Tíminn - 12.10.1945, Page 3

Tíminn - 12.10.1945, Page 3
77. blað TÍMIM, íösíiiilagiim 12. okt. 1945 • 3 Á þriðjudaginn var lagt fram á alþingi frumvarp til laga um fiskimálanefnd, markaðsleit sjávarafurða, útflutning á fiski og fleira. Eru flutningsmenn- irnir Eysteinn Jónsson og Björn Kristjánsson. Fylgdi' fj-umvarp- inu rækileg greinargerð, sem Tíminn þirtir hér. Er hér um að ræða stórmál, sem skylt er að gefa mikinn gaum. Verði frumvarp þetta að lög- um kemur það í staðinn fyrir lög nr. 75, 31. des. 1937, um fiskfmálanefnd, útflutning á fiski, hagnýtingu markaða o. fl. og lög nr. 48, 1940, um breyt- ing á þeim lögum. Aðalnýmæli frumvarpsins eru þessi: 1. Tekjur Fiskimálasjóðs verði auknar stórlega, eða að minnsta kosti fjórfaldaðar frá því sem þær hafa verið undanfarið og heimiluð 10 miljón króna lán- taka. 2. Fiskimálanefnd verði lögð niður og Fiskifélagi íslands ætl-( uð að mestu sú forusta í sjáv- arútvegsmálum, sem þeirri nefnd hefir verið falin. En þriggja manna stjórn Fiski- málasjóðs er ætlað það hlutverk að úrskurða um fjárveitingar úr sjóðnum í samráði við Fiski- félagið, í stað þess gð ráðherra hefir haft úrskurðarvaldið í samráði við Fiskimálanefnd. 3. Félögum útvegsmanna og fiskimanna er ætlaður. for- gangsréttur að þeim stuðningi, sem Fiskimálasjóður veitir til iðnreksturs og nýjunga í sjáv- arútvegi. 4. Fiskimálasjóði er ætlað að styðja sérstaklega bátakaup eða bátasmíði á þeim útgerðarstöð- um í landinu, þar sem tilfinn- anleg vöntun er ,báta, en lítið fjármagn fyrir hendi til fram- kvæmda. Skal þá vikið nokkru náriar að hverju þessara atriða fyrir sig. Eignir Fiskimálasjóðs voru þann 31/12. 1944 um 3.200.000 krónur. Var þá eftir að færa sjóðnum til tekna um 933.000 kr. og eru það tekjur af útflutn- ingsgjaldi 1944. Má.því gera ráð fyrir, að raunverulegar eignir sjóðsins um síðustu áramót hafi verið rúmar 4.000.000. kr. Ár- legar tekjur sjóðsins hafa und- anfarin ár verið y2% útflutn- ingsgjald af sjávar^ifurðum, en fjárveitingar til sjóðsins beint úr ríkissjóði hafa fallið n'iður, en þær voru talsverðar um skeið. Aðalhlutverk Fiskimálasjóðs hefir jafnan verið að styðja ýmis konar nýjungar í sjávar- útvegi. Það er augljóst’, að á næstu misserum verður að auka starf- semi Fiskimálasjóðs og leggja mikla áherzlu á margs konar nýjungar í sjávarútvegi, sem eru fjárfrekar og þannig vaxnar, að ekki er hægt að vænta þess að einstaklingar eða félög hafi forgöngu um þær, án sérstaks stuðnings af hálfu ríkisvaldsins. Er lagt til að árlagt framlag úr ríkissjóði tií Fiskimálasjóðs næstu árin nemi að minnsta kosti 2.500.000 kr. árlega. Það er ekki ósennilegt að við nánari athugun komi í ljós, að það þurfi að nota meira fjármagn í þessu skyni og því er lagt til, að þessi fjárveiting sé lágmark, en að ákveðið verði í fjárlögum árlega, hve mikið greiða skuli þar fram yfir. Þykir flm. rétt að ákveða lágmarksframlag í lögunum sjálfum. Verði frv. samþ. ættu árlegar fastar lágmarkstekjur Fiski- málasjóðs að nema milli 3 og 4 milj. kr., og má margt gagn- legt s.tyðja með þeirri fjárhæð. Eru það fjórfalt hærri tekjur en Fiskimálasjóður hefir haft undanfarin ár. Auk þess er heimilt að taka 10 miljón króna lán handa sjóðnum og væri sú lánsheimild notuð, gæti sjóður- inn á