Tíminn - 31.08.1945, Blaðsíða 1

Tíminn - 31.08.1945, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTQEFPANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN Símar 2353 Or 4373. PRENTSMIÐJAN EDDA hS. ( RITSTJÓRASKRIFSTOFUR: j EDDUHÚSI. Llndargötu 9A. Símar 2353 Og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A. Siml 2323. 29. árg. Reykjavík, föstudagiim 31. ágúst 1945 65. blað Tryggðu Arent og Stefán sér umboð fyrir 50 fyrir- tæki í Svíþjóðarförinní ? I Stofnun nýrrar heildverzlunar vekur mikið umtal. Fyrir nokkru síðan er tekið til starfa hér í bænum nýtt heild- sölufyrirtæki, er vakið hefir mikið umtal og athygli. Nefnist það Sölumiðstöð sænskra framleiðenda h.f. og hefir auglýst, að það hafi umboð fyrir 50 sænskar verksmiðjur og verzlunarfyrir- tæki. Aðalmenn þess virðast vera Arent Claessen og Stefán Jó- hann Stefánsson, en þeir fóru síðastl. vetur til Svíþjóðar á veg- um ríkisstjórnarinnar til að gera verzlunársamning við Svía og nutu því þeirrar sérstöðu að vera einu mennirnir, sem gátu á þeim tíma komizt héðan til Svíþjóðar. Þykir það nú komið fram, að þeir hafi ekki eingöngu sinnt því erindi, sem ríkisstjórnin fól þeim, heidur einnig notað tækifærið til hagsmunalegs erind- rekstrar fyrir sig sjálfa. Stofnendur þessa nýja fyrir- tækis eru Haukur Claessen, son- ur Arents Claessen, Stefán Jó- hann Stefánsson, Guðmundur I. Guðmundsson bæjarfógeti, Gísli Friðbjarnarson og Guð- muncfur G. Hagalín skáld. Stjórnina skipa Haukur, Stefán og Guðmundarnir. Fyrirtækið er alveg nýlega tekið til starfa, en hefir au^lýst umboð fyrir 50 sænsk fyrirtæki. Mun sérstakur hringur í Sví- þjóð standa að baki þessara fyrirtækja. Látið mun í veðri vaka, að umboðin hafi fengist þannig, að erindreki hafi komtjí hingað frá hring þessum og boð- ið umboðin út í heilu lagi og þetta nýja fyrirtæki Arents og Stefáns orðið hlutskarpast í þeirri samkeppni. Kaupsýslu- menn hér munu yfirleitt telja það grunsamlegt, að nýstofnað og óþekkt fyrirtæki skyldi vinna slíka samkeppni, nema áður hafi verið búið að leggja góð drög að því. Þótt Arent Claessen sé ekki talinn stofnandi þessa nýja fyr- irtækis, þykir efalaust, að hann sé einn aðalmaður þess. Er þetta annað fyrirtækið, er, hann stofnar til að annast sænsk við- skipti, síðan hann kom heim úr Svíþjóðarförinni í vetur. Hitt fyrirtækið er H. Claessen & Co. Meðal kaupsýslumanna rikir mikil gremja út af þessu, enda er augljóst, hver spilling það er, ef opinberir sendimenn fara að vera í verzlunarerindrekstri fyrir sjálfa sig meðan þeir eru að vinna að sams könar málum fyrir ríkið. Þetta er þó ekki talið neitt einsdæmi nú orðið, heldur hafi ýmsir fleiri sendimenn, er stjórnin hefir sent után, verið jafnhliða í verzlunarbraskl fyrir sjálfa sig. Er þetta einn ósóm- inn af mörgum, sem hefir magn- azt í tíð núverandi stjórnar, og ekki er líklegt að verði upprætt- ur meðan hennar nýtur við. Sýnishora IX. Barátta Úlafs Thors gegn dýrtiðinni Hver treystir slfknm inaimi? Að lokum þykir rétt að láta tvær raddir Ólafs fá orðið. Önn- ur röddin, sem er frá 4. febrúar 1943, segir: „Cm eitt virðist þó ríkja full eining innan Alþingis, en það er, að öll verðbólgan og dýrtíðin sé eitthvert hið ÆGILEG- ASTA ÞJÓÐARBÖL, er