Tíminn - 21.08.1945, Blaðsíða 8
Þeir, setn viljja kynna sér þjjóðfélagsmál, inn-
Iend og útlend, þurfa að lesa Dagskrá.
21. ÁGÚST 1945
61. balð
y AjrarAiÆ tíwaws S*
16. ágúst, fimmtudagur:
Ný stjórn í Japan.
Japan: Japanskeisari fól Hi-
gashi Kuri prins aS mynda
stjórn. Konoye prins, sem var
forsætisráðherra nokkru áður
en Japanir réðust á Bandarík-
in, mun eiga sæti i stjórninni.
Hann vár sagður mótfallinn
styrjöldinni.
Bandaríkin: Tilkynnt, að Mac
Arthur hefði veitt japönsku
stjórninni lengri frest til að
undirbúa för nefndarinnar, sem
á að koma til Manila og taka
á móti uppgjafarskilyrðunum.
17. ágúst, föstudagur:
Sprenging í Osló.
Noregur: Mikil sprenging varð
í höfninni í Osló. Nokkrir tugir
manna fórust, aðallega þýzkir
herfangar, og hundruð manna
særðust. Ókunnugt er um or-
sökina.
Frakkland: De Gaulle breytti
dauðadómnum yfir Petain í ævi-
iangt fangelsi.
Japan: Japanska stjórnin
vann að því, að koma fyrirskip-
unum til herjanna um að gef-
ast upp og hafa þeir hætt allri
mótspyrnu á ýmsum Kyrrahafs-
eyjum. í Burma og Mansjúríu
halda skærur þó áfram, aðal-
lega þó í Mansjúríu, því að Rúss
ar halda þar áfram sókn, þótt
Japanir hafi beðið um vopnahlé
meðan verið sé að ganga frá
uppgj af arskilmálunum.
18. ágúst, laugardagur:
Viðsjár í Búlgaríu.
Búlgaría: Fjórir ráðherrar
fóru úr búlgörsku stjórninni í.
mótmælaskyni gegn því, hvern-
ig hátta á tilhögun væntanlegra
þingkosninga. Telja þeir, að
kosningarnar verði hrein mark-
leysa, ef þær fara fram með
slíkum hætti. — Bandaríkija-
stjórn tilkynnti, að hún myndi
ekki semja frið við Búlgaríu,
nema ný stjórn yrði mynduð
þar og breytt um stjórnarstefnu.
Kommúnistar eru nú mestu
ráðandi í búlgörsku stjórninni.
Jugóslavía: Varaforsætisráð-
herrann sagði af sér í mótmæla-
skyni gegn því, hvernig Tito
ætlar að hátta kosningunum,
sem þar eiga að fara fram . Tel-
ur hann, að vilji kjósenda fái
ekki notið sín, ef höfð verður
sú tilhögun, sem Tito fyrirhug-
ar.
19. ágúst, sunnudagur:
Samiilngarnir í
Manila.
Filippseyjar: Sendinefnd frá
Japönum, sem á að ganga frá
uppgjöf þeirra, kom til Manila
og var byrjuð á viðræðum. Á
nefndin að gefa Bandaríkja-i
mönnum upplýsingar, sem auð-
veldar þeim hernám Japans, en
uppgjafarsamningurinn verður
ekki undirritaður fyrr en í Tokió
þegar búið er að hernema borg-
ina.
Frakkland: Samþykkt á flokks
þingi jafnaðarmanna að hafna
sameiningartilboði frá komm-
únistum.
Grikkland: Tilkynnt, að langt
sé komið með myndun nýrrar
stjórnar.
JAKOB MOLLER
GERÐUR SENOI-
HERRA
Þau tíðindi spurðust í bænum
1 gær og vöktu sérstaka athygli,
að ríkiSst j órnin hefði skipað
Jakob Möller sendiherra i Kaup-
manaaahöfn.
Jakob mun vitanlega, láta af
þingmennsku. Varamaður hans
á þingi er Hallgrímur Bene-
diktsson stórkaupmaður.
Síldaraf linn
Sama og engrar síldar hefir
oröið vart nyrðra um helgina og
eru nokkur skip þegar hætt
veiðum en önnur í þann veginn
að hætta.
