Tíminn - 11.09.1945, Síða 2

Tíminn - 11.09.1945, Síða 2
þriðjndagimi 11. sept. 1945 68. blað Þriðjudayur 21. sept. i /t CíiaCawqi Hvar skal byrja? í seinustu Hagtíðindum er birt skýrsla um fjölda verzlana í Reykjavík í árslok 1944. Sam- kvæmt henni hafa þá verið þar 157 heildverzlanir og 607 smá- söluverzlanir eða 764 verzlanir alls. Á árinu höfðu bæzt við 21 heildverzlun og 55 smásöluverzl- ani-r. Með fullkominni vissu verður ekki ságt um fjölda starfs- manna við þessar verzlanir. Við margar verzlanir vinna ekki nema 2—3 starfsmenn, en við aðrar verzlanir eru þeir margfalt fleiri. Það mun sennilega ekki of ríflega áætlað, að til jafnað- ar hafi tvær fjölskyldur fram- færi af hverri verzlun, auk ein- hleypinga, sem þar kunna að vinna. Sé yfirleitt reiknað með fimm manns í fjölskyldu, eru alltaf komin þarna 7500 manns, auk einhleyps verzlunarfólks. Það muil því ekki vera fjarri lagi, að fimmti hver Reykvíking- ur lifi á verzlun, og sennilega fjórði hver, ef með væri talið ýms iðnrekstur, sem frekar get- ur talizt til verzlunar en raun- verulegs iðnaðar. Það gildir að vísu um margt af hinu óbreytta verzlunarfólki, að það lifir engu kóngalífi, og sennilega er sumt af því fólki, sem starfar við smásöluverzl- anir, lægra launað en flest starfsfólk annað. En margt af þessu fólki, sérstaklega heild- salarnir, hafa hins vegar meiri tekjur en nokkrir landsmenn aðrir. Sú verzlunarálagning, sem Reykvíkingar greiða, fram- fleytir því ekki aðeins 8—9 þúsund manns, heldur skapar hún jafnframt nokkrum hundr- uðum manna stórfelldari gróða en dæmi eru til hjá ö<$rum stéttum, nema þá ef vera kynni einstaka stórútgerðarmanni. Það má vera bersýnilegt á þessu, að verzlunarálagningin er langtum hærri en allir opin- berir skattar til samans. Hún er langþyngsta byrðin, sem Reyk- víkingar hafa að bera. Það er margt rætt um dýrtíð- ina og ráðstafanir til að draga úr henni. Engin dýrtíðarráð- stöfun virðist augljósari og sjálfsagðari en að ráðast gegn verzlunarálagningunni. Það er fullkomnasta óráð, að hér skuli vera leyfð svo há heildsöluá- lagning, að um 160 heildsölu- fyrirtæki skuli geta grætt eins og heppnustu gullgrafarar á ekki meira innflutningi en til Reykjavíkur kemur. Það er líka eins mikið öfugstreymi og hugs- ast getur, að fimmti eða fjórði hver Reykvíkingur skuli hafa framfæri sitt af verzlun. / Það fólk, sem yrði að yfirgefa verzlunina, ef álagningin væri lækkuð, ætti vissulega ekki að þurfa að óttast atvinnuleysi/ og skort, ef rétt væri á málum haldið. Hin nýju skip, sem verið er að kaupa til landsins, krefj- ast aukins starfsliðs við sjávar- útveginn. Hér þarf að skapa ýmsan hagrænan iðnað, sem einnig mun krefjast mikils starfsliðs. Aukning þessara starfsgreina er ekki að litlu leyti háð því, að þær fái vinnuafl, sem nú er bundið við verzlunina. Það er sagt, að ríkisstjórnin hafi nú í undirbúningi dýrtíðar- ráðstafanir, er miði að því að skerða hlut bænda og láglauna- fólks. Slíkar ráðstafanir eru hreinasta ósvífni, ef eigi er áð- ur búið að skera niður