Tíminn - 21.08.1945, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
ÚTGEFFANDI:
PRAMSÓKN ARFLOKKURINN.
Slmar 2353 Ocr 4373.
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
RITSTJÓRASKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A.
Símar 2353 Og 4373.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A.
Slml 2323.
29. árg.
Reykjavík, þriðjudaginn 21. ágnst 1945
62. blað
Ríkisstjórnin kast-
ar hanzkanum til
bændastéttarinnar
/
Gefur út bráðabirgðalög, er svifta hana öllu
valdi til að ráða nukkru um afurðaverðið.
Skömmu áður en Tíminn fór í prentun í gær, bárust honum
þau tíðindi, að ríkisstjórnin hefði til fullnustu kastað stríðs-
hanzkanum til bændastéttarinnar meítf útgáfu nýrra bráðabirgða-
laga, sem gera bændur með öllu áhrifalausa og ómynduga í þýð-
ingarmestu málum sínum, verðlagningu landbúnaðarvaranna.
Með lögum þessum hefir bændastéttin verið gerð réttminni en
nokkur önnur stétt í landinu.
Samkvæmt lögunum, sem birt eru á 8. síðu í blaðinu, skal
landbúnaðarráðherra skipa 25 bændur í svokallað búnaðarráð,
og skipar hann síðan einn þeirra formann ráðsins. Þetta ráð
kýs síðan fjóra menn í verðlagsnefnd, en formaður búnaðarráðs
er jafnframt fimmti maður/ í nefndinni og formaður hennar.
Þessi nefnd skal ákveða verðlag landbúnaðarafurða, verðjöfn-
unarsvæði og verðjöfnunargjald.
Með þessum hætti er bændastéttin gerð algerlega ómyndug að
ráða því á minnsta hátt í gegnum samtök sín eða kosningar
hvaða menn skulu fjalla um þessi mál af hennar hálfu. Land-
búnaðarráðherra getur valið til þessara starfa undanvillinga í
stéttinni, sem einskis trausts njóta meðal hennar og geta breytt
alveg gagnstætt hagsmunum hennar og vilja.
Það er alveg víst, hvernig verkamenn myndu svara því, ef
ríkisstjórnin fengi vald til að velja 25 menn úr þeirra hópi og
þeir hefðu síðan vald til að ráða öllu kaupgjaldi og vinnumálum
í landinu, án minnsta vilja og samþykkis verk'alýðssamtakanna.
Slík lög myndi mæta hinni harðvítugustu mótspyrnu af hálfu
þeirra.
Fyrir bændastéttina er ekki annað að gera en svara þessu
ofbeldi og réttarskerðingu á sama hátt og verkamenn myndu
hafa gert, en það er með því að efla svo samtök síi, að ólög þessi
verði brotin á bak aftur og skýlaust verði viðurkenndur réttur
bændasamtakanna til að ráða ekki minna í Verðlagsmálunum
en verkalýðssamtökin í kaupgjaldsmálunum.
Sýnishorn VI.
Barátta Úlafs Thors
gegn dýrtíðinni
Ilver treystir slíkum maimi?
Ekki voru margir dagar liðnir frá hinni frægu ræðu Ólafs
11. marz 1942, þegar Alþýðuflokkurinn renndi agninu ofan í
hann og gerði öll gerðardómsáformin að engu. Alþýðuflokk-
urinn beitti fyrir hann „steiktu gæsunum“ sex. Þá freistingu
stóðst Ólafur ekki, þrátt fyrir heit sitt 20. janúar 1942. kl. 12,20.
