Tíminn - 21.08.1945, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.08.1945, Blaðsíða 4
4 TlMB\IV, þriSJndagiim 21. ágnst 1945 62. blað Þegar Lagarfoss kom til Bergen Frásögn Bergens Tldende. Lagarfoss hlaut mjög hjart- næmar viðtökur, er hann kom til Bergen í för þeirri, er hann nú er nýkominn heim úr frá Norðurlöndum. Öll blöðin skýrðu ýtarlega frá komu skipsins og birtu myndir af því og móttöku- athöfninni. Tíminn birtir hér útdrátt úr frásögn blaðsins „Bergens Tid- ende“ 25. júlí, þar sem skýrt er frá komu Lagarfoss: — Lagarfoss, skipið með .gjaf- irnar frá íslandi, kom til Bergen í gær og lagðist að Tollbúða- bryggjunni kl. 14,30. í stafni blakti fáni íslenzka lýðveldisins, en efst í toppi framsiglunnar fáni Noregs. Þá er skipið hafði lagzt að bryggju, kom Friid blaðafulltrúi út að borðstokkn- um og hélt stutta ræðu. Hann sagði frá því, að skipið væri sent af íslenzku ríkisstjórninni og væri fullhlaðið gjöfum frá vin- um.okkar á sögueyjunni. Við fjársöfnunina, sem fyrst var hafin á íslandi, hefði safnast 1 miljón króna. Upphæðin var að mestu leyti notuð til kaupa á vörum, sem sendar voru til Norður-Noregs. Um það leyti og friður komst á, kom íslenzka ríkisstjórnin af stað fjársöfnun til Norðmanna og Dana, sem á 14 dögum komst upp í 3,5 milj. krónur í reiðu fé og auk þess söfnuðust á þeim tíma vörur fyr- ir um 1 milj. kr. Þessu var síðan öllu saman skipt milli Norð- manna og Dana. Danir hafa þegar fengið sinn hluta gjaf- anna, og nú kemur hlutur Norð- manna. íslenzka ríkisstjórnin sýndi þá rausn að senda þetta skip í ferðina, þegar „Lyra“ fékkst ekki, eins og við höfðum vonað, sagði blaðafulltrúinn. Gjafir þær, sem skipið kemur með eru: 215 smál. af söltuðu dilkakjöti, 20 smál. af íslenzkri ull, 30 smál. af niðursoðnu kjöti, 14 smál. af niðursoðnum fiski- bollum, 3,5 smál. af haframjöli og 8 smál. af þurrkuðum eplum. Allt þetta er frá hinni íslenzku fjársöfnun. Auk þess koma frá íslenzka rauðakrossinum 1500 pakkar af ýmsu, þar á meðal fatnaður, skór, sokkar, sápa, þurrkaðir ávextir, grænmeti og þar að auki 8000 gjafapakkar til einstakra manna. Þegar búið var að leggja skipinu við land- festar, gengu um borð fulltrúar bæjarstjórnarinnar í Bergen. Meðal þeirra voru Stensaker, forseti bæjarstjórnarinnar, Lindebrække fylkisstj., Knudt- zon skömmtunarstjóri og Sogn- næs hafnarstjóri. Þakkaði Lindebrække fylkisstjóri ís- lenzku ríkisstjórninni fyrir hinn mikla samhug, sem íslendingar hafa sýnt Noregi og málefnum Norðmanna á hinum erfiðu her- námsárum. Það var mikil hugg- un og uppörvun að verða fyrir slíkum vinarhug frá frændþjóð- inni þarna lít í hafinu. Stensaker bæjarstjórnarfor- seti heilsaði Lagarfossi, fyrsta skipinu, er nú að nýju hæfi hið gamla samband milli íslands og Noregs. Sambandið hefði verið rofið í fimm löng ár og það er meira en ánægjulegt, að það skuli nú aftur komast á með svo glæsilegum hætti. Við hér í Nor- egi þökkum, við þökkum fyrir gjafirnar og vináttu íslendinga og hjálp. Fyrir stundu síðan, sagði Stensaker, fékk ég sím- skeyti frá íslandi, þar sem spurt var fyrir um það, hvað orðið væri af Snorra minnismerkinu,- sem reisa átti á íslandi og eftir- mynd af átti að vera hér í Bergen. Ég gat svarað því, að styttan væri vel geymd. Við von- um að hún komist á sinn stað, áður en langar stundir líða. Meðal farþega var, auk Friid blaðafulltrúa og konu hans, meðal annarra dr. Varvin her- læknir með íslenzka konu sína og barn, Andresen ritari