næstu misserum ráðið yfir miklu meira fjármagni en nemur árlegum tekjum sjóðs- ins. . Fiskimálasj óður hefir ekki starfað sem almenn lánastofn- un fyrir sjávarútveginn, og það er ekki gert ráð fyrir því í þessu frv. að svo verði fram- vegis.' Aftur á móti er ætlazt til þess, að Fiskímálásjóður láni sérstök styrktarlán, eftir að þær stofnanir, sem hafa stofnfjár- lánveitingar með höndum, hafa lánað til viðkomandi fyrirtækja eins og þeim þykir tryggt. Er þetta byggt á því, að margar nýjungar í sjávarútvegi eru þannig vaxnar, að það er tæp- lega þess að vænta, að almennar lánsstofnanir getj, a. m. k. á meðan nýjungarnar eru ekki fullreyndar, lánað eins mikið og nauðsynlegt er til þess að koma þeim af stað. Gert er ráð fyrir því, að Fiski- málasjóður veiti bæði lán og styrki. Til þess er ætlazt, að styrkirnir séu m: a. veittir sér- staklega til margs konar til- rauna í sambandi við nýjar veiðiaðferðir, til þess að leita að nýjum aflamiðum, til þess að gera tilraunir með nýjar verk unaraðferðir og til þess að leita að mörkuðum fyrir sjávarafurð- ir. Margt annað kemur einnig til greina, sem of langt yrði hér upp að telja. Verði frv. þetta að lögum, ætti það að tryggja stórfellda aukningu á starfsemi Fiski- málasjóðs. Það er fyrirhugað, að Fiskveiðasjóður, sem annast stofnlánaveitingar til útgerðar- innar, verði efldur verulega. En þó svo verði, er ekki síður nauðsynlegt að efla Fiskimála- sjóð, sem veitir nýjungum i sjávarútvegi þann sérstaka stuðning, sem að framan greinir. Flm. telja það rétt, að Fisk- veiðasjóður hafi með höndum stofnlánáveitingar til sjávarút- vegsins á hreinum bankagrund- velli, en Fiskimálasjóður hafi með höndum styrktarlánaveit- ingar og úthlutun fjár til stuðn- ings nýjungum í sjávarútvegi. Það er tvímælalaust heppilegt að aðskilja þetta tvennt., Fiskirrrálanefnd var sett á stofn árið 1935 með sérstakri lagasetningu. Það var hlutverk hennar að gera tilraunir með ýmsar nýjungar í sjávarútvegi og fipna nýjar leiðir til þess að forða afleiðingum hinnar stórfelldu markaðskreppu fyrir saltfisk, sem hófst fyrir alvöru 1934 með lokun Spánarmark- aðarins. Hafði nefndin. í þessu skyni veruleg fjárráð úr Fiski- málasjóði, sem stofnaður var þá um leið. Varð nefndinni vel ágengjt í mörgum efnum og gerði mikið gagn. Einkum varð forusta hennar um 'hraðfrysting á fiski og útflutning hans að glæsilegu afreki sjávarútvegsins og allrar þjóðarinnar. Naut nefndin í því efni ekki sSzt forustu framkvæmdastjóra síns, Runólfs Sigurðssonar, sem stóð dó skemur en skyldi, vegna svip- legs fráfalls hans. > Síðan löggjöfin um Fiski- málanefnd var sett, hefir Fiski- félag íslands eflzt mjög, bæði vegna þess að félagið hefir ver- ið éndurskipulagt og eins fyrir aukinn stuðnings ríkisvaldsins. Þykir flm. nú þannig komið málum, að rétt sé að fela Fiski- félaginu sem mest forustuna . í sjávarútvegsmálum, hliðstætt því, sem átt hefir sér stað á síðari árum um Búnaðarfélag íslands um búnaðarfram- kvæmdir. Er frv. þetta byggt á þessari skoðun, og því talið óhætt að leggja nú niður Fiski-, málanefnd, sem svo margt. þarf- legt vann á sínum tíma og fela Fiskifélagi íslands það hlutverk, sem nánar er skilgreint í frv. Er það skoðun flm., að slík ráðstöfun myndi verða öflug lyftistöng