Tíminn - 31.08.1945, Blaðsíða 5
65. blað
TÍMIIMy, föstmlagmii 31. ágúst 1945
5
LARS HANSEN:
Fast þeir sóttu sjóirm
FRAMHALD
sér að fara svo til veiðarfæralaus til Lófót.
Hann Hans þurfti svo sem ekki að kvíða Lófótvertíðinni þetta
árið, þó svo hann ætti ekki veglegri fleytu en gamlan áttæring,
því að nú átti hann nóg' og góð veiðarfæri handa sér og sínum
mönnum. Hann var ferðbúinn að viku liðinni. Daginn, sem Hans
Mikjálsson lagði af stað, ,hélt Kristófer sig heima við, og hann
hafði orð á því við „Norska ljónið“, að honum yrði líklega litið úr
þessari vertíðinni. Það væru litlar líkur til þess, að hann fengi
nein veiðarfæri. Hann hafði leitað til tveggja kaupmanna í bæn-
um, en ekki fengið annað svar en stutt og geðvonzkulegt nei.
Nú nennti hann ekki að ganga betlandi fyrir þá fleiri, þessa háu
herra — hann vildi þá heldur fara með þéssa stubbaAsem hann
átti, ef hann gæti á annað borð fengið mannskap, sem hann
sætti, sig við — karla, sem hann þekkti og þekktu hann.
Hann gæti náttúrlega haft tal af fáeinum körlum, en hitt vissi
hann ekki, hvort þeir kærðu sig um að ráða sig hjá honum.
Menn voru nú farnir að hafa orð á því, að skútan væri orðin
gömul og tekin að lasnast — það hafði hann heyrt út undan sér.
En samt sem áður tjóaði ekki að leggjast á bakið og gefast upp,
jafnvel þótt veiðarfærin vantaði.
Þá fór hún Karen að láta fötin niður í Lófótkistuna — nærföt,
vettlinga og sokka, allt þvegið og bætt og stagað og samanbrotið.
Allt í einu leit hún upp og sagði:
— Það var reglulegt góðverk, Kristófer, að láta hann Hans fá
veiðarfærin. Guð mun umbuna þér fyrir það.
— Það getur svo sem verið, sagði þá hann Kristófer, að þetta
sé rétt hjá þér. En sé svo, þá skil ég ekki, hvernig á því stóð, að
mér var rieitað um lán, því að umbun Guðs hefði komið mér
bezt, ef hún hefði verið fólgin í því, að hann hjálpaði mér út úr
vandræðunum, eitthvað svipað og ég hjálpaði Hans. Það hefði
sjálfsagt verið vandalítið fyrir Guð að blása öðrum hvorum kaup-
manninum í brjóst löngun til þess að iiðsinna nauðstöddum fá-
tæklingi. Ég veit það upp á mínar tíu fingur, að það fer allt á
sömu leið, þó að ég komist til Lófót — já, og verr — því að kaup-
mennirnir þar spyrja auðvitað strax, hvernig á því standi, að ég
skuli ekki hafa útvegað mér veiðarfæri í Tromsö, fyrst ég sé
þaðan. Og það gremst mér mest, að ég skuli ekki geta fengið veið-
arfæri á heiðarlegan hátt, því að þá er ekki nema eitt úrræði til:
að stela þeim frá öðrum. Því að til þess er þó ekki hægt að ætl-
ast, að ég horfi bara á aðra moka fiskinum upp úr sjónum.
Karen hafði lokið við að láta fötin niður í kistuna meðan
Kristófer rausaði þetta. Hún lét hana aftur og settist á hana,
spennti greipar um annað hnéð og sagði:
— Þú hefir nú svo oft sagt það sjálfur, Kristófer minn, að
Guðs vegir séu órannsakanlegir. Að gefa veiðarfærin sín manni,
sem var of fátækur til þess að geta eignazt þau af eigin ramleik
— það er guðsþakkaverk, sem Drottinn metur að verðleikum, og
Hann, sem bæði er almáttugur og alvitur, mun áreiðanlega haga
því svo, að það verði einhver svíðingur, einhver ríkur sviðingur,
sem þú hnuplar frá, ef þú neyðist til þess að slá eign þinni á
eitthvað, sem þú átt ekki. Þannig verðurðu verkfæri ,í Guðs rétt-
látu hönd — því geturðu treyst. Allt mun snúast á bezta veg —
það er víst og áreiðanlegt.
Hann Kristófer stóð upp og gekk að kistunni. Hann tók Karenu
í fangið og lyfti henni upp, horfði í augun á henni og sagði:
— Þetta er einmitt það, sem ég hefi alltaf hugsað. Þetta var
einmitt eins og talað út úr mínum huga.
