Tíminn - 23.10.1945, Side 1

Tíminn - 23.10.1945, Side 1
( í RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON < ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. j \ ) RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A Sími 2323 29. árg. Reykjavík, þriðjudagtnn 23. okt. 1945 80. blað Togarakaup ríkisstjórnarinnar endanlega ákveöin Togararnir kosta a. m. k. 2 y% milj. kr. hver, en upphaflega var „tilkynnt44, að þeir myndu kosta 1.7—1.9 milj. kr. Ríkisstjórnin gaf út þá „tilkynningu“ um siðastl. helgl, að end- anlega hefði verið gengið frá samningum um smiði 28 togara í Bretlandi. Verða þeir 175 fet að lengd og hafa. olíukyntar gufu- vélar. Verð hvers skips verður 98 þús. sterl. pund, eða rúmlega 2yz miljón kr. íslenzkar, en þó getur það breytzt nokkuð til hækk- unar eða lækkunar, eftir því, hvort vinnulaun eða efni hækka eða lækka meðan á smíðinni stendur. Tíu af þessum togurum verða afhentir á næsta ári, en hinir 1947. ’ » Helmingshækkun jarðræktarstyrksins meðan verið er að koma öllum heyskap á véltækt land Frumvarp Framsóknarmanna, sem stjórn- arliðið hefir fellt tvisvar, flutt í þriðja sinn Eins og kunnugt er, gaf ríkis- stjórnin út þá „tilkynningu“! fyrir nokkru síðan, að íslending- ! ar ættu kost á að láta smíða um 30 togara í Englandi og kost- aði hver þeirra fullgerður 1.7-1.9 milj. kr. Síðar var birt „tilkynn- ing“ þess efnis, að gerðir hefðu verið bráðabirgðasamningar, sem hefðu byggzt á þessum til- boðum. Þegar þessar tilkynn- ingar voru birtar, benti Tíminn á, að íslenzku samningamenn- irnir, sem hefðu gert þessa frumsamninga, væru algerlega ókunnugir öllu því, er viðkemur togarabyggingu og togaraútgerð. Svo einkennilega hafði ríkis- stjórnin valið nefndina, sem átti að gera samninga um kaup á þessum skipum. Tíminn benti jafnframt á, hve hættulegt það væri að láta viðvaninga gera slíka frumsamninga, sem skuld- binda íslenzka ríkið um tugi milj. kr. Árangurinn af þessari vinnu- aðferð virðist nú vera að koma i ljós. Þegar nefnd manna, þar sem sumir mennirnir a. m. k. eru mjög sérfróðir um togara- veiðar og togarabyggingu, var látin rannsaka þessa frumsamn- inga, kom í ljós, að togararnir, sem fyrstu samningarnir höfðu verið gerðir um, voru að áliti þeirra ónothæfir fyrir okkur ís- lendinga. Þegar svo var farið að semja um að breyta ýmsu, og það var æði margt, urðu þær breytingar vitanlega sérstaklega dýrar, eins og einatt vill verða, þegar kaupandi hefir flækt sig 7 þús. Reykvík- ingar fá ekki kjötstyrkinn Skattstofan í Reykjavík hefir nú lokið skýrslu sinni um það hverjum beri kjötstyrkur sam- kvæmt bráðabyrgðalögum stjórnarinnar um hann. Samkv. þessari skýrslu munu um 37 þús. manns í bænum fá kjöt- styrk. Um 7—6 þús. Reykvking- ar fá hann því ekki, en íbúar bæjarins voru taldir um 46 þús. þegar síðasta manntal fór fram, en þá voru líka taldir með all- margir utanbæjarmenn. Það sést gleggst með því að athuga þessa skýrslu, að flokkun þessi er gerð án minnsta tillits til efnahags og tekna. Fjölmarg- ir efnalitlir og láglaunaðir menn eru sviptir styrknum, en aðrir, sem eru margfallt betur stæðir, fá hann. Það er eins augljóst og verða má, að þetta tiltæki, að svipta marga efnalitla og tekju- lága menn styrknum, muni stuðla drjúgum að því að minnka kjötsöluna, auk þess, sem það er eins ranglátt og hugsast getur, þegar margir stórum efnaðri menn fá hann. i það á frumstigi málsins, að gera samninga um annað en hann getur svo að lokum keypt. Og nú er svo komið, að þeir togarar, sem á að kaupa sam- kvæmt hinum endanlegu samn- ingum, kosta a. m. k. 