Hann rífur samstarfið um framkvæmd gerðardómslag-
anna, þegí,r þeirra var mest þörf. Ber sig að vanda borgin-
mannlega og segií í þingræðu 19. maí 1942:
„Ég fyrir mitt leyti held ekki að neinn voði stafi af því
þótt Framsóknarflokksins njóti ekki við um stundarsakir í
stjórn landsins. SKATTALÖGIN ERU SAMÞYKKT. GERÐA-
DÓMSLÖGIN VERÐA SAMÞYKKT. BÆÐI LÖGIN VERÐA
FRAMKVÆMD..........“
Og loks vil ég gleðja hann (þ. e. Hermann Jónasson) með
því, að segja, að ég er alls ekki svo viss um, að stjórnin sé
jafn veik og hann óttast.“
Síðan fær hann stuðning verklýðsflokkanna gegn því, að
gera ekkert sem ágreiningi gæti valdið. Þegar þingið kom
saman í ágúst, var afnám gerðadómslaganna fyrsta frum-
varpið, sem stjórnin flutti. Yfirskriftin að þeirri útför hafði
gloprast upp úr Ólafi I ræðunni 11. marz, þar sem hann segir:
„Kommúnistar mundu hlakka, eins og hrafnar yfir hræi,
ef ríkisstjórnin yrði að lúta í lægra haldi í baráttunni gegn
dýrtíðinni. En Alþýðufl! Er það þetta, sem hann vill?“
Þetta tímabil, sem stóð fram í miðjan desember 1942, tók
„frjálsu leiðinni“ mjög fram og jókst dýrtíðin um 89 stig og
var 272 stig, þegar ríkisstjóri vék stjórn Ólafs frá völdum við
lítinn orðstír, sem kunnugt er. Hafði stjórnin ennfremur
undirbúið margvíslegar hækkanir, sem konyu í ljós næstu
mánuði. (
Þegar hér var komið, hafði Ólafur enn ekki séð „bless-
un“ dýrtíðarinnar og vildi kenna kommúnistum um, hvernig
komið væri og lætur hann Mbl. segja 27. sept. 1942:
„Alt tal kommúnistablaðanna um, að þeir vilji stöðva
dýrtíðina, er fals og blekking. Allt starf þeirra miðar til þess
að auka dýrtíðina og öll þau vandræði, sem af henni hljótast".
Nú hafa kommúnistar fengið Ólaf Thors fyrir bandamann
og hann hjálpar þeim dyggilega til að koma fram þessu á-
hugamáli þeirra.
y
,Nýsköpun‘ stjórnarinnar í bygginga-
málunum er stóraukið húsnæðisleysi
Byggingarefninu er sóað í
luxushús í stað þess að
nota það til nauðsynlegra
íbúðabygginga
Bevin utanríkisrábh.erra
Mynd þessi var tekin af Ernest Bevin, hinum nýja utanríkisráðherra Breta,
er hann var aö flytja eina af kosningarœðum sínum. Bevin varð 64 ára gamall
fyrir skömmu. Hann byrjaði kornungur að vinna fyrir sér sem léttadrengur
i sveit, en gerðistisíðan flutningaverkamaður. Hann tók snemma þátt í verka-
lýðssamtökunum. Árið 1922 varö hann ritari Sambands Jlutningaverkamanna
og gegndi því starfi til 1940, er hann varð verkamálaráðherra í þjóðstjorn
Churchills. Honum er þakkað meira en nokkrum manni öðrum, hve vel tókst
með skipulagningu vinnuaflsins í Bretlandi á striðsárunum. Bevin er mikill
augnaðarmaður,s og er kappsamur og óvœginn. Hann hefir lengi liaft mikinn
áhuga fyrir utanríkismálum og er taiið, að skoðanir hans og Churchills hafi
fallið þar saman. Þegar deilt var á Churcliill á þingi Verkamannaflokksins
í vetur fyrir afstöðuna í Grikklandsmálunum, lýsti Bevin yfir því, að hann
vœri að öllu leyti samþykkur Churchill. Sagt er, að Bevin hafi verið spurður
aö því í Potsdam af einum fréttaritara þar, hvort liann mundi frekar hallast
á sveif með Rússum eða Bandaríkjamönnum, en hann hafi svarað, að hann
myndi hvorugt gera, heldur fylgja þeirri stefnu, er bezt tryggði hagsmuni Breta.
Kosningiii í Norður-Þingeyjarsýslu:
BJÖRN KRISTJÁNSSON
VARÐ SJÁLFKJÖRINN
Stjórnarliðið vildi ekki láta sjást fylgisleysi
sitt I sveitunum.
Framboðsfrestur til þingkosningar í Norður-Þingeyjarsýslu
rann út 17. þ. m., og hafði þá ekki borizt framboð, nema frá
Birni Kristjánssyni kaupfélagsstjóra, og verður hann þvi sjálf-
kjörinn. Þær spár reyndust þjvi réttar, að stjórnarliðinu myndi
ekki þykja fýsilegt, að sýna fylgi sitt ,í sveitunum um þessar
mundir og kysu því heldur að láta frambjóðanda Framsóknar-
flokksins verða sjálfkjörinn, en freista gæfunnar.