Fiskifélagi íslands og gagnleg sjávarútveginum. Ekki þykir >þó fært, af skiljan- legum ástæðum, að fela Fiski- félagi íslands fremur en Fiski- málanefnd áður að veita fé úr Fiskimálasjóði upp á sitt éin- dæmi, og eru þess vegna sett í frv. ákv. um það, að þriggja manna stjórn stjóðsins, kosin af Alþingi, skuli hafa úrslita- vald um fjárveitingar úr sjóðn- um, en Fiskifélagið láta í Ijós álit um hverja umsókn, sem til sjóðsins kemur: Er Fiskifélaginu að þessu leyti ætlað sama hlut- verk og Fiskimálanefnd hefir haft. í’járveitingavaldið sjálft hefir verið í hendi atvinnumála-, ráðherra. Þykir flm. eðlilegt, að það vald verði í höndum stjórnar sjóðsins framvegis. í 6. og 7. gr. eru ákvæði um bað, að Fiskifélagi íslands sé ætluð forganga um þær nýjung- ar í sjávarútvegsmálum, sem Fiskimálanefnd var beinlínis •æflað að /hafa með höndum áður. Það er skoðun flm., að heppi- legast sé, að iðnaður í þágu sjávarúWægsins sé rekinn af félögum útvegsmanna og fLski- manna. Með því móti verði það bezt tryggt, að fiskiðnaðurinn sé beinlínis rekinn í þágu sjávar- útvegsins og útvegámönnum og fiskimönnum tryggt sannvirði fyrir framleiðslu sína. Mjög skortir á, að þessu sé þannig háttað, eins og stendur. í 4. gr. frv. eru því ákvæði um það, að félög útvegsmanna og sjó- manna, sem stofnuð eru til bess að reka iðnað þágu útvegs- ins, og eru opin útvegsmönnum og sjómönnum. svo og félög, sem meginþorri útvegsmanna á hverjum stað er þátttakandi í, skuli hafa forgangsrétt til stuðnings úr Fiskimálasjóði í framangreindu skyni. Þá er einnig gert ráð fyrir, að sé ekk- ert slíkt félag starfandi á ein- hverjum útgerðarstað, e'n frá þeim stað sé leitað eftir stuðn- ingi til nýrra framkvæmda í fiskiiðnaði, þá skuli Fiskifélag íslands sjá um, að tilraun verði gerð, til þess að stofna slikt félag, og skal þá veita því stuðn- ing, ef það æskir þess. Það er ekki ætlunin með þess- um ákvæðum/ að koma í veg fyrir að einstajdr menn eða fé- lög einstaklinga reki fiskiiðnað. Ætlunin er hins vegar sú, að útvegsmenn og fiskimenn sitji fyrir stuðningi til þessara fram- kvæmda, ef þeir vilja hafa þessa starfsemi með höndum sjálfir. Flestum mun ljóst, að brýna nauðsyn ber til þess að auka og bæta báta- og skipastól landsmanna og stefna að því, að menn komi sér upp stærri og heppilegri bátum til sjósókn- ar en orðið hefir að notast við víðs vegar um land. Talsverður stuðningur hefir verið veittur í þessu skyni, með ýmsú móti. Það hefir sýnt sig að mörgum er kleift að koma þessu við, þrátt fyrir mikla erfiðleika og stóraukinn stofnkostnað. Eink- um eru það þó þeir, sem rekið hafa sjávarútveg á stærri bátum eða haft með höndum annan atvinnurekstur, sem ágóða hefir gefið í aðra hönd undanfarin ár. Aftur á móti sýnir það sig, að þeir, sem ■ orðið hafa að stunda sjó á smáfleytum og ekki hafa getað safnað neinu veru- legu fjármagni, eiga þess ekki kost að draga saman nægilegt fjármagn til þess að kaupa staérri báta. Þannig er nú j-afn- vel ástatt um nokkur byggðalög landinu, að* útgerð er þar nú að leggjast- niður sökum verð- bólgunnar og sakir þess, hve smáa báta menn hafa til um- ráða, en bolmagn skortir til þess að koma upp stærri útgerð. Þar sem þannig er ástatt fullnægja ekki venjulegar stofnlánaveit- ingar, og verður