Síðustu árin hafði það verið heitasta ósk Kristófers að kom-
ast í þau efni, að hann gæti keypt vél í „Noreg“. Það kom auð-
vitað ekki til málri að kaupa nýja vél, en það var ekki svo
sjaldan, að hægt var að fá notaðar vélar, sem seldar voru það
skaplegu verði, að fátækur baslari gat látið sig dreyma um að
eignast slíka vél. Einkum var hægt að komast að slíkum kaup-
um, þegar svo bar við, að vélum var bjargað úr strönduðum skip-
um. Þá var stundum hægt að komast að reyfarakaupum — það
voru þá venjulega tryggingafélögin, sem seldu.
Það vár líka hægt að komast að góðum kaupum, þegár verið
var að hafa vélaskipti í skipum — setja í þau aflmeiri vél eða
fullkomnari en þá, sem fyrir hafði verið: En aldrei voru þær vél-
ar eins ódýrar og vélarnar, sem tryggingarfélögin seldu.
Nú var einmitt ein þess háttar vél á boðstólum, og það hafði
varla komið það kvöld, að þetta vélarmál væri ekki rætt heima
hjá Kristófer, hvort heldur einhver rakst heim til hans eða hann
var einn hjá krökktmum með kerlingu sinni.
Jafnvel nú, þegar Kristófer hefði átt að vera það nóg að velta
því fyrir sér, hvernig hann gæti á sómasamlegan hátt séð sér
farborða á Lófótvertíðinni og útvegað sér menn og veiðarfæri —
jafnvel nú drundi vélin fyrir eyrunum á honum.
— Karen, sagði hann. Ég ætla að biðja þig að fylgjast með
því, meðan ég er við Lófót, hvort Alfamótorinn, sem vátrygg-
ingarfélagið ætlar að selja og geymdur er niður frá hjá honum
Jóhannesi Holst, verður auglýstur. Og þá verður þú að spjara
þig og krækja í hann, ef verðið verður ekki spennt upp úr öllu
valdi.
— Er búið að selja þennan, sem þú varst að skoða?
— Hann fór á átta hundruð krónur. Hann Ossías keypti hann
Heima eftir fjórtán ár
(Framhald af 4. síðu)
dæma síldveiðar, þótt aflabrest-
ur valdi lélegri afkomu að þessu
sinni. Auðvitað er landbúnaður
lítt arðbær í harðindaárum, en
núverandi búnaður er ekki bara
atvinnurekstur, heldur og land-
nám einnig, en þeim tveim hlut-
um má ekki blanda saman.
..2x :
„Starfið er margt.“
ferðalagi mínu um ýmsar
sveitir og sýslur landsins, hefi
ég sannfærzt um það landnám,
sem orðið hefir á fjarvistarárum
mínum. Víða hefir stórfelld
ræktun verið framkvæmd, og
ýms bændabýli eru vel hýst orð-
in. En stór átök bíða enn. Mörg
sveitaheimili eru hrörleg ennþá,
og búpeningshúsin eru víða
grenjum lík. Úr þessu þarf að
bæta, meira land þarf að yrkja
og trjálunda þarf að skapa til
skjóls og prýðis.
Þau gæði, sem landið hefir
verið rúið við rányrkju, verðum
við að skapa á ný, eða að
minnsta kosti að byrja á því
sköpunarverki.
Úti við ströndina sá ég hafnir
og önnur mannvirki, sem byggð
hafa verið, og senn koma ný
skip og bátar í stað þeirra, sem
léleg eru ,eða ónýt orðin. Verk-
smiðjur hafa verið reistar, en
mikilvæg framtíðarverkefni bíða
enn á því sviði. Okkur er til
dæmis ekki vanzalaust að
fleygja í sjóinn megninu af
fiskúrganginum, sem til fellst,
og flytja inn í landið sömu á-
burðarefnin og fyrirfinnast í
stórum stíl í þessum verðmæt-
um. Slkt er ekki leiðin til þjóð-
legrar velmegunar.
\
Berklavarnirnar.
Auk mannvirkja þeirra og
framkvæmda, sem gerðar hafa
verið eða ógerðar eru, er ýmis-
legt annað, sem maður vill
kynnast, þegar heim er komið,
og því spyr maður — kannske
álfalega stundum — en það
verður nú að vera, þegar leitað
er frétta um félagsmál og hags-
munaatriði, sem leyst hafa ver-
ið.