í norsku ræðismannsskrifstof- unni, og Birger Ingibrigtsen að- stoðarfulltrúi með íslenzka konu. Friid blaðafulltrúi lætur þess getið, að íslenzku blöðin og þó ennþá meira íslenzka útvarpið, eigi þakkir skyldar fyrir velvild sína á hernámsárunum, þegar málefni Norðmanna voru annars vegar. Meðal annars ber söfnun- in vott um það, hvaða hug ís- lendingar bera til Norðmanna. Það má furðulegt teljast, að hægt skyldi vera að safna svona miklum gjöfum, þegar á það er litið, að á íslandi er ekki fleira fólk heldur en í Bergen einni. Þessi mikli góðvilji kom meðal annars í ljós 8. maí, þegar Reykvíkingar fréttu um ófriðar- lokin. Þá hélt fólk í skrúðgöngu að danska sendiherrabústaðnum og þaðan að norska sendiherra- bústaðnum. Þegar „Lyra“ fékkst ekki, eins og við höfðum þó von- að, útvegaði ríkisstjórnin Lagar- foss til þess að flytja gjafirnar. Það er 60 þús. kr. viðbót við fyrri gjafir. „Ég hlýt að kannast við, að þetta uppkast 'að nýjum stjórn- arlögum rýrir ekki einræði verkamannastéttanna og nú- verandi forusta Kommúnista- flokksins helzt óbreytt. í Ráð- stjórnarríkjunum getur aðeins verið til finn flokkur, Kommún- istaflokkurinn“. (Pravda, 26. nóvember 1930). Kosningar og fangabúðir. Við kosningarnar, sem fram fóru samkvæmt þessum stjórn- lögum 1937 og 1938, var aðeins nafn éins frambjóðanda á hverjum atkvæðaseðli. Hann hafði hlotið viðurkenningu flokksins, og „kosningin“ var fólgin í því að samþykkja þessa flokksútnefningu. Síðan hafa kosningar ekki farið fram, enda myndi það engu hafa breytt. Stjórnarskráin er aðeins eins konar gylling á einræðinu, og hver sem andæfir því, er skot- inn eða settur í fangabúðir. í Síberíu eru heil héruð, sem ein- vörðungu hafa verið tekin undir fangabúðir, og þar eru 15—20 miljónir rússneskra þegna að telja út lífsár sín í miskunnar- lausum þrældómi. Alexander Barmine, fyrr hershöfðingi í rauða hernum, áætlar fangana 12 miljónir. Boris Souvarine, franskur sagnfræðingur, sem sérstaklega hefir helgað sig sögulegum rannsóknum varð- andi bolsévismann, telur þá 15 miljónir. Victor Kravchenko, sem nýlega lét af störfum í rússnesku innkaupastofnuninni í Washington og hefir heimsótt margar þessara fangabúða og’ haft opinber afskipti af yfir- stjórn þeirra, telur þessar tölur of lágar. Hann arnir séu ekki færri en 20 millj. Þetta er þá raunhæfa lýðræði, sem Kínverjar hefðu fyrir aug- um „handan við landamæri I Ráðstjórnarríkjanna,“ ef þeir fengju að skyggnast þar um. En það er eitt af því, sem ekki leyf- ist í múgsefjunarríki. Með tilstyrk vinveittra ríkis- stjórna.“ Ætli Bandaríkin sér að hafa skynsamlega stefnu í Asíumál- unum, er því eitt, sem ætíð verður að hafa í huga, enda af- dráttarlaust viðurkennt af Stal- in sjálfum og eitt sinn kröftug- lega undirstrikað af Roosevelt forseta með þessum orðum: „Ráðstjórnarríkin eru eins fastmótað einræðisríki og hvaða annað einræðisríki sem er í heiminum." Ef einræðisstefnan teygir hramma yfir Kínaveldi, er lýð- ræðishugsjónin lögð í gröf sína í Asíu. Eins og dæmin sanna, þarf þetta ekki að gerast með þeim hætti, að sovéther vaði yfir landið. Þar geta dugað kommúnistaflokkarnir í landinu sjálfu, enda lúta þeir nú þegar rússnesku valdi og fá fyrirskip- anir sínar frá Moskvu. Þegar slíkir kommúnistaflokkar ná í sínar hendur völdum í nágranna ríki, heitir það á máli miðstjórn- arinnar í Moskvu og hennar sveina, að „vinveitt ríkisstjórn“ hafi setzt að völdum. Og það er með tilstyrk þessara „vin- veittu