Tíminn - 11.09.1945, Page 6
6
TlMlM, þriðjudagiim 11. sept. 1945
68. blað
Níræður:
f {
Kristján J. Jónsson
óðalsbóndi í Lambanesi
Vestan við fjöllin, fyrir svo til
miðju Miklavatni austanverðu,
stendur bærinn Lambanes í
Fljótum. Bæinn ber hátt, því
hann stendur á háum, fallegum
hól, og þó eigi lengra frá vatn-
inu en það, að túnið nær niður
að því. Þar er fagurt, túnið slétt,
að mestu frá náttúrunnar
hendi, grösugar engjar á bak
við það, og mjög fögur útsýn yf-
ir Miklavatn og Fljótin og út á
hafið. Þarna hefir búið í nærri
hálfa öld Kristján Jónsson, sem
átti níræðisafmæli 9. f. m. og
sem mörgum manninum er
að góðu kunnur.
Kristján er fæddur að Brúna-
stöðum í Fljótum 9. ágúst 1855.
Foreldrar hans voru Jón Jóns-
son frá Hóli á Upsaströnd og
Gunnhildur Hallgrímsdóttir,
bróðurdóttir Þorláks danne-
brogsmanns í Skriðu. Standa að
Kristjáni merkar og mikilhæf-
ar eyfirzkar bændaættir í báða
liðu, svo langt sem rakið verður.
Kristján ólst upp hjá foreldr-
um sínum, fyrst á Brúnastöð-
um; en fluttist með þeim um
fermingaraldur að Arnarstöð-
um í Sléttuhlíð. Þar vandist
hann við alla vinnu á sjó og
landi. Faðir hans var hinn mesti
dugnaðarmaður, kappsfullur
mjög við hvert verk, smiður góð-
ur, skytta og hinn bezti sjó-
maður. Gunnhildur móðir líans
var annáluð sem hin duglegasta
og stjórnsamasta húsfreyja og
hið mesta góðkvendi. Þau Arn-
arstaðahjón áttu 9 börn, se'm
úr æsku komust. Voru börnin
öll hin mannvænlegustu og öll
afburða dugleg. Var það mjög
haft á orði, hve þau Arnarstaða-
systkinum voru mannvænleg og
myndarleg. Meðal bræðra Krist-
jáns voru Rögnvaldur bóndi í
Miðhúsum, Friðfinnur faðir
Páls útgerðarmanns á Dalvík og
Loftur, faSffir þeirra Jóns stór-
kaupmanns og PálmaN fram-
kvæmdastjóra í Reykjavík. Af-
komendur fimm þeirra Arnar-
staðasystkina eru búsettir á
Siglufirði.
Kristján giftist haustið 1879,
Sigurlaugu dóttur Sæmundar
Jónssonar þá bónda í Felli, en
síðar í Haganesi, og Bjargar
Jónsdóttur prests á Undirfelli í
Vatnsdal. Systur Sigurlaugar
voru þær Jórunn, f. k. Sveins
hreppstj. í Felli, og Björg, kona
Jóns Þorfinnssonar skipstjóra.
Sigurlaug var fríðleikskona og
mikilhæf, og reyndist mann sín-
um ávallt hin styrkasta stoð.
Þau dvöldu fyrst^ hjúskaparár-
ið hjá foreldrum hennar í Felli,
en byrjuðu búskap vorið eftir
frostaveturinn mikla 1881, að
Fjalli í Sléttuhlíð. Þaðan flutt-
ust þau harða vorið 1882 og
Syðsta-Mói og bjuggu þar til
aldamótanna, en fluttust þá að
Lambanesi. fÞar hefir Kristján
dvalizt ávallt síðan, og þar
missti hann konu sína 1927, og
lét skömmu síðar af búskap og
fékk jörð og bú í hendur son-
um sínum tveimur, sem búa nú,
og hefir dvalizt hjá þeim síðan.
Þeim Sigurlaugu og Kristjáni
varð 12 barna auðið. Af þeim
létust 2 í æsku, en 10 komust
til fullorðins ára, og eru fimm
þeirra látin og fimm enn á lífi.
En þau eru Jón, rafstöðvarstjóri
á Sf., Árni afgreiðslumaður hjá
Shell, Valgarður og Gunnlaug-
ur, bændur í Lambanesi, og Jór-
unn frú í Reykjavík. Hin, sem
létust uppkomin voru: Sæ-
mundur skipstjóri, faðir Sigur-
jóns prentsmiðjustjóra á Siglu-
firði og Kristjáns prentsmiðju-
stjóra í Reykjavík, Kristín f. k.
Páls sundkennara frá Illuga-
stöðum, Gunnhildur kona Helga
.trésmiðs Kristinssonar, Sigluf.,
Björgvin, er lézt ungur og Björg,
gift kona eystra. — Öll voru
börn þeirra Lambaneshjóna
mannvænleg og myndarleg, og
sumar dætranna orðlagðar fyrir
fríðleik.