yfir íslendinga hefir verið fært .... En hvað ier þá þessi dýrtfð, þetta hræðilega böl, sem helzt virðist jafnað til Svarta dauða eða Stórubólu eða, svo mild- ara sé að kveðið, hallæris og hungurs? Þegar svo er komið, sem nú er í okkar þjóðféiagi, að ýmist er framleiðsla útflutningsvara þegar stöðvuð eða komið á fremsta hlunn með að svo verði, beinlínis vegna þess, að verð- lag afurðanna, sem ekki er sjáanlegt að verði hækkað, rís eng- anveginn undir kaupgjaldinu og öðrum tilkostnaði í landinu, þá er það alveg óumflýjanleg nauðsyn að stöðva dýrtíðina. Af þessum ástæðum, þó einar væru, verður að hefta vöxt dýrtíðarinnar og hefja öfluga baráttu tii að lækka hana, en margt annað mæiir auk þess með, að slík barátta verði hafin .... Síðari röddin, sem er frá 5. desember 1944, segir svo: „Stjórnarandstaðan segir: Við krefjumst stórfelldra kaup- lækkana. Stjórnarliðar segja hins vegar: Slík krafa er hvorki skyn- samleg né sanngjörn. Það er fásinna að ætla að verkalýðurinn láti bjóða sér baráttulaust að skerða að verulegu leyti lífskjör sín, fyr en búið er að þrautreyna allar eðlilegar léiðir, sem fyrir hendi kunna að verða og að því miða, að komist verði hjá þessu óyndisúrræði.... Þegar af þessum ástæðum er sýnt, að stjórnarandstaðan er á villugötum". Þá segir röddin frá 5. des. 1944, að það sé „augljós firra að vera nú að hefja illvígar deilur um kauplækkanir, meðan eng- inn veit, hvort kaupið þarf að lækka og þá enn síður, hversu mikil lækkunin þyrfti að vera“. Hér er dýrtíðin ekki lengur ægilegt „þjóðarböl“, sem öllu er fórnandi fyrir til að afstýra. Baráttan gegn henni er þvert á móti „augljós firra“. Ýmsir munu velta þvi fyrir sér hvort það geti verið sami maðurinn, er talar jafn ólíkum röddum. Samstarf íhaldsins og kommúnista um að halda hlífiskildi yfir heildsalaspillingunni Konan í r áð uney t i Attlees Hvað veldur drættinum á endurskoðun heildsalamálsins, er var falin helzta mál- ffutningsmanni kommúnista? Smágrein, sem birtist í bæjarpósti Þjóðviljans 28. þ. m. varpar allskýru ljósi yfir það stórfellda hneyksli, sem meðferð og rann- sókn heildsalamálsins er orðin. Ónefndur verkamaður hefiri sent blaðinu stutta fyrirspurn um gang málsins og lýsir ótta verkamanna við það „að hlífa eigi heildsalaklíkunni“. Ritstjóri Þjóðviljans svarar þessari fyrirspurn ósköp stuttaralega og lág- kúrulega, segir að málið sé til endurskoðunar hjá Ragnari Ólafs- syni, sem er málflutningsmaður kommúnista, og búast megi við, að hún taki allmikinn tíma. Ritstjórnin forðast jafnframt að láta falla eitt orð um það, að afgreiðslu málsins þurfi að hraða og hér sé óvenjulegt og stórfellt svindlmái á ferðinni. Þvert á móti virðist, að henni finnist ekkert óeðlilegt, þótt málið gangi þessum seinagangi, eins og um óverulegt smámál væri að ræða. Þeir, sem minnast hinna mörgu stóryrða kommúnista um verzlunarmáta heildsalanna áður fyrr, munu ekki geta fengið betri sönnun fyrir þátttöku kommúnista í hinni hneykslanlegu meðferð hcildsalamálsins en þetta lágkúrulega svar ritstjórnar Þjóðviljans við fyrirspurn verkamannsins. Og vissulega mun mörgum þykja það ekki ómerkileg upplýsing um samspil og samsekt íhaldsins og kommúnista í þessu máli, að málið hefir tafizt