í vikulokin nam bræðslusíld-
araflinn á öllu landinu 450.200
hl., en á sama iíma í fyrra
1.290.200 hl. Saltsíldaraflinn
nam í vikulokin 44.171 tn., en á
sama tíma í, fyrra 20.537 tn.
Góð síldveiði
i Faxaflóa
Allmikið af freðsíld
verffiur seniiilega selt
Frökksun.
Ágæt síldveiði er nú í Faxa-
flóa og stunda hana allmargir
bátar frá Akranesi, Keflavík,
Sandgerði, Reykjavík og Hafn-
arfirði.
Hingað til hefir öll síldin ver-
ið fryst til beitu, en horfur eru
nú á, að hægt verði að selja
1000—2000 smál. af frystri Faxa-
síld til Frakklands. Hefir Sölu-
miðstöð hraðfrystihúsanna unn
ið að samningum um þessi við-
skipti og munu þeir vera vel
á veg komnir.
Einnig mun vera byrjað á
því að salta síldina. f fyrra
keypti IJNRA saltaða Faxasíld.
Signrður Thorlacíus
látinn
Sigurður Thorlaéius skóla-
stjóri andaðist síðastliðið föstu-
dagskvöld, eftir stutta legu, að-
eins 45 ára að aldri.
Sigurður Tliorlacius var fætló-
ur 1. júlí árið 1900. Hann heíir
verið skólastjóri Austurbæjar-
skólans frá stofnun hans. Enn-
fremur hefir hann nokkuð gef-
ið sig að opinberum málum og
félagsmálum; verið í stjórn
Sambands ísl. barnakennara og
formaður BWndalags starfs-
manna ríkis og bæja frá stofn-
un þess.
\
„Nýsköpunin"..
(Framhald af 1. síðu)
Ríkisstjórnin er þannig í raun
og veru ekkert annað'en hand-
hægt verkfæri húsabraskar-
apna, en reynt er að leyna al-
menning þessu, eins og þjónustu
hennar við skuggaöflin á öðr-
um sviðum, með því að lofa
honum glæsilegri „nýsköpun" á
svið byggingarmálanna.
Það verður að steypa
stjórii húsabraskar-
anna af stúli.
Reynslaii af framkomu ríkis-
stjórnarinnar í byggingamálun-
um ætti sannarlega að.vera orð-
in næg til þess, að menn tryðu
ekki á hin glæstu „nýsköpunar“-
loforð hennar lengur. Áfram-
haldandi völd hennar þýða það,
að húsabraskararnir halda á-
fram að ráða og byggingarefn-
ið heldur áfram að fara til lux-
ushalla og sumarbústaða meðan
efn4 vantar til nauðsynlegustu
ibúðarbyggingar. Fyrsti áfangi
til að hefja raunhæfa nýsköpun
á sviði byggingarmálanna er að
steypa stjórnarforstu stórgróða-
manna og kommúnista úr stóli,
sem hefir það.m. a. fyrir mark-
mið, að viðhalda húsabraskinu.
Reynslan af framkomu stjórn
arinnar í byggingamálum er
líka ekki aðeins lærdómsrík fyr-
ir þá, sem þar eiga mest hlut
Bráðabirgðalög stjórnarinnar
um afurðaverðið
Hér fara á eftir bráðabirgalög þau um verðlagningu landbún-
aðarafurða, sem ríkisstjórnin gaf út í gær, og nánar er rætt um
á 1. síðu í blaðinu.
1. gr.
Landbúnaðarráðherra skipar
til eins árs í senn nefnd 25
manna, er nefnist „Búnaðar-
ráð“. Nefndin skal skipuð bænd-
um eða mönnum, sem á einn eða
anpan hátt starfa í þágu land-
búnaðarins. Heimilt er að til-
nefna jafnmarga varamenn.
Ráðherra tilnefnir formann
ráðsins og kallar hann það sam-
an til fundar í síðasta lagi 5.
september ár hvert. Það er borg-
araleg skylda að taka sæti í bún-
aðarráði og mæta á fundum
þess, nema lögleg forföll hamli.
2. gr.
Fundir búnaðarráðs eru því
aðeins lögmætir, að allir nefnd-
armenn eða varamenn þeirra
séu mættir. Nú stendur svo á,
að hvorki aðalmaður né vara-
maður geta mætt á fundi og
skipar þá ráðherra mann í
þeirra stað, meðan á forföllum
stendur.