2 y2 milj. kr., eða eru m. ö. o. álíka dýrir og dieseltogarar frá Bandaríkj- unum, sem fyrir nokkru voru taldir ókaupandi vegna dýrleika, enda var sú „tilkynning" ríkis- stjórnarinnar, að íslendingar gætu fengið togara fyrir 1.7—1.9 milj. króna, gefin út sem sér- stakur fagnaðarboðskapur að því er snerti verðlagið. Við þetta bætist svo, að ýmsir kunnugir menn telja, að dýpt armælar, loftskeytatæki, áttavit ar, lifrarbræðslutæki o. fl. nauð- synleg tæki, séu ekki með i þessu verði, og ekki heldur eftirlit með smíðinni og heimsending. Væri þetta rétt, gæti verð hvers tog- ara enn átt eftir að hækka mn nokkur hundruð þús. kr. Það skal ekki dregið í efa, að, svo komnu, að þetta séu allgóð skip. í Fraklandi voru gufuvéla togarar olíukyntir fyrir styrj öld, en reynslan varð sú, að á mestu kreppuárunum voru þessir togarar svo dýrir í rekstri, að þeim var lagt fyrr en öðrum tog urum. Oliukynntir gufuvélatog- arar eru taldir miklu dýrari í rekstri en dieseltogarar.Þeir,sem mælt hafa með olíukyntum gufuvélum, munu treysta því, að olían lækki það mikið í verði, að togararnir verði ekki óhóf- lega dýrir í rekstri, og skal ekki dæmt um það mál að svo komnu. En það, sem vekur sérstaka at- hygli viðkomandi þessum tog arakaupum, er það, hve klaufa- lega virðist hafa verið farið. að því að semja um kaup á þessum skipum, og virðast þau fyrir það hafa orðið miklu dýrari en ella Svo mikið er víst, að þeir togar ar, sem Englendingar byggja nú að því er þeir telja af fullkomn ustu gerð, kosta um 65% af þvi ■sem þessir togarar eru seldir okkur. Það er mjög illa farið, ef milliganga ríkisins um kaup á þessum skipum fyrir útgerðar menn hér heima á íslandi verð- ur til þess að gera skipin miklu dýrari en þau mundu annars hafa orðið, ef einstaklingarnir hefðu samið sjálfir, en það er því miður allt útlit fyrir, að svo hafi orðið og að með þessu sé nokkrúm milj. króna kastað í sjóinn. Ríkisstjórnin staðhæfir þó, að ríkissjóður sé ekki í beinni pen- ingálegri hættu fyrir þessi kaup því að einstaklingar muni verða fáanlegir til þess að kaupa skipin með þessu háa verði. Er þá viðhorfið í málinu þannig að hið of háa verð kemur á bak ein staklinga, en ekki ríkissjóðs. En ennþá munu ekki liggja fyrir hjá ríkisstjórninni beiðnir frá einstaklingum um kaup á öllum þessum skipum, ásamt fullum tryggingum fyrir þvi, að ein- staklingarnir geti keypt þau. Ennþá hefir ríkisstjórnin að eins sagt lítilsháttar undan og (Framhali & 8. tlOu) SigurvegararnLr í frönsku kosningunum Kosningamar, sem fóru fram í Frakklandi á sunnudaginn, urðu mikill sigur fyrir de Gaulle og stefnu hans. Flokkur hans og Bidaudt utanríkismálaráð- herra, katólski framsóknarflokkurinn, fékk 142 þingsæti, en hann hafði ekki haft menn í kjöri við þingkosningar áður. Flokkurinn er róttækur miðflokk- ur. Jafnaðarmenn, sem einnig styðja de Gaulle, fengu 139 þingsæti. Kom- múnistar, sem eru andstæðir de Gaulle, fengu 151 þingsæti. Aðrir flokkar, sem margir styðja de Gaulle, fengu 88 þingsæti. Ótalið vat, er seinast fréttist, í kjördæmum utan Frakklands (samveldislöndunum). Engu minni sigur vann de GauIIe þó í atkvæðagreiðslunni um spurningar þær, scm fyrir lágu. Önn- ur var um það, hvort þingið skyldi verða stjórnlagaþing, og var hún sam- þykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Hin var um það, að ríkisstjórnin skyldi óháð þinginu meðan á samningu stjórnarskrárinnar stæði. Sú spurning var samþykkt með % hlutum atkvæða, en kommúnistar beittu sér mjög cindregið gegn því, að henni^yrði svarað jákvætt. Myndirnar hér að ofan eru