verzlun- arálagninguna. Það á að byrja niðurskurðinn hjá mestu stór- gróðastéttinni, heildsölunum, en ekki hjá bændum og láglauna- fólki. Annað væri ranglæti. Hyggni kommúnista Kommúnistar hafa verið manna frakkastir í því að gagn rýna stjórnarframkvæmdir ann arra. Þeir einir hafa þótzt vera með allt vitið og því getað sagt, að svona og svona hefði fram kvæmdin átt að vera, en ekki eins og hún varð. Ýmsir hafa látið glepjast af gaspri þeirra og því hnigið til fylgis við þá. Nú þurfa þessir menn ekki Rannsókn á starfsháttum nýbyggingarráðs. Um fátt hefir verið talað meira í bænum seinustu dagana en Hauksmálið. Þetta mál hefir ekki sízt vakið athygli af þeirri ástæðu, að það hefir afhjúpað starfshætti nýbyggingarráðs. Stjórnarliðið hefir reynt að telja mönnum trú um, að nýbygging- arráð myndi sjá um, að aðeins fullkomnustu og vönduðustu skip yrðu flutt til landsins. Reynslan hefir nú afsannað þetta, eins greinilega og verða má, þar sem fyrsta skipið, sem er keypt hingað á vegum ráðs- ins, kemst nauðulega til Bret- lands i fyrstu ferð sinni þangað og sekkur svo á heimleiðinni. Hefði nýbyggingarráð nokkuð gætt þess hlutverks síns, að að- eins vönduð og fullkomin. skip skyldu keypt til landsins, hefðu slík skipakaup ekki átt sér stað. Til viðbótar þessu hafa stjórn- arblöðin sjálf, þótt óviljandi muni vera, orðið til að auglýsa þetta eftirlitsleysi nýbyggingar- ráðs. Þau flytja nú daglega sög- ur af því, að hingað séu keypt í stórum stíl gömul skip, sem aðrar þjóðir vilji ekki nota leng- ur. Öll þessi kaup'eru vitanlega gerð á ábyrgð nýbyggingarráðs, sem veitir gj aldeyrisleyfin til þeirra. Það er því sannarlega kominn tími til þess að bera fram þá kröfu, að rannsókn sé látin fara fram á þessum starfsháttum nýbyggingarráðs og það skipað færari mönnum áður en því sé falið að ráðstafa meira af gjald- eyri til skipakaupa. Þjóðin verð- ------------------------------- ur að fá fyllstu tryggingu fyrir því, að gjaldeyririnum sé ekki eytt til að kaupa fleiri skip eins og Hauk. Sú trygging fæst ekki meðan braskari eins og Jóhann Þ. og athugunarlaus gasprari eins og Einar Olgeirsson eiga að hafa æðstu stjórnina í þessum málum. Lygasaga, sem lýsir kommúnistum vel. Hauksmálið hefir komið mjög illa við ritsnápa Þjóðviljans. Til þess að draga athyglina frá ný- byggingaráði, hafa þeir gripið til þess að ljúga því upp, að Tíminn hafi „glaðst yfir þessum slysförum“ og óskað þess, að öll skip, sem keypt verða á vegum nýbyggingarráðs, færu sömu leið og Haukur. Þessi lygi Þjóð- viljans er vissulega ekki svara- verð, en hins vegar er hún vel þess verð, að henni sé haldið á lofti, því að hún er svo gott dæmi um skrílsskap og bar- dagahætti þess flokks, sem Þjóð- viljinn er málgagn fyrir. Engin lygi er honum of viðbjóðsleg, ef hann heldur sig geta fengið ein- hvern til að trúa henni, og það geti orðið til að hnekkja and- stæðingunum. í þessu tilfelli er treyst á það, að einhverjir þeirra, sem ekki sjá Tímann, fá- ist til að trúa þessu, og þess vegna er ekki hikað við að ljúga