Ef kynnast skal þeim málum
til hlítar, þarf lengri tíma en
ég hefi dvalið hér heima. En ég
get þó ekki gengið þegjandi
framhjá öllu af þessu tagi, því
að hér hefi ég líka þótzt sjá
bæði fyrirhyggju og skammsýni
ráðandi.
Vil ég þar fyrst nefna ráðstaf-
anir þær, sem gerðar hafa verið
í baráttunni gegn berklaveik-
inni, þessum geigvænlega sjúk-
dómi, sem fellt hefir allt of
níarga góða og nýta syni og dæt-
ur þessa lands. Verður óhikað
að telja athafnir á þessu sviði og
hinn glæsilega árangur þeirra
meðal hinnar veglegustu fram-
takssemi þessa tíma, og menn
þá, er standa fremstir í þeirri
baráttu, meðal hinna nýtustu
sona þjóðarinnar.
Sumardvöl kaupstaðarbarna í
sveitum.
Því næst kem ég að atriði,
sem fremur flestum öðrum
gladdi paig að heyra um, er heim
kom, en það‘ er sumardvalir
kaupstaðarbarnanna í sveitun-
um. Það sjónarmið mitt er gam-
alt orðið, en þó alltaf nýtt, og
ég staðhæfi, að bezta aðferðin
til jjess að byggja brú skilnings
og velvilja milli sveita og bæja
sé sú, að börnin og unglingarnir
kynnist, að kaupstaðabörnin
dvelji um hríð í sveit og taki
þátt i daglegu störfunum. Sam-
tímis á sveitadvölin að geta
stutt líkamlegt atgervi og eflt
heilsu unglingsins og forðað
honum frá þreyjulausu ráfi um
götur bæjarins við iðj.uleysi eða
athafnir, sem betur væru ógerð-
ar.
Mælt er, að þessi ágæta stefna
eigi útbreiðslu sína að þakka sér-
stökum ráðstöfunum vegna
stríðsins, en ég vona, að slíkt
falli eigi úr gildi, þó stríði og
styrjöld linni.
Ég er sannfærður um, að þetta
er til þjóðnytja, þó erfitt sé að
meta það til peninga. Má vera,
að mér gefist tækifæri til þess
öðru sinni að víkja að þessu máli
og gera því þá frekari skil.
Furffuleg fjármálastefna.
Þá kein ég að því atriði á
vettvangi hversdagslífsins, sem
bæði ég og margir aðrir undrast
mjög og furðar framvegis, með-
an sömu stefnu er framfylgt,
en það er kaupgjaldið og verð-
lagið hérna á íslandi, sem frá
sjónarmiði okkar, er að utan
komum, hlýtur að skoðast sem
fásinna og flónska.
Meðal grannþjóðanna stefndi
allt inn á sömu brautir og hér
hafa veíið farnar í verðlagsmál-
um, en stjórnmálamenn, hag-
fræðingar og aðrir, er önnuðust
forustu fjármála og atvinnu-
mála, lögðust á eitt um að halda
verðlaginu og kaupgjaldinu í
skefjum, svo sem hægt var, tíl
þess að forðast þá skelli, sem
reynslan hafði kennt, að jafnan
fylgdu í kjölfar verðsveiflanna,
og forðast hrun og vandræði á
sviði fjármála- og atvinnulífs.
Þess vegna furðar mig stór-
lega á, að leiðtogar íslenzkra
fjármáia og atvinnumála tóku
ekki í taumana eða héldu ekki
betur um þá að minnsta kosti
en raun hefir sýnt. Þegar ég
spyr um þessi mál, er mér tjáð
frá öllum hliðum, að öll viðleitni
á þessu sviði hafi verið árang-
urslaus, því að áhrif hf rnámsins
hafi verið svo yfirgnæfandi, að
hin fámenna þjóð hafi ekkert
bolmagn haft til eigin forráða.
Ef til vill er þetta rétt, en þó
svona hlyti að fara, er það mér
torskilin gáta nú, hvernig nokkr-
um getur komið til hugar að
fylgja þessari stefnu framvegis.
Ég hefi átt tal við ýmsa, er
þykjast þess vissir og telja eðli-
legt og sjálfsagt, að núgildandi
kaupi og verðlagi verði haldið
óbreyttu á komandi árum, eða
fyrst um sinn að minnsta kosti.
Meira að segja hefi ég séð brydda
á, að þetta atriði sé kappsmál
heils stjórnmálaflokks.
Náttúrulega geri ég ekki ráð
fyrir, að nokkur stjórnmálamað-
ur með ábyrgðartilfinningu
hugsi á þá leið, en auðvitað er,
að til eru innan þjóðfélagsins
einstaklingar, sem ekki sjá þá
hættu, sem framundan getur
verið eins og komið er.