og tefst enn vegna seinagangs á endurskoðuninni hjá Rrgnari Ólafssyni, málflutningsmanni kommúnista! Mynd þessi er af Mrs Ellen Wilkinson, sem er önnur konan, er hlotið hefir sæti í brezkri ríkisstjórn, en hún er kennslumálaráðherra í stjórn Attlees. Mrs. Wilkinson var áður kennslukona. Hún var kornung, þegar hún hóf þátttöku í kvenréttindabaráttunni og hófst hún fljótlega til vegs og virðingar i samtökum kvenna. Hún sat fyrst á þingi 1924—31. Árið 1935 náði hún aft- ar kosningu og heflr setið á þingi síðan. Hún var aðstoðarinnanríkisráð- herra í þjóðstjórn Churchills 1940—45 og var talin hægri hönd Herbert Morrisons, sem þá var innanríkisráðherra. í fyrra var hún kosin varaformað- ur Verkamannaflokksins og í vor var hún forseti flokksþingsins. Hún gekk næst Morrison að völdum í nefnd þeirri, sem skipulagði kosningabaráttuna af háifu flokksins. Hún er sögð bæði hyggin og framtakssöm, enda þarf hún á hvorutvcggja að halda í hinu nýja starfi sínu, því að nýlega hafa verið sett lög í Bretlandi, er auka stórlega barna- og unglingafræðsluna, og koma þau senn til framkvæmda. Mrs Wilkinson er 54 ára. Fjárskipti í Mývatnssveit og Bárðardal í haust Slátrað vorðnr 5000 fullorðúum kludum. Sæmundur Friðriksson, framkvæmdastjóri sauðfjársjúkdóma- nefndar, hefir skýrt blaðinu frá því, að nú nýlega hafi verið fast- ákveðið, að fjárskipti skuli fara fram í haust í Mývatnssveit og austurhluta Bárðardals. Verður slátrað öllu sauðfé á þessu svæði, um fimm þúsund fjár, veturgömlu og fullorðnu, og yfir þrjú þúsund lömbum. % Gert er ráð fyrir að kaupa 1 staðinn allt að 3500 lömb, að mestu leytl úr Öxarfirði og Presthólahreppi. Um 60 kilómetra langar girð- ingar verða settar upp til þess að forðast samgang sauðfjár af sýkta svæðinu vestan við Skjálfandafljót. Áætlaður kostnaður ríkissjóðs við framkvæmd þessara fjár- skipta, er um 600 þúsund kr., og á hann að greiðast á 3—4 árum. I dag birtist á 2. síðu grein eftir Hér- mann Jónasson, fyrrverandi for- sætisráðherra, - „Leiðin til ör- yggis“. Neðan máls er grein eftir Gísla Kristjánsson búfræði- kandidat, „Heima eftir fjórtán ár“. Á 4. síðu er grein eftir Óiaf Jóhannesson Iögfræðing — „TJm Fyrra sambandið 1895—1898“. Þegar þessum fjárskiptum er lokið, hafa fjárskipti farið fram á öllu svæðinu milli Jökulsár á Fjöllum og Skjálfandafljóts, í Reykdælahreppi haustið 1941 og í Kelduneshreppi, Tjörnes- hreppi, Húsavík, Reykj ahverfi og Aðaldælahreppi haustið 1944. Garður end- urheimtur Stj órn Stúdentagarðanna hef- ir nú aftur fepgið full umráð yfir gamla Garði, en hann hefir verið brezkur spítali síðan í maí 1940. Seinustu útlendingarnir, sem voru þar, fluttu þaðan í fyrradag. Hafist verður strax handa um endurbætur á Garði, svo að stúdentar geti búið þar í vetur. Bretar hafa lofað að gr.eiða allar skemmdir, sem orðið hafa á hús- inu i/þeirra tíð. Klausau i 1» j ó ð vilj aiiuui. Tímanum þykir rétt aö birta í heilu lagi umrædda klausu um heildsalamálið, er birtist í Þjóð- viljanum 28. þ. m.: „Verkamaður“ skrifar Bæjar- póstinum eftirfarandi bréf um heildsalamálið svokallaða: „Meðal okkar verkamanna er nú þó nokkuð rætt um heild- salamálið svokallaða. Okkur þykir blöðin vera ein- kennilega þögul um málið, en