt
hönd á plóginn: Ingibjörg Bene-
! diktsdóttir, Halldóra B. Björns-
son, Fríða Einars, Vigdís frá
Fitjum, Halldóra Jónsdóttir,
Sigríður Einars frá Munaðar-
nesi, Guðrún Halldórsdóttir,
Fanney Jónsdóttir, Líba Einars-
dóttir, Elínborg Brynjólfsdóttir,
Arnfríður K. Jónatansdóttir og
Björg Pétursdóttir, auk ritstjór-
anna. Einnig er í þessu bindi
ljóð eftir Höllu Loftsdóttur.
Annars tjáir ekki að þylja nöfn-
in tóm.
í formála ritsins segir:
„Tilgangur Emblu er að birta
sem fjölbreyttastar ritsmíðir
kvenna, fornar og nýjar. Eink-
um munum við gera okkur far
um að ná til þeirra, sem annars
myndu ekki koma verkum sín-
um á framfæri. Einnig langar
okkur til að ná í óprentuð ljóð
eða vísur látinna kvenna, ef
eitthvað slíkt kynni að vera til
í handritum eða minningum
manna. Væntum við þess, að
sem flestir ljái okkur lið í því
efni.
Við vitum, að ísland á margar
vel ritfærar konur og vonum, að
sem flestar þeirra sendi ritinu
eitthvað til birtingar, svo að
efni þess geti orðið fjölbreytt og
vandað. Þótt ekki sé um kvæði
eða sögur að ræða, eiga flestar
konur í fórum sínum minning-
ar, ferðasögur, frásögur úr dag-
legu lífi og fleira, sem þær gætu
fært í skemmtilegan búning.
Okkur væri sérstaklega kær-
komið, ef aldraðar konur vildu
skrifa fyrir okkur minningar
sínar frá yngri árum sínum með
lýsingum á lifnaðarháttum
þeirrar kynslóðar, sem nú er að
kveðja.“
Af þessum orðum má allvel
marka, hvernig ritstjórarnir
hugsa sér, að þetta rit sé úr
garði gert. Það á að vera vett-
vangur þar sem konur koma fag-
fræðilegu efni á framfæri.
Embla er 104 blaðsíður að
stærð í vænu broti og verðið er
15 krónur til áskrifenda, en 20
krónur í lausasölu.
Max Eastman og J. B. Powellr
■ ■
Orlög heimsins munu
ráðast í Kína
Tveir kunnir, amerískir blaðamenn og rithöfundar,
sem mikið hafa látið utanríkismál til sín taka, segja hér
álit sitt á Asíumálunum og afstöðu og þýðingu Kínaveld-
isins í heiminum. Það eru bersýnilega fleiri en þeir, sem
hafa komið auga á, hve mikilvægt er, hvort Kina verður
kommúnistískt einræðisríki eða lýðræðisríki. Rússar og
kínverskir kommúnistar eru þegar farnir að sýna klærnar
þar austur frá og gera sig líklega til þess að sölsa sem
mest af landinu undir sig og auka áhrif sín svo sem auðið
er. — Síðari hluti þessarar greinar birtist í næsta þriðju-
dagsblaði.
færi til þess að sameina það
tvennt, að þegnarnir væru efna-
lega sjálfstæðir og að ríkissjóð-
ur hefði nægilegt fjármagn —
ekki aðeins til þess að mæta
útgjöldum frá degi til dags,
heldur einnig gilda sjóði, til þess
að bera kostnaðinn við fram-
kvæmdir næstu ára.
En hver er svo árangurinn af
5 ára forystu Sjálfstæðismanna
við þessi skilyrði?
Hörmuleg nlðurstaSSa.
Ríkissjóður mun vera nær
eina stofnunin á íslandi, sem
dregst ennþá með mestan hluta
þeirra skulda, sem á hvíldu fyr-
ir styrjöldina. Sjóðir ríkisins eru
sáralitlir og núverandi fjár-
málaráðherra ráðgerir að éta
þá upp þegar á þessu ári.
Útgjöld ríkisins hafa sex til
sjöfaldazt og eru ráðgerð 140—
150 miljónir á þessu ári eða 60
—70% af útflutningsverðmæti
fyrra árs.
Sjálfstæðismenn voru óþreyt-
andi í rógburði sínum um
eyðslusemi Framsóknarflokks-
ins, en það er til marks um
það, hve auðugan garð var
að gresja í því efni, að einn af
þjónum flokksins var látinn
gera athugasemd um það, að
einn ráðherranna hafði sent
reikning yfir 200—300 kr. út-
lagðan bifreiðakostnað vegna
embættisins!