Framleiffslan í voffa.
Hvar liggur hættan munu
menn ef til vill spyrja.
Hættan felst í því, að atvinnu-
vegirnir leggist í rústir og þar
með sú framtíð, sem menn hafa
álitið, að nú væri að komast á
fjárhagslega traustan grundvöll.
ísland er alveg eins og áður, að
mjög miklu leyti háð erlenda
markaðinum. Framleiðslan er
fábreytt, og umfangsmikil utan-
ríkisverzlun er óhjákvæmileg.
En með því kaupgjaldi, sem nú
er ríkjandi hér, verður öll íslenzk
framileiðsla svo dýr, að ef hún
á að seljast á erlendum markaði,
fæst aðeins fyrir hana lítið brot
af framleiðslukostnaðinum. Á
þessu bólar nú þegar með vissar
íslenzkar vörur, sem verið hafa
á boðstólum á erlendum mark-
aði.
Ég skal ekki nú marka þær
leiðir, sem álíta má, að færar
séu út úr þeim vanda, sem bíður
fyrir dyrum í atvinnu- og fjár-
hagsmálum, en hitt er víst, að
gagngerðra breytinga er þörf,
áður en í óefni er komið, því að
það getur þó ekki verið ætlun
nokkurs manns með heilbrigðri
skynsemi, að íslenzkir atvinnu-
vegir skuli lagðir í rústir.
Þvi miður hefi ég allt of víða
mætt þeirri staðhæfing, að bara
ef fólkið hefir fulla vasa af pen-
ingum, þá sé allt ágætt.
Mér hefir því skilizt, að pen-
ingaflóðið hafi villt allt of mörg-
um sýn, og þegar svo er komið,
er hætt við því að fari eins og
með kýrnar hans Faraós, að þær
mögru éti þær feitu.
Máli mínu ttí stuðnings á
þessu sviði verð ég að nefna at-
riði, sem ég hefi sjálfur kynnzt
og hlýt að telja átumein innan
þjóðfélagsins. Hér á ég við hin
slælegu vinnubrögð, sem sums
staðar virðast vera talin sjálf-
sögð og eðlileg.
Hver iffjuleysisstund er
þjóffartap.
En uppbygging og velferð lýð-
veldisins íslenzka getur ekki
grundvallazt á þeirri hugmynd,
að hægt sé að skapa lífsframfæri
með því að ganga með hendur í
vösum í vinnutímanum. Það
munu þeir geta vottað, sem nú
hafa beðið vikum saman eftir
sildinni norðan Jands.
Landið okkar býður lífvæn-
leg skilyrði til larids og sjávar,
þeim er vilja sækja gæðin í skaut
náttúrunnar, en hver stund, sem
eytt er í iðjuleysi, viljandi eða
óviljandi, er bæði einstaklings
og þjóðartap.
Ég hefi á þessum tíma, sem ég
hefi dvalið heima, séð börn og
gamalmenni vera að verki og
bjarga dýrum forða til vetrar-
fóðurs í sveitunum. Þar voru
sköpuð verðmæti meðan skipin
leituðu árangurslaust að auðæf-
unum í hafinu og hundruð eða
þúsundir manna og kvenna biðu
og höfðust lítt eða ekkert að.
Þessir atburðir færðu mér sönn-
ur fyrir því, að fjölbreytni at-
vinnulifsins hér á landi er ekki
aðeins nauðsynleg, heldur og
ómissandi.
Ég þóttist að vísu vita það fyrr,
en það sá ég nú, og fyrir þau mál
vil ég vinna, eftir þ^í sem kraft-
ar mínir hrökkva og á þeim vett-
vangi, sem mér verður búinn.
ANNA ERSLEV:
Fangi konungsins
(Saga frá dögum Loðviks XI. Frakkakonungs).
, / Sigríður Ingimarsdóttir þýddi.
|
Georg reikaði að hvílu sinni og sofnaði fast þegar
í stað.
Hann svaf lengi.
Þegar hann vaknaði hugsaði hann: Nú er stundin
komin til þess að flýja! Þeir .eru allir úti!“
Hann ætlaði að rísa upp, en fæturna skort þrótt til
að bera hann. Þeir voru þungir sem blý og hann reikaði
eins og drukkinn maður. Örmagna hneig hann niður á
hvíluna og sofnaði á ný.
Þegar hann opnaði augun aftur, sá hann, að allir
ræningjarnir voru komnir heim. Þeir sátu alhr við borðið
og hresstu sig eftir næturvinnuna.