allir hafa áhuga fyrir því, að almennilega verði rótað upp í málinu. Ég vil því biðja Bæjarpóstinn að segja okkur frá, hverrng mál- ið stendur og hvort eitthvað er hsaft í þeim orðrómi, að það eigi aðj hlífa heildsalaklíkunni. Með vinsemd. Verkamaður“. Bæjarpósturinn hefir snúið sér til fulltrúa sakadómara, sem hafði rannsókn þessara mála með höndum. Gaf hann þær upplýsingar að málið hafi und- anfarið verið í endurskoðun hjá Ragnari Ólafssyni hrm. og sé þeirri endurskoðun ekki lokið, þar sem hér er um mjög um- fangsmikið mál að ræða, því ákærð voru yfir 10 fyrirtæki og ýmis þeirra stór. Að endurskoðun málsins lok- inni mun það hljóta sömu með- ferð og önnur slík mál ög ganga í dóm á sínum tíma,“ Þetta er allt, sem Þjóðviljinn hefir nú um heildsalamálið að segja. Öðruvísi mér áður brá, munu vafalaust margir hugsa, þegar þeir lesa þessa klausu. Hún mun og jafnframt vera þeim nægileg sönnun fyrir sam- spili og samsekt íhaldsins og kommúnista í þessu máli, eins og nánar verður vikið að. ( j Fresturiim, sem heildsalarnir fpngu. f tilefni af þessari Þjóðvilja klausu' þykir rétt að rifja upp í aðaldráttum meðferð heildsala- málsins. Viðskiptaráð hafði lengi reynt að fá heildsalana til að afhenda frumreikninga frá amerísku fyrirtækjunum, sem þeir skipta við vestan hafs, svo að nokkurnvegin væri hægt að sannprófa, að ekki væri lagt of mikið á vöruna af útibúum þeim, sem þeir höfðu komið upp vestan hafs. Heildsalarnir vóru yfirleitt mjög tregir til að af- henda frumreikningana. Nokkr- ir þeirra féllust þá á það og leiddi það til þess, að of mikil álagning sannaðist á útibú tveggja heildverzlana vestan- hafs. Mörg heildsölufyrirtæki, sem ekki höfðu afhent frum- reikninga, voru þó stórum grunsamlegri. Hefði rikisstjórn- in viljað gera nokkuð til þess, að sekt þeirra yrði nokkurnveginn uppvís, hefði þegar þurft að höfða opinbert mál gegn þessum grunsamlegu fyrirtækjum (þ. e. þeim, sem ekki afhcntu frúm- reikninga) og jafnframt senda mann til Ameríku til að rann- saka málið þar. Bæði verðlags- stjóri og sakadómari munu hafa talið nauðsynlegt, að slík- ur erindreki færi vestur. En rík- isstjórnin sinnti því ekki neinu. Viðskiptaráð hafði því ekki aðra leið til að reyna að fá upplýst um sekt þessara fyrirtækja en að setja þeim enn nýjan frest til að (Framhald á 8. síðuj Mótmæli Austur- Húnvetninga Á fulltrúafundi búnaðarfélag- anna í Austur-Húnavatnssýslu, sem haldinn var að Blönduósi síðastl. sunnudag, til að kjósa fulltrúa á lándsfund bænda, var samþykkt samhljóða, að mótmæla harðlega því gerræði, sem fundurinn taldi landbúnað- arráðherra hafá framið með því að setja lögin um búnaðarráð, að bændum forspurðum og gegn eindregnum vilja Búnaðarfélags íslands og rétt áður en bændur væru að koma á traustara skipulagi til að taka þessi mál í sínar hendur. Ennfremur var skorað á Alþingi að láta bænd- ur fá verðlagsvaldið í sínar hendur, og þess krafizt, að ekki yrði kvikað frá þeim réttindum, sem bændum hefði verið tryggð með samkomulagi sex-nianna- nefndarinnar. Fer vissulega vel á því, að bændur í kjördæmi Jóns Pálma- sonar hafa þannig orðið einna fyrstir til að mótmæla ólögum landbúnaðarráðherrans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.