Þeir töluðu digurbarkalega um
margar miljónir, sem mætti
spara af sukkinu.
En sjá, — þegar fyrsti fjár-
málaráðherra Sjálfstæðisflokks-
ins á þessu tímabili, átti að
leggja fram till. sínar um nið-
Kínverjar eru risaþjóð — eins
og tröll á meðal dverga. Kína-
veldi er víðlendara en öll Norð-
urálfa, og þar býr fjórði hluti
alls mannkynsins. Og nú er
þessi risaþjóð að vakna af alda-
svefni. Að dæmi Japana og
Rússa er hún að hefja stór-
fenglegan iðnað í landi sínu.
Þess vegna er það hin mikil-
vægasta spurning, hvort Kín-
verjar verða lýðræðisþjóð eða
múgsefjunarþjóð. Jafnt á frið-
artímum sem í styrjöldum getur
mannmergð þessa mikla lands
ráðið úrslitum, þegar teflt er
um örlög mannkynsins.
Eins og sakir standa, er Kína-
veldi klofið í þrennt. Mansjúría
og austurhluti ríkisins, ásamt
suðurströndinni, hefir lotið ægi^-
valdi japönsku innrásarherj-
anna. Stórt svæði í Norðvestur-
Kína, ekki fjarri landamærum
Ráðstjórnarríkjanna, er í hönd-
um kínverskra kommúnista.
Loks eru svo aðrir hlutar Kína-
veldis, sem lúta stjórn Chiang
Kai-sheks, er mikill meirihluti
Kínverja telur sinn leiðtoga og
þjóðhöfðingja, hvar sem þeir
búa.
Chiang Kai-shek er arftaki
Sun Yat-sen, föður kínversku
byltingarinnar og stofnanda
þjóðflokksins kínverska, Kuom-
intang, er berst fyrir þessum
þremur meginatriðum: óskertu
sjálfstæði þjóðarinnar, lýðræð-
islegu þjóðskipulagi og bættum
hag þjóðar og einstaklinga. Á
árunum 1927—1937 átti Chiang
Kai-shek í höggi við og vann
bug á ýmsum hershöfðingjum,
sem áttu fjölmennu liði á að
skipa og óðu uppi í landinu, og
þá hratt hann einnig tilraun
kommúnista, sem með hjálp frá
Rússlandi reyndu að sölsa undir
sig völdin. Tókst honum að sam-
eina allt Kínaveldi undir merki
þjóðflokksins, nema lítið land-
svæði í norðvesturhluta ríkis-
ins, þar sem kommúnistarnir
leituðu sér athvarfs og bjuggust
um eftir ósigra sína annars
staðar.
Þó að Chiang Kai-shek væri
nú bæði nógu vinsæll og voldug-
ur til þess að gerast einræðis-
herra, ákvað hann að kalla sam-
an stjórnlagaþing 12. nóvember
1937. En af því varð samt ekki,
því að Japanir réðust á Kín-
verja í júlímánuði þetta sama
ár, og þá var þessari ákvörðun
frestað. En á þessu ári, er loks
tók að hilla undir lokasigurinn,
endurnýjaði hann þessa ákvörð-
un, og á þessi þjóðarsamkoma
að setjast á rökstóla 12. nóvem-
ber í haust — á fæðingardegi
Sun Yat-sens.
Kommúnistar snúast gegn
Chiang Kai-shek.
Rétt áður en Japanir létu til
skarar skríða gegn Kínverjum
1937 höfðu kommúnistar gengið
til samninga við Chiang Kai-
shek og heitið því, að liðsveitir
þeirra skyldu lúta yfirstjóm
hans. En þegar Hitler og Stalin
gerðu vináttusáttmála, sinn í
upphafi heimsstyrjaldarinnar,
kom afturkippur í samningana,
og loks dró að því, að kommún-
istar neituðu að halda þá. Með
skírskotun til þess, að þeir væru
„byltingarmenn en ekki umbóta-
menn“ lýstu þeir sig og her sinn
sjálfstæðan og óháðan. Hafa
þeir nú sína sérstöku ríkisstjóm,
sérstaka mynt og blöð, sem að
öllu leyti eru háð þeirra eftir-
liti. Öllu, sem ekki samrýmist
þeirra skoðunum og hagsmun-
um, er haldið niðri með harðri
hendi, og nýlega hófu þeir harða
hríð gegn tilraunum Chiarig Kai
sheks til þess að mynda lýðræð-
isríki í Kína og lýstu fyrirhug-
að stjórnlagaþing hans „þræla-
samkundu“ sex mánuðum áður
en kosningar til þess áttu að
fara fram.