rikisstjórna,“ sem lúta kommúnistískum aga — ekki opinskáu hervaldi — sem rúss- nesk áhrif múgsefjun og einræði leggja undir sig hvert landið af bæði í Evrópu og Asíu. hyggur, að fang- öðru, Utsýn af Selásnum Eftlr Ásmuiid Helgason frá Bjjargi Flestir, sem komið hafa upp á Selásinn í heiðskíru veðri og blæjalogni, þegar sólin er að síga að haffletinum eða bak við bláfjallaranann í norðvestri, mun sammála um það, að þá sé það fögur sjón, sem fyrir augun ber: Hinn víðfeðmi fjalla- hringur, er umlykur hálfa fjórðu sýslu og þar að auki höfuðstað landsins, og spegilsléttur Faxa- flóinn, sem kvöldsólin málar með sínum dásamlegu purpura- litum, þegar hún dreifir geisl- um sínum á hafflötinn og sýnir þar æðaslög úthafsins, sem lið- ast áfram með sínum jafna mjúka hraða, sem ávallt er samur, þegar lognið er búið að ráða ríkjum að mestu nokkurn tíma eins verið hafði í 2—3 sól- arhringa, er ég lagði leið mína upp á ásinn til þess að njóta hins dýrðlega sólarlags. Ég labbaði upp að stóra geymnum, sem setuliðið hefir grafið þarna niður í hæstu hæð- ina, síðan steypt innan og 4—5 álnir upp fyrir hinn fyrra grund völl og loks reft yfir með plönk- um og fóðrað utan með tjöru- pappa. Ég tók mér sæti á hæsta horn- inu til þess að fá sem bezt út- sýni og tók að virða það fyrir mér. Vildi þá hinn óupplýsti andi minn, að ég skrifaði það, sem fyrir augu og hugskotssjón- ir bæri. Varð þá fyrst fyrir það, sem næst var. Fyrir fjórum árum var verið að byggja hér í kring hermannabústaði og setja nið- ur margfalldar gaddavírsgirð- ingar, sem jókst með ári hverju, svo að á tímabili varð ekki kom- ist til eða frá bústað okkar, nema með eftirliti varðmanna hersins, sem alltaf voru prúðir í framkomu við okkur gömlu hjónin og greiðviknir, ef við leituðum hjálpar þeirra. Þann- ig var undantekningarlaust framkoma setuliðsmanna, er við höfðum kynni af. Nú eru allir hermenn farnir héðan, skálarnir rifnir, girð- ingarnar foknar, en eftir standa tóftabrot, sem lítil prýði er að. Þá er vegurinn til Hellisheiðar, sem liggur upp norðan við ás- inn og varla mun sjást auður af flutningatækjum manna. Ég efast ekki um, að hann sé að jafnaði fjölfarnasti fjallvegur landsins. Lítið sunnan við veginn ber Fyriætlanir kommúnista í Kína. í öðru lagi: „Kínversku komm- istarnir eru ekki kommúnistar eins og þeir gerast í Rússlandi. Ég sá ekki hinn minnsta skyld- leika með kínverskum kommún- istum og kommúnistunum í Rússlandi.“ Það var kommúnistarithöf- undurinn Forman, sem lét þessi orð falla, en undir þau hefir Edgar Snow tekið með þeirri fullyrðingu, að kínversku komm- únistarnir og foringi þeirra, Maó Tse-tung, „hafi fyrir mörgum árum vísað á bug þeim fyrirætl- unum að koma á kommúnis- tísku skipulagi í Kína í náinni framtíð.“ Til þess að afhjúpa þessa full- yrðingu þarf ekki annað en fara í bókabúð „Daily Worker“ í 13. stræti, og kaupa fyrir tuttugu og fimm sent bók Maó Tse-tungs „Hið nýja lýðræði í Kína,“ og lesa hana. Menn munu komast að raun um, að „Lenin Kina- veldis“ er ósvikinn eftirmynd Lenins og Stalíns hinna rúss- nesku. Hér koma fáeinar tilvitnanfr: „Kommúnisminn er hjálpræði veraldarinnar, og hið sama gild- ir um Kína. Við megum ekki einangra okkur frá Rússum eða þátttöku í sigri í baráttu öreiganna í Jap- an, Stóra-Bretlandi, Bandaríkj- unum, Frakklandi og Þýzkalandi gegn' auðvaldinu. Það skiptir engu hverjum þú fylgir að málum. Svo fremi sem þú ert andstæðingur kommún- ista, þá ertu svikari." Maó