þessu upp. Þetta eru sömu starfshættirnir og nazistar not- uðu og er það í þessu eins og fleiru, sem kommúnistar sverja sig í ætt við þá. Þessi lygi Þjóðviljans er líka athyglisverð að því leyti, að hún lengur að meta stjórnkænsku kommúnista eftir gagnrýni þeirra og gaspri. Nú er hægt að dæma þá eftir eigin stjórnar- framkvæmdum. Sú dómsundir- staða er ýissulega langtum ör- uggari. Stærsta st j órnarf ramkvæmdin, sem kommúnistar hafa glímt við til þessa, er færeyski skipaleigu- samningurinn. Því betra dæmi ætti hann að vera um stjórnar- hæfni kommúnista, þar sem þeir hafa nær einir haft af honum veg og vanda, og margt bendir til, að þeir hafi viljað nota hann sem sönnun þess) hvað þeir gætu, ef þeir tækju á því. Það er bezt að byrja á sjálfri samningagerðinni. Hyggnir menn töldu, að samningana hefði átt að gera ekki síðar en um ára- mótin eða á meðan Færeyingar gátu óttast, að við gætum fengið skip annars staðar. Atvinnu- málaráðherra kommúnista þótt- ist hins vegar hyggnari og ákvað að bíða með samningana, fram á hávertíðina. Þá var svo komið, að Færeyingum var ljóst, að við vorum alveg upp á þá komnir, og neyttu þess vitanlega í samn- ingagerðinni. Ekki mátti það heldur heyrast nefnt, að vanir samningamenn ynnu að hénni af íslendinga hálfu, heldur var teflt fram viðvaningum, eins og Lúðvík Jósefssyni Samningarnir báru líka glögg merki þess, að bæði hefðu Færeyingar haft góða samningsaðstöðu og ís- lendingar óvana samningameniji. íslendingar urðu að taka miklu fleiri skip en þeir þurftu og m. a. allmargt iélegra skipa. Komm- únistar voru hins vegar hinir hróðugustu af samningunum, bönnuðu Alþingi að breyta nokkrum stafkrók í þeim, og kröfðust þess, að það afgreiddi þá á fáum klst. Alþingi var því nauðugur einn kostur að sam- þykkja þá óbreytta, eins og kom- ið var. Þá' víkur sögunni að fram- kvæmdinni. Hún var falin Fiski- málanefnd, þar sem kommúnist- arnir Lúðvík Jósefsson og Hall- dór Jónsson voru mestu ráðandi. Lengi vel var ekkert eftirlit haft með því, hvernig Færeyingar fullnægðu samningunum, þótt nauðsyn þess lægi í^augum uppi, þar sem um 60 skip var að ræða og jafnan má búast við misjöfn- um sauð í mörgu fé. Fiskimála- nefnd mun líka seint og um síðir hafa komist að raun um það, því að hún setti upp marg- þætt og dýrt njósnarkerfi, þegar kom fram á vorið. Til viðbótar þessu eftirlitsleysi, lenti allt reikriingshald og yfirlit um það hvernig reksturinn gengi, í al- gerri flækju og nefndin gat því yfirleitt ekki gert neitt hrein- lega upp fyrr en eftir dúk og disl*. Reynt var að bæta úr þessu með því að fjölga stöðugt starfs- fólki, en það bætti ekki úr skák, þegar skipulagið og stjórnsem- ina vantaði. Að lokum varð að leita til tveggja lögfræðmga, sem ekki eru kommúnistar, til að greiða úr fiækjunni. Kostnaður- inn, sem er orðirin við þetta starf Fiskimálanefndar, nemur eng- um smá upphæðum. Sögunni vikur nú aftur til Áka frá þeim Lúðvík og Hall- dóri. Samkvæmt samningunum var hægt að losna við leigu skipanna 30 dögum eftir stríðs- lok í