Stjórnarliðið reynir að vísu að
færa sitthvað annað til afsök-
unar því, að það býður ekki
fram í Þingeyjarsýslu, t, d. að
fráfarandi þingmaður hafi orð-
ið að hætta vegna veikinda og
skammt sé til kosninga. Senni-
legt er þó ekki, að margir fáist
til að trúa því, að hjartagæzka
og tillitssemi stjórnarliðsins í
garð Framsóknarflokksins hafi
frekar ráðið þessari ákvörðun
þess en óttinn við fylgisleysi
þess í sveitunum.
Björn KÚLstjánsson kaupfé-
lagsstjóri, sem nú verður í ann-
að sinn þingmaður Norður-
Þingeyinga, er fæddur 22. febr.
1880. Hann hefir verið kaupfé-
lagsstjóri hjá Kaupfélagi Norð-
ur-Þingeyinga síðan 1916, og
gegnt fjölmörgum öðrum trún-
aðarstörfum heima í héraði.
Þingmaður Norður-Þingeyinga
var hann 1931—’34, en skorað-
ist þá undan endurkosningu.
Hann hefir átt'sæti í stjórn S.
í. S. síðan 1937. í miðstjórn
Framsóknarflokksins hefir
hann átt sæti síðan 1933. Ýms-
um , fleirum trúnaðarstörfum
hefir Björn gegnt utanhéraðs,
m. a. setið í síldarútvegsnefnd.
Starf Björns í þágu Norður-
Þingeyinga hefir bæði verið
mfikið og gifturíkt, enda eru
Björn Kristjánsson
vinsældir hans miklar og traust
ar í héraðinu. Hefir það að von-
um vakið mikla ánægju meðal
Norður-Þingeyinga, að Björn
skyldi aftur gefa kost á sér til
þingmennsku.
Það er almennt talið, að húsnæðisvandræðin muni verða meiri
á komandi hausti en nokkuru sinni fyr, þótt sennilega hafi aldrei
verið meiri byggingarframkvæmdir í landinu en á þessu ári. Or-
sökin er sú, að ekkert hefir verið gert af opinberri hálfu til að
beina byggingaframkvæmdum í þann farveg, að þær bættu úr
húsnæðiseklunni. Þvert á móti hafa slíkar byggingar í mörgum
tilfellum tafizt eða stöðvazt, því að byggingarefnið hefir verið
notað til að koma upp sumarbústöðum, luxushúsum og öðrum
álika aðkallandi byggingum. Þannig hafa loforð ríkisstjórnarinn-
ar um nýsköpun og markviss átök í byggingamálunum, reynzt
aðgerðaleysi og skipulagsleysi af verstu tegund, eins og líka hefir
orðið reyndin á flestum öðrum sviðum.
Sköiumluii bygg'ingar-
efnis vanrækt.
Þar sem talsverður skortur
hefir verið á byggingarefni á
þessu ári og nokkrar horfur eru
á, að það geti haldizt til fram-
búðar, hefði verið sjálfsagt að
taka upp skömmtun á bygging-
arefni. Meðan ekki var tryggt, að
nóg byggingarefni fengist til að
koma upp meðalíbúðum, þar
sem þörfin var brýnust í sveit-
um og kaupstöðum, átti að
stöðva byggingar á luxushúsum,
sumarbústöðum og verzlunar-
búðum. í stað þess að gera þetta,
hefir ríkisstjórnin látið það með
öllu afskiptalaust, hvernig bygg-
ingarefninu hefir verið ráðstaf-
að. Niðurstaðan hefir því orðið
sú, að mikið af byggingarefni
hefir farið til luxushúsa og
sumarbústaða stórgróðamann-
anna, , en minni íbúðir hafa
mætt afgangi. Stórgróðamenn-
irnir hafa reynzt aðgangsharð-
ari við útvegun byggingarefnis
og vinnuafls og byggingar
þeirra hafa því setið í fyrirrúmi,
en byggingar margra annarra
stöðvazt eða tafizt, ýmist vegna
skorts á efni eða faglærðum
mönnum, sem unnið hafa að
byggingu luxushúsanna. Það
mun því koma í ljós, að húsnæð-
isvandræðin hafa sízt minnkað,
þrátt fyrir hinar miklu bygging-
ar, því að þær hafa beinzt að
allt öðru en að leysa þau.