3. gr.
Á 1. eða 2. fundi sínum skal
búnaðarráð kjósa 4 mann í
nefnd, er nefnist „Verðlags-
nefnd landbúnaðarafurða".
Nefndarmenn skulu að jafnaði
valdir ihnan vébanda búnaðar-
ráða, en heimilt er þó að víkja
frá því, ef heppilegra er talið.
Verðlagsnefnd skal kosin meiri
hluta kosningu og er enginn lög-
lega kjörinn nema hann hafi
hlotið atkvæði meiri hluta bún-
aðarráðsmanna, Ef ekki næst
meiri hluti við endurtekna
frjáls^, kosningu, skal kosið
bundmni kosningu milli þeirra,
er flest hafa fengið atkvæði.
Kjósa skal svo menn til vara í
nefndina og taka þeir þar sæti í
forföllum aðalmanna.
(jaynla Síc
4. Stuðlar að hagnýtri verkun
og meðferð landbúnaðarafurða
og hagkvæmri nýtingu markaða
fyrir þær, jafnt innanlands sem
utan.
5. gr.
Verðlagsnefnd landbúnaðaraf- •
urða skal skipuð fimm mönnum,
4 kosnum samkvæmt ákvæðum
3. gr. laganna, en formaður bún- '
aðarráðs er sjálfkjörinn for-!
maður nefndarinnar. Formaður
kveður nefndina til fund’a og
stjórnar störfum hennar.
6. gr.
Störf verðlagsnefndar eru:
1. Að ákveða verðlag á land-
búnaðarafurðum á innanlands-
markaði (kjöti allskonar, mjólk
og mjólkurafurðum, garðávöxt-
um).
2. Að annast aðrar fram-
kvæmdir, sem hingað til hafa
verið í’ höndum mjólkursölu-
nefndar, mjólkurverðlagsnefnd-
ar, kjötverðlagsnefndar og verð-
lagsnefndar garðávaxta, sbr. þó
ákvæði 4. gr.
7. gr.
Verðlagsnefnd ræður sér
framkvæmdarstjóra og annað
'starfsfólk. Framkvæmdarstjóri
sér um daglega afgreiðslu mála
og annast önnur störf, er verð-
lagsnefnd felur honum.
8. gr.
Á fundum verðlagsnefndar
ræður afl atkvæða úrslitum.
9. gr.
Allur kostnaður, er leiðir af
störfum búnaðarráðs og verð-
lagsneíndar, greiðist úr ríkis-
sjóði, eftir reikningi er ráðherra
úrskurðar.
SYSTURNAR OG
SJÓLIÐIM.
(Two Girls and a Sailor)
Van Johnson,
June Allyson,
Gloria DeHaven.
Harry James & hljómsveit
Xavier Cugat & hljómsveit.
Sýnd kl. 6% og 9.
Rlcldar a - lögreglan
(Northwest Kangers)
William Lundigan,
Patricia Dane.
Sýnd kl 5.
Bönnuð yngri en 14 ára.
tlý'a Síc
Þeip gerðn garðinn
frægan
OG
Dáðir
voru drýgðar
eru ágætar skemmtlbækur og
hafa auk þess þann kost aS
vera ódýrar.
DRAFMFR OG
VERULEIKI.
(„Flesh And Fantasl")
Sérkennileg og áhrifamikil
stórmynd.
Aðalhlutverkin leika:
Charles Boyer,
Barbara Stanwyck,
Edward G. Bobinson,
Robert Cummings.
Bönnuð börnum yngri en 14 ára.
\
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Tjarharbíc
OKLAHOMA
(In Old Oklahoma)
Spennandi og viðburðarík
mynd.
John Wayne,
Martha Scott.
Sýning kl. 5, 7 og 9'
E.s. „Lagarfoss"
fer héðan laugardaginn 25. ágúst til Kaupmannahafnar og
Gautaborgar um Austfirði.
Viðkomustaðir á Austfjörðum verða þessir:
Norðfjörður,
Reyðarfjörður,
« ,.
Fáskrúðsfjörður.
' *
Skipið fermir í Gautaborg um 12.—15. september.