Evrópu. Margir hyggnir menn hvöttu stjörnina til að nota sér uppsagnarákvæðið, enda augljóst, að skipanna var ekki lengur þörf. En Áki þóttist enn hyggnastur. Haijn neitaði öllum ráðum og samningunum var ekki sagt ujpp. „Hyggni“ hans hefir reynst þannig, að stórfellt tap hefir verið á rekstri skipanna síðan. Þá kemur að seinasta þættin- um í stjórnarhyggindum komm- únista í sambandi við þetta mál. f stað þess að bregðast mannlega við, þegar halli var orðinn á rekstrinum og taka lán til að inna af höndum sjálfsagðar greiðslur, létu þeir safnazt fyrir vanskil við Færeyinga svo mán- uðum skipti. Um það var ekkert skeytt, þótt íslendingum væri þannig sköpuð smán og niður- læging meðal þessarrar frænd- þjóðar og hvarvetna annars staðar, er um þetta spyrðist. Það var ekki fyrr en þetta framferði hafði verið opinberlega gagn- rýnt og almenningsálitið hafði fordæmt það, að kommúnistar létu sér segjast og bættu úr van- skilunum, er voru orðin svo mik- il að taka þurfti tveggja milj. kr. lán til að mæta þeim. Fyrir þá, sem hafa trúað gaspri kommúnista, þegar þeir biafa verið að lofa stjórnhæfni sína, mætti þessi saga Færeyja- samningsins vera lærdómsrík. Öllu fleiri og stærri axarsköft og mistök er ekki unnt að hugsa sér í ekki yfirgripsmeira máli. Og þó hafa kommúnistar vafa- laust lagt sig hér alla fram. En hæfileikarnir eru ekki meiri Hér eftir ætti vissulega enginn að þurfa að glepjast til fylgis við kommúnista vegna þess, að hann tryði á stjórnarhæfni þeirra. sýnir þá hliðina á bardaga- mennsku kommúnista að snúa sannleikanum alveg við. Það, sem Tíminn hefir krafizt, er ýtarleg rannsókn á Hauksmálinu og auknar ráðstafanir til að koma í veg fyrir slík skipakaup í framtíðinni. Hann hefir m. ö. o. krafizt ráðstafana til að koma í veg fyrir slysfarir og að fleiri skip, sem keypt væru á vegum nýbyggingarráðs, færu sömu leið og Haukur. Á máli Þjóð- viljans heitir þetta hins vegar, að Tíminn óski eftir slysförum, og að fleiri skip lendi éins og Haukur! Kommúnistar reiðir yfir því að vera skilamenn! Kommúnistar eru mjög reiðir því, að almenningsálitið hefir nú neytt atvinnumálaráðherra og Fiskimálanefnd til að bæta úr vanskilunum við Færeyinga. Einkum beina þeir skeytum sín- um út af þessu gegn Tímanum og Kristjáni Friðrikssyni. í laugardagsblaði Þjóðviljans er t. d. birt feitletruð(!) grein, er nær yfir hálfa síðuna, þar sem hrúgað er saman allskonar fúk- yrðum og uppnefnum um Krist- ján Friðriksson. Að öðru leyti er greinin svo efnislaus og illa skrifuð, að hún er ekki svara- verð. Eina gildið, sem hún hefir, er að lýsa íkapvonzku kommún- ista yfir því, að þeir hafa neyðst til þess að verða skilamenn! Er því heldur ekki að undra, þótt þeir álíti Kristján Friðriksson geta miklazt af verki sínu, því að það hefir ekki mörgum heppnast að hafa svo siðbæt- andi áhrif á kommúnista! St j ór nar f lokkar nir fá kosningakipp. Loksins hafa stjórnarflokk- arnir veitt því athygli, að eitt- hvað muni verða að gera í bygg- ingarmálunum. Á seinasta bæj- arstjórnarfundi var