því annað hvort að ske, að endurnýjun báta- flotans á þessum stöðum falli algerlega niður og þar með út- gerðin eða að sérstakar ráð- stafanir* verið gerðar til þess að styðja öflun nýrra tækja, þar sem þannig er ástatt, um- fram þáð, sem almennt er í boði af lánsfé í þessu skyni. Flm. leggjá til í 4. gr. frv., að heimilt sé að veita hlunnindalán til bátakaupa eða bátasmíða á þessum stöðum, umfram það sem almennt ge#st, enda séu útgerðarskilyrði þannig, að dómi Fiskifélags íslands, að rétt sé að efla útveg í hlutaðeigandi byggðarlagi. I. Nýlega hafa þær fréttir bor- izt til landsins, að- Jóhann Magnús Bjarnason skáld og kona hans, Guðrún Hjörleifs- dóttir, hafi andazt með stuttu millibili. Flestir vinir þeirra munú fagna því, að skammt varð á milli þeirra. Það var erfitt að hugsa sér annað þeirra án hins. Þau voru ekki lík, en löng sam- búð hafði gert þau vel samtaka i störfum sínum. Litla heimilið beirra í Elfros hafði þann blæ yfir sér, að margur mun sakna bar vinaf í stað. Þau gerðu ekki víðförult að heirnan. Hin síðari ár var Magnús orðinn heilsulít- ill og þoldi illa ferðalog. Þó mun hitt hafa ráðið meiru, að þau kunnu einhvernveginn ekki við sig annars staðar en í litla, gula húsinu sínu, með grasgarðinum sínum umhverfis. Þar uxu fall- egir runnar og tré, en bak við húsið var kartöflugarðurinn, Söngvari Vestur-íslenzki söngvarinn Birgir Halldórsson, sem hér hefir dvalið í sumar og ferðazt all- vfða um land og efnt til söng- skemmtana, er senn á föruíh. Mun hann halda, kveðjuhljóm- leika í Gaíhla Bíó í kvöld. Birgir hefir áður haldið tvær söngskemmtanir hér í Reykja- vík, og á ferðalagi sínu um land- Birgir Halldórsson, söngvari ið söng hann á Akureyri, Siglu- firði og ísafirði. Var hvar- vetna vel sótt og undirtektir áheyrenda góðar. Blaðadóma hlaut hann einnig hina ágæt- ustu. Meðal annars skrifuðu tónskáldin Björgvin Guðmunds- son og Áskell Snorrason um Hefir þá verið gerð grein fyrir helztu nýmælum frv. og þá um leið efni sjö fyrstu gr. þess. En 3. kafli frv. fjallar um ráðstaf- anir varðandi fiskútflutning landsmanna. Eru þar tekin upp þau ákvæði, með litlum breyt- ingum, sem nú gilda um þau efni, en þau færð til samræmis við frv., að því leyti til, að ^Fiskifélagi íslands eru yfirleitt ; ætluð þau afskipti af þeim mál- um, sem Fiskimálanefnd eru ætluð í gildandi löggjöf. lem þau önnuðust í sameiningu. Bæði voru þau hætt að taka bátt í félagslífi, þegar ég kynnt- st þeim. Guðrún var ekki einu. únni í kvenfélagi. Einu sinni agðist hún hafa tekið rögg á ig og gengið í kvenfélag. Hún :ór á einn fund. Þegar hún kom heim aftur brá henni heldur en ikki í brún. Maður hennar stóð iti í bakgarðinum og kynti þar bál. Á það hafði hann hrúgað bandritum, sem hann taldi ekki lengur neins virði. En Guðrún var ekki alveg á sama máli. Og til þess að eiga ekkert sllkt á hættu framar, sagði hún sig úr kvenfélaginu. Kunningjarnir muhu fara nærri um, að Gúðrún sjálf er heimildarmaður minn að þessari sögu. En hvort sern hún hefir ætlazt til að sagan yr<Si skilin alveg bókstaflega eða ekki, þá lýsir hún því bezt, sem allir kunnugir vissu vel, að kona Magnúsar hafði tekið sér að kvehja hann í Akureyrarblöðin og báru mikið lof á frammistöðu hans. Birgir hefir stundað söngnám í New York í hálft þriðja ár. Gat hann sér fljótlega góðan orðstír meðal kennara sinna, og í þennan skóla ætlar hann til framhaldsnáms er hann kernur vestur. Jafnframt námi sínu gerir hann sér vonir um að fá stárf við útvarpsstöð í New York — verða þar fastur söngv- ari. Hefir Birgir oft komið fram opinberlega, meðal annars í óperettunni „Oklahoma,“ er sýnd var í New York átta sinnum í viku í tvö ár, og þar áður í óperettu, sem nefndist „Vaga- • bond King.