útskýrir það af mikilli þekkingu, að kommúnisminn í Kína verði að ná markmiði sínu í tveimur áföngum. Fyrsta stig- Vífilsfell hæst. Það er sagt, að það hafi hlotið nafn sitt af hin- um trúa og ötula húskarli Ing- ólfs Arnarsonar landnámsmanns sem leitaði að öndvegissúlum hans allt austur frá Ingólfs- höfða, vestur á Reykjanes og svo inn með Faxaflóa, þar til hann pg förunautur hans fundu þær á þriðja sumri, þar sem nú er Reykjavík. Það hefir varla getað talizt gamanferð að „sull- ast“ yfir öll þau stórfljót, sem eru á þeirri leið. Það næsta markvert, sem fyr- ir augun ber, er Elliðavatn, sem samnefndar ár renna úr og hjálpa til með vatnsafli sínu að veita Reykjavík ljós, orku og hita. Um síðustu aldamót var það landfleygt á Austurlandi, að mikilsmetinn íslendingur hefði selt vatn þetta útlendum auð- jöfri. En af því að gleymzt hafði að setja jörðina Elliðavatn í samninginn, sagði sagan, að hann hefði orðið að greiða jafn- mikið fé sem kaupveríið var fyrir það að fá að hafa vatnið kyrrt á sínum stað, því að eig- andi jarðarinnar skipaði út- lendingnum burt með það. Nú er orðið svo mikil húsa- bygging við vatnið, að ókunn- ugir gætu freistast til að trúa því, að þar væri um mikla veiði að ræða af nytjafiski. — í því sambandi kemur mér í hug smálygisaga, sem tveir skóla- piltar frá Eiðum sögðu lands- hornasjómanni, sem var í senn ólatur að segja frægðarsögur af sjóferðum sínum og svo trú- gjarn, að hann virtist trúa öllu, sem honum var sagt, og afskap- lega spurull. Hann fór að spyrja um veiði í Eiðavatni og „hvort það veidd- ust nokkrir sjávarfiskar í því.“ „Já,“ þeir héldu, að svo væri, því að úr vatninu væri efalaust undirgangur í sjóinn, þar sem bæði steinbítur og skata veidd- ust í því. Þetta þótti gamla sægarpn- um mikil búbót fyrir skólann og fór svo að segja þeim frá vatni uppi í Reykjanesfjallgarði þar sem bæði flæddi og fjaraði. Væri því efalaust undirgangur úr þvi í sjó undir Krisuvíkur- bjargi og væri þorskur í vatn- inu, því að hann veiddist oft fast upp við bjargið, en menn þar vantaði dugnað til þess að ið er það, sem hann nú stendur á: hið nýja lýðræði. En það er aðeins undirbúningur undir lokastigið, það er að segja bylt- ingu öreiganna, og fullnaðar- myndun þess þjóðskipulags, sem er draumur kommúnismans. Maó álasar þeim harðlega, sem ekki skilja þetta og leggur mikla áherzlu á, að lokastigið verði þegar að taka við af frumstig- inu, svo að auðvaldseinræði nái ekki að festa rætur. En „auð- valdseinræði“ er það nafn, sem Maó gefur lýðræðinu eins og við þekkjum það og dáum. Þetta stingur óneitanlega tals vert í stúf við þá staðhæfingu Edgars Snows, að kínverskir kommúnistar hafi „fyrir mörg- um árum vísað á bug þeim fyr- irætlunum að koma kommún- istísku skipulagi á í Kína í ná- innni framtíð." Edgar Snow segir einnig, að Rússar hafi fyrir löngu verið hættir að hafa beint samband við kínverska kommúnistaflokk- inn. Sannleikurinn er aftur á móti sá, að Maó Tse-tung var einn af þremur meðlimum Kín- verja í framkvæmdanefnd, sem Rússar skipuðu og starfaði frá því 1935—1943. Á síðasta þingi rússneska kommúnistaflokksins var vexti og viðgangi kínverska kommúnistaflokksins sérstak- lega fagnað og honum óskað til hamingju með það að vera orð- inn nógu sterkur til þess að taka þátt í styrjöld borgaranna og þjóðanna og geta byggt upp ráð- stjórnarríki. Maó sendi þinginu „logheita bolsévikkákveðju“, hældi rússneska sovétskipulag- inu á hvert reipi og endaði