samþykkt, að bærinn beitti sér fyrir því að tekin yrði upp skömmtun á byggingaefni með það fyrir aug- um að nauðsynlegustu íbúða- byggingai* hefðu forgangsrétt. Jafnframt segir Þjóðviljinn, að nýbyggingarráð sé að undirbúa löggjöf um byggingamálin. Þetta er allt saman gott og (Framhald á 7. síöu) E R LE N T YFIALIT Átökin um Dardaneliasundið Um þessar mundir stendur yfir í London fundur utanríkis- málaráðherra Bretlands, Banda- ríkjanna, Frakklands og Rúss- lands. Á fundi þessum munu verða rædd öll helztu ágrein- ingsefni stórveldanna og reynt að finna lausn á þeim. Eitt þess- ara mála og ekki það veiga- minnsta er framtíðarstjórn Dar- danellasundsins.- Það var fyrst um 1350, er Tyrkir náðu yfirráðum yfir Dardanellasundinu. Næstu tvær aldirnar voru þeir svo voldugir, að engir reyndu til þess að ná þessum völdum úr höndum þeirra. Eftir það tók veldi þeirra smámsaman að hnigna. Um 1770 var svo komið, að rúss- neskur floti gat farið allra ferða -<Sinna um Dardanellasund. Eftir i það héldu Rússar stöðugt á- [ fram að gera Tyrki sér undir- gefna. Árið 1833 urðu Tyrkir að lofa því að loka sundinu fyrir fjandmönnum Rússa, ef til styrjaldar kæmi. Öðrum stór- veldum álfunnar þótti þetta framferði Rússa ískyggilegt og tóku því að skerast í leikinn. Þau komu því til leiðar, að árið 1841 var undirritaður í London svokallaður Dardanellasamning- ur, þar sem Tyrkjum var gert að skyldu að loka sundinu fyrir öllum erlendum herskipum. Með þessum samningi var rússneska flotanum haldið frá Miðjarðar- hafi, en jafnframt fengu Rúss- ar tryggingu fyrir því, að óvina- floti kæmist ekki inn í Svarta- hafið. Þetta samkomulag gilti nokkurn vei|inn óbreytt fram til heimsstyrjaldarinnar 1918. í heimsstyrjöldinni 1914—18 voru Tyrkir bandamenn Þjóð- verja. í stríðslokin hernámu Bandamenn stöðvar Tyrkja við Dardanellasund og voru yfirráð- in yfir sundinu í höndum þeirra fyrstu árin á eftir. Árið 1923 voru teknir upp samningar milli Bandamanna og stjórnar Mu- stafa Kemal. Náðist samkomu- lag á þeim grundvelli, að sundið skyldi vera öllum opið, jafnt kaupskipum og herskipum, og Tyrkir skyldu eyðileggja öll hernaðarleg vígi sin við sundið. Tyrkir undu þessum kostum illa og fengu málið tekið upp að nýju árið 1936. í hinum svo- nefnda Montreuxsamningi, sem gerður var i júnímánuði það ár, var Tyrkjum aftur leyft að reisa vígi við sundið og hafa hömlur á siglingum um það. Kaupskip skyldu fá að fara frjáls ferða sinna um sundið, bæði á friðar- og stríðstímum, en þó máttu Tyrkir takmarka þessar sigling- ar eftir vissum reglum, ef þeir voru sjálfir stríðsaðili. Á stríðs- tímum skyldi sundið vera lokað öllum erlendum herskipum, ef Tyrkir væru hlutlausir, en væru þeir stríðsaðili, höfðu þeir á- kvörðunarvaldið yfir sundinu í sínum höndum. Á friðartímum máttu minni herskip fara um sundið, en þó ekki yfir vissa tölu frá hverri þjóð. Rússar létu strax nokkra óá- pægju í ljós yfir Mountreux- samningnum, enda voru þeir ekki aðilar að honum. Er talið, að þeir hafi iðulega farið þe^s á leit við Tyrki