“ Á ferð sinni um Vestur- og Norðurland söng Birgir meðal annars lög eftir vestur-íslenzka tónskáldið Steingrím Hall. En á söngskránni í kvöld eru ein- göngu lög, sem hann hefir eigi sungið áður í íslandsferð sinni. Þar á meðal eru þýzk og frönsk lög og ný lög eftir Helga Pálsson, Björgvin Guðmundsson og Hall- grím Helgason. Við erlendu lögin öll eru íslenzkir textar. Tónlistarfélagið hefir gert ítrekaðar tilraunir til þess að fá Birgir til þess að syngja j>g leika í óperettu þeirri,serr; það hyggst að sýna í Reykjavík í vetur. En söngvarinn hefir ekki fengizt til þess að fresta, vesturför sinni. Hins vegar ráðgerir hann að koma aftur heim til gamla landsins þegar betur hentar honum og eiga hér þá lengri dvöl. Hafa honum líkað mæta- vel kynnin af löndunum hérna megin Atlant^hafsins og vill gjarna, að þau 'geti orðið meiri. Birgir Halldórsson er Reyk- víkingur að uppruna, en fór átta ára gamall vestur um haf með móður sinni. Dvaldi hann síðarr i Kanada, unz hann hóf söng- nám sitt í New York fyrir þrem árum. það hlutverk að vera verndari skáldsins, ef sv,o má að orði komast. Hún hafði fjármála- stjórn heimilisins og fannst Magnúsi gott að losna við slíka veraldarívasan. Og þó að Guðrún ætti það til að segja, með sínu hispurslausa spaugi, að þetta væri „tóm lygi allt saman,“ sem hann væri að skálda, þá var engum annara um það en henni, að maður hennar kæmist sem bezt áfram með' ritstörf sín. ,Sí-starfandi var hann, svo að segja til síðustu stundar. Gaman var að heimsækja bau Magnús og Guðrúnu, enda var oft gestkvæmt hjá þeim. Var auðfundið, að þeim sjálfum var að því innileg og hjartnæm gleði. Minnist ég þess len^i, bversu vænt þeim þótti um að “aka á móti gestum frá íslandi, °nda munu flestir Austur-ís- lendingar, sem komu til Vatna- byggða, hafa lagt kapp á að komast til þeirra hjóna í heim- sókn. Guðrún var hispurslaus, ör í framkomu, hláturmild og spaugsöm' og lét sitt af hverju fjúka. Magnús var eitt hið prúð- ,asta ljúfmenni, sem ég hef kynnzt.í öllu látbragði var hann hógvær og stilltur, brosið hýrt og viðmótið bæði hlýlegt og kurteislegt. Ekki voru húsakynni þeirra stór. Fyrst var gengið inn í eldhúsið, þaðan inn í stofu, þar sem húsþóndinn hafði skrifborð sitt og bókaskápa. Inn úr stof- unni var svefnherbergið og var það enn minna en stofan. Ég Séra Jakob Jónsson: J. Magnús Bjarnason Vestur-íslenzki rithöfundurinn Jóh. Magnús Bjarnason er lát- :nn. Þar er fallinn einn hinna ramíslenzku stofna, sem festu rætur sínaT handan Atlantshafsins. Einn vina skáldsins, séra Jakob Jónsson, sem um alllangt skeið var prestur í Vatnabyggðunum, hefir sent Tímanum þessá jrein, þar sem hann lýsir Jóhanni Magnúsi Bjarnasyni og heim- li hans og störfum á skemmtilegan hátt. I. /

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.