með orðunum: „Lengi lifi félagi Stalin“. koma bátum að vatninu og veiða í því. Á hinum jafna, langa Reykja- nesfjallgarði veit ég engin ör- nefni fyrr en Lönguhlíð. Við enda hennar blasir skarðið, sem hið oft um talaða Kleifarvatn er í. Lengra til vesturs er svo Keilir. Þaðan smálækkar svo landið, en hug^rinn vejit, að þarna á skaganum er nýtilbú- inn einn mesti og um leið að sögn hinn bezti flugvöllur í heimi. Nú verður fyrir augum í móðu húsaþyrpingin í Keflavík, er ber við Garðskaga, er ekki sýnist hár. Nær í sömu línu blasir Álfta- nesið með sína söguríku Bessa- staði í framsýn. Þar situr nú æðsti valdsmaður landsins, hinn velmetni ríkisforseti, herra Sveinn Björnsson, fyrsti upp- hafsmaður að Eimskipafélagi íslands. Þarna bjó áður skáldið og stjórnmálamaðurinn Grímur Thomsen, sem verið hafði um ára skeið í góðri stöðu hjá kúg- urum okkar, en flutti heim og gerðist bóndi. Þá ber sjálfur höfuðstaður- inn fyrir sjónir. Hinn nýi sjó- mannaskóli ber þar „höfuð og herðar“ yfir allar aðrar bygg- ingar. Þótt mörg hús sjáist, er ekki gott að þekkja þau. Þó má greina turninn á kaþólsku kirkj - unni og þj óðleikhúsið. Reyk leggur upp af innri höfninni, sem segir til, að þar séu skip á floti. Eftir að kemur út fyrir eyjar liggur sjávarflöturinn sem slétt- ur til hafs eins langt og aug- un eygja. Næst á þessum fleti er að sjá smáreykský, sem sýna, að þarna eru fleytur á ferð, til eða frá höfn — fleytur, sem afla björg í bú, eða eru að flytja vörur, dauðar og lifandi, milli hafna og landa. Lengst í norðvestri er „þúfan jökuls þykk og há, þríhnýft bar við hæstu ský.“ Þar „Snæfells- jökull himinhár, horfir yfir sjá“ og baðar sig í geislum kvöldsól- arinnar, er stráir geislum sínum á jökulbreiðu hans og sindrat á svellhúð hans. „Bárður blæs i skeggið á björtum jökulhnúk, magnast hrím og hreggið, hrynur í byggðum fjúk. Með klofastaf í kufli grá sniðugur þrammar Snæfells ás snjóvgum vegum á.“ Svo kvað góðskáldið, er fædd- ur var og uppalinn að Arnar- stapa undir Jökli — skáldið, sem mest lof hefir um sönginn kveð- ið og bezt lýst í ljóði fegurð og sælu sveitalífsins, að ógleymd- um „bláfjallageimnum með heiðjöklahring" og hafinu er melur án afláts klettadranga landsins og syngur sín eilífðar- ljóð. „Hvað stoðar að tárast í þungbærri þraut, en þola og stríða“. Nú heyrist ljóðum Steingríms lítið haldið á loft af söngflokk- um landsins. En þjóðkór Páls ísólfssonar er undantekning þar frá. í norður frá jöklinum segja augun að fjöllin lækki mikið og ber þar meira á bláma þeirra. Þegar kemur nær því í norður birtist hærra fjall, og er mér tjáð, að það sé eigi ýkjafjarri Borgarnesi, þar sem kista Kveld- úlfs tók land og iðjuhöldurinn Skallagrímur reisti stórbýli. í hánorðri kemur hærra fjall, sem ekki nær yfir sig blámóðu- hjúp fjarlægðarinnar. Mér er sagt það nefnist Akrafjall og að þorpið Akranes sé undir því. En sunnan við það og milli Kjalar- ness skerst langt inn í landið hinn oft nú-umtalaði Hval- fjörður, sem allfrægur er úr sögu Harðar og Hólmverja með Geirshólma nær botni sínum. Á strönd fjarðarins bjó skáld- ið, sem búið hefir sér óbrotgjarn- minnisvarða með trúarljóð- um sinum: „Frá því barnið biður fyrsta sinn blítt og rótt við sinnar móður kinn til þess gamall sofnar síðsta blund svalá Ijóð þau hverri hjartans und.