síðan, að fá ýms- ar undanþágur fyrir sig, en op- inberlega hefi þeir ekki gert það fyrr en á þessu ári. í aprílmán- uði síðastl. sögðu þeir upp vin- áttusamningi sínum við Tyrki og létu þau boð fylgja með, að þeir óskuðu eftir auknum rétt- indum til siglinga um Dardan- ellasund. Jafnframt munu þeir hafa tekið þetta mál til með- ferðar, bæði á Jaltafundinum og Potsdamráðstefnunni. Svör þau, sem Rússar hafa fengið við þessari málaleitun sinni, bæði hjá Tyrkjum og stórveldunum, munu vera á þau leið, að þetta mál verði ekki af- greitt, nema með nýju sam- komulagi þeirra ríkja, er stóðu að Montreauxsamningnum á sinni tíð. Með þessu svari hafa Tyrkir komið sér undan því að þurfa að taka upp beina samn- inga við Rússa, og Bretar og Bandaríkjamenn hafa líka get- að dregið málin á langinn. í blaðaumræðum, sem orðið hafa um þetta mál, er á það bent, að Rússar hafi notið góðs af Montreauxsamningnum í ný- lokinni styrjöld, þar sem hann hafi komið í veg fyrir, að Þjóð- verjar og ítalir gætu farið með herskip inn á Svartahaf, en það hefði getað stórlega breytt víg- stöðunni í Suður-Rússlandi, þegar Rússar voru þar verst staddir. Einnig er á það bent, að (Framhald á 7. síöu) mMR HAiRAHNANNA Alþýðublaðið er eina stjórnarblaðið, sem hefir þorað að vita vanskilin við Pæreyinga og önnur hneyksli í sam- bandi við það mál. í forustugrein Al- þýðublaðsins 6. þ. m., er nefnist: Fiski- málanefndarhneykslið, segir svo um þetta mál: „Það hefir nú verið staðfest op- inberlega, að ríkissjóður hafi fyrir nokkrum dögum orðið að hlaupa undir bagga með Fiskimálanefnd og ábyrgjast yfirdráttarlán fyrir hana, hvorki meira né minna en 2 miljónir króna, til þess að bjarga henni út úr þeim stórkostlegu van- skilum, sem hún var komin í með greiðslur til Færeyinga samkvæmt skipaleigusamningnum frá í fyrra vetur og fyrir löngu eru orðin þjóð okkar til vansæmdar. Mun Fiski- málanefnd nú þegar hafa innt eitthvað af þessum greiðslum af hendi af þeirri fjárupphæð, sem hún þannig fékk til forráða, og lögfróðir menn, sem til hafa verið fengnir, vera byrjaðir að greiða eitthvað fram úr þeirri óreiðu og því sukki, sem nefndin var komin í undir yfirstjórn hins kommúnist- iska atvinnumálaráðherra, Áka Jakobssonar, og handlangara hans, Lúðvíks Jósefssonar alþingismanns og Halldórs Jónssonar framkvæmd- arstjóra. Ber vissulega að fagna því, að þannig skuli nú loksins vera tekið í taumana og þjóð okkar firrt meiri vansæmd af óstjórninni í Fiskimálanefnd, en orðin er. En eftir er fyrir okkur sjálfa, að gera upp við þá menn. sem sök eiga á hneikslinu." Alþýðublaðað víkur síðan að hinu misheppnaða yfirklóri Fiskimála- nefndar: „Ósvífnara, og jafnframt hlægi- legra plagg, rnun sjaldan hafa verið að íslenzku þjóðinni rétt, en yfir- lýsing Fiskimálanefndar. Meðan hneykslið er rætt í blöðunum og hver sönnunin eftir aðra kemur fram um hin stórkostlegu vanskil nefndarinnar og óreiðuna í öllu starfi hennar.