Á hvora sveifina snýst Kína?
Þannig er þá ástatt í Kína um
þessar mundir. Japanir eru úr
sögunni á meginlandi Asíu, en
hvort Mansjúría og Norður-
Kína, þar sem mest er af hrá-
efnum þeim, er þarf til stóriðju,
mun falla kommúnistum í skaut
og hin tröllaukna kínverska
þjóð þannig nauðug viljum sog-
ast inn í andrúmsloft blindrar
múgmennsku, er enn óráðið. En
Bandaríkjamenn geta ekki látið
sig það einu gilda. Eftir því,
hvaða þjóðskipulag kemst á í
Kína fer það, hvort vestrænt
lýðræði eða rússnesk múg-
mennska á að verða leiðandi afl
í heiminum.
Vesturlönd geta beitt menn-
ingarlegum áhrifum, veitt
tæknilega aðstoð, lánað fé og
umfram allt veitt hernaðarlega
og viðskiptalega hjálp. Vopn
Rússa eru aftur á móti skipu-
lagður undirróður og efling sam-
taka, sem stefna að því að beita
valdi og undiroka allt, er lýðræð-
ishugsjónunum mætti verða til
framdráttar, og, ef nauðsyn
krefur, vopnuð innrás í nafni
„frelsisins“. Rússar geta ekki
státað af viðlíka velmegun al-
mennings né boðið fjármagn,
tæknikunnáttu eða nauðsynja-
vörur til móts við Vesturlönd.
Það er þetta, sem ætti að veita
okkur vinninginn, ef við höld-
um rétt á og látum ekki blekkja
okkur.
Áróður kommúnista.
Kommúnistar vita þetta, og
þeir láta einskis ófreistað til
þess að slá ryki í augun á okk-
ur. Flóði af bókum, ritgerðum,
frásögnum, fréttaskeytum, fyr-
irlestrum og útvarpsefni er hellt
yfir okkur í því skyni að rugla
dómgreind almennings um mál-
efni í Kína. í þessum áróðri eru
það aðallega fjögur atriði, sem
nú er lögð mest áherzla á. Og
þessi fjögur atriði eru öll grund-
völluð á blekkingum og miða öll
að því að fá okkur til þess að
lofa kommúnismanum rúss-
neska óáreittum að læsa anga
sína um þá 450 miljóna þjóð, sem
byggir hið mikla Kínaveldi.
í fyrsta lagi: Rússland er „lýð-
ræðisríki," og Kínverjar þurfa
því ekki að óttast rússnesk „á-
hrif“.
Owen Lattimore er einn stað-
fastasti boðberi þessarar kenn-
ingar í Vesturheimi. Það var líka
hann, sem taldi málaferlin í
Moskvu og blóðbaðið, sem fylgdi
í slóð þeirra, þegar Stalin var að
tryggja einræði sitt, „sigur lýð-
ræðisins". í bók, sem hann hef-
ir nýlega skrifað, hvetur hann
Bandaríkjastjórn mjög eindreg-
ið til þess að fagna því, að hið
„kommúnistíska form lýðræð-
isins“ öðlist aukin ítök í Mið-
Asíu. Á kápu bókarinnar er nið-
urstöðum hennar lýst á þessa
leið:
„Lattimore færir okkur heim
sanninn um það, að Asíuþjóð-
irnar hafa meiri áhuga á hinu
raunhæfa lýðræði eins og það
kemur þeim fyrir sjónir hand-
an við landamæri Ráðstjórnar-
ríkjanna, heldur en þessum fall-
egu kenningum engilsaxnesku
lýðræðisþjóðanna, sem þær hafa
kynnzt í tengslum við skefja-
lausa heimsveldisstefnu þeirra“.
„Lýðræðis“-stjórnarskrá.
Þessum áróðri var hleypt af
stað i Moskvu árið 1936, þegar
sett var þar ný stjórnarskrá, þar
sem saman var hrúgað alls kon-
ar ákvæðum um mannréttindi,
er sótt voru beint í frelsisskrá
Bandaríkjanna, svo að hægt
væri að auglýsa síðan stjórnar-
skrá Ráðstjórnarríkjanna sem
fullkomnustu lýðræðisstjórnar-
skrá heimsins.
En 1 stað þess að fá völdin í
hendur þjóðkjörinni stjórn, var
Kommúnistaflokknum rúss-
neska þó veitt alræðisvald, (126.
grein). Stalin sjálfur undir-
strikaði þetta ákvæði sérstak-
lega, er hann ávarpaði sam-
kundu þá, sem fjallaði um upp-
kastið að stjórnarskránni.
i