“ Nú síðustu ár var fjörður þessi umtalaður sem þýðingarmikið herskipalagi í hinni villimann- legu styrjöld, sem legið hefir sem martröð á öllum jarðneska heiminum um ára skeið. í norðaustri blasir við hið landskunna fjall, Esja,sem Kjal- nesingasaga segir, að hafi hlot- ið nafn sitt af Esju, fóstru Búa Andríðssonar. Lengst austur af Esju bera tveir strýtumyndaðir hnúkar yfir öll hin fjöllin, hálföskulit- aðir. Mér hefir verið tjáð, að það séu Botnsúlur, fyrir stafni Hval- fjarðar. Á þær gekk Steingrím- ur skáld og orti þar: „Stend ég á tignum tindi. Tárhreint er loftið bláa í sólheiði Súlna svifhæð björgum yfir . Víðlend er haustdagsheiði. Hóp fjalla lít ég snjallan: Heklu með háum jöklum Himingnæfum und snævi.“ Þá sér í austri til Mosfells- heiðar, þar sem leið liggur um að hjartastað landsmanna, Þing- völlum. Þar létu 15 alþingismenn sér sæma að skila auðum seðl- um við fyrsta forsetakjör, er íslendingar endurheimtu sjálf- stæði sitt. Þar gnæfir Hengill- inn milli heiða, sem Matthías kvað um: „Ég hátt uppi í Henglinum undi um hásumars ljómandi stund.“ Þá er hringferðinni um fjalla- geiminn lokið. Er þá næst að líta yfir sveitina, sem Selás er í. En það ber fátt af bæjum hennar fyrir augun hér. Þarna sést á bæjarhúsin í Grafarholti, (sem átti Selás og landið þar í kring, til skamms tíma) I norð- austri í hallalítilli brekku. Þar lifir nú í hárri elli bændahöfð- inginn Björn Bjarnason, sem elztur mun núlifandi manna, er átt hafa sæti á Alþingi.íslend- inga. Björn var einn af ötulustu hjálparmönnum Hannesar Haf- stein við að koma símanum yfir landið og velja leiðir, hvar hent- ast mundi að leggja hann. Varð hann að fara landleið frá Reykjavík að vorlagi norður um land og allt austur í Suður- Múlasýslu. Man ég, að talað var um það eystra, að það hlyti að vera erfitt verk, sem þessi Björn ætti að inna af hendi og ekki vandalaust. En ég hefi aldrei heyrt minnzt á, að miklar breyt- ingar hafi verið gerðar síðan á þeirri lagningu símans. Nú dvelur hann hjá Birni syni sínum og hinni myndarlegu konu hans, Bryndísi Einarsdótt- ur, sem í báðar ættir er komin af hinum tveim bezt menntuðu og merkustu mönnum á 18—19 öld — í föðurætt frá kirkjuhöfð- ingjunum Hannesi og Finni, (Finsensætt), en í móðurætt frá Ólafi Stephensen stiftamtmanni í Viðey (Stephensensætt). Húsbóndinn, Björn Birnir, átti 50 ára afmæli 1. júlí 1942. Ég var þá að flækjast þar. Sann- færðist ég um það þá, að þau hjón mundu með afbrigðum vin- sæl í sveit sinni, því að allan þann dag mátti svo heita, að þangað lægi óslitinn straumur af fólki úr sveitinni o glengra að, er kom að árna hjónunum árs og friðar og afmælisbaminu langra og hamingjusamra líf- dga. • Þarna var tekið á móti öllum jafnt með þeim höfðingsbrag, sem sómir svo vel íslenzkri gest- risni, og eins og vant er við slík tækifæri, lá mestur þungi af' allri þeirri fyrirhöfn á huga og herðum húsfreyjunnar að sjá um þær móttökur, sem þarna urðu hlutaðeiganda mjög til af fólki úr sveitinni og lengra að sóma. „Glöggt er gestsauga." Svo var það fljótséð, að fólkið var sam- huga þeim mönnum, er það hafði valið til að flytja afmæl- isbarninu heillaóskir með ræð- um og fleira. Fyrstu ræðuna flutti Bjarni Ásgeirsson alþing- ismaður skörulega og vel orð- aða. Þar næst sóknarpresturinn, séra Hálfdán, sonur Jóns biskups Helgasonar, og þá Sigurjón Pét- ursson á Álafossi. Og öllum mæltist þeim vel. Fleiri töluðu þar, en ég vissi ekki nöfn þeirra, en sama góðvildin fannst mér koma fram í orðum allra I garð húsbændanna. — Næst augunum verður margra (FramhaId á 7. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.