þegir hún og þrjózkast meira að segja við að gefa ríkis- stjórninni skýrslu um það, hvernig komið er. En þegar fjármálaráðu- neytið hefir neyðst til að hlaupa undir bagga til að afstýra því versta .og Fiskimálanefnd hefir með ríkisábyrgð fengið 2 miljónir króna að láni til að bjarga sér upp úr vanskilafeninu, sem hún hefir verið í mánuðum saman, koma þessir herrar loksins fram fyrir þjóðina, láta eins og ekkert hafi í skorizt og segja: Það er lýgi, sem Alþýðu-* blaðið sagði, að Fiskimálanefnd vanti hálfa aðra miljón til að geta staðað í skilum við Færeyinga. Allt er í himnalagi. Allt hefir verið greitt! En þá hafði nefndina fyrir aðeins örfáum dögum ekki aðeins vantað hálfa aðra miljón, heldur tvær miljónir til þess að geta staðið við skuldbindingar sínar og ríkis- sjóður orðið að útvega henni þær. Þannig er sá sannleikur, sem Fiskimálanefnd ber á borð í yfir- lýsingu sinni. En það er alger misskilningur, ef þeir Áki Jakobsson atvinnu- málaráðjherra og undirmenn hans í Fiskimálanefnd, halda, að hneyks- ismáli hennar sé lokið mð þvílíku yfirklóri. Það eru allar líkur til þess, að þjóðin verði að taka á sig miljónatap af færeysku samn- ingunum og framkvæmd atvinnu- málaráðherrans og Fiskimálanefnd- ar á þeim. Hún mun því eftir sem áður gera kröfu til, að fullkomip og áreiðanleg grein verði gerð fyrir þeirri ráðsmennsku, sem til óreið- unnar og vanskilanna hefir leitt af hálfu Fiskimálanefndar. Hún vill fá að vita fyrir hvað og fyrir hverja henni verður að blæða.“ í forustugrein Alþýðublaðsins 7. þ. m., er nefnist: Eru staðreyndirnar rógur?, er vikið að blekkingum og fölsun Þjóðviljans í þessu máli. Al- þýðublaðið segir: „Það er ekki nema mannlegt og skiljanlegt, að Þjóðviljinn reyni í lengstu lög, að bera svipuhögg almenningsálitsins af sér og flokki sínum. En hann þarf hins vegar ekki að hugsa það, að honum muni haldast uppi að fara með neinar frekari falsanir eða blekkingar í svo stórkostlegu hneikslismáli, sem þjóðin öll að endingu verður að súpa seyðið af. Og því skulu nú nokkrar spurningar lagðar fyrir Þjóðviljann, honum sjálfum og les- endum hans til glöggvunar á því, hver það er, sem fer með lygar og róg í þessu máli, og hver með stað- reynclir: 1) Er það ekki staðreynd, að hingað hafa borizt, og verið birtar í blöðum, fregnir af megnri ó- ánægju færeyskra sjómanna og út- gerðarmanna yfir stórkostlegum og langvarandi vanskilum af hálfu Fiskimálanefndar á greiðslum sam- kvæmt færeyska skipaleigusamn- ingnum? 2) Er’það ekki ómótmæld stað- reynd, að þegar áður en þessar fregnir bárust hingað og voru birtar í blöðum hér, höfðu Færeyingar, með milligöngu danska sendiherr- ans hér kvartað yfir þessum van- skilum við íslenzk stjórnarvöld? 3) Er það ekki staðreynd, að hingað er síðan kominn danskur lögfræðingur til að reka réttar Færeyinga og knýja fram uppgjör við Fiskimálanefnd samkvæmt á- kvæðum skipaleigusamningsins? 4) Er það ekki staðreynd, stað- fest af fjármálaráðherra, að Fiski- málanefnd hefh af þessum ástæð- um fyrir nokkrum dögum orðið að fá yfhdráttarlán meö ríkissjóðs- (Framhald á 7. síðu)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.