Þá rann upp ljós fyrir Georg. „Þeir hafa gefið mér
svefnlyf, til þess að geta verið öruggir um mig, meðan
þeir voru allir að heiman,“ hugsaði hann. „MikiU heimsk-
•'mgi gat ég verið! Ég hefi látið þetta tækifæri ganga
mér úr greipum — hvenæ^r gefst annað eins?
„Georg, Georg!“ heyrði hann nú að höfðinginn kallaði:
„Hvað ætlar strákurinn að sofa lengi! Farðu nú að vakna,
annars hita ég þér um eyrun!“
Vesalings pilturinn gerði tilraun til að rísa á fætur,
og heppnaðist hún í þetta skipti.
Ennþá var hann þreyttur og óstyrkur, en þegar hann
iór að ganga um, hurfu þreytan og drunginn smátt og
smátt.
„Það er gott, að þú getur hreyft þig! Þú heldur víst,
að þú hafir leyfi til að liggja og hvíla þig meðan við
binir erum að vinna,“ hélt höfðinginn áfram og deplaði
augunum framan í hina.
Georg var nógu vitur til þess að láta sem hann skildi
ekki spott höfðingjans og fór nú að snúa sér að matseld-
mni. En hann kreppti hnefana í laumi og titraði af reiði.
Hann sneri sér við litlu síðar og sá þá dálítið, sem fékk
hann til þess að gleyma sínum eigin.áhyggjum.
Við borðið stóðu tveir drengir, dálítið yngri en hann
sjálfur. Annar var langur og magur, toginleitur og fölur
í andliti. Hann var klæddur svartri kápu að sið stúdenta
þeirra tíma. Hann grét eins og hann hefði verið barinn.
Hinn var allt annað en niðurbeygður. Augu hans skutu
gneistum, og hann horfði djarflega í kring um sig.
Grimmdarleg andlit ræningjanna virtust ekki skelfa
haim. Hann var klæddur í flauel og silki. Auðséð var, að
iiann var riddarasonur. Þegar Georg sneri sér við var
verið að taka bmdið frá augum hans og keflið úr munn-
inum, og hann hrópaöi æfareiður:
„Böívaðir stigamenn, sem ráðist á saklaust fólk! Hann
faðir minn hefnir þessa, það skuluð þið fá að sjá!“
„Svona, svona, ungi vinur! Rólegur nú,“ svaraði höfð-
mginn hlæjandi. „Við munum ekki skerða eitt hár á
höfði yðar háttvirtu persónu. Við munum þvert á móti
umgangast yður með dýpstu lotningu.“
Hann hló aftur, og rænkagjarnir tóku undir.
Hláturinn æsti unga manninn enn meir.
„Hlægið bara! Þjófahyski!“ hrópaði hann. „Hrósið ykk-
ur bara af því hugrekki, sem þið sýnduð, allir tuttugu,
þegar þið réðust á unglingspilt. Þið ættuð. sannarlega
að láta skrá þessa frægðarför í annála ykkar, eftirkom-
endum ykkar til minnis. Það myndi láta vel í eyrum.“
„Á degi hins heilaga Húbertusar bárum við unga herr-
ann á Gatanó ofurliði og fluttum hann heim í helli vorn.
Vér hlóum að reiði hans og vorum mjög stoltir af
hetjudáð vorri — vér vorum aðeins tuttuga á móti ein-
um unglingspilti.“ “
Hlátur ræningjanna snerist í reiði þegar þeir heyrðu
hin fífldjörfu háðsyrði piltsins.
Þeir ógnuðu honum og gerðu sig líklega til að ráðast
á þetta hrausta fórnarlamb sitt, en höfðinginn hindraði
það, barði í borðið, svo brakaði í og hrópaði með
þrumuraust: „Kyrrir! Dirfist ekki að snerta hann!
Heimskingjar! Ef við förum illa með hann, fáum við
ekkert lausnarfé. Hann svaraði eins og til stóð og var
hinum hrausta föður sínum til sóma.“ Svo hélt hann
áfram og sneri sér nú að hinum ungá aðalsmanni:
„Hinrik frá Gatanó — yður er það líklega ljóst, að þór
eruð á okkar valdi? Ég er umburðarlyndur, þegar ég
hitti fyrir hugrakkt karlmenni. Það getur fanginn þarna,
hann Geórg Ramer, borið vitni um. Hann angraði okkur
ekki með sorg og sút, heldur söng gleðisöngva, þótt dauð-
inn biði hans. Þess vegna var honupi gefið líf. Háðsyrði
yðar sýna, að þér eruð hvergi smeykur, en þér hafið
ekki heldur ástæðu til að vera það. Greifinn, faðir yðar,