Framan af búskap Kristjáns,
á annan tug ára, mátti kalla
að væri óslitin harðæristíð. Það
segir sig því sjálft, að það var
ekki neinni liðleskju hent, að
koma upp og vel til manns hin-
um fjölmenna barnahóp Krist-
jáns. Slíkt er þrekvirki, enda er
það mála sannast, að Kristján
var fárra líki um dugnað og
vinnusemi, þrifnað og hagsýni
í búsýslu. Honum féll aldrei
verk úr hendi. — Jafnframt
skepnuhirðingunni á vetrum óf
hann mikið fyrir sjálfan sig og
aðra, eða prjónaði, því hann
varð fyrstur manna þar um slóð-
ir til að kaupa sér vandaða
Kristján J. Jónsson.
prjónavél og konu sinni kennslu
á hana. Var sótt langleiðis að
með verkefni til þeirra hjón-
anna. Það var eins og það kæmi
af sjálfu sér hjá Kristjáni að
grípa þetta verkið, þegar hann
hafði sleppt hinu. Og jafnlyndi
Kristjáns var svo trútt, að það
merktist aldrei á honum, að
hann teldi þetta annað en sjálf-
sagt, eða að hann hefði mikið að
gera. Hann var í senn ^innu-
samur og vinnuglaður.
Kristján hefir alla ævi verið
hlédrægur og lítt fyrir það að
láta á sér bera; hann er ró-
lyndur og góðlyndur og hverj-
um manni óhlutdeilnari um
annarra hagi, góðviljaður og
gestrisinn og gagnvandaður í
hlívetna. Hann á því marga
vini, en eflaust engan óvildar-
mann.
Heilsa KrLstjáns má kallast
vonum fremur góð enn, þegar
tekið er tillit til hins háa aldurs.
Vitaskuld eru starfskraftarnir
mjög þorrnir, en hann er hress
og fylgist vel með öllu, og glað-
ur og reifur er hann við vini
sína og kunningja, sem að garði
ber. Sérstaklega hefir hann
gaman af að minnast og rifja
upp löngu liðna atburði, og man
hann þá vel.
Fjöldi ættingja og vina heim-
sótti <Kristján á afmælisdaginn,
þar á meðal barnabörn og
barnabarnabörn úr öðrum sveit-
um. Honum bárust heillaóskir og
góðar gjafir frá ættingjum og
vinum. Á heimili hans var veitt
af rausn og sjálfur var Kristján
hinn hressasti og tók þátt í gleð-
skap yngri kynslóðarinnar.
En það eru margir fleiri, sem
senda Kristjáni í Lambanesi
hlýjar kveðjur á níræðisafmæl-
inu. Ég er einn í þeirra hóp. Ég
þakka Kristjáni fyrir löng og
ágæt kynni, og* sendi ^honum
mínar beztu árnaðaróskir um
friðsælt og bjart ævikvöld.
Jón Jóhannesson.
Þurrkaður og pressaður
SALTFISKUR
ódýr og góður, í stærri og
minni kaupum.
llafliði Baldvmsson
Sími 1456. — Hverfisg. 123.
FYLGIST MEÐ
Allir, sem fylgjast vilja með
almennum málum, verða að lesa
TÍMANN.
Þið, sem í dreifbýlinu búið,
hvort heldur er við sjó eða í
sveit! Minnist þess, að Tíminn
er ykkar málgagn og málsvari.
Sýnið kunningjum ykkar blaðið
og grennslizt eftir því, hvort þeir
vilja ekki gerast fastir áskrif-
endur.
Étvegið sem ílestir ykkar einn
áskrifanda að Tímanum og lát-
ið afgreiðsluna vita um það sem
fyrst.
Utanáskrift: Tíminn, Lindar-
götu 9A, Reykjavík.
ÞöJckum hjartanlega vinum og vandamönnum er glöddu
okkur á gullbrúðkaupsdegi okkar með skeytum, gjöfum og'
heimsóknum.
Ingibjörg Ólafsdóttir, Jóhannes Helgason
Svínavatni.
Almeimar tryggingar h. f.
Austurstræti 10. Símar 2704 og 5693
Um aldamótin var nær öll verzlun í höndum erlendra
manna og vátryggingar eru það að miklu leyti enn. Um
leið og þér tryggið allar eigur yðar hjá oss, stuðlið þér
að því að vátryggingar komast í innlendar hendur.
Óhöppin gera ekki boð á undan sér, tryggið því eigur
yðar strax hjá oss.
Vér bjóðum yður eftirtaldar tryggingar með beztu fáan-
legum kjörum:
Brunatryggingar
(ásamt tjóni af völdum tilfallandi lekavatns
úr heita- og kaldavatnsleiðslum og leka af völd-
um frosts).
Rekstursstöðvunartrygglngar,
Jarðskjálftatryggingar,
V,
Sjóvátryggingar,
Stríðstryggingar,
Bifreiðatryggingar,
Ferða-siysatryggingar.