Pantaðir farseðlar óskast sóttir í síðasta lagi á fimmtu-
4. gr.
Búnaðarráð gegnir ennfrem-
ur þessum störfum:
1. Gerir tillögur til landbún-
aðarráðuneytisins um setning
reglna um gæðaflokkun og verð-
flokkuh landbúnaðarafurða.
2. Ákveður verðjöfnunarsvæði
samkvæmt 1. gr. laga nr. 1, 7.
janúar 1935 og verðlagssvæði
samkvæmt 9. gr. laga nr. 2, 9.
janúar 1935.
3. Ákveður verðjöfnunargjald
á kindakjöt, mjólk og mjólkur-
afurðir.
10. gr.
Með lögum þessum eru úr gildi
numin:
4. gr. og 8. gr. laga nr. 1, 7.
janúar 1935. t
1. gr. og 2. málsliður 4. gr.
laga nr. 2, 9. janúar 1935.
1. og 2. málsgrein laga nr. 31,
2. apríl 1943.
Loks eru úr gildi numin öll,
önnur lagaákvæði, sem koma í
bága við þessi lög.
11. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Stúdentar hefja útgáfu
nýs tímarits
Stúdentaráð Háskóla íslands
og Stúdentafélag Reykjavíkur
hafa í sameiningu ákveðið að
hefja útgáfu nýs tímarits á
næstkomandi hausti. Hefir
Ragnar Jóhannesson cand. mag.
verið ráðinn ritstjóri að tíma-
ritinu, en auk hans hafa verið
kosnir í útgáfunefnd þeir Björn
Þorsteinsson stud. mag. af hálfu
Stúdentaráðs og Benedikt Bjark-
lind lögfræðingur af hálfu Stúd-
entafélagi Reykjavíkuri
Ritinu hefir verið valið nafn-
ið „Garður" og á það að fjalla
um háskólanám, félagslíf stúd-
enta og stúdentalíf almennt,
fyrst og fremst hér á, landi, en
einnig nokkuð /erlendis o. fl.
Hugmyndin að stofnun tíma-
ritsins kom fyrst fram hjá Stúd-
að máli. Hún er lærdómsrík fyr-
ir alla, því að^hún er ein gleggsta
sönnun þess, að allt „nýsköp-
nar“-glamur syórnarliðsins er
fals og blekking. Það gildir ná-
kvæmlega það sama um önnur
mál og byggingamálin, að raun-
hæf og stórfelld nýsköpun get-
ur ekki átt sér stað fyrr en hinni
óheilbrigðu samstjórn stórgróða
manna og kommúnista hefir
verið steypt úr stóli.
entaráði 1943, eða fyrir um
tveimur árum og var það sam-
þykkt einróma af fulltrúum
allra pólitískra flokka innan
háskólans, að ráðast í útgáfuna.
Þegar málið var síðar rætt nán-
ar þótti rétt, að Stúdentaráð
stæði ekki eitt að útgáfunnj og
þótti hlýða að bjóða elzta og
lang fjölmennasta stúdentafé-
laginu á landinu; það er að
segja Stúdentafélagi Reykjavík-
ur, sem nú er 75 ára, þátttöku
í útgáfu ritsins. Stjórn stúdenta
félagsins tók þessu strax vel,
og var þá strax ákveðið að hefj-
ást handa um útgáfuna.
Ritinu er ætlað að fjalla um
hás'kólaAám og stúdentalíf, fyrst
og fremst hér á landi, en einn-
ig nokkuð erlendis. Það mun
geta sér far um að fylgjast vel
með öllum málum Háskólans,
þróun hans og þroska. Það mun
birta frásagnir og fræðilegar
greinar frá hinum ýmsu náms-
greinum.
Það mun rekja öll helztu tíð-
indi af félagslífi stúdenta, þar
með talin pólitísk hvörf og bylt-
ingar. Það skal þó skýrt fram
tekið, að „Garður" er áháður
allri flokkspólitík, enda stofnað
til útgáfu hans með einróma
samþykki Stúdentaráðs, en það
úag.