af de Gaulle (til vinstri) og Bidault (tU hægri). Hermann Jónasson og Páll Hermannsson hafa nýlega lagt fram í efri deild frumvarp til laga um breyting á jarðræktarlögunum. Breytingin er í því fólgin að aftan við lögin komi þau bráða- birgðaákvæði, að næstu tíu árin skuli jarðræktarstyrkurinn til þúfnasléttunar og nýræktar greiddur með 100% hækkun frá því, sem nú er, þar til býli það, sem styrks nýtur, hefir 600 hesta heyskap á véltæku landi í meðalári. Þetta er í þriðja sinn, sem Framsóknarmenn flytja slíkt frv. Stjórnarliðið, sem þykist vilja styðja „nýsköpun“ landbúnaðarins, hefir þegar fellt það á tveimur þingum. Nú reynir á það í þriðja sinn. Felli það frv. einu sinni enn, mun það vissulega ekki geta talið sig hlynnt „nýsköpun“ landbúnaðarins eftir það, því að stærsta verkefnið þar er að koma öllum heyskapnum á véltækt og velyrkt land, en það verkefni verður ekki leyst á skömmum tíma, nema með öflugum stuðningi ríkisins, eins og gert er ráð fyrir í frv. Meginákvæði frv. hljóða svo: Þrjú hraðskreið skip keypt til landhelgisgæzlu Pálmi Loftsson kynnti sér þau í utanför sinni í snmar. í þessari viku eru væntanleg hingað þrjú hraðskreið smáskip, sem notuð verða til landhelgisgæzlu, Pálmi Loftsson, forstjóri Skipaútgerðarinnar, kynnti sér þessi skip í utanför sinni í sumar, og hefir ríkisstjórnin farið að ráðum hans og keypt þrjú þeirra í áðurnefndum tilgangi. Kaupverð þeirra samanlagt mun verða um ein milj. kr. og er það mjög hagstætt í samanburði við það, að ríkið hefði þurft að láta smíða varðbáta. Þessi skip eru um 130 smál. að stærð með mjög sterkum dies- elvélum og eru því sérlega hrað- skreið. Þau urðu fræg á stríðs- árunum, en þá voru þau notuð til að vera í ferðum milli Engr lands og Svíþjóðar, og fluttu mikilvæga hernaðarvöru. Þau fóru margar ferðir, en Þjóðverj- um tókst ekki að sökkva nema einu þeirra. Hér í blaðinu hefir opt verið vakin athygli á því, að nauð- synlegt væri að auka landhelg- isgæzluna strax í styrjaldarlok- in eða ekki síðar en erlendum veiðiskipum tæki að fjölga hér Framsóknarfélag Reykjavíkur heldur fund f Kaupþings- salnum kl. 8.30 í kvöld. Hermann Jónasson, form. Framsóknarfl. hefur um- ræður um stjórnmálavið- horfið og segir fréttir frá Alþingi. Þarf ekki að efa, að þessi fyrsti fundur í haust verði fjölsóttur og mönnum leiki hugur á að fylgjast með því, sem nú er að gerast í stjórnmálunum. aftur. Sérstaklega hefir verið á það bent, að nauðsynlegt væri að hafa varðskipin sem flest. Dómsmálaráðherrann hefir sýnt góðan skilning á þessu með því að hrinda fram- angreindum skipakaupum í framkvæmd, því að reynist þessi skip vel, eru þau góð viðbót við strandgæzluflot^nn. Þingi farmanna- og fiskimanna lokið Níunda þingi Farmanna og fiskimannasambands íslands lauk síðastl. föstudag, en þingið hófst 9. þ. m. Á þinginu voru samþykktar ýmsar tillögur um hagsmunamál sjómanna og kosin sambandsstjórn fyrir næstu tvö ár. Ásgeir Sigurðsson skipstjóri var endurkosinn for- seti og hefir hann gegnt þeirri stöðu í 9 ár, eða frá stofnun sambandsins. Varafórseti var kjörinn Hallgrímur Jónsson vél- stjóri. Aðrir í stjórninni eru: Guðbjartur Ólafsson hafnsögu- maður,. Lúther Grímsson mótor- vélstjóri., Konráð Gíslason kom- pásasm., Henry Hálfdánarson loftskeytam. og Grímur Þor- 4 kelsson stýrimaður. Næstu 10 ár frá gildistöku þessara laga skal: a. þúfnasíéttun í túni styrkt með 100% hækkun frá því, sem ákveðið er í 9. gr. lag- anna, að viðbættri verðlags- uppbót samkvæmt ákvæðum 10. gr. laganna. b. yenjuleg nýrækt, þar með talin nauðsynleg framræsla, styrkt