Almennar tryggingar h.f.
Koma Sunnukórsins
tii Reykjavíkur
(Framháld a) 3. síðu)
Almennu hljómleikarnir byrjuðu
með sólkomusöng ísfirðinga Rís
heil, þú sól eftir Jón Laxdal.
Textinn er eftir Hannes Haf-
stein og er hvort tveggja samið
á ísafirði um síðustu aldamót,
en þá voru bæði þessi skáld bú-
sett þar og gerðu talsvert að því
að yrkja, hvort á sína vísu. Þar
verður einnig flutt Gígjan eftir
Sigfús Einarsson í nýjum bún-
ingi, sem söngstjórinn hefir fært
hana í. Þrjú önnur lög á þessari
söngskrá hefir Jónas Tómas-
son raddsett, þar á meðal
lagið Ástarsæla eftir Vestur-
íslendinginn S. K. Hall, en Hall
er náfrændi Jónasar. Vanda-
samasta verkefnið á þessum
hljómleikum er líklega lagið
Vorljóð eftir Mendelsohn-Bart-
holdy, en þar hvílir mestur
vandinn á einsöngvaranum, frú
Jóhönnu. Til þess að gera því
lagi góð skil, þarf mikla leikni
þjálfaðar raddar (há-sópran).
Öll eru verkefnin flutt á ís-
lenzku, nema danska lagið Der
var en Svend með sin Pigelil.
Sunnukórinn er svo heppinn að
í sínum hópi ágætan hagyrð-
ing, Harald Leósson, og alþekkt
skáltj, Guðm. Geirdal. Hefir
Haraldur þýtt eða frumort 4 af
sönglögunum, en Guðmundur
Geirdal 7 þeirra.
Fararstjóri kórsins er Elías
Pálsson, kaupmaður á ísafirði.
Hann hefir verið formaður kórs-
ins, síðan séra Sigurgeir flutti
þaðan. Með honum eru í stjórn
frú Margrét Finnbjarnardóttir,
Ólafur Magnússon skrifstofu-'
stjóri, Páll Jónsson kaupmaður
og séra Sigurður Kristjánsson
sóknarprestur.
Sveirm. í Elivogum
(Framhald af 3. síðu) -
sína. Um hitt verður mgu spáð
hér, hvernig þeir hefðu komið að
notum. Það er ætíð að óreyndu
óráðin gáta með alla. Eitt er
víst, að hann hefði orðið mikill
íslenzkumaður. Lætur það að
líkum, að penni hans hefði orðið
fyrirferðarmikill. Og ennfremur
þegar Sveinn hefði fengið þjálf-
un og næga samstillingu hug-
mynda sinna,erekki vafa bundið,
að hann hefði orðið fokharður
ræðumaður, því að hann hafði
af djúpum mælskubrunni að
ausa. Þess eru ekki fá dæmi, að
menn verði að einhverju leyti
andlega úti. Sá er löngum endir
á fslendingasögum. Því meiri er
skaðinn, sem meiri kraftar hafa
ekki náð að glæðast til fulls.
Tilbúin
Lök
nýkomin.
H. TOFT
Skólavörðustíg 5.
Vinnið ötullega tyrir
Tímann.
Samband ísl. samvinnufélaga.
i
ÍSLENDINGAR:
Samvinnan er nú viðurkenrid sem bezta
leiðin í samskiptum þjóðanna. Athugið, að hún
hltur einnig að hafa slíka þýðingu fyrir þegna
lítiLs lýðveldis. Styrkið og styðjið íslenzku
samvinnuhreyfinguna.
Rafvirki óskast
til eftirlitsstarfa með raflögnum
Þeir rafvirkjar, sem sækja vilja um þessa stöðu, sendi
skriflega umsókn til Innlagningadeildar Rafmagnsveit-
unnar fyrir 15. september 1945.
Rafmagnsveita Reykjavíkur
Skmnaverksmidjan
\ . .
Iðu hn
framleiðir
SÚTUÐ SKUVIV OG UEÐUR
eimfrenmr
hina landskimnu
I ðunnarskó
Sérleyfisferðir
Breytingar á ferðaáætlun
sérleyfisbifreiða
Á sérleyfisleiðinni REYKJAVÍK—HAFN-
ARFJÖRÐUR verða ferðir, sem hér segir,
frá 9. september 1945, þangað til öðruvísi
verður ákveðið:
á 30 mínútna fresti frá kl. 7 til kl. 13
á 15 — — — — 13---16
á 10 — — — — 16---20
á 15 — — — — 20---24
1 og auk þess ferð kl. 0,30
Póst- og símamálastjórinn
6. september 1945
Stúlku
vantar strax á Landsspítalann
i
Upplýsingar hjá yfirhjúkrunarkonunni.
Raftækjavinnustofan Selfossi
framkvæmir nllskonar rafvirkjastörf.
UTBREIÐIÐ TIMANN
V