H.f. Eimskipafélag islands
U R B Æ N U M
Svavar Guðnason
listmálari hefir opnað listsýningu í
Sýningarskála listamanna. Sýnir hann
þar 36 olíumálverk og f jölda vatnslita-
mynda og teikninga. Sýningin verður
opin frá klukkan 10—10 daglega til
mánaðamóta. Svavar hefir dvalið er-
lendis undanfarinn áratug, en kom
heim með Esju nú í sumar.
Busch kominn.
Fiðlusnillingurinn Adolf Busch, sem
mun halda hér tónleika á vegum Tón-
listarfélagsins, kom hingað loftleiðis í
gær. Ekki er alveg fullráðið ennþá,
hvenær Busch heldur fyrstu hljómleika
sína, en það verður væptanlega í byrj-
un næstu viku. i i
Knud Zimsen sjötugur.
■ Knud Zimsen, fyrrverandi borgar-
stjóri var sjötugur síðastliðinn föstu-
dag. Borgarstjóri og bæjarráð heim-
sóttu hann þá og báðu hann að velja
sér málara til að gera af honum mál-
verk á kostnað bæjarins. Verður mál-
verk þetta geymt í húsakynnum bæjar-
stjórnarinnar.
er, eins og menn vita, skipað
fulltrúum frá öllum pólitískum
flokkum.
Auk þess verða einnig birtar
ritgerðir og kvæði frá eldri stúd
entum eftir því, sem efni fellu>'
til og rúm leyfir.
Fyrsta hefti mun væntanlegt
seint í næsta mánuði. Ráðgert
er að út komi 4 til 5 hefti á ári
og verður hvert hefti 5 arkir í
heldur minna en Skírnisbroti.
Tekið verður á móti áskrift-
um að „Garði“ í bókaverzlunum
bæjarins og eins er hægt að
senda þöntun um ritið beint til
afgreiðslumanns þess, 'en það
er Árni Garðar Kristinsson
stud. jur., Vesttirgötu 52.
Bönnuð sala á rjómaís.
Samkvæmt tilmæ-lum héraðslæknis
hefir lögreglustjóri bannað sölu á
rjómaís hér í bænum. Er þetta gert
með tilliti til mænuveikinnar en hrein-
læti við meðferð þeirrar vöru er oft
ábótavant og í henni þrifst oft all-
mikill gerlagróður.
Farþegar til Bretlands.
Síðastliöið laugardagskvöld fór Brú-
arfoss héðan til Englands. Með skipinu
voru þessir farþegar: Herdís Þorvalds-
dóttir, Ólafía Einarsdóttir, Maja K.
Örvar, Ólöf Gunnsteir sdóttir, Helga
Thorsteinsson, Albert Sigurður Guð-
mundsson, Gunnar Hafsteinn Eyjólfs-
son, Emma Mortensen, Úlfar Þórðar-
son, Árni Guðmundsson, Thomas Ed-
ward Dennis, Baldvin Einarsson, Perey
W. Harding, Svanlaug Ermenreksdóttir
Kristjana Kristjánsdóttir, Wing Comm.
Humphrey, Mr. Mrs. W. R. Ross og
tvö börn.
Farþegar til SvíþjÓðar.
Með flugvél' SILA tll Stokkhólms á
föstudaginn var voru 10 farþegar, þeir
Niels L. Tybjerg, Ágúst Jóhannsson og
frú, Nils S. Tersson, Martin V. Göte
Ólafsson, Aage Holbæk, Agnar Kofoed
Hansen, Sveinn M. Sveinsson, Brynja
Hlíðar og Jónatan T. Jóhannsson.
Námskeið fyrir knatt-
spyrnudómara
hefst í Reykjavík 28. þ. m. og stendur
yfir í eina viku. Þátttaka I námskeið-
inu er heimil öllum félagsmönnum
sambandsfélaga í. S. í. Umsóknir skulu
sendast til Gunnars Axelssonar, for-
manns Knattspyrnudómarafél. Reykja-
víkur. s
Skrifstofur Mjólkursamsöl-
unnar fluttar.
Síðastliðinn þriðjudag voru skrif-
stofur Mjólkursamsölunnar fluttar úr
Fiskifélagshúsinu i hið nýja húsnæði
Samsölunnar við Suðurlandsbraut.
Húsið er nú að mestu fullgert, en vél-
arnar í mjólkurstöðina vantar enn.