Nanðsyn á ódýrara
lánsfé.
Jafnframt því, sem nauðsyn-
legt var að taka upp slíka
skömmtun á byggingarefni,
þurfti að bæta skilyrði efna-
minna fólks til að koma sér upp
húsnæði. Á þessu var 'byrjað á
árunum fyrir stríðið með lögun-
um um Landnáms- og bygging-
arsjóð, verkamannabústaði og
samvinnubyggingafélög. Öll
þessi lög voru spor í rétta átt
og hafa líka gert verulegt gagn,
þótt breyttar aðstæður hafi nú
leitt til þess, að þau þarfnast
endurskoðunar og endurbóta.
Lausn þessa máls er vafalaust
sú, að íbúðarbyggingum í kaup-
stöðum og sveitum verði komið
í hendur samvinnubyggingarfé-
laga, er njóti mjög hagkvæmra
lánskjara.
Af hálfu ríkisstjórnarinnar
hefir ekkert verið gert til að
skapa efnaminna fólki skilyrði
til að koma sér upp húsnæði,
þótt slíkrar ráðstöfunar sé nú
meiri þörf en nokkuru sinni áð-
ur, því að hún myndi meira en
nokkuð annað stuðla að heil-
brigðri lausn húsnæðismálanna.
Þeir, sem ráðast í slíka fram-
kvæmd og ekki eiga verulegt f£
sjálfir, verða því í mörgum til-
fellum að leita á náðir mis-
jafnra peningamanna og sæta
oft okurkjörum.
Skýriiigin á aðgerða-
leysi sijóriiarinnai'.
Efndirnar á hinum glæstu
„nýsköpunar“-loforðum stjórn-
arinnar hafa þannig engar orð-
ið í byggingarmálunum, þótt
stjórnin hafi haft næstum heillt
ár til athafna. í stað þess að
vinna að „nýsköpun“ á því sviði
hefir hún vandlega fylgt þeirri
stefnu Magnúsar Jónssonar,
þegar hann var að berjast gegn
lögunum um verkamannabú-
staði, að beztá úrræði þess op-
inbera sé það, „að gera ekki
neitt.“ Aðgerðaleysi og úrræða-
leysi hefir einkennt framkomu
stjórnarinnar í þessum málum.
Afleiðingin er alger glundroði
og skipulagsleysi, sem gleggst
má marka á því, að húsnæðis-
vandræðin aukast, þrátt fyirir
óvenjumiklar byggingar.
Þessi niðurstaða mun þó ekki
undra þá neitt, sem hafa greint
gegnum falsblæju „nýsköpunar-
staglsins", hvernig ríkisstjórn-
in er samansett. Aðalstoðir
hennar eru kommúnistar og
stríðsgróðavaldið. Kommúnistar
hafa sett það skilyrði, að þeir
fái að ráða fjármálastefnunni,
en stórgróðamenn hafa tryggt
sér ýmis fríðindi í staðinn. Eitt
þessara fríðinda er að þeir fái
sem mest af byggingarefninu
í sínar þarfir og ekkert sé gert,
sem tálmar húsabraskið. Hús-
næðisvandræðin eru bezta tekju
lind margra stórgróðamanna, er
stunda þá atvinnu, að byggja
hús, selja þau eða leigja.'Húsa-
braskið er hú jafnvel talin álit-
legri atvinnugrein fyrir stór-
gróðamenn en nokkuð annað.
Ef efnaminna fólki væri hjálp-
að til að byggja og byggingar-
efni færi ^aðallega til slíkra
bygginga, væri gullöld húsa-
braskaranna liðin.
Þaff eru líka fleiri en íhalds-
menn, sem fást við húsasöluna.
Sá maður, sem kommúnistar
hafa gert að atvinnumálaráð-
herra, er stofnandi og eigandi
einnar nafnkenndustu fast-
eignasölunnar. Margar stoðir
styðja þess vegna þau öfl, sem
vilja viðhalda húsabraskinu.
(Framhald á 8. síðu)
t dag
birlist á 3. síðu grein eftir Ey-
stein Jónsson um fimm ára
fjárstjórnarafmæli. Neðanmáls
birtist þýdd grein eftir tvo
kunna höfunda, sem nefnist:
Örlög heimsins munu ráðast í
Hina.