með 100% álagi frá því, sem ákveðið er í 9. gr. laganna, ásamt verðlags-1 uppbót (sbr. 10. gr.), þar til býli það, er styrks nýtur, hefir 600 hesta (100 kg) heyskap á véltæku landi í meðalári; c. greiða 50 kr. á hektara á- samt verðlagsuppbót fyrir sléttun engjalanda á þeim býlum, sem hafa ekki 600 hesta heyskap á véltæku Iandi. Hámarksákvæði 11. og 13. gr. Iaganna taka, ekki til fram- kvæmda samkvæmt þessu á- kvæði. Ráðherra setur reglugerð að fengnum ■ tillögum Búnaðarfé- lags íslands um nánari fyrir- mæli viðvíkjandi mælingu tún- þýfis og úttekt þessara jarða- bóta til styrkgreiðslu, og skal þar m. a. ákveða reglur um, við hvaða stærð 600 hesta hey- skaparland á túni og engjum skuli miðast“. í greinargerð frv. segir svo: „Frumvarp um breyting á jarð- ræktarlögunum var flutt af bingmönnum Framsóknar- flokksins í efri deild á haust- binginu 1943. Frumvarpinu fylgdi mjög ýtarleg greinargerð, sem síðar verður lítillega á minnzt. Frumvarp þetta komst aðeins til 2. umr. í efri deild og var þar vísað frá með rök- .studdri dagskrá, þess efnis m. a., að útvegaðar verði nægilega margar stórvirkar jarðvinnslu- vélar, til þess að reynsla fáist i notkun þeirra, áður en frum- varpið verði samþykkt. Eftir þessa afgreiðslu tók milliþinganefnd, er búnaðar- þing hafði skipað til þess að gera athuganir og tillögur um landbúnaðarmálin, frumvarp þetta . til athugunar. Ne^ndin skipti þá málinu í tvennt, frum- varp til laga um jarðræktar- og húsagerðarsamþykktir í sveit- um, sem samþykkt var á síðasta þingi, og frumvarp um breyting á jarðræktarlögum nærri sam- hljóða því frv., sem hér liggur fyrir. Þessi tvö frumvörp eru efnislega að heita má alveg sam- hljóða áðurnefndu frumvarpi, sem flutt var 1943, að öðru leyti en því, að við er bætt heimild „Smærri urræði” Alþýðublaðið hefir nú tekið við af Emil Jónssyni í málflutningnum fyrir stríðsgróðavaldið. Það seg- ir í forustugrein 20. þ. m., að dýrtíðarráðstafanir þær sem Eysteinn Jónsson hafi nefnt í fjárlagaumræðun- um, fjalli allar um „SMÆRRI ÚRRÆÐI“, þeg- ar kauplækkuninni sé sleppt. Þessi „SMÆRRI ÚR- RÆÐI“ sem Alþýðublaðið nefnir svo, voru lækkun afurðaverðsins, lækkun verzlunarálagningar, lækk un fargjalda, lækkun bygg- ingarkostnaðar og nýtt eignaframtal, svo að hægt væri að hafa upp á skatt- svikum og leggja á réttlát- an eignaaukaskatt. Þetta eru hins vegar ráff- stafanir, sem jafnaffar- menn annars staðar telja engin „SMÆRRI ÚR- RÆÐI“ heldur leggja á megináherzlu til aff auka kaupmátt launanna og koma á réttlátari efna- jöfnuffi. En þar eiga þeir heldur engan Emil Jóns- son og hjúfra sig því ekki heldur í flatsæng upp aff stórgróðavaldinu og Moskvu-kommúnistum! til samþykktar um húsagerð í sveitum. Frumvarpið um jarðræktar- og húsagerðarsamþykktir í sveitum var, eins og fyrr segir, samþykkt á síðasta þingi, en þetta frumvarp, sem hér liggur fyrir, náði ekki samþykki. Það var flutt í Nd. af þeim þing- mönnunum Bjarna Ásgeirssyni, Jóni Sigurðssyni og Pétri Otte- sen, og fylgdi því þá greinargerð um athuganir milliþinganefnd- ar búnaðarþings á málinu. Neðri deild gerbreytti frum- varpinu, svo sem þingmenn munu minnast. Það var Jón Pálmason, þm. A.-Húnv., sem einkum beitti sér fyrir breyt- ingunni. En þegar til efri deild- ar kom, vildi hún ekki afgreiða málið á þennan hátt, og varð að lokum enn aö vísa því frá með rökstuddri dagskrá og að þessu sinni til nýbyggingarráðs. Frá nýbyggingarráði hefir ekkert heyrzt um þetta mál. Þykir því bæði rétt og